Lögberg - 21.10.1926, Qupperneq 3
LÖGEEKG FIMTUDAGINN,
21. OKTOBER 1926.
Bls. 3.
HszsHSísssasíszsásasHSHsssHsssHSESSsasíSHSHSEsasísasasBsasasasasasssasasssasasasíszsasasasasasaHB&asasssasssasESESísEsaHasasasasasasasasasaHasasssasHSEsasHsasasíHEírHTesssasa
Sérstök deild í Uaðiou
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
^5HSHS2SB5rl,;BS?S2Sa5H5a525HSHSSc2SHsa5a5asHsasasa5asasasHsasasa5asasHsasasasa5asa5a,ra=tíÆ5a5a5a5asasa5a5asasa5asa5a5asasasasasa5a5a5a5a5a5H5asasasHsasaiP,ssasa5asasasasa5Ei'l
Sumarkveðja.
Nú kveÖ eg þig, sumar, er svífurðu’ á braut,
með sólinni, er hnígur í æginn.
Eg þakka þann unað, sem.af þér eg naut
og ástmilda, hressandi blæinn.
Eg iþakka þér, sumar, alt sólskinið milt
og sæluna’ í faðminum þínum.
Þú hefir oft sál mína fögnuði fylt.
Þú fjölgaðir ljósunum mínum.
Eg þakka hin síungu söngfugla-ljóð
yfir sumarsins margbreyttu gæðum,
sem minna á lofgerðar eilífan óð
hjá englum í ríkinu’ é hæðum.
Eg Iþakka þér, Guð minn, ó, Guð minn það alt,
sem gafst oss af ástríki þínu.
Eg bið þína miskunn, ó, hönd þinni halt
yfir hjartkæra landinu mínu.
0, láttu þann yetur, sem geugur í garð,
oss göfga og þroska og fræða 1
um það, sem að ber okkur eilífan arð
og andanum lyftir til hæða.
—Heimilisbl. S. H.
Hvernig nota má vetrarkveldin.
Eftir Marion Dallas.
Þegar grasið á jörðinni hættir að vaxa, fer
það strax að sölna. og dauðinn er í nánd. Því
er alveg eins farið með unglinginn, að þegar
hann hættir að lesa og læra, þá sljóvgast náms-
gáfur hans og skilningur.
Margir vel gefnir unglingar, í sveitum lands-
ins, verða að hætta skólagöngu, þegar þeir hafa
lokið sér af í barnaskólunum. Einstaka af þeim
eiga þess kost, að ganga eitt eða tvö ár á mið-
skóla, en flestir ekki, vegna þess, að þeir eiga
flestir langt að sækja á slíka skóla og efnáhag-
ur foreldranna leyfir ekki að kosta unglingana
til náms út af heimilinu. Mörgum af þessum
unglingum verður það fyrir, að þeir hætta þá
öllu námi og bóklestri, og þeim finst að þeir hafi
ekkert meira með bækur að gera og líta sjaldan
eða aldrei í þær frá þeim tíma að þeir hætta að
ganga á skóla. Þetta er mjög misráðið og meira
að segja afar skaðlegt. Alla æfina þarf mað-
urinn að leggja stund á það, að afla sér meiri
og meiri þekkingar.
I borgum og bæjunl hefir unga fólkið betri
aðstöðu að afla sér ýmsiskonar fræðslu, eftir
að það er komið í gegn um barnaskólana. Það
getur gengið á verzlunarskólana og það getur
gengið á kveldskólana. Þetta er ekki eins þægi-
legt fyrir þá, sem heima eiga úti í sveitunum.
En þeir hafa samt nóga vegi til að halda við
mentun sinni og auka hana. Margir þeirra, sem
nýtastir menn háfa reynst í mannfélaginu, hafa
verið sjálfmentaðir menn. Hafa ekki átt þess
kost, að njóta mikillar skólagöngu, en hafa samt
aflað sér ótrúlega víðtækrar þekkingar, í mörg-
um greinum, og haldgóðrar.
Stjórnmálamaðurinn Thurlow Weed sagði
einu sinni, að það hefði reynst mörgum bónda-
syni góður skóli, að sitja yfir bókum sínum
heima hjá sér, á kveldin, þegar útiverkunum
var lokið. Þar hefði hann komist yfir mestan
sinn fróðleik og þar hefði hann notið sinna sæl-
ustu stunda við lestur góðra bóka. Hann liafi
að vísu1 ekki haft margar bækur til að lesa, en
það, sem hann hafði, hafi hann lesið svo vel og
vandlega, að það hafi orðið sér að meiru gagni
heldur en þó hann hefði haft stórt bókasafn, en
lesið með lítilli eftirtekt, lítilli áreynslu. Jafn-
vel bara fáeinar góðar bækur, lesnar með alúð
og eftirtekt, geta oft veitt manni næstum ótrú-
lega mikinn fróðleik.
Maðurinn getur auðgað anda sinn með
mörgu móti, og á ekkert eitt jafnvel við alla.
Sumir afla sér meiri þekkingar 0g sannrar
mentunar með því að gefa nákvæmar gætur
náttúrunni í kringum þá og fólkinu, sem þeir
umgangast, heldur en aðrir með því að ferðast
víða og lesa. mikið1. En það má þó óhætt full-
yrða, að fyrir lang-flesta verður lestur góðra
bóka drjúgast og haldbezt mentalindin. Bæk-
urnar færa mönnum allskonar fróðleik, auka
víðsýni lesandans og koma honum í kynni við
marga vitra menn og góðgjarna, sem uppi hafa
verið meðal þjóðanna á öllum öldum, síðan að
mennirnir lærðu að færa hugsanir sínar í let-
ur. En þaá er vandi að velja bækur til lesturs
úr öllum þeim sæg bóka, sem til eru. Því mið-
ur er ekki hægt að gefa neinar fullgildar reglur
fyrir því, en flestir, sem lesa nokkuð verulega
og með þeim einlaíga ásetningi að auðga anda
siún, hepnast furðanlega að velja sér bækur.
Notið vetrarkveldi til lesturs.
Unga kynslóðin.
Meðan maður er ungur, þá lítur .heimurinn
öðruvísi út, en þegar maður eldist. Það er svo
mikið undir því komið, hverjum augum maður
lítur á það, sem kringum mann er. lÆskan lít-
ur á tilveruna með alt öðrum augum eu hinir
þroskaðri menn líta á lífið, ogþað, sem að liönd-
um ber.
lÆskan lítur glöðum,, f jöruigum augum á alt;
augun eru þá ekki orðin þreytt af því áð horfá
fram á veginm Þá er að eins notið líðandi
stundar, engi áhyggja bori fyrir morgundegin-
um. Æ'skan lítur í kringum sig, skygnist um í
beiminum til þess að vita, hvort hún kemur ekki
auga á eitthvert verkefni, sem einmit sé að bíða
eftir henni, einhverju rúmi, sem hún geti skip-
að með dáð og starfslöngun. Æskan þráir eitt-
hvað nýtt og nýtt, þráir að ná meiri þroska, og
taka framförum. iÆskan vil helst vera laus við
alt, sem er gamalt, alt sem hinir eldri viija láta
hana hafa að veganesti. Nei, — ekki það, hún
vill keppa áfram að einhverju marki til nýrra
afreksverka og athafna. Það er þetta heróp,
sem æskan lætur sí og æ gjalla, og með því hríf-
ur hún aðra ósjálfrátt með sér.
En eins og engin hersveit kemst nokkuð á-
leiðis, ef foringja vantar, svo kemst æskan ekki
heldur áfram til sigurs, nema hún hafi leiðtoga.
Hversu sterkir og vitrir, sem æskumennirnir
þykjast vera, þá brestur þá tvo góða kosti, sem
þeir mega alls ekki án vera í hinni daglegu lífs-
baráttu. Og þesir kostir eru reynsla og útsjón.
Þessir tveir kofetir koma ekki nema með tíð og
tírna. Þeir verða að læra þá, lifa þá sjálfir.
Hver ungur maður út af fyrir sig verður að öðl-
ast sína reynslu, verða fyrir sínum vonbrigð-
um, þola sínar þrautir og láta sér eitt og annað
að kenningu verða. Þetta kemur með aldrin-
um. Pabbi og mamma lofa þeim að ganga í
reynslunnar skóla, þegar þeir stækka, sama
skólann og þau gengu í á sínum tíma. Sérhvert
árið, sem líður, hefir eitt eða annað í för með
sér. Lífið er gotþ en oft er það strangur læri-
meistari oig setur lærisveinum sínum fyrir hvert
verkefnið öðru þyngra til að þreyta við. Það
•kemur ekki alt í einu, til allrar hamingju; en ný
verkefni koma með hverjú nýju ári.
“Greindur nærri getur, en reyndur veit alt
betur,” segir gamalt orðtak, og “oft er gott
það, sem gamlir kveða.” Þess vegna verða
æskumennirnir, sem ekki geta vitað og séð alt
fjrrir, að kannast við, að þeir þurfi á leiðtogum
að halda fram á veginn, leiðtogum, sem eru þeim
meiri og eldri, ekki að eins áð árum, heldur að
hyggindum 0g vitsmunum, lífsreynslu og þekk-
ingu á lieiminum og mönnunum. Þeir mega ekki
gleyma gamla spakmælinu: “Aldraðir til ráða,
ungir til dáða”.
Og hverjir eru þessir leiðtogar? Og þeir
eru nú margvíslegir, sumir á heimilunum og
sumir utan þeirra;, eða bæði í ,bæ og af bæ. Það
geta verið pabbi og mamma. Þau skilja börnin
bezt og standa næst og eru ástúðlegustu vinirn-
ir þeirra. Þar er sambandið næst því sem það
•' á að vera, því að ástin á báðar hliðar 'gteiðir
veginn fyrir því, sem bömin þurfa annars að
læra utan heimilis af mönnum, sém þau þekkja
ekki. Það getur líka verið eitthvert ungmenni,
vinur eða vina, lítið eitt eldri, sem börnin kynn-
ast á æskuárunum. Eða einhver, sem þau mega
trúa til fulls fyrir öllu, segja frá öllu, sem þeim
kann að liggja á hjarta eða biía í brjósti. Eða
einhver heilsteypt eða áreiðanleg manneskja, er
þau geta borið fulla virðingu fyrir, af því að
þau eru sannar og dyggar mannskjur á bak við
allar sínar skoðanir og hugsnir, eins og verð-
bréf, sem ávlt má innleysa með jafngildi sínu í
gulli.
Gott á á æskuvinur, sem hittir slíka vini
fvrir. En það eru þeir einir, sem hafa verið
með Kristi og hafa öðlast sama hugarfar, sem
hann hafði. Annars geta þeir brugðist, þegar
minst varir.
Komið getur það fyrir, að æskuleiðtoginn
verði einhver manneskja, sem maður hefir
aldrei séð fyr, en hefir sagt eitthvað eða skrif-
að, sem æskumaðurinn hefir heyrt aðra segja
frá eða sjálfur lesið. Orðin þeirra geta svo
haft hin dýpstu áhrif á huga hins unga manns,
og hrifið hann og leitt hann á gæfuveginn.
Þau geta vakið lijá honum trúna 0g elskuna
til Guðs og frelsarans og þá glæðist alt, sem
gott er í sálu og hjarta hins unga ihanns,
Hann fer að lifa. að dæmi frelsarans, hann fer
að gerast verjandi alls þess, sem gott er og tek-
ur að berjast fyrir Iþví, að það eflist, varðveit-
ist og. breiðist út í heiminumm.
Já, svona á það að vera og svona er það
með margan æskumanninn, svo er Guði fyrir
að þakka. Og vér væntum þess af æskumönn-
um vorum nú á döðum engu síður en á fyrri
dögum, því að Gilð, sem er höfundur alls hins
góða, er hinn sami nú og hann hefir alt af ver-
ið. Ekkert er fegra fyrir augum hans en
dyggir og sannir æskumenn. Og einskis þarfn-
ast fámenna íslenzka þjóðin fremur. Undir
því er öll hennar hamingja koinin. Munið það,
ungu Islendingar! Þjóðin okkar stendur eða
fellur með ykkur! Munið það, leiðtogar ís-
lenzkra æskumanna, foreldran, : kenniarar og
aðrir, vinir þeirra!
Þið hinir ungu verðið að verða ykkur þess
meðvitandi, hvað í húfi er, ef þið bregðist og
svíkið bæði Guð og sannleikann. Þér hafið
það í yður, sem lyft getur þjóð vorri til vegs
0g gæfu. Þið verðiÖ að biðja Guð að gefa
ykkur vit og krajt og kærleika til að efla alt
það, sem er sannarlega gott í Guðs augum, en
berjast gegn öllu illu, hvað sem það verÖur á
vegi ykkar eða í ykkur sjálfuin. Eins og sólin
rekur nóttina á flótta/ myrkrið 0g kuldann, svo
verðið þið í krafti frelsara ykkar að reka alla
lesti, alt ilt á flótta, frá sjálfum ykkur og öðr-
um. Að sættast við lestina, er sorgleg villa.
Upp! sannleikans vinir, gegn hinu illa! Eek-
ið burt alt, sem vil fjötra góðan vilja, alt, sem
vill aftra honum að ná sínu marki; alt, sem vill
‘kæfa niður trú, sannleika og hreinleika í lífi
ykkar sjálfra. ög þegar Guð hefir gefið ykk-
ur sigurinn í öllu þessu, þá verið glaðir, því
að þá verðið þið sannfrjálsir menn, 0g þá ræt-
ist það í bezta skilningi, sem skáldið kvað:
Þegar hver andi er frjáls,
þá er framtak hjá lýð,
þá, en fyr ei, er bygt svo að standi. ”
—Himiíisbl. B. J.
Selma Lagerlöf.
Selma Lagerlöf er fædd 20. nóv. 1858 á
Maarbaeka, svo nefndum búgarði á Vermlandi.
Það hérað er skálda-heimkynni. Þaðan voru
þeir ættaðir Tegiiér og Fröding. 'Selma er af
góðum og göfugum ættum komin; getur hún
rakið ætt sína til afbragÖs-presta og annara
lærðra manna. Pétur Lagerlöf, prófessor í
Uppsölum, var víðfrægt skáld á sínum tíma,
bæði á sænsku og latínu. Selma átti því ekki
langt að sækja skáldgáfuna. Hún var mjög
óhraust í bemsku og æsku og gat ekki tekið
þátt í barnaleikjum, en fyrir því snerist hugur
hennar að hinum innra heimi ,hugsjónaheimin-
um, og í þeim heimi hefir hún lifað alla æfi og
sagði frænka hennar ein snemma, (iað hún
myndi einhvern tíma eiga eitthvað að gera
með penna og pappír. Á heimili hennar höfðu
menn mikinn hug á listum, bókmentum og
heimspeki. Lagerlöf liðsforingi, faðir hennar,
hafði þann sið að lesa bækur eftir rithöfunda
samtíðar sinnar fyrir heimilisflki sínu á löngu
kvöldvökunum á vetram. Þá kyntist Selma
æfintýrum H. C. Andersens og höfðu þau
síðar mikil áhrif á sagnaskáldskap hennar.
íslenzzku fornsöurnar og bændasögur Bjöm-
sons kendu henni það sem til vataði. Hún var
fáorð 0g gagnorð og samtölin fjörleg og
djarfleg.' — «
Hún byrjaði með því að yrkja í bundnu
máli, en henni var ósýnt um það. Hún fór þá
að heiman 1881 til að auka þekkingu sína og
gekk á skóla í Stokkhólmi (1882) og er hún
tók burtfararpróf }xir, fór hún til Landskrona
og kendi þar við ungmeyjaskóla. Hún fór þá
af alvöru að helga líf sitt rithöfundarstörfum,
en gat þiað eigi að ráði, sökum kenslustarfsins.
En sagnirnar gömlu frá Vermlandi létu hana
engan frið hafa. Hún var sem heilluð af því
þjóðsagnasafni og öllu því, sem hún hafði sjálf
heyrt og séð í átthaga sínum.
KvenblaðiÖ “Iðunn” hét óvenjulega. liáum
verðlaunum fyrir beztu skáldsögu, sem það
gæti fengið. Selma var þá um þær'mundir bú-
in að ljúka við nokkra kafla úr stórri skáld-
sögu. Hún sendi nú blaðinu þessa sögukafla
og kallaði þá “tJr sögu Gusta Berlings”, og
hlaut verðlaunin (1890). Því verður nú ekki
lýst, hve það kostaði hana mikla fyrirhöfn að
ná sérkennilegum rithætti. En loks tókst
henni það. Hún hafði óbeit á hinum óskáld-
lega blæ í ritum samtíðar höfunda. Hún vildi
láta sögur sínar vera fjörmmiklar og ljóðræn-
ar að allri framsetningu. Árið 1891 kom sag-
an út sérprentuð. Og liún vakti eftirtekt.
Sumir dáðust að hinurn nýja rithætti, en aðrir
löstuðu. En það reiÖ baggamuninn, að hinn
mikli ritdómari Dana, Georg Brandes, varði
sögu heilnar kappsamlega. Og fleiri erlendir
rithöfundar gerðu slíkt hið sama, og líktu
'Selmu við Kipling og Anatole France.
Saga Gusta Berlings er eiginlega þjóðsagn-
ir Vermlands í nýjum búningi, sem ímyndunar-
afl Selmu hefir skapað. Á einum stað segir
hún í sögunni: “Eg hefi engar nýjungar að
segja yður, heldur það eitt sem er gamalt
næstum gleymt.”
Á árunum 1890—1900 nautl Saga Gösta
Berlings sömu hylli af æskulýðnum eins og
Friðþjófssaga Tegnérs hafði hjá næstu kyn-
slóðunum á undan. Og enn í dag er Iþessi bók
í hávegum höfð pg mun svo lengi verða. Hún
er sannnefnd æfintýrasaga og hjá efasjúkum
æskulýð vekur hún að nýju ást til lífsins og
mannanna. Og ástin er hreinræktuÖ og sterk.
gá sem les hana í réttum anda getur orðið það,
sem Selma sjálf kallar þyngst, en þó mest af
öllu í þessu lífi, en það er að verða bæÖi glaður
og góður maður. Það er listin sú, sem hún læt-
ur Gösta Berling læra.
Annars er ‘Selma Lagerlöf full af allskonar
æfintýrum og sögum.
Snjallasta skáldsaga hennar heitir “Jerú-
salem”. Það er hugsjónalýsing hennar á
sænsku bændalífi. 1 upphafinu, “Svnir Ingi-
mars”, lýsir hún bókstaflega því, sem býr inst
og dýpst í hjarta sænsku þjóðarinnar. Saga
Gösta Berlings og Jerúsalem eru nú þýddar á
flestar tungur mentaþjóðanna.' En margt hef-
ir hún ritað af smærri sögum, og er sami snild-
arbragurinn á mörgum þeirra )“Usynlige
Lænker’, 1894).
Niðurl. næst.
Kvöldbæn.
1 Eftir séra Hallgrím Pétursson.
1 nafni Jesú náðar hreina
nú legst eg í hvílu mína.
Lausnarinn láti sitt ljósið skína,
að líkamann snerti engin pína.
Bevara mig með blessun þinni,
blíðu og værð svo augun finni;
öndu gættu aumri minni,
ætíð haldi hún réttu sinni.
Varðhalds engil vor guð sendi,
VoÖa öllum frá mér vendi,
signi mig guð með hægri hendi,
svo hrygÖir mínar allar endi.
Þá mun eg sofna sviftur vanda,
1 sé eg í geymslu heilags anda;
Lát mig ekki glæpi granda,
Profession al Caras
DR. B. J. BRANDSON «16-250 Medlcal Arts nidg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834. Ofíice tlmar: 2 3 Heimlli: 776 Victor at. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN tsl. lögfræðlngrar. Skrifstofai Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1666 Phones: 26 849 og 26 840
COLCLEUGH * rn
Vér leggjum sérstaka ftherzlu á. «6 eelja meðul eftir forskriftum lœkne. Hin beztu lyf, sem hægt er a8 fft_ eru notuB eingföngru. fegar þér komiC meB forskriftina til vor, megiC þér vera viss um, aC fft rétt þaB eetn læknirinn tekur til. Notre Dame and Siierbrooke Phones: 87 669 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyflsbréf W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslemzklr lögfræðingar. 366 Main St. Tals.: 24 963 356 Maln St. Tals.: A-4963 þeir hafa elnnlg skrifstofur aC Lundar, Riverton, Gimll og Pinoy og eru þar aC hltta ft. eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miCvikudaf Riverton: Pyrota flmtudag. Gimll: Fyrsta miCvlkudag. Plney: þrlCJa föatudag 1 hvarjum mftnuCl.
DR O. BJORNSON 216-220 Medicol Arta Bldg Cor. Graham og Kennedy Sta. Phones: 21 834 Office timar: 2—3. Heimili: ^764 Vlctor St. Phone: 27 68'6 Winnipeg, Manltoba.
A. G. EGGERTSSON tsl. lögfræðlngur Heflr rétt tll aC flytja mftl beCi I Manitoba og Saskatchewan. Skrlfstofa: Wynyard, Sask. Selnasta mftnudag 1 hverjum mftn- uBl staddur I Churchbrldge
DR. B. H. OLSON 210-220 Modical Arta Bld*. Cor. Graham ogr Kennedy Sta. Pane: 21 834 Oíflce Hours: 3—6 Heimlli: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manltoba.
Athygli!
Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. , INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni.
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arta Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka ejúkdðma.—Er aC hltta kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h. Helmlll: 873 River Ave. æails. 42 691 '
A. C. JOHNSON 907 Confederatiou Life Blég. WINNIPEG Annast um fasteigmr manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrlfstofusíml: 24 263 Helmaslmi 33 328
Dr. K. J. Backman 404 Avenue Block Lækningar með rafurmagni, Rafmagnsgeilsum (ultra violet) Radium, o.s.frv. Stundar einnig hörundskvilla. Office tímar' 10-12, 3-6, 7-8 Office Phone: 21 091
DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar aérstaklega Kvenna og Barna sjúkdðma. Eír aC hltta fríl kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimlli: 808 Victor St. Slmi: 28 180
J. J. SWANSON & CO. LIMITED R e n t a 1 s Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnes: 26 349—26 340
DR. Kr. J. AUSTMANN 724Sargent Ave. ViCtalstlmi: 4.30—6 e.h. Tals.: 36 006 Hehnlll: 1338 Wolsley Ave. Simi: 39 231
STEFAN SOLYASON TEACHER of PIANO 1256 Dominion St. Phone 29 832
DR. J. OLSON Tannlaeknir 210-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og, Kennedy St«. Phone: 21 834 yeimllis Tals.: 38 626
Emil Johnson SERVICE ELEOTRIO Hafmaonj Contractino — AUt- kyns rafmaosnAhöid seld oo vU) pau o&rt — Eo Moffat oo McClary Eldavélar oo hefi þœr til sýnis d verkstœOi mínu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingln viC Young Street, Winnipeg) Vorkst.: 31 507 Heima.: 27 286
DR. G. J. SNÆDAL Tannhrknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslml: 28 889
Vorkst. Tals.: Heima Tate.: 28 383 2» 384 G. L. STEPHENSON PLPMBER Allskonar rafmagnsáhöld, svo sem straujám, víra, allar tegundir *f glösum og aflvaka (batteries) VERKSTOFA: 676 IIOME HT.
Glftinga- og JarSarfara- Blóm rneð Utium fyrlrvara BIRCH Blómsait 593 Portage Ave. Tals.: 80 720 St. John: 2, Ring 3
Tals. 24 168
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St. NewLyceum Ptioto Studio
Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sft. beztii. Enn fremur seiur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrlfstofu tals. 86 607 \ Heiniilis Tals.: 58 302 Kristín Bjarnason eig. % 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið.
V
MRS. SWAINSON aS 627 SAR.GKNT Ave., Wlnnipeg, heflr ávalt fyrirliggjandi úrvala- hlrgðlr af nýtízku kvonhiittuin. Hún cr eina ísl. konan, sem sllka verzlun rekur í Wlnnipeg. lslend- ingar, látlð Mra. Swalnson njóta viðskifta yðar. íslenzka bakaríið Selur beitu vörur fyrir lægsta verð. Pantanhr afgreiddar bæ#l fljótt og vel. FJölbroytt úrval. Hrein og lipur vlðskiftl. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wtnnlpeg. Phone: 34 298
né grimdar skeyti hins vonda anda.
Sælu eilífa þá hérvistinni eg sleppi,
og þitt barn á himnum megi heita.
Herra Jesú, virstu mér það veita.
Amen, fyrir alla þína pínu,
ó, minn Jesú, tak við kvaki mínu.
Með einlægni,
Mrs. R. Christjánssou,
Wynyard, Sask.