Lögberg - 26.08.1926, Side 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
26. ÁGÚST 1926.
Bls. 5.
Góð heilsa borgar
búanna er vel-
gengni þeirra
ÖII
Winnnipeg
*tti að borða
SPEIR.S
PARNELL
BRAUD
Speirs Parnell
Baking Co. Ltd.
Phones: N-6617 N-6618
frelsis ’-horfiÖ. Þá væmir viö
þeirri menningarstefnu, sem 'breiðir
dýnu efnalegs velfarnaöar og 'kæru-
leysis þæginda yfir Örbirgö og óheil-
indi siöferöis-lifsins. Þeir myndi
geta sagt, að þeim fyndist lífið vera
að verða að ósamfeldri andstygð.
Meöan hugsun mannkynsins var
á æskuskeiöi, var fábreytt, skýr og
sterk, var hún megnug þess aö
stjórna verkunum. Sókrates skilur
ekki, að menn breyti ranglega, nema
af þvi þeir viti ekki betur. í Háva-
málum er kallað fyrir öllu aö vera
snotr maðr.” Þá muni annað koma
af sjálfu sér. Síöan hefur hugsana-
lífiö vaxiö afskaplega aö víðáttu, en
ekki aö sama skapi að þrótti og
skýrleik. Persónan hefur klofnað.
Menn vita ógrvnnin öll, sem aldrei
verður lifandi þáttur í breytni
þeirra. Hlugsunin 'fer sinar leiðir,
leikur sér í ábyrgðarleysi að háleit-
um hugsj'ónum og skaðvænum skoð^
unum, hverjum innan um aðrar.
Þaö er ekki furða, þótt menn geti
orðiö áttaviltir og viti ekki upp né
m'öur í sjálfum sér.
Engin siðferðishugsjón er tíma-
bærari á vorum dögum en sú, sem
Hermann Keyserling hefur markað
1 þessum orðum: IVir mússen wied-
er ganz werden: vér þurfum aftur
að verða heilir menn. Heilbrigt sál-
arlíf er sama og heilt sálarlíf. En
honum er það fullljóst, að til þess
verður aö snúa aftur. Vér emm full
sæmdir af því að takmarka hugsun-
ina og lækka hugsjónirnar. ef vér
meö því móti getum lifað miklu
nær þeim en áöur. Auðurinn er orð-
inn nógur til þess aö vinna úr. Aðal-
athyglinni veröur að beina að sam-
tengingu hugsjóna og Iífemis. Þaö
má fullyrða, að flestallir menn-
myndi vera sæmilega farnir, ef þerr
gæti lifaö eftir skárstu hugsjónum
sinum. Því er oft heillavænlegra aJ5
kenna þeim aöferðir til þess, stvrkja
sjálfstraust þeirra með þvi aö láta
þá vinna marga smásigra, en að fá
þeim nýjar hugsjónir, sem þeim
finnast vera ofar öllum skýjum og
örvænta um að geta nokkum tíma
lifað eftir. Rg get borið meiri virö-
mgu fvrir Bismarck, sem segir:
“eg hef konuna mína til þess að
elska hana og Windhorst til þess að
hata hann” ,— viðurkennir það og
gerir þaö — en ef hann hefði alt af
veriö aö basla við að elska Wind-
horst, vitanlega misheppnast það, og
gleymt að elska konuna sína fyrir
bragöið!
Eg talaði í Iok Skirnisgreinar
minnar um gott og ilt, arida og efni,
ljós og myrkur sem eilífar andstæö-
nr, er muni l^rjast og togast á alt
tnl enda veraldar. Eg lýsti í þvi sam-
bandi guöshugmvnd minni með
nokkmm fátæklegum orðum. Mér
var vel ljóst, aö eg braut þarna bág
við hinar ríkustu skoðanir. Tví-
'hyggjan (eöa tvíveldiskenninginj er
grýha í augum þorra manna. Efnis-
Hjálpaði Sjúkum Vini.
Sem All-lengi Hafði Verið Mjög
Óhraustur.
Þetta skrifar oss Mr. Floyd Bur-
ton í Jefferson, Tex.: “Mér þykir
fyrir því, að eg skuli ekki hafa
skrifað yður fyr viðvíkjandi yðar
ágæta meðali Nuga-Tone. Eg tók
úr 3% flösku og varð miklu betri.
Jafnframt mælti eg* með því við
vin minn, Mr. L. T. Little, sem um
tíma hafði verið mjög lasinn. Eg
gaf honum tvær flöskur. Honum
fór strax að líða betur og hann
fékk sér meira. Nú er hann við
góða heilsu og furða sig allir á
því, sem til þektu.”
Lesendur vorir munu komast
að raun um. að Nuga-Tone er á-
gætis meðal. Reyndu það. Það
er svo einfalt og þægilegt og hefir
svo skjót og góð áhrif. að innan
fárra daga fer þér að líða svo
ntiklu betur, og þig stórfurðar á
því. Nuga-Tone endurnýjar
krafta þína og viljaþrek og pað
fljótlega, hreinsar blóðið, styrkir
taugarnar og kemur meltingar-
færunum í gott lag. Þeir, seml
búa til Nuga-Tone vita, svo vel,|
hvaða verkanir það hefir að þeir
láta alla lyfsala ábyrgjas’t það og
skila aftur neningunum, ef þú ert
ekki ánægður Meðmæli og á-
byrgð og fæst hjá öllum lyfsölum.
Eða sendið $1.00 og fáið meðalið
beint frá National Laboratory,
1014 Wabash Ave., Chicago, III.
byggja og kristindómur eiga sam-
leiÖ í einhyggjunni, þótt hvort skýri
hana á sinn hátt. Eg stend heldur
ekki vel að vígi að verja lífsskoðun
rnína, sízt í stuttri tímaritsgrein. Eg
er enginn heimspekingur. Eg er einn
af þeim fjölda nútímamanna, sem í
æsku bafa veriÖ bornir!út á hjarn
efasemdanna, og hafa neyÖzt til
þess aö viða sér, efni í lífsskoöun til
einkanota. Tími minn hefur fariÖ
til þess aö rita um önnur efni. Eg
get dkki vísað til neins, sem eg hefi
áður sagt. En tvíhyggjan‘hefur orö-
ið niðurstaða mín. Hún hefur orö-
ið mér til góös eins, síðan eg komst
aö henni. Það var skyilda mín aö
viðurkenna hana, úr þvi að eg snerti
viö þessum efnum á annað borö. Eg
skal heldur ekki bera fyrir mig nein
stórmenni mér til stuðnings, til þess
aö sanna, að eg sé í “góðum félags-
skap.” Eg skal byrja á aö athuga,
hvemig E. H. Kv. gerir grein fyrir
einveldiskenningu sinni.
Hann gerir hana að umtalsefni út
af skilningi mínum á æfintýrinu í
Gulli. Eg hafði sagt að setninguna:
“en guð er sjálfur í syndinni,”
mætti að vísu teygja á ýmsa vegu,
en réttast væri vafalaust aö skilja
hana svo, aö syndin sé tóm missýn-
ing og í raun og vem engin til. E.
H. Kv. segir, að þessi skilningur sé
vafalaust rangur. Og hann fer að
skýra, hvernig rúm sé fyrir syndina
i heiminum, þó aö einveldiskenning-
unni sé fylgt.
Mér þykir leiðinglegt að hafa
orðið ])ess»valdandi, að E. H. Kv.
skrifaði bls. 249—52 í grein sinni.
Eg 'heild, aö þær sé það lélegasta,
sem eg hefi lesið eftir hann. Út yfir
tekur 'þó, hvað hann er sjálfur á-
nægöur með þær. Hann þykist víst
hafa vitkast mikið í þessum efnum
siðan hann skrifaöi þessi orð i
Gulli: “Eg trú því, að af einhverj-
uim orsökum, sem við skiljum ekki
nema aö mjög litlu leyti, komist guð
ekki aðra leiö í mönnunum en gegn-
um þrengingar, sem annaðhvort eru
synd eða afleiðing hennar.” Nú seg-
ir hann: “Eg get elcki hugsað mér
aö neinn skynsamur maður, sem
verulega 'hugleiðir þetta liflla, sem
eg hefi bent á, geti komizt að ann-
ari niðurstöðu en að það hafi veriö
óumflýjanlegt. að syndin komi inn
í mannlífið hér á jörðu.” Fjölda
hinna beztu og einlægústu manna er
það sárt og erfitt viðfangsefni,
hvernig aldvaldur og algóöur guð
geti látfð alt hið illa og ófullkomna
i tilverunni viðgangast. Þeim finst
þeir veröa að kjósa um almættiö og
algæðin, og tii þess að geta elskað
guð vilja þeir heldur hugsq^ sér, að
hann sé ekki almáttugur. E. H. Kv.
svarar þessum eilífu spurpingum
með gaspri, sem auk þess er fult af
mótsögpum. Hapn segir. aö það
Itöfi 'vbriö “óumflýjanilegt” að synd-
irt hafi komiö inn í mannlífið. En
hver gat lagt slíka nauðsyn á herö-
ar einvöldum guði? Undir eins og
honum eru takmörk sett, er einveld-
inu lokið. E. H. Kv. tekur upp sefr,-
ingu eftir enskum presti, að synd-
arinn íleiti “í þveröfuga átt viö þaö.
sem hann/eigi að fara.” Er þá hægt
að fara í þveröíuga átt innan guðs ?
Og hvert kemst maður á endanum,
ef hann fer nógu lengi í þessa öf-
ugu átt ? E. H. Kv. talar um, aö hið
góöa eigi aö vinna sigur. Á hverjn
ef alt er af guði? Eða á að 'hugsa
sér hið illa sem eins konar barna-
sjúkdóm guðs, sem muni líða hjá?
Og ef þroskinn er undir syndinni
kominn, þá hverfur hann líklega
meö 'henni En geturn vér hugsað
oss líf án þroska ? E. H. Kv. segir,
að vér finnum aldrei hiö illa hrein-
ræktað. M. ö. o., að guö sé altaf í
syndaranum (sem er alt annað en
aö hann sé i syndimn'J Alveg sama
segir tvíhyggjan. En finnum vér á
þessu tilverustigi hiö góða hrein-
ræktað? Kristur sagði a. m. k., að
enginn væri góður, nema guð einn
En þaö er ekki von • að vel fari
fyrir E. H. Kv. í þessari sögu, þeg-
ar þess er gætt, í hve miklu Irasli
kristindómurinn ‘hefir átt meö ein-
hyg{Uuna- Hún er arfur frá Gyð-
ingdómnum. Jahve er ríkur harð-
stjóri, góður og illur í einu, hjálp-
andi og hefnandi. Allar andstæður
rúmuðust innan veldis hans. Hann
átti sér tvíeðli hinnar austrænu sól-
ar, sem vermdi jörðina og brendi á
víxl. Kristur hreinsar þessa guðs-
hugmynd: guð er kærleikur, faöir
vor. En frá þeim degi virðist ekki
nema önnur hliö tilverunnar vera
á valdi þessa góða guös. Hver
'stjómar því illa og á sök á þvi ? Nú
‘hefjast velmaktardagar kölska.
Hann er ekki lengur vesæll, hæl-
dræpur höggormur, eins og í synda-
fallssögunni. Ekki meðal sona g"ðs,
eins og í Jobsbók. Hann veröur
voldugur konungur, sem ræður síntt
ríki, og ntilli hans og guðs verðttr
jbarátta urn heimsvöldin. Hvernig
sem hann er bundinn, leikur hann
samt lausum 'hala.
Eg skal ekki mæla bót þeim hug-
myndum, sem alþýöa og klerkar
hafa gjört sér urn “höfðingja mvrkr
anna.” Þær eru liklega á sinn hátt
jafnófullkomnar og hugmyndir vor-
ar um konung Ijósanna. Vér eigum
enga betri opinberun um þá hluti en
þekkingu á voru eigin sálarlífi. En
sá, sem aldrei hefur fundiö tvö and-
stæö öfl togast á um persónu sina,
hefur aldrei .vitaö, hvað er að lifa.
Vér höfum ('síst nú á dögánn, eftir
að vér höfurn lært aö líta á þróun-
ina sem hátt ltfsinsj engin skilyrði
til þess aö gera oss tilveru t hugar-
lund, þar sem önnur 1 þessara and-
stæöna væri nuntin burtu. Enda er-
um vér flestir tvíhvggjumenn i öllu
dagfari voru óg breytni. Því getur
verið, að slikar bollaleggingar um
einangraða tilveru góös og ills
skifti litlu máli. Vér stöndum á þvi
þroskastigi, að vér eigum ekki að
verða aö aumingjum.
En nú má segja ,að úr því að
adrei verði komizt út fyrir ágizkan-
ir um dýpstu rök tilvérunnar, þá sé
meinlaust að taka fallegustu tilgát-
una, en það sé vitanlega kenningin
um einveldi hins góða.
Það er alt undir þvi komið, hvort
fallegasta tilgátan er um leið sú
sennilegasta, hvort menn geta að-
hylst hana af heilum ‘huga. Því aö
hver slík tilgáta um tilveruna verð-
ur um leið, eða ætti að verða, leið-
sögutilgáta, sem menn höguðu lifi
sínu eftir..Að öörum kosti er hún
reist á óheilindum og leiðir önnur
ný af sér.
Mér virðist einhyggan ekki sigla
hjá þeim skerjum. Eg tala hér ekki
um þá einhyggju, sem þurkar alveg
út andlegu hlið tilverunnar: efnis-
hyggjuua. Á hana hafa vist margir
lagt fyillsta trúnað. fyrr og siðar, og
hún hefur komið þeim á siðferöis-
stig, sem er mun lægra en nokkurs
villidýrs. En eg skal minna á ein-
veldiskenningu kristninnar, eins og
hún hefur komið fram á seinustu
áratugum. Samkvæmt henni getur
hið illa ekki.verið neitt annað en hið
góða dularbúið eða misskilð, og alt
ir»á lækna og bæta með kærleika og
skilningi. Eögur kenning að vísu.
En ekki nema kenning! Ekki ein-
ungis breyskileiki játanda hennar.
heldur siðferðisvitund þeirra ris si-
felt gegrt henni.
En er ekki mótsögn i þvi, að saka
niann bæði ufli það aö halda ein-
hyggjunni of fast fram og að breyta
ekki eftir henrti ? J öðru hvoru hef-
ir hann rétt fyrir sér? HVer veit
nema þetta sé vissasta leiðin til þess
að fara ekki alveg á mis við sann-
leikann: að taka tvær andstæðar
kenningar: játa aðra, en breyta eft-
ir hinni? Eg held ekki. Fyrst og
fremst eru óheilindin ill í sjálfu sér.
í ööru lagi kemst engin 'hjá því, að
skoðanir hans móti smám saman
breytni hans aö einhverju leyti. Ein-
hyggjan er eins og sköpuð til þess,
að hið veika manneðli taki hana í
þjónustu sina. Þegar um bresti eða
brot annara manna er aö ræða, sem
orðið hafa sjálfum oss til ama,
gleymum vér, að þau öll spunnin af
góðum hvötum öðrum þræði. Það
er aö visu breyskleiki, en vér minn-
umst þess. aö bæði þessi og annar
breyskleiki sjálfra vor er runninn
frá hinni einu. fullkomnu upp-
sprettn allrar tilveru, og hlýtur á
endanum að snúast til góðs. Og vér
finnum líka daglega dæmi þess, hve
einkar fúsir vér erum aö fyrirgefa
þær yfirsónir, sem á engan hátt
hafa komið í bága viö sjálfa oss.
Mér finst mega skýra afstöðu
einhyggju og tvihyggju til ills og
góðs með litlu dæmi. Christian
science neitar tilveru alls ills, m. a.
sjúkdóma. Þeir eru tóm ímyndun
Þessi kenning gefst stundum vel.
Sjúkdómurinn 'hverfur fvrir þessari
sterku trú. Stundum virðist hann
hverfa en er eins og falinn eldur,
sem <zýs upp þegar minst varir. Og
oft meinar þessi trú játöndum sin-
um aö leita vissrar bótar læknisvís-
indanna, t. d. með uppskurði. Aftur
á móti er lækningaaðferð Coué reist
á hagnýtri tvíhyggju. Hann viður-
kennir tilveru sjúkdóma og sýkla.
'hann vill láta beita láknislistinni
svo langt sem hún nær. En jafn-
framt reynir hann að kalla alla hina
heilbrigöu og læknandi krafta i
manneðlinu sjálfu til baráttu gegn
sjúkdóminum. Tvihyggjan myndi
sízt neita þvi, aö rík þörf sé að trúa
á mátt þess góða: guðsneistans i
sjálfum oss. Hann á aö efla svo, að
hann i einu megi hafa hemil á hinu
lægra eðli voru og vera i sambandi
við uppsprettu sina. Meövitundin
um baráttuna, ábyrgðina, áhættuna,
á aö blása aö honum og gera hann
að báli. Aftur á móti á einhyggjan
á hættu aö kæfa hann af misskiln-
ingi, með því að gera ekki greinar-
mun á honum og öskunni i kring um
hann.
Þaö sem eg sakna mest úr ein-
hyggjunni — og eg skal ekki skirr-
ast við að valda hneykslum með þvi
að segja þaö — er áhvrgðin : áhœtt-
an. Ef vér berum saman dýr og
menn, villimenn og siðaöa menn.
sjáum vér, hvernig ábyrgðin vex
meö frelsinu. Meðal dýtanni er
munur einstaklinga furöu litill. Þau
ná langflest fullum þroska. Nauð-
synin knýr þá að eggja fram kraft-
ana og efla þá um leið. En meðal
æðstu stétta mentaþjóöanna sjáum
vér menn, sem láta reka, rotna niö-
ur, líklamlega, andlega, siðferðis-
lega. Þeir nota frelsið til þess að
verða lélegustu skepnur jarðarinn-
ar. Getur ekki sama átt sér stað í
enn stærra stíl á öðrum tilverustig-
um? Er það heilsusamleg kenning
að halda því frarn, að breytni vorri
hér fylgi engin eilif áhætta, ef til
vill dálítil töf, en allir konyst þó
jafnlangt á endanum? Það er hin
ægilega og heimskulega kenn-
ing kirkjunnar um dómsdag
og eilífar kvalir, sem hef-
ur sljóvgað svo siðferöisvitund
manna, aö þeir hafa kosið andstæð-
una: að alt yrði gert að ósekju, þótt
hún sé andstæð öllu því litla, sem
vér vitum um frumlög tilverunnar
og mannlegs sálarlífs. Hér varð,
sem oftar, skamt öfganna á milli.
En ef vér komumst að þeirri niður-
stööu, að andstæður tilverunnar sé
framar öllu orka og tregða, lif og
dauði, þá virðist ekkert eðliiegra en
að þeir einstaklingar, sem kjósa
fremur leið tregðunnar en leið
þroskans Ysambr. ‘hinn breiða og
mjóa veg í ritningunni), hverfi aft-
ur ofan í óskapnaðinn. Tilraun lífs-
(ins hefir mishepnast í þeim. Það er
■barnaskapur að nota mannlegt dóm-
stólamál: dóm, hegningu o. s. frv.
um þetta. Hlver dæmir eitt frækorn
til þess að festa rætur, annaö til
þess aö kulna? Hver stjórnar öllu
úrvalinu, sem fram fer alt í kring-
um oss? Getur ekki verið að slikt
úrval fari líka fram meöal sáln-
anna? Myndi það ekkl glæöa sið-
ferðisalvöru og ábyrgöartilfinningu
manna, ef þeir gerði sér grein fyrir
að ódauðleikinn væri ekki 'hverjum
mann áskapaður, heldur yrði þeir
að ávinna sér ha/nn?
IV.
í lok greinar minnar í Skirni
geröi eg grein fyrir guðshugmynd
minni með nokkrum orðum. Hug-
myndin sjálf er ófullkomin og á lít-
illi þekkingu reist, og orðin, sem eg
bjó hana í, þó ekki nema daufur
skuggi af 'henni. Svo aö eg tek mér
þaö ekki nærri, þó að E. H. Kv.
finnist fátt um hana. Það á líklega
ekki fyrir mér að liggja að verða
trúarbragðahöfundur. Og mér þyk-
ir vænt um, aö um helztu veiluna i
þessari greinargerð er eg E. H. Kv.
að miklu leyti sammála. Eg sagði,
að mér væri tamast aö hugsa mér
guð “sem unga hetju, sem berst
blóðugur og vigmóöur við dreka
hins illa.” Að hugsa sér aðal völdin
í heiminum í jarðneskri líkingu er
vitanlega 'barnaskapur. Það er líkt
og að tengja stjömur himins saman
í merki, sem geta orðiö myndir
'handa -börnum. Það er lítið betra
en þegar E. H. Kv. segir, að “drott-
inn tilverunnal- sé áreiöanlega mik-
ið gáfaðri” en menn hafi haldið í
fornöld. Að tala um dreka er víst
jafnvond guöfræði og það er léleg
nátúrfræði. Þaö er opinberunar-
bókin og Völuspá sem hafa leitt mig
út á þá glapstigu. Aíbinn bóginn ber
þaö vott um dálítið götótta þekk-
ingu í goðafræði, þegar E. H. Kv.
‘heldur að “blóöugi guöinn” sé Þór.
A. m. k. man eg aldrei eftir, að tal-
að sé um, aö Þór hafi særzt, svo að
ben hafi gerst. Hann fékk einu sinni
'heinarbrot í höfuðið, sem sat þar
fast. Aftur er Baldur kallaöur
“blóðugur tivurr” í Völuspá. svo aö
nær 'hefði verið að geta upp á hon-
um. Og hitt er E. H. Kv. skyldug-
ur aö muna, að ekki sjaldnar en
hann nefnir Krist í grein sinni, að
Kristur er hinn mikli “blóöugi guð”
veraldar trúarbragðanna, og dreyri
hans 'hefi verið huggunarlind krist-
inna manna langan aldur. Margir
vilja meira aö segja rekja hugmynd-
ir Norðurlandabúa um Baldur til
kristninnar. Mér fynst því kenna
gáleysis i því hjá E. H. Kv. aö af-
neita “blóöuga guðinum” meö jafn-
góðri samvizku og hann gerir i
greinarlokin.
Þaö hefur komið hér niður á mér
aö þau trúarbrögö, sem hreinast
hafa haldið tvíhyggjunni fram, hafa
Hðið undir lok fyrir örlög fram.
Því hefi eg orðið aö notast viö mið-
ur 'hentugar líkingar. Trúarbrögð
Persa 'hin fornu, sem Zaraþústra
iboðaöi, eru liklega hin mesta lífstrú,
sem kend hefur veriö á þessari jörö.
Þar er t. d. likamlegt erfiði ekki
skoðað sem böl og refsing, eins og
í biblíunni, heldur er alt starf, sem
miðar aö ræktun jarðar og frjósemi
alt sem glæöir lif og eflir hreinlæti,
þjónustu og liðsinni við Ahura
Mazda, hinn góða guð. Mazda-trú-
in varð aö rýma fyrir Múhameðs-
trú, líkt og Ásatrú feöra vorra fyr-
ir kristnum dómi. Enginn veit, hve
miklum þroska þessi trúarbrögö
hvortveggja hefði getað náð, ef þau
hefðu fengiö að vaxa með menn-
ingu þeirra þjóða, er höfðu skapað
þau. Lífsskoðun Ásatrúarinnar eins
og hún kemur fram i Völuspá, er
að mörgu leyti frábœrlega fögur,
þótt þar sé hugmvndir, sem teliast
verða úreltar. Mér er nær aö ’halda.
að hin norræna jötnatrú sé beztu
drög til lýsingar hins “illa”, sem
fram hafa komið í trúarbrögðun-
um. Eða eru margar djarfari og
drengilegri hugmyndir til en .-Esir
og Einherjar, sem búast og eflast
sífelt til baráttu viö alla Heljar
sinna, þó að þeim sé enginn sigur
vís? Er það ekki lélegt liðsinni við
hið góða, aö vilja hafa “tryggingu”
fyrir því fyrirfram, aö það hljóti
að sigra?
Mér er enginn ami að því sálufé-
lagi viö Þór, sem E. H. Kv. eignar
sér, þótt af nokkrum misskilningi
sé. Eg 'ber mikla lotningu fyrir Ása-
trúnni. Hún er ekki einungis merki-
leg tilraun til þess að skilja tilver-
una, eins og önnur trúarbrögð, held-
ur er það tilraun forfeðra vorra og
á sérstakt erindi til vor. Eg hefi áð-
ur, í útgáfu minni af Völuspá og
lítið eitt í grein hér í Iöunni VIII,
177—78), fengið tækifæri til þess
að minna á lífsgildi hennar, og vona
að geta vikið að þvi efni síðar. En í
þetta sinn vil eg einungis minna á,
hve mikils virði þessi trúarbrögð
eru fvrir hvern þann, sem skilja vill
íslenzka þjóð. Þau eru sköpuð af
frændum vorum og forfeðrum, áð-
ur en hinar suðrænu og austrænu
menningaröldur flóðu yfir Norður-
lönd. Þau eru mótuð af norrænu
umhverfi, norrænni hugsun og
skapi. Og enn situr meir eftir af
þeim í eðlisgrunni íslendinga en
margan grunar. Á slíku veitist vís-
indunum erfitt að festa hendur, en
djúpsýn skáldanna á sér þar merki-
legt efni til athugunar og íhugunar.
Eg trúi því, að það, sem marka mun
nýja blómaöld íslenzkra bókmenta,
verði framar öllu nýr og dýpri
skilningur skáldanna á sögu, menn-
ingu og einkennum þjóðarinnar.
Ransóknir fræðimanna eiga að búa
í hendur skáldunum, en þau aftur
að eiga meginþátt í að skapa grund-
völl íslenzkrar sálarfræði 0g ís-
lenzkrar lífsskoöanir. Af skáldum
síðustu kynslóða benda Einar Ben-
ediktsson, Jón Trausti og Guðm.
Friðjónsson skýrast í þessa átt.
Og undir þessu merki einu geta
íslenzkir rithöfundar gert sér von
um að verða víða frægir. Erlend-
ir lesendur seilast ekki eftir íslenz-
kum skáldritum til þes? að finna
þar bergmál af hugsunum sinna
eigin skálda. Og jafnvel ef upp
kæmi svo stórfelt íslenzkt skáld
að skoðanir hans bergmáluðu um
víða veröld, má óhætt spá því, að
■hann myndi um leið vera sérstaklega
barn sinnar þjóðar, eins og flest
eða öll slík stórmenni. Meö þessu
er ekki gert lítið úr þeim skáldum,
sem gera bækur sínar að farvegi
erlendra hugsana. Þeir geta átt
merkan þátt í menningu samtíðar
sinnar. Það geta líka þeir menn,
sem þýða erlend rit. En vilji þeir
ryðja sér til landa fyrir utan haf,
verða þeir aö hafa meira til brunns
að bera. Þá getur fslendingurinn
valið sér verra hlutskifti en að
sigla með Þór í stafni, enda er það
gamall og góður siður að heita á
hann til sæfara. Verk E. H. Kv.
eiga sér ekki djúpar rætur í íslenz-
kum jarðvegi. Gildi þeirra er ann-
ars eðlis. Þó að þau hafi verið
þýdd á erlend mál, eins og flestar
læsilegar sögur eru á vorri miklu
prentöld, hefur þeim ekki verið
mikill gaumur gefinn, \einmitt af
því að menn hafa leitað íslands og
íslendinga í þeim og þózt grípa í
tómt. Eg held, að það hafi líka
verið misráðið af E. H. Kv. að af-
neita þór eins og hann hefir gert.
Ef hann hefði lagt verulega rækt
við hann, áður en hann hóf sóku
eftir þeim jarðneska frama, sem
hann virðist mest hafa þráð, hefði
sennilega betur farið um sjóferð
þá.
Endir.
———0-------—
2. Ágúst á Mountain.
Hann hófst meÖ því að lúörasveit
Mountain-búa kallaöi fólk saman til
hátíðahalds kl. 1 eftir hádegi; og
frá því og til sólseturs lét hún altaf
til sín heyra, öðru hvoru, fólki til
mikillar ánægju.
Þegar fólkið haföi safnast saman
lét forseti dagsins til sín heyra,
bauð fólkið velkomiÖ og kallaöi
fram Rev. Breaw, frá Cavalier, N.
D. til aö halda ræÖu. Flufti hann
mál sitt mjög skörulega. Annar
ræÖumaÖur þennan dag var Dr.
Gíslason frá Grand Forks, flutti
hann einkar hlýlega ræöu á hreinni
og góÖri íslenzku. Einnig var hinn
góÖkunni K. N. þama til staðar, og
tók til máls á ljóÖamáli sínu, fólki
til mikillar ánægju.
Þá var 'byrjaö á íþróttum og var
þaÖ fyrst, aÖ stúlkur sýndu leikfimi,
var ]>aö flokkur átta stúlkna frá
Gardar, og voru þær þessar:
Elin Thorleifson, Svava Thor-
leifson, Elsie Davidson, Þórunn
Breiöfjörö, Vala BreiÖfjörÖ, Elín
Melsted, OrMina Ólafson. Fram-
koma þeirra var mjög þakkarverö,
jægar tillit er tekiö til hins stutta æf
ingartíma er þær hafa haft, sem var
aðeins tvisvar á viku í sex vikur.
Því næst fóru fram drengjahlaup
og varö þar fyrstur Steindór Thom-
asson.
Hér er svo árangurinn af hinum
ýmsu íþróttum er þre>1:tar voru:
100 yards hlaup :
1. John Sturlaugson, 11 sec.
2. G. Thomasson, 11I/2 sec.
3. Hjalti Thorfinnson, 12 sec.
12 punda kúluvarp: •
1. Conrád Jóhannesson, 40 f. 4 þ.
2. G. Thomasson, 3Óf. 3þml.
3. Helgi Jóhannesson, 33!. 6þml.
Kringlukast:
1. C. Jöhannesson 109 fet.
2. H. Thorfinnson, 95 fet 3 þml.
3. H. Jóhannesson
Spjótkast:
1. G. Thomasson, 138 fet 9 þml.
2. Lalli Thomasson, 127 fet 8 þm
3. Th. Thorleifsson, 100 fet.
Hástökk án atrennu:
1. H. Thorfinnson 4 fet.
2. J. Sturlaugsson, 3 fet 10 þml.
3. L. Thomasson, 3 fet 9 þml.
Hástókk með atrennu :
1. G. Thomasson, 4 fet 10 þml.
J. Sturlaugsson og L. Thom-
asson báÖir meö 4 fet 9 þml.
Stangarstökk:
1. G. Thomasson, hæÖ 9 fet.
2. Sturlaugsson, hæö 8 fet.
3. Thorleifsson, hæð 7 fet 1V2 þm.
Langstökk án atrennu:
1. G. Thomasson, ^fet 4I/5 þml.
2. H. Thorfinnson, 9 fet 2Y2 þm.
3. J. Sturlaugsson, 8 fet 6 þml.
Langstökk mcð atrennu:
1. G. Thomasson, 17 fet 10I/2 þm
2. J. Sturlaugsson, 17 fet 5 þml.
3. H. Thorfinnson, 16 íet 5 þml.
Hálfrar milu hlaup:
1. Helgi Jóhannesson, 2.17 mín.
2. J. Sturlaugsson, 2.23 mín.
3. Einarson, 3 mín.
Bændaglíma var glímd og sýndi
Hjalti Thorfinnsort mesta leikni á
glímuvellinum. Aö endingu voru
sýnd nokkur dýnustökk.
Dómarar íþróttamótsins voru
Snorri * Thorfinnsson og Theodór
Thortleifsson. ViÖurkenning var
veitt þremur fjölhæfustu íþrótta-
mönnunum og hlutu hana þessir:
G. Thomasson, Jo,hn Sturlaugsson
og Hjalti Torfinnsson. Aö öllum lík
indum hefÖi sumum sigurvegurun-
um þótt launin létt í vasana, því ei
voru þeir þyngdir meÖ dollurum,
eöa gull og silfutskjöldum, sem títt
er nú á dögum, heldur var tekinn
upp hinn gamli og góÖi siöur, er
hafÖur var um langt skeiö á olymp-
isku leikjunum ; nefnilega aÖ skrýöa
sigurvegarann meö lárberjakranzi
eöa meÖ blómsveig gerðum úr feg-
urstu blómum náttúrunnar og ]>ótti,
sem kunnugt er, hin mesta viröing
í að verða þiggjandi slíks 'blóm-
sveigs. ÞaÖ dró ‘heldur ekki úr viö-
urkenningunni, aö fegursta ungfrú
iMountain-bygðar, íklædd fjallkonu
gerfi, krýndi sigurvegarana blóm-
sveigunum.
Kl. 6 síðdegis byrjaöi “basebaH”
leikur á milli Park River og Moun-
tain-bygðar og enc(aÖi hann meö
glæsilegum sigri Mountain manna.
Seinast skemti fólk sér eftir vild á
dansgólfinu, þar til hver fór heim
til sín, glaður í bragöi eftir skemti-
legan dag.
Áður en eg lýk máli mínu langar
mig aö koma meö nokkrar bending-
ar til ísl. bygöanna í N. Dak. um
viðhald íþróttaiökana. Eg 'hefi sem
sé orðið þess fullviss, þann tíma,
sem eg hefi stundaö hér íþrótta-
kenzlu aö jarövegurinn er mjög
góöur og þætti mér því leitt ef að
ekki gæti orðið áframhald íþrótta-
iökana hér og út í frá umhugsun
um þaö. Mín hugmynd er sú, aö
yngra fólkið í bygðunum stofnaði
ungmennafélag er hefði aö mark-
miði aukna mentun, bæði andlega
og líkamlega. Félaginu mætti skifta
í eins margar deildir og bygðimar
eru en samband milli deildanna væri
nauösynlegt, því með því yröi auð-
veldara aö verða sér út um leiðtoga
á þessu sviði eins og t. d. ræöu-
menn og íþróttakennara, fyrir allar
deildimar í senn. Fundi mætti hafa
eins oft og ástæður leyfðu og væri
því sjálfsagt að hafa þá sem mest
aölaöandi, t. d. mætti fá ræðumenn
við og viö til aö tala um ýms fræð-
andi efni, þá gætu melimir sjálfir
reynt sig á ræöupallinum og tékið
þar eirihver sjálfvalin efni til með-
ferðar; þar aö auki yrði tímanum
varið til íþróttaiðkana, söngs og
leikja. Eg er sannfæröur um aö
tímanum yrði ekki ver varið í svona
félagsskap, en á samkomum þeim,
sem nú tíðkast mest meðal ungs
fólks.
Svo þakka eg þátttakendum í-
þróttanámsskeiösins hér, fyrir þann
áhuga er þeir sýndu í hvívetna. og
óska aÖ þeir geri sitt besta til aö
þroska líkama og sál í framtíðinni.
Gardar, N. D., 14. ágúst '26
Haraldur Sveinbjömsson
Robin Hood Flour
Vinnur fleiri verðlaun.
Þess hefir áður verið getið, að á
sýningunni í Saskatoon og á fylkis-
sýningunni í Regina, hafi Robin
Hood Flour unnið hæðstu verð-
laun, þar sem alskonar mjöl var til
sýnis og um það kept úr hvaða
mjðli væri hægt að baka best brauð j
og kökur af öllum tegundum.
—1' BÖKUNIN =
bregst ekki ef
þér notið MAGIC Hi
BAKING POWDER Það inniheldur D
= ekki alúm og er
zrr: ekki beizkt á riE
rrr bragðið.
Robin Hood Mills Limited hefir
nú; fengið skýrslu frá þeim er
stóðu fyrir sýningunni í Saskatoon
um verðlaun þau, er Robin Hood
Flour fékk þar, og er hún á þessa
leið:
Hvítt brauð......1.72* 1—verðlaun
Brúnt brauð ....1.72—verðlaun
Buns .........—..1.72—verðlaun
Fruit Cake......1.72—verðlaun
JellyCake.......1 —verðlaun
Allar aðrar
tegundir ....1 -—verðlaun
Það er ekkert undarlegt, að t
hverjum poka af Robin Hood Flour
er peninga ábyrgð fyrir því að
mjölið reynist vel, og það er ekkí
undarlegt, að það er orðið að al-
mennu orðtæki, þegar minst er á
þetta ágæta mjöl, a$ það sé “vel
virði dálítið meiri peninga.”
WONDERLAND
Þrjá fyrstu dagana af næstu
viku, sýnir Wonderland leikhúsið
kvikmynd, sem nefnist “Memory
Lane” tekin undir umsjón John M.
Ötahl, að lífstuðlan First Nation-
a! kvikmyndafélagsins. Mynd
þessi er næst fróðleik, sýnir gamla
fólkið í fylgd með giftum börnum
sínum og börnum þeirra.
Megin hlutverk í leik þessum,
hafa með höndum Eleanor Board-
man og Conrad Nagel. Þau leika
ung hjón, fædd 0g uppalin í ábiá-
þorpi einu í New England.
Allir þeir, er séð hafa mynd
þessa, hafa dáðst að henni mjög og
telja hana i röð hinna allra ágæt-
ustu kvikmynda, sem framleiddar
hafa verið í háa herrans tíð.
Alveg óviðjaínanlegur
drykkur
Sökum t>es8 hve efni og útbúnaður er
[fuílkominn.
Kievel Brewing Co. Limit.ed
St. Boniiace
Phones: N1178
N1179