Lögberg - 16.12.1926, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.12.1926, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER 1926 Bls. 15 ROBIN HOOD FLOUR Peninga ábyrgðin er ótvíræð. Lesið hana. Peninga til baka ábyrgð með hverjum poka. Robin Hood Flour er ábyrgst að reynast betur en nokkurt annað mjöl, sem malað er í Canada. Það er lagt fyrir kaupmanninn að skila aftur öllu kaupverðinu og tíu-per- cent þar að auki, ef kaupandi er ekki al- veg ánægður með mjölið, eftir að hafa reynt bað tvisvar og skili afganginum. Komnir úr leiðangri Feröalag Tryggva Magnússonar og Finns Jónssonar sunnan úr Skaftár- tungu og norður í Fnjóskadal. Fyrir síöustu llelgi komu þeir hingað til bæjarins Finnur Jónsson og Tryggvi Magnússon listmálarar. Hefir Mbl. haft tal af Tryggva, og spurt hann allnákvæmlega um ferÖalag þeirra. — Eins og mönn- um er í fersku minni, var farið að undrast um þá, dagana áður en þeir komu til bygða. og jafnvel far- iö aö ráðgera, að hef ja leit að þeim. Ferðalag þeirra er aö mörgu leyti einsdæmi, og er þaö þvi í frásögur færandi. Undanfarin ár, hafa er- lendir, einkum þýskir, námsmenn allmargir, ferðast hér fótgangandi um fjöll og firnindi, vaðið ár og legiö úti vikum saman. Er ekki laust viö, aö íþessir menn hafi í skemtiferðum sínum, sýnt meiri vaskleik, en við eigum hér aö venj- ast, að “Nafnlausa félaginu’’ o. fl. ólöstuðum. En þetta ferðalag þeirra félaga, mun vera eitthvað þaö kná- legasta, sem spurst Ihefir, af þessu tægi. Hvort þaö jafnast á við Sprengisandsför Mullers, skal ósagt látið, ekki vel sambærilegt, því stoð Mullers og þeirra félaga var það, hve útbúnaður allur var frábærlega góður. Þessi síðasta för minnir meira á hina frækilegu ferö Sturlu Jónssonar í Fljótshlið um árið. — Hefir hennar verið getiö á prenti, en aldrei lýst það eg viti, og er hún þess þó fyllilega verð. En svo eg snúi mér að þeim fé- lögum Finni og Tryggva. Þeir höfðu í langan tíma bollalagt um, hvernig þeir ættu aö útbúa sig. Mis- brestur sem orðið hefir á útbúnaði, mun fremur hafa stafað af léttri pyngju en fyrirhyggjuleysi. I>eir höfðu tjald og svefnpoka. Voru tjaldsúlurnar broddstafir. — Má geta þess um leið, að án staf- anna hefðu þeir aldrei komist leið- ar sinnar. — Svefnpokar voru úr vaxdúk fóðraðir með teppum, dá- góðir, vógu io pund báöir. Sokka- plögg höföu þeir til skifta og nær- fatnað, auk þess venjuleg yfirhafn- arföt; stígvél vel járnuð. — Primus höföu þeir og 5 potta af steinolíu, riffil og skotfæri. Er iþeir hófu gönguna úr Land- sveit vóg farangur þeirra 150 pd., og hafði þvi hvor þeirra 75 punda byröi. Nestið vóg samanlagt 60 pd., svo byröarnar voru 90 pund samanlagt, er þeir voru orðnir nest- islausir, og þó meira, þegar far- angurinn var rennvotur og sand- barinn. Þeir fóru Fjallabaksveg úr Land- sveit og austur í Skaftártungu. * n f þeim um kyrt, við Lauga' Voru þeir 8 daga í þeirri ferð, 4 noröan viö Torfajökul. — Veður var fremur leiðinlegt þá daga, svo Iþeir gátu lítið notið hins fagra landlags. — Lét Tryggvi mjög af •því, Ihve fagurt væri víða á fjalla- baksvegi og aðlaðandi fyrir málara að hafst þar viö. Þar er viöa mikill gróður og afréttalönd góö. Þar eru liparítfjöll, hraun og Ixisalt, hverir og gigar, í einu orði sagt, öll sú f jöl- breytni í litum og landslagi, sem hægt er að finna hér á landi. . Eftir 8 daga útivist, var farið að ganga á nestið. Skildu þeir far- angur sinn eftir viö Námskvísl, en héldu þaðan niöur aS Svartanúpi í Skaftártungu. Vissu þeir ekki betur en þar væri bygö. En svo er eigi. Lagðist býlið í eyöi eftir Kötlugosið iqi8 sakir öskufalls. Var þá óbyggilegt með öllu, en cr nú orðiö sæmilegt. F j al jabaksvegur er varðaður prýðisvel, en vöröum sleppir, er að Svartanúp kernur. Meö því aö rekja heyslóð, er þeir fundu, komust þeir á rétta leið, að næsta bæ, Búlands- seli. f Búlandsseli fengu þeir sér nesti til norðurfarar. Var það vel og ríflega útilátið, eftir því sem þeir báðu um. Héldu þeir frá Bú- landsseli nsæta dag, þ. 2. sept., sem leiö liggur norður að Námskvísl, og lögðu síðan í leit að árennilegum stað, þar sem tiltækilegt væri, aö vaða Tungnaá. Þéim gekk bærilega yfir ána Var hún í einni kvísl og dýpst und- ir hendur,— En fjöldinn allur var af sandbleytupollumm, sem þeir uröu að krækja fyrir, og feta sig á- fram, meö mestu varkárni. Komu stafirnir þá að góðu Ihaldi. Settust þeir nú að viö fiskivötn.- Á 2. degi þeirra þar, komu þangað menn héðan úr Reykjavík, með 15 hesta og veiðarfæri, til silungsveiöa.. — Veiddu þeir á stuttum tima alt sem þeir gátu haft heim með sér af hinum, vænsta silungi. Fengu þeir félagar í soðiö hjá þessunl silungs- veiðamönnum og nokkurt nesti til viðbótar, sem þeir höfðu fengið í Búlandsseli. Töldu silungsveiöa- menn þá mjög af þvt, aö halda norður fjöll, sögöu það óðs manns æði. Buöu ]»eir hesta til bygða, og alt sent best. En fortölur þeirra báru engan árangur, létu þeir Tryggvi og Finnur alt slíkt, sem vind um eyrun þjóta. Er slík einbeitni enn furöanlegri, þegar jtess er gætt, aö þegar þeir lögðu upp frá Fiskivötnum, höfðu þeir ekki meira nesti, en þaö sem teljast mátti ríflegt til tveggja daga. Þ. 9. sept. lögðu þeir af stað snemma morguns frá Fiskivötnum. Þá var frost og hreinviðri. Er á daginn leið ihvesti af útsuöri meö éljagangi. Snjó festi þó ekki til muna. Gengu þeir norður að Þóris'- vatni austanverðu og norður að Sauðafelli viö Köldukvísl. Næsta dag þ. 10., komust þeir noröur i Hágönguhraun, norður undir Von- arskarð, og tjölduðu þar í sand- orpnu hrauni um nóttina. Þessa daga drógu þeir við sig í mat, til þess að spara nesti. Þó voru þeir eigi bognari viö feröalagiö en svo, aö nú ætluðu þeir norður í Öskju, og þaðan sem leið liggur, niður í Bárðardal. Um morguninn kl. 6, þ, 11. sept. lögöu þeir upp úr tjaldstaö sinum, í Hágönguhrauni. Var þá hríðar- kafald, en ekki sérlega hvast. — Héldu þeir upp í „Vonarskarð. En þar fór aö kyngja niður snjó, og versnaði færðin óöum. Er degi tók aö halla, treystust þeir ekki aö halda áfram lengra norður eftir Vonar- skarði, en snéru nú vestur á fjalls- ranann suður af Tungnafellsjökli. Var nú stóéhríð á þeim, ófærö og rok af norðaustri. Vissn þeir ekki gjörla hvar ]æir fóru, en þeir munu hafa farið yfir syöstu tögl Tungna- fellsjökuls. Um nóttina komust þeir ofan af jöklinum, á mel einn, þar sem þeir gátu barið upp steina til tjaldfestu. — Þar tjalda þeir og þykjast vel sloppnir, settust að snæðingi og þóttust hafa vel til matarins unnið, enda ljúka þeir nú viö alt nestiö. Er^þirti um morguninn, sáu þeir að þeir voru á hálendinu suöur af Nýjadal. Kafald var nokkuð um morguninn, en stytti heldur upp er á daginn leið. Taka ]>eir nú, stefnu á Fjóröungsöldu. Gangfæri var af- leitt þama, fönn í hné og kálfa, en svo barin af stórviörinu daginn áö- ur, aö hún hélt í öðru hvoru spori. Þann dag höfðu þeir engan mat; og miðaði þeim seint. Undir kvöld voru þeir komnir miðja vegu milli Fjórðungsöldu og Fjóröungskvisl- ar. Þar tjölduöu þeir. Var veður þá sæmilega gott. Þ- 13. sept. lögöu þeir timanlega af stað. í mosadrögum norðan við Fjórðungsöldu sáu þeir eina rjúpu, og komust i skotfæri viö hana. Var það fyrsta lifandi veran, sem þeir sáu, síðan þeir fóru frá Fiskivötn- um. Er lengra kom hittu þeir ó- grymfi af rjúpu í mosadrögum á sandinum. Heföu þeir getaö skotið þar feiknin öll. Þeir skutu 9 til viö- bótar og þóttust nú birgir. Er leið að kvöldi, komu þeir aö gildragi, er þeir hugðu vera Kiða- gil. Tjölduðu þeir þar. Var nú hit- aö á prímusnam og rjúpur mat- reiddar, eftir beztu föngum. Sváfu þeir vel um nóttina. Um .morguninn þ. 14. koma til þeirra gangnamenn úr Bárðardal; spyrja af feröum þeirra, og bjóöa þeim af nesti sínu. Létu þeir vel yfir öllu og þóttust 'birgir, þó þeir vissu, að þaðan myndu þeir ganga nestislaus- ir, þvi rjúpurnar voru uppétnar og olian á þrotum. En nú hugðust þeir vera aðeins ókomnir til bygða. Eftir íslands- uppdrættinum að dæma, átti aö vera stutt dagleið frá Kjðagili að Tjörn- um í Eyjafirði. En hér skaut æði skökku viö. Eins og nýlega hefir veriö sagt frá hér í blaðinu, eftir H. Erkes bóka- verði, er uppdrátturinn alveg ram- vijlaus á þessu svæði, stórt land- svæöi,- sent ekki sést urmull af á uppdrættinum. Fengu þeir mjög að kenna á þessu. Eftir 2—-3 tíma gang frá tjald- staðnum, sem var skamt sunnan viö Kiðagil, komu þeir í daldrag eitt. Hugöu þeir þaö vera drög Eyja- f jarðardalsins. En þeir ganga allan þann dag fram í myrkur og sjá ekkert til bygða. Voru þeir nú slæptir um kvöldið, og varð kalt um nóttina. Var þaö einhver versta nótt þeirra. Um morguninn þ. 15. leggja þeir snemma upp. Iialda þeir aö sjást muni til bygða i hvert sinn er þeir koma á leiti. En það dregst. KI. 5 þann dag, mæta þeir gangna mönnum úr Fnjóskadal. — Þetta var þá Bleiksmýrardalur. — Bónd- inn á fremsta bænum í Fnjóskadal, Tungu, var þar með í förinni.,Fá þeir að hressa sig á gangnanestinu, og taka þriflega til matar sins. Sig- tryggur bóndi í Tungu, gerði heim- ilisfólki sínu orð með þeim, og lagði fyrir um viðtökur er ;þangað kæmi. Þeim entist <þó ekki dagur- inn til þess aö komast alla leið þang- að. Næsta dag um hádegi komu þeir í Tungu. Fengu þeir þar hinar bestu viötökur. Þvoðu þeir sig og ræstu sig eftir föngum, fengu þar hest undir föggur sínar, og gengu siðan niður aö Fjósatungu. —Eft- ir ágæta nótt þar, hjá Ingólfi Bjarnasyni alþm., voru þeir fluttir á hestum yfir Bíldárskarð yfir að Kaupangi i Eyjafirði, og fóru það- an til Akureyrar. Slæptir voru þeir dálítiö er þang- aö kom, en kendu sér einskis meins eftir volk þetta. En mjög voru þeir illa til reika í klæðaburði er þangað kom; föt þeirra rifin og táin. —Mbl. -------1—> .. Frá Islandi. H'ið- sameiginlega íþróttanáms- skeið iþróttasambands lslands og Sambands Ungmennafélaga ts- lands er nýbyrjað og á að standa í 4 mánuði. Er það ágætlega sótt og eru nú komnir 28 ungir menn og efnilegír, úr flestum sýslum landsins. Skiftast þeir þannig milli sýslanna: Úr Borgarfj.s. 1, Mýras. 2, Snæ- fellsn. og Hnappadalss. 2, Barða- strs. 2, tsafjarðars. 3, Strandas. 1, Húnavatnss. 1, Skagafj.s. 1, N.- Þingeyjars. 1, Múlas. 2, V.-Skafta- fells. 1, Rangárvallas. 2, Árness. 4, Vestm.eyjum, 2, Rvík 1, Hafn- arfirði 1. Á sunnudagskvöldið hélt stjórn í. S. í. viðkynningarmót á “Hótel Heklu”. Var þangað boðið öllum námsskeiðsmönnum, kennurunum og nokkrum öðrum. Úr stjórn í. 5. í. voru þar forseti sambands- jns, Ben. G. Waage, óskar Norð- mann og Guðm. K. Guðmundsson. Af væntanlegum kennurum náms- skeiðsins: Forstöðumaðurinn Jón íþróttakennarii Þorsteinson, Reid- ar Sörensen, Jón Kaldal, Ólafur og Jón Pálssynir og Helgi Val- týsson. Voru nokkrir kennar- anna fjarverandi og gátu eigi komið. Meðal gesta var fyrv. for- seti í. S. í. Axel Tulinius, fulltrúi knattspyrnuráðsiins Erl. Péturs- son og framkv.stjóri U. M. F. f. Gunnlaugur Björnsson. Fór mót þetta fram hið bezta og var h'ið ánægjulegasta. Til- gangur þess var sá, að kynna nemendur kennurum sínum og hvern öðrum og flýta þannig fyr- Cr nauðsynlegri i viðkynningu, samvinnu og samúð. Voru ræður haldnar og fjörugar samræður og sungin nokkur lög að lokum. Hélt forseti í. S. í. fyrst ræðuna, skýrði frá tilgangi og undirbún- ingfi námsskeiðsins og hinni góðu samvinnu f. S. í og U. M. F. í. og kynti námssveinum kennara sína. Jón Þorsteinsson skýrði frá þáttöku í námsskeiðinu, sagði til nafns allra nemenda, og hvaðan þeir væru. Auk þeirra töluðu: Guðm. Kristinn, Axel Tulinius, Helgi Valtýsson, Jón Þorsteins- son á ný og Gunnl. Björnsson. Stjórn í. S. í. á þakkir skilið fyrir mót þetta. Var það óblandiið gleðiefni öllum þeim er það sátu. Veit eg með vissu að námssve'in- ar þesðir, er flestnr voru nýkomn- ir til bæjarins og ölKim ókunnug ír, muní stjórn í. S. í. mjög þakk-l látir fyrir þessa óvænt hugul- semi. H. V. —Vísir 10. nóv. c»«i»«r»«t»-«i»«ffi«i»«r»«w>«w>«>»«»»«w«wi«i»«<»«g»«ws Frakkland og lsland. f ársbyrjun var beinum ferðum fyrir pakkapóst milli Frakklands og Norðurlanda, án viðkomu í Kaupmannahöfn, komið á fót. Svíþjóð, Noregur og Eystrasalts- löndlin nutu þar góðs af. í Stokk- hólmi gátu menn nú fengið pant- anir sínar frá Frakklandi af- gretiddar á 4—5 dögum, í Eystra- saltslöndunum á 10 dögum. Á- rangur af þessum beinu ferðum urðu töluvert aukin verzlunarvið- skifti. ísland varð út undan með þess- ar hraðaferðir, en nú er bót ráðin | á því. Frá 1. okt. s.l. er leiðin frá Belgíu,, Þýzkalandi og Svíþjóð, þ. e. a. s. beina lefiðin París-Köln- Málmey, opin fyrir póstböggla frá- öllum landshlutum Frakk- lands til fslands via Bergen. Einnig má geta þess, að frá því í maí s.l. má þyngd póstböggla til íslands vera 10 kg. í staðinn fyrir 5 kg. áður. Þessi umbót ætti að gera fólki hægt fyrir að kaupa ýmsar matvörur svo sem: súkku-j laði, kaffi, sykur, ólífu-olíu, nið- ursoðnar vörur, sem, ef alment notaðar, gætu haft mikla þýðingu til að’ létta af dýrtíðtinni. Frá ársbyrjun hefir innflutn- ingur frá Frakklandi í böggla-i pósfi aukist sem hér segir: Janúar............kr. 133.000 JÓLIN K0MA AÐEINS EINU SINNI A ARI <KhKKhKhK«h><hKhS CHKhKhKKKhkhkhki- Febrúar Marz .... Apríl.... Maí .... Júní .... Júlí 122,000 184.000 212 000 242.000 142.000 112,000 Ágúst................. 200,00 Þetta eru talandi tölur. —Vísfir 4. nóv. Kúptar herðar. Maður nokkur, L. E. Eeman að nafni, hefir nýlega gefið út bók um sjálflæWpingar. Árið I9I() varö hann fyrir nokkuru slysi og hugðu læknar honum eigi lif. En nú þykist hann hafa læknað sig sjálfur með aðferð sinni. Mr. Eeman fullyrðir, að menn séu geðverri nú á tímnm en iþeir voru fyrir 50 árum. Þrír fjórðu hlutar af illu skaj>H heim- inum segir hann að sé að kenna kúptum herðum. Það fyrsta, sem maður geri, er honum rennur í skap, sé að setja axlirnar i keng: ef hann rétti úr bakinu i staðinn, ætti hann áreiðanlega miklu óhægra með að reiðast. — Mr. Eeman hef- ir einkennilegt álit á iþróttum. FTeld ur hann því fram, að það sé í raun réttri nóg að sitja heima og huvsa um íþróttána eða aflraunina og þá vöðva, sem nota þurfi. Þetta komi blóðrásinni á stað, og stæli vöðvana engu síður en gömlu líkamlegu i- þróttirnar. Að gleðja alla og hressa um jólin, er skylda sérhvers manns. — Eitt af því, sem enginn má gleyma,, er að kaupa jólakökuna og gleðja sjálfan sfig og aðra af gæðum hennar. Þús- undir canadiskra heimila, kaupa ávalt Jólakökuna hjá Canada Bread, af því að þar fæst hún ljúffengust og bezt. Það er heldur engin furða, þótt Jólakakan hjá Canada Bread sé góð, þar sem.hún er búin til úr þeim ljúffengustu efnum, sem unt er að finna. í hana eru meðal annars notaðar rúsínur frá Ástralíu, pineapples frá Hawaiian eyjuílum og hnetur frá Texas og Bordeaux, ásamt fleiri ávöxtum frá hinure og þessum öðrum löndum. Auk þess er smjör- ið, eggin, mjólkin og sykrið, sem notað er, alt saman fyrsta flokks. Nú er ekki lengur nokkur minsta ástæða til að eyða löngum tíma frá öðrum nauðsyn- legum störfum til að baka Jólakökuna heima, þegar þér getið fengið hana tafarlaust frá Canada Bread félaginu. Jólakaka Canada Bread félagsins, vegur þrjú pund, vafin innan í fagran gljápappír og kostar að eins $2.50. Þér getið pantað Jólakökuna hvort heldur sem vera, vill, hjá matvörukaupmanni yðar eða be'int frá Canada Bread félaginu, sem sendir hana beint heim til yðar. I ii I i I i Canada Bread Co. WINNIPEG OSHAWA OTTAWA LIMITED TORONTO HAMILTON MONTREAL LONDON GALT HVt EKKI Litla rauða Banka- bók handa drengjum yðar eða stúlkum? Öllum drengjum og stúlkum þykir. gaman að eiga banka- bók. Opnið viðskiftin í dag og gefið Bankabókina í jóla- gjöf. Ekkert er betur þegið. Það leggur grundvöllinn að sparsemi og sjálfstæði. Þér getið fengið litlu, rauðu Bankabókina með því að leggja inn í bankann hvaða upphæð sem er, frá $1.00 og þar yfir. 3 %% renta. Trygging fylkisins Opinn 9-6 (á laugard. 9-1) Province ot Manitoba Savings Office 339 Garry St. 984 Main St. Viðhaldið til að styðja spár- semi og yelgengni fólksins EXCURSIONS Áustur Canada DESEMBER 1., 1926, TIL JANUAR 5., 1927 Vestur Strandar VISSA DAGA I DESEMBER, JANUAR OG FEBRUÁR Fjelagid er areidanlegt — Mikilsverd regla fyrir ad nota Canadian National brautirnar Látið 088 hjálpa yður að ráðstafa fcrðinni. Umboðsmenn vorir munu með ánœgju annast alt sem þér þurfið. Selja yður ódýrt far. gefa nægan fyrirvara, o, s.frv. eða skrifið W. J. QUINLAN, District Passenger Agent, Winnipeg CflHfllDAN NATlDNfll RfllLWAVS Nýtt Undravert Meðal Fyrir Yngri og Eldri. Það Líkist Töframeðali, Þegar Um Veikar Taugar Er að Ræða, Svefnleysi, Slæma Meltingu Eða Litla Matarlyst. Þeir, sem þetta lesa, munu.furða sig á þvi, að þetta nýja meðal hef- ir læknað þúsundir manna, sem liðið hafa af slíkum sjúkdómum. Þegar taugarpar eru veikar, mað- ur á bágt með svefn, hefir höfuð- verk og slæma meltingu, þá er | ekkert því líkt sem Nuga-Tne. Það gerir það sem því er ætlað og ger- ír það fljótt. Nuga-Tone veitir blóðinu járnefni og taugunum fosfór. Það er ótrúlegt, hve fljótt og vel það styrkir taugar og vöðva og bað gerir blóðið rautt og heil- brigt og veitir þeim sem þreyttir eru nýja orku og dugnað. Það veitir endurnærandi svefn, góða matarlyst og gerir manneskjuna hrausta og áhugasama. Ef þér liður ekki sem bezt, þá ættir þú sjálfs ín vegna og vina þinna, að reyna Nuga-Tone. Reyndu það í nokkra daga, og ef þér líður ekki j betur, þá taktu afganginn til lyf- salans og fáíýu aftur peningana. I Þeir sem búa til Nuga-Tone, vita svo vel um verkanir þess, að þeir . leggja fyrir alla lyfsala að ábyrgj- ast það og skila aftur peningun- um, ef þú ert ekki ánægður. Það er bragðgott og þú getur fengið mánaðarforða fyrir syo sem doll- ar. Meðmæli og ábyrgð og fæst hjá öllum góðum lyfsölum. '^.1111111111 m 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111; 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 m 1111 > ^ Excurslon Farbriefl = 1111 í 111111 m 11111 m 111 m m 11111111111111 m n m m 11111 m m 111111111111111111111111111111111111111111111111 m 1111 m 1 i^m 11 m 1111111 m 11 = fyrir Skemtilegar Vetrarferdir AUSTUR CANADA Farbréf til sölu daglega 1. Des. 1926 til 5. Jan. 1927 Gildandi í Þrjá Mánuði VESTUR AD HAFI V AN COUVER-VICTORIA NEW WESTMINSTER Farbr. til sölu vissa daga Des. - Jan. - Feb. Gilda til 15. Apríl, ’27 GAMLA LANDSINS Excursion Farbr. til Austurhafna SAINT JOHN - HALIFAX PORTLAND 1. dec. ’26 til 5. jan. ’27 SJERSTAKAR JARNBRAUTA LESTIR—SVEFNVAGNAR ALLA LEIÐ Fyrir skip, sem sigla frá W. Saint John í Desember Ná sambandi við E.S. Melita 1. Des. E.S. Montroyal 7. Des. E.S. Metagama 11. Des. E.S. Montcalm E.S. Minnedosa 15. Des. = Allir voiir uiuboðsmenn veita frekari upplýsingar |C4NA»IAN PACIFIC ~i m 1 m m 11 m 1 m m 111111 m m 11111 m 11 m 1 m 1 m m 1 m m i m m M’ 111 m 11111 m 1 m 1111111 i 1 m 1 m 1 m 111 m 1 m 11 m m 1 m: 1111 m 11111111 ir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.