Lögberg - 30.12.1926, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. DESEMRER 1926
Bls. 7
Friður á jörðu.
Olympia, 2. des. 1926.
Herra ritstjóri Lögbergs!
í blaði yðar Lögbergi, dags. 30.
sept. þ. á., stendur grein með fyr-
'irsögninni: “Föðurlandsástin tal-
in hættuleg’’ eftir skáldið Georg
Brandes.
Blaðið gefur í skyn, að skáldið
sé orðið gamalmenni og því engin
undrun, þótt honum sé farið að
förla og skoðanir hans orðnar
nokkuð gamaldags.
En þetta er hraparlegur mis-
skilningur, því maðurinn, “skáld-
ið”, skilur og sér lengra fram í
tímann, en samtíðarmenn hans,
og talar til þjóðanna aðvörunar-
orð og um leið orð í tíma töluð, og
er því leitt að hann skuli vera
misskilinn.
Eg er færai'i að segja meiningu
mína munnlega en skriflega, því
því eg hefi mjög lítið ritað í blöð-
in. En í þessm tilfelli finst mér
eg vera nauðbeygður til að skýra^
hvað felst í orðum skáldsins og
hvað honum liggur mest á hjarta.
Eg rita þetta ekki í þeim til-
gáng’i, að auka stælur, heldur ef
eg gæti brugðið ljósi yfir tímann,
sem vér lifum á, svo að betri og
færari menn mér færu að1 átta s'ig.
Þá væri tilgangi mínum náð.
Eg bið því alla lærða íslend-
ir.ga, sem kynnu a5 lesa eftirfar-
andi grein, sem eg nefni “Friður á
jörðu”, að vera ekki of harðir á
ritvillum, því eg er verkamaður
og hefi lítinn tíma.
Ekki er það méining mín, að
fordæma þjóðrækni, en eg held
því fram, að okkar skyldur nái
lengra en til okkar sjálfra.
Ef við eigum að uppfylla þessi
guðdómlegu orð, “Friður á jörðu”.
Friður á jörðu og imönnum
góður vilji.
Nú eru liðin 1926 ár síðan þess'i
himneski boðskapur var gefinn í-
búum jarðar vorrar; ekki sér-
stöku landi eða þjóð, heldur allri
jörðinni og hennar íbúum.
Nú líður að jólum og á hverri
jólanótt um nærfelt tvö þúsund
ár, hefir þessi sami boðskapur
verið endurtekinn í öllum löndum
og kirkjum kristninnar. Og svo
m'ikill kraftur fylgir þessum boð-
skap, að næstum hvert hjarta af
miljónum mannkynins fyllist
friði og eftirvænting um jólin,
jafnvel þótt trúna á frið á jörðu
sé varla að finna meðal fjöldans.
Á þeirri sömu stundu, sem þessi
boðskapur var gefinn út, fæddist
Jesús Kristur, sem kristnin kallar
nannkynsfrélsara — ekki einnar
þjóðar, heldur allra þjóða.
í kenningum sínum sýndi Krist-
ur mannkyninu, að nýtt tímabil
væri í vændum og að hann væri
kominn til að hjálpa mönnunum,
og und'irbua þjóðirnar. Hann
kendi og setti heiminum ný lög,
sem yrðu að vera skilin og upp-
fylt, þegar það tímabil byrjaði, og
hann lagði ríkt á við lærisveina
sína, að guðspjöllin, kenning'in,
yrði að vera boðuð um heim allan
fyrir þann tíma.
Meðan Kristur var hér og kendi,
var hann hörmulega misskilinn af
lærðra manna flokknum, og hefir
verið á öllum öldum síðan, og er
enn í dag. Samt hefir tekist að
gefa rétt álit um hann persónu-
lega, sem segir„ að hann hafi ver-
ið guð og maður í einni persónu,
sem meinar, að hann skildi bæði
hærri ög lægri lög guðs, eða “nine
lesser mysteries and three high-
er”, eða alt frá allra smæsta til
þess allra hæsta. Hann var sá
eini alfullkomni,— í flestum forn-
um trúarbrögðum voru fáeinir
menn, sem skildu eða var sýnt
inn í ókominn tíma, og í flestum,
ef ekki öllum fornum trúarbrögð-
um, þó fylgjendur þeirra dýrki
sína mismunandi guði og spá-
rcenn, þá benda þeir til þess eina
fullkomna, sem eigi að koma,
meiri og máttugri en þeirra þá-
verandi guðir.
Hér er hvorki tími né rúm að
rekja öll trúarbrögð, samt vil eg
* benda á heiðnina, því hún var
okkar forfeðra trú. Þar er talað
um “ragnarök” (l)ósaskifti, —
twilight); og eftir að óðinn var
dauður, var bent á, að annar
mundi fæðast meiri og máttugri
en 0ðinn, eða hinn fullkomni. Sem
sönAun set eg hér eitt erindi úr
goðafræðinni, sem skýrir þetta
betur en heil ritgjörð:
“Then comes another
yet more mighty
but him dare I not
venture'”to name. •».
Few look further forward
than to time
when Odin goes
to meet the wolf.”
—(*) Hindla’s Lay).
Enginn sá, sem skilur, efar að
hér er átt við “Jesúm Krist hinn
máttuga” og að forfeður okkar
skildu betur tímann fram undan
þeim þá, heldur en afkomendur
þeirra nú. Það sýnir bezt, að á
síðustu þúsund árum hefir þeim
tekist að gjöra þá herskáustu vík-
ingaþjóð að friðsömustu þjóð
heimsins.
Að Jesús Kristur sé sá, sem öll
trúarbrögð bentu til að koma
ætti, sannast bezt við fæðing
hans, þegar þrír stór-vitringar
koma að heimsækja nýfædda
meistarann. Þegar aðgætt er,
hvaðan þeir( komu, sést bezt, að
einn var fyrir hvita þjóðflokkinn,
annar fyrir gulu þjóðirnar, og sá
þriðji fyrir þær svörtu. Allur
mannheimur fagnaði í gegn um
■þessa þrjá menn, sem höfðu dýr-
mætar gjafir meðferðis, sem voru
“symbol” eða tákn og djúpur
leyndardómur liggur á bak við —
því þeir vissu vel, hvað var að
gjörast í heiminum og hver var
fæddur.
Nú, fyrst við vitum, að Jesús
Kristur var hinn eini fullkomni,
hvaða rétt höfum við þá til að
efa orð hans? Eins og hann hafi
talað nokkuð það, sem ekki komi
fram, ef rétt er skilið?
En, lesari góður, talaðu við eins
marga menn og þú átt kost á, um 1
frið á jörðu, bræðralag .þjóðanna
(brotherhood of man), og þú
kemst að raun um, að það eru fá-
ir af fjöldanum, sem trúa að slíkt
geti nokkurn tíma átt sér stað,
þar af leiðandi vinna þeir ekkert
að því máli. Örðið “friður á
jörðu” er þvi. -nokkurs konar
tákn. Samt má óefað finna 75 af
100 í Ameríku, sem í hjarta sínu
hata stríð, og Evrópuþjóðirnar eru
að reyna að ná friðarsamningum
hver við aðra, en meinið er, að
of mikil þjóðrækni fæðir af sér
þjóðarrig, þjóðardramb og stríð
að endingu. Og alt þetta þlýst
af misskilningi á kenningu Krista
og komandi tíð.
Biblían er sú eina bók, sem gef-
in er út fyrir almenning sem trú-
arlegur leiðarsteinn, en hún er að
eins texta-bók, og bak við næstum
hvert orð liggja heil, djúp höf af
dulspeki, sem hver einstaklingur
verður að brúa, ef hann ætlar að
ná því takmarki, sem guð ætlar
honum.
Á því timabili, sem friður verð-
ur stofnsettur á jörðu undir hærri
lögum guðs, jærður biblían öll
skilin á sama veg af öllum og þá
verður “ein hjörð og einn hirðir”.
Hér má benda á þessi lítt skildu
orð Krists, þar sem hann segir:
“Hver sem kemur til min, og ekki
hatar föður og móður, konu og
börn, systur og bróður, og jafnvel
sitt eigið líf, getur ekki verið
minn lærisveinn”. 1 Orðið ”hatur”
er óviðfeldið í þýðingunni, en svo
er orðið “hatur” lagt út á tvo
mismunandi vegu í “Thora”. En
orðin meina óefað þannig, að hver
sem ekki rís upp yfir sínar* fam-
iiíu skyldur eða síns Jieimalands
og þjóðar, rís upp yfir alla sjálfs-
elsku í öllum skilningi, getur
ekki verið hans lærisveinn. Þvi
slikur maður leggur enga hjálp
til alþjóðar spursmálsins og skil-
ur ekki tímann, sem fram undan
er, frekar en Gyðingarnir forðum.
Gyðingaþjóðin er ljósasti vottur
um hvernig þjóðirnar gjöra sig
að steingjörfingum. Sú þjóð er
eins langt til baka og “Lemurian”
tímabilið, eru því tvistraðir með-
al allra þjóða, ef ske mætti að fá-
einir meðal hennar yrði^ hæfir
fyrir h‘inn s'íðasta þjóðstofn, sem
er að byrja að myndast. Þjóðirn-
ar verða að brotna í smá-mola í
vissum skilningi, líkt og hið sig-
ursæla sverð óðins, sem brotn-
aði og “Mímir”, sem meinar “Al-
chemist” gat ekki sett saman, fyr
en búið var að brjóta það í smá-
agnir, — þá gat hann búið til úr
brotunum nýtt og enn sigursælla
sverð. Eins er með þjóðirnar, og
alt þeirra sjálfselsku fyrirkomu-
lag getur ekki orðið sett saman,
fyr en alt er brotið í sundur og
sett í eina deiglu—“melting pot”—
og allur sori hreinsaður burtu,
þ'íi að eins það hreina verður
brúkað fyrir nýja tímann. *
Margir halda því fram í sam-
bandi við frið á jörðu, að nú séu
liðin nær tvö þúsund ár síðan
Kristur fæddist, og aldrei hafi
verið verra útlit en nú. En þeg-
ar tekið er tillit til þess, að tvö
þúsund ár eru lítið á aðra billíón
mínútur, og við jafnvel ætlumst
til að nágrannaþjóðir okkar borgi
margfalt hærr'i upphæðir í doll-
ara tali, þá getum vér skilið hvað
tvö þúsund ár eru lítið tímabil í
skeiði jarðarinnar.
Aðrir rita sem strangir vand-
lætarar, og draga fram öll þau
hörmulegu skálkapör og*siðspill-|
ingar, sem eiga sér stað víðsyeg- j
ar um heim'inn, sérstaklega í'
Bandaríkjunum, og spyrja úti loft?
ið: “Er heimurinn virkilega að
batna?”.
En, bróðir, við getum ekki dæmt
heiminn eftir þeim sönnunum, þvíj
út frá hliðum hinnar “fordæmdu”j
Jerúsalem hóf iKVists kenningj
göngu sína, og mitt í hinni “gjör-
spiltu” Róm setti kristnin í önd-l
verðu hásæti sitt; og í okkar
“viltu” Bandaríkjum verður og er
byrjað að leggja hornsteininn
fyrir hið síðasta “Race”
(Brotherhood of 'Man), af öllum
þjóðbrotum heimsins.
Vér, sem lifum á þessari hrað-
fleygu öld — “Nuratic Age” eða
“Nerveracking Age” sjáum inn
í hreinsunareld eða “purgatory”
þjóðanna.
En komdu með mér, vinur, á
næstu biðstöð. Þar lærum við
að sjá mennina, bræður okkar og
systur, eins og guð sér þá á þeim
sjöunda degl, en ekki eins og við
sjáum þá í dag. Við lifum nú
á síðari hluta fjórða tímabilsins,
eða fjórða dags sköpunarinnar,
þá eru meir en þrjú tímabil eftir.,
Eftir sköpunarsögunni að dæma,
byrjar bræðralags tímabilið, —
“6th Epoch” — með fimta degi;
á 6. degi er maðurinn orðinn í
guðs mynd. Þá er jörðin og menn-
irnir orðin svo fullkomin, að ekk-
ert orð er til í neinu tungumáli
nú, sem hægt væri að brúka til
skýringar, því þá verður að éins
eitt tungumál, er fullnægir þeim
tíma. Á 7. degi eh alt orðið harla-
gott, eins og guð sá það í fyrstu,
þvi hann sá jörðina og alt sem á
henni er í sinni framþróun, frá
byrjun til enda.
Þetta er í fullu samræmi við
biblíuna. Er því auðsætt, að
þjóðirnar mega engan tíma missa,
ef þær ætla að verð viðbúnar
þeinf degi, sem vanalega er kall-
aður dómsdagur eða síðasti dag-
ur%essa heims, en er að eins end-
ir á þessu 4. tímabili.
Að Kristur Jesús komi sjálfur
á þeim tíma, er engum vafa bund-
ið,. og að enginn veit hvenær sá
dagur kemur. En vissulega verð-
ur alt skilið frá, sem ekki er hæft
fyrir hinn nýja tíma, líkt og þeg-
ar þetta tímabil byrjaði, að þá
sökk allur Atlantis-þjóðstofninn,
nema að eins fáir, er af komust
upp á Asíus hálendið, “Gobe”-
slétturnar. Samanber Nóaflóð.
Látum okkur, kæru íslending-
ar, verða með þeim fyrstu að
skilja breytinguna eða tímann
fram undan, heldur en að lifa til
baka á löngu liðnum öldum for-
feðra vorra. Látum okkur vinna
að alheims friði og allra þjóða
heill, hvar sem vér erum staddir
á jörðinni. Með því gjörum vér
þjóð vorri mest gagn og um leið
okkur sjálfum. Það væri næstum
himnesk gleði að hugsa sér, að
þegar sá tími kemur að Kristur
heldur andlega innreið sina í höf-
Uðborg hvers lands, að hann
hefði þá ekki ástæðu til að gráta
yfir borginni Reykjavik á íslandi,
eins og hinni fornu Jerúsalem.
Þorsteinn M. Borgfjörð.
Nýstárleg pólitík.
Eftir Jón Einarsson.
Það er all-langur tími umliðinn
síðan mér var send “að heiman”
bók nokkur til lesturs og frekari
íhugunar. En fyrir sérstakar á-
stæður, sem vel mætti nefna for-
föll, örlög eða hvað annað, sem
við þætti eiga, hefir dregist helzti
lengi fyrir mér að geta ritsins að
nokkru, og skal því hér farið, sem
allra orðfæst, yfir innihaldið. —
Hreyfi eg ekki mál'i þessu vegna
þess, að eg telji mig manna fær-
astan til að rita um stjórnfræði-
leg mál, heldur hins, að hér ligg-
ur fyrir óvenjuleg meðferð ýmsra
stór-þýðlngarmikilla atriða, sem
ekki einungis eiga við stjórnmál
lslands, heldur og eru hugsunar-
fræðisiega nátengnd og nytsöm
í hverju því landi, sem um væri
að ræða í svipinn. Ekki heldur
hefi eg orJið þess var, að bókin
hafi enn verið send vestur um haf
til útsölu, né blöðum hér til um-
getningar.
Nafn bókarinnar er reyndar vel
valið og-é við efnið, sem hver les-
ari mun við kannast; en áður én
farið er yfir innihald ritsins mun
fáa gruna, hve margt er hér að
finna af óvæntum umræðuefnum
/»
og ýhisum fróðleik. Bókin heitir
“KOMANDI ÁR.”
Höfundurinn er Jónas Jónsson
(frá Hriflu). Það af ritinu, sem
hér er um að ræða, er að eins
“fyrra bindið”, prentað í prent-
smiðjunni Acta H. F., Reykjavík.
Stærð 192 bls. í þægilegu 8-blaða
broti. Ytri frágangur, pappír og
prentun góð, / og prófarkalestur
vel frá genginn, að eins örfáar
skaðlausar smávillur aftar miðju
á stöku stað. Framsetning máls-
ins, málið, orðgnóttin—hin gagn-
orðar’i—langt fram yfir það sem
Venjulegast gerist.
Væri eg beðinn að segja í sem
fæstum orðum hvaða tegundar
þessi bók væri að efni til, myndi
hik verða á svarinu; svo er það
margt, er hún fjallar um. Líklega
myndi eg helzt segja sem svo:
Bókin er hvort sem þú vilt helzt
nefna hana: hagf-æðileg stjórn-
fræði (pólitík), H'órnfræðileg bú-
fræði eða búfræðileg stjórnvís-
indi. En þó væri svarið miður
fullnægjandi en skyldi.
Stjórnfræðistefnan sjálf er Sam-
eignar eða Samvinnu pólitík,
framsett með rökfimi í bezta lagi,
án alls æsings þess, er nú tíðkast
all-víða austan hafs, sem vestan.
Fáir hygg eg þeir muni, vestan
hafs að minsta kosti, sem ekki
myndu finna austur-ísl. stjórn-
málaþekkingu sína vaxa að vizku
við lestur þessa rits, ekki einung-
is að því er snertir nútíðarmálin,
eins og þau eru, heldur eins og
þau voru frá íslenzku alda öðli.
Það er meðferð málanna, sem ger-
ir pólitík ritsins nýstárlega. Litir
hugsjónanna eru málaðir rök-
blævum þeim, sem listin ein finn-
ur tæki til. Efni litanna er sótt
til allra hinna merkari landa Ev-
rópu, Canada, Bandaríkjnna og
víðar að. Höf. þessi getur dregið
skýrar myndir með fleirum l'itum
en svörtum og hvítum. Eiginlega
dregur hann ekki aðrar myndir en
þær, sem ljósar eru og krítík
standast. Margir af okkar elsku-
legu vestur-íslenzku bræðrum og
hjartkæru systrum, þeim, er sam-
eígnar og samvinnu málin bera
fyrir hlýju brjósti, hefðu gott af
og þörf fyrir að lesa þessa bók, og
hefja málsóknir sínar með líku
snið'i, það er að segja þeir og þær
fáu, — sárfáu—, sem slíka hæfi-
leika hafa til umráða, er hér
getur.
Bókinni er skift í 5 kafla, auk
“inngangsins”, sem út af fyrir
sig er 38 bls., og sem einnig er
skift í 5 kafla.
Innganginn má lesarinn með
er.gu mótl hlaupa yfir. Hann er
fullur af sögulegum fróðleik aftur
til ómuna tíðar, að því er ísland
snertir. Og þótt sumt af skýrandi
atriðum þess máls sé alt annað en
hressandi og gleðjandi með köfl-
um, þá samt eru þar tryggar und-
irstöður fengnar til að byggja á
hagfræðilegar borgir þjóðar, sem
framsókn háir. — Fyrirsagnir
þessara fimm kafla eru:
I. Arfurinn. Stutt grein, en full
af sögu og samanburðum.
II. Rústir stríðsáranna, að sumu
leyti næsta ömurleg frásaga, en á
hinn bóginn áþekk vestur-íslenzk-
um íslandsminnum að því leyti
er snertir ítrekun margfaldra
sannm^la þeirra, er sýna hið tak-
markalitla raunþol litlu íslenzku
þjóðarinnar í höfum norður.
III. Colosseum. Stjórnfræðileg,
| siðfræðileg og hagfræðileg sam-
anburðar skrá aftur til “Coloss-
eum” þess, er flestir við kannast
frá blómatíð og þó á ýmsan hátt
siðleysistíð Rómaríkis. Þenna
kafla þarf að taka með í lestrin-
um.
IV. Verke/fni. Stutt mál, fult
af löngu efni. Skýrir margt það
viðfangsefnið fyrir framfara-
hneigðum lýð, sem ýmsum ella
myndi yfirsjást.
V. Flokkun og flokkaskifting.
Þetta er lang-lengsti kafli “Inn-
gangsins”, jafnlangur öllum hin-
j um fjórum til samans. Kennir
I hér og ýmsi^a grasa, sem allir
munu eigi flokka á sama veg í
plönturíkinu. Þrátt fyrir það,
j þótt höf. sé alveg ákveðinn, eða
| réttara sagt, vegna þess að höf.
i er alveg ákveðinn og ábyggilegur
| á merkan hátt, sem framfara og
samvinnu aðili, þá kemur hér
margt fyrir til lesturs og útskýr-
inga, sem þverhattar næsta mjög
við það, sem ýmsir af okkar vest-
j rænu “co-operative” - hugsandi
mönnum og “Bolshevikum” geðj-
I ast bezt í meðferð þeirra mála.
I Höfundur hefir sjáanlega meiri
■ þekkingu og gætnari dómgreind á
j samvinnufræðum, en fjöldinn
hefir enn öðlast. Hvorki hér né
I annars staðar í ritinu er mælt
mðð uppreistar aðferðum né ætl-
ast til, að Rómaborg gæti verið
bygð á einum degi, svo vel væri.
Eg tek hér upp að eins þessar ör-
fáu setningar, sem handahófsval,
til sýnis:
“Höfuðviðfangsefni hugsandi
íslendinga hlýtur að verða það, J
að gera lífrænt fyrir íslenzku
þjóðina í þessu landi. Að hér lifi
menn andlega og líkamlega heil-
brigðir.”
“Nú á dögum eru flokkarnir
vinnuvélar þjóðanna. Flokkar eru
samstæðir hópar skoðanaskyldra
einslakhnga, sem vilja hlita föstu
skipulagi og stefna að vissu
marki um aðgerðir þjóðfélags-
ins.”
“Flokkarnir eru nauðsynlegir
af því að skipulag þeirra samein-
ar mátt margra við lausn erfiðra
viðfangsefna.”
“Það er nokkurn veginn ber-
sýnilegt, að á íslandi geta ekki á
næstu árum orðið til nema þrír
flokkar, af„því að ekki eru nema
þrjár fjármálastefnur, sem áhrif
hafa á skoðanir íslendinga: Sam-
kepnin, Samvinnan og Sameign-
in.”
Eru þessar þrjár stefnur hér
þaul-skýrðar og rökræddar á
marga vegu. Er hér, sem og á
mörgum öðrum stöðum í bókinni,
mörg hnittileg setning, . en þó
hvergi mist sjónar á rökfærslu og
hugsunarfræðilegum skýringum.
Sérkennilegt má það og telja við
nýtízku rökfræðing, sem hér gæt-
ir í þessum kafla og víðar í bók-
inni, að hann virðist ekki vera
vaxinn upp fyrir kristin fræði,
eins og fjöldinn af oflátungum
samtíðarinnar. Á 31. þls. er þetta
að lesa:
“Jafnvel í eins fullkomin trúar-
brögð og kristíndóminn hafa
slæðst mannfórnarkenningar, sem
eru miklu skyldari mannblótum
fyrri alda, en kenningum Krists.”
Hér segir svo:
“Auðmejm og öreigar eru sam-
herjar í baráttunni móti nátt-
úrunni. En um herfangið
deila þeir, og er ekki spurt
um frið. Afltök og sviftingar
: þessara aðila valda mestu um
! stórviðburði samtíðarinnar í for-
''ústulöndum heimsins, og er þó
ekki séð fyrir leikslokin.”
Um flokknauðsyn má margt
j fræðast á bls. 35. Höf. gerir
hvergi ráð fyrir að drepa alla
j flokka nema að eins einn, éins og
j býsna margir svonefndir fram-
j faramenn helmta, ef dæma má
eftir orðum og umbrotum þeirra
j hér megin hafs og austan.
Þá kemur aðal málafærsla bók-
j arinnar; en eigi verður hér nema
I á allra fáorðastan hátt drepið á
j hin' mörgu stórfróðlegu og víðast
hvar miög vel skýrðu mál, sem um
■ er f jallað, en að eins þeim, er
I kynna vildu sér þau frekar, vísað
j til lesturs bókarinnar í heild. —
I Verður þá fyrst fyrir: “Fyrsti
kafli”, sem fjallar um “löggjöf,
stjórn og fjármál.”
I. Lagagerðin. Er hér bent á
margt það, er óhöppum hafi vald-
ið og'enn veldur í lagagerð liðins
tíma og hvernig um það mætti
bæta. Til skelfingar öfgafrjáls-
um lesanda segir hér meðal ann-
ars svo:
“Löggjöf 30 síðustu áranna ber
vott um hversu fer, ef flokkalaust
þing grautar aðtsoðarlaust gegn
um alla löggjöfina”. “Með vax-
andi festu í flokkaskipun lands-
ins, má gera ráð fyrir að vinnu-
brögð þingsins batni.”
II. Alþingi á Þingvöllum. Þetta
er kafli, sem hugðnæmur ætti að
reynast þjóðræknum íslendingum
vestan hafs sem austan.
III. Stjórn. Mjög skýrt mál um
flokkamyndun að fornu og nýju,
nokkuð berort með köflum, hver-
vetna hiklaust og sagnfesturíkt.
Nokkuð er hér vikið að sérstökum
embættismönnum landsins i viss-
um launuðum stöðum, t.a.m. þetta:
“Þannig eru tveir nábúalæknar
hér á landi sannir að sök, annar
m að hafa flogist á við sjúkling
s’nn, hinn að hafa útdeilt á einu
ári 20 tunnum af hreinum vin-
anda til “sjúklinga” sinna. Yfir-
völdin vita um síðara tilfellið og
taka samt ekki af manninum
læknisleyfi. . . . Borgararnir mót-
mæla ekki og yfirvöldin loka aug-
unum.” ■ ^
IV. Fjármál. Meðal annars eru
hér ræddir tollar og tekjuskattar
greinilega og rökfast. Og enn
fremur bent á ráð til umbóta.
V. Bankar. Mjög skýrt mál um
þetta flókna efni og margt nýtt I
bendingum, en næsta ólíkt hug-
myndum sumra landa okkar hér
vestra, þeirra, er gera þá kröfu til
banka eða annara fjáreigenda, að
þeim beri að lána peninga vaxta-
laust og tryggingarlaust til hvers
þess er þiggja vill. Menn ættu að
lesa þenna kafla allan, ef tök eru
á.N
Annar kafli. Skipaferðir, járn-
brautir, og akvegir.
I. Skipaferðir. Hér koma ýms
kurl til grafar. Á ýmsum stöðum
er efninu þannig hagað, að mjög
myndi mörgum landanum vestan
hafsins aukast þekking á því, og
talsverð löngun til að vita frekar
t. a. m. um Eimskipafélagið, en
blöðin okkar hér færa í letur.
II. Járnbrautir. Mál þetta
hér rætt hlutdrægnisminna
sumum varð, er hitinn var mestur
og kapp meira en forejá, er blaða-
greinar báru vott um fyrir nokkru
síðan.
III. Akvégir. Skýrt mál,
eins og hinir partar ritsins gagn
ort, ef ekki fyndið. Gætir hér
talsvert ”krítíkur” um vinnubrögð
og starfstjórn við vegabætur o. fl.
Vmsar, sjáanlega mjpg starfsénar
(praktiskar) bendingar gefnar, er
að mjög miklum notum hlytu að
koma, ef upp væru teknar. Lítur
höf. á nauðsyn samgöngufæra,
er
en
og
því er vegu og tæki snertir,
að
á
sc.ma hátt og frámgjarnir borgar-
ar í Bandaríkjunum og Canada.
ÞV'.ðji kafli. Veltufé og verzluw.
I. Veltufjárleysi. Meðal annars
eftirtektaverðs efnis í kafla þess-
um, segir hér svo í sambandi við
markaðskreppu landsins
“íslenzka þjóðin lifir mestan
hluta hvers árs á lánuðu fé. Hálft
árið, tvo þriðju hluta þess, árið
alt og stundum meira. Og höfuð-
stóllinn er að miklu leyti bón-
bjargafé frá erlendum þjóðum.”
II. Afurðasalan. Þetta er þaul-
rakið mál og grípur á flestum
agnúum sölu-óþægindanna á áf-
urðum lands og sjávar, ásamt
mörgum svo nefndum aukaatrið-
um, sem við rökræðinguna verða
eiginlega í flokki aðal erfiðleik-
anna. íslenzkir bolshevikar og
communistar, þeir er bokkra rök-
skygni og gætni eiga, ættu að
kynna sér sumt það, sem hér er til
sagnar fært, og þyrftu jafnvel
ekki að sneiða hjá því, sem greint
er um viss atriði í hagfræðismál-
um Dana, sem vitanlega er alment
vitnað í sem fyrirmynd alls hins
bezta og fullkomnasta í öllu.
Höf. rits þessa hefir auðsjáanlega
heldur viljað "vita rétt en hyggja
rangt” áður en hann reit um þessi
mál, sem önnur efni í bókinni: Er
þetta einn lengsti og fjöltækasti
kafli bókarinnar, næstum ótrúlega
yfirgripsdrjúgur.
III. Þrískifting íslenzkrar verzl-
unar. Skýrir á fjölmargan hátt
frá hugsjónum Samkepninnar,
Samvinnu- og Sameignarmanna.
Ljós rökfærsla og djörf, eins og
alt ritið er í heild sinni.
Fjórði kafli. Ræktun lands og
lagar.
I. Er landið að blása upp? Þetta
er einn styzti kafli ritsins, en
Iangur að, gagnyrðum og sláandi
punktum. II. Landvarnir. III.
Áveitur. IV. Túnræktin. — Þess-
ir kaflar mega að mestu leyti
teljast, nýtízku búfræði, eða bún-
aðar hagfræði. Ekki er mér kunn-
ugt mentaskeið höf., en það veit
eg, að hverjum vel lærðum bú-
fræðingi væri sómi í því að geta
ritað um efni þessi líkt og hér er
um þau höndum leikið: Þet.ta eru
stórviturleg tilþrif og bera vott
um nákvæma þekkingu á efninu,
sem til umræðu er tekið. — V.
Ræktun hafs og vatna. Fjallar
um fiskiklak o. fl., er að þeim lið
búnaðarins Iýtur.
Fimti kafli. Hvítu kolin. — Slá-
andi dæmi um ráðleysu sölu lands-
ins á veiðistöðum stórnýtum ám
til útlendra auðfélaga. Sjáanlega
hafa landsmenn átt erfitt með að
gera sér ljóst svarið gegn
spurningunni: Hver á árnar? Er
það mál skýrt hér í furðanlega
fám orðum, og þar að auki bent á
óóýrasta ráðið, sem mögulegt
virðist að hugsa sér, til að ná
fossunum og ánum í eign lands-
ins aftur. Sniðugt mál og næst-
um spaugilegt.
Sjötti kaflinn. Samvinnan.
I. Upphaf samvinnu, II. Nevtend-
ur og framleiðendur. III. Gagn-
stæðir straumar. IV. Kaupfélög-
in og sambandið.
Um “upphaf samvinnu” er mjög
skýrt og kunnuglegt mál, er sýnir
enn hve undirbúinn höf. hefir
verið, er hann reit kafla þann:
Samvinnusagan rakin frá byrjun
til yfirstandandi tíðar; höpp og
óhöpp leidd í ljós fram og bent á
ráðið til bóta. — “Neytendur og
framleiðendur” er með köflum
skýrt nokkuð á annan veg en ein-
hliða menn hérlendis venjulega
gera. Meðal annars segir hér svo:
“Allir, sem lifa, eru neytendur.
Allir sem eitthvað vinna til gagns,
eru framleiðendur. Og þar sem
allir eru neytendur og því nær
allir vinna eitthvað nýtilegt, get-
ur hér ekki verið að ræða um and-
stöðu, heldur tvær hliðar hins ó-
skiftilega mannlífs.”
“Gagnstæðir straumar.” Hér
eru ítrekaðar setningarnar næstu
hér á undan og þessu bætt við:
“Ófriður milii þessara aðlla er í
íaun réttri jafn-óþarfur, eins og
ef hönd hættir að veita lið hendi,
eða fótur fæti.” Kafli þessi flyt-
ur ömurlega skýrslu um hagi
heima þaiý dýrtíðina, braskið o. fl.
í sambandi við braskið (spekul-
ation?) segir svo t. a. m.: “Tökum
Rvík, með sína 500 kaupmenn,
sem hafa skapað bæinn í sinni
mynd. Nú er dýrara að lifa í þess-
um litla bæ, sem veitir íbúum sín-
um svo fá þægindi, heldur en stór-
um og glæsilegum borgum eins og
London og París.” Sem dæmi upp
á braskið segir svo meðal margs
fleira: “Ein lítil búslóð í miðri
Rvík hefir staðið til boða á 100
þúsund krónur nú nýverið. Og
hún hefir ekki þótt sérlega dýr. . .
Hús, sem kostuðu 5,000 kr. fyrir
10 árum, eru nú 25—30 þúsund. . .
Húsaleiga fyrir lélega ibúð í Rvík
er nú oft um 2,000 kr. á ári.” —
Kemur hér og inn kafli um Eim-
skipafélagið og það, við hve
ramman það hefir reip að draga,
þar sem Norðmenn eru annars
vegar, og sé þó Eimskipafél. vel
stjórnað. Er mjög margt í kafla
þessum, sem hinum öðrum, vel
sagt og viturlegar bendingar
gefnar til úrlausnar mörgum
þungum gátum. »
“Kaupfélögin og sambandið’
skýrir “eðlismun kaupmensku og
samvinnustefnu.” Getur þess, að
Torfi í ólafsdal hafi efnt “fyrstur
til stofnsjóðanna” á íslandi. Drep-
ur á hve miklu ýmsir sjálfment
aðir menn hafi komið til leiðar til
framfara í landinu á ýmsan veg.
V. Samvinnubyggingar. Er-hér
éigi sem hugðnæmust saga af
húsabyggingum á íslandi, en al-
veg þó í samræmi við hugmynd
þá, er eg hefi löngu síðan fengið
við lestur “Búnaðarritsins”; t. a.
m. segir hér svo:
“Mikið af þeim húsum, sem ís-
lendingar lifa í, eru úr slæmu efni
og haldlitlu, bygð með ósmekk-
legri gerð, herbergjaskipun óhag-
stæð, mikill húskuldi. Og samt
er mikið af þessum húsum svo
dýrt, að kostnaðurinn við að búa
í þeim er aðal þátturinn í að við-
halda dýrtiðinni í landinu.”
Það er meira en illa farið, þeg-
ar óhagkvæmni í húsagerð miðar
öldungis ekki til að spara neitt
fjárhagslega. Þegar peningaleg-
ar kröggur eru annars vegar, er
vonlegt að reynt sé að spara sem
mest við byggingarnar og að
mörgu verði alveg að sleppa, sem
æskilegt vai/ að hafa með. Slíku
er ekki hér að heilsa. Húsin eru
óþarflega, stundum blátt áfram
heimskulega dýr, og þó um leið
óhagstæð að herbergjaskipun,
kulda til, og eins og mýmargir
hafa tekið fram áður um húsa-
snið bæjanna og hinna nýrri hí-
býla út um-’ landið, ósmekkleg í
mesta máta að sniði til (stíl). Það
er ekki ætíð, að ósmekkleg og ó-
þægileg hús séu ódýrari en hin.
Byggingarleg hagfræði á íslandi
hefi eg lengi hugsað mér að væri
einn ömurlegasti ókosturinn heima
þar. Og að því er snertir hið eink-
ar góða og f jölmerkilega rit “Bún-
aðarritið”, má óhætt segja, að
mikið af húsagerðar ritgerðunum
þar sé hið eina, sem ekki er vel
eftir farandi.
í sambandi við málið um um-
bætt húsakynni, éinkum sameign-
ar húsagerðina, er hér í þessum
mjög mikilsverða kafla færð ljós
dæmi af gerðum og afkomu slíkra
þjóðbygðra eða félagsbygðra i-
búða, tekin frá ýmsum löndum —
svo mörgum fjarlægum stöðum,
að mann undrar næstum, að einn
maður skuli vita þetta alt út í æs-
ar, vegna þess að þetta er að eins
eitt af öllu því margkynslega, sem
höf. virðist þaulkunnugur. Hér
er getið nákvæmlega t. a. m. um
byggingar af þessu umbætta sam-
eignar tagi í Kaupmannahöfn,
Port Sunlight hjá Liverpool, þorp-
inu Freidorf rétt hjá Basel í Sviss-
landi, og Milano, rétt hjá stór-
borginni Milano í Podalnum.” —
Bendingarnar hér til umbóta, eins
margar og þær eru, skilst mér að
muni vera í nálega í öllum grein-
um mikils um verðar og að sjálf-
sögðu æksilegar, og hið eina prak-
tiskt umbótasnið er eg hefi aug-
um litið í ritum frá íslandi. Það
er því illa farið, ef ráðum þessum
verður eigi fullur gaumur gefinn. \
Um nýtízku húsin til sveita.
timbufhús járnvarin, hús úr
höggnum steini og steypuhús, er
hér hróslítið mál að lesa, en al-
gerlega í samræmi við hugmynd
mjög fróðs og fjöl-verkhyggins
manns á íslandi, sem gefið hafði
mér skilmerkilega lýsingu á þeirri
húsagerð fyrir nokkrum árum.
Eins og að framan er til tekið, er
pólitík sú, er hér ræðir, nýstárleg
að'éins vegna framsetningar þess
máls. Pólitíkin sjálf, þessi sam-
vinnu og sameiningar stjórnfræði
er yfirleitt mjög vel kunn — eink-
um í hennar einhliða, þröngu og
líttgrunduðu mynd, og vegna æs-
ings þess, er margir ómentaðir
(í þeirri grein) menn æfa, er
stefnunni oft og einatt skaði ger.
öll ósanngirni og gífurmæli með
hinum al-tíðu slagorðum um “auð-
vald”, “manufacturers”, “verk-
veitendur” og kvalda “consum-
ers” (neytendur). hafa enn lítið á
unnið annað en að fjölga óvinum
stefnunnar. Mjög margir vitrir
menn hafa nú þegar veitt þessu
máli fult fylgi, en þeir menn ræða
málið ekki með persónulegu hatri
til vissra andstæðra flokka. Fá-
um mönnum er svo varið, ekki sízt
þeim, er tilheyra þeim flokkum
sem sterkastir eru og bezt sam-
feldir (organized), að þeim sé
Ijúft að láta sinn hlut alveg að
óreyndu fyrir fáfróðleg illmæli
ein og önmir gífuryrði.
Ársfundur Afturhaldsmanna.
Conservative klúbburinn í Win-
nipeg hélt ársfund sinn á mánu-
dagskveldið í þessari viku og var
Mr. J. A. Banfield í einu hljóði
endurkosinn fftrseti þess félags fyr-
ir næsta ár. Conservative flokkur-
inn í Canada ætlar að halda flokks-
þing rnikið áður en langt líður til
að kjósa sér leiðtoga, því Hon.
Hugh Guthrie, er aðeins kosinn
leiðtogi til bráðabyrgðar og kom
það fram á þessum fundi, að tölu-
vert sterkar líkur eru til að það
flokksþing verði haldið í Winnipeg.
/