Lögberg - 03.02.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.02.1927, Blaðsíða 5
LöGBERG, FIMTUDAGINN 3. FEBRÚAR 1927. Bls. 5 W DODD S m, PILLS M kidn vt&uj ,'^UMAi'V A,iC ?°sí?t?í5»ís5 ^§87 THEPjp Dodas nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt 'bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu’m lyf- •ölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. veriS heiglar, þá myndi þeir hafa tekið trú í orðni kveðnu, og stundað fjölkyngi í laumi. . n P,að gjörðu þeir ekki. Þyk- ir mer því senriilegast, að hafi þeir getað gefið nokkurt hljóð af sér, þar í flæðiskerinu, þá muni þeir hafa 'kyrjað dimm- raddaðan og rammheiðinn böl- bænaóð um Ólaf konung, þang- að til vötnin lukust yfir þá. Og þann vitnisburð hefði Lon«-- fellow gefið þeim, að sjálf- sogðu, ef hann hefði verið lítið eitt kunnugri forníslenzkum fræðum. “Gömul” skáld. Svo sem að líkindum ræður, þa gat ekki Longfellow ort heilan flokk um Ólaf konung an þess að minnast á listbræð- ur sína, greppana fomu~“the acalds ’. Hann kveður um hirð- skald konungs á ýmsum stöð- nm> °g séstaklega um Hallfreð vandræaðskáld. Tólfta kvæðið or um viðskifti Ólafs og Hall- reðar, þegar konungur sneri skaldmu til kristni. — Það er eftirtektarvert, að hvar sem Longfellow minnist á ljóðmær- juga þessa, þá eru þeir ávalt nJa honum ellihrumir karl- tíiuskar. — Uark! said Olaf to his Scald Ilallfred the bald—” stendur í seiðmanna kvæðinu; og í næsta kvæði fer hann þess- oni orðum um skáldin: “The hoary Scalds together sang; . O er head the smoky rafters rang.” Og í erindunum um Hallfreð stendur þessi lýsing á vand- ræðaskáldinu: ' Hallfred the Scald, Gray-bearded, wrinkled and bald—” Longfellow virðist ekki geta nefnt hirðskáld ólafs konungs n nafn áh þess að mikla fyrir -c‘r °g lesandanum ellimörkin greppum þeim; og kemur f'aP «uðvitað ekki sem bezt neim við sannleikann. Hall- ur, til dæmis, hefir orðið að mdast nokkuð snemma, hafi hann verið orðinn gráskeggj- aður, skinn-skorpinn og sköll- ottur, þegar hann þáði sverðið a konunginum, því aÖ þá var riann ekki nema þrítugur, eða Var'a það, að fróðra sögn. Og það er áreiðanlegt, að skáld- in, sem mest .bar á við hirð Ól- afs Tryggvasonar og fleiri Nor- egskonunga, voru flest ef ekki öll fyrir innan miðaldur. Og þetta verður skiljanlegt, þegar þess er gætt, að íslenzkir menn voru þar nálega einir um skáld- listina á þeim tímum, en Is- lendingar létu flestir af utan- förum og leituðu heim til átt- haganna, áður en degi tók að balla fyrir þeim. — Hirðskáld- in fornu voru víga-skáld, sem ortu þróttmikil bardagaljóð og gátu látið heyrast í skáldskap sínum orustugnýinn og vopna- bi’akið, af því að þeir vissu sjálfir hvað hernaður var. Glímuskjálftinn var í þeim, þegar þeir kváðu. Lýsingar Longfellows á ajdarhættinum og umhorfinu við hirð Ólafs konungs, urðu fyrir áþreifan- legu tjóni, við það, að hann misti sjónar á þessu atriði. Og þó var villan ofur-eðlileg í sjálfu sér. Skáldin feta livert í annars fótspor óafvitandi, oft og tíðum, eins og við gjör- um allir. Það hefir einhvern veginn komist í hefð á meðal j enskra skálda, og óefað víðar í bókmentaheiminum, að láta 1 fornfrömuði þeirrar listar vera svo ellihruma, sem frekast má, þegar þeir eru kallaðir fram á sjónarsviðið. Hvernig á því stendur, get eg ekki sagt með vissu; en það er áþreifanlega satt. — “Th-e minstrel was in- firm and old”, segir Walter Scott; og önnur epsk skáld eru vön að skoða samskonar gervi á fomum listbræðrum sínum eins og sjálfsagðan hlut. ,Tafn- vel í íslenzkum skáldskap hefir mér fundist eg verða var við tilhneiging þessa; það er ein- hvern veginn eins og tungunni sé tamast að koma orðunum “fornir greppar” eða “gamlir þulir”, eða öðmm sömu merk- ingar, saman í stefjamál- Yrði það sjálfsagt fræðandi verk, ef einhver vildi takast á hendur að grafa fyrir rætumar á þess- ari lífseigu hugmynd um gam- als-aldurinn á ljóðmæringum fvrri tíðar. (Meira.) Til hr. Sigf Halldórs frá Höfnum. Framh. frá bls. 1 sér matinn í einum potti og að slíkt yröi til þjóðþrifa, og að menn settu stromp á þá bræðraborg, sem öf- undsjúkir hatursmenn eiga að byggja sór fyrir sameiginlegt heim- ili.” Finst yður, í alvöru talað, rit- stjóri góður að þvílík blaðamenska muni efla samvinnu meðal manna? HaldiS þér að þeir menn séu líkleg- astir til samvinnu við yður eða aðra, sem blað yðar hefir hætt og svívirt. Þér eruð hæfileikamaður og margt segir mér að þér séuð góður drengur ef; þér gættuð yðar. Þess- vegna finst mér ómaksins vert að eiga orðastað við yður. Það lang hörmulegasta við öll okkar mörgu mein, er einmitt þetta: að sumir af verstu óhappamönnum, sem aukið hafa missætt og misskilning mann- anna eru — eða voru — að upplagi greindir og góðir menn. Þetta er bara prologus, exordium kemur strax og byrjar á Bolshevik- Biðjið um X X x x x x x f f x f f RIEDLES BJÓR LAGER Og STOUT t f f ♦!♦ The Riedle Brewery ♦| Stadacona & Talbot, - Winnipeg Phone 57241 T f ♦:♦ X f f f ❖ f f f f f f t f ♦:♦ um. Þér hafið á einhvern yfirnáttúr- legan hátt komist að því að eg mundi hafa illan ímugust á þeim, en vera að sama skapi æstur Facisti. Sannleikurinn er nú sá, að eg er fremur andvígur báðum, því eg hefi enga trú á að skerðing á hugsana-, mál- og ritfrelsi manna hafi góðar afleiðingar. Sú þvingun getur af sér andlegan doða eða æstan upp- reisnaranda. Að hinu leytinu ætti maður að geta unnað báðum sannmælis, og í báðum löndunum hafa ýmsar gagn- legar umbætur verið gerðar. Ástandið var nokkuð líkt til að byrja með. Alt var í kalda koli í báðum ríkjunum, eftir ófriðinn: at- vinnuvegirnir, fjármálin, samgöng- umar, stjórnarfarið. Aðferðin og stefnan er að mörgu leyti lík hjá báðum. Flokkur manna brýst til valda með herafli; persónufrelsið og þingræðið er eyðilagt (að svo miklu leyti sem þetta var áður til hjá Rússum) fáeinir menn ráða öllu, mótstöðumennirnir eru fangelsaðir, flæmdir úr landi eða drepnir. Þó kveður meir að þessu hjá Rússum en ítölum, en samfara þessu reyndu báðir að koma á ýmsum umbótum. Mussolini hefir komið fjármál- unum í betra horf, eflt atvinnuveg- ina, komið öllum samgöngum í betri reglu, aukið löghlýðnina, endur- bætt skólana og kent þjóðinni sam- vinnu. Að mörgu leyti hefir hann reynst ítölum nýtur maður, en hann er samt sem áður ráðrikur harðstjóri og má mikið vera ef hans háttalag blessast til lengdar. Rússneska stjórnin hefir að minsta kosti reynt að bæta kjör verkalýðsins og eg vil vona að henni hafi orðið eitthvað ágengt i því efni þótt sjálfur Trotskv beri á móti því í ræðu, sem hann hélt á komm- únista samkomu 6. nóv. s. 1. Farast honum orð á þessa leið: “Hann Rykov, forseti ráðstjómarinnar segir að framleiðslan í flestum iðn- aðargreinum hafi náð því hámarki, sem hún hafði fyrir stríðið, en eg fullyrði að svo sé ekki og ekki ein- ungis atvinnuvegunum hafi farið aftur heldur sé fólkið ver statt nú en það var þá.” fCurrent History, jan. 1927). Aftur á móti segir bæði Wjoods i Russia of to Day og Eddy í Report of the Committee Investi- gating Russia, að verkafólkið sé nú betur sett en áður og finst mér .þeir færa góð rök fyrir þeirri staðhæf- ingu. Lang mest finst mér samt til um tilraunir Sovietanna í því að bæta mentunarástandið í landinu. En langt mun til fyrirheitna lands- ins, sem þér talið um meðan tvö til þrjú þúsund börn eru ennþá heim- ilislaus í Rússlandi. ("National Geo- graphic Magazine, Nov. 1926.) og meðan 11,000 glæpir eru framdir árlega af bömum og unglingum í Moseow einni saman en 4,730 eru í myrkrastofu (Current History, Okt. 1926J Eg óska ekki Rússum til ófarnað- ar, en eg efast um að gerræðisvaldið þrífist þar til lengdar, fremur en annarsstaðar. Annars held eg að þér séuð ekki neinn atkvæða vísindamaður. Þér viljið marka stjórnarfarið á Italíu. af því sem fram kom við síðustu morðtilraunina á Mussolini. Það sem menn gera í augnabliks geð- ofsa er auðvitað engin mælikvarði á innræti manna eða daglegri breytni. Það var auðvitað sorglegt tilfelli alveg eins og morðið á keis- arafjölskyldunni, sem Bolshevikar drápu eða meðferðina á Tikkon biskup, sem þeir píndu eða morðið á Gelogin greifa, sem var líflátinn ásamt öðmm prófessorum við beztu mentastofnun Rússa. Þess má þó geta að þetta er f jórða morðtilraun- in við Mussolini og þetta er í fyrsta sinni, sem nokkuð svipað hefir komið fyrir. Tveir af illræðismönn- unum sitja í fangelsi, einn hefir verið látinn laus ?Miss Gibson). Mig furðar hvað þér voruð lengi að skrifa þetta bréf — heilan mánuð að jóladeginum frádregnujn. En þér haýið náttúrlega verið að leita að þessum Mihailovski prófes- sor, sern lauhar yður svo ómakið með því að ljúga því í yður að það séu aðeins sex hónaskilnaðir af hverjum hundrað hjónaböndum á IJou tKrew away our (\ Kappiitess WPNBRBIKK ’ CUssk» cf the Scrccn V CP o/ the ORLD' From the novel by Kathleen Norris Wllh~ PATSY RUTH MILLER Rose Theatre 7, 8 oí 9 Fcbr. Rússlándi. Það var fengur í því- líku. Látum okkur nú sjá hvað Soviet- arnir hafa sjálfir að segja í þessu efni. Lenin átti, skömmu fyrir and- lát sitt, tal við Clöru Zetkin, komm- únista konu frá Þýskalandi en frá- sögnin er tekin úr bolshevika blað- inu Isviestia. Lenin farast svo orð. “Þú kannast við að sumir hafa hald- ið því fram undir kommúnista fyr- irkomulagi ætti að vera eins auð- velt að svala fýsnum sínum og að drekka vatn. Þessi kenning hefir gert unga fólkið okkar brjálað.” í bók sinni, “The Problems of Life” segir Trotsky meðal annars: “Það upprót, sem orðið hefir i heim ilislifinu er ennþá ekki búið, það heldur ennþá áfram með sama eyðileggingarkrafti, og á kommún- ista þinginu i Moscow fyrir skemstu töluðu margir af félögum vorum um þá uggvænlegu uppleysingu, sem al- staðar er að gerast með vaxandi hraða.” Og svo bætir hann við: “Hver hefir ekki heyrt um þær hörmungar, sem af þessu leiðir fyr- ir bæði börn og konur.” Aðal-löggæslumaður ráðstjórnar- innar D. Kursky segir að mjög erfitt sé að vita hverjir séu giftir og hverjir ekki, nú á dögum í Rússlandi, svo dómararnir séu jafn- vel í vandræðum með að skera úr því. Platov, einn af méðlimum ráð- stjómarinnar segir svo frá. Með stjórnarbyltingunni barst hin mesta ósiðferðisalda út til sveita-þorpanna fPlatov er bóndij svo málsóknir sifjaspjöll, hatursmorð, hjónaskiln- aðir fóru sivaxandi. Fjölkvæni ('bæði Polygamy, það er þegar mað- urinn hefir fleiri en eina konu, og Polyandrv, þegar konan hefir fleiri en einn mann) er nú að verða al- ment i' þorpunum.” /Lit. Digest, 8. maí 1926.) Þér farið ótal krókaleiðir til að hitta mig i bréfi yðar. Á einum þessum útúrdúr hittið þér þennan dásamlega dýrðling, hann Nezam- of. Eg býst jafnvel við að þér haf- ið verið orðnir hálf áttaviltir, þeg- ar yður birtist þetta Ijómandi fyrir- brigði með sakleysisandlit og í skín- andi réttlætis-skrúða. Hér loksins hrópuðuð þér hrifnir, “sá eg hina fullkomnu fyrirmynd í sannarlegu siðferði. Og hvað segir svo þessi blessaður Nezomoff ? Nú ekki ann- að en þetta: Það ber að hengja þá, sem hafa fengið samræðissjúk- dóma — ja, eg veit ekki — máské Hka þá, sem smitast af því að nota almenn salerni í stórborgunum. En Nezomof er ekki búinn enn, hann vill ekki leyfa nein kynferðis af- skifti milli karla og kvenna, nema þar sem hlutaðeigendur geta bein- Ieiðis sannað að athöfnin sé “pro bono publica” (til almenningsheilla) Haldið þér ekki að það þyrfti að f jölga leynilögreglumönnum til þess að fá þetta framkvæmt? O, Himmel!! Hvað segja þeir frönsku : “Les amoureux fervents et les savants austéres.” Eruð þér annars ekki sammála mér í því að allmargir af þessum framfaramönnum séu ofurlitið ruglaðir.^ Þeir eru alveg eins og Púrítan- arnir segið þér. Gott og vel, voru ekki Púrítanarnir einmitt að hlaupa eitt af þessum brjálæðiskendu gönu- skeiðum, sem mannkynið tekur við og við. • Hefi eg nokkumtíma sagt að Cromwell hafi verið betri en Cali- gula þegar á alt er litið, eða hafið þér nokkurntima lesið það sem ! ('Guglielmo) Ferrero hefir að segja j hinum rómversku keisurum til af- 1 sökunar. Já, þér eruð einhverstaðar að ; hæla Wickham Steed, æ, blessaðir verið þér ekki að þvi arna. Hann var einn af skutilsveinum North- cliffs lávarðar, ef eg man rétt, og allir ættu að vita hvernig North- cliff beitti áhrifum sínum. Jæja, nú skulum við snúa okkur að aðalefninu. Þér segið að 80% af öllum karlmönnum og 50% af öllu kvenfólki í New York séu haldin af kynsjúkdómum. Trúið þér þessu? Eg verð að játa að mér hnykti við að sjá svona voðalega mikla vit- leysu á prenti og óaði við að hugsa tií þess að þeir einfeldningar eru máské til, sem. trúa því. Eg hefi fyrir framan mig skýrslu stjórnarinnar um þetta efni að því er hermennina snertir, sem fóru i stríðið. Eg skrifa hana upp. eins og hún kemur fyrir. Af þeim fjórum miljónum manna, sem rannsakaðir voru, var tala þeirra, sem sýktir voru af kynsjúkdómum 89,393 eða 31/2%. Þess ber að gæta að þó þessi tala sé há, var fjöldi þessara sjúk- linga meiri í öðrum löndum. fThe Light, Oct. 1923.) Þess má geta að þetta var meðal-talið í öllum Bandaríkjunúm. í New York var talan nokkuð hærri nefnilega 7%% og er það sannarlega geigvænleg tala. Sú góðgjarna tilgáta að eg og prestarnir yfirleitt, séum hæðst á- nægðir þó 4 karlmenn af hverjum 5 megi eiga það í vændum að, rotna i sundur lifandi, meiðir hvorki mig né aðra. En mikið er til þess að vita að nokkur maður skuli fara svona gálauslega með pennann. Margt má vist að prestunum finna með sann- girni, en á móti ósiðferðinu hafa þeir yfirleitt unnið meir en flestir aðrir. Annars gerðuð þér óþarfa lykkju á leið yðar til þess að draga þetta atriði inn í umræðurnar. Fréttabréf mitt gaf ekkert tilefni til þess. En þér leggið mér orð í munn til þess að reyna að gera mig að athlægi. Ættum við annars ekki að vera upp úr þvílíkum strákapörum vaxnir? Þér viljið láta tala milt og mann- úðlega um yfirsjónir Rússa, gott og vel, það færi betur 4 því að tala svo-um yfirsjónir allra manna. Þér viljið láta sýna þeim umburðarlyndi af því þeir, sem á hinum mjóa og erfiða framfaravegi, að þeir sýni viðleitni í því að gera heiminn vist- legri fyrir eftirkomendur vora. Ætli það séu ekki' fleiri, sem sýna þá viðleitni þó framkvæmdirnar verði stundum smáar? Ætli það sé ekki nokkuð gapalegt að tileinka að- eins einum flokki þá mannraun að vilja ryðja veginn og brúa torfær- urnar svo æskan geti komist leiðar sinnar að hærra takmarki en við höfum náð. Ber ekki hver barna- skóli sem þjóðfélagið reisir, hvert erfiðis átak, sem feðurnir gera, hver bæn sem móðirin flytur, vott um þá von og löngun að æfigangan megi verða börnunum greiðfær og góð. Eg býst við að margir Bolshevik- ar lifi fyrir hugsjónir sínar, en það gera fleiri og hafa gert. En okkur kemur ekki saman um hvemig eigi að gera verkið og þér hljótið að sjá að það er sitthvað að kasta stein- um eða að reyna að gera sér skyn- samlega grein fvrir því hvernig best og sársauka minst verður bætt úr göllum mannlífsins. Að vissu leyti dáist eg að Bolshe- vika-leiðtogunum, fyrir hvað mikið þeir hafa lagt í sölurnar fyrir hug- sjónir sínar. Það mun líka rétt að flestir eða allir af aðl-leiðtogunum séu vandaðir menn, en því miður verður það ekki sagt um flokks- menn þeirra alla. Eitt hundrað tuttugu og þrir af embættismönn- um stjórnarinnar að Leningrad voru til dæmis dregnir fyrir dóm í einu fyrir fjársvik og tólf af þeim líf- látnir. éCurrent History, Jan. 1926). I annað skifti voru 96 lögmenn og dómarar stjórnarinnar í einutn fyrir rétti í Kharkov og um einn var sagt að hver Sem hefði nóga peninga gæti fengið sig fríkendan fyrir milli- göngu hans. Hann hét Demchonko, og hlaut viðurnefnið: “Konungur jæirra ,sem kaupa sig lausa.” Þér efist um að menn séu gerðir útlagar til Síberíu, og víðar kennir hjá yður totyggni um að eg fari með rétt mál. Það hefði verið ó- neitanlega kurteisara að láta minna bera á þeim grun, en látunt svo vera J. B. Woods, sem annars ber Bolsum betur söguna en flestir, sem til Rússlands hafa komið á seinni tið, segist svo frá því, sem komið getur fyrir, eða komið hefir fyrir í Moscow og víðar. Hvar er Ivan Ivanoich éjón Jónsson) eg sá hann í gærkveldi en nú er hann horfinn? Spyr einhver í nágrenninu. Hann er í fangelsinu, hvíslar annar undijrlágt. Einhverj- ir úr “cichunni”, léynilögreglunni, hefir komið um nóttina og haft hann á burt með sér. Vegna hvers? Af því Jón hafði talað ógætilega um ráðstjómina. Svo líða dagar, máské mánuðir og enginn veit hvað um Jón hefir orðið. En einn góðan veðurdag kemur hann kannské heim í hægðum sínum. Honum hafði tek- ist að fá sig fríkendan en hitt getur líka skeð, að Mrs. Jónsson fái ein- hverntíma að vita að maður hennar hafi verið sendur í útlegð til Solo- vetski eyjarinnar í hinu ísþakta Hvítahafi eða til ^íberíu. (Geo- graphic Magazine, Nóv. '27). Hvernig líst yður a þetta, J. B. Woods heíir verið í Síberíu en þérekki. Jú, þér voruð eitthvað að tala um hrúta-menningu Abrahams en eg vissi aldrei almennilega hvernig þér komuð því i samband við frétta- bréf mitt. Ef eg nenni eitthvað um það að skrifa þá kemur það í prologus. Verið þér blessaðir og sælir á meðan H. B. Johnson. P.S. Já, eftir á að hyggja, það var ekki mér að kenna að frétta- bréfið kom í jólablaði Lögbergs til að spilla hátíðagleðinni fyrir yður. Það er langt til Winnipeg héðan af ströndinni og bréfið var lengi á leiðinni. I næsta bréfi skal eg lýsa minum eigin stjórnmálaskoðunum. Eg hefi engu að leyna. H. B. J. Bandaríkin. Thomas Walter Swan, forstöðu- maður lagadeildarinnar við Yale- háskólann hefir af Coolidge forseta verið skipaður domari L. S. Circuit Court of Appeals, Second District). Er hann þriði háskólastjórinn, sem þetta embætti skipar, hver eftir annan. Hinir voru Henry Wade Rogers', eipnig frá Yale-háskolan um og Son frá Columbia há'kólan- um, síðar meðdómari í hæsta rétti Bandaríkjanna. • • • Það þykir eftirtektavert að Mel- lon fjármálaráðherra hefir skipað lögmanninn Alexander W. Gregg, sem er aðeins 27 ára, að aldri, til að sækja hið mikla skattheimtumál, I sem áður hefir verið getið um í j þessu blaði, á hendur fyrverandi fé- | laga Henry Ford. En til varnar eru ! ríimir hinna nafnkunnustu lög- mannagarpa Bandarikjanna, svo ; sem Joseph E. Davis og John W. | Davis og líklegast einnig Charles E. < Hughes. * * * Skopleikarinn alkunni Charles Chaplin, hefir nú reynt það, að hjónabandið hefir orðið honum til j minni gæfu, heldur en leiklistin. | Eins og kunnugt er, þá er hann ! giftur maður og á tvö ung börn. | Kona hans, Lita Brey, sem er enn j barn-ung að aldri og frið með af- brigðum kærði sig ekki l^ngur um ' sambúðina við mann sinn og fór frá honum fyrir skömmu sáðan og tók með sér bæði börnin. Hins vegar er hún ekki leið á peningum Chaplins og vill fá sinn hluta af þeim, eða að' mnsta kosti eina miljón dollara. Hjónaskilnaðar krefst hún vitan- lega lika. En þetta sýnist ekki ætla að ganga neitt greiðlega og aum- ingja Lita fær enga peninga enn sem komið er og er því meðal ann- ars um kent, að stjórnin er að krefja Chalplin um ógreiddan tekjuskatt og hefir lagt hald á eign-^ BAKIÐ YÐAR EIGIN BRAUD með ROTAL I & I Sem staðist hef. ir reynsluna nú yfir 5o ár ir hans, þangað til það mál er út- kljáð. Enginn sýnist vita með vissu um það hve auður Charles Chaplin er mikill, en allir telja sjálfsagt aö hann skifti miljónum, en það er samt sem áður, nú sem stendur mjög vafasamt, hve gróðavænlegt jætta fyrirtæki verður Lita Grey, eða Mrs. Chaplin, öðru nafni. Ð’Oyly Carte Opera Company á Walkcr leikhúsinu. D’Oyly hljómsveitin, sem nú er á Wjalker leikhúsinu hefir ekki brugð- ist vonum manna. Jafnvel þeir, sem mest dást að Gilbert og Sulhvan hljómleikunum eru fvllilega anægð- ir Það er fylHlega þess virði að fara og heyra Henry Lytton eman; en svo eru aðrir svo sem Irenc Hill, Winnifred Lawson og Bertha Tæwis og einnig Leo Sheffield, sem hljóta aðdáun allra. sem heyra. Winnipeg hefir sjáldan eða aldrei hlustað á betri hHómsveit. Lumng- arnir eru ljómandi fallegu og sama er að segja um tjöldin. f næstu viku verður skemtiskráin þanmg; “The Yroman of the Guard a mánudags- þriðjudags- og nnðvilm- dagskveld og seinm partinn a nwð- vikudginn. ‘,The Gondohers a fimtudags-, föstudags- og laugar- dags kveld og seinnipartinn a laug- ardginn. Báðir þessir hljómleikar eru fyrirtaks skemtilegir. “Blossom Time.” Þessi yndislegi hlómleikur fer fram á Walker leikhúsinu hinn 14. febrúar og alla þá viku. WONDERLAND. Myndin, sem sýnd verður á Wonderland leikhúsinu á mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag í næstp viku, heitir ‘‘Nell Gwyn”, en stúlkan sem þar leikur aðal- hlutverkið, er Dorothy Gish. Hún ei ein af hinum frægustu leikkon- um á sviði kvikmyndalistarinnar. Hún byrjaði fátæk og umkomu- laus, en hefir nú áunnið sér frægð og fé og aðdáun fólks um öll lönd. Þeir munu fáir, sem ekki geta r.otið verulegrar ánægju af að horfa á Dorothy Gish leika í hin- um fallega leik, sem hér er að sjá. Lögberg vill kaupa nokkur eintök af blöðunum, sem út; komu 2. og 23. desember 1926. Upplagið af þeirn er þrotið á skrifstofu blaðsins. Sérstök Kjörkaup Bonspiel Vikuna HOLT, RENFREW’S BREYTINGA-SALA 20 til 50% afsláttur á Fur og fatnaði kvenna og karla Umbætur er verið að gera á Holt, Renfrew byggingunni, einmitt á þeim tíma, er vér væntum óvanalega margra viðskiftavina víðsvegar að, sem koma til borgarinnar meðan fargjöldin eru nið- ursett. VTil þess að koma í veg fyrir, að viðskiftavinir vorir hafi nokkur óþægindi og til að minka vörubyrðirnar, meðan á viðgerðinni stendur, bjóðum vér kjörkaup á öllum Furkápum, hvaða tegund ar sem eru. Á þessari sérstóTiu Bonspiel sölu verður meðal innars: Sérstök kjörkaup á öllum Fur-fatnaðii, hvort sem heldur er dýr eða ódýr. HUDSON SEAL KÁPUR: Skraut sama efnis eða Alaska Sable Vanav. $375. Fyrir ..... $289 Vanav. $435 Fyrir ..... $345 PERSIAN LAMB KÁPUR: Skreyttar með Alaska Sable: Vanav. $285 Fyrir ..... $225 Vanav. $435 Fyrir ..... $340 MUSKRAT KÁPUR: Einfalt eða Novel- ty snið. Skr. s. e.: Vanav. $250 Fyrir ...... Vanav. $285 Fyrir ...... $189 $225 ELECTRIC SEAL KÁPUR: Skreyttar með sama efni: Vanav. $115 Fyrir..... $89.50 Vanav. $125 , Fyrir..... .... $97.50 ELECTRIC SEAL KÁPUR: Skreyttar Alaska 'Sable: Vanav. $165 Fyrir ..... $119 Vanav. $185 Fyrir ..... $135 Þér sparið peninga með því að nota þessa sérstöku verðlækk- un og kaupa Fur-kápu nú til næsta vetrar. MUNIÐ, að Hölt,‘Renfrew Fur er keypt af veiðimanninum, unnið í vorri eigin vinnustofu, og selt í vorri eigin búð, og því sparaður kostnaður allra milliliða. og þess hagnaðar nióta viðskiftamenn vorir með voru lága verði. MUNIÐ EIN.NIG: að allur Fur-fatnaður hækkar í verði að þessari sölu afstaðinni, sem þýðir það, að þér verðið að borga töluyert meira fyrir nýja Fur-kápu. Komið til vor, þegar þér komið til borgarinnar, og athugið verðið. Þvf fylgja engar skuldbindingar. Ef þér getið ekki komið til borgarinnar, þá skrifið oss strax, segið hvaða tegund af kápu þér helst kjósið, hvernig skreytta, stærð og nokkra hugmynd um verð. Vér sendum yður þá myndir og skýringar og gefum yður hið lága verð og allar nauðsynlegar upplýs- ingar. Fur-kápur sendar til sýnis. Engar skuldbinding- ar frá vður. Vér borgum i flutninginn. Samið um hæga borgunarskilmála, ef þér borgið ekki alt í einu. HOLT, RENFREW & CO. Ltd. WINNIPEG, MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.