Lögberg - 03.06.1926, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.06.1926, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 3. JÚNÍ 1926. Bls. 5. W dodds ■'m gKIDNEY á Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu’m lyf- sölum eða frá The Doddl’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. bæru svo ríkulegan ávöxt, þó að lítil föng væru fyrir hendi, — það væri af því, að konan væri sköpuð tii að unna. En kærleikurinn væri mestur í heimi, eins og allir vissu. Til sönnunar máli sínu las hann upp nokkur kvæði eftir breið- firzku systurnar — Andrésdætur, sem nú þykja syngja hásöng ást- arinnar betur en nokkrir aðrir á íslenzku máli. Gísli Magnússon frá Gimli hélt ræðu þess emnis, að þakka heið- ursgestinum fyrir góða viðkynn- ingu og hjálpsemi við sig á árum áður. Tók hann það fram, að Reynistaða heimilið hefði haft meiri áhrif á þessa bygð, en nokkurt annað heimili. Páll'Jakobsson talaði um hve kvenfélagskonunum hefði getað orðið mikið úr litlu, af því að vilj- inn til þess áð gera gott hefði ver- ið svo einlægur. — Sunnudags- skóla kennari Helgi Ásbjörnsson flutti frumort kvæði. Bjarni Júl- íus las upp kvæðið: “Þú stóðst á tindi.”— Söngflokkur söng á milli ræð- anna og fór alt hið bezta fram. Samsætið stóð langt fram á nótt. Viðstaddur. * , * « KVÆÐI flutt á 40 ára afmæli kvenfélags- in “Úndína” Ó, hafið hljótt! Eg sýnir sé: Með sigurgleði’ og tár nú óskráð saga’ á fund vorn fer um fjörutíu ár. Hún hor^ir djarft á alla og einn, því engu leyna þarf, og leggur inn í lífsins sjóð sitt liðins tíma starf. * * Hún kveður híjóðs: “Mitt kæra fólk! í kvöld er himinn blár — Eg fylgt hef Mikley fram á veg í fjörutíu ár. Og kvenfélagsins konunum eg kærar þakkir ber, því þessi hátíð haldin er til heiðurs sjálfri mér. Eg þakka þessum f jölda fólks, sem fund minn sækir á, því gulli betra’ er glaðan hug og glaða lund að sjá. Og ársæld friðar öðlist þið, sem unið hér í kvöld. Já, gæti ykkar Guð á hæð, og gæfa þúsundföld. Það vaka margar minninglr og mörg var stundin sár, —því friðarsól er fáum trú í fjörutíu ár. Að síðsta bústað systra hér með söknuði enn eg geng. Eg stóð við þeirra banabeð með brostinn hörpustreng. En þetta er, vinir, vegurinn og vissulega þó má þakka’ að vonin vakir yfir vorum harma sjó. Þó hnigi í val á öllum aldri ein og tvær og þrjár — mun forsjón aftur fleiri gefa fyrir seinni ár. Eg horfi’ á litla hópinn minn og hlý er vitund sú, Að kvenfélags hjá konunum er kjarkur, festa, trú, Ei raska þeirra ráðdeild má, að reynast bezt í neyð— og viltum manni og voluðum þær vísa á rétta leið. Þá sæmdar konu sé eg hér, með silfri drifið hár,*) sem fjalla-veginn fylgdi mér í fjörutíu ár. Hennar 'trygð við boða bratta brýtur aldrei fley, Þó kongurinn segði: segðu upp heiti— svarið yrði: n e i ! % Eg horfi á samtíð: Sárar raunir sé eg alt í kring— Ranggirndirnar rembilátu ríða á tímans þing. Himininn er hulinn skýjum. Hart er flestra stríð. Fáir sitja sólar megin— Svona er okkar tíð: Kunnugt er, að karlmenn hefir knúið valda þrá. Dreka mannlífs stoltir, strangir stýrt á allan sjá. Nú er sýnt, að sízt þeir geta siglt í friðar höfn. Drekann hrekur villur vegar válegri á Dröfn. Gef mér frið, ,ó, herra, herra! hrópar mannkind öll. » Leyfðu mér að líta um síðir ljúfa friðarhöfn. Þessi ofsi og aldan háa ætla að trylla mann. Gef mér friðinn, faðir góði! fyrst eg bið um hann. Eina von eg el í brjósti: Aldrei þessu gleym— að örlög kv<enna eru þau, að enduéleisa heim. Bindið, konur! bandalagið, blómum andans skreytt. Vinnið saman, verndið friðinn, verið allar eitt. Á bláa vegu brágs og.hljóma burt eg hverf um stund. Seinna mun eg sækja þó á systra minna fund. Blómgist ykkar bygð eg henni blessun mína gef. Já, verið sæl! við sjáumst aftur —síst eg lengur tef.” Jónas Stefánsson, frá Kaldbak. * Margrét á Reypistað. Frá Winnipegosis. • Blöðin okkar, “Lögberg” og "Heimskringla”, hafa þann góða sið, að flytja almennar fréttir frá íslendingum, sem búa víðsvegar I Vesturheimi, og sömuleiðis frá ættlandinu okkar kæra. — Ekki skyldi mig undra, þó . að þau hefðu náð mestri hylli og væru víðlesnari einmitt fyrir þessa sök. — Það hjálpar okkur og niðjum okkar, að halda hópinn hér, og til að muna gamla landið. En svo bezt getur þetta gengið, að menn láti ögn í sér skrymta, og það gera þeir svikalaust, sem í stórborgun- um og fjölmenninu búa. Aftur gegnir nokkuð öðru máli, um fá- menna hópa, sem búa í afskektum íitkjálka bygðum, eg meina þar, sem bygðin þver og vötn og viltir skógar taka við. Það er hætt við, að á slíkum stöðvum verði fólkið fálátara og þögulla, um sína eigin hagi og almenn málefni. Þó að það fylgist vel með því, sem í um- imers - 3BEEItp Zfhe Beer witk a Peputation,— CALGAR BEER Þegar hinir rosknu menn tala um það er skeði fyrir 30!—40 árum — þá tala þeir um gamla daga og það, að Calgary bjórinn kom fyrst á markað 1892. Calgary Biór var ávalt góður bjór—og er enn góour bjór. Vér höfum ávalt vakað yfir virðingu hans og vandað hans gæði. Calgary Brewing and Malting Co., Limited Xp Calgary - Canada. u heiminum er að gerast, þá vita, ef til vill fáir út í frá, um tilveru þess. 1 Winnipegosis er einn af þess- um fjarsettu og fámennu íslenzku bygðum. Héðan hafa heyrst fáar raddir og strjálar, þó að nú séu liðin um 30 ár, síðan fyrstu Islend- ingar settust hér að. — Ekki ætla eg mér þá dul, að segja sögu Win- nipegosis Islendinga frá upphafi, heldur að eins um yfirstandandi tímann, og er þá frekar von að rétt verði frá sagt. Winnipegosis bær liggur við suðurenda samnefnds vatns. Hér eiga nú heimili um 260 íslending- ar, og er þá alt talið, þeir sem fæddir eru á íslandi, börn þeirra og barnabörn. Aðal atvinna er fiskveiðar; þó hafa nokkrir landar aðra atvinnu. Fáeinir stunda bú- skap (griparækt) úti á landsbygð- inni. Fjórir stunda smíðar, þeir eru: Jón Rögnvaldsson, Ottó Kristjánsson, Aðalbjörn Jónsson og Sigurjón Stefánsson. Hinn síðastnefndi á og starfrækir sög- unarmyllu. Þá má nefna þá Krist- < inn Oliver og Ármann Björnsson, sem báðir eru listasmiðir, þó að þeir stundi fiskiveiðar á vertíð- um. Haraldur Pálmason gerir við allar tegundir af Automobile- og bátavélum. Einn íslenzkur kaup- maður, Guðmundur F. Jónasson, er hér. Gengur sú verzlun vel, enda er Guðmundur lipurmenni og drengur hinn bezti. Eftirlitsmaður með fiskivelðum er 'Sigurður Oliver. Hann er einn af þeim mörgu löndum, sem kring- umstæðanna vegna gat ekki náð skólamentun, en hefir samt aflað sér mentunar, svo að hann getur gegnt opinberum störfum. — Fyr- ir nokkrum árum getði Ganada- stjórn út leiðangur til að; athuga möguleika til æðarfuglsræktar og dúntekju við Labrador strendur. Sigurður Oliver var fjn-ir þeim Ieiðangri. Hreyfimyndir voru teknar af ferð þessari um fugla- sker og eyjar, og eru nú sýndar víðsvegar um landið. Er Oliver einn af þeim örfáu íslendingum, sem komnir eru á hérlendar hreyfimyndir Símastjóri er hér Þorsteinn Pálsson, valinkunnur maður og dáður af öllum. A. Halldórsson hefir bökunarhús hér í bænum, og óska flestir, að hann verði hér sem lengst. Þrír fslendingar hafa lagleg kúabú, <jg er mjólkursala bæjar- ins í þeirra höndum. Dugar eng- um hérlendum við þá að keppa. Það eru þeir: Finnbogi Hjálmars- son, Jónas Brynjólfsson og Þor- steinn Jónsson. Þá eru íslenzku fiskimennirnir ekki eftirbátar annara þjóða manna á því sviði. Sézt það bezt af því, að margir þeirra hafa nú um mörg ár borið lang-hæsta hluti úr býtum. Efnahagur er hér líkur og ger- ist meðal alþýðufólks; engir rík- isbubbar, nokkrir bjargálnamenn og flestir fremur veitandi en þurfandi. Vel hefir íslenzku unglingunum gengið hér á skólanum. Hafa kenn- ararnir þrásinnis viðurkent þá sína beztu nemendur. Nú á siðari árum hafa fjórar íslenzkar stúlkur lært hjúkrunar- fræði. Þær eru: Sigríður Brown, Sigríður Stevenson, Ásta Schalde- mose og Jónína Þórarinsson. — Tvær eru nýútskrifaðar skóla- kennarar: Kristjana Stefánsson og Mable Rögnvaldsson. Þær eru allar mestu myndarstplkur og sómi sinnar bygðar. Fleiri hafa gengið mentaveginn hér fyrri á árum, og held eg að þeirra hafi þá verið getið. Á Síðasta sumri útskrifaðist ís- lenzkur piltur héðan af læknáskól- anum. Sá heitir Númi, sonur Finnboga Hjálmarssonar og Ólaf- ar konu hans. Þegar Númi var 9 ára, byrjaði hann fyrst á skóla- göngu, og mun þá hafa kunnað mjög lítið í ensku. En ekki leið á löngu, áður hann skaraði fram úr bekkjarbræðrum sínum og tók æ- tíð beztu verðlaun, sem gefin voru. Svo gekk það til í gegn um skólann hér. Og lík þessu var öll mentaleiðin. Undraðist það og enginn, sem þekkir hann, því mað- urinn er bráðskarpur og að öllu vel að s'ér ger. Svo góða íslenzku talar hann, að maður mætti halda, að hann væri fæddur og uppalinn á íslandi, en ekki í Ameríku. — Systkini Núma eru: Guðrún, gift Jónasi Schaldemose; Sigríður, gift Aðalbirni Jónasson, og Hjálmar, ókvæntur, mesti ráðdeildar- og dugnaðarmaður. “Ber er hver að baki, nema bróður eigi’, segir gam- alt máltæki. Hversu oft feynist það ekki satt að vera? Flestir hefðum við íslendingar viljað hafa okkar unga lækni hér hjá okkur, en það gat ekki látið sig gera. En heilaóskir okkar fylgja honum í hans veglegu og vandasömu lifsstöðu. Þó að við höfum ekki læknir af okkar þjóð, þá eigum við samt því láni að fagna, að hafa íslenzka yf- irsetukonu. Það er Guðrún Magn- ússon, ekkja eftir Elías Magnússon Þessi kona er búin að ávinna sér hylli og traust allra bæjarbúa, og víst er um það, að konur kvíða ekk", þó þær sjái barnssængina uppreidda, ef Guðrún er nær- stödd. Þessi kona er, eins og margar miklar og góðar mann- eskjur, að hún selur ekki dýrt sín dýrmætu^ verk. En “Guð borgar fyrir hrafninn”. Margt er hér af gáfuðu fólki, nokkrir góðir hagyrðingar, jafn- vel skáld.. Leyfi eg mér að nefna Eyjólf S. Víum, Þórarinn Stefáns- son, Ármann Björnsson, Finnboga Hjálmarsson og Bjarna Árnason. Fleiri kunna hér að vera, þó að eg viti ekki. Þeir eru margir svo dulir með sig. Félagsskapur er í allgóðu Iagi. Skal fyrst nefna lúterskan söfn- Uð. Hann er ekki fjölmennur, en vel lifandi. Hefir komið sér upp laglegri kirkju, sem hann á skuld- lausa. Ekki höfum við prest hér, nema lítinn tíma á ári hverju. En sá prestur er séra Jónas A. Sig- urðsson, og vita allir, sem heyrt hafa þann snilling, að því er ekki auðgleymt, sem hann segir.—Hinn tima ársins. halda safnaðarfull- trúarnir, Ágúst Jónsson og ólaf- uí Jóhannesson, uppi húslestrum í kirkjunni á hverjum sunnudegi. Er það gott verk og kristilegt, og megum við öll vera þeim þakklát fyrir! — Ekki má gleyma organleikaran- um okkar, sem hjálpar svo vel til, að allar okkar samkomur, hvort sem þær eru andlegs eða verald- legs efnis, verða hátíðlegar og skemilegar. Það er Málfríður dótt- ir Þorst. Jónssonar og konu hans Málfríðar Friðriksdóttur. Þessi stúlka hefir að eins fengið litla tilsögn í músík. Þó segja þeir, sem vit hafa á, að hún spili vel á orgel. Söngrödd hefir hún góða, og ekki þykja þeim hérlendu sín- ar samkomur fullgildar, nema að Fríða Johnson (svo er hún alment nefnd) syngi þar. Spillir heldur ekkert til, að stúlkan er barnung og fríð sýnum. íslenzkt kvenfélag er hér með- limamargt. Starfar það vel að líknarverkum. Forseti þess er Guðrún Schaldemose, er því for- ysta þess í góðum höndum. Líka er hér Þjóðræknisdeild, nokkuð mannmörg, en þó á sá fé- lagsskapur erfitt uppdráttar. Sýn- ist þar vanta fjör og almennan á- huga. Þó gera forsetarnir, á- samt fáeinum fleirum, sitt ítrasta fyrir málefni félagsins. Það er ekki gott að gera sér grein fyrir því öfugstreymi, eins og fólkið er þó íslenzkt í anda og vill ekki vera á annan veg. Sýndi það sig bezt á jpjóðminningardeginum okkar í fyrra sumar. Hann var nokkuð á ar.nan hátt, en alment gerist. Því skemtiskrána skipuðu 28 ungling- ar og börn, frá 3 til 15 ára. Komu þau öll með eitthvað á íslenzku, söng eða úpplestur. öll gerðu þau vel, eftir aldri og vitþroska., sum prýðilega. Höfðum við eldra fólkið mikla ánægju af þessari samkomu. Fjallkonan í þetta sinn var Solveig Árnason, fyrirtaks söngkona. Hún söng ávarp til barnanna. Svar frá börnunum sungu tvær stúlkur, tvíþurar, 11 ára; heita þær Fjóla og Lilja, dætur ögmundar ögmundssonar. Þessi börn syngja svo að hrein- asta unun er á að hlýða. Eins er framkoma þeirra prúð og látlaus. Ávarp þetta og svar barnanna var ort af Bjarna Árnasyni. Þess má einnig geta, að það, sem börnin komu fram með á þessari sam- komu, höfðu þau lært heima hjá mæðrum sínum. Eru þó sumar þeirra fæddar í þessu landi. Á síðastliðnu hausti féll okkur sá sjaldgæfi fögnuður í skaut, að sitja gullbrúðkaup; það var þeirra heiðurshjóna Stefáns Halldórs- scnar og Sigríðar Sigmundsdótt- ur. Fyrir samsætinu stóð dóttir þeirra, Sigríður hjúkrunarkona. Það var haldið í íslenzku kirkj- unni. Var hún smekklega skreytt, og að öllu vai4 samkvæmið hið á- nægjulegasta. Gullbrúðhjónin, sem bæði eru á áttræðis aldri, sómdu sér mjög vel á brúðarbekn- um. Þau eru manneskjur, sem ekki hafa slegið mikið um sig, en rceð hægðinni unnið sér hylli og velvild allra þeirra, sem hafa kynst þeim. Eins og aðalræðu- maður, F. Hjálmarsson, tók fram, að enginn hefði; nema gott til þeirra hjóna að segja. Allir ís- lendingar, sem gátu, komu á þetta mót til að sýna hjónunum vinsemd og- virðingu. Eftir að ræðuhöld o g veitingar voru afstaðnar, skemtu gestir sér við söng og hljóðfæraslátt. Voru margir heil- ir sálmar sungnir. Var það tal svo hátíðlegt, sem Guð sjálfur væri að blessa yfir fólkið. Við fundum þar, að gott hlýzt ætíð af góðum. Margt fleira mætti héðan til frétta færa, en hér slæ eg botninn í þennan pistil, sem eg vona þ^ð hvorki hneyksli né hryggi Winni- pegosis búa, því sízt vildi eg gera þeim til miska. Eg þekki þá flesta og er vel við þá alla. Skrifað í maí 1926. Guðrún H. Friðriksson. Fiéttabréf. Innisfail, Alta, 24. maí 1926. Herra ritstjóri Lögb. Eg vildi óska mér, að eg væri eins góður tíðindamaður og Kr. Þ. úr Borgarfirði á Islandi, og að Lögberg hefði eins góða fregn- rita úr hverri sýslu á íslandi. Þá væri gaman og fróðlegt að lesa sveitamanna fregnir að heim- an, ekki síður en héðan úr Vestur- álfu, sem við sveitabændur og dalakarlar og konur, metum sem gullkorn þjóðrækninnar í okkar íslenzka \þlaðaheimi; því að þær fregnir koma frá hjartarótum al- þýðunnar og falla í skaut alþýð- unnar, sem mannflestir munu vera Iesendur blaðanna. Um veðráttufar s.l. haust og vetur, er sama sagan endurtekin úr öllu norðvesturlandi Canada- ríkis: september, október og nóv- ember með fleiri úrkomudaga en um mörg undanfarin ár, þar af leiðandi meiri og minni skemdir og bleyta í öllum korntegundum, er lækkaði til muna verð á allri bændavöru. Síðari hluta nóvem- ber og alla jólaföstu sumarblíða og rauð jörð, og regn á jóladag; 10. desember ruddu ár ís af sér alt norður undir 60. stig norður- breiddar, sem veðurfræðingar halda fram, að ekki hafi komið fyrir hin síðustu hundrað ár. Eft- ir jól kom gott sleðafæri öllum til hagnaðar, með vöruflutning til markaðar, er hélzt öðru hverju fram í marz. Fyrsta mánudag í góu var tveggja daga bylur; síð- an vart teljandi fram um páska, þá töluverð úrkoma, bæði snjór og regn á víxl, «n oftast auð jörð; flóði þá land alt í for, en ekki “grút”, svo hinir fyrstu, — og eg með — fóru að v>nna á öldukoll- um landa sinna tæpri viku fyrir sumar; en sáning litlu síðar. Vindar og loftkuldi, stundum frostvart um nætur, að eins sára- fáir sterkir hitadagar, nær 80 stig, og smá gróðrarskúrir fram á þennan dag. Jörð kom græn undan aprílbleytunum, snemmend- is algræn; eitt hið bezta vetrar og vorárferði þeirra 38 vetra, sem eg er búinn að búa hér við Tinda- stól. Hveitiakrar grænir og ann- að sáðverk á góðum vegi; fjárhöld fyrirtaksgóð. Heilsa fólks og vel- líðan í bezta lagi, eða svipað og veríð hefir. Vorfuglar komu og sungu hér sín fyrstu vorljóð um miðjan marz. Jóhannes Pálsson læknir frá Elfros, kom, sá og fór — með Stephan G. með sér austur til lækna Winnipegborgar. Hefir Stephan verið rólffer og stjórnað búi sínu í sambjörg með konu sinni og tveim börnum sínum, Rósu og Jakob; eru lönd þeirra um eða yfir sex hundruð ekrur, um eða yfir tvö hundruð ekrur ræktað land og vel hirt. Gang- andi fé og gildan sjóð, gullinu betra mannorð bezta. Eg óska karltetrinu lukkulegrar ferðar og heillar afturkomu. 9. maí var á almennum fundi bygðarmanna afráðið að halda fslendingadag 17. júní. Á nú að vanda til hans sem allra bezt. Frú Laura Goodman Salverson og lögfræðingurinn Joseph T. Shaw, fyrirliði frjálslynda flokksins í Alberta, eru ráðin á ræðupallinn; lögð drög til að ráða hinn alkunna þingmann og ræðuskörung, Wil- helm Paulson frá Regina, Sask; svar frá honum ókomið til mín, en vonin sterk að hann komi með frú sína, á sínu eigin “cari”, að sýna hennni fjallasýn og fegurð náttúrunnar. Enn fremur hefir skemtiskrár- nefndin reynt að fá “reel” af ís- lenzku myndunum frægu, sem sýndar hafa verið um flest bygð- arlög eystra, til að sýna hér einu sinni þann 17. júní, eins og kon- ungsmyndina forðum. Skrifaði hún J. J. Bildfell, því utanáskrift eiganda var' henni ókunn. En eg er bjartsýnn og trúi, að það gángi alt að óskum, helzt að þeir kæmu sjálfir á sinn eiginn kostnað og hefðu allan ágóðann en við ánægj- una; ferðuðust svo um stórbæina í Alberta og British Columbia. Theodoore Jóhannsson frá Glen- boro, Man., er hér að heimsækja vini og venslafólk. 1 dag, Victoríu- eða drotningardaginn, er mikill tyllildagur alþýðunnar, knattleikir að deginum og dans. — 1 nótt gerði góða skúr. Núna um sólarlag sit eg einn heima og hripa ruglið. Lúðraflokkur bygðarinnar hefir söngsamkomu og dans að Marker- ville í kveld. — Lestrarfélagið hafði stóra og skemtilega sam- komu á sumardaginn fyrsta; en kvenfélagið er langt á undan þessum tveim ofanskráðu félögum með danssamkomur og önnur störf, sérstaklega hin síðast liðnu tvö ár, er þær hafa efnt til fjar- söfnunar og látið gera nýjar girð- ingar kringum kirkjuna á Marker- ville og grafreit 3 mílum austar, hreinsað hann og prýtt, með sam- vinnu karla og kvenna frá flest- um heimilum bygðarinnar. Er hreinsar dagur sá eitt hið skemtilegasta skógargildi kvenfé- laginu til heiðurs, en löndum vor- um til stórsóma. Svo kveð eg þig, hr. ritstjóri, og ykkur öll, sem lesið línur þessar, með ást og virðingu. J. Björnsson. Söngstarf og þjóðrœkni Samsöngur var haldinn að Ár- borg 19. maí, undir stjórn Brynj ólfs Þorlákssonar. Ágóðinn skyldi renna í styrktarsjóð Björgvins Guðmundssonar. « Markverðast við samsöng þenna, var söngur barnanna, sem Brynj- ólfur Þorláksson hefir æft. Brynjólfur hefir næmt eyra glöggan skilning, veit hvað hann vill og hefir hæfileikann til þess að framleiða það, sem hann vill eftir því sem tiltækilegt eg. Barnaflokkurinn var mjog vel samtaka, tónhæfnin var átræt og tónfyllingin sömuleiðis, án þess að meðferðin væri á nokkurn hátt þvinguð. Þess vegna^ var svo mikil ánægja að hlusta á flokkinn. Hér gaf þá að heyra valda músv ík og viðurkenda söngva á ís- lenzku, prýðilega sungna, af á- huga, fjöri g skilningi. Ef menn legðu rækt við slíka músík frá barnæsku, þá væru það fáráðling- ar einir og andlega volaðir, sem færu fram á það að hlýða á: “Yes We have No Bananas To-Day.” Hér í Winnipeg æfa mörg þús- und börn söng með góðum kenn- urum. Árangurínn er ágætur, eins og öllum er kunnugt, er sækja vorhátíðina. En þessi söngflokk- ur í Árborg bolir vel samanburð t t ♦!♦ | Biðjið um t T t t t t t t t t t t t Y t t RIEDLE’S BJOR LAGER Og STOUT The Riedle Brewery Phone J-7241 X x t t t ♦;♦ t t ♦♦♦ t t t t t t t X Stadcona & Talbot, - Winnipeg \ x t t Y ♦♦♦ BOKUNIN bregst ekki ef þér notið MAGIC BAKING POWDER Það inniheldur ekki alúm og er ekki beizkt á bragðið. við þá flokka, sem hér eru í borg- inni. Efniviðurinn er jafngóður til sveita eins og í borgúnum, og það þarf engan sérstakan undirbúning til þess að gaga í slíkan flokk. Árangurinn er undir söngstjór- anum kominn, hæfileikum hans og ástundun. Svona flókkar ættu að vera í hverju einasta íslenzku bygðarlagi. Það er ánægjulegt til þess að vita, að Þjóðræknisfélagið hefir tekið þetta mál til meðterðar, og skipað neffld til þess að íhuga hvað tiltækilegt sé að gera í þessu efni. Oss er öllum Ijóst, að fram- tíð Þjóðræknisfélagsins hvílir á yngri kynslóðinnj. Og þenna þátt þjóðræknisstarfsíns má ekki leng- ur vanrækja. Hverng er þá hægt að vinna að þessu verki um öll íslenzk bygð- arlög? Eð sé að eins eitt úrræði sem stendur, og það er að Þjóð- ræknisfélagið fái Brynjólf Þor- láksson til þess að takast á hend- ur umsjón með söngstarfinu; til Íiess að fara um íslenzk bygðar- _ög og koma söngflokkum á~ lagg- irnar; fá hæfasta manninn (eða konuna) á hverjum stað til bess að kenna börnunum lögin; leið- beina söngstjórunum; velja lögin og loks að stýra sjálfur flokknum á síðustu æfmgunum, sem haldn- ar verða fyrir samsönginn, til þess að jafna misfellurnar. Vera má, að aðrar leiðir séu hepDÍlegri og hagkvæmari, en þessi, sem eg hefi hér bent á. Þess vegna er það von mín, að hver maður, sem íslenzka söng- list ber fyrir briósti, og islenzka þióðrækni, láti til sín heyra áður en það verður of seint. S. K. Hall. Verkamannafélögin á Englandi vildu ekki iþiggja fjárstyrk frá komniúnistum á Rússlandi meðan á verkfallinu stób. En frétt frá# Moskva segir að A. J. Cook hafi simað þangað ,að námanemmirnir vilji gjarnan þiggja hjálp frá þeim og að námamenn á Rússlandi hafi samþykt að veita starfsbræSrum sínum á Rússlandi 2.600.000 rúblur til að byrja meS og einnig að halda áfram aS safna fé til styrktar námamönnum á Englandi, fyrst um sinn. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum þess hve efni og útbúnaður er o fuílkominn. Kievel Brewing Co. limited St. Boniface Phones: N1178 M179

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.