Lögberg


Lögberg - 21.10.1926, Qupperneq 4

Lögberg - 21.10.1926, Qupperneq 4
iha. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 21. OKTOBER 1926. g berg Gefið út hvern Fimtudag af Tfce Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TnlHÍmnri Pí-6327 oi N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Ut . nA*krift til blaSsins: THí COIUIHBIH PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpog, Utanáskrift ritstjórans: EÐiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M.an. The ■'Lílgberg" 1s prlnted and publlshed by Thé Columbla Preas, Limited, in the Columbia Suilding, €96 Sargent Ave., Winnlpeg, Manltoba. * V etur. Sumarið er að kveðja. Veturinn er fyrir dyrum. Enn einu sinni stöndum vér á tímamótum sumars og vetrar. Sumarið, með allri sinni fegurð, blíðu og unaði, er að hverfa, en veturinn, harður og miskunnarlaus að ganga í garð. Menn líta til baka yfir hina liðnu sumartíð 'og kvarta sáran yfir því, að hún skuli vera lið^ in og því, hve stutt hún var. Svo'er það með flest í lífinu, sem minnir á sumartíðina. Mönnum finst það líða svo fljótl og vara of stutt. Þó er j>að ekki lengd sumarsins, sem mestu varðar, eins og það varðar ekki mestu í lífi mannanna, að sumarið þar sé sem lengst, held- ur, að jiað sé milt, hreint og heiðbjart, svo að það orni sálum mannánna, og að menn geti gevnnt endurminningamar frá því og vermt sig við þær, þegar ský dregur fyrir sólu, eðá vetrarkuldarnir nísta. Þegar vér hugsum um hið liðna sumar, þá vitum vér ekki hvað mikið af vonbrigðum það geymir í skauti sínu, né heldur hvað margir hafa fengið óskir sínar uppfyltar. En eitt vit- um vér, og bað er, að ef menn hafa notað sum- artíðina rétt, þá hefir hún boðið 'gnægð tæki- færa til þess að óskir og vonir manna gætu ræzt. Um hitt, hvort |íau taskifæri hafa verið not- uð, er ekki vort að dæma. Og þó þau hafi ekki verið það, þá ber ekki að ásaka árstíðina um slíkt, heldur þá, sem ekki kunnu að meta eða færa sér hana í nyt. Mennirnir allir eru skammsýnir og athuga oft ekki, að sumurin líða eins og æfiárin, og að þau tækifæri til gleði og lífsgöfgi, sem með þeim tápast, verða aldreþ aftur teXin. Og nú kemur veturinn, sem veðurspámenn- irnir segja að verði langur, kaldur og harður. Hugsunin um hann legst að sál vorri eins og nöpur næðings-þoka, og bráðum legst hann fijálfur að híbýlum vorum með hríðum og níst- ings kulda. Sumarskrautið í náttúrunni er horfið. Strá- in bleik og dauðaleg hneigja höfuð sín til jarð- nr. Fuglarnir, sem sungu í limi trjánna, eru horfnir og laufin grænu, sem skrýddu þau, berast skrælnuð og dauð eftir hja'rninu. Haustjð og hrörnunin — veturinn og danð- iún — mæta auganu alstaðar, hvar sem litið er á vorum slóðum. Er þá nokuð undarlegt, þó andi mannanna sé kvíðafullur og hnípinn? En menn skyldu mkmast þess, að þó vetur- inn se oft óblíður og ])5 að hann sé ímynd dauð- ans hið ytra í náttúrunni, þá er hann líka líf- gjafi. Á tíðvetrarins safnar náttúran afli og auð fvrir komandi sumar. Undir fannblæj/* unni skýlir hún frækornunum ungu, sem frjó- magn vors og sumars er falið í; og fyrir hvíld þá, sem veturinn veitir þeim, verður gróður komandi .sumars fegurri og þróttmeiri. Vet- urinn er undirbúnings og hvíldar tíð náttúr- unnar. Hví skyldi veturinn þá vera oss mönnunum ægilegur? Fegurð liefir hann að bjóða ma^g- hreytilega og undursamlega. Eða hafið þér aldrei staðið úti á vetrarlrvmldi, þegar máninn hellir silfurbirtu sinni yfir snjóhvíta jörðina, stjörnurnar glitra í þúsunda og miljóna tali, og norðurljósin leiftra fram og aftur um himin hvolfið? Hafið þér veitt snjókornunum eftir- tekt, þar sem þau glitra á greinum trjánna, eða við fætur mönna; eða jafnvel þrumugný vetr- nrveðranna, er treysfa alt sem á leið þeirra verður og með hreim sínum minna á karl- mensku og hreysti, og með afli sínu knýja mennina til að neyta krafta sinna. Hvað er skemtilegra, en að renna sér á skautum undir heiðum himni, þegar skúiandi stjarnljósin brenna? Eða hvað er heilnæmara, en að teiga að sér tært. kalt og hressandi vetr- arloftið og láta það leika um sig? •Veturinn er'tíð karlmenskupnar, en ekki volæðisins. Veturinn er líka þroskatíð mannanna í sé/- stökum skilningi, eða það var hann hinni ís- lenzku þjóð í aldaraðir, og á að vera enn, henni og oss. f.slendingar eiga vetrinum bókvísi sína <ið hakka, og það. hve hókhneigðir þeir eru yfiríeitt. Vetrarkveldin íslenzku voru og eru námstíð þjóðarinnar. Þegar kalt og dimt var úti, þá ornaði sal þjóðarinnar sér við arineld bókmentanna, fomra og nýrra. innlendra og útlendra^ Það var á vétrarkveldi, þegar dimt var úti og sjóndeildarhringurinn þar of þrön£- ur, að víðsýni sálarinnar óx, skilningurinn þroskaðist, og andinn náði aðalsmerki sínu. Veturinn hefir verið andleg auðsuppspretta hinni íslenzku þjóð. Svo getur hann verið og á að vera oss, og vér óskum, að þessi komandi vetur verði öllum Islendingum það, hvar í heimi sem þeir hafast við. Dean Inge og brezka iþjóðin. Bean Inge er einn af þeim mönnum, sem mikið hafa látið á sér bera. Og hann er einn af þeim mönnum, sem hugrekki hefir til þess að segja meiningu sína, hvar* sem er ög hver sem í hlut á. Oft hafa athugasemdir hans mætt hiturri mótspyrnu, og stundum ekki að ástæðulausu. Nú hefir Dean Inge ritað bók, sem hann nefnir “England”,, og er hún nýkomin út. 1 þeirri bók segir hann fyrir um örlög Bfeta,. og telur það óhugsandi, að Iþeir geti mikið lengur haldið stöðu sinni sem öndvegisþjóð heimsins, og bendir á, að þjóðin megni ekki að rísa undir þeim ofurþunga, sem til þess útheimtist að halda öndvegissessi á sjó og landi. Um þau atriði farast honum þanni gorð: “Viðburðirnir hafa fyllilega réttlætt þá staðhæfingu. 'á firburða vald Englendinga á sjónunf er þrotið, og með því meðul þau. eða tæki, sem vér bygðum veldi vort með og héld- um því við. Styrkur sjóflota byggist aðallega á efnalegum þroska þjóðanna. Vér erum ekki lengur nógu efnaðir til þess að jvúka sjóflota vorn í samkepni við allai; aðrar þjóðir, og.svo hafa B'andaríkjaménn, með fþ'ví að krefjast þess að vér borguðum hina gífurlegu skuld, sem Frakkar söktu oss í og vér af fljótfæmi gengumst undir að horga, ^eð um að vér f^éum þeim skuldbundnir eilíflega og því ekki í fæk " - um um að keppa' við þá, eða bjóða þeim byrg- inn á sjónum. Stjórn vor var nálega knúð til að velja á milli þess, að kjósa ákvarðanir Wilsons unj jafn- rétti á sjónum, sem af ásettu ráði voru ' sétt Bretum í óhag, og þess, að-ganga inn á að tak- marka skipatöluna í sjóflota vorum, við skipa- töluna í sjóflota Bandaríkjanna. Stjóm Eng- lands kaus viturlega síðari kos'tinn, því hin# ó- takmarkaði auður Bandaríkjanna gjörði oss samkepnina ókleifa. Afstaða vor sem stór- \ eldis hefir þannig bdðið stóran hnekki.” Um sámband á milli Engl-ands og' Banda- ríkjanna farast honum svo orð: Draumurinn um samband. á milli enskumæl- andi þjóðannh hefir lengi heillað hugi Englend- inga. Skyldleiki máls, stofnana og sameigin- legs þjóernis, gjörði slíka hugsjón sanngjaraa, og margir fiiðarvinir vonuðu, eins og fáeinir vona enn, að enskumælandi þjóðir og þjóðir frá sama stofni runnaf, myndi taka höndum saman um að stoppa herbúnaðinn, sem ögrar menn- íngarþjóðunum með algjörðri eyðileggingu. . En viðburðimir hafa sýnt, að menn mættú ems vel setja von sína í því efni á brotið hálm- stra, eins og á Bandaríkjaþjóðina. Það er nú orðið víst, að Bandaríkjastjórn- m var að hugsa um að skerast í leikinn á móti Englandi snemrna á stríðsárunum. Velviklar- hugur sá, sem vart gerði við sig, var í garð . rakka ert ekki Englendinga, og ef í framtíð- mm að samtök eiga sér stað í Evrópu á móti Englandi, þa megunk vér ganga út frá því sem liklegu, að Bandaríkin mVni láta okkur lifa og d< yja upp á okkar eigin spvtur, nema ef að til þess kæmi, að blámenn réðust á land vort Það er ekki auðgert að finna vel upplýstan mann í Bandaríkjunum, hvað ymveittur sfem hann er EngJandi sem fengist til að segja, að skyldleiki vor við þjoð hans -væri Englendingum mlnsta tryggmg.” L m framtíð brezka veldisins segir hann.-/ “Það á enn eftir að koma í ljós, hvort unt ■v erður að halda saman samlendum, sem teng-d- ur eru ineð yeikum böndum og dreifðar eru um viða yerold og bygðar fólki af annarlegum þjoðstofni að miklu leyti. Erfiðleikar strfðs- SJí1íkv lendr11 1 .ljÓS a^dáanlega þátttöku og striðslokin hafa rettlætt þá stefnu vora, að veita samlendunum fulla sjálfstjóm heima I unaröD ekki V6ra unarofl þo að . Bandaríkjamenn, sem ekki þe "ja íuga og tilfinnkigar manna í Canada, tah stundum borgmmannlega um að þeir ætli að sla ^gn smm a Norður-Ameríku, eða þann part hennar, sem fáni vor blaktir yfir. I ramtið Indlands er óráðnari og gafti ver- 1 .' síödd; ef að Uppreisn væri hafin þejí- ar sosiahstastjóm færi moð voldin.” * rndn'1 Frakkltalír 1 ^ SÍnpÍ Um Banda' . ’ ryakkland og heiminn í heild sinni Pn irœrr n,wnn ^ s _ hífii • il' .™mr aftllrför l'i. «m átt 5*FbZI* Tkkn Iey,i aS °f S aðtB ^ S6yjUm- “Það er ekki til neins að leyna þerni sannleika, að þjóðin er meðT kveðnum uppreisnar anda og að öfl friðíriu, og laganna eigi í vök að verjast fyrir samtök um, sem eru þjóðlífs fyrirkomula-inu ^ i ■r‘•hnfa rkkert ti7S?SefTisHik°r„r'fhr vo"ri' “ntirSafrS-rkT í 'ífi •'“‘"'•■K Cfu semeiflSÍ knstl]e^a d^a og heimilis- aö ’ siðleysis framferðið er valdandi Kolaverkfallið á Englandi. Það heldur enn áfram, koiaverkfallið á Bretlandi, og engar líkur sjáanlegar, að því muni linna að sinni. I meira en ár hefir þetta stríð á milli náma- eigandá og námaverkamanna nú staðið, og báð- ar hliðar ósveigjanlegar, en þjóð og þing . stendur ráðþrota og horfir upp á ófarimar. Vér, sem horfum á þenna sorgarleik héðan úr fjarlægðinni, gjörum oss litla hugmynd um, hve víðtækar afleiðingamar oru orðnar af /þessu verkfalli, eða hve ægilega miklu tjóni að það hefir valdið á Bretlandi. Fyrst og fremst er liið beina tap þeirra, sem í námunum uijnu, sem nemur, eftir því sem Lundúnablaðið Statist segir, fjörutíu miljón- um sterlingsunda, eða tvö hundruð miþj. doll- ara. Sá skaði er, eins og mönnum getur skil- ist, tilfinnanlegur, ekki sízf fyrir þá stétt manufélagsinö, sem verður að reiða sig á handafla sinn ser 4>g sínum til framfærslu. Þetta tap er svo geysilega mikið, að menn þejr, ' sem þátt taka í verkfallinu, þurfa ekki að* vonast eftir að geta nokkurn tíma í sinni tíð unnið það upp, þó þeir að tsíðustu ynnu sigur í baráttunni og að kanp þeirra yrði eitthvað hækkað. Svo er fólk, sem í verkstæðnm vinnur, ey tilveru sína og hreyfiafl eiga undir kolnfram- leiðslunni. Vinnutap þess metur sama blað á tuttugu og sex milj. sterlingsunda eða hundrað og þr.játíu mil.j. dollara. Alt vinnutap, sem stendur beinlínis og ó- beinlínis í sambandi við verkfallið, er afar - mikið. Samkvæmt skýrslum stjórnarinnar þá voru ein miljón og þrjátíu þús. manns vinnu- lausir á Bretlandi í síðastliðnum maí og jíiní- mánuðum, en nú esu það ein miljón, sex hund- ru25 níutíu og níu þúsund manns, auk verk- , fallsmannanna sjálfra. Auk þess taps, sem þegar hefir verið bent á, «r annað og meira tap, sem rikið hefir beðið við verkfall þetta, og hefir það verið metið þannig: Tap sem stafar af stöðvun kolafram- léiðslunnar, sextíu milj. sterl.punda eða þrjú hundr. milj. dollara. Tap sem .járnbrautir, skip 0g önnur flutningstæki hafa beðið við að verða af kolaflutningnum, tuttugu og fimm milj. pd. eða eitt hundrað tuttugu og fimm milj. doll. Tap á stál og járn framleiðslu, tuttugii milj. pd. eða hundrað milj. doll. Tap á annari fram- leiðslu, prjátíu og fimm milj. pd. eða hundrað sjötíu og fimm milj. doll. AIls beint tap á' framleiðslu og flutningum.eitt hundað og fjöru- tíu milj. sterlingspunda, oða sjö Iiundruð mili. dollara. Og enn eru ótalin tuttugu 0g fimm mil.j. sterl.pd. eða hundrað tuttugu*og fimm milj. dollára, sem eytt hefir verið af ríkisfé til þess að leitast við að kaupa frið og koma á sáttpm. Ölhþessi feikna upphæð, ein biijón og þrjá- tiu milj. doll., sem verkfallið hefir kostað, er ekki heint tap fyrir þjóðina, því jafnhliða öllu ]>essu t^pi, liafa kröfur þjóðarinnar minkaS, Og það mun satt vera, að það er eki fjárhags- legt^ tjón, þó framleiðsla minki, ef framleið- andmn takmarkar kröfuí smar 'eða innkaijp að sama skapi. Þeirri reglu hefir verkfall þetta knúði Breta til að fylgja, það sýna allar skýrslur, og það er ekki ófróðlegt að virða fvr- ir sér nokkur atriði, sem sánna þetta ómótmæl- anlega. Innfluttar vömr fyrir maí og júní s. I._ voru þrjátíu og sex milj. sterl.pd. minna virði, en iþær voru á sama tíma árið áðup. Sumar vörutegundir, er Bretar neituðu sér um og þeir keyptu minna af í ár yfir sama tímahil og í fyrra, fyrir þessar ástæður, skulu hér tilgreindar: Hveiti og hveítimjöl 29,350 tons, kjöt 40,950 tons, smjör 5,850 tons, sykur 21,800 tons og 20,004,000 ferfet af byggingar- viði. ' Vér sjáum þannig, að skaðinn af þessu verk- falli hefir ekki aðeins uáð til Breta, heldur hka til annara þjóða, sem seldu vörar þær, sem þeir neituðu sér um, 0g þá einkum til Uanada- manna, því þeir framleiða "manna mest af hveiti, kjöti, byggingárvið, og seija einnig all- mikið af smjöri. Enn eru tvær hliðar á þess\i máli, sem ékki hafa verið athugaðar, og sem báðar hafa mikla þýðingu, og það er tap það hið óbeina, ér Iþjóé- in bíður við framleiðslu teppuna, því viðtekip hagfræði mun }>að vera, að framleiðslan sé ó- dýrari, þegar mikið er frapileitt og góðhugur verkamanna fylgir. Hin er hnekkir sá, er námamenn bíða við hið vonlausa stríð, fer þeir hafa verið og em að há, sem sýnir sig bezt á því, að dagsdaglegá era verkfalismenn að týaa tölpnni og smærri og stærri hópar þeirra eru að skerast úr leik o^; taka til vinnu, sem eðli- iegt er, þv/ voði er fyrir dyrum hjá þeim, og verkamannafélögin stór og.smá á Bretlandi hafa tilkynt þeim, að þau megni ekki að styrkja námamenn peningalega iengur. Supi þeirra hafa lýst yfir iþví, að þau séu í stórskuldum síðan í maí s.l. að þau tólcu þátt í aHsherjar- verkfallinu. Algjörður 'ósigur með ægiíegu tapi blasir við námaverkfallsmönnunum á Bretlandi. ÞFJR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK ^HiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiP- | KOL! KOLl KOLlI I ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS I I DRUMHELLER-COKE HARD LUMP 1 Thss. Jackson & Sons —COKE—WOOD 370 Golony Street Eigið Talsímakerfi: 37 021 I POCA • STEAM SAUNDERS ALLSKONAR I | LUMP COAL CREEK VIDUR | nillllllllllMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllimillllllllllllllllllllMlllllllllllllH \ INNIEIGN í BANKANUM ÍPeningar þeir, sem húsmóð- urinni eru ætlaðir, eða laun stúlkunnar, sem vinnur, end- ast lengur og verða drýgri.ef þeir eru lagðir á bankannog aðeins teknir út þegar þörf gerist. Freistingin til aðeyða aðóþörfu verður minni. Og upphæðin sem eftir verður í bankanum.vex mánaðarlega Konum leiíbeint af starfsfólki voru The Rí>yal Bank oF Canada Ábætir. Þar eð nokkuð hefir verið rætt og ritað ujn tvo framliðna menn að undanförnu, nfl. Sölva Helga- son og Hannes stutta, þá vil eg gefa þar ofurlítinn ábætir, en með varkárni ætti það að vera, og taum hald ættum vér jafnan að hafa á tungu vorri, þótt um dána sé að ræða, sem máske hafi lítilsigldir þótt á sinum hérvistardögum. Og hvað þessa tvo menn snertir, þá veit eg ekki betur, én að nákomn- ir ættingjar og afkomendur þeirra sé á lífi, og aS líkum les eitthváð af þeim það, sem um ’feður og afa þeirra er á prent látiS. Mér hefir stundum gramist óvar- kárnin, þegar skrifað hefir verið um menn, sem sérkennilegir eða fáránlegir hafa þótt í lifanda lífi, því þótt vér teldum víst, að þeir dáiiu heyri ekki til okkar, sem þó engin vissá hefir fengist fyrir, heldur einmitt þvert á móti, þá ættum vér þó aS hlifa þeim. sem þ*- standa næstir á blóSskyldu- brautinni og eru oss samhliSa á jarðlífsbrautinni. Það má víst óbrjálaSri skyn- semi fávislegt finnast, þegar grip- ið er til dáinna mann og reynt að nota þá fyrir barefli á andstæSing sinn, eins og átt hefir sér stað í ritdeilum hér vestra oftar en skyldi. Hvað SölVa snertir, þá sá eg hann ekki sjálfur og þekti hann því ekki nema af afspurn. En eg kyntist persónulega manni, sem hét Jón og vár Hermarinsson, og var hann lítið eitt eldri^en eg; við vorum þá báSir á æskuskeiði; var hann þá vinnumaSur hjá. Guð- mundi heitnum Pálssyni, sýslum. í Arnarholti. Jón þessi var list- fengur, einkum í dráttlist og mesta lipurmenni, bœýi andlega og Iik- amlega. Svo giftist hann og fór að búa, einhvers 'staðar vestur í hreppum, og eg veit ekki annað, en aS hann sé enn á lífi og eigi afkomendur; en hann er systur- sonur Sö4va Helgasonar.* . Nú er að segja nokkuð/ uiíi Hannes. Hann v»r þrisvar riæt- Mrgestur þar sem eg átti' heima. Um af'komendur glíriiu-HanneSar er mér það eitt kunnugt, að nálægt 1887 var á vist hjá séra Jóhanni Þorsteinssyni i Stafholti stúlka, er Anna hét, dóttur-dlóttir Hannes- ar Dalaskálds, freipur lagleg og skemtileg í sjón, og tel eg líklegt, aS hún hafi gifst og eigi máske afkomendur; í BorgafirSi og MiS- Dölum var mér kunnugt um, aS Hannes var ]>ar alment ýmist kall- aður Hannes Dalaskáld, glímu- Hannes eSa Hannes stutti. 1884 sá eg Hannes fyrsta sinn; eg átti þá heima í Munaðarnesi í Staf- holtstungum, hjá Birni Þorláks- syni og Elísabetu Stefánsdótur frá Stafholti Mér varð starsýnt á manninn; mér 'sýndist hann svo ó- likur öllum mönnum, sem eg þá hafði séS. Hann var þá orðinn hvítur fyrir hærúm, en svo var hann |)ó fjörmikill, frár og léttur á fæti, aS ])egar húsbóndinn var ibúinn aS bjóða hann velkominn þar að vera, þá sá eg hann stökkva hér um bil hæð sína beint upp í loftiS á bæjarhlaðinu fyrir fram- an stéttina. Til marks um það, að Hannes hafi þótt afburSa liSug- ur glímumaður á sínum fyrri ár- um, gæti eg nafngreint fólk, sem eg heyrSi að truj5i þVí, að hann hefði kunnað glímu-galdur og myndi hafa haft glímu-stafi og komist yfir þann vísdóm fyrir vest- án Jökul. Eð þori ekki aS setja hér setja hér glímugaldurs - vísuna; hún þætti máske of gráfgerð. En hvað sem þessu líSur, þá var Hannes ]>essi mjög forneskjulegur karl og vík eg að þvii síðar. í þetta sinn vár hann með tvo klára, reiS öðrum, en hafði einhver of- urlítil trúss á hinum, og var ann- ar Trúnn, en hinn rauður að lit. Hann hafSi skilið þá eftir fyrir utan tún, en kom ekki meS þá • heim að bænum. Honum var boð- iS að láta dreng spretta af hestun- um, flytja þá ,og hefta; en þaS mátti enginni gera annar en hann sjálfur, og tók þaS hann all-langan tíma. Daginn eftir fór hann frá Munaðarnesi á leið ofan í Borgar- nes, en þá leiS er hægt aS fara til og frá á dag. Mig minnir aS hann kæmi eftir viku að Munaðarnesi aftur úr þeirri ferð. KaupmaS- ur í Borgarnesi baS hann þá að yrkja eitthvaS um Brákárpoll og Skalilagrím. ;Kvað H&nnes ;þá vísu þessa: / 1 “Hyggin vildi hjálpa strák, hefði ’ún á því tök. Gnímur feldi fræga Brák, fyrir enga sök.” Þegar hann kom tii baka úr

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.