Lögberg - 14.10.1926, Síða 2
Bís. 2
«
LÖGBEKG FIMTUDAGINN,
14. OKTÓBER 1926.
Minni Islands.
Flutt að Wynyard, 2. ág. 1926.
Herra forseti, kæru íslendingar!
Mér er það sönn ánægja, að vera
staddur hér í dag. Þegar eg horfi
yfir þann mikla mannfjölda, sem
t sé fyrir framan mig, þá vakna
margar gamlar endurminningar;
flestar Ijósar og Ijúfar, eins og
dagurinn í dag með heiðan himin
og hlýja sól.
Eg þekki hér mörg andlit —
vildi gjarna geta gengið frá
manni til manns og tekið hlýtt og
þétt I hendur fornra vina og kunn-
ingja. En til þess er tíminn of
stuttur; eg læt það því nægja —.
verð að láta það nægja — að
segja: “komið þið öll blessuð og
sæl !” % f
Hér eru saman komnir land-
námsmenn víðsvegar að úr öllum
Vatnabygðunum. Eg var einn
þeirra, og eg veit að þeir í dag
renna hugaraugum sinum með
mér til landnámsdaganna; og
veit, að við þær hugsanir gægist
mörgum tár fram í auga.
Þið eruð fínna klædd nú en þið
voruð þá; þið eigið reisulegri hús
og ríkulegri heimili — en eg efast
samf um það, að þið séuð sann-
sælli. Er það ekki hluttekningin
í kjörum hvers annars? Er það
ekki bróðurhugsunin og hjál’par-
höndin, sem lætur mennina finna
sig sjálfa í orðsins fylstu merk-
ingu?
Eg man þá tíð, að hér voru all-
ir svo að segja jafnir. Ef einn
slátraði alikálfi, þá var hann
brytjaður sundur í stykki og sinn
bitinn gefinn hverjum. Ef von
var á einhverjum nýjum innflytj-
anda, þá komu þeir saman, sem
fyrir voru og skiftu með sér verk-
um til þess að sækja hann, leið-
beina honum og hýsa hann á með-
an hann var að koma sér fyrir.
Þá ríkti hér andi kærleikans, andi
jafnaðarins og andi bræðralags-
ins, — já, þið lifið margbreyttara
lífi nú og ríkmannlegra, en eruð
þið sælli? Því verður hver að
svara sjálfum sér.
Eitt er víst og það er það, að hér
eiga Vestur-íslendingar eina sína
blómlegustu bygð; hér er íslenzk
menning á háu stigi; héðan má
mikils vænta í ýmsum efnum.
Eg sagðist sjá fjölda gamalkunn-
ugra andlita i þyrpingunni fyrir
framan mig; en ekki get eg byrj-
að mál mitt án þess að minnast á
þann glæsilega hóp, er situr að
baki mér—söngflokkinn. Hér hef-
ir verið safnað saman á þri^ja
hundrað unglingum og þeir æfðir
þannig í söng og íslenzkum fram-
burði, að kraftaverki virðist næst.
Maðurinn, sem þetta mikla verk
hefir unnið—Brynjólfur Þorláks-
son—hefir á síðastliðnum árum
gert meira trt' viðhalds íslenzku
þjóðerni hér í álfu, en allir aðrir
Vestur-íslendingar til samans með
öllum sínum stofnunum. íslenzku
ljóðin, sem hann hefir prentað í
hug og hjarta unglinganna og
tamið tungu þeirra og tilfinning-
ar í samræmi við, hljóta að bera
ríkulegan ávöxt þegar þessir sömu
unglingar dreifast um allan Vest-
urheim eins og salt jarðar með
íslenzku tónana á tungunni, ís-
lenzka sönginn í sálinni og ís-
lenzku orðin á vörunum. ,
Mér dettur eitt í hug: Væri það
ekki vinnandi vegur fyrir Vestur-
íslendinga, að fá þennan mann til
þess að æfa söngflokk' svipaðan
þessum, fara með hann heim á há-
tíðina á íslandi 1930 og láta hann
syngja þar? Er það nokkuð, sem
Vestur-íslendingar gætu gert, er
betur vekti eftirtekt á þeim heima
og traustar tengt saman þjóð-
brotin? Væri nokkurt hentugra
efni til í brú yfir hafið, en tónarn-
ir frá saklausum sálum íslenzku
barnanna, eins og þeir, sem heyrst
hafa hér í dag? Og verðug virð-
ing væri það manninum, sem
flokknum stjórnar, að fara slíka
sigurför, sem það hlyti að verða
Þið verðið að fyrirgefa mér,
þó hugur minn reiki víða. Eg átti
að mæla fyrir minni íslands; nú
skal það reynt.
Mig langar til að byrja með
stuttri sögu. Ivar skáld Ingimund-
arson var við hirð Eysteins kon-
ungs Magnússonar. Hann hafði
felt ástarhug tjl konu úti á Is-
landi; hann sendi bróður sinn til
hennar með einkamálum sínum
en sá sveik hann og bað konunn
ar sjálfum sér til handa. Tók ívar
þá fáleik og ógleði mikla. Konung-
ur leitar eftir því, hverju þetta
gegni; en hann vill ekki segja.
Konungur getur þá til og þar
kemur at lokum at hann hittir á
hit rétta, at þat er ást til konu, er
veldur fáleikum hans. Þá mælti
konungur: “Ver eigi þar um hug-
sjúkur; ef sú kona er á íslandi, þá
far þú út þegar várar; mun ek fá
þér bæði fé ok sæmdir ok þar með
bréf mitt ok innsigli til þeirra
manna, er ráða eigu fyrir kosti
þeirrar konu; ok veit eg eigi
þeirra manna vánir at eigi víki
fyrir várum vinmælum eður ógn-
arorðum.”
ívar svarar: “Eigi má svá
vera.” Þá segir konungur: “Þat
mun ek mæla framar, at þó annar
eigi konuna, þá mun ek þó ná, ef
ek vil, þér til handa.”
ívar svarar: “Þunglegar ^r
farið málinu, bróðir minn á nú
konuna.”
Þá mælti konungur: “Hverfum
þá þar frá; sé ek þar gott ráð til;
þegar eftir jólin mun ek fara á
veizlur, ok far þú með mér; muntu
þar sjá margar kurteisar konur,
ok ef eigi eru konungbornar, þá
mun ek fá þér einhverja.”
ívar svarar: “Því þunglegar er
komið mínu máli, at jafna e^ ek
sé fagrar konur ok drengilegar,
þá minnir mik þessarar konu ok er
æ því meiri minn harmur.”
Konungur býður honum þá
eignir og metorð eða lausafé til
kaupferðar í önnur lönd eða hvað
sem hann vilji helzt kjósa. En
ívar þýðist ekkert af þessu. Þá
segir konungur: “Nú er einn
hlutur eftir, ok er hann lítils
verður hjá þessum, er ek héfi þér
boðit; en þó má ek eigi vita hvað
helzt hlítir. Far þú nú á fund
minn hvern dag þegar borð eru
eru uppi, ok eg sit ejgi yfir naftð-
synjamálum, ok mun ek hjala við
þik; skulum vit ræða um konu
þessa alla vega ^sem þú vill ok í
hug má koma; ok mun ek gefa mér
tóm til þessa, því at.. þat verður
stundum at mönnum verður harms
síns at léttara ef um er rætt.”
ívar svarar: “Þetta vil ek, herra,
ok haf mikla þökk fyrir yðar eft-
i^eitan.”
1 þessari sögu finst mér koma
undur vel í ljós aðal sálarein-
kenni íslendinga, sérstaklega þeg-
ar þeir dvelja erlendis. Þar vakna-
tilfinningar þeirra gagnvart ætt-
jörðinni: “Jafnan er ek sé fagrar
konur og drengilegar”, segir ív-
ar skáld, “þá minnir mik þessarar
konu, ok er þá æ meiri minn
harmur.”
Hvar sem íslendingurinn fer og
flækist, er ímynd ættjarðarinnar
alt af og alstaðar mótuð í huga
hans og hjarta—“þótt hann lang-
■förull legði sérhvert land undir
fót”, eins og spekingurinn kemst
að orði. Þegar íslendingurinn sér
eitthvað það annars staðar, sem
honum þykir fagurt og háleitt, þá
minnir það hann á ísland, landið
hans, ættjörðina hans — móður
hans.
sjálfs;
þar elska’ eg flest, þar uni’ eg
bezt
við land og fólk og feðratungu.”
Þegar eg kom hér til Jands fyrir
27 árum, lýsti eg tilfinningum
mínum til íslands á Islendingadegi
í Winnipeg á þessa leið:
“Hvar lifðirðu, bróðir, um bjart-
ari nætur?
Þar brosandi vorsól um mið
nætti skín.
Og hvar átti guðstrú þín göfugri
rætur?
Þú grézt þar af lotning við hríf-
andi sýn.
Og hvar lék þér mildari vind-
blær á vöngum, *
er vorgyðjan kysti þig ásthlýjum
koss?
Og hvar viltu leita að himnesk-
um söngum,
sem hrífa þig dýpra en íslenzkur
foss ?’’
Eg átti tal við mann nýlega, sem
helzt vildi leggja árar í bát og
hætta öllu “þjóðræknisbraski”
eins og hann kallaði það: “Til
hvers er verið að halda þessa þjóð-
ræknisdaga?” sagði hann. “Til
hvers er verið að flytja ræður og
kvæði um sama efnið upp aftur
og aftur, ár eftir ár? Maður veit
það fyrir fram, hvað sagt verður;
allir segja það sama, að eins með
lítilfjörlegum orðabreytingum.”
Og því miður er þetta hugsun
margra.
En allur f jöldi íslendinga .hugs-
ar þó á annan veg; og hjá þeim,
sem lítið hugsa um þau efni, ráða
samt tilfinningar svo sterkar, að
þeir fagna íslendingadeginum
hvar sem hann er haldinn. Þeir
eiga flestir sammerkt við ívar
skáld Ingimundarson að því leyti,
að þeir vilja hlusta á það, sem
sagt er um landið þeirra. Þeir
heyra það aldrei of oft. ívar vildi
láta tala sem oftast um konuna,
sem hann elskaði en fékk ekki að
njóta; sannir íslendingar vilja
sem oftast minnast og heyra minst
móður sinnar, þótt örlögin hafi
fjarlægt þá henni. í huga þeirra
óma og endurómá orð Hannesar
Hafsteins:
‘Hvert þitt býli um bygðir víða
blessi drottinn, faðir alls.”
Hvort sem íslendingar geyma í
huga sér raunamyndir frá reynslu
dögum ættjarðarinnar eða ljós-
myndir hagsældarinnar, þá finna
þeir sálum sínum frið í heimi
minninganna, og sá heimur opn-
ast bezt og fullkomnast á Islend-
ingadaginn. Eg hefi séð tár-
strauma ) lauga kinnar þeirra
manna, sem hið ytra virðast
venjulega kaldir og harðgeðja,
þegar þeir heyrðu erindið hans
Bólu-Hjálmars lesið í samkvæmi:
“Sjá nú hve eg er beina ber,
brjóstin visin og fölar kinnar;
eldsteyptu Jýsa hraunin hér
hörðum búsifjum æfi minnar.
Kóróna mín er kaldur snjár,
klömbrur hafísa mitt aðsetur;
þrautir mínar í þúsund ár
þekkir guð einn og talið getur.”
Eg hefi séð klúta tekrta upp úr
vösum og þeim brugðið upp að
augum, þegar sungið var erindið
hans Steingríms Thorsteinssonar:
Svo traust við Island mig
tengja bönd,
að trúrri’ ei binda son við móður;
og þótt eg færi yfir fegurst lönd
og fagnað yrði mér sem bróður,
mér yrði gleðin að eins veitt til
hálfs,
^koðanir mínar hafa í mörgu
breyzt síðan, en tilfinningar mín-
ar gagnvart íslandi eru þær sömu
nú og eg lýsti þeim þá; eg sé
sömu myndina af ættjörðinni enn
þann dag í dag og sama munu
flestir segja, sem að heiman hafa
farið eftir að þeir voru komnir
til vits og ára; hversu bjart, sem
sólin skín annars staðar; hverqu
töfrandi sem gyðja velgengninn-
ar brosir manni í framandi landi,
þá er ævinlega heitasti' og helgasti
blettur hjartans vígður ættjörð-
inni. Það er mannlegt eðli; það
eru lög lífsins; vér skiljum þau
ekki til þess að geta lýst þeim
með orðum. Hver skilur tilfiiín-
ingar mannlegrar' sálar? Hver
skilur ástina? Það eitt vitum vér
um þessi efni, að því vænna sem
oss þykir um eitthvað, því heitara
sem vér ynnum einhverju, því
meiri sáelu skapar það oss að
minnast þess á einhvern hátt *—
jafnvel þott minningin sé sársauka
blönduð.
Þetta skildi Eysteinn konungur
— sérstaklega skildi hann það, að
þannig var sál íslenzka skáldsins:
“því at þat verður atundum,”
sagði hann, “at mönnum verður
harms síns at léttara ef um er
rætt, ok vil ek gefa mér tóm til
þess; skulum vit ræða um íconu
þessa alla vega sem þú vill ok í
hug má koma.”
Eins lengi og íslenzkt hjarta
slær hér vestra “viljum vér gefa
oss tóm” tíl þess að ræða um ætt-
jörðina — landið okkar — á alla
vegu eins og í hug má koma og
sálin kýs. Og þó sá hefði rétt að
mæla, sem sagði, að alt af væri
sagt það sama upp aftur og aftur
með Iítilfjörlegum orðabreyting-
um, þá er það samt víst, að Vest-
ur-íslendingar endurfæðist á
hverju ári á íslendingadaginn Og
merkileg bók væri það, sem geymdi
öll íslandsminni, bundin og ó-
bundnu máli, sem flutt hafa verið
hér vestra frá því fyrsta og alt til
þessa dags.
Á íslendingadaginn söfnumst vér
saman í tvenskonar tilgangi, ef eg
skil rétt. í fyrsta lagi til þess að
sameinaðir — njóta sín þannig í
einni heild í öllum góðum málum,
erum vér dreifðir og tvistraðir
ekki einungis að bústöðum til og
heimilisfangi, heldur einnig í öll-
um athöfnum vorum og fram-
kvæmdum. Hér hefir kröftum að
eins verið eytt í það að troða skóna
hver ofan af öðrum. Hér hafa Is-
lendingar borist á andlegum bana-
spjótum; þeir hafa eytt starfsþreki
sínu í það að koma hver öðrum
fyrir kattarnef.
Til er saga um prest, sem byrj-
aði eina ræðu sína á þessa leið:
“Ef öll fjöll væru orðin að einu
fjalli og öll vötn að éinu vatni og
allir steinar að einum steini og
allir menn að einum manni, og sá
hinn stóri maðurinn tæki þann
hinn stóra steininn og gengi upp
á það hið stóra fjallið og kastaði
þeim hium stóra steininum í það
hið stóra vatnið, hvílíkt ógurlegt
bomsara-boms væri það sem þá
heyrðist. Þessi ræðustúfur er
ekki klæddur neinni bókmentalegri
fegurð eða fágun hjá vesalings
prestinum, en miklla kenningu
hefir hann að flytja.
Hugsum oss að allir Vestur-
íslendingar — 25,000 að tölu —
tækju saman höndum í algerðu
bróðerni um öll sín áhugamál ■—
og velferðarmál; ynnu saman í
fullkominni einingu með fylstu
samtökum í öllu, sem betur mætti
fara. Hugsum oss, að þeir legð-
ust æfinlega á eitt til þess að lyfta
hverjum einstaklingi í öllum skiln-
ingi; hugsum oss hvílíkt heljar-
afl það er, sem þeir þannig ættu
yfir að ráða; hugsum oss hvílík
kraftaverk þeir gætu gert. Hugs-
vm oss að sá hinn stóri maðurinn
drap Arnþór. Voru þá staddir í
borginni 24 íslendingar alls. Þeir
komu saman allir, og þegar dauða-
dómur var kveðinn upp yfir Geir
fyrir vígið, kváðust þeir mundu
þann þátt taka í málinu, að annað
hvort héldu þeir lífi allir — Geir
líka — eða enginn ella. Með þess-
um samtökum og þessari einbeitni
frelsuðu þeir líf Geirs. Konung-
ur þorði bókstaflega ekki að líf-
láta hann.
Á dögum Magnúsar konungs
berfætts kom maður til Niðaróss
í þeim eríndum að hefna föður
síns, er Gjafvaldur einkavin kon-
ungs hafði myrt. Maðurinn hét
Gísli Illugason. Þegar Gísli hafði
drepið Gjafvald og lýst vígi á
hejidur sér, var hann hneptur í
fjötra og honum kastað í fangelsi.
Þar beið hann dauða síns, því
Norðmenn voru afarreiðir. Þá
voru 300 íslendingar í Niðarósi
og komu þeir allir saman. For-
ingi þeirra varð Teitur Gizurar-
son. Þeir gengu í einni fylkingu
að fangelsinu, þar sem Gísli var
geymdur, brutu það upp, hjuggu
fjötrana af Gísla, fylgdu honum
fram fyrir konung í réttarsaln-
um, þar sem dómurinn átti fram
að fara, og tilkyntu honum, að
annað hvort héldi Gísl lífi, eða
þeir léti lífið allir. Konungur
skildi hvað það þýddi ogl fór nú
sem fyr, að landinn hafði sitt
fram með einhuga samtökum.
Þegar Þórarinn Nefjólsson vildi
ná Grímsey á vald Ólafs konungs
helga, þá mótmælti Einar Þverft-
ingur svo einarðlega og með svo
miklum áhrifum, að allir mótmæltu
með honum 1 einu hljóði.
guða og goða og játað trú á þann
eina guð, sem er almáttugur og al-
góður — guð kærleikans og ein-
jngarinnar.
Það er eins og einhver viss við-
burður í sögu þjóðanna lýsi þeim
lengra, hvetji þær betur, veki þær
til meiri umbrota en alt annað.
Einn slíkan viðburð eiga íslend-
ingar í sinni eigu; það er stofnun
alþingis 930. Það var um 1830,
sem fleiri ágætismenn risu upp
hjá þjóð vorri en endranær. Um
1930 ætti það ekki síður að verða;
þá er þúsund ára afmæli Alþing-
is. Núna rétt fyrir 1930 er margt
líkt því, sem átti sér stað 1830. Þá
voru víðtækar byltingar í algleym-
ingi víðsvegar í heiminum; nú eiga
þær sér stað í enn þá stærri stíl.
Þá vöknuðu áhrif Alþingisdýrðar-
innar í hugum íslendinga. Nú
vakna þau áhrif á ný.
Og hverjir yoru þeir, sem mest
létu til sín taka? Það voru ís-
lendingar erlendis. Ástin til lands
og þjóðar hreyfir sér dýpst 1 til-
veru einstaklingsins, þegar hann
er að heiman. Baldvin Einarsson
gerðist foringi íslendinga í Kaup-
mannahöfn; þeir stofnuðu þar fé-
lag um 1830, er þeir nefndu Al-
þingi. Baldvin gaf út rit, er hann
kallaði “Ármann á Alþigi”; í því
riti lætur hann þjóðarandann
koma fram 4 Alþingi og tala til
fólksins áhrifamiklum eggjunar-
orðum.. '
11
af hverjum
83
tilfellum reynast banvæn. Þannig
hefir það reynst í Canada. Hér er
ekki átt við sjúkdóma eins og t.d.
tæringu eða taugaveiki, heldur að
eins þar sem manneskjan hefir
orðið fyrir einhverjum meiðslum,
svo sem skorið sig eða brent eða
hruflað sig eitthvað og þar sem
þessi meiðsli hafa ekki verið álit-
in hættuleg og af því vanrækt.
Afleiðingarnar eru oft blóðeitrun
og dauði.
Þegar þú sjálfur eða þínir verða
fyrir slíkum meiðslum, þá trygðu
þér fljótan bata með því að nota
Zam-Buk. Þetta jurtalyf sefar
kvalirnar, stöðvar blóðrásina og
með því að eyðileggja alla gerla,
kemur í veg fyrir blóðeitrun. Mað-
ur losnar þannig við alt vinnutap
og öll óþægindi, með því .að nota
Zam-Buk. Alstaðar til sölu. 50c
askjan.
>
Þegar kristni var lögtekin. á ís-
Vestur-íslendil(gurinn >— stigi upp llandi árið 1000, urðu allir sam-
á það hið stóra fjallið—fjall tæki-
færanna — og kastaði þeim hin-
um stóra steininum — öllum sam-
einuðum kröftum sínum — í hið
stóra vatnið -w- þjóðblönduna hér
—en héldi samt einingunni eins og
steinninn, hvílíkt heljar bomsara-
boms það yrði, eis og presturinn
komst að orði. Grettistakið, sem
vér þá gætum gert, mundi vekja
svo mikla eftirtekt, að ekkert
minni væri ættjörðu vorri veg-
legra né samboðnara.
Og hvað stendur því í vegi, að
þetta megi ske? Hvað hefir vald-
ið sundrunginni og samtakaleys-
inu? Hvað hefir malað krafta
vcra og starfsáhrif i svo fínan
sand, að hann hrynur í^llar áttir
og tollir í engum sameiginlegum
böndum? Það er misskilningur-
inn. Að skilja hver annan; að
geta lesið hver'annars mál; að
geta sett sig í spor hver annars;
að sjá hver með annars augum; |
mála, allir samtaka, þrátt fyrir
þann mikla hita og æsing er þá
ríkti.
Þegar konungs fulltrúi ætlaði
að traðka rétti íslendinga á Þjóð-
fundinum 1851, stóðu menn upp
og sögðu: “Vér mótmælum allir!”
og það hreif.
Þessi atriði nægja þó fá séu,
Þau eru dýrðlegustu minpi, sem
ísland hefir hlotið.
Þannig hafa þeir heima fyrir
vaknað til meðvitundar um kraft
samvinnunnar á vissum tímum.
En hvað er að segja urií oss hér
vestra? Hvað gætum vér gert Is-
landi — ættjörð vorri — til veg-
semdar með samskonar ein-
drægni? Og hvað höfum vér gert
í þá átt? Hvenær verðum vér hér
allir á eitt sáttir? ;Hvaða þýð-
ingu hefði sú heillastund, þegar
andi einingarinnar kæmi
oss?
Margir þeir, sem lengst hafa
komist heima á íslandi í því að
vekja þjóðina, hafa sjálfir áður
verið vaktir eða Vaknað erlendis,
við þann vonda draum, að þeir
voru að týna sálu sinni — týna
sinni íslenzku sál: Sæmundur
fróði Sigfússon var týndur er-
lendis; Jón ögmundsson fann
hann af tilviljun og vakti hann
aftur til íslenzks lífs. Hallgrím-
ur Pétursson var týndur erlendis;
Brynjólfur biskup !Sveinsson fann
hann líka af tilviljun. Hallgrím-
ur bölvaði svo myndarlega á ís-
lenzku, þar sem hann var við
vinnu sína, að Brynjólfi fanst
mikið til um. Séra Friðrik Frið-
rikssön var svo að segja týndur
erlendis; skólabræður fundu hann
aftur. Ailir þessir menn hafa
orðið óskabörn þjóðar sinnar;
allfr hafa þeir hafist handa, hver
á sinn hátt, og veitt nýjum lífs-
straumum inn í líf þjóðarinnar.
Er nokkur Jón vögmundsson
uppi nú, er finni hinn íslenzka
Sæmund fróða hér hjá oss, veki
hann og sendi ættjörðinni? Er
nokkur Brynjólfur biskup til, sem
}rfir 1 finni séra Hallgrím pétursson hér
vestra og leiði hann heim? Eig-
Eins og áður hefir verið tekið | um vér nógu mikið eftir af ís-
að finna til hver með öðrum; að j fram, er hér alt
verða svo nátengdir hver öðrum,
að eins böl verði annars böl, eins
gleði annars gleði — það er gald-
urinn; það er námsgreinin, sem
vér þurfum að læra í skóla lífsins.
Einu sinni var maður á ferð.
Það var niðaþoka. Maðurinn sá
eitthvert voðaskrímsli koma á móti
sér og hann varð dauðhræddur, en
svala sálum vorum , til þess að jhann varð að halda áfram. Skrímsl-
minnast móður vorrár; til þess að ið smáminkaði, eftir því sem sam-
finnast eins og systkini, sem
dreifð hafa verið í fjarlægð hvert
frá öðru; til þess að njóta saman
móðurminnninganna; til þess að
að gleðjast saman, og oft til þess
að sakna saman. Eg hefi aldrei
an dró. Svo sá maðurinn, að
þetta var alls ekki skrímsli, held-
ur voða stór risi — og hræðilega
ljótur. En risinn minkaði líka
smámsaman. Loksins sá ferða-
maðurinn, að þetta var bara mað-
verið á íslendingadegi, þar sem j ur, og þegar þeir mættust, kom
enginn hefir grátið. — Já, vér | það í ljós, að það var bróðir hans.
Þokan, sem
komum saman til þess að svala
sálum vorum, en vér ættum einnig
að geta látið íslendingadaginn
verða lyftistöng til verklegra og
verulegra framkvæmda. Á þess-
um hátíðum gefst tækifæri ekki
einungis til þess að ryfja upp fyr-
ir sér sögu forfeðra vorra, heldur
'einnig vora eigin sögu, eins og
hún er nú.
Hvað er það, sem mest og verst
hefir staðið fslendingum fyrir
þrifum fyr og síðar? Hvað er það
sem valdið hefir íslandi—ættjörðu
vorri—mestu tjóni? Það er sundr-
ungin, samvinnuskorturinn og af-
brýðissemin. íslendingar eru yf-
irleitt gæddir miklum og góðum
gáfum, fjölbreyttum hæfileikum
og óbilandi tápi. Þeir eru vel af
guði gerðir, eins og komist er að
orði.
Eg trúi því, að þejr séu öllum
öðrum þjóðum fremri, ef miðað er
við höfðatölu. Þetta er, ef til vill,
af stolti og misskilningi sprottið;
eg held þó ekki. Eg trúi því í
raun og sannleika, að enginn
standi íslendingnum á sporði þeg-
ar hann tekur sig til og leggur sig
allan fram.
Hugsum oss, að öllum íbúum
Bandaríkjanna og Canada •— um
125,000,000 manns — væri skift í
5,000 flokka, með 25,000 manns í
hverjum — það er hér um bil tala
allra Vestur-fslendinga — og að
þeir skipuðu út af fyrir sig einn
flokkinn. Er það ekki trú allra
þeirra, sem hér eru staddir, að ís-
lenzki hópurinn mundi skara fram
úr? Getur nokkur efast um það?
Mér finst ekki.
hindraði heilbrigða
sjón, kom því til leiðar, að maður-
inn sýndist fyrst vera skrímsli,
svo risi og seinna ókunnur maður.
Það var ekki fyr en áhrif þok-
unnar voru með öllu horfin, að
bræðurnir þektu vor annan.
Þannig er þoka misskilnings-
ins; hún gerir mennina að
í grænum sjó;
hver höndin upp á móti annari.
Hér er enginn Teitur Gizurarson,
enginn Einar Þveræingur, enginn
Þorgeir Ljósvetningagoði, enginn
Jón Sigurðsson.
Bezta minni ættjarðar volrar væri
það, að biðja guð gæfunnar að
vekja oss upp slíka menn, sem
allra fyrst. En eru nokkrar líkur
til að hann mundi heyra þá bæn?
Eg man eftir þvi, að minst er á
tvö þing á íslandi áður en Alþing
var sett; það var Þórsnesingaþing
og Kjalleklinga Þing. Þórnesing-
ar höfðu sett þær reglur, að eng-
inn mátti ganga erinda sinna á
landi, heldur var ætlað til þess
sker eitt, er Dritsker nefndist:
“því at þeir vildu ekki saurga svo
helgan völl. Kjallekklingar vildu
ekki gera Þórnesingum það til
geðs, að ganga í skerið erinda
sinná, en Þórsnesingar þoldu ei,
að völlurinn væri saurgaður og
börðust þeir á þinginu með því at
hvorugir vildu láta af sínu máli.
Þá var völlurinn skoðaður óheil-
agur af heiftarblóði og þingið
skrímslum og ófreskjum í augum J flutt.
hverra annara; hún hindrar heil-
brigða sjón; hún skapar hræðslu,
viðbjóð og tortryggni. Það væri
ættjörð vorri glæsilegt minni, ef
vorblær skilnings og samúðar
mætti blása þannig um alt vort
félagslíf, að vér lærðum að vera
allir eitt í öllum heilbrigðum efn-
um.
Þó andi sundrungarinnar hafi
staðið íslenzku þjóðinni hér og
heima fyrir þrifum, þá hafa samt
komið fyrir atriði í sögu vorri,
sem sýna það, hversu mikils land-
inn má sín þegar hann tekur sig
til; atriði, sem sýna það einnig,
að hann getur við viss tækifæri
leyft drotni samúðarinnar að lyfta
sér yfir agg og þrætudíki, eins og
skáldið góða komst að orði. Hér
skulu talin fáein dæmi, er sanni
þetta: f
Á dögum Haralds konungs grá-
felds kom til Björgvinar í Noregi
Geir Grímsson og félagar hans.
Maður, sem Arnþór hét — féhirð-
ir og vinur Gunnhildar konga-
móður — vildi fá feld, sem Geir
átti, en Geir vildi ekki láta. Arn-
þór tók þá í feldinn, að Geir ó-
vörum og náði honum. Norðmenn
hentu gaman að þessu og sögðu að
landinn hefði haldið laust feld- f
lenzkum kjarki og myndarskap,
þó ekki sé nema til þess að bölva
svo hátt og drengilega á móður-
máli voru — bölva þeirri tortím-
ingu og þeim svefni, sem nú er að
Ieiðast ýfir þjóðlíf vort hér líkingamáli. Eg sé Sæmund fróða
vestra, að vér sjálfir vöknum við j sem ímynd íslenzkrar menningar
svo langt sé á milli veggja og svo
hátt undir loft, að 'drottinn frið-
arins og einingarinnar geti þar
með sanni sagt: “1 húsi mínu
rúmast allir, allir."
Með því að stíga þetta spor, væri
þjóð vorri og ættjörð flutt bezta
minnið.
Frá því er sagt, að Sæmundur
fróði átti mikið hey úti; var hon-
um ant um að ná því inn, því regn
virtist vera í nánd. Kvaddi hann
því alla til vinnu, er vetlingi gátu
valdið og mælti svo fyrir, að nú
mætti enginn draga af sér. Hjá
honum var til húsa gömul kona,
er Þórhildur hét: “Vilt þú ekki
líka reyna að staulast út með hríf-
una þína, Þórhildur mín?” sagði
Sæmundur. “Nú verða allir að
gera sitt bezta.” “Eg skal haltr-
ast út með hinu fólkirfu,” svaraði
Þórhildur gamla; “vert þú kyr í
heygarðinum; piltarnir verða ekki
lengi að bera til þín svo margar
sátur, að þú hefir nóg að gera.”
Svo tók Þórhildur gamla hrífu
sér í hönd, batt húfugarm um end-
ann á henni og staulaðist út í tún.
Jafnótt og heyið var sett á reipin,
rak Þórhildur gamla hrífuskaftið
með húfunni á undir sátuna og
sagði: “Upp í garð til Sæmund-
ar! upp í garð til Sæmundar!“
Og sáturnar hlýddu gömlu kon-
unni; þær-hurfu hver af annari
upp í garðinn sVo fljótt, að Sæ-
mundur hafði ekki við að taka á
móti.
Mig langar til þess að enda með
— og sofnum ekki aftur á næsta
augnabliki?
Eg mælti fáein orð á þjóðrækn-
isþingi í Winnipeg í fyrravetur.
Þau orð þóttu sumum heimska;
en eg mælti þau í alvöru þá og eg
endurtek þau nú í alvöru
heima á Fróni f— manninn, sem
gerir garðinn frægan. Eg sé Þór-
hildi gömlu sem ímynd íslenzku
sálarinnar í Vesturheimi; eg sé
hrífuskaftið hennar sem hinn
mikla kraft — hina almáttugu
sem vér
eg sé
Eg vil. lyftistöng samtakanna,
sjá alla íslendinga taka saman j getum átt yfir að ráða;
höndum í allsherjar samvinnu; eg j töfrahúfuna á hrífuskaftinu sem
vil láta þá fá allar stofnanir í í trú vora og traust á þetta mikla
hendur Þjóðræknisfélagins; eg afl samvinnunnar og hverja hey-
vil láta þá hætta við bæði blöðin ! sátu sé eg sem nýja viðbót við
og öll tímaritin, en í þeirra stað hagsæld og hamingju ættjarðar
stofni þjóðræknisfélagið og gefi vorrar.
út eitt íslenkzt blað eða rit, þar Með þessa líkingu í huga vona
sem allar raddir heyrist með jöfn- eg að þið takið öll undir með mér
þegar eg segi: “Upp í garð til Sæ-
mundar!”
Sig. Júl. Jóhannesson
um rétti. Eg vil láta leggja nið-
ur bæði kirkjufélögin og stofna
eitt allsherjar kirkjufélag, þar sem
Þannig hafa íslendingar verið
hér og heima fyr og síðar, með (
fáum undantekningum. Þeir hafa
skifst í andstæðar fylkingarf
hvorugir hafa viljað undan lata
fremur en Þornesingar og Kjal-
leklingar. Svo hafa þeir barist
þangað til starfsvöllurinn hefir
orðið, óheilagur af heiftarblóði.
Þetta þarf að breytast. Það þarf
að fara að eins og gert var forðum
—flytja þingið af blóðvellinum,
sundrungarvellinum, og setja það
af nýju á helgum velli, sem vígður
sé friði, sátt og samtökum. Eg
hefi átt minn skerf í deilunum
meðal Vestur-fslendinga, og þótt
eg þykist hafa eftir beztu sann-
færingu staðið þeim megin í hvert
skifti, er samvizkan bauð, þá er
eg samt ekki svo blindur að sjá
það ekki — að minsta kosti nú —
að andi Þorgeirs Ljósvetninga-
goðt hefir ekki æfinlega ráðið
mínum orðum eða gerðum, fremur
en annara, í eins ríkum mæli og
vera skyldi.
Hátíð verður haldin á ættjörðu
vorri árið 1930. — eftir að eins
fjögur ár.---Skemtilegt væri það,
ef allir íslendingar gætu á þeirri
hátíð falljð fram við altari sam-
úðarinnar, brent þar myndir og í-
Að geyma vín í tunnum
er það eina sem dugar
Er geymt í eikartunnum
wzt __
á ættjörð~minni nýt eg fyrst mín * sta® ^ess vera I5311111® inum. Þessu reiddist Geir ,og myndir allra sinna annarlegu
fj 1111111111111111111111M i 11111II111111111111111 í 1111111111111 i 11111 i 111111111111111111111111111111111
| SKREYTIÐ HEIMILIÐ. . j
“ Það er á vorinað menn fara að hugsa um ajf fegra og endurnýja heimili sín. 3
S Draperies, hlœjur, gólfteppi, Chesterfield Suites, stoppuð húsgögn, o.fl.
I HREINSAÐ 0G LITAÐ. - FLJÓT AFGREIÐSLA. I
Fort Garry Dyers and Cleaners Co. Ltd. i
= W. E. THURBER, Manager. =
| 324 Youn{ St. WINNIPEG Sími B 2964-2965-2966 |
Kallið upp og fáið kostnaðaráætlun. —
=Ti 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 n 1111111111111111111111111 in