Lögberg - 30.09.1926, Side 3

Lögberg - 30.09.1926, Side 3
LÖCBEKjG flmtudaginn. 30. SEPTEMIBER 1926 Bla. 3. c;p«7?cT?t7?t7p!7?c7pq7ic77C7pcrpc7?c77c^q73q?c7?c7?q?t^q?crpq7q?q?j7PS'^5^?SH5^^5^S5SH5H5Z5H5Z5'55E5Z555H5EEr55HSS5Z5i55Z5Z5cLSEEH5Z5iZ5Z5E5Z5Z5Z5B5B5Z5H5B5H5HSE5Z5ZSH5E5H5Z5i£S5S *E5ESir,cMí5 f • Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN 5^5^525^5 a>.Z5ESBS25H5E5H5H5E5H5HS25ESi25E5H5E5E5E5H5H5a5H5H525ESHSHSH5H5Z5H5H5H SE5E5E c dSHSH5HSH5H5HSHSH5H5HS HSHSHSH5HSHSH5H5H5H5HSHSH5H5HSHSH5HSHSHSHSHSH SH5HSH SHSHSHSHSHSHSi Hreiðrið. (Helgisaga.) Loks kom sá dagur, að ungamir urðu fleyg-. ir; önnur rfiáríuerlan fór í hreiðrið til að ýta undir ungana, en hin flaug þar umhverfis til að sýna þeim, hve auðvelt þetta væri, ef þeir bara þyrðu að reyna. Og þegar ungarnir gátu samt ekki unnið bug á ótta sínum, fóru báðir foreldr- arnir af stað og sýndu þeim allar sínar feg- urstu fluglistir. Þau böðuðu út vængjunum og liðu áfram í löngum bugðum, eða. lyftu sér lóð- rétt upp í geiminn eins og lævirkjar, eða hvíldu grafkvr í loftinu á titrandi vængjum. En þegar nú ungarnir eigi að heldur þorðu út, gat Hattó einbúi ekki á sér setið lengur að láta þetta afskiftalaust. Hann ýtti gætilega við ungunum með fingrinum, og þá var björninn unninn. Út fóru þeir flögrandi, en vandræða- legir; þeir börðu vængjunum eins og leðurblök- ur, sigu niður, en hófu sig aftur upp á við; brátt skynjuðu þeir, í hverju listin lá, og not- uðu sér hana, til að komast sem fljótast í hreiðr- ið aftur. Foreldrarnir komnu nú niður til þeirra, hróðug og fagnandi, og Hattó gamli brosti í kampinn. Það var þó hann, sem hafði átt mestan þátt í þessu. Og hann braut nú heilann af fremsta megni um það, livort guð almáttugur gæti ekki haft einhverja afsökun. Ef til vill væri það nú svoleiðis, þegar öllu væri á botninn hvolft, að guð almáttugur héldi jörðinnÞykkar á hægri lófa sér líkt og stóru fuglshréiðri, og ef til vill hefði honum svo smám saman farið að þykja vænt um alla þá, sem búa þar, um öll heimsins varnarlausu börn. Ef til vill aumkaðist hann yfir þá, sem, hann hafði lofað að tortíma, eins og feinbúinn aumk- aðist yfir fuglsungana. Vissulega væru fuglar sínir miklu betri en mannkyn guðs, en þó gat konum skilist, að guð kendi samt í brjósti um það. Næsta dag var hreiðrið tómt og beiskja ein- verunnar lagðist eins og farg á Hattó. Hægt og hægt féll handleggurinn niður með lilið hans og nú fanst honum öll náttúran halda niðri í sér andanum, til að hlusta eftir dunum dóms- lúðursins. En í sama bili komu allir fuglarnir aftur og settust á höfuð hans óg1 axlir, því þeir voru ekki minstu vitund hræddir við hann. Þá brá alt í einu ljósglampa fyrir í hinum hálf- ringlaða heila Hattós gamla. Hann mundi nú alt í einu eítir því, að liann hafði látið hand- legginn síga niður á hverjum degi, til að gæta að ungunum. Og þarna stóð hann grafkyr og ungarnir allir sex voru að flögra og leika sér umhverfis hann, og hann kinkaði glaðlega kollinum til ein- hvers, sem hann þó ekki sá. “Þú sleppur,” sagði hann, “þú sleppur. Eg hefi ekki efnt orð mín, og því þarft þú heldur ekki að efna þín orð.” Og honum virtist skjálftinn líða úr klettun- um og fljótið leggjast rólega til hvíldar í far- veg sinn. Þýtt hefir, / ....—Eimreiðin. B. Þ. Blöndal. Ormurinn í bláberinu. “Svei attan!” sagði Helga. “En sá viðbjúður!” sagði Sigga. “Hvað er um?” sagði fullorðín systir þeirra. “Það er ormur” sagði Helga. “Á bláberinu,” sagði ISigga. “Drepið hann þá,” sagði Bjöm litli. “Hvaða læti eru þetta út úr einum smá- örmi!” sagði fullorðna systirin með nokkurri þykkju. “ýía, þegar við fórum að hreinsa bláberin” — sagði Helga. “Þá skreið hann út úr því stærsta,” hélt Sigga áfram sögunni. “Og hefði nú einhver étið bláberið,” sagði Helga enn. “Nú, þá.hefði hann étið yrmlinginn með,” sagði Sig£a. “Nú, og hvað um það?” sagði Björn litli. ‘1 Að éta orm, livað (jugsið þið! ” sagði Helga. “Og bíta hann í sundur!” sagði Sigga. “Hvað sýnist ykkur?” sagði Björn litli og hló við. “Nú er hann að skríða á borðinuy’ sagði Helga. “Æ', b'lásið þið honum burt,” sagði full- orðna systiriú. “Merjið liann með fótunum,” sagði Björn litli glottandi. En Helga tók. lyngblað og sópaði .orminum á það með varúð og bar hann út í garðinn. Þá sá Sigga, að sporfugl sat á skíðgarðinum og horfði í vígahug á orminn. Hún tók þá blaðið með orminum á og bar það út í skóg og faldi það þar undir bláberjarunni. Fuglvargurinn gat ekki fundið fylgsni yrmlingsins. Hvað verður nú fleira sagt um veslings blá- berjaorminn? Hvað mundi vera sögulegt við svona grey? Hver mundi eigi vilja búa í svo hressandi, ilmandi, rósleitu smáhúsi líti í skóg- arkyrðinni innan um blóm og grænt lauf? Nú var kominn tími til iniðdegisverðar og nú borðuðu þau öll bláber með rjóma. “Hrúg- aðu ekki of miklu sykri á, Bjössi,” sagði full- orðna systirin. En diskur Björns litla var eins og snjóskafl á vetrardegi, en sæist á eitthvað bláleitt undir. Eftir máltíðina sagði fullorðna systirin: *‘Nú höfum við lokið öllum bláberjunum og liöfum ekkert skilið eftir til vetrarins. Eg vildi að við ættum tvær körfur fullar af nýjum berj- um. Þau gætum við hreinsað í kveld og soðið á morgun, og borðað svo seinna pönnukökur með bláberjasætu.” “Komdu, við skulum fara út í skg og tína ber,” sagði Helga. “Já, það skulum við gera,” sagði Sigga. “Þú tekur gulu körfuna, og eg tek þá grænu.” “Villist þið r.-ú ekki, og komið þið aftur fyr- ir kveldið!” sagði fullorðna systirin. “Eg bið að heilsa bláberjaorminum,” sagði Björn litli í ertni. “Ef eg hitti hann aftur, þá mundi eg telja mér heiður að éta hann upp til agna.” Nú ijóru þær Helga og Sigga út í skóg. Þar var nú ekki ljótt að vera! Grangan var þó erfið. Urðu þær að klifra yfir fallna tréstofna og smeygja sér gegnum runnana og berjast við mýflugurnar. En hvað gerði það til! Þær voru stuttklæddar, telpurnar og skilaði vel áfram og fóru æ lengra og lengra inn í skóginn. Hér var nóg af krækiberjum og hrútaberj- um og öðrum berjum, en lítið af bláberjum. Telpurnar gengu nú lengra og lengra og komu loks að stórum skógi úr bláberjalyngi, þótt ótrúlegt megi þykja. Hér hafði skógurinn. brunnið áður, en nú var þar hver bláberja- runnurinn af öðrum, svo langt sem augað eygði og voru alþaktir fögrum, fulfjiroskuðum berj- um. Slíka berjamergð höfðu þær aldrei séð fvr, telpurnar. ,Helga tíndi og Sigga’ tíndi, og báð- ar átu. Innan skamms voru körfurnar fullar. “Nú skulum við fara heim,” sagði Sigga. “Nei, við skulum tína meira,” sagði Helga. Nú^settu þær frá sér körfurn-ar og fóru að tína í svuntur sínar. En þess var ekki langt að bíða, að þær yrðu fullar. “^íú skulum við fara heim,” sagði Helga. “ Já, nú er víst bezt að halda heim á leið,‘ ’ sagði Sigga. Svo tók hvor sína körfu í aðra höndina, en héldu svuntunni með hinni. Síðan héldu þær af stað heim. En Jiað var lnfegra ort en gjört. Þær liöfðu aldrei farið svo langt inn í skóginn. Þar var enginn vegur eða troðningur, og þær urðu þess brátt varar, að þær voru farnar að villast. Skuggarnir urðu æ lengri og lengri, fnglarnir flugu heim í hreiðrin sín og dögg tók að falla. Loks gekk sólin til viðar, og varð þá svalt og rokkið í skóginum. Börnin fóru nú að verða óttaslegin, en héldu þó áfram göngunni og bjuggust við að skógur- inn myndi loks þrjóta og að sjá rjúka heima hjá sér. En er þær liöfðu lengi gengið, datt myrkrið á, þær voru þá komnar á mikla sléttu, sem var vaxin runnum. Þegar þær skygndust um sem bezt þær gátu í myrkrinu, þá sáu þær að þær höfðu gengið stóran bug, því að nú voru þær komnar aftur að hinum fögru bláberja- runnum, þar sem þær höfðu fylt körfurnar sín- ar og svunturnar með berjum. Nú voru þær orðnar þreyttar, og settnust niður á stein og fóru að gráta. “Eg er svo svöng,” sagði Helga. “ Já, ef við hefðum nú tvær vænar smurðar brauðsneiðar með keti ofan á.” Óðar en hún slejiti orðinu, fann hún alt í einu að eitthvað lá í keltu hennar. Og þegar hún gáði að, þá var það stór, smurð brauðsneið með dilkakjöti ofan á, I sama bili sagði Helga: “Hvað .er i(ú þetta; eg liefi alt í einu smurða brauðsneið í hendinni.” “Og feins eg,” sagði Sigga; “ætlar þú að borða þína?” “Já, mér dettur ekki annað í hug,” sagði Helga. “Bara að eg hefði nú vænt glas af mjólk með. ’ ’ Ög óðara en orðinu var slept, hafði hún mjólkurglas í hendinni. Og í sama bifi kallaði Sigga upp jTir sig: ‘ ‘ Helga! Helga! Eg hefi mjólkurglas í hendinni. Þetta þykjr mér und- arlegt.” En af því að telpurnar voru svangar, átu þær og drukku með mestu lyst. Þegar þær höfðu etið lyst sína, fór Sigga að geispa og sagði: “Æ', eg vildi að eg hefði nú mjúkt rúm, svo að eg gæti nú sofið nægju mína!” Óðara sá hún fallegt, mjúkt rúm við hliðina á sér^ og Helga annað eins. Þeim þótti þetta æði undarlegt, en af því að þær voru syfjaðar, hugsuðu þær ekki frekar um það, en lögðust í rúmin, lásu 'kveldbæniruar sínar og breiddi upp vfir höfuð. Að vörmu spori féllu þær í fasta svefn. 'Sólin var liátt á lofti er þær vöknuðu aftur. Þá var fagur sumarmorgunn í skóginum, og fuglarnir flögruðu kvakandi kring um þær. Nú urðu þessi undur þeim óskiljanleg, þegar þær sáu, að þær liöfðu sofið í bláberjarunnunum. Þær litu hvor á aðra og rúmin, sem voru gerð úr mosa og laufi, og skínandi lín breitt yfir. Loks sagði Helga: “Ertu vakandi, Sigga?” “Já,” svaraði liún. “En mig er að drevma enn þá,” sagði Helga. “Nei,” sagði 'Sigga. “En her í runnunum býr sjálfsagt einhver góður andi. Æ, eg vildi að við hefðum nú kaffibolla og eitthvað gott með.” Óðara stóð silfurbakki við hliðina á henni og þar á gullin kanna, tveir bollar úr hreinu postulíni, sykurskál úr kristalli, rjómakanna*úr silfri og nokkrar sætar og volgar hvgitikökur. Telpurnar heltu í bollana, tóku sykur og rjóma og drukku og þótti gott. Svo gott kaffi liöfðu þær aldrei bragðað. “Nú þætti mér gaman að vita, hver veitir okkur öll þessi gæðl,” sagði Helga. “Það er eg, börnin góð,” var þá sagt inni í runnunum. Telpunum varð hverft við. Þær lituðust um og sáu vingjarnleg&n karl í hvítri treyju og með rauða húfu. Hann staulaðist fram úr runnunum og var stinghaltur á vinstra fæti. Helga og Sigga urðu svo hræddar að þær gáfu engu orði upp komið. “Yerið þið óhræddar, börnin góð,” sagði karlinn og gretti sig vingjarnlega framan í þær. Hann gat ekki brosað almennilega, því að munn- urinn á honum var skakkur. “Verið þið vel- komnar í ríki mitt! Hafið þið nú sofið vel og fengið nóg að borða?” “ Já eg held nú það svari því,” sögðu báðar telpurnar, “en segðu okkur—” og nú ætluðu þær að spyrja hver liann væri — en þorðu það ekki. “Eg skal segja ykkur, hver eg er. Eg er bláberjakonungurinn, og ræð hér yfir öllum þessum bláberjarunnum. Og hér hefi eg búið í mörg þúsund ár. En hinn mikli andi, sem ræð- ur yfir skóginum og hafinu og himninum, hefir ekki viljað, að eg ofmetnaðist af konungdómi mínum og mínu langa lífi. Þess vegna lætur hann mig taka á mig gervi lítils bláberjaorms hundraðasta hvert ár. 1 þessu veika og hlífar-* lausa gervi verð eg að vera heilan dag frá sól- arupuprás til sólarlags. Þá er eg ofurseldur öllum þeim hættum, sem slík smádýr eru undir- orpin: fugl getur hrifsað mig í gogginn, barnið* getur tínt mig á beri og troðið mig undir fótum sér, svo að eg missi lífið. Dagurinn í gær var einmitt hamskiftadagúr minn. Eg var tekinn með bláberi og átti á hættu að verða troðinn í sundur, hefðuð þið ekki bjargað mér, blessuð góðu börnin. Til sólarlags lá eg ósjálfbjarga í grasinu. Þegar mér var blásið af borðinu, þá snerist undir mér fóiurinn og skektist á mér munnurinn af ótta. En þegar kveld var komið og eg tók aftur mitt eigið gerfi, þá fór eg að lit- ast um eftir ykkur, til þess að launa ykkur. Þá fann eg ykkur hér í ríki mínu, og tók ykkur svo vel sem eg gat, án þess að hræða vkkur. En nú ætla eg að lána ykkur fugl til að vísa ykkur veg- inn. Verið þið sæl, börnin góð. Hafið þökk fyrir brjóstgæðin. Bláberjakonungurinn mun sýna ykkur, að hann er ekki vanþakklátur.” Telpurnar réttu karli höndina og þökkuðu fyrir sig. Þær voru því alls hugar fegnar, að þær höfðu hlíft bláberjakonunginum daginn áð- ur. Nú ætluðu þær að fara af stað, en þá sneri sá gamli sér við, og lék hæðnisbros um hans skakka munn; “Skilið kveðju minni til hans Björns litla, sagði hann, “og segið lionum, að þegar við hittumst næst, muni eg éta hann upp til agna.” “Æ, það máttu ekki gera, lierra bláberjaorm- ur,” sögðu báðar telpurnar óttaslegnar. “Jæja, eg skal þá fyrirgefa honum ykkar vegna,” sagði karlinn. “Eg er ekki hefni- gjarn. En skilið þið kveðju til Björns litla og segið honum, að hann eigi líka von á gjöf. Ver- ið þið sælar. ” Þær tó'ku nú ber sín og Uupu inn í skóginn á eftir fuglinum, og var þeim nú létt í geði. Inn- an skamms tók skógurinn að gisna, og þær furð- uðu sig á, hvað’ þær höfðu getað farið krókótt daginn áður. Þar urðu heldur fagnaðarfundir, þegar þær komu heim. Allir höfðu beðið eftir þeim og leit- að að þeim. Fullorðnu; systurinni hafði ekki komið dúr á auga. Hún hélt, að vargar hefðu grandað litlu svstrunum. Björn litli kom á móti þeim með körfu og kallaði~ “Komið þið og sjáið þið. Hér er sending til ykkar. Gamall maður kom með það til ykkar rétt áðan.” Þær opnuðu nú körfuna. Þar lágu tvö dá- samleg amibönd með heiðbláum gimsteinum, sem voru eins og þroskuð bláber í lögun. Þar á var skrifað: “Til Helgu og Siggu.” Þar hjá lá brjóstnæla, sem líka var eins og bláber í lag- inu. Þar á var ritað: “Drep þú ekki vamar- lausa, Björn litli.” Bjöm skammaðist sín. Hann skildi sneiðina, en sá, að sá gamli hafði hefnt sín með þeim hætti, sem góðum mönnum er títt. En bláberjakonungurinn hafði líka liugsað fyrir fullorðnu systurinni. Þegar hún fór að bera miðdegismatinn á borð, þá stóðu þar tólf körfur fullar af skínándi fallegum blá- berjum. Nú var ærinn starfi fyrir hendi, að sykra þau og koma þeim fyrir í geymslu. Við getum farið þangað til að hjálpa, ef þú vilf. Við»fáum þá sjálfsagt berjabragð. Því að þau hafa víst ekki lokið starfinu enn þá. Þetta var ekkert smáræði. Lárus Sigurjónsson, —Topelius. , .... þýddi. Crestur við veitingakonu: “Eruð þér gengin af göflunum, kona; þér þerrið af diskunum með svuntunni yðar. ” “Það sér ekki á svörtu. Hún er óhrein hvort sem er.” —Unga Isl. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON fJ16-2S0 Medical Arts Bldg. Oor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834. Olfice tímar: 2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leg-grjum sérstaka éherzlu & aC oelja meðul eftir forskriftum Isekna. Hin beztu lyf, sem hægt er aC fft, eru notuS eingöngu. pegar þér kömiC meC forskriftina til vor, meglC þér vera viss um, aC fá rétt þaC sem læknirinn tekur tll. Notre Dame and Siierbrooke Phones: 87 659 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bld* Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones: 21 834 Office tímar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: 27 58'6 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bidg. Cor. Grahara og Kennedy Sts. Pane: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimtli: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Hldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aC hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals. 42 691 Dr. K. J. Backman 404 Avenue Block Lækningar með rafurmagni, Rafmagnsgeilsum (ultra violet) Radium, o.s.frv. Stundar einnig hörundskvilla. Office tímar 10-12, 3-6, 7-8 Office Phono: 21 091 DR. A. BLONDAL Mcdifil Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er aC hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimill: 80'6 Victor St. Stmi: 28 180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724 <4 Sargent Ave. ViCtalstlml: 4.30—6 e.h. Tals.: 36 006 Heimili: 1338 Wolsley Ave. Stmi: 39 231 DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Ste. Phone: 21 834 Heimilis Tals.: 38 626 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: 28 889 Giftlnga- og Jarðarfara- Blóm með iitlum fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur ltkki8tur og annast um út- farir. Ailur útbti.naCur aft beztl. Enn fremur seíur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. ( Skrifstofu tals. 86 607 Heimilis Tals.: 58 302 MRS. SWÁINSON að 627 SARGENT Ave., Wlnnipeg, hefir ávalt fyrirlltggjándi úrvals- hírgðir af njti/ku kvenhöttum. Hún er eina ísl. konan, sem slfka verzlun rekur í Wlnnipog. fslend- ingar, látiS Mrs. Swainson njóta viðsklfta yðar. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfræðlngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. . f slenzklr lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 963 356 Main St. Tais.: A-4963 þelr hafa einnig skrifstofur aC Lundar, Riverton, Gimll og Piney og eru þar aC hitta ft. eftirfylgj- and timum: Lundar: annan hvern mMtylkudar Riverton: Pyrsta fimtudag. Gimll: Fyrsta miCvlkudag. Piney: þrlCJa föstudag 1 hverjum mftnuCl. A. G. EGGERTSSON fsl. lögfræðingur Heflr rétt tll aC flytja mftl bseBi 1 Manltoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mftnudag 1 hverjum mftn- uðl staddur 1 Churcbbrldge Athygli! > Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. . A. G. JOHNSON 907 Confederatlon Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteigmr manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Seluf eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö samstundis. Skrifstofusimi: 24 263 Hbiimastmi 33 328 J. J. SWANSON & CO. LIMITED R e n t a 1 s Insurance Real Estate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnes: 26 349—26 340 STEFAN SOLVASON TEIACHER of PIANO 1256 DonHnion St. Plione 29 832 Hugh L. Hannesson, Teacher of Piajio Studio: 523 Sherbrooke St. Ph. 34 966 Emil Johnson SERVIOE EIjECTTRIC Rafmagns Contractlng — AUs- kyns rafmagsndhöld seld og við þau gert — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefi þær til sýnis d verkstæOi mÁnu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin vi6 Young Street, Winnlpeg) Verkst.: 31 507 Heima.: 27 286 Verkst. Tals.: Heima Tala.: 28 383 29 384 G. L. STEPHENSON PLUMBER AlLskonar rafmagnsáhöld. svo aem straujárn, víra, allar tegundlr af glöeum og aflvaka (hatteriee) VERKSTOFA: 676 HOME 8T. Tals. 24 153 NewLjrceum Photo Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikbúsið. tslenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lu'gsta verð. l'aniantr afgreiddar bæði fljótt og veL Fjölbreytt úrval Hreln og lipuv viðskifti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnntpeg. Phone: 34 298

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.