Lögberg - 30.12.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.12.1926, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. DESEMBER 1926 Leyndarmál kon- unnar. Eftir óþektan höfwnd. Eg sagði þernunni, að eg skyldi sjálf spyrja um það, og fór hálfskelkuð ofan til að taka á móti gesti mínum. Hann sneri bakinu að mér og horfði á mynd þína. Mér kom ekki til hug- að það gæti verið annar en hann, og sagði: Frits Stanton.” “Það er ekki Frits Stanton, ungfrú,” sagði hann og hneigði sig, “það er ókunnur maður, sem leyfir sér að heimsækja yður.” Xei, það var ekki Frits, en hver var það þá? Og hvað gat þessi samhygðarlegi maður viljað ? “Mér þykir leitt, að þér skylduð ávarpa mig með nafni vesalings vinar míns, ungfrú, það bendir mér á, að menn vita hér ekki að Frits Stanton er dáinn fyrir nokkrum árum í útlönd- um. ” Frekjan, sem hann sagði þessi ósannindi með, gerði mér eitt augnablik ómögulegt að tala. Að hugsa sér, að eg hafði séð þá saman fvrir fáum vikum síðan, því þetta var sami mað- urinn, sem kom til hans í listigarðinum. Hann hefir eflaust misskilið þögn mína, því hann ýtti stóli til mín og sagði vingjarnlega: “Eg er hræddur um, að' eg hafi komið of undirbúningslaust með fregn mína, eg sé að hún hefir haft áhrif á yður — fyrirgefið mér ” Nú vissi eg fyrst, að hann hafði misskillð á- stæðuna til undrunar minnar, og hraðaði mér með að biðja hann að fá sér sæti, um leið og eg sagði eins kurteislega og eg gat: “Eg get ekki neitað þvi, að fregnin um dauða hr. Stantons kom mér á óvart, þótt hún hafi ekki eins mikil áhrif á mig og þér ímyndið yður. Nær og hvar er hann dáinn? Þetta er fvrsta fregnin, sem vér fáum þessu viðvíkj- andi.”, “Hann dó fyrir fjórum árum í Ameríku úr gulu sýkinni. Hann hafði, eins og þér vitið, enga fjölskyldu og naumast enga aðra vini en vðar auðmjúka þjón. Hann mintist á systur yðar, bað mig að leita hennar og sjá um barnið, ef það væri lifandi. Eftir langa rannsókn komst eg að því, að þau voru bæði dáin, en fyrir stuttu síðan frétti eg um verustað yðar, og kem nú til yðar, til þess að fá nánari fregnir um dauða systur yðar og 'oarnsins hennar.” Þetta var vandasöm staða fyrir mig, hvað átti eg að gera? Eg fann, að eg varð að vera forsjál, og talaði því lítið. Eg sagði að eins. að eg vissi ekkert um þig eftir að þú kvaddir fjöl- skyldu þína. “Má eg koma með eina spurningu enn?” sagði hann. “Hafið þér ástæðu til að halda, að systir yðar hafi fyrirfarið sér? Við, njósnari og eg, héldum, að kvenmannslík, sem rak á land í Avons með bam í faðmi sínum, hefði verið lík systur yðar og bams hennar. Þetta var um sama leyti og vinur minn dó, síðan hefi eg hvíldarlaust leitað upplýsinga um, hvort þetta væri rétt. ” Nú gat eg ekki lengur dulið reiði mína. “A þenna hátt verður systir mín í gröf sinni, enn þá að verða fyrir óverðskulduðum svívirð- ingum?” sagði eg gremjulega. “Það er ekki nóg, að hún væri kvalin, meðan hún lifði — þér segið að hún sé dáin—, menn vilja líka gera hana að sjálfsmorðingja. Það er að sönnu ekki óeðlilegt, að hún hefði gert það, því sjaldan hefir nokkur kona orðið fyrir .ipfn miklurn rang- indum og Nelly. Eg formæli þeirri stundu, þegar hún giftist í’rits Stanton.” Hann leit á mig, eins og hann vildi lesa mín- ar instu hugsanir. “Hvernig dettur yður í hug, að Frits Stan- ton hafi gifst systur yðar?” sagði hann nndr- andi. “Hvernig mér dettur það í hug! — Við hvað eigið þér? — Eg var sjálf viðstödd giftingu þeirra í Maríukirkjunni. Það var fallegasta brúðkaupið, sem fram fór það ár.” “Nelly!” hrópaði hann, “þér talið um Nelly systur yðar? Mér kom als ekki til hugar að hún væri gift.” Hann var náfölur í framan, þegar hann sagði þetta. Hugsaðu þér, kæra systir, hve heigulslega þessi maður hefir komið fram. Þegar hann bað vin sinn að heimsækja þig, fékk hann sig ekki til að vera hreinskilinn. Hann hefir talað um þig, en ekki viðurkent þig sem konu sína.” Gesturinn virtist vera í sárri geðshræringu, máske út af skorti á traustj vinar síns, að minsta kotsi leið nokkur stund áður en hann spurði: Eruð þér alveg vissar um, að systir yðar sé dáin? Hafið þér nokkuru sinni gert eftirspurn eftirhenni?” “Eg er jafn viss um að systir mín er dáin, eins og þér um, að Frits Stanton er það,” sagði eg með áherzlu. Gesturinn var vandræðalegur; eg held að framkoma hans hér, hafi ekki verið í samræmi við lífsbreytni hans — honum veittist erfitt að tala ósatt, að eg held. Það hlýtur að vera ein- hver ástæða til þess, að hann þorir ekki að við- urkenna að Frits Stanton lifir. Honum virtist vera mjög umhugað um Richard litla; hann vildi endilega fá tækifæri til að veita honum umsjón, og bað mig að hjálpa sér til að ná í upplýsingar um þig, þó áleit hann að það yrði að fara leynt — ókunnugir ættu helzt ekki að kynnast hinu flókna fjölskyldulífi — komst hann að orði. Hann kvraðst ætla að koma aftur að mánuði liðnum, til þess að tala nánara við mig, og svo fór hann. Þú munt naumast trúa því, að eg í vandræðum mínum spurði ekki um nafn hans, eg er annars ekki vön að missa sjálfstjórn mína, en þetta kom alt svo óvænt. Og líklega hefði hann heldur ekki sagt mér sitt rétta nafn, þó eg hefði spurt um það. Hvað ætlar þú nú að gera, Nelly? ætlar þií að gefa þig í ljós og kref jast réttinda þinna sök- um litla Richards? Það leit út fyrir, að Stan- ton væri fjárhagslega vel staddur, og það væri máske rétt af þér að hugsa um framtíð sonar þíns.. Að hinu leytinu var það grunsamt, að Frits Stanton átti endilega að vera dauður. |>að er máske réttara, að þú farir varlega — það bagar ef til vill ekki, að þeir halda að þú sért dáin? Mig langar til að heimsækja þig, en eg er hrædd um að mér verði veitt eftirtekt,; þess vegna fer eg heldur ekki út með Riehard litla, þá fáu daga, sem eg er hér. Það var of mikill ákafi, sem lýsti sér í eftirspurninni um bamið. Láttu mig heyra frá þér áður en <^g fer héð- an. Þú hefir meiri dómgreind en eg, og eg vil í öllu fara eftir þeim ráðum, sem þú gefur mér.” Þannig endaði bréf systur minnar, sem fékk mér nóg til að hugsa um. Eg var enn þá sann- færðari um, að kapteinri Barry og Frits Stan- var sami maðurinn; maðurinn, sem talað hafði við systur mína, var auðvitað Lynwood ofursti — henni hafði strax geðjast vel að honum, eins og mér. Já, frú Lynwood hlaut að vera gæfu- rík, að véra kona slíks manns. Eg bar máske hlýjari huga til hennar en hana gmnaði, þegar eg þenna morgun kom inn til hennar og fann hana, þrátt fyrir höfuðverkinn, svo himinglaða j'fir því, að eiginmaður hennar ætlaði að koma þenna dag. Mig sárlangaði til að segja henni, að eg ætti líka von á eiginmanni mínum þenna dag, en um leið og eg mintist bendingar systur minnar, frestaði eg að' sgeja henni frá þessu. Hún hefir hlotið að sjá, að eg var í geðshrær- ingu, því alt í einu sagði hún: “Ó, Nelly, það er að líkindum synd, að eg læt yður sjá ánægju mína — það hlýtur að láta yður finna missi yðar tvöfalt þyngri. Þér meg- ið ekki ætla, að eg hafi ekki hugsað um yður og sorg yðar. Eg hefi einmitt hugsað um yður all- an þenna morgun, og eg ætla að gera alt, sem í mínu valdi stendur, til að komast eftir hvað orðið er af manni yðar. Og ef það kemur í ljós, að þér eruð ekkja, eða að það er ómögulegt að sameina ykkur aftur, þá sný eg mér í fullri al- vöru að því áformi, sem eg sagði í spaugi — þá reyni eg að fá yður og kaftein Barry til að verða ástfangin hvort af öðru. Nei, verið þér ekki svona hræðslulegar — þér vitið ekki, iive fallegur, duglegur og hygginn hann er. Hann er einn þeirra beztu manna, sem eg þekki. Hann er áreiðanlega sá maður, sem kann að meta jafn hæfileikaríka stúlku og þér eruð. Farið þér nú, góða, og sjáið um að öll herbergin $éu vel prýdd með blómum. Þér vitiðr að ofurstinn dáist svo mikið að fyrirkomulagi yðar á þeim.” Það sem eftir var dagsins, leið fljótt, því það var mikið að gera, og kl. 5 komu ferða- mennirnir heim. Með þeim komu Sir John Knight og nokkriri fleiri, sem þeir höfðu mætt á járnbrautarstöðinni. Eg heyrði þá hlæja og spjalla meðan þeir gengu gegn um forstofuna. Frú Lynwood var niðri, til þess að veita þeim móttöku, eg stóð fyrir ofan stigann og horfði ofan. Eg vildi ekki mæta Frits í fyrsta sinni í nærveru annara — þó að mér tækist nokkurn veginn að stjórna tilfinningum mínum, hlaut mín skyndilega framkoma að vekja undrun, en hvemig lagaða, var ekki mögulegt að vita. En máske hann þekti mig ekki, eg var svo um- breytt. Og ætli eg þekki hann? Áður en spum- ing þessi var til fulls hugsuð, var henni svarað. Það' var hann, sem gekk á undan hinum gegn- um forstofuna — eg þekti skrefin hans mjög vel. Hann gekk að stiganum niðri, stóð kyr eitt augnablik og leit í kringum sig með skipandi svip, eins og það væri hann, sem var húábóndi þessa ágæta heimilis. Á þessu augnabliki hugs- aði eg að eins um hann, sem eiginmann minn,S föður sonar míns, og sté ósjálfrátt eitt skref á- fram, svo að hann sá mig. Hann sá mig, en aldrei get eg gleymt þeim hræðslusvip, er eg sá í augum hans. Það kom blóðinu til að frjósa í æðum mínurn, og eg stóð föl og hreyfingarlaus, alveg eins og marmara- líkneskjan, sem eg studdist við. Vinir hans kölluðu til hans og á meðan dró eg mig í hlé. “Frits! Hvað gengur að þér maður?” heyrði eg einhvem spyrja. “Þú ert náfölur; hefirðu séð vófu?” “Já, eg hefi séð vofu. Kallið þið á ráðs- manninn, eg vil fá vín og vatn flutt inn í bóka- herbergið.” Röddin var afar hás, það hlaut að hafa skelk- að hann mikið, að sjá mig. Eg ann honum þess — það gat kannske fengið léttúð hans til að hverfa um stund, en hræðsluna í augum hans gat eg ekki skilið. Þegar allir voru horfnir, gekk eg til her- bergis míns aftur hugsandi um það, á hvem hátt eg ætti að afsaka mig fyrir frú Lynwood fyrir það, að eg fór ekki með henni að taka á móti gestunum. Eg hafði ekkert at óttast í því tilliti, ástæð- an var nógu eðlileg; um leið og eg kom inn í her- bergi mitt, vann hin niðurbælda óró og geðs- hræring sigur yfir mér, mér sortnaði fyrir aug- um, rak upp hljóð og féll meðvitundarlaus í faðm ráðskonunnar, sem beið mín í því skyni að gefa mér bendingar um blómin á borðið. Frú/ Slemming, sem strax grunaði að eg hefði orðið fyrir einhverjum óvæntum óþægindum, en var svo nærgætin, að hún vildi ekki spyrja mig neins, gerði alt til þess að hjálpa mér að rakna við, fór svo ofan til þess að biðja frú Lynwood að lofa mér að hvíla mig þangað til eftir dag- verðinn, þar eð eg hefði skyndilega fengið svima. Eg hallaði mér út af á legubekkinn, en hugsanirnar nutu engrar hvíldar. Hvað var það, sem gerði manninn minn svo hræddan? Hvers vegna vildi hann láta álíta sig dauðan? Hvers vegna vonaði hann að eg væri það. eðri að minsta kosti taldi sér trú um það? Yar það þess vegna, áð grunur minn vai svo sorgblandinn, þegar eg kom inn í þetta hús? Var það fyrir- boði þess, að eg mundi mæta Frits, og að honum þætti ekki vænt um að sjá mig? Nær skyldi eg geta skilið þetta alt saman? Eg gat ekki þolað það lengur. Eg varð að fá ráðninguna á þess- ari gátu í dag; eg varð að fá að tala við kaptein Barry vitnalaust. Eg klæddi mig vandlega og skreytti gráa silkikjólinn minn með tveim dökkrauðum rós- um. Hann hafði svo oft sagt, að dökkrauðar rósir gerðu mig fagra, en hvers vegna hugsaði eg um það’nú? En eg gerði það samt. Eg gat ómögulega vitað, hvort hatur eða ást réði meiru í huga mínum honum viðvíkjandi. Eftir dagverðinn kom frúin upp til mín. Hún hafði verið hnuggin yfir mér, en gat ekki losnað fyr/ Henni þótti vænt um að finna mig alklædda og sagði, að mín hefði verið saknað við borðið. “Eg vona, að ofurstanum líði vel,” sagði eS- “Já, þökk fyrir, góða mín, nú líður honum vel. En hann var eflaust mjög þreyttur af ferðalaginu; þegar hann kom, var hann mjög fölur. Nú er hann farinn með Sir John og hin- um út í hesthúsið, til þess að velja sér og taka út hesta fyrir daginn á morgun. Kapteinn Barry er sá eini, sem er kyr, hann kvartaði um höfuð- verk og er all veiklulegur. Það er satt, Nelly, getið þér ekki farið ofan í bókaherbergið — þar er hann — og búið til handa honum einn bolla af sterku kaffi, það færir stundum bata. Ann- ars verð eg að fara, og í dag vil eg helzt vera laus við húsmóður skyldurnar. En hvað er að vður, Nelly? Ætlið þér að hlæja eða gráta? Þér eruð þó ekki hræddar við Barry ? Það er bezii maðurinn á jörðinni. Eg sagði honum, að eg ætlaði að biðja yður að gera þetta; harin væntir yðar, svo það þarf enga sérstaka aðferð til m kynna ykkur. Þér gerið þetta fyrir mig, er það ekki?” Eg svaraði henni játandi, án þess að láta hana vita, hve illa mér féll þetta. Eg yfirgaf hana til þess að mæta forlögum mínum, en eg stóð þó eitt áugnablik kyr í stiganum, og bað forsjónina að gefa mér þrek til að þola það, sem nú bæri að höndum, kve kveljandi sem það kynni að vera. Enn þá leið ein mínúta, eg apn- aði dyrnar og gfekk inn. Hann sat við eldstæðið og sneri baki að mér, en þegar hann heyrði hurðinni lokað, sneri hann sér við — en hamingjan góða, hver er þetta? Það er sami maðurinn og eg talaði við í vetrar- garðinum fyrir löngu síðan — það er Lynwood ofursti, maður frúarinnar. “Það gleður mig að sjá yður, ungfrú Sed- wick,” sagði hann með blíðu röddinni sinni, “þessi samfundur er mér til mikillar ánægju, þar eg hefi lengi þráð hann. Það er yel gert af yður, að vilja hlynna að slíkum vesalings ræfli og mér, einkum þar eð mér er sagt, að þér séuð ekki vel frískar sjálfar. Við ógiftu mennirnir erum stundum slæmir úlfar, en við kunnum þó að meta umhyggju kvenfólksins, þar eð við njótum hennar svo sjaldan.” Dreymdi mig? Hvað þýddi þetta? Hver var þessi maður? Hann ýtti stól til mín, en í stað þess að setj- ast sagði eg undrandi: “Eg bjóst við að finna kaftein Barry hér, frúin sagði mér að hinir væru farnir. ” “Hinir eru alli rfamir,” sagði hann bros- andi, “en hér á sér einhver misskilningur stað viðvíkjandi mér. — Eg cr kafteinn Barry; Þessi maður er kafteinn Barry? En hver var það þá, sem eg sá í dag? Hver var sá, sem eg sá myndina af hjá Rivers og í viðtalsstofu frúarinnar? Eg hné niður á hægindastólinn í algerðum vandræðum. Barry horfði á mig spyrjandi með aumkunar augum og sagði: “Mig grunaði þetta.” Eg reyndi að segja eitthvað, sem vit var í, eg mátti ekki láta þenna ókunna mann verða varan við geðshræringu mína, en hann svaraði ei orðum mínum; hann kom þvert á móti með spurníkgu, sem mér fanst vanhugsuð: “Hvernig sýpist yður ofursti Lynwood líta út eftir ferðalagið? Finst yður ekki, að hann sé lakari útlits?” Eg svaraði honum, að eg hefði ekki .verið svo heppin, að sjá ofurstann enn þá, hvorki nú né í fyrra skiftið, og eg tók eftir því, að þetta vakti undrun hjá honum, eða rettara, gerði hann órúlegan. Nú var komið með kaffihitunarvélina, og meðan eg hjó kaffið til, töluðum við saman. Barry hafði lag á því, að vera svo þægilegur, að manni fanst strax að hann væri gamall kunn- ingi; það eina, sem eg var ekkránægð með, var, að hann hagaði samtalinu þannig, að eg varð að tala um mína liðnu æfi, og eg vissi, að hann gerði það í ákveðnum tilgangi. Þannig spurði hann alt í einu: “Á hvem hátt verðið þér okkur samferða á morgun, ungfrú Sedwick? ætlið þér að ríða gæð- ingi ? ” “Eg ferðaðist oft ríðandi, þegar eg var ung —eg varð föður mínum alt af samferða, þegar hann fór ríðandi. A morgun kem eg auðvitað ekki á hestbak, þar eð frú Lynwood vill að við notum litla vagninn.” “Faðir yðar hefir þá verið góður hestamað- ur? Það voru líklega flestir læknar í sveitum úti.” Eg spurði hann undrandi, hvernig hann vissi, að faðir minn var sveitalæknir. “Það sögðuð þér mér sjálfar, þegar við fyr- ir fáum mánuðum töluðum saman hér. Þér sögðuð að faðir yðar hefði verið lækriir í War- wick.” “Já,” hugsaði eg, “það hlýtur að vera hann, sem fann systur mína í Warwick. Hann talar ósatt, svo ofur rólegur, svo manni liggur við að trúa honum, þó riiaður viti hið gagnstæða því, sem hann segir. ” Aður en eg gat svarað honum, bætti hann við hiklaust og rólegur: “Mér finst Wariwck mjög fallegur bær, hann er svo ganiall og eftirtektaverðu?. En þér eruð svo fölar, ungfrú Sedwick, kvillinn yðar í dag er eflaust alvarlegri, en þér viljið kannast við. Þess fegurra var það af yður, að veita mér eina af þeim skemtilegustu stundum, sem eg hefi um langan tíma notið. En nú þori eg ekki lengur tð njóta alúðar yðar — enn þá einu sinni, kæra þökk. ” Eg yfirgaf hann og gekk til herbergis míns, enn þá kvalin af þeim efa, sem aldrei virtist ætla að enda. Þegár eg í þetta sinn flutti kvöldbænina mína, endaði eg hana þanmg: “Drottinn, útrýmdu vondu hugsununum úr huga mínum. Gefðu mér aftur eiginmann minn, þess verðan að eg geti borið virðingu fvrir honum, eða kendu mér reynsluna, áður en eg dæmi hann.” * * * Morguninn eftir safnaðist hópurinn saman fyrir framan höll barúns Knight. Eg hafði ek- ið þangað með frú Lynwood í litla vagninum, og meðan hún gekk inn í höllina til að heilsa lafði Knight, sat eg enn þá kyr í vagninum og horfði í kring um mig. Sir John og lafði Knight höfðu boðið mörg- um gestum. Systir barúnsins, lafði Florence, gekk í stað húsmóðurinnar í þessum útreiðar- túr. Lafði Knight fór ekki með hónum. Lafði Florence kunni góð tök á hestum. Hún var vingjarnleg og kát, og hafði eitthvert örvandi orð fyrir1 alla mennina, sem umkringdu hana, án þess þó að maður gæti sagt, að liún tæki einn fram yfir annan. Meðal hinna mörgu reið- manna, sem hópuðust um hana/ var einnig kafteinn Barry, en þrátt fyrir aðgætni mína, hafði eg enn ekki séð manninn minn. Loksins — þama kom hann. Hann reið við hlið Sir John Knights, sokkinn ofan í samræðu við hann. Hallar þjónarnir báru hressingar til manna. Á þessu augna'oliki var gefið merki til burt- * farar, og ósegjanlegur ys og þys byrjaði — og alt í einu var hann og Sir John horfnir, en þar eð hann var einn af gestunum, bjóst eg við að fá tækifæri til að tala við hann í dag. Boð komu frá höllinni, að frúin mín vildi tala við mig. Eg fann hana hjá húsmóðurinni, sem virtist vera henni innilega vinveitt. “Kæra Nelly,” sagði frú Lynwood, “eg ætlaði að tala við yður um vesalings Klöru Morrison, sem við vorum svo hepnar að útvega pláss í sjúkrahúsinu. Henni hefir slegið niður aftur — æð hefir sprurigið, og engin von um að geta bjargað lífi hennar. Hér er bréfið frá Blake lækni — egVildi sýna yður það.” Þegar eg tók við bréfinu og sá hvemig tár- in runnu niður kinnar hennar, blessaði eg í huga mínum, eins og oft áður, hinar ástríku til- finningar hennar, sem mitt í sinni eigin gæfu bar svo mikla umhyggju fyrir annara þjáning- um. Hve margir hinna ríku hugsuðu um þá fá- tæku? Vpru þeir ekki vanir að ganga fram hjá þeim, eins og þeir væri rykið undir . fótum þeirra. Frúin mín tók þá fátæku; eins og veð- muni, sem forsjónin hefði fengið henni til geymslu, og eg hafði aldrei séð neinn fara ó- heyrðan eða hjálparlausan frá henni. Nú var hún hrædd um, að ekki yrði gert nog fyrir Klöru Morrison, sem var einkabarn ekkju. “Viljið þér ekki fara til Blftke la:knis, Nelly, og útvcga leyfi til að frú Morrison fái að vera hjá þeirri veiku? Það er hörkulegt, að skilja þær að núna. þegar langi skilnaðurinn stendur fyrir dyrum. Þér gej:ið fundið læknirinn kl. 1, og komið hingað aftur nógu snemma til að aka með mér heim um kl. 7.” “En þar eð nú er heil stund þangað til þér farið, ung.frú 'Sedwick,” sagði húsmóðirin, “þá verðið þér að leyfa.mér að bjóða yður ögn af víni og ávöxtum og þér viljið máske líta snöggvast til litla drengsins míns, hann hefir spurt svo ákaft eftir yður. Þér eruð, að hans áliti, mjög mikils verð persóna, sem hann ber ótakmarkað traust til, og vill eflaust láta yður velja nafnið handa nýja rugguhestinum sínum —heiður, sem vanalega er veittur föður hans.” LitlJ drengurinn kom, rétt á þessu augna- bliki þjótandi inn í herbergið; ljósa hárið og björtu augun hans, mintu mig svo greinilega á minn eigin dreng, og brátt vomm við farin að tala innilega saman. Hann valdi mér fegursta ávöxtinn, og færði mér bjóðinn með vínglasi standandi á. Hann var svo innýlæll, að eg gat ekki látið vera að kyssa blómlegu yarirnar hans. Frúin mín leit til okkar um leið; svo sneri hún sér augurmædd frá okkuri og stundi. — Ætli það sé ekki rangt af mér, að dylja hana þess, að eg að líkindum finni eiginmann minn í dag? Nokkur fleiri böm, sem vom gestir hjá litla barúninum, komu nú til okkar, og lék eg glað- lega við þau, og lofaði, að þegar eg kæmi aftur frá lækninum, skyldi eg koma til þeirra og drekka te í bamastofunni hjá þeim. Svo ók eg til sjúkrahússins og gat komið öllu í það lag, sem frúin mín óskaði. Lseknirinn var fús til að , láta að orðum frú Lynwood, einS*mikið og hann gat; hann, eins og allir aðrir, sem þektu hana, gerði alt til að gleðja hana. “Hún er of góð fyrir þenna heim, ungfrú Sedwick,” sagði hann, “og eg er líka hræddur um, að hún verði hér ekki lengi. Þér emð skyn- söm manneskja — yður þori eg að trúa fyrir því, að eg heíd að ofurstinn njóti hennar ekki lengi. Hún er svó viðkvæm, að sérhver sk-yndi- leg hræðsla eða sorg hefði mjög slæmar afleið- ingar. Til allrar lukku hefir nærvera yðar haft ágæt áhrif; henni líður betur nú. heldur en henni hefir nokkum sinni liðið, síðan eg fór að gæta hennar. En það er ifláske ládeyða á undan stormi. Þér verðið að gæta hennar vel. Það er líklega ekki hætt við, að þér yfirgefið hana aftur? Það má ekki eiga sér stað — við getum ekki mist yður, ungfrú.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.