Lögberg - 03.06.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.06.1926, Blaðsíða 6
Bla. g I LÖCEERG FIMTUDAGINN, 3. JÚiNÍ 1926. Dularfullu far- - þegarnir Eftir Allen Upward. FYRSTI KAPÍTULI Einkennileg óhappatilviljun. Sjaldgæfur órói átti sér stað í sveitaþorpiu Haughton. íbúarnir gengu um kring með þeim svip, eins og þeir væru fullir af leyndarmálum og þeir hristu höfuðin og litu hvor til annars þýðingarmiklu augnatilliti, þegar þeir mættust; eða þeir söfnuðust saman í smáhópa á götuhornum, lutu hver að öðrum og töluðu svo Iágt að mest 'líktist hvísli. Hlý kyrð síðari hluta dags í september orsakaði það, að menn voru alment ófúsir til að vinna. Eftir því sem tíminn leið sýndi fólkið sem var á ferð um þjóðveg þorpsins eða götu sem þeir vildu helzt kalla hann, alt af meiri löngun til að hópa sig saman og stefna að hinu stóra greiðasöluhúsi þorps- ins, “Pólstjörnunni.” Þar var aðdráttaraflið sem alt af hafði meiri og meiri áhrif á fjöldann, og sí- felt streymdu fleiri og feiri karlmenn inn um opnu dyrnar greiðasöluhússins og hurfu inn í það, þar ðem þeir svo leituðu hælis í stórum sal á fyrs'ta lofti sem kallaður var “leikhúsið” af því það uppruna- lega var ætlað til þess að sýna í smáleiki þegar Haughton var fjölmennara og betur efnum búið en hin síðustu ár og félagslífið var skemtilegra og íjöl- breyttara heldur en nú. Klukkan var orðin hálf þrjú. Kviðdómendurnir voru komnir, en hvar var dómarinn? Fimm mínút- um eftir að kirkjuklukka þorpsins hafði slegið hálf kom hann í ljós úr hliðarherberginu. Hann var al- varlegur og hátíðlegur, en ekki mjög sorgþrunginn. Hin tígulega framkoma hans vakti hjá mönnum góða von um endalok málsins, sem nú var fyrir rfetti. Þessir tólf kviðdómendur gengu á eítir dómaranum upp stigann og inn í hinn troðfulla leikhússal. Þogar þeir komu inn um dyrnar, heyrðist lágt umf frá manngrúanum. Þegar kviðdómendurnir sóru eiðinn, veittu áhorfend- urnir því nákvæma eftirtekt. Svo stóð dómar- inn upp. Hann átti nú að fara með kviðdóm- endurna til að sýna þeim líkið. Meðan þeir voru að framkvæma þetta erindi, opnuðust aft- ur dymar á herbergi því, sem dómarinn kom nýlega út úr, tveir svartklæddir menn komu þaðan og gengu einnig upp stigann. Koma þeirra inn í réttarsalinn vakti nýja undrun, en kyrlátari heldur en hina fyrri; áhorfendumir litu til þeirra með lotningu. Meðan algerð þögn ríkti, gengu þeir langs eftir salnum! og settust við borð, sem var beint á móti borði kviðdóm- endanna. Og þar biðu þeir komu þeirra. Þeir þurftu ekki að bíða lengi. Stutt rann- sókn var na*gileg til að sefa forvútni þesara tólf manna. 1 einu af útihúsum greiðasöluhússins lá lík af manni á bömrn, sem flestir af þeim þektu undir eins. Það var Hk James Burls- tons, sem um mörg ár hafði verið skytta hjá Sir Arthur Redleigh; það var í þjónustu þessa höfðingja, að hann dó fyrir fáum dögum síðan, og annar þessara manna var Sir Arthur sjálf- ur, sem kominn var til þess að gerá grein fvrir því, hvemig óhapp þetta orakaðist. Orsök dauðans var mjög augljós. Neðri hluti hnakkans var mölbrotinn af haglabyssu- skoti, og sátu sum höglin föst í sárinu. Eina spurningin, sem kviðdómendumir urðu að leysa úr, var, hvernig þessu skoti hefði verið hleypt úr byssunni. Að sjá og skoða líkið, hafði mjög ógeðsleg áhrif á þá, og þungt hugsandi gengu þeir á eftir dómaranum inn í salinn, þar sem strax vár byrjáð á að yfirheyra aðal- vitnin. / Það var á þessari stundu, að atvik • kom fyrir, sem kom öllum á óvart. Menn sáu stórt rykský nálgast á Father- ingham brautinni, og heyrðu jódyn og vagn- skrölta þaðan líka. iSvo sáu menn skrautlegan vagn með tveim fallegum hestum fyrir, koma með miklum hraða til Pólstjörnunnar, dreif- andi slæpingjahópnum, sem stóð þar úti, og var næstum að því kominn, að aka yfir suma, sem hugsuðu svo mikið um hvað fram færi inni, að þeir gáfu sér ekki tíma til að víkja úr vegi nógu snemma. Þjónn í einkennisbúnþigi stökk ofan úr sæti sínu og opnaði vagndyrnar fyrir rosk- inn mann um fimtugs aldur, sem sté ofan úr vagninum og gekk inn í greiðasöluhúsið. Múgurinn sá strax, að þetta var jarlinn af Fatheringham, og milíil var fortitnin, sem koma hans vakti. Hvað kom honum til að fara hingað? Hann var ekki vinnr Sir Arthurs, það vissu þeir, og heldur efkki neins af hinum. Hann var í ætt við hr. Grosse; en hvað kom málið Grosse við að öðru leyti en því, að hann var fil staðar þegar óhappið skeði. Jarlinn var anhars svo fámæltur og óframfærinn og kom sjaldan á mannamót. Hvernig átti að skilja þetta? Lávarður Fatheringham gekk beina leið upp í salinn; ög með því eðlilega kæruleysi, sem virðist stórmennum meðfætt, .gekk hann langs eftir salnum og lót mannfjöldann víkja úr vegi fyrir sér. Kviðdómendurnir voru ný- lega seztir, og fyrsta vitnið var að flytja vitn- isburð sinn. Um leið og jarlinn lét sjá sig, þagnaði Sir Arthur — því það var hann, sem fyrstur sór vitnaeiðinn — í miðri setningu, skifti litum og byrjaði ekki að tala aftur, fyr en eftir nokkur augnablik. En það leit út fyrir, að jarlinn tæki eftir þessari truflun. Hann hneigði sig fyrir dóm- aranum, sem staðið háfði upp að hálfu leyti, }>egar hann kom ina, og setfist svo á’stól, sem lögregluþjónninn færði honum. Með hálflok- uð augu og hökuna hvílandi á höndunum, sem lágu á handfangi gamaldags göngupriks, var svo að sjá, sem jarlinum leiddist afarmikið. Sir Arthur var nú búinn að jafna sig og hélt áfram með vitnisburð sinn. Hann hafði ur þú að hann hafi verið búinn að ganga, þeg- ar þú sást 'hann detta?” “Nú — já, það var álíka langt og til glugg- ans þama,” svaraði vitnið og leit til eins gluggans. Dómarinn leit líka til gluggans. Þangað voru hér um bil 9 álnir. “Ó, það er dálítill munur á fjarlægðinni, en eg get ekki séð, að það hafi neina þýðingu fyrir málefnið,” sagði dómarinn við kviðdóm- enduma. Nú var Martin sagt að fara og læknirinn kallaður. sjáanlega ekki búist við islíkum áheyranda. Allir aðrir voru annaðhvort vinir hans, eða w háðir honum, þar eð hann var auðugasti og valdamesti maðurinn í nágrenni þeirra, svo það leit svo út, sem hann nyti almennings hylli, að dæma eftir hvíshnu, sem átti sér stað um allan salinn. Maður gat 'séð á honum, að hann var sá maður, sem hafði efni á að njóta líísins, og hann gerði það líka í fullum mæli. Rauður litur á andlitinu — of rauður til þess að sýna heilbrigði — og augu með óákveðnum lit, rauðu hári og þykkuin vörum, gerðu andlit hans svo einkennilegt. A þessu augnabliki vora augu hans og hendur fremur óróleg, og alt benti á, að hann hefði búið sig undir yfir- heyrsluna með æsandi efnum, sem litlu síðar ollu magnleysi. Að öðra leyti var geðshrær- ing hans afsakandi, þar eð það var hann, sem óviljandi hafði skotið framliðna manninn, og nú átti hann að greina frá því, hvemig þetta vildi til. Honum til hamingju stóð hann gagn- vart velviljuðum dómara og kviðdómendum, sem ekki höfðu í hyggju* að beita neinum brögðum né hörku við hann. Þeir hlustuðu á lýsingu hans á óhappinu með lotningu. Hann hafði boðið nágranna 'sínum, hr. Grosse frá Broadmead, að koma með sér á veiðar hinn 4. september. Hinn framliðni hafði farið með þeim, eins og venja hans var, og auk' hans var drengur líka í för þeirra, sem átti að bera ým- islegt af munum þeirra. Drengurinn hét Mar- tin, og hann var líka til staðar í greiðasölu- húsinu, til þess að bera vitni. Svo hélt vitnið áfram: “Af viltum fuglum var mjög lítið, og Grosse stakk upp á því, að Burlston skyldi ganga til ungs skógar, til þess að vita hvort hann gæti ekki hrakið fáeina fugla þaðan til þeirra. Hann fór líka af stað þangað, en þeg- ar hann var kominn þrjátíu til fjörutíu álnir frá þeim, vildi óhappið til. En hveraig það skeði, get eg ekki skýrt frá. Eg man að eins eftir því, að eg bjó mig undir að vera við því búinn að miða á fyrsta fuglinn, sem eg sæi, og þá heyrði eg Grosse segja: “Þú hittir hr. Burlston!” Eg leit þangað, og sá að hann lá á jörðinni.” Þetta var alt, sem hann hafði að segja, að því undanskildu, að þeir hlupu allir þrír til fallna mannsins og sáu að hann var dáinn, og að Grosse og vitnið hhipu til að sækja lækni, en drengurinn var kyr hjá. þeim dauða. Einn af hestsveinunum var strax sendur eftir Crus- cott lækni, sem koni áður en ein stund var lið- in, en hann gat að eins fullyrt, að maðurinn væri dáinn. Þetta var alt, og Sir Arthur vildi nú gagn- vart áheyrendunum, láta í Ijós hrygð sína yf- ir óhappi þessu. Hinn dáni hafði átt trygð hans og virðingu, og nú var það áform hans að sjá um að ekkja hans liði engan skort. All- ir vora sammála um það, að þetta væri fallegt og fullnægjandi. Hafi nokkur af mönnunum hugsað sem svo, að “þessir heldri menn áliti, að það væri ósaknæmt að skjóta veslings þjón eins og hverja aðra skepnu, þegar borgað væri fyrir það—” þá geymdu þeir þess konar hjá sjálfum! sér, þangað til þeir komu út. Hin aí- menna tilfinning kom í ljós í orðum og rödd dómarans," hr. Stéercross’s: “Eg er yður þakklátur, Sir Arthur, og eg er sannfærður um, að allir þátt-takendur réttvísinnar eru yður líka þakklátir fyrir yðar glöggu skýringu. Enginn hefði getað gert meira en þér hafið ^gert, og þér megið vera viss um, að þér njótið samhygðar allra rétthugs- andi manneskja.” ' / Lágt samþyktar óp fylgdi þessum orðum, og svo var næsta vitni kallað. “William Sketchover Grosse!” Hr. Glrosse, roskinn og tígulegur maður, með grátt hár og hart og glögt augnatillit, stóð upp af sæti sínu við hlið Sir Anthurs, og fór strax að gefa vitnisburð sinn, rólegur og kald- ur, sem var alveg ólíkt framkomu fyrra vitn- isins, er var mjög órólegur. En vitnisburður hann var að öðru leyti alveg samkvæmur vitn- isburði Sir Arthurs. Það var epgin furða, þó út liti fyrir, að lávarður Fatheringham væri hálfsofandi, því hann hálfopnaði augun að eins til þess að heyra hvað Grossé sagði. Nú kom röðin að Martin litla. Vitnis- burður hans var ekki til að styðja skoðun al- raiennings á þessu máli, svo að dómarinn áleit skyldu sína að vekja athygli áheyrendanna á honum. Hann gat ekki sagt eitt orð í góðu samræmi við hin, og það sem menn vildu vita, yar erfitt að fá hann til að segja. • Aðal vitnisburður hans var í samræmi við hinna. Hann hafði heyrt Grosse segja, að það hlyti að vera fuglar í unga skóginum, “og svo segir hann við skyttuna, að hann skuli fara á undan og reka þá út úr skógínum, og skyttan gekk af stað, og svo heyrði eg skot alt í einu og leit í kringum mig, og þá sá eg skyttuna liggja á jörðinni, eins og hann hefði verið skotinn, og svo hrópaði hr. Grosse: “Þér hafið hibt hann”!” “Jæja,” sagði dómarinn, “og hvað svo?” “Já, hann var þá líka skotinn,” svaraði drengurinn. “Hvað gerðir þú, þegar þú sást hann . detta?” “Eg hljóp til hans.” “Og þá fanst þú, að lífið var slöknað?” “Nei, eg fann ekkert Hf, hann var, alveg dauður.” “ Já—já, það var líka það sem eg átti við. Og hinir mennirnir tvéir, hvað gerðu þeir?” “Þeir Hlupu líka þangað, og iSir Arthur var afarhræddur, en hr. Grosse segir viðfiann: “hvernig gazt bú verið svona klaufalegur, Redleigh?” og þá svarar hann: “Hvað þá — iþað varst —” “Nú, iæja, þetta er gott,” greip dómar- inn fram í fyrir honum skyndilesra, við skeyt-' um ekki um að heyra meira. Hve langt held- ANNAR AKPÍTULI. Spurning. Síðan lávarður Fatheringham kom inn í salinn, hafði hann að eins einu sinni litið upp, og það var þegar drengurinn mintist á glugg- ann. Þá leit hann upp og mældi f jarlægðina með augunum, en lagði svo höfuðið aftur á hendur sér og leit ekki upp þegar læknirinn var kallaður. Hann kvaðst hafa séð lík fram- liðna mannsins einni stundu eftir að hann var dáinn, og séð að skot úr haglabyssu hafði or- sakað dauðann. Nokkur. af höglunum kvaðst hann hafa tekið, til þess að sýna kviðdómend- unum þau. (Svo vora höglin fengin kviðdóm- endunum stil athugunar). Þegar læknirinn var að enda við vitnis- burð sinn, sáu menn jarlinn af Fatheringahm hreyfa sig í annað sinn. Það vakti undrun og forvútni .hjá áhorfendunum, ])egar þeir sáu jarlinn taka upp vasabók og fara að skrifa eitthvað í hana með blýanti. Allir horfðu á hann, þegar hann stakk blýantinum í vasa sinn, reif blaðið úr bókinni, braut það saman og rétti dómaranum það. Hann varð augsýni- lega alveg hissa, þegar hann tók á móti þessu bréfi, svo opnaði hann það og las það og hnykl- aði brýrnar. Þegar hann var búinn að lesa bréfið, leit hann upp með gremjulegum svip, sem hann þó reyndi að dylja, og sagði: “Eitt augnablik enn þá, læknir. Yiljið þér ekki gera svo vel, áður en þér farið, að segja okkur, hvort þér af’ dreifingu haglanna eða öðru, getið gizkað á, hve langt var frá byssunni til dána mannsins?” “Velkomið,” svaraði lækniriún strax. “I sárinu í hnakkanum lágu höglin í þyrpingu, þó fáein væri dreifð, og af því má ráða, að byssuhlaupið hefir verið hér um bil sex skref frá hinum framliðna.” “Þökk fyrir,” sagði dómarinn, “eg get ekki séð, að þessi spurning hafi nokkra veru- lega þýðingu, en þar eð mismunandi skoðanir eiga sér stað um fjarlægðina, þá er réttast að fá hana nákvæmlega ákveðna. Eg álít þess vegna, að þér neitið því hiklaust, að fjarlægð- in hafi getað verið þrjátíu álnir, eins og tvö af vitnunum hafa sagt.” “Já, því verð eg að neita, ” svaraði læknir- inn. “í þeirri fjarlægð mundu höglin efalaust hafa dreift sér meira, og sárið naumast verið deyðandi. ’ ’ “Þökk fyrir, þetta er nægilegt.” Þar eð nú var búið að yfirheyra öll vitn- in, sneri dómarinn sér að kviðdómendunum og byrjaði á ræðu sinni: “Já, herrar mínir, þetta virðist vera mjög einföld tflviljun, og þið hafið nú heyrt allar staðreyndimar, sem að þessu lúta. Sir Arthur Redleigh, giöfugmennið, sem nýtur virðingar allra nágranna sinna, og sem hefir látið í ljós tilfinningar sínar í dag, honum til heiðurs, fór á veiðar þann 4. september ásamt hr. Grosse, setn líka er göfugmenni og eins vel virtur. Hinn framliðni, sem um langan tíma hafði verið þjónn Sir Arthurs, og naut trausts hans og vináttu, varð þeim samferða, eins og venja • hans hafði verið, einnig höfðu þeir með sér drenginn Martin, en um vitsmuni hans er rétt- ast að tala eins lítið og mögulegt er.” Á þenna hátt hélt dómarinn áfram ræðu' sinni, þangað til hann kom að því, þegar skytt- an fékk skipun um að ganga á undap, þá bætti ‘hann við: “Auðvitað gekk hann á undan — var hann þá sjálfur með byssu? — Já, hann hélt á sinni eigin byssu í hendinni, herrar mínir. Sinni eigin? Ó, gjöf frá yður, Sir. Já, það sýnir okkur svo greinilega hið vingjarnlega samband milli húsbóndans og þjónsins — sam- band, sem, guði sé lof, pr svo altítt hér í landi, og sem kemur öðram þjóðum til að öfunda okkur. ” Nú þagnaði ræðumaðurinn, til að njóta hins lága samþyktaróps, er síðustu orð hans framleiddu. “Þey, herrar mínir!” sagði hann þó ekki fyr en allir vora þagnaðir — “minnist þess, í. hvaða tilgangi við erum saman komnir hér. Við skulum ólíta að hinn framliðni hafi gengið sex skref áfram, eins og læknirinn seg-. ir — þ það hafi í rauninni enga þýðingu” — hann leit nú til lávarðar Fatheringham, sem sat eins og hann væri sofandi — “þar eð allir vitnisburðirnir era samróma í heild sinni, sem hlýtur að losa ykkur við allan efa viðvíkjandi málslokunum, herrar mínir. 'Skotið hljóp lir byssunni með þeirri afleiðingu, sem þið vitið nú. Það er undir ykkur komið, en ekki mér, að ákveða hvort hinn framliðni dó af þessu voðaskoti. eða ekki. En eg þarf naumast að ,minnast á bað, að um aðra orsök dauðans hef- ir ekki verið talað, og Sir Arthur hefir hrein- skilnislega játað, að sér hafi verið að kenna dauði mannsins. Þar eð þetta er tilfellið. er óþarft að leita annars vitnisburga-r um það, hver hafi iskotið, og ef þið undir þessum kring- umstæðum álítið það í samræmi við samvizku vkkar að segia: “dáinn af óhanna tilviliun,” bá skal eg með ánægju skrifa það í réttarhalds- bókina.” Kviðdómendurnir samþvktu undir eins ósk dómarans, og þegar dómarinn hafði hvíslað einhverju að formanni þeirra, sagði hann, að engin ástæða væri til að ásaka Sir Arthur, þar eð hann frá byrjun til enda hefði komið heiðar- lega fram, og þar eð formaðurinn var ketsali, sem átti isamband við alla íbúa þorpsins, datt engum í hug að efast um, að hann meinti það, sem hann sagði, þar eð hann var vel liðinn og í miklum metum. En lávarður Fatheringham? Hvaða álit ætli hann hafi á dómsúrskurðinum?, Hann hafði beðið eftir enda réttarlialdsins rólegur og kaldur, og þegar allir bjugust til að fara, stóð jarlinn líka upp og með naumast sjá- anlegri kveðjuhneigingu til dómarans, snéri hann sér við og gekk eftir salnum til dyra hans. Þeir, sem inni vora viku úr vegi fyrir þess- um göfuga manni, en engin þeirra þorði að heilsa honum nema hr. Grosse. Þegar lávarð- urinn nálgaðist dyrnar, gekk Grosse fram fyrir hann, rétti honum hendina og sagði eitthvað meiningarlaust. Jarlinn leit hörkulega til hans og kinkaði kolli kuldalega, eins og hann Vildi segja: “Já, eg sé þig, en að sjá þig er mér alls engin á- nægja.” Svo gekk hann út um dyrnar. Grosse snéri sér að Sir Arthur, sem stóð við hlið hans og sagði: “Nú sjáið þér það sjálfur, Redleigh, að ef þér vissuð ekki að eg er nánasti frændi hans og erfingi, þá hlytuð þér að álíta, að við værum. alveg ókunnugir.” Jarlinn gekk nú að vagni sínum og sagði ökumanni að fara aftur til Fatheringham. Þjónninn lokaði dyrum vagnsins og stökk svo upp í sæti sitt, en vagninn rann af stað me& jafn miklum hraða og hann kom. 3. KAPITULI Jarlinn í Fatheringham. Fatheringham var aðdáanlega fagurt höfð- ingjasetur, sem átti nafnfræga sögu frá eldri tímum. Það var dálítið nær Haughton heldur en hinu þorpinu. Þaðan sem eigandi þess haf ði fengið nafnbót sína. Það er að segja, það hafði verið sveitaþorp þangað til fyrir tuttugu ár-' - um síðan, en nú var það sístækkandi laugastað- ur, með öllu því skrauti og þægindum, sem þar heyra til. Undir eins og jarlinn var kominn heim, gekk hann inn í lestrarherbergi sitt, settist við skrifborðið og skrifaði langt bréf, sem endaði þannig: “Sendið þér strax boð til leynilögreglunnar eða farið þér þangað sjálfur, ef yður er það mögulegt, og fáið bezta njósnarann, sem þeir hafa . Biðjið þér hann að fara strax hingað út, en hann verður að vera dulklæddur. Hann má ekki eyðileggja tímann og hann þarf ekki að spara peningana. Hann skal fá alla þá pen- inga, sem hann biður um.” t Hann lokaði bréfinu og hringdi bjöllunni, og áður en fimtán mínútur vora liðnar var bréfið á leiðinni til lögmanns lians í London. Án þess að rannsaka hina duldu klefa í sálu jarlsins, sem er hinn fjórði jarl af Fathering- ham, James að nafni, þá skulum við reyna að komast eftir hvers konar maður hann er, og hvaða álits hann naut alment hjá almenningi. Hann var barnlaus ekkjumaður; kona hanis var dáin fyrir svo mörgum árum, að 'hann hafði haft nægan tíma til að sigra sorgina yfif missi hennar. Aldrei hafði neinn vottur sést til þess . að hann ætlaði að giftast aftur, þótt hann hefði tekið mikinn þátt í félagslífinu, þangað til fyrir þrem árum síðan, og margar ungar og fallegar stúlkur hefðu umkringt hann. En á því tímabili * ’ misti hann sinn eina son og erfingja, lávarð East, og það var sorgin yfir missi hans, sem fólk áleit að hefði komið Iwlfmm til. að draga sig í hlé. Kringumstæðumar við dauða sonar hans, höfðu líka verið afar kveljandi. Þegar lávarður East var fullorðinn, lifði hann eins óreglusömu lífi og hugsanlegt var, og á tuttug- asta og öðru árinu kom liann lieim til föður síns, eyðilagður á sál og líkama og þjáður af ýmsum kvillum, þar á meðal ölæði, sem rpun hafa valdið dauða hans. Ðauðinn lét ekki lengi bíða sín, hann kom svo skyndilega að sérfræð- ingurinn frá London, sem Crascott læknir hafð«< fengið sér til aðstoðar, komu nógu snemma til þess að sjá hann deyja. Á meðan sorgin yfir þessum viðburði var á hæsta stigi, kom hinn eini ættingi jarlsins, hr. Grosse frá Broadmead, til hans, í því skyni að segja honum frá hlut- tekningu sinni í sorg hans. Þetta var nú vel viðeigandi; en urá leið var Grosse svo ósvífinn að minnast nákvæmlega á -ersakir dauðans, og •jafnframt að minna hann á, að nú væri hann nánasti erfinginn að höfðingjasetrinu og nafn- bótinni. Þetta gerði jarlinn svo reiðan, aíS hann stóð upp af stólnum og fór út úr herberg- inu, og eftir þennan dag, leit hann aldrei við hr. Grosse. Þettað ásigkomulag, sem fólk hafði svo mikið að segja um í fyrstu, gleymdist þó bráð- lega þegai* menn tóku eftir því, að jarlinn varð fSÍvaxandi mannhatari, eftir því sem árin liðu. Það var nú t. d. ósamkomulag hans og hertog- ans af Instaple. Það atvikaðist þannig, að jarl- inn hafði yfirráð yfir prestsembættinu í Turfe- sókninni, þar sem Stalneshire, ein af stærstu þegar embættið losnaði, ski])aði jarlinn evanel- höllum hertogans, var sókninni tilheyrandi, og iskan prest ’í það, en 'hertoginn var kaþólskur. Það vakti því undran og óvild hertogans, þegar hann hlustaði á ræðu prestsins í fyrsta skifti, og þar eð Jiann var að eðlisfari sjálfstæður maður, lét hann byggja kirkju á landeign sinni, og réði þangað tvo eða þrjá kaþólska presta, sem héldu margar samborpur í nágrenninu og fluttu ræður, til þess að fá menn á sitt band og stofna kaþólskan söfnuð, þar-á meðal í Father- ingham bænum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.