Lögberg - 26.08.1926, Síða 1

Lögberg - 26.08.1926, Síða 1
39. ARGANGUR Helztu heims-fréttir Canada. Hvaðanœfa. GulliS, sem tekið var úr jörðu í Canada árið sem leið var $35, 976, 970 virSi. Þar af kemur hér um bil 84% frá Norðanverðu Ontario fylki og 13% írá British Columbia. Síðan árið 1838 hefir gulltekjan í Canada inumið $580,786381. Yfirleitt fer gulltekjan í heiminum minkandi. en í Canada vex 'hún ár frá ári og síö- an 1922 hefir Canada verið þriðja rnesta gullltekjuland í heimi. Nú sem stendur eru það hér um bil hundrað þúsund dollara virði af gulli, sem tekið er úr jörðu í Canada á degi 'hverjum og alilar ltkur eru til að það fari vaxandi nú fyrst urn sinn. * * * Tveimur ráðherrum hefir Mr. 'Meighen 'bœtt við í stjórn sína og eru þeir ‘báðir frá Quebec fylki. Þeir heita Andre Fauteaux og Dr. Eugene Paquet. Lögðu þeir af em- bættiseið sinn á mánudaginn var. • • • Hinn 19. þ. m. fórst í norðan- verðu Manitoba fylki flugmaður að nafni Parr Harrin frá Kingston, Ont. Bilaði eitthvað í flugvélinni þar sem hún var mjög hátt í lofti og kviknaði í henni um leið og hún ^éll niður. Maður þessi var í þjón- ustu stjórnarinnar að líta eftir skógareldum. * * * Nú má svo heita að verið sé að slá hveiti alila* leið fra austur tak- mörkum Manitoba fylkis og vestur að Klettaf jölluni. Á ýmsum stööum hefir rignt töluvert síðustu vikuna Og hefir það tafið nokkuð fyrir. Enn er aðeins Jítið af hveiti þreskt Samkvæmt síðustu fréttum erit upp skeruhorfur yfirleitt góðar í öllum Sléttufylkjunum og hafa í þetta sinn mjög litlar skemdir orðið af hagfli, frosti eða ryði. Það eru nú allar líkur til að þetta verði hag- sældar ár fyrir bændurna í Vestur- Canada ekki stður en árið sem leið, enda er nú hagur þeirra að taka miklum' brevtingum til hins betra. Bandaríkin. Nikulás Rússakeisari sem myrtur var ásamt fjölskyldu sinni í stjórn- arbyltingunni á Rússlandi, var á- kaflega auðugur. Þeir sem stjórn- að hafa Rússlandi síðan hafa látið greipar sópa um eignir hans, fast- ar og Iausar, þar í landi og lagt þær undir ríkið. En á bönkum á Englandi átti keisarinn $80,000,000 og eru nú ýmsir sem kröfur gera til þess mikla fjár. Fyrst og frem^í, Soviet stjórnin á Rússlandi. en einnig móðir keisarans, sem nú er í Kaupmannahöfn, og svo ýmsir ftændur hans. Það er talið lík- legt, að George, Bretakonungur, verði beðinn að gera út um þetta mál og ráðstafa þessari miklu f jár- uppræð. Japanar ætla að hætta að flytja til Canada og Ástralíu og annara landa þar sem þeir sjálfir finna að þeir eru miður velkomnir. Segjast þeir nú hafa breytt stefnu sinni viðvíkjandi útflutningi fólks úr ríkinu, og muni þeir nú finna staði í Austurálfunni fyrir fólk sitt, sem út þurfa að flytja^ en ekki þrengja því inn til hvítra manna þar sem það sé óvelkomið, því af því hafi leitt mikil óánægja. Fellibylur sem gekk yfir Bahama eyjarnar 26. júlí varð 150 mann- eskjum að bana, sökti 75 bátum og olli eignatjóni sem er metið á $8,000,000. Mussolini skipar svo fyrir, að á ítalíu skuli menn ekki hafa meira en 80 prócent af hveiti í brauðinu sínu. Með þessu á þjóðin að spara matinn. Samkvæmt fregnum frá Berlin, hinn 24. þ.m., hefir stjórn þjótb verja neitað að senda fulltrúa á næstu stefnu þjóðbandalagsins í Geneva, nema því aðeins að veitt sé fyrir því næg trygging að um- sókn Þýzkalands um upptöku í bandalagið^ verði samþykt mót- mælalaust. Dr. Charles W. Eliot andaðist á sunnudaginn var að Northeast Harfc«or, Maine, í sumar bústað sín- um, sem þar er. Hann var 92T ára gamall. Dr. Eliot var um 40 ára skeið forseti Harvard háskólans, eða frá 1869 til 1909. Síðan heflr hann ekki gengt því embætti, en verið uppgjafa forseti (president emeritus). Dr. Eliot var einn af hinum frægustu mentamönnum þjóðar sinnar. Þegar hann varð níræður var honum mikill sómi sýndur af þeim sem í hans tíð höfðu stundað nám við Harvard háskólann, en sem dreifðir eru út um allan heim. Um síðastliðin máðarmót dóu í Buffalo, og þar í grendinni, yfir fjörutíu manneskjur af því að reyta eitraða víntegunda, eftir því sem frétt frá Buffalo sSgir. Ef til vill mætti þetta verða nokkur aðvörun þeim, sem kaupa og selja vín ólöglega. Til þess éru vond dæmi, að varast þau. Bretland. Lady Strathcona er nýlega dáin. Hún dó í London á Englandi, þar sem hún átti heima síðari hluta æfinnar, en uppalin var hún í Can- ada og var þar lengi með föður sín- um, hinum alþekta höfðingja Lord Strathcona, eða Donald A. Smith, eins og hann var jafnan nefndur þangað til að Bretakonungur gerði hann að lávarði. Var hann einn með auðugustu og atkvæðamestu mönnum í Capada á sinni tíð. Lady Strathcona var mjög yfirlætislaus kona og tók lítinn þátt í samkvæmls lífi ríka fólksins. Hún var 72. ára gömul. Á Bretlandi er það aðeins ein ekkja af hverjum þrettán sem gift- ir sig aftur. Hinar virðast hafa fengið nóg af svo góðu. Það er öðru máli að glfgna með ekkju- mennina, því fjórði hvor þeirra giftir sig aftur. Þeim fellur ekki einlífið. Þessar tölur eiga aðeins við brezku eyjarnar. Tveir ráðherrar frá Czecho-Slav- akia eru að ferðast um Vestur- Canada um þessar mundir. Eru þeir að kynna ?ér hag Ianda sinna hér og gera sér grein fyrir því hvert álíklegt sé fyrir landa sína að flytja til þessa lands. Thorson talar. Mr. Jos. T. Thorson, þingmanns- efni frjálslynda flokksins í Suður- Mið-Winnipeg talaða á tveimur fundum sem haldnir voru hér í bofcginni á mánudagskveldið og sem voru mjög vel sóttir, og var þing- mannsefninu afar vel tekið á báð- um stöðum. Var annar fundurinn haldinn í St. James, hinn að 259 Smith St. Hvað opinber ræðuhöld snertir, má' segja að Mr. Thorson hafi; hafið kosninga bardagann með fundinum í St. James, því þar hélt hann sína fyrstu ræðu sem þing- mannsefni kjördæmisins, Aðal efnið í ræðu hans var um tollmál- in, sem hann sngði að væri það mál sem aðallega skildi hina tvo miklu stjórnmálaflokka þessa lands. Stefna frjálslynda, flokksins væri toll-lækkun, en stefna íhaldsflokks- ins væri tollhækkun. Nú þyrftu kjósendur að gera sér grein fyrir því, hvert þeir vildu aðhyllast lág- tolla stefnuna, sem undir stjórn MacKenzie King hefði leitt velmeg- un yfir þetta land, eða hvert þelr vildu aðhyllast hátolla stefnuna, em þyngdi skattabyrgðina yfirleitt í landinu, en kæmi sérstaklega hart niður á íbúum Vesturlandsins. Þá talaði Mr. Thorson um fjármálin, °g sýndi Ijóslega fram á hve stór- kostlega fjárhagur landsins hefði rétt við þau árin sem Kingstjórnin sat að völdum. Talaði um viðskifti þjóðarinnar út á við, um járn- ■auta málin og um nauðsynina á því að endurvirða eignir þær er afturkomnum hermönnum hefðu verið fengnar í hendur, og að koma því máli á réttan grundvöll. Mr. Thorson var eindregið með því að ellistyrks málið fengi framgang. ■ Á síðari fundinum lét Mr. Thor- son þá skoðun sína í Ijósi að besti WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN 26. AGÚST 1926 NÚMER 34 vegurinn til að ná eyra fólksins væri sá að halda fundi þar sem málin væru rædd frá öllum hliðum og hefði hann því skorað á gagn- sækjanda sinn að halda sameigin- lega fundi með sér í kjördæminu. Vonaði hann að Mr. Kennedy mundi verða við þeirri áskorun. Þingmannsefnið taldi allar líkur til að hægt væri að vinna þetta kjördæmi fyrir frjálslynda flokkinn ef vel væri að því unnið. Menn skyldu ekki byggja mikið á því, þó mótstöðumaður sinn hefði unnið kosninguna í fyrra. Þá hefði í- haldsmönnum tekist að telja fólki trú um að atvinnuleysið undan- farin ár mundi alt lagast ef þeir kæmust til valda. Nú hefði þetta lagast undir stjórn frjálslynda flokksins og gætu því allir séð að íhaldsmenn hefðu ekki haft rétt fyrir sér. Nú væri góðæri í land- inu, járnbrautakerfi þjóðarinnar hefði tekið inn $40,000,000 fram yfir reksturs kostnað árið sem leið; atvinna væri miklu meiri en undan- farin ár; innflutningur fólks væri langt um meira en hann hefði lengl verið, og viðskifti Canada við önn- ur lönd hefði mjög aukist og væru landinu hagfeld. Sjálfsagt taldi Mr. Thorson að Crows Nest Pass samningarnir héldust og lokið væri við Hudsonsflóa brautina, sem í- haldsmenn hefðu að vísu byrjað, en sem þeir hefðu líka hætt við. Að endingu minti Mr. Thorson á það, hve afar nauðsynlegt það væri að allir þeir sem bæru sigur frjáls- lynda flokksins fyrir brjósti við þessar kosningar, ynni eindregið og samtaka að þeim fram yfir hinn 14. sept. Mr. Kennedy hefir fallist á það að halda sameiginlega fundi með Mr. Thorson. En enn hafa þeir ekki ákveðið hvenær þeir verða, eða hvar. Mr. Thorson talar í John M. King skólanum á föstudagskveldið, kl. 8. Banfields fnndurinn. Á fimtudagskveldið í síðustu viku byrjuðu þingmannaefnin í Winnipeg að halda alrpenna fundi til undirbúnings undir kosningar- nar sem fram fara hinn 14. sept. Það var J. A. Banfield, þingmanns- efni íhaldsmanna í Norður-Mið- Winnipeg sem reið á vaðið í íslenz- ka Goodtemplara húsinu á Sargent A ve. Fundurinn var afar illa sóttur, ekki nema svo sem 50-60 manns. örfáir íslendingar. Rigndi mikið þetta kveld og má vera að það hafi dregið úr aðsókninni Fundarstjóri var H. R. Ross— hver sem hann kann að vera—og auk hans sátu á ræðupallinum W. ,W. Kennedy, þingmanns íhalds- manna í Suður-Mið-Winnipeg, J. A. Banfield og ung stúlka sem nefnd var Miss Ross. Þegar fund- arstjóri hafði lokið við að segja það sem honum lá þyngst á hjarta tók Kennedy til máls og talaði lengi. Hann er laglegur maður og unglegur óg látlaus. Það leit út fyrir að ræðumaður gerði ráð fyrir að þessir fáu tilheyrendur væru mjög fáfróðir menn og tók hann langan tíma til að útskýra það— frá sínu sjónarmiði—sem blöðin hafa verið að flytja dag eftir dag og viku eftir viku og allir ættu því að vita. Ekkert sagði hann frá af- reksverkum sínum í Otta\ya, öðrum en þeim að herja á Kingstjórnina. Leit út fyrir að íhaldsflokkurinn hcfði varið öllum sínum kröftum til þess á síðasta þingi. Eftir þessari ræðu að dæma verður naumast sagt, að Keilnedy sé skemtilegur ræðumaður. En hann kann að gera langt mál úr litlu efni. Næst talaði Miss Ross, aðeins fá- einar mínútur. Um hennar ræðu er ekkert að segja. Hún var svo afar meinlaus og gagnslaus. Síðast talaði Mr. Banfield. Hann er nú kominn undir sjötugt og er þetta í fyrsta sinn sem hann sækist eftir því að verða þingmaður. Það væri naumast rétt að segja um Mr. Banfield að hann væri mikill ræðu- maður. 4 En hann getur látið til sín heyra og hann er ekki í vandræð- um með að tala um eitthvað, því hann bindur sig ekki við stjórnmál- in, heldur fer út um alla heima og geyma, og talar um alt og ekkert. Eins og allir aðrir íhaldsmenn tal- aði Banfield mikið um tollsmyglun sem honum hepnaðist þó ekki að skýra fyrir tilheyrendum, og svo um atvinnuvegina, með hærri toll- um, og hve afar áríðandi það væri fvrir velferð lands og þjóðar að MacKenzie King kæmist ekki til valda. Tvent var það sem sérstak- lega virtist vaka fyrir Mr. Banfield 0g sem hann ætlaði að koma í fram- kvæmd þegar hann væri kosinn á þingið. Fyrst var nú það, að sjá um að ungu mennirnir í Canada hættu að flytja til Bandaríkjanna, og hitt að gamla fólkið fengi elli- styrk. Það er als ekki leiðinlegt að hlusta á Mr. Banfield. Hann er glaðlegur og góðlátur og honum væri gert rangt til ef sagt væri um hann, að hann bindi sig of fast við efnið. Gullbrúðkaup Hinn 2. ágúst \'ar gullbrúðkaups- dagur þeirra Ólafs Guðmundssonar Johnson og konu fc-ans SigþrúSar GuSbrandsdóttur og var þess ræki- lega minst í Langruth, Man. þann dag, því J>ar i grendinni eiga þau hjón nú heima. Börn }>eirra seni eru tíu, höfSu ætlaS sér aS heimsækja foreldra sína Jiennan dag og minn- ast þannig þessa merkisdags for- eldra sinna. En nokkrir vinir og ná- grannar gömlu hjónanna vissu einn- ig um daginn og réðu þeir því, aS þeim var haldiS afar fjölment sam- sæti í Langruth, þar sem svo aS segja allir íslenzkir fcvæjafcbúar og bændur þar úr sveitinni tóku þátt í, einnig nokkuS af annara þjóSa fólki Þar að auki voru þar nokkrir frændur og vinir Iengra aS komnir. Yfir þrjú hundruS manns tóku þátt i samsætinu og sýnir það býsna ljós- lega vinsældir þæirra hóna. Séra Hjörtur J. Leó, sem um það leyti var í Langruth, stjórnaSi þessu afar fjölmenna og myndar- lega samsæti. Þegar’ fóIkiS var sest til borðs, flutti séra Hjörtur bæn og var svo sunginn brúökaupssálm- ur. En eftir aS allir höfSvt neytt á- gætra veitinga, sem þar voru fram- bornar, kvaS séra Hjörtur sér hljóös og flutti snjalla og skenlti- lega ræöu. TalaSi hann fyrst til allra. sem viSstaddir voru, en snéri síöan máli sínu til gull-brúShjón- antia og afhenti hann þeim tvennar gjafir, aSra frá börnum þeirra. en hina frá öllum öörum, er gullbrúö- kaup |>ctta sóttu. Voru brúSargjaf- irnar bæöi nokkrir góSir, munir og væn upphæS af peningum. Eftir þetta var skemt nveS söng og hljóöfæraslætti og ræSuhöldum, langt fram eftir 'kveldinu. Þeir sem til máls tóku voru: S. B. Olson, Jón Halldórsson, tvar Jónasson, Dr. Backman, Th. Johnson, H. Hill- man, Mrs. L. Oddson og M. Péturs- son. Söngflokkur bygöarinnar skemti meö söng, sem var mjög vel tekiS, eins og ávalt þegar hann læt- ur til sín heyra. Einnig sungu einsöngva, Mrs. Hannesson og Miss Davidson og Mrs. Langdon, Carl Lindal og Mrs. Gibson spiluSu á píanó. Meöan á samsætinu stóS bár- ust gullbrúðhjónunum tvö símskeyti meS lukkuóskum fra tveimur syst- urlximum Mr. Johnson, þeim Mrs. Skúli Bjarnason og B. Oddgeirsson. Síöast talaöi Mr. Johnson og þakkaÖi fyrir sina hönd og konu sinnar, J>á sæmd og ánægju, sem þeirn væri veitt nveS J>essu afar- fjölmenna og rausnarlega samsæti, og þáækki siÖur J>á miklu góövild og vináttu i Jveirra garö, er samsæti J>etta bæri svo Ijósan vott um, og sem þau rnettu og þökkuöu öllu ööru frernur. Loks var sunginn þjóSsöngrinn og voru svo borS upp tekin, en eftir þaö var brúSarkök- unni útbýtt og gátu þeir sem vildu fengiS sér molasopa meS henni. Þótt flestir gesdrnir væru frá Langruth og þar úr grendinni, J>á voru þó nokkrir lengra aS komnir og voru }>ar á meSal Mr. og Mrs. B. D. Wlestman frá Churchbridge, Sask.; Mrs. How, N. Narfason og Ingimundur Eiriksson frá Foam Irake, Sask., Mr. og Mrs. H. Hill- man og dætur þeirra tvær og Mr. og Mrs. L. Oddson og Miss S. David- son. Má óhætt fullyrSa, aö þessi gull- brúSfeaupsveizla hafi veriö meS ']>eim allra fölmennustu og rausnar- legustu, sem enn hefir haldin veriÖ meöal Vestur-íslendinga. Ólafur Johnson er einn af J>eim íslendingum, seni einna lengst hafa veriS hér í landi.. Kom hann til Bandarikjanna 1871. Mrs. Johnson kom aS heiman 1876. Þaö ár gift- ust J>au og voru fyrst í Nýa-íslandi, en fóru þaSan eins og svo margir fleiri til North Dakota. ÞaSan tlutt- ust þau til Þingvalla nýlendu, þegar fslendingar byrjuöu aö byggja þar og bjuggu J>ar í mörg ár. Þaðan fluttu þau til Strathclair, Man. og þaSan aftur eftir fá ár til Marsh- land, Man. áriö 1904. Þau Mr. og Mrs. Johnson eiga tíu börn, sem öll eru nú fullorSin og hin mannvænlegustu; þau eru GuÖ- mundur, Ingi'björg ('Mrs. Péturs- son, GuSrún, GuSbrandur, Sigurlína fMrs. Backman), Camela Kristín, Óli Éreeman, Jóhannes, Júlíus Kjartan og Ásta Narfina.. Þau Mr. og Mrs. Johnson hafa jafnan notið mikilla vinsælda, hvar sem þau hafa verið og ávalt }>ótt mikiS til J>eirra koma. Um þau má meö sanni segja, aS þau hafi boriÖ hita og þunga dagsins og brotist í gegnum alla öröugleika frumbýlis- áranna. Þau hafa barist djarft og haldiS velli og enn eru þau bæöi ern- leg og glaðleg þó konan sé nú orðin 68 ára, en bóndinn 76 ára. 0r bœnum. Mr. og Mrs. A. M. Marlatt frá Édmonton, Aita hafa verið stödd i ifc>orginni nokkra undanfarna daga iMrs. Marlatt er dóttir Árna Egg- ertssonar, fasteignasala. EimreiSin (2. h. 1926.) er nýlega komin og er efryi hennar: Halla Loftsdóttir: vorkvöld (kvæSi*; stjómmálastefnur II.; Framsóknar- stefnan, eftir Jónas Jónsson. Jón jöklari; Ástahótin Csága), Ágúst H. BjarnaSon : Ósýnileg tengsl: Grétar Fells: Árblik éhvæði); Sigurðuri Nordall: LoftferS yfir Eystrasalt; Yaldis Helgadóttir: Arfinn (æfin- týrij ; Haraldur Nielsson : Sálræn- . ar myndir (meS 9 mvndum) ; Einar Ól. Sveinsson: Ivofsöngur til mos- ans; Sveinn Sigurðsson: Um Vil- hjálm Stefánsson, (með^ mvnd) ; Vllhjálmur Stefánsson: Heims- skautahagur: Ágúst H. Bjarnason: Ta-Hio; Sigfús M. Johnson: Af hákollum, fundabók fjölnismanna og síSast Ritsjá. Af þessu efnisy.firliti má sjá, aS j>rír af prófessorunum við haskól- ann Reykjavík skrifa í þetta hefti Eimreiöarinnar og mun flestum þykja mest til ritgerSa þeirra koma af þvi isem þar er frumsamið. Þá er og ritgerð Vilhjálms Stefánsson- ar merkileg og eftirtektaverð, ekki síst fyrir oss Canadamenn. Alt er þetta hefti gott og læsiilegt, eins og EimreiSin er vanalega. Eftirgreindir íslenzkir læknfs- fræSinemendur tóku próf við Mani- toba háskólann i vor er leið. Fyrsta ár: Brandur T. H. Marteinsson; Frank Peterson. Annað ár: Síggeir S- Thofdarson; Wilfred H. Thorleifson. Þriðja ár: , Einar H. Erickson; Pétur B. Guttormssqn; Guönujndur Pau.- son ; Johann M. Sigvaldason. Fjórða ár: Lárus A. Sigurðson, Einar T. Skafel. . .Fimta ár: Eyjólfur Jónsson, útskrifaSist. Þau Mr. og Mrs. Jón S. Hólm. i Framnes-bygÖ i Nýa íslandi biðja Lögberg aS flytja vinum sinum öll- um þar í bygö og víÖar, alúðarþakk- ir fyrir fagnaSarsamsæti er stofn- aö var til skömmu eftir gifting }>eirra, svo og kostuglegar gjafir er ]>eim voru færöar viS þáS tækifæri. Þau meta mikils hina miklu fyrir- höfn, er vinimir tóku á sig í sam- bandi vlö margment gleSimót, og tilkostnað þann er gjafirnar höfSu i för með sér; en meta þó mest af öilu hiS ágæta vinarj>el, er sam- sætiS og gjafirnar sýndu svo ber- lega. Þessvegna er þeim ljúft aö þakka hjartanlega fagnaSrmót þaö er getiS var um rétt nýlega hér í blaöinu. . Hlans Egilsson, 100 ára gamall, andaSist aS Akri við íslendingafljót 1>. 17. ágúst s.l. Var ættaöur úr Svartárdal i Húnavatnssýslu. For- eldrar hans EgiU Jónsson og GuS- rún Jónsdóttir. AuSunnarsonar prests i Blöndudalshólum. Yoru þeir J>ví bræöur Jón faöir GuSrún- ar, móður Hans heitins, og Ejörn Auðunnarson Blöndal, sýslumaöur í Hvammi i \ atnsdal. Frændur Hans heitins i sömu ætt voru }>eir merku bændur Lárus heitinn Þór- arinn Björnson á Ósi viS íslend- ingafljót og Björn Björnsson í BjarnastaSahliÖ í Framnesbygö í Nýja íslandi. Hans var uppalinn hjá föðursystúr sinni, Dýrfinnu Jónsdóttur og manni hennar, séra Jóni Jónssyni, er var prestur á Bergsstöðum í Svartárdal frá 1825 til 1839. Lézt séra Jón hiö síðar- nefnda ár. Dvaldi Hans heitinn úr því á ýmsum stöSum, mest i aust- anveröri Húnavatnssýsjlu og í SkagafirSi, ]>ar til hann flutti af landi burt meS Sveini heitnum Sölvasyni, merkismanni. frá Skaröi í SkagafirSi. Sveinn sá var hálf- bróöir Gunnl. Sölvasonar i Selkirk. En hvaöa ár Sveinn kom frá Islandi er }>eim er þetta ritar eigi fyllilega ljóst. Eftir að hér var komiö var Hans heitinn á ýmsum stöSum, mest i norðurbygðum Nýja fslands og lengst á Akri hjá þeim heiSurs- hjónum Þorgrimi Jónssyni og Steinunni Jóhannsdóttur. Var hann hjá þeim tuttugu og eitt síöustu ár- in samfleytt. þá orðinn blindur og ósjálfbjarga. Fórst þeim frábærlega vel viö hann. — Jarðarförin fór fram þ. 19. ágúst. meS húskveöju á heimilinu og svo með útfararathöfn í kirkju BræSrasafnaðar í Riverton. Séra Jóhann Bjamason Jarösöng. Kirkjumálin í Mexico. Á síðari árum gjörðist Diaz ein- ráður í embætti sínu. Stjórnar- stefnan hneigðist aftur í hag róm- versk-kaþ. kirkjunni og klerka- valds hennar, sem var undir hand- leiðslu útlendu prestahöfðingj- anna. Stjórnarskráin frá 1857 af- nam eignarrétt kirkjunnar til allra eigna, sem hún þá hafði með höndum. Því ákvæði var aftur breytt með lögum 1874 og henni veitt heimild til að eiga og hafa undir hendi eignir, sem útheimt- ust til þess að hún gæti tálmana- laust starfað. Það ákvæði höfðu kaþólskir notað sér út í yztu æs- ar 0g Diaz látið þá óátalda. Þegar Madero og fylgismenn hans hófu uppreisnina 1911, til þess að bæta hag fólksins, lögð- ust leiðtogar rómversk-kaþólsku kirkjunnar á móti þeirri hre\f- ing með öllu afli, og eftir að Ma- dero var myrtur, studdu kirkjunn- ar menn Huerta, sem hrifsaði völdin í sínar hendur, unz hann var rekinn frá völdum af Carr- anza. Það var hinn óslitni vitn- isburður, ekki “lofsverður”, eins og Píus páfi segir í bréfi sínu, hcldur svívirðilegur, um hina lát- lausu mótspyrnu frá prestastétt þeirrar kirkju gegn öllu lýðveld- is fyrirkomulagi í stjórnmálum í meir en hundrað ár, og viðleitni hennar til þess að neyta afls yfir óupplýstu, hjátrúarfullu fólki, og til þess að kenna börnum þess í skólunum, að páfinn hefði enga velþóknun á stjórninni og að all- ríkisins — að greiða atkvæði við kosningar, gegna borgaralegum cmbættum eða taka nokkurn þátt í sartikomum frá kirkjulegu sjón- armiði. í kristilegum, eða kirkjulegum ritum, má ekki nefna stjórnmál. Engan fund, sem á sér hefir hinn minsta pólitiskan blæ, má í kirkjum halda. Giftingar heyra eingöngu undir ríkis embættis- menn, þó má kirkjuleg athöfn fara fram að hinni borgaralegu athöfn lokinni, ef menn vilja. Undir vanalegnm kringumstæöum þá væru þessar takmarkanir ekki aö- eins ókristilegar, heldur lika kristin- dóminum fjandsamlegar, ef menn litu svo á að þær væru að lögum gerðar til að banna kenning krist- indómsins. Kristnir menn geta ekki viöurkent aö nokkur stjórn, eöa veraldarvald hafi rétt til þess aö banna mönnum aö flytja fagnaöaríboöskapinn til eldri eða yngri og hin helga kirkja (ekki Rómverska akþólska) hefir haldið þeirri stefnu fram, frá postulatíð- inni í gegnum aldirnar, til þeirra Huss, Wycliffe, Lúters og Wesley, þrátt fyrir ákveðna neitun á þeim rétti, megna mótspyrnu og ofsókn- ir sem að ekki all-litlu leyti hafa komið frá klerkavaldi rómversk- kaþólsku kirkjunnar, sem nú hrópar hæst gegn ofsóknum Mexíco stjórnar- innar. Engar hömlur lagðar á Kristilegar guðsþjónustur. Meining Mexíco stjórnarinnar hefir aldrei verið, og er ekki nú, að varna neinum frá að flytja náðar- boðsskapinn, eða veita ungum og gömlum tilsögn í kristilegum fræð- um. Hún hefir aldrei reynt að varna kirkjunpi frá að hafa í sínu nafni eða eiga, eignir sem kristi- legu starfi hennar eru nauðsynleg- ar. Meining laganna í Mexico er ekki að takmarka á neinn hátt and- lega framsókn kirkjunnar, heldur er meining þeirra og stjórnarinnar að uppræta klerkavaldið og koma í veg fyrir að kirkjan gfeti dregð und- ir sig eignir sem hún ekki þarfnast í hinu kristilegu starfi sínu og sér- staklega að varna henni frá þátt- tóku í stjórnmálum og yfirráðum í stjórn landsins. Spursmálið um samband ríkis og kirkju í Mexico verður að skoðast í ljósi liðinnar starfstíðar kirkj- unnar um 400 ára skeið; neitun hennar að taka til greinar stjórnar- skrána frá 1857 og hið ákveðna á- form hennar eins og hún er tekin fiam í bréfi Píusar páfa XI að evðileggja stjórnarskrána frá 1917 ir góðir kaþólíkar yrðu þess vegna að vera mótfallnir henni, sem að knúði höfunda stjórnarskrárinn- ar frá 1917 til að auka við ákvæði hennar frá 1857, ákveðnari tak- mörkun en áður átti sér stað. Lög þau, sem Píus páfi fordæm- ír svo ákveðið, eru sýnilega gjörð til þess að fyrirbyggja það, að kirkja sú geti haldið eignarrétti á nokkrum eignum, eða haft nokkrar eignir í sínum vörzlum, aðrar en þær, sem beint heyra undir kristilega starfsemi, eða í nafni nokkurs annars; manns eða kcnu. Til þess að fyrirbyggja, að prestar noti vald það, sem þeir eru taldir að hafa yfir hreinsun- areldi, helvíti eða himnaríki, til þess að draga eignir undir kirkj- una frá deyjandi fólki, eins og gjört hafði verið í Mexico og ann- arsstaðar. Lögin ákveða, að prest- ar geti ekki þegið gjafir eða tekið fé í arf frá neinum öðrum en skyldmennum sínum, fram í fjórða lið. Til þess að losa landið undan áhrifum útlendra presta, sem of eft hafa ekki verið annað en blóð- sugur, var það.ákvæði sett inn í iögin, að enginn annar en sá, sem fæddur væri í Mexico, gæti geng- ið þar í prestsstöðu eða gegnt henni, og þau gefa yfirvöldunum líka rétt til að kveða á um tölu presta, er prestsembættum gegni innan ríkisins. Engum kirkjuleg- um kennimanni eða kirkjudeild leyfist að kenna eða setja á stofn barnaskóla innan Mexicoríkis. Engum kennimanni kirkjunnar þar er leyft að bera klæði, sem að nokkru leyti minni á stöðu hans. Engar guðsþjónustur má halda annars staðar en í kirkjunum. Prestum er bannað með lögum þessum, að andmsela borgaraleg- um lögum eða embséttismönnum með almennum samtökum kaþólíka. í sambandi við greinarmun þann scm gerður hefir verið í Mexico á prestum kaþólsku kirkjunnar og prestum annara kirkjudeilda sem þar eru starfandi, bendir Cannon biskup á kafla úr bréfi frá Calles forseta þar sem hann minnist á þetta atriði, sá kafli hljóðar svo: “í mótsetningu við aðstöðu presta þeirra sem útlægir hafa verið I gerðir, hafa Verið prestar annara i kirkjudeilda sem hafa fylgt ákvæði I stjórnarinnar. Þeir hafa helgað i kröftum sínum öðrum lögmætum I störfum, svo sem kenslu í gagn | fræðisskólum, stjórn á ýmsum at- I hófnúm í sambandi við hið kirkju- lega starf þeirra, en án þess sjálfir að framkvæma þær guðræknis at- hafnir sem þar fara fram,—hafa 1 lagt það í hendur eftirlitsmönnum |ríkisins eins og lögin ákveða. Slík- I ir kennimenn hafa ekki átt neinni ! mótspyrnu að mæta frá ríkisins ! hálfu og eiga aldrei. Nálega undartekningarlaust hafa ! prestar frá hinum viðurkendu Bandarísku kirkjudeildum öðrum en kaþólskum, samið sig að siðum og lagaboðum ríkisins á meðan að þeir hafa hér dvalið. þessvegna eru þeir látnir óáreittir með að út- í breiða kenningar kirkna sinna og iþroska kristilega starfsemi undir ! umsjón innfæddra presta í Mexico. IÁ meðal okkar hafa þeir búið í friði og virtir á meðal vor, og haldið sig eingöngu að kristniboðsstarfi sinu” Cannon biskup getur þess að ka- ! þólska kirkjan hafi reynt að flæk^ |protestantisku kirkjudeildirnar inn | í árásina á Mexico stjórnina og ! vítir þá aðferð harðlega. Segir að j protestantiska kirkjpn hafi enga ! trú á slíkri aðferð til þess að ná takmarki frelsisins i trúmálum. Frh. naest.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.