Lögberg


Lögberg - 21.10.1926, Qupperneq 6

Lögberg - 21.10.1926, Qupperneq 6
BIs. 6 LOGBKRG FLMTUDAGINN, 2i. OKTO'BER 1926. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Eftir óþektan höfund. Þegar eg geng fram hjá því, að þær kring- nmstæður, sem kalla mig þangað núna, eru alls ekki þægilegar, kann eg mjög vel við mig í L. ”, sagði Berthold. “Menn eru þar næstum því eins og í höfuborgar ásigkomulagi,, sem alt af hefir haft aðlaðandi áhrif á míg, að undanskild- um fæðingarbæ mínum. ” Allan hótaði honum með fingrinum spaug- andi, um leið 0g hann sagði: “Ó, ó, þér leikið þó líklega ekki um of Don J uan?’’ “Og þó eg gerði það,” svaraði Berthold hlæjandi, “ hverjum ætti að geta gramist það? Engum; því mín góða, gamla mamma, sem eg er hjá^ eins og þér vitið, býr alveg einaömul, og ann mér af heilum huga dálítillar ánægju með köflum. Hún veit að eg gleymi ekki vinnu minni eða skyldum yfir því.” “ Skemtilegt líf og sæll dauði, hefir eyðilag^t reikning djöfulsins,” er mítt uppáhalds mál- tæki.” “Mjög heppileg heimspeki lífsins,” sagði Wemer, “ef til vill sú eina rétta. Eg vildi að eg gæti notað hið sama máltæki,, en eg er blátt áfram sérvitringur, einkum í dag, þar eð eg hefi komið í hið töfraseidda hús þamamti.” “Já, þarna höfum við það,” sagði Allan, “eg sagði yður þetta jafnvel í gær, og þér látið óbeit yðar ná til verkstæðisins og veslings Urb- ans.” “Urbans!” hrópaði Berthold, og tók vindil sinn með þeim ákafa úr munninum, að askan féll á hvíta vestið hans. “Signið ykkur þrisvar sinnum.” “Því þá það?” spurði Allan„ “er hann ekki rólegur og áreiðanlegur maður.?” “1 kyrru vatni er langt til botns,” svaraði Berthold fljótlega og eins og ósjálfrátt, meðan hann hristi/iskuna af vestinu sínu. Werner horfði hvöldarlaust á Berthold. “Þér segið það hálfa,” sagði hann, “og lát- ið okkur svo geta hins helmingsins. Talið þér dálítið greinilegar, hvað vitið þér um þenna mann?” Það var auðséð á Berthold, að honum geðj- aðist ekki að þessari spuraingu og iðraðist þess, sem hann hafði sagt. “Það var rangt af mér,” sagði hann, “að komast þannig að orði, bæði yfirleitt og einnig í þessu tilliti. Maður má ekki lítilsvirða fjar- verandi mann í augum hins þriðja manns.” Þetta var sannarlega stjórnkænskulegt svar. Það v^r ekki mögulegt að fá Berthold til- að segja meira, hve kænlega sem Weraer valdi spuraingar sínar. Hann vildi feginn geta fengið aðstoðarmann við rannsóknir sínar við- víkjandi Urban, því hann varð þess var, að um- boðsmanniúum líkaði hann ekki. En þar eð Berthold þagði, eins og hann hefði sagt of mik- ið, gat Werner ekki, án þess að sýnast ágengur, spurt um fleira.” Er þá nú þegar”, spurði Berthold, “búið að skrifa minnisblað, sem undirstöðu fyrir kaup- samninginn ? ’ ’ “Við erum því ver enn þá ekki komnir svo langt,” sagði AUan, og skýrði nú Berthold frá því, að þeir væntu svars frá Urban. Undir eins og nafnið Urban var nefnt, þagn- aði Berthold og spurði ekki um fleira, og eftir þessu tók Weraer. “Þá vil eg um leið og eg fer,‘” sagði Bert- hold um leið og hann stóð upp, “að þið komist báðir að hentugri niðurstöðu, svo að eg geti mjög oft fengið tækifæri til að bjóða yður vín.” Um leið og hann sagði þetta, rétti hann Werner hendi sína og hneigði sig fyrir lionum, sem hinn endurgalt samstundis. “'Ætlið þér þá,” spurði Allan, “að fara með síðdgeisiestinni, fyrst að þér yfirgefið okkur nú ? ” “Nei,’i svaraði Berthold, “eg ætla að fara með næturlestinni kl. 11.” “Gerið þér okkur, fyrst svo er, þá ánægju, að vera dálítið lengur.” “Eg hefi enn þá mörg erindi, bæði stór og smá, sem eg þarf að framkvæma, og verð því að neita tilboði yðar með þakklæti. ” Svo kvaddi Berthold um leið og hann sagði, að hann yrði fyrst að fara heim 0g skrifa nokk- ur bréf, sem ættu að sendast burt eins fljótt og mögulegt væri. t Síðari hluta dagsins átti Allan annríkt við hin mismunandi viðskifti sín í hótelinu, svo að Werner var einn út af fyrir sig. Þegar klukkan var nýslegin fimm, kom loks- ins bréf frá verkstæðinu. Það var skrifað til hóteleigandans, og áritanina hafði Urban skrif- að. -- Bréfið var þannig orðað: “Heiðraði hr. Allan! “Það eru líkur til, að þér getið fengið óskir yðar uppfyltar. Þó verðum við enn þá að koma okkur saman um aðferðina, sem við veitum samþykki okkar til að verði höfð við hækkun reykháfsins. Máske hr. Werner vilji, sem mest er við þetta málefni riðinn, gera svo vel og tala við mig enn*þá einu sinni um þetta? Með virðingu, fyrir Gottfred Allan, Urban. ” Elías Allan sagði auðvitað Werner undir eins frá innihaldi bréfsins, og réði honum til að fara og finna Urban, svo að þetta málefni næði fram að ganga, 0g maður gæti daginn eftir, er var’ seinasti dagurinn er Weraer ætlaði að vera þar í bamum, fundið skjalaritara og látið hann semja kaupskilmála um hótelið. Werner kvaðst fús til að fara, þótt hann ___________________< ............................ hefði sínar eigin skoðanir um bréf Urbans. Þegar hann var kominn á leið til verkstæðis Gottfred Allans, og var nú ekki lengur undir á- hrifum hóteleigandans, hugsaði hann um það á- sigkomulag, sem þetta málefni var nú komið í, með óhlutdrægri rósemi. Urban hafði sagt, að hann gæti að eins feng- ið að tala við húsbónda sinn kl. 11 fyrri hluta dags; hann hlaut því um það leyti dags að hafa komist að niðurstðu, eða réttara, athugað það svar, sem Gottfred Allán réði honunj til að gefa. / Hvers vegna sendi þá Urban þetta svar ekki fyr en milli kl. 5 og 6 síðdegis? jÆtlaði hann með þessum drætti að auka gildi samþyktarinnar, og gera hlutaðeigendur fúsari til enn meiri tilhliðrunar, eða, hafði hann búið sig undir að koma heimsækjandanum á ó- vart, á einn eða annan hátt? Hann rataði mjög vel til verkstæðis Allans; hann var búinn að fara þá leið tvisvar. Fyrst gekk hann fram hjá bústað verkstæðiseigand- ans, þar sem hann hafði mætt svo lítilli kurteisi um morguninn, og kom svo að litla girðingar- híiðinu, sem^var rétt hjá verkstæðinu. Weraer sagði við sjálfan sig, að draumórar sínir byggi til hættu fyrir sig, sem máske alls ekki gætu átt sér stað, því í skrifstofunni um hábjartan dag og í návist margra manna, þyrfti hann ekki að óttast neitt; en samt sein áður gat hann ekki varist því, að líkja litla girðingar- hliðinu við músagildru. Auk þess var enh þá eitt atriði, sem hann langaði til að fá upplýsingu um, áður en hann fyndi Urban, og það var að fá nákvæmari upp- lýsingar um afturgöngu persónuna og breytni hennar. Þetta atriði vorp grænu gleraugun, sem Urban hafði. Voru augu hans svo veik, að gleraugun væru til að hlífa þeim, eða áttu þau að gefa andliti hans annan svip? Weraer mundi glögt að hinn ókunni maður, sem é sínum tíma kallaði sig Semper, hafði björt, falleg augu og var alls ekki nærsýnn. Vit- anlega gat þessi veiki hafa gert vart við sig á tveim árum, sem voru liðin síðan morð Schol- wiens átti sér stað; en Urban átti nú í mörg ár að hafa verið í þessari stöðu; það var því áríð- andi að finna einhvern, sem að minsta kosti síðustu tvö árin hafði verið í nánd við hann, 0g sem Wemer gæti fengi,ð upplýsingar hjá. Hliðið vaí ekki opnað. Werner gekk frá því í gagnstæða átt„ þó ekki lengra en svo, að hann sæi það glögt. Asigkomulag umhverfis- ins studdi áform hans. Bak við verkstæðið var, eins 0g áður er get- ið um, garður Elíasar Allans, um kringdur af múrvegg. Þegar maður gekk með fram þess- um múrvegg til takmark* garðsins, kom maður að bersvæði, sem hækkaði smátt og smátt, unz það varð að hásléttu. Werner gekk upp eftir þessu bersvæði til á- kveðinnar hæðar, sneri svo við 0g lét sem hann nyti útsjónarinnar þaðan. Þess vegna var ekkert einkennilegt við iþað, þó hann dveldi þarna góða stund, og einhver frá görðunuin í nánd, eða sveitabýlunum, tæki eftir honum. En þegar hann hafði gengið fram og aftur, snori hann ávalt inn á brautina aftur, og leit í gegn um litla hliðið í girðingunni, sem skildi verkstæðisgarð Allans frá veginum. Þar hvorki sást né heyrðist til neins manns, og ekkfert lifandi hreyfðist þar. Svo sló klukkan sjö í kirkjuturninum. Undir eins 0g síðustu högg tumklukkunnar þögnuðu, heyrði maður hávært bjölluhljóð. Það var hringt til vinnuhvíldar í verkstæði Allans. Strax á eftir opnaðist litla hliðið, sem Wer- ner hafði athugað næstum því heila stund, fjöldi verkamanna streymdi út um það, og breytti nú hinni fyrverandi kyrð á veginum í fjörugar hreyfingar. Werner hafði haldið áfram göngu sinni langs með bersvæðinu, og lét verkamennina ná sér, eins 0g af tilviljun. Nokkrir þeirra gengu til bæjarins, en flestir gengu sömu leið og Werner. Vegurinn lá til þeirrar hliðar að sveitaþorpi, sem stóð í lítilli % fjarlægð, þar sem flestir verkamanna Allans áttu heima. Á þenna hátt varð Werner brátt umkringd- ur af verkamönnum,*sem eftir ríkjandi sið hér- aðsins tóku hattinn ofan fyrir þessum skraut- klædda manni og sögðu “gott kvöld.” Wemer endurgalt heilsan þeirra til allra hliða. “Nú, ” sagði hann við einnþeirra, sem heils- uðu honum, roskinn og heiðarlegan mann að út- liti, “nú hafið þið fengið hvíld frá vinnunní.” “ Já, ” svaraði sá, sem ávarpaður var og fór að ganga hægara við hlið Werners á eftir félög- nm sínum, sem gengu hraðara, “hún er líka verðskulduð, því það er erfið vinna að verða að standa allan daginn í þessu heita vélarherbergi, einkum nú um sumartímann.” “ Allir hafa sína erfiðleika,.” sagði Wemer, “einn á þenna hátt og annar á hinn.” Þeir gengu nú samhliða, þar eð hinir verka- mennirnir vorn komnir góðan spöl á undan. “Já, áreiðanlega, ” svaraði gamli maðurinn orðum Weraers, “eg kvarta heldur ekki; marg- ir hafa það erfiðara en eg, og þeir kvarta held- ur ekki. Maður verður að taka forlögum sínum \ með ró. Með vana og Iþolni verður sjálf ar- 1 mæðan þolanleg fyrir marga. Eg er heilsugóð- ur, konan mín líka, og fyrir hinum þremur son- um okkar er vel séð. ’ ’ Þið hafið líka eflaust góða stöðu, því verk- stæði Állans, þar sem þið líklega vinnið, getur eflaust borgað gott kaup?” “Við megum sjálfsagt vera ánægðir,” svar- aði gamli maðurinn. “Hafið Iþér unnið lengi í verkstæðinu?” Verakmaðurinn hu^saði sig um. “Á næstu páskum verða það tíu ár,” svar- aði hann svo. “Það er heiður fyrir yður, eins 0g fyrir verkveitandi yðar,” sagði Werner, ‘ ‘ er' það ,ekki hár, ljósleitur maður?” “Nei, það er'Viðskifta ráðunauturinn,” sagði hinn gamli, sem varð meir og meir skrafhreyf- inn; “við sjáum sjaldan sjálfan húsbóndann, það er sagt, að hann sé mjög veikur.” “ Já, það er satt,” sagði Wemer og kinkaði kolli,, eins og hann mintist þess nú. “ Viðskifta- ráðsmaðurinn, sem alt af hefir græn gleraugu.” “Græn gleraugu,” sagði hinn gamli hugs- andi, “ekki veit eg til þess.” “Eg þekki hann, ekki nákvæmlega,” sagði Werner, sem átti bágt með að tala rólega, “en eg held að mér hafi verið sagt, að hann hafi veik augu.” “Hr. Urban veik augu,” sagði verkamaður- inn um leið og hann brosti gletnislega. “Ham- ingjan góða, hann getur eflaust með augunum sínum, séð í gegn um eikarplanka. ” Weraer varð bilt við, slíkri sönnun fyrir grun sínum hafði hann ekki búist við. “Bíðum við nú við,” sagði verkamaðurinn fjörlegar en áður. “Þér hafið máske samt sem áður rétt fyrir yður. Eg man að eg einstöku sinnum hefi séð hr. Urban með græn gleraugu, en að eins mjög sjaldan. Eg helcbþað sé helzt, þegar hann er úti, líklega til að vernda augu sín fyrir ryki, en ekki sökum angnveiki, því eg end- urtek,” hann hló aftur, “hr. Urban sér eins og kötturinn, jafnvel um nætur. ’ ’ Hann íyfti hendinni um leið, eins og hann vissi enn iþá meira, en vildi ekki segja neitt um þetta efni ítarlegar. Werner vissi nóg. Hann var nú sannfærð- ur uip, að Urban var dularfull persóna. Hinn hreinskilni, gamli maður, sem hafði þekt hann í tíu ár, hafði lýst honum nógu vel sem slíkum, og íþað sem hann lét ósagt, gat Weraer sér til í huga sínum. Utban lézt vera augnveikur, að eins til þess að geta dulið sig með lituðum gleraugum. Hann hafði þau líka, þegar hann tók á móti Allan og Werner á skrifstofunni. Hann lilaut að hafa séð þá koma yfir garðinn og hefir eflaust þekt Wemer, þegar þeir fundust fyrst í bænum, og byrgt augu sín með gleraugunum, sem líklega hafa legið á hallborðinu fyrir framan hann. Uppgerð alt saman uppgerð, í dag hin veiku / augu, fyrir tveim árum síðan hinn útlendi fram- burður og hin lúsarsmáa skrift.' Werner var nú alveg sannfærður um, að Ur- ban var enginn tvífari, en efunarlaust hinn falski Semper. En hvemig gat hann sannað, að þetta vær Semper. Hvernig var mögulegt að sanna, að hann væri morðingi Scholwieng? Werner stóð þama einsamall með sína öann- færingn. Þegar hann í fyrsta skifti lét í Ijós grun sinn, mætti hann ákafri mótsögn hjá Elíasi Allan. “En eg hefi tafið yður of lengi með rugli mínu,” sagði hann við fylgdarmann sinn. “Fé- lagar yðar eru horfnir sýn. Afsakið, að eg hefi tafið yður svona lengi.” ^ “Það gerir alls engan baga., hr. minn, eg á nú að eins stuttan spöl eftir, 0g orsökin til þess að félagar mínir eru horfnir, er sú, að þeir hafa gengið í gegn um greniskóginn, sem þorpið okk- ar er á bak við. ” Werner hafði smokrað hendinni ofan í vas- ann og1 tekið upp silfurpening, sem hann rétti hinum gamla um leið og hann sagði: “Gerið svo vel að fyrirlíta ekki þenna skild- ing.” Gamli maðurinn vildi fyrst ekki taka við peningnum, en silfrið var svo tælandi, og Wer- ner talaði svo vingjaralega við hann, að hann að lokum þáði hann, lyfti háttinum svo 0g gekk hratt í áttina til Iþorpsins. Wemer gekk leiðar sinnar mjög hægt, sok- um geðshræringarinnar, sem hafði gripið liann yfir hinni óhrekjandi sönnun um uppgerðar- list Urbans, gaf hann sér ekki tíma til að gæta vegarins. Við innganginn í greniskóginn, sem verka- maðurinn hafði áður minst á, vaknaði hann af draumum sínum við hundgelt. Wemer leit upp. Hann stóð fyrir utan lítið hús, er var hjá fyrstu trjám skógarins. Spjaldið yfir dyriim þess auglýsti, að það væri greiðasöluhús. Werner gekk inn í litla garðinn, sem var umkringdur grænni rimlagirðing. Gpgrium opinn glugga í veitingastofunni, bað hann að færa hér ölglas út. Svo settist hann á bekk og hallaði sér upp að múrgrjóts- veggnum. Þar eð vegurinri lá upp brekku, var hann nú staddur á fremur háum stað. Fagurt landslag, sem myndaðist af skógi- vöxnum hæðum og bænum niðri í dalnum, blasti nú við augum hans. Werner hvorki sá né hinti fögru útsýni, né fegurð sumarkvöldsins; ekki snerti hann held- ur við ölglasinu. Harin hugsaði að eins um, hvernig hentugast væri að sanna, að Urban og Semper væri sami maðurinn, og að láta taka hann fastna. Sú hugsun, að honum samt sem áður kynni að skjátla, 0g þrátt fyrir allar sam- feldar kringumstæður, væri á rangri leið, og 'gæti ka-stað grun á saklausan mann — datt hon- um alls ekki í hug. Hann ásetti sér að símrita til höfuðborgar- innar, en slepti þó þeirri hugsun undir eins þar eð hann sagði við sjálfan sig, að hann gæti ekki stutt gnun sinn með öðru en líkingu Urbans og Sempers, og líkingin hafði fyrstu mánuðina eftir morðið fleirum sinnum leitt lögregluna á epor, er seinna reyndust fölsk. Enn fremur hafði Urban verið hér árum saman í álitlegri stöðu,, og var álitinn -sá maður, er ekki mátti ætla slíkan glæp, svo að hann yrði naumast tekinn fastur undir eins. En ef Wer- ner með órökstudda ásökun hefði vakið gagns- lausa rannsókn, þá mundi Urban, sem frjáls maður, fá nægan tíma til að ónýta ásakanina með brögðum, eða í versta tilfelli flýja burtu. Nei, fyrsta höggið varð að eyðilegja liann alveg. Þess vegna ásetti Werner sér að bíða dálít- ið, og njósna í kyrð til að finna sannanir, sem gætu eyðilagt hann á einu augnabliki. Sólin var fyrir löngu horfin og næturmvrkr- ið huldi umhverfið, þegar Werner lagði af stað til bæjarins, klukkan gat verið níu, þegar hann / kom að býlunum,, sem næst voru verkstæði All- ans. Algerð kyrð rík’ti yfir öllu, og ekkert hljóð beyrðist. Nú kom, þessi einmana göngumaður að fyrsta gasljósinu, og strax á eftir að múrgirðingunni í kringum igarðinn, sem liann vildi eignast. Werner sá mann koma á móti sér frá bænum. Ósjálfrátt stóð hann kyr eitt augnablik, eins og hann yrði hræddur við að mæta ókunnum manni svona seint, á þessum einmanalega stað. En það var að eins eitt augnablik, hann brosti að ótta sínum og hélt áfram til þess að ganga rólegur fram hjá manninum, sem móti honum kom. A sama augnabliki stóð maðurinn kyr við litla hliðið hjá verkstæði Allans, sem Werner sýndist líkjast músagildru. Honum fanst þetta mjög undarlegt, en hvers vegna, vissi hann ekki. Werner stóð nú líka kyr, og svo nálægt stein- vegg'garðsins, að lítt mögulegt var að sjá hann. En Iþar eð Iitla hliðið var rétt hjá gasljósi, þá gat hann séð glögt hvað þar gerðist. Hann reyndi eftir beztu getu að þekkja manninn, sem nú barði hægt en þó heyranlega á hliðarhurðina. Fyrst hélt hann að þetta mundi vera Urban. En Werner sá brátt, að það var ekki hann, því maðurinn, sem stóð við músagildruna, var lítill. Alt í einu hrökk Werner við, og átti bágt með að bæla niður undrunaróp, hann var ekki lengur í neinum efa urii — að það var Berthold umboðsmaður, sem stóð þar. Weraer hefði getað svarið það. Hann var raunar ekki í sömu fötunum og hann var í eftir hódegið, ekki í hvíta vestinu, en öðru dökkara,, og líklega yfirleitt í hlýrri fötum, því hann ætlaði með -seinustu lest- inni kl. 11 til L., og var að líkum í sparifötum eða ferðafötum, þar eð kl. var nú rúmlega níu, og járnþrautarstöðin var að minsta kosti mílu- f jórðung þéðan. Nú voru dyrnar opnaðar að innan verðu. “Gott kvöld, hr. Urban,” heyrði Werner umbóðsmanninn segja; svo heyrði hann Urban svara með gott kvöld, en lægra og ógreinilegar fyrir eyru Werners, og svo sá hann Berthold hverfa inn í músagildruna. , Wemer var næstum orðinn að steingerfingi af undrun. Hverskonar dularfull viðékifti gátu átt sér stað á milli Berthold og Urbans? Það gat hanu ómögulega ímyndað sér. Hve mikið sem hann hugsaði um það, á meðan hann gekk áfrany, gat hann þó ekki skilið hvað leiddi Bert- hold hingað á Iþennan stað, og svo síðla. Betthold, sem hafði talað fremur óvingjarn- lega um tÖfraseidda húsið, og ásakandi, já, næstunj, fyrirlitlega um Urban, heimsótti liann nú litlu fyrir burtför sína. Þegar Werner kom aftur til Gullengilsins, spurði hóteleigandinn hann undir eins, hvort hann hefði verið svona lengi hjá Urban, og hvort útlit væri- til að fá verkstæðisreykháfinn hækkaðan. “Hjá Urban?” sagði Werner næstum móðg- agur. “Eg hefi alls -ekki séð þann mann. ” ISökum hinna síðustu atbnrða, er fyrir hann báru, hafði hann næstum gleymt orsökinni til veru sinnar hér. Werner kunni illa við að vera mintur á garðkaupin, nágrennið við hinn ógeðslega tví- fara hafði gert hann leiðan yfir viðskiftunum, sem hann áður þráði svo innilega. i Eigandi Gullengilsins tók strax eftir breyt-# ingunni, sem átt hafði sér stað með Wernfer, og þagar hann hjá þessum unga manni sá engar lí&ur til, að harin vildi kaupa hótelið og garðinn, misti hann allan áhuga á honum. Hann skeyttí nú að eins svo mikið um hann, eins og skylda hans senl húsbónda bauð honum. ^ið kvöldverðinn í borðstofunni tók Werner sérstakt sæti, 0g svaraði að eins með eins at- kvæðisorðum spumingum Elíasar Allans, sem > hann gerði honum af einskærri kurteisi. Hann inintist því heldur ekki á það, að hann hafði séð B-erthold fara inn í verkstæðið. Allan uiyndi eflaust ekki1 álíta það umtalsvert, og Wemer hafði fengið) reglulegt ógeð á umboðs- manninum, -eftir að hann varð þess var, að hann átti leynt samband við Urban. Þegar Werner var búinn að neyta matarins, tók hann dagblað og fór að lesa það, þar eð hann hafði ekki litið í blöð tvo síðustu dagana. Hinir mörgu viðburðir, sem hann hafði orð- ið fyrir síðustu tvo sólarhringana, höfðu hing- að til krafist allrar -eftirtektar hans og um- hugsunar. Afar mikið óveður var nú byrjað, og hamað- ist með ofsa miklum í bænum. Eldingaraar geisluðu gegnum gluggana, og regndroparnir lömdu rúðurnar hart og hratt. Wemer lagði blaðið frá sér 0g stóð upp. “Veslin/gs Berthold hefir fengið slæmt veð- ur á þessari næturferð sinni,” sagði hóteleig- andinn. 1 “Máske hann hafi hugsað sig um 0g hafi ekki farið neitt, ” sagði Weraer. “Jú, áreiðanlega, ” -svaraði Elías, “þegar hann með símriti er beðinn að koma til L., hefir hann líka farið, því þess konar viðskifti þola enga töf. Eg vildi að þér gætuð fengið betra veður annað kvöld.’^ ’ ) “Eg held að að eg fari ekki héðan annað kvöld,” sagði Werner. “Það er mér sönn ánægja,” sagði Elías All- an, “því þér munuð ávalt vera mér kær gestur.” Þessa nótt gat Werner heldur ekki sofið. Því í viðbót við óró hans 0g heilabrot um að finna einhverja astæðu til að afhjúpa tvífarann, sem eftir hans skoðun var enginn annar en hinn falski Semper, bættist hinn yfirburða mikli há- vaði óveðursins, sem átti sér stað .næstum alla nóttina.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.