Lögberg - 30.12.1926, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.12.1926, Blaðsíða 1
♦ DBfíl/lNfT TAKIÐ SARGENT STRÆTIS rlVUyiIlCE. VAGN AÐ DYRUNUM ÞESSA VIKU ÁLVEG SÉRSTÖK MYND “THE LAST FRONTIEIT Hin stórkostlega Buffalo Stampede er sérstaklega áhrifa mikil. DDnviMrr takið sargent strœtis nvUVlnLI!. vagn að dyrunum NÆSTU VIKU ZANE GREY’S mikla mynd “FORLORN RIVER” 39. ARGANGUR. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 30. DESEMBER 1926 NÚMER 52 Canada. Við Grandview, Manitoba, hefir féla? nokkurt verið að láta grafa eftir olíu, og hefir hún fundist þar á 685 feta dýpi. Hafa nú þeg- ur verið teknar úr brunninum 150—200 tunnur af olíu, og er á- ætlað að hann muni gefa 30—40 tunnur á dag. Það er nú talið á- réiðanlegt, að þarna sé töluvert mikið af olíu og gera þeir, sem hér eiga hlut að máli, ráð fyrir að þar verði á næsta sumri tekin mikil olía úr jörðu. Á nokkrum öðrum stöðum í Manitoba hafa menn fundið vott fyrir olíu, og telja margir líklegt, að hér verði mikil olíutekja áður en langt líður. • • • T. D. Cumberland dómari í Brandon, Man., hefir sagt af sér embætti sínu frá 31. janúar 1927 að telja. Mr. Chumberland er upp- alinn i Ontario, en kom til Vest- ur-Canada 1881. Dómari hefir hann verið síðan 1893; ætlar hann nú að flytja sig til Victoria, B.C. * * * Svo segja kaupmenn í Winni- peg, að verzlun hafi verið töluvert meiri nú fyrir jólin, heldur en undanfarin ár. Jólagjafirnar, sem keyptar hafa verið í þetta sinn, eru engu færri heldur en áður, en yfirléitt betri og verð- meiri. Bendir þetta, eins og margt fleira, í þá átt, að fólkið hafi nú meiri peningaráð heldur en und- anfarin ár, enda má óhætt segja, hvað Vestui-Canada snertir, að árið sem nú er að enda, hafi ver- ið gott ár, þótt tíðin væri í haust óhagstæð og nýting á uppskeru þvi hvergi nærri góð. * * * Canadian National járnbrauta- félagið gerir ráð fyrir að byggja að minsta kosti fimm aukalínur út frá brautum sínum í Vestur- Canada á næsta sumri, ef sam- þykki þingsins fæst til þess: 1. Frá Ashmont, Alberta, inn í Beav- er River héraðið. 2. Milli St. Paul de Metis, Alta og Turtelford, 3. Áframhald af þeirri braut frá Turtleford til Shellbrook, Sask. 4. Milli Weyburn og Radville, Sask. 5. Aukabraut í austur frá Ridgeville, Sask. Bandaríkin. Fyrir skömmu brann kaþólskur Indíánaskóli í Fort Totten, í N.- Dak. Kaþólskar nunnur stóðu fyrir skólanum og hét sú systirin, sem fyrir þeim var, St. Alfred. Systrunum hepnaðist að koma öll- um börnunum, um hundrað, út úr byggingunni, en þegar því var lok- ið fór systir St. Alfred aftur inn í húsið, sem var að brenna, til að vera viss um, að enginn væri nú eftir. Skömmu síðar fundu slökkvi liðs mennirnir hana þar, yfir- komna af reyknum og meðvitund- arlausa. Var hún þá þegar flutt á spítala og raknaði við, en fékk lungnabólgu, sem leiddi hana til bana. Kona þessi, sem þannig lét lífið vegna trúmensku sinnar, var 64 ára að aldri. Hún var um langt skeið í St. Boniface, Man, og stundaði þar hjúkrun og kenslu. Margaret Hogan var hið rétta nafn hennar, og var hún ættuð frá Montreal. * * * Coolidge forseti heldur ekki, að Bandaríkjunum liggi sérlega mik- ið á því, að byggja tíu ný herskip, sem frumvarp er lagt hefir verið fyrir þingið gerir ráð fyrir að bygð verði nú þegar. * * * Það er mjðg algengt, að alls- konan sendinefndir ganga á fund forsetans, til að tala við hann um ýms sérmál, sem þær hafa fram að bera. Þegar þessar nefndir eru fámennar, þá heilsar Coolidge forseti hverjum fyr'ir sig með handabandi og segir eitthvert gott orð við hverh um sig, en sitt við hvern, meðan þeir eru ekki fleiri en tólf. Við hinn fjrrsta segir hann: “Hvernig líður yður?”. Við hinn annan: “Vænt þykir mér um að sjá yður”. Við hinn þriðja: “Eg vona yður lítist vel á Wash- irgton”1 a. s. frv. En þegar sa þrettándi kemur, byrjar hann aft- ur á sömu setningunni. í vikunni sem leið tók hann á móti 600 kon- um í einum hóp, sem Mrs. Carrie Chapman Cott var foringi fyrir, en vegna annríkis gat hann ekki veitt viðtal nefnd frá einhverju kvenfélagi 1 North Carolina. * * * Efri málstofan hefir ákveðið að leyfa 35,000 konum og börnum þeirra manna að flytja til Banda- ríkjanna, sem þangað hafa fluzt fyrir 1. júlí 1924 og sem nú hafa sótt um að gerast borgarar. Einn- ig 6r Bandaríkjakonum, sem mist hafa borgararétt sinn, með því að giftast útlendingum síðan 22. sep- tember 1922, nú leyft að koma aft- ur til landsins. * * * Skýrslur Bandaríkja stjórnar- innar sýna, að í Evrópu stríðinu hafi fallið á vígvelli 50,510 her- menn Bandaríkjanna, en 182,674 orðið sárir meirá og minna. * * * Skrifari alþjóða bandalagsins hefir boðið stjórn Bandaríkjanna að senda fimm fulltrúa á næsta Alþjóðaþing, sem haldið verður í Geneva 4. maí 1927, undir umsjón Bandalagsins, til að ræða um við- skiftamál þjóðanna. Bretland. Breta drotning keypti meðal annars 70 klukkur til að gefa á jólunum, fólki því, sem á einhvern hátt er í þjónustu konungs fjöl- skyldunnar. Eru þær af allskonar gerðum, en allar hafa þær það sameiginlegt, að vinnufóklið get- ur af þeim séð Og heýrt hvað tím- anum líður. Um jólin sáust þess engin merki í borgunum á Eng- landi, að þar hefir að undanförnu verið stórkostlegt verkfall og at- vinnuleysi, því þar var nú eins og vanalega ákaflega miklum pen- ingum varið til jólagjafa og jóla- íagnaðar. j * * * Aukakosningar til brezka þings- ins fóru fram í Smethwick á Eng- landi hinn 25. þ. m. Fóru þær þannig, að þingmannsefni verk;a- niannaflokksins, Oswald Mosley, vann mikinn sigur, og fékk fjölda atkkv. fram yfir gjgnsækjendur sína báða, sem voru conservative og liberal. Þessi nýkosni þing- maður er sjálfur stóreignamaður og er bæði hann og kona hans af auðugum höfðingjaættum. Það liggur ekki nærri, að það sé alt undirokaður öreigalýður, sem til- heyrir verkamannaflokknum á Englandi. Það lítur út fyrir, að töluvert kapp hafi verið í þessum kosningum og tóku þátt í þeim tvö af börnum Baldwins stjórnar- formanns. Dóttirin var með föð- ur sínum og íhaldsmönnunum, en sonurinn með verkamanna flokkn- um eins og hann hefir að undan- förnu verið. “Teknologisk Institut” í Kaup- mannahöfn á ýmiskonar matvæl- um og eldhúsföngum skipa. Geng- ust fyrir sýningu þessari ýmsir merkir menn og var sýningarstj. L. H. Fritzner, en forsetar sýn- ingarinnar voru þeir Th. Staun- ing forsætisráðherra, og J. Jen- sen borgarstjóri. Hafði íslend- ingum verið boðin þátttaka og tók hr. Jónas Lárusson bryti á “Gull- foss” að sér hinn íslenzka hluta sýningarinnar. Það sem sýning þessi hafði upp á að bjóða, var aðallega matföng, borðbúnaður og eldhúsgögn, svo stm tíðkast á skipum, og var þar margt nýstárlegt fyrir sýningar- gesti að sjá og heyra. Fæstir hafa gert sér í hugarUind hvílíkum mannafla stór hafskip, og enda millilandaskip vor, þurfa á að skipa til þess að fullnægja þörf- um farþeganna, sjúkra og hálf- sjúkra, á milli landa. En þarna voru saman ’komin á einn stað heil eldhús, matarsalir og uppbú- in borð af dýrindis krásum, þjón- ar og matsveinar eins og tíðkast á hafskipunum og var þá hægt að fá heildaryfirlit yfir alla þá fyr- irhöfn, sem sjóveiku(I) farþeg- arnir baka. Að því er íslenzka sýriingarhlut- ann snertir, var hann töluvert minni um sig en aðrir hlutar sýn- ingarinnar, en má þó óhætt full- yrða, að hann vakti mikla eftir- tekt, og ef til vill meiri en aðrir hlutar sýningarinnar, enda má svo að orði kveða, að hinn ötuli sýningarstjóri, hr. Jónas Lárus- son, hafi ekki látið neitt ósparað til þess að gera sýninguna sem bezt úr garði.' Sérstök áherzla hafði verið lögð á að sýna það, hve marga og frá- brugðna rétti mætti búa til úr ís- lenzkum afurðum, t. d. voru 25— 30 tegundir af síldarréttum fram- reiddir, 20 teg. af saltfiskréttum og átta af saltkjöti. Fyrir þessari margbreyttu mat- argerð stóð danskur maður, E. Köhler, sem náð hefir sérstakri fullkomnun í að tilreiða síld og saltfisk, og má óhætt þakka hon- um mikið hve mikla eftirtekt sýn- ingin hefir vakið, en það verður auðvitað til þess að auka almenn- ingi skilning á nytsemi og ágæti íslenzku afurðanna. Mikla eftirtekt vöktu hentug- lega tilbúnir saltfiskpakkar, svo kallaðir “Jonas” Brand pakkar, með hálfu kg. af saltfiski, sér- staklega ætlaðir til smákaupa. Hafði hr. Jónas Lárusson látið útbúa þá og gaf hann 1000 stykki á hlutaveltu, sem haldin var í sam- bandi við sýninguna. Heyrst hefir, að hr. Jónas Lár- usson ætli sér við fyrsta tækifæri að flytja íslenzka sýriingarhlut- ann upp til íslands til þess að sýna hann í Rgykjavík. — Slíkt myndi sjálfsagt mælast vel fyrir, því hingað til höfum vér íslend- ingar eigi kunnað að meta sild og saltfisk og tilreiða sVo sem vera ber, kynni sýningin því að koma að hinu mesta gagni. Eldsvoði í Winnipeg. Fjórir slökkviliðsmenn farast og níu verða fyrir meiðslum. HeimjD rá. Á fimtudagsmorguninn í vik- unni sem leið, 23. desember, kom eldur upp í Winnipeg leikhúsinu á Notre Dame Ave., og brann það til kaldra kola. Byggingin var gömul og hrörleg, marg umbætt, og nú lítt hæf til notkunar. Þeg- ar slökkvilið bæjarins var að reyna að slökkva eldinn og varna því, að hann breiddist út, þá vildi það slys til, að framhlið hússins hrundi og varð fjórum slökkviliðs- mönnum að bana, en níu aðrir þeirra urðu fyrir meiri og minni meiðslum. 'Nöfn manna þé'irra, sem lífið mistu í þessum eldsvoða, eru: Donald Melville, Robert Stewart, Arthur Smith og Robert S. Shear- er. Hinir, sem meiddust, fengu þegar í stað læknishjálp og að- hjúkrun og eru þeir nú allir á góðum batavegi og taldir úr allri hættu. Hverjar voru orsakir eldsins, er enn ekki augljóst, en rannsókn hefir verið hafin, sem vonandi leiðir í ljós allan sannleikann I þessu máli og hinar eiginlegu or- sakir til þess, að þetta hryggilega manntjón átti sér stað. Þetta voðaslys hefir orðið mörg- um Winnipegbúum mikið harms- efrii. Tregi og tár í stað jóla- gleði hefir orðið hlutskifti nán- ustu aðstandenda þeirra manna, sem hér létu lífið, þegar þeir voru að gegna skyldustörfum sínum Samborgarar þeirra taka þátt í sorg þeirra, og hafa sýnt það með því að skjóta saman fé fjölskyld- um hinna dánu manna til styrkt- ar. Nema þau samskot. þegar þetta er skrifað, um $4,000. Gefða mér fáeinar fjaðrir, að fljúga með þér, blær, heim yfir hafsjóa-breiður, því hjartað þangað slær. Dýrðleg sem draumsýn brosir úr djúpi móðurland; gott á hún, báran bláa, sem brotnar þar við sand. Firðir og fjallanna dalir mér faðminn breiða sinn; hver fífill, sem fegrar þar grundu, er fæddur bróðir minn. Richard Beck. ættlandið. Fyrir lofsverða milli- göngu bókavarðar nokkurs við Helligaands bókasafnið, Thom-, sens að nafni, hefir stúdentum tekist að fá leyfi fyrir því, að ís- lenzk blöð, sem þeim kynnu að verða send, fái að liggja frammi á Iestrarstofunni, til afnota fyrir íclendinga. í ráði er, að safniðj útvegi bækur, sem gefnar eru út á | íslandi, og bendi stúdentar áj hverjar séu líklegar til þess að vekja athygli og verða lesnar. fslendingafélagið hefir reynt að liggja eigi á liði sínu. Til þess að auka samlyndið sem mest með lóndum hér í bænum, ætlar félag- ið að stofna til skemtana og kaffikvölda, þar sem menn geta rabba saman um áhugamál sín og haft saklausa skemtun í frammi. Þá hafa og stúdmtar stofnað glímufélag, ty þess að iðka hina þjóðlegu íþrótt, og stendur félag- ið með miklum blóma. Félagslífið í vetur virðist ætla að verða holt mjög, og sérlega vel til þess fallið, að efla samtök meðal manna. Oft hefir það brunnið við, að þau væru frekar lítil, og hefir það orðið til meins j en lítils gagns. Eins má ef til villj spá því, að nýtt og fjörugt félags-j líf meðal íslendinga í Höfn verði til þess að vinna á móti öðrum, miður heppilegum kröftum. -Vísir. L. S. Hvaðanœfa. Nobel friðarverðlaunin 1925 hafa nýlega verið veitt 'Sir Austen Chamberlain, utanríkis ráðherra Breta, og Charles G. Dawes, vara- forseta ^andaríkjanna, en frið- arverðlaunin fyrir 1926 hafa hlot- ið þe^r Aristide Briand, núver- andi utanríkis ráðherra Frakka, og Dr. Gustav Stresemann, utan- ríkis ráðherra Þjóðverja. * * * Yoshihito keisari í Japan dó á jóladagsmorguninn. Hafði hann lengi verið veikur og ófær til rík- isstjórnar síðan 1921. Sonur hans hinn elzti, Hirohito, sem gegnt hefir ríkisstjórn í veikindum föð- ur síns, er nú keisari í Japan. -----y____ Islenzk matvælasýning í Höfn. Um það efni stendur eftirfar- andi ritgerð í Lesbók Morgun- blaðsins frá 30. nóv. í haust, og fylgir mynd af sýningarsvæðinu ásamt mynd Jónasar Lárussonar, bryta á Gullfossi, sem mestan og beztan þátt átti í að koma á sýningu þessari. Fréttararitara Mbl. í Höfn. segist svo frá: ,Ágæt auglýsing fyrir afurðir vorar. 30. f. m. var opnuð sýning í Frá Islandi. Reykjavík, 1. des. 1926. Árnesingamót var haldið síðast- hðifj laugardagskvöld á Hótel fs- land. Kjartan Gíslason frá^Mos- felli setti samkomuna, en ræður fluttu þeir Sigurður Skúlason stud. mag., séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur og Tómas Guð- mundsson, cand. juris. Kvæði var sungið eftir Kjartan Gíslason og söngmenn sungu nokkur lög. Licen- tias Dag Strömbáck var heiðurs- gestur á mótinu, las þar kvæði eftir Fröding og flutti stutta ræðu á íslenzku. — Vísir. Hafnarbréf. Khöfn, í október. í vetur virðist allmikið félags- líf ætla að verða með íslending- um í Hörn. Á meðal landa hér starfa allajafn 3 félög, íslend- ingafélagið, félag íslenzkra stú- denta og safnaðarfélagið. Af fé- lögum þessum virðist einna mest líf í stúdentafélaginu, enda er það félag þjóðlegast og algerlega sjálfstætt. Nýleg hefir nefnd verið skip- uð af stúdentum til þess að reyna að greiða veg fyrir því, að ís- lendingar hér í borginrii ættu greiðari aðgang að blöðum og bckum íslenzkum en hingað til hefir verið. Þetta er afarþýð- ir.garmikið atriði, þegar ræðir um verndun tungu og sambands við Af Síðu er skrifnð 5. þ.m.: Hér' hafa verið langvarandi þurkar og frost, en snjókomur engar; ýmsir þurfa að endurbæta fénaðarhús sín, en gaddur greip alt svo köld- um tökum, að það er ógert enn. Pest í sauðfé hefir gert vart við sig hér, en ekki tilfinnanlega enn. —Mbl. 16. nóv. G. G. Hagalín rithöfundur hef- ir i haust haldíð 60 fyrirlestra um ísland víðsvegar í Noregi. Hefir góður rómur verið gerður að fyr- irlestrum þessum. Mbl. Fanginn í Doorn. Amcrískur blaðamaður scgir frá. Keisarinn, sem forðum var svo voldugur og vinsæll, er nú giör- breyttur frá þvi sem áður var. Þjóðverjar mundu eigi þekkja hann þótt þeir sæju hann á gangi “Unter den Lánden”. En íbúarnir í Doorn þekkja hann vel og heilsa honum með lotningu, þegar hann kemur til þorpsins í verslunarerind- um. — Hann tekur kveðju þeirra og býður þeim góðan dag á hol- lenzku. Venjulegast er keisarinn í gráum fötum, en áður en hann sest að mið- degisverði fer hann jafnan í gamla hershö fðingj a einkennisklæðnaðinn ið vegna þess að fólkið vill ekki missa hann. Það er aðeins eitt, sem því likar ekki vel, að keisarinn greiðir ekki neinn skatt,. Heimilisvenjur. Keisarinn fer á fætur kl. 6 á hverjum morgni og fer þá morgun- göngu, en kemur heim aftur kl. 8,45. Þá fer fram guðræknisiðkan í höllinni og verða allir að vera þar viðstaddir, keisarafrúin og börn þeirrá tvö, skrifari keisara og alt þjónustufólkið, 20 alls. Keisarinn les sjálfur bibliutexta og bætir nokkrum hugleiðingum við og síð- an Ies hann faðirvor. Ef eigi er neitt sérstakt um að vera, þá fer keisarinn að þéssu loknu í bif út í skóg sem er skamt frá Doorn, einmitt á þeim stað þar sem hann flýði yfir landamæri Hol- lands 1918. Þar sagar hann og höggur lrrenni til þess að fá dálitla áreynslu. Endurminningar keisara. Eftir morgunverð fær keisarinn sér dálítinn lúr, en síðari hluta dagsins ver hann til þess að rifja upp endurminningar sínar og láta skrifarann rita þær niður.U-fann hefir unnið að þessu í mörg ár og fjallar -bókin um atburði þá, er gerðust fyrir strið og meðan á striðinu stóð. Oftast nær er gestkvæmt í höll- inni og koma þangað menn af öll- um stéttum svo sem prestar, banka- menn, liðsforingjar, sem halda trygð við keisarann, þýskir aðals- menn og ættingjar keisarans. Oft eru þau hjónin boðin til veislu hjá nágrönnunum, og eftir gömlum hirðsið ákveður keisarinn þá hve- nær skuli sest að borðum og kemur altaf stundvíslega. Stjórnin lætur altaf halda vörð um keisarann og í raun og veru er hann fangi þarna í Doom. í höll- inni eru altaf major með þrjá her- menn og vaka þeir svo að segja yfir hverju fótmáli keisarans. Keisarinn á fé í Englandsbanka, Frá Prússlandi fær keisarinn 600.000 mörk á ári, sér og sínum til lífsframfæris. Kona hans á auk þess stóreignir. Og mælt er ,að keis- arinn eigi stórfé geymt í Englands- banka og sé nú að gera tilraunir um það að fá það fé útborgað. Mbl. eins og farg á lífsmeið og gert hann úfinn og ósjálegan, verður að engu, en hann hreinn eins og fjallið, sem kemur fram undan þrumuskýi og baðandi ljósgeislar leika um. Þegar skúrin er liðiri hjá, koma hoppandi ljósálfar fram á hverja fjaJlsbringu og éins og kallandi, veifa Ijósum tröfum til allra þeirra, er sjá og heyra. Og þá er það, að himininn fellir feg- instár yfir nýbaðaðri fölskva- lausri sál, sem á ný hefir samein- ast ljósmagni því sem tendrar upp lífsins glæður og leiðir lífs- ins upp að brunnum þeim, sem alt af vex í, þegar glæður lífsins tendrast á ný. Ó þú, djúpa sorg, sem drekkir öllum áhyggjum niður í gleymsk- unnar haf, sem varpar eiturfargi af tilfinningasljófri sál, svo að hún réttist við aftur eins og jurt- in unga, sem bæld hefir verið nið- ur af þungum fótum. ó, þú þög- ula sorg, sem bælir niður hina rísandi boða í ástríðu róti mann- legra tilfinninga, sem að lægir storma á hafi framhleypninnar og fjötrar æstar öldur ásælnis og eigingirni. Sorgarperlan er öll- um, perlum dýrari, því sé hún geymd á leyndum stað, gerir hún alt upp Ijómað í kringum sig, svo að ekkert óhreint fær þar viðnám. Og þú, lamandi sorg, sem hrekur í burtu óheilindin og ruslugar hugsanir, svo að hin sanna sjón skýrist. Þá er það, að Ijósheim- ar opnast og æðri ljóshöf vefjast um hreina hraðfleyga sál, sem lyftir sér upp yfir höfin breiðu og drekkur af ósýnis græðandi lífgjafa lindum.—Lögr. Björn Methúsalemsson frá Ash- ern, Man., hefir verið staddur í borginhi nokkra undanfarna daga, en er nú lagður á stað til New York, þar sem hann býst við að dvelja fyrst um sinn. Þeir My. Bergman bankaþjónn og Mr. Thorsteinsson kennari, báðir frá Pas, Man., komu til borg- arinnar fyrir jólin að heimsækja ættingja og vini. Mr. og Mrs. D. W. Matheson frá Yorkton, Sask., og börn þeirra tvö, hafa um jólin verið hjá for- eldrum frúarinnar og systur hér í borginni. Mrs. Matheson var áður en hún giftist Miss Solveig Thomas. Professor Richard Beck Ph. D., og frú hans komu til borgarinnar á föstudaginn og verða þau hér þangað til á sunnudaginn, að þau fara aftur heimleiðís til North- field, Minn., þar sem Dr. Beck kennir nú við St. Olav College. Dr. Beck hefir ekki komið til Win- nipeg síðan 1922, að hann fóf til Cornell háskólans. Er fslending- um hér í borginni mikil ánægja að sjá hann nú aftur og heyra. Dr. Beck talar á samkomu Goodtempl- ara í kveld (fimtudag) og í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagsmorg- uninn kl. 11. HEIMA. sinn. Keisarinn hjálpsamur. Keisarinn er nafntogaður fvrir góðgerðarsemi sína. Eyrir nokkrum mánuðum voru miklir vatnavextir í héraðinu og biðu margir stórtjón. Þá fóru þau Vilhjálmur og Her- mine kona hans sjálf til þorpsins og keyptu þar ýmsar gjafir handa þeim, er harðast höfðu orðið úti. öllum ber saman um það í Doorn að það sé mesta vitleysá að Her- mine hafi reynt að fá hann til að brevta um bústa'o, en það getur ver- Sorgin. Eftir Ólaf ísleifsson. ( Sorgin er stundum eins nauð- synleg fyrir mannssálina eins og skúr á vordegi fyrir nýútsprungna rós, sem er að þrotum komin að berjast við þurk og kaldrana storma. Þá skýtur hún út nýjum frjóöngum, sem vaxa á leyndum stað, sem getur orðið að þroska- ríkri jurt með bikar fullan af blómfræi og knappa með björtum blöðum, sem breiða sig út, að veita veiku og lágvöxnu lífi lið og skjól og skuggasvala. Þegar sál- 1 in er mett af skúrum sorgarinnar, ‘ þá gefur hún frá sér ilm þann, sem aldrei átti synd í annars vasa. Sorgifl hreinsar svo hið andlega eiturloft, að alt hið kæfandi um- hverfis ryk hverfur svo að hið móðukenda mosk, sem legið hefir Mér veitir þrek að hugsa heim, í huganum eg er hjá þeim, sem ljós mín eru’ á lífsins braut, og létta hverja þraut. — Eg liðnar stundir lifi þar, mér lýaa helgar minningar í lundinn minn með ljós og yl, og ljóð og hörpuspil. Hve broshýr koma börnin mín, þau bera til mín gullin sín, þvi pabbi’ á líka‘ að leika með, og lyfta þeim upp á hnéð. Sú gleði’ er æðri’ en glaumsins mál, að gleðja barnsins hreinu sál, að klappa litlu kollana’ á, og kossa mjúka fá. Maríus Ólafsson. —Lesb. Mbl. Hinn 21. þ.m. andaðist að Fernie, B. C., Mrs. Alfred Thomp- son, (áður Miss Jónína S. Cryer), dóttir þeirra Mr. og Mrs. J. Cryer að 105 Olivia St., Winnipeg. Þeg- ar foreldrum hennar barst skeyti um að dóttir þeirra væri hættu- lega veik, brá móðir hennar þeg- ar við og fór vestur til að sjá hana. Var líkið flutt til Winni- peg og fór jarðarförin fram frá Fyrstu lút. kirkju á þriðjudaginn var. Mrs. Thompson var góð kona og vel gefin, eins og hún átti kyn til. \Hjúkrunarfræði hafði hún lært við Almenna spít- alann í Winnipeg, en giftist skömmu eftir að hún hafði lokið því námi. I 0r bœnum. • Jóns Sigurðssonar félagið held- ur fund næstkomandi þriðjudags- kveld, að heimili Mrs. Th. Borg- fjörð, 832 Broadway. Er afar árið- andi, að félagskonur mæti sem allra bezt, því mörg mikilvæg mál liggja fyrir fundinum. Thorsteinp Thorsteinsson, bóndi við Leslie, Sask., hefir verið i borginni undanfarna daga. “Saga”, annað hefti, annars ár- gangs, er svo til nýkomið út og er fjölbreytt að efni. Þess verður nánar getið í næsta blaði. Nýmæli er það á meðal Vestur- íllendinga, að auglýst séu i blöð- um þeirra höfuðból á íslandi, þegari þau eru á boðstólum til kaups eða ábúðar. En þó er það engan veginn óviðeigandi né held- ur óhugsandi, að þeir séu til á meðal þeirra, sem fýsi að gjörast eigendpr að og bændur á slíkum höfuðbólum. Það er nokkuð langt síðan að ritstjóri Lögbergs vakti máls á því, að á engan veg fengju Vestur-lslendingar unnið ættlandi sínu og þjóð þarfara verk, en að hæfir menn, sem væru búnir að öðlast þekkingu og reynslu í land- búnaði hér vestra, færu heim og gerðust bændur í sveitum íslands og flyttu þá þekkingu og reynslu, sem þeir hafa öðlast í Ameríku, heim með sér, svo feðraþjóð þeirra og land fengi að njóta þess sem þar reyndist hagnýtt af henni. — Hér býðst nú eitt slíkt tæki- færi hverjum þeim, sem ríð^ vill á vaðið og gjörast óðalsbóndi á einu hinu glæsilegasta höfuðbóli íslands og einhverri stærstu og mestu nytjajörð landsins. Sjá auglýsingu á seinustu síSu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.