Lögberg


Lögberg - 30.09.1926, Qupperneq 5

Lögberg - 30.09.1926, Qupperneq 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN, Bls. 5. 30. SEPTEMBER 1926 gTDODDS ^ Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá ölluín lyf- •ölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. Or óbygðum. Ferðasaga sendiherra Dana. Eins og kunnugt er, hefir sendi- herra Dana, Fr. le Lage de Fon- tenay, sýnt meiri áhuga á að kynnast háttum vorum, sögu og tungu og náttúru landsins, en títt er um útlenda menn, sem eiga hér aðsetur. í fyrra sumar fór hann og kannaði norðurhlutann af hiinu mikla, ókannaða landflæmi vest- ur af Vatnajökli, milli Vonar- skarðs og Tungnárbotna. Komst hann þá alla leið austur í Vatna- jökul að fjallatindum þeim, sem Kerlingar heita. Nú er sendi- helrra nýkominn úr öðrum leið- angri. Fór hann að þessu S|inni austur að Fiskivötnum. Hélt síð- an norðaustur um öræfin, alt til þess, er hann kom á sömu slóðir og í fyrra. Segir sendiherrann svo frá ferð sinni: Aðal tilgangurinn með ferð minni nú, var sá, að kanna land- ið sunnanvert v(ið svæði það, sem farið var um í fyrra, og jafnframt að komast að raun vm, hvort sagnirnar um ^tóra- sjó væru sannar. En það hefir verið trú manna, að ef haldið væri í norðaustur frá Fiskivötn- um, væri komið að Stórasjó, sem væri geysimikið vatn og lægi upp undir Vatnajökli. 1 förinni voru Pálmi Hannes- son magister, náttúrufræðingur, Gísli Bjarnason, cand. juris og Guðjón Jónsson, oddviti í Áai, er var fylgdarmaður. Við héldum upp af Landi Fjallabaksveg að Landmannahelli. Þaðan upp með fjallinu Loðmundi austur yfir Tungná á Hjallavaði upp í Fiski- vötn. t Fyrsta daginn, sem við vorum þar athuguðum við vötnin og skygndumst eftir Ieiðum inn yfir öræfin. Næsta dag vorum við veðurteptir, vegna úrhellis rign- ingar. En daginn þar á eftir héldum við af stað í þoku og súld kl. 8 að morgni og stefndum í norð-austur. Ríðum við fyrst lengi vel um vikra og miklar gíg- rústir. En er lengra Iqið tóku við sandorpnir hraunflákar og voru þeir sæmilega greiðfærir. Er við höfðum farið greitt nál. 3 klst. ferð, komum við að mikilli gA, sem lá venjulega eldsprungulero frá S.V. til N.A. og V|irtist hverfa í mikinn fjallgarð, sem fyrir okkur varð í norð-austri. Fylgdum við gjánni upp í fjöllin og var þá þok- unnni nokkuð létt. Gengum við Pálmi þá upp á fell eitt og sáum þaðan, að gjáin lá í gegnuum þennan mikla fjallgarð, sem ligg- ur frá austurenda Þóriisvatns alt austur undir Vatnajökui: Er fjallgarður þessi æði breiður og allur úr móbergi. Héldum við enn Ljós í gegnum myrkur. Þiegar eg út um græna grund göngu mér tók um morgunstund, og leit hið fagra ljóma skraut: lifandi blóm í hverri laut. Undi þar lífið engilbjart, því alt var horfið njólu skart, en dagsins sunna með dýrðarfrið daggarperlunum tók þá við. En að kvöldi, þá út eg gekk ekkert blóm þama litið fékk, fölnað var alt hið fríða skraut og fjólan bláa liorfin braut. Að mér þá hvíslar einhver rödd: Ertu hér,»blessuð móðir, stödd? Blómin þín tvö, sem birtust hér, blíðheimur engla tók að sér. Hjartans hugur þinn, særður sorg, sér í anda þá helgu borg, hvar drottins Jesú dýrðin skín, dafna þar fögru blómin þín. • . Huggast því láttu huga þinn, herrann Jesús í faðminn sinn hefir* þín tekið blessuð blóm, burt frá veraldar skapadóm. Heyri eg enn í hjarta rót huggunarorð, sem tók á mót: Lofi drottinn mitt líf og önd, legg eg mig svo í föður hönd. Alt, sem hér fyrir augun ber, óstöðugt, veikt og hverfult er, en á himnum er eilíft skjól, við englanna jöfurs tignarstól. Magnús Einarsson. Reynið þessar ROLLS Finger Round Vienna Small Square Large Square Brown Small Vienna Large Vienna French Wiener Raisin Tea Parkerhouse Whole Wheat Tea Biðjið brauðmanninn frá SPEIRS-PARNELL BAKING CO. LIMITED Phones 86 619—86 618 áfram með gjánni, og er við kom- um á norðurbrún fjallgarðsins, sáum við, að hún lá enn 1 norð- austur. Létti þokunni þá að fullu um, stund og sá eg þá, norður af fjöllunum, svæði það er eg hafði farið um í fyrra og þar með, að áframhald gjápinnar hafði þá orð- ið á vegi mínum, og gaf eg henni þá nafnið Heljargjá. Hestum varð nú ekki komið lengra, vegna nýlegs hrauns, sem fyrir okkur varð, og er það suður- endi Hágönguhrauns. Bundum við nú hestana og geng- um yfir hraunið og upp á fell, sem stendur austanvert í gjánni Nefndum við það Guðjónsfell, eftir fylgdarmanninum, Guðjónji i Ási. Hlóðum við þar og vörðu eina, og nefndum Guðjónsvörðu. Er við höfðum skoðað okkur þarna um um hríð, gerði rigningu og dimmviðri. Snerum við þá við, tókum hestana og héldum suður yfir fjöUpjt. Komum við þá niður á hraunbreiður austan af Stórasjó. Héldum við til vest- urs norðan við vatnið, fram með nokkrum litlum, fallegum hraun- vötnum, og komum um miðnætti að Tjaldvatni, í húðarrigningu. Þótt ekki gæfist þarna mjkill tími til rannsókna, er óhætt að slá þvi föstu, að Stórisjór er rangnefni. Landið í kring athuguðum við svo, að við getum nokkurn yeginn á- kvarðað legu vatnsins og þar með, að ekki er um stórt vatn að ræða. Hið rétta nafn á vatninu væri Litli Sjór, enda heitir það svo á máli bygðamanna, sem stundum eiga ferðir á þessar slóðir, til veiða. Alt er landið þarna sundurbrent og sundurtætt af jarðejdum. yeiðivötnin sjálf liggja í mörgum samantvinnuðum gígröðum. Alt er þar þakið vikrum og upp úr Móbergsfell. Þess þarf ekki að geta, að allir uppdrættir af landi þessu eru fjarri sanni. Má þó telja landsvæði þetta eitt hið Mánudag, Þriðjudag, Miðvikudag Nœstu viku WONDERLAND SERIAL SURPRISE í I 0 þáttum Figtiting Marine með Gene Tunney Worlds Champion ekki kappi í myndum, heldur REGLULEGUR KAPPl The Fighting Marine “A rapid fire action serial” verður sýnd á mánudag, þriðjudag og miðv.dag. Látið börnin koma eftirm.dag. merkasta á öllu landinu, frá jarð- sögulegu sjónarm^iði. Frá Fiskivötnum fórum við suður yfir Tungná. Hefir hún verið talin ófær, en okkur gekk ágætlega yir hana. Þaðan héldum við Fjallabaksveg nyrðri, niður í Skatártungu. En þaðan fórum við Mælifellssand fram með merk- urjökli m|illi jökulsins og Markár- fljóts og ofan á Þórsmörk. AIls vorum við 12 daga í ferð- innij—Vörður. Um skáldsögur. Eftir Halldór Kiljan Laxness. Auðvitað eru til ýms höfuð lög- mál í skáldsögu engu síður en í hverri fræðigrein annari. En það tjáir ekki mikið fyrir höfund að vita ^þau lögmál, hafi hann ekki uppgötvað persónuleik sinn eða rannsakað eðli hæfileika sinna. Þótt bókmentafræðingar geti sagt margan fróðleik um lögmál sagn- Iistar, þá er skáldsagnahöfundur- inn jafnilla kominn þótt hann viti öll, hafi hann engan persónuleik til að bera, enga djúpa reynslu, sem hann þrái að miðla af, enga opinberun, sem hann þarf að gera heyrum kunna, engar dýpri sýnir inn í víðerni tilverunnar. Spakur maður hefir sagt: Gefðu vel gaum að því, í fari þinu, sem stingur í stúf við aðra menn; göfgaðu það! því það ert þú sjálfur. Þessi orð eru hið dýrmætasta heilræði hverjum byrjanda í listum. Marg ir leggja út á listabrautina án þess að hafa nokkurt sérkenni til að þroska og göfga; slíkurn mönnum er vorkunn þótt þeir finni aldrei sjálfan sig. Þó kemur verstur skáldskapur frá fólki, sem ekkert hefir til að bera í áttina við sjálf- stæðan persónuleik, en brýtur þar að auki allar reglur fyrir van- þekkingarsakir, sem hægt er að brjóta. Hygg eg, að ísland sé eina bókmentalandið í heimi, þar sem skáldrit eftir slíkt fólk hafa skil- yrði til að komast á markað, enda er búið að gera eftirminnilega út af við íslenzkan bókmentasmekk með þessum fjanda, og ætla eg að hafa það fyrir mælikvarða á menningarmála tímaritið Vöku, hvernig það bregst við glæpsam- legri sagnagerð, Og með því að hér hefir staðið vagga sagnlistar, í þessu landi, þá ber þess að kref j- ast að hér sé fáni nútímasagnlist- ar látinn bera hærra við en ann- ars staðar í löndum. Því ef menn vildu hætta að hýma einsog draug- ar og forynjur yfir leiðum gull- aldarbókmentanna, þá er hægur nærri að semja jafngóðar sögur nú á dögum eins og á 13. öld. Þótt almenn lögmál skáldsög- unnar séu að vísu torlærð (af því að þau eru of skyld lífinu sjálfu til að verða nokkru sinni fram- sett á fræðilega vísu), þá eru þau í rauninni ekki annað en einskon- stafróf. utm ar kínverskt stafróf, og hafa ekki gildi öðru visi en sem Samt er enginn höundur fser að skapa neitt nýtt, fyr en han^n hefir lært lögmál þau, sem alment gilda og kanna að beita öllum að- ferðum, sem áður eru tíðkaðar og viðurkendar í listgrein hans. Haniv er ekki hæfur til að finna r.ýjar leiðir, fyr en hann þekkir allar gamlar leiðir. Fyrst þegar hann hefir lært alt, þá eru skil- jrði til að hann vaxi upp úr því sem hann hefir lært. Sá, sem ekki hefir lært neitt,' hefir ekki upp úr neinu að vaxa. Maður, sem ekki hefir lært margföldunartöfluna, mmmmwwsitmt Kristján Ólafsson (Lífsábyrgðar umboðsmaður í Winnipeg) Á sjötugasta afmælisdegi hans, 30. sept. 1926. Eitthvað mig dreymdi um Eldborg í nótt, á íslandi, norður í sænum. Sá eg þá glögt, þó svæfi eg rótf, sólskin í Litlahrauns bænum. Eg leit á hraunið, óslétt og svart, er umkringdi borgina þessa, og sá þar við útjaðar myndarlegt margt, sem máttug guðsi hönd var að blessa. í draumórum vegfarar vitruðust mér, og viðburða ríkustu sporin: Á Hrauni einn seinasta september sonur var hjónunum borinn. Borinn, í lauginni brosandi lá, —i í bað var hann fljótlega klemdur—; krakkinn strax fólkinu kjark sýndi þá— Kristján var drengurinn nefndur. Hann foreldra stoð varð í fögnuði’ og raun — og föðurs um langan tíma. Ægilegt var þetta Eldborgar hraun, og örðugt við margt þar að glíma. Um hraunið það feðgarnir vörðuðu veg, svo vel gætu ferðamenn ratað; leið sú var afleit og ömurleg, oft var þar stefnunni glatað. Svó hafa liðið sjötíu ár. Á sama stað hentaði’ ei töfin,— pilturinn bjartsýni, fleygur og frár, flutti sig vestur um höfin. • í Winnipeg borg svo vaknaði eg, og virðist nú alveg rétt-dreyminn: Kristján er enn þá að varða þar veg,. og vill að fólk rati um heiminn. Um alt finnast vandrötuð “eldborgahraun” og illfærir horngrýtis-snagar, Að benda til farsælda fólki í raun. fjölgi enn ár hans og dagar. Guðjón H. Hjaltalín. getur átt á hættu að eyða æfi sinni í það að finna upp margföldun- artöfluna. Það er ekki til sú regla -m listamaður má leyfa sér að brjóta af vanþekkingu. Hitt er fagur sannleikur og djarf- urspegla í skálduðum persónum einkenni heils mannflokks, eða gera þær að fulltrúa einhverra einkenna, sem eru sameiginlegir öllu mannkyni, og er það ekki að ósekju, þegar Miguel de Unamuno legur, að “það er engin regla til,. leyfir sér að nefna flökkuriddar- BT i i. BAKIÐ YÐAR EIGIN BRAUD með sem ekki megi brjóta vegna þess sem fegurra er.” Gott er að minn- ast þess að maðurinn er þetta sagði, kunni alt (L. van Beet- hoven). Fyrst þegar listamaður- inn er fullnuma, er hann fær um að skapá sér sjálfstæða veröld, þar sem enginn nema hann sjálf- ur hefir vald til að setja lög og reglur. Það er í listinni sem ann- arsstaðar, að þegar maðurinn er fullveðja, þá er enginn annar en hann sjálfur, sem getur sagt hon- um framar hvað hann má leyfa sér og hvað hann má ekki leyfa sér. Hver mikilsháttar snillingur er eins og þjóðland, sem snertir ekki önnur lönd nefcna á ákveðnum landamærum. Nám höfundarins er, sem sagt framar öllu öðru fólgið í þolin- móðri sjálfprófun. Vegurinn ligg- ur út í sjaldgæfið, þangað sem persónuleikurinn fær að þroskast án þess að vera háður sinni vél- rænu félagshugsun, þar sem allir straumar fara í hring eins og í eilífðarvél. Auðvitað er það í eðli sínu afbrot gagnvart þjóðfé- laginu, að finna sjálfan sig, því sérhverjum einstakling ber að haga sér eins og hluta bundnum heildinni, honum ber félagsleg skylda til að hugsa og tala um viðurkend efni á viðtekinn hátt; uppeldi það, sem þjóðfélagið veit- ir honum er í því fólgið, að kenna honum að hugsa löglega. Því get- ur slíkt valdið stórtíðindum, ef ekki eru við reistar skorður, að fram komi hugsun sem fer í bága við hugmyndafræðf hópsálarinnar, sem alt gangverk þjóðfélagsins hlýtur að byggjast á, enda litið ó- hýru auga til manna, sem yfir- gefa hjörðina til þess að leita að sjálfum sér. Og þótt jafnan fari svo að lokum, að máttugastur reyndist maðurinn, sem “yfirgaf bygð sína og stöðuvatnið niðri í bygðinni og hélt til fjalla”, eins og segir í upphafi Zarathustra, þá kostar það æfinlega mikið arga- þras að fá nýja hugsun lögleidda í heiminum, eða höfund viður- kendan, sem hefir fundið sjálfan sig. ann sæla, hvorki meira né en “Drottinn vorn Don otte.” — Lesb. Mbl. mmna Qich- Saga hefir alt af verið metin fremur á grundvelli snildarinnar en sanngildisins, með því að lif- andi hugsun þykir yfirleitt miklu ágætari en söguleg staðreynd. Aldrei hefir þetta mat verið öllu tíðara en nú á dögum, þegar sann- leikur og diktur eru yfirleitt lagð- ir að jöfnu og viðburðalífið þyk- ir sízt sannari veruleikur en hug- leiðing skáldsins, né draumurinn óæðri tegund veruleiks en vakan. Menningin lifir fyrst og fremst á snild. Sú saga, sem framast höfð- ar til kraftanna í vitund vorri, hún er verðmætust og það gildir einu hvort hún er sönn eða login. Sé sagan um dáðjr Abrahams Lin- colns ver samin en sagan um dáð- Don Qichottes, þá eru dáðir ír flökkuriddarans merkilegri en dáðir forsetans, jafnvel þó hinn síðarnefndi hafi aldrei verið til. Það hefir ekkert gildi út af fyrir sig, að saga hafi gerst á ein- hverjum landfræðilegum stað, á einhverju tilteknu tímabili, sem hægt er að fletta upp í almanak- inu, eða fjalli um persónur, sem eru finnanlegar í einhverjum til- teknum manntalsskýrslum eða kirkjubókum. “Höfundur leitast við það í skáldritum sínum, að dtaga upp með listrænum dráttum lyndisein- kunnir, sem koma sjaldan fyrir í veruleikanum, en engu að síður má kalla verulegri en veruleikann sjálfan”, segir Dostojewski á ein- um stað í “Fíflinu”, og er því við þetta að bæta, að skáldsögur eru oft miklu sannari en þessar svo- nendu sönnu sögur, því hug- heimur snillinganna er skírari og fullkomnari en hringiða lífsins. Það er alkunna, að persónur úr skáldritum hafa oft náð jafn- mikilli frægð og þær hetjur ver- aldarsögunnar, seqi hæst ber und- ir. Sumar sögulegar persónur eiga ódauðleik sinn að launa skáldunum, sem látið hafa sól náðargjafa sinna skína á þær. Fór þá oft svo, að enginn spurði framar um sanngildi persónunn- ar, heldur lét eftirtíminn sig að eins varða hið legenderiska gildi hennar. Er fátt betur fallið til að flytja einhverja stórfengilega hug- sjón inn í mannheima, né birta mönnum nýjan og víðtækari skiln- ig á viðhorfum mannlegs lífs, en hin skáldaða persóna, eins og hún skapast í heila snillingsins. Vest- ur-evrópisk menning á fáum stafn- búum á að skipa víðfrægari en Hamlet, Föðurlands ást talia hættoleg. (Frapih. frá 1. bls.) T búist við að verða misskildir, þegar þjóðprnar eru svona tauga- veiklaðar. Þegar svona er ástatt, er naum- ast hægt að gera sér háar vonir um varanlegan frið i heiminum. Frelsis hugmyndin, eins og hún kom fram á nítjándu öldinni, er nú svo að segja gleymd. í suður- hluta Norðurálfu og á Rússlandi eiga þjóðcrnar við einræðisvöld að búa. Tolstoy, Gandhi og Ro- main Rolland, hafa allir vakið hugmyndina um alheips frið og bræðralag meðal allrá þjóða. Tuttugasta öldin var byrjuð með tálmyndum og sjónhverfing- arnar hafa síðan farið vaxandi. Hinir andlegu leiðtogar þjóðanna hvar sem er í her.minum, trúa því einu, sem þeim þykir trúlegast Herbert Spencer á Englandi og Dostoievsky og Tolstoy og Kropot- kin hðfðu allir sínar hugmyndir um alheims frið og héldu þeim fram, og ímyndunarafl almenn- ings tók við þeim og jók vanalega töluverðu vöð þær. Hin fagraj hugsjón um frið á jörðu hafði ver- ið prédikuð um alla Norðurálfu og Ameríku. Mikill meiri hluti alls almennings var friðelskandi, jafnvel 1914, en föðurlandsástin var nægileg tyl að breyta frið- sömum mönnum í hættulega bar- dagamenn. Föðurlandsást og al- heims friður, eiga ekki samleið.” ROTAL Sem staðist hef. ir reynsluna nú yfir 5o ár Hraðanœfa. Leopold ríkiserfingi í Belgíu og svenska prinsessan Astrid eru trú- lofuð og ætla að giftast einhvem- tima í desember. Bretar vom einu sinni að gera sér vonir um að þessi fagra mær yrði þeirra drotningar- efni, en nú er útséð um það, • • • Allir hinir svo kölluðu Locarno sáttmálar, voru undirskrifaðir af hlutaðeigandi þjóðum í upphafi þings þjóðbandalagsins, þess er enn sfendur yfir í Geneva. ^ * * * Franska stjórnin hefir með stjórn- arráSssamþykt ákveöið, að fækka tölu hermanna um 2,700 liðsfor- ingja og 7.000 óbreytta liðsmenn. * * * Heilbrigðismálaráðunej'tið í Mexi co, hefir gert útlægan hinn svo- nefnda Charleston dans úr rikinu. Eru þær ástæður lagðar til gmnd- vallar að dans þessi hafi of mikla áreynslu í för með sér og hafi eink- um veikjandi áhrif á hjartað. • * • Dvergtré all-mörg vom r.ýlega á sýningu í Tokio, fullþroskuð að öllu leyti. Voru sum þeirra aðeins fet á hæð. Alts voru sýndar um þrjú hundmð tegundir. Sum trén voru seld fyrir sex þúsundir dala. Fólki f jölgar nú óðum. á Þýska- landi, eftir nýjustu skýrslum að dæma. Er ibúatalan aðeins tveimur af 'hundraði lægri. en hi'm var um vorið 1913. Er þvi álitið, að innan næstu tiu ára, muni fólkstala þjóð- arinnar hafa aukist það mikið, að óumflýjanlegt verði fyrir Þjóðverja að fá aftur sínar fomu nýlendur til fullra umráða, eða stofna ti! ný- íbygða annarsstaðar. WONDEDRLAND. Gene Tunney, aðal leikarinn í kvikmyndinni “The Fighting Mar- ine”, sem sýnd verður á Wonder- land á mánudag, þriðjudag og mið- vikudag í næstu viku, segir að það sé of mikið af slagsmálum í kvik- myndunum og af leik í slagsmál- unum. “Eg hélt það væri bara leikur,” segir Gene, “en það var nú eitthvað annað. Eg varð að slást allan daginn og á kveldin líka, 0g á sunnudögum. Þegar hnefaleikarinn vill ekki sýna list sína á leiksviðinu, þarf hann ekki annað að gera en fara eitthvað burtu, eða skjóta einhverju við, sem honum dettur í hug. En það dugar ekki fyrir þann, sem leikur hnefaleik frammi fyrir myndavél- inni. í hvert sinn sem mynd er tekin, verður maður að slá niður einhvern af þessum leikurum, og þeir eru töluvert seigir sumir þeirra. Eg var hraustur og í bezta lagi, enda veitti ekki af, því þeir eru ekki sem lömb að leika við þessir Hollywood piltar sumir hverjir.” — Mesti hnefaleikurinn, sem Tunney hafði í Hollywood var við Frank Hagney, sem hefir reynst mörgum skæður hnefaleik- ari. WALKER. ■fflllllllllllllill^^ Leiknum, “So This is Canada”, t-, ^ ^ ^ . hefir verið afbragðs vel tekið á Faust og Don Quichotte, j \Y-aiker leókhúsinu, og verður hann og eru þeir gott dæmi þess, hvern-l sýn(jur þar a]la þeasa viku ig snillingum hefir tekist að end-| Vegna þess hve fólkinu hefir fallið þessi leikur vel og sótt hann ágætlega, hafa sérstaakar ráðstaf- anir verið gerðar til að sýna hann hér í heila viku lengur, en fyrst var gert ráð fyrir. Það er ekki oft, að nokkrum leik er eins vel tek/ð í Winnipeg, eins og raun hefir orðið á um þennan, enda er leikurinn svo skemtilegur, að fólkið hefir óblandna ánægju af að sjá hann. Fyrsti þátturinn sýnir “Reggie Poples” og tvo félaga hans frá stríðsárunum, sem eru að byrja á aldinarækt í hinum fagra og frjó- sama Okanogan dal. “Reggie” vek- ur mikla gleði hjá áhorfendunum, strax þegar tjaldið er dregið upp og hún helzt þangað til tjaldið fellur, “Reggie” ferst alt eitthvað svo skrítilega, en þó góðlátlega, þegar hann er að hjálpa félögum sínum út úr margskonar óþægind- um, sem þeir komast í. Það sem þessum mönnum dettur í hug að gera og hvernig þeim ferst það, er'margt þannig lagað, að áhorf- endur svo að segja veltast um af hlátri, þegar þeir horfa á það. “So This is Canada” er svo góður gamanleikur, að fólk ætti ekki að sitja sig úr færi að sjá hann. — Verður leikinn á hverju kveldi þessa viku og einnig síðari hluta dags á miðvikudag og laugardag. Stjórn Walker le,ikhússin3 byrj- ar starfsemi sína fyrir haustið og veturinn um miðjan október. Um það leyti kemur hinn mikli leik- ari George Arliss, sem er frægur fyrir þann þátt, sem hann hefir tekið í ýmsum mejri háttar leikj- um og þykir sérstaklega mikið til hans koma bæði á Englandi og í Ameríku. Snemma í Október verður þessi velþekti leikari á Walker leikhúsinu og leikur þar í leiknum ‘Old Engljsh” með New York leikfélagi sínu. Eftir Mr. Arliss kemur Mathe- son Lang, sem náð hefir meiri frægð á Englandi heldur en flest- ir aðrir. Hann er Canadamaður. í mörg ár hefir hann verið einn með helztu lejkurum í London. Samkvæmt beiðni Mr. Frank O’- Neill, sem er ráðsmaður fjrrir Sir John Martin Harvey, kemur hann til Canada með leikflokk þann, sem hann hefir leikið með í London og leikur hann hér sömu hlutverkin eins og hann hef|ir leikið þar og fengið mikið hrós fjæir. Frá þessu verður frekar sagt hér í blaðinu síðar og ættu þeir, sem leiklist unna, að kynna sér það sem bezt. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum tess hve efni og útbúnaður ei[C fuilkominn. Xievel Brewing Co. Limited St. Bonifac.e Pliones: N1178 N1179

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.