Lögberg - 03.02.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.02.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. FEBRÚAR 1927. Nýjasta o<> bezta BRAUÐTEGUNDIN Búin til með ágœtasta rjómabús smjöri Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum. Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst hjá mat- vörukaupmanninum. Canada Bread umferðasölum eða með því að hringja upp B2017-2018. Canada Bread Co. Limited A. A. RYLEY, Manager í Winnipeg Leyndarmál kon- unnar. Eftir óþektan höfimd. Richard líkist föður sínum ótrúlega mikið, en litli Frits líkist hnnum líka; hann hefir samt erft hin yndislegu, blíðu augu, sem eg elskaði svo innilega hjá móður hans. * Báðir drengirnir elska mig mikið. og báðir kalla þeir mig mömmu. Eg veit ekki, hvorn þeirra eg elska meira.. Yfirforingi Rivers hefir séð um mig aðdá- anlega vel; kona hans er dáin, og til hins síð- asta andardráttar blessaði hún mig fyrir hina “ómetanlegu fórn ”, er eg færði dóttur hennar. S.jálf álít eg l>að enga fórn, eg hefi að eins efnt loforð mitt. Fyrir mörgum árum síðan fann dóttir frú Olthams handrit þetta. Hún var að laga til í hirzlum móður sinnar, og fann við það tækifæri marga gamla muni, og þar á meðal handrit þetta. Hana langaði til að eiga það, og fór of- an til að fá leyfi inóður sinnar til þess. Hún varð liissa yfir geðshræriiígunni, sem greip móð- ur hennar við að sjá handritið. Eftir dálitla hikun, gaf hún dóttur sinni það, en bað hana að minnast aidrei oftar á það við sig, hún vildi helzt.gleyma því, að hún hefði nokkru sinni séð það. Alice Oltham las handritið aftur yfir, og var svo djúpt sok'kin niður í innihald þess, að hún tók ekki eftir því, að kona kom inn í herbergið, fyr en hún stóð hjá henni. “0, góða frú Stanley,” sagði hún, “eg hefi fundið merkilegt handrit. Mamma gaf mér það, en sagði um leið, að eg mætti ekki minnast á það við sig oftar, en mig langar svo mikið til að vita meira um persónurnar, sem nefndar eru í því. Þér hafið þekt mömmu svo lengi, get- ið þér ekki sagt mér eitthvað? Hvað ætli hafi orðið af kaptein Barry?” “Þá verð eg að snúa mér þangað, sem þessi saga endar, góða barnið mitt. Eg þekti mömmu þína, þegar hún var ung, en svo misti eg sjón- ar á henni um nokkur ár. Hér um bil ári eftir að það átti sér stað, sem þú hefir lesið um, var mér boðið að koma á söngsamkomu hjá lafði Stanhope. Húsmóðirin vakti eftirtekt mína á karli og konu. “Það er kafteinn Oltham og hans frú,” sagði hún, “Eftir samsönginn skal eg kvnna yðupJijónunum. ” Konan var klædd í hvítt þykksilki, jarpa hárið var greitt þannig, að það náði 'oýsna langt niður á ennið. Maðurinn var hár og myndar- legur, munnur hans brosandi og augun góðleg og trygg á svip. Eg velti því árangurslaust fyrir mér, hvar eg hefði séð þessi fögru hjón áður, og þegar söngurinn þagnaði, minti eg húsmóðurina strax á lo'forð hennar. Við hlið húsmóðurinnar nálgaðist eg hjónin, en stóð ó- sjálfrátt kyr — sá eg rétt, eða var 'konan í raun og veru Eleonora Stanton? Umbreytt, fall- egri, en þó hin sama Eleonora. Hún þekti mig líka, og yndislega brosið, sem kom öllum til að dást að lienni, lék um varir hennar. “Má eg kvnna þér eiginmann minn, kaptein Barrv Oltham?” Aður en við skildum fékk eg að vita, að þau höfðu verið gift í sex mánuði, og voru nýkomin úr ferð um meginlandið. Nú áttu þau heima í Ellismere, bújörð kapteinsins, þar sem eg lof- aði að heimsækja þau í næsta mánuði. Þessi kapteinn Barrv, sem á er minst í sögunni, hafði erft stórt ætta’róðal með þeim skilmálum, að hann bætti nafninu Oltham rið sitt eigið.” “En þá er kafteinn Barry minn eigin góði pabbi?” sagði unga stúlkan glöð. “ Já.” “Og svo langar mig til að vita, hvernig hin vonda, viðbjóðslega spákona, þekti svo vel hina liðnu æfi móður minnar.” “Það var ung stúlka, sem þekti móður þína þegar hún var ung, og öfundaði hana; hún hafði fengið þetta hlutverk við velgerðasamkomuna, sem þá átti sér stað, og þar eð hún þekti móður þína, gerði hún henni þenna grikk. Af tilviljun rættust sumir spádómar hennar, sem bygðir voru á kunnningskap þeirra; löngu seinna fann hún móður þína og meðgekk sannleikann.” “Og litli drengurinn, sem var nærri drukn- aður voðale.gu nóttina, hvað varð af honum?” “Hann varð góður og duglegur maður. Móð- ir þín sá um mentun hans, og nú er hann í virð- ingarverðri stöðu.” “Og litla barnið?” “Er yngsti bróðir þinn, eða réttara sagt, uppeldLsbróðir þinn. Af því getur þú séð, hve alúðlega móðir þín hefir rækt það starf, sem hún tók að sér. Það gleður mig stórlega, að fcjá mína kæru Eleonoru svo ánægða meðal barna sinna 0g glaða. Hún hefir verðskuldað að vera gæfurík, bæði hún og hinn eðallyndi maður, sem hún var svo heppin að vera elskuð af, þeg- ar lífsgæfa hennar virtist vera horfin. * For- sjónin láti blessun sína ávalt hvíla yfir kaptein Barry og Nellv!” “Amen, frænka Stanley, amen!” Og gamla konan kvsti innilega ungu stúlk- una, sanna ímvnd Nelly Stanton. ENDTR. Silfurla x-torfuraar. Eftir REX BEACH. 1. KAPITULI. Brautin1 til Kjalvík liggur frá fjöllunum að norðan, eftir skógarjaðrinum upp frá fjörunni, og svo út á ána, sem sjórinn gengur upp í um flóð, yfir hana og inn í þorpið. Á sumrib fer enginn eftir þeirri braut, en á veturna sjást menn einstöku sinnum fara eftir henni, sem koma frá landinu mikla, er á bak við lá, f>g halda áleiðis til sjávar; og einu sinni í hverjum mánuði kom pósturinn, var nótt í þorp- inu, sagði fréttirnar og hvarf svo ásamt hund- um sínum inn á milli hæðanna. Kjalvík var ekki stór bær, og stóð út frá aðal brautinni, svo hann sást ekki frá henni og var því óþektur af öllum nema fiskimönnum. 1 þorpinu var kirkja í grískum stíl, skólahús, Kósakka prestur og um hundrað hús, auk niður- * suðu verkstæðanna. Þegar maður sá þessar niðursuðu verksmiðjur tilsýndar, gat maður haldiðj að þetta væri allstór bær, því þær voru tíu talsins og var dreift um bæjarstæðið, með- fram ánni, sem þar rann. I En á vetrum standa þau aðgerðalaus, norð- anvindarnir gnauða á hinum breiðu þökum þeirra, reykháfarnir voru eins og langir, svart- ir fingur, sem bentu upp í himininn. Þó er þorpið ^kki mannlaust. Indíánamir eru þar og biía í hreysum sínum. Um tölu þeirra veit eng- inn, ekki einu sinni presturinn, sem átti laun sín af þeim að heimta. Snemma í desember lögðu tveir menn, með sex þreytta hunda, að afliðnu hádegi upp á brautina, sem lá á milli þessara snævi þöktu og skógarlausu hæða norðurlandsins. Það hafði bvrjað að snjóa í dögun daginn, sem þeir lögðu á stað, og meiðarnir á sleðanum sukku sex þumlunga ofan í lausau, snjóinn, sem gjörði færðina þvngri og seinfamara fyrir hundana, svo oft þurfti að taka til keyrisins. Grrá jiokumóða lagðist yfir landið, svo hvergi sást til fjalla, og það var sem loft og jörð rvnni saman í eina óaðskiljanlega heild, sem var bæði þrevtandi og villandi fyrir augað. Ferðamennirnir höfðu þrammað þegjandi áfram í fleiri klukkulíma, þreyttir og þjakaðir af ófærðinni og storminum, sem látlaust gnauð- aði á þeim 6g lagðist yfir þá eins 0g óafléttan- leg martröð. Alt umhverfis þá var einkenni- legt og undarlegt: jörðin, veðrið og loftið. Það var ekki hinn minsti díll, sem augu þeirra gætu hvílst á, að undanteknum sjálfum þeim, þeir virtust líða í gegn um ótakmarkað og svíplaust, grátt umhverfið. Fraser fingralausi gekk ú undan og braut slóðina, og Bob Emerson, sem á eftir sleðanum var, sýndist hann vera eins og dálítill dökkur díll, eða brúða, sem fest væri á ósýnilegan þráð og .skoppaði upp og niður og út á hlið, og hon- um fanst stundum að þeir væru eins og gullsíli í glaskeri, sem sveimuðu stefnulaust í hinu gráa 0g einkennilega umhverfi. Fraser stanzaði alt í einu, og hundamir not- uðu sér tækifærið til þess að sleikja snjóinn af fótum sér, sem hnoðast hafði í fitina. Þó voru það að eins hundarnir, sem fremstir voru. sem g.jörðu ]>að. Hinir, sem næst sleðanum voru, voru of þrevttir til þess, og varð Emerson því að hreinsa klakakeppina, sem sezt höfðu í fitj- arnar á þeim. En Fraser lét fallast ofan á sleðann. “Þetta er l.jóta þófið,” mælti hann. “Eg held eg verði vitlaus, ef eg sé ekki tré eða eitt- hvað, sem sker af við þessa auðn.” “Ef við þurfum að halda svona áfram í tvo daga, þá verðum við báðir búnir að fá snjó- blindu,” svaraði Emerson ákveðinn, þar sem hann beygði sig ofan að hundunum. “En það getur ekki verið langt til árinnar.” “Snjórinn hefir þakið svo brautina, að eg verð að leita %rir mér í hverju spori,” mælti íh'azer, “og þegar eg stíg út af henni, þá sekk eg upp undir hendur. Það er eins og eg væri að ganga eftir planka, sem þakinn væri með tólf þumlungum af fiðri. og mér finst eins og eg sé að ganga í þoku, mílu uppi í loftinu,” og eftir svo litla stund .bætti hann við, “þegar eg minn- ist á fiður, þá dettur mér í hug hvernig að þér mundi líka að fá rjúkandi rjúpnasteik.” “Þegiðu, ” mælti Emerson hastur. “Nú, jæja, mér finst þó engin synd, að láta sér detta það í hug,” svaraði Fraser glaðlega. Hann fór með hendina í vasa sinn og dró upp tóbakspípu, reyndi að sjúga loft í gegn um hana, gat það ekki og tautaði: “óhræsið er þá frosin. Það er eins og manni sé varnað að hafa hér allá ósiði um hönd; eg vildi að eg væri kom- inn burtu úr þessari vandræða héraði.” “Það vildi eg líka,” njælti félagi hans. I^eg- ar hann var búinn að hlynna að hundunum, gekk hann að sleðaum o-g settist hjá Fraser. “Eins og eg var að segja áðan. ” hélt Fraser áfram, “hvað kom þér til þess að taka mig úr höndum bláklæddu lögregluþjónanna? Eg svei mér ikil það ekki. Þú segist hafa gert það til þess að hafa samfylgd mína, samt umgöngumst við hvor annan eins og málleysingjar. Hvers vegna gerðirðu það, Boyd?” “Þáð er naumast^ að málbeinið sé uppi á þér, þú talar nóg fyrir okkur báða.” “Já, en það er ekki nóg ástæða til þess, a^ þú gæfir þessum lagasnápum höggstað á þér. Það er ekki, þér líkt, að tefla á tvær hættur að eins sökum leiðinda.” “Eg tók þig með mér sökum hins spilta sið- ferðisástands þíns. Eg býst við, að eg hafi ver- ið orðinn þreyttur á sjálfum mér, og mér þótti nokkuð til þín koma. Auk þess”, mælti Emer- son hugsandi, “þú hefir engar sérstakar á- stæður til þess að elska lögin sjálfur.” “Það er nú oinmitt það sem mér datt í hug,” svaraði Fraser, og velti vöngum vingjarnlega. “Eg yissi að ])ér hafði einhvers staðar verið skotið inn. Hvað var það. Iívað var það? Þú þarft' ekki að vera hræddur við að segja, mér það. Það skal v.era leyndarmál á milli okkar — á milli tveggja bragðarefa. Eg skal aldrei segja eitt orð.” “Varaðu l»ig,” mælti Emerson, “eg er eng- inn bragðarefur, né glæpamaður — eg er ekki nógu útsjónarsamur til þess að geta orðið virðu- legur embættisbróðir þinn. ” “Eg býst við, að starf mitt sé eins heiðarlegt og annara. Eg hefi reynt þau öll saman, og þau eru öll eins. Spursmálið er að eins, hvernig hægt er að ná eigum annara á sem auðveldast- an hátt. ” Fraser laut niður og herti á þveng.j- unum, sem snjóskómir hans voru bundnir með, svo rétti hann sig upp aftur, leit á félaga sinn og fann á ný til hins einkennilega lamandi þunga, sem lagst hafði yfir hann síðustu dag- ana, og mælti óþolinmóðlega: “Ef þú ert það ekki, þá ættir þú að vera það. Þú hefir betri skilyrði til þes$ að keppa í fjár- glæfraspilum, en nokkur annar maður, sem eg hefi séð. Andlitið á þér er eins laust við svip- brigði og kaldur steinveggur. Á því hefir ekki brugðið fyri r nokkurri breytingu, síðan þú bjargaðir mér af ísjakanum í Norton flóanum.” Aftur lagði Fraser á stað á undan hundun- um, til þess að brjóta brautina. Hundarnir veigruðu sér við að leggja á stað í sporin hans, en Emerson lét smella í keyrinu, svo þeir sigu hægt og gætilega á stað aftur inn í gráa! og dimma vetrarþokuna. Eftir klukkutíma ferð, fór að halla undan fæti 0g skömmu síðar komu þeir ofan í gil, sem sem lá ofan að ánni, 0g þegar þeir komu niður á jafnsléttu og ofan á ána, var braufin slétt og hörð. Kaldur vindur frá hafinu stóð í fangið á þe'im, en vegurinn var glöggur. svo engin hætta var á, að þeir viltust. Þeir settust á sleðana, og hundamir hristu sig ogbrokkuðu léttilega eftir ísnum. , Eftir nokkurn tíma komu þeir þangað, sem brautin skiftist, Lá önnur álma hennar þvert til hægri handar upp á árbakkanna, með fram fjörunni og lá auðsjáanlega til Kjalvíkur, sem þeir vissu að var einhvers staðar í þeirri átt, á að gizka mílu vegar frá því, sem þeir voru. Þeir breyttu því stefnu sinni og héldu til vinstri út á ána. Brautin þar var svo óslétt, að báðir mennirn- ir hrukku af sleðanum. Annar hljóp fram með sleðanum, en hinn stýrði honum að aftan. Upp og ofan ísjakana hlupu hundamir og hindraði ekkert ferðina, þar til alt í einu, er þeir voru að fara ofan af stóram ísjaka, er stóð nálega upp á endann, og heyrðist brestur í ísnum alt í kring um þá, og áður en þeir gátu nokkuð aðhafst, annað en hrópa hvor til annars, voru þeir, sleð- inn og hundarnir komnir út í rennandi vatn, og gvo var mikil ferð á sleðanum, að Emerson gat ekki stöðvað hann, og áður en varði brast ís- inn, og menn, hundar og sleði sökk alt í ána. Emerson hélt sér í sleðann. Hundamir busluðu í vatninu og Fraser sökk á kaf í öðrum stað, og hrópaði upp vfir sig um leið 'Og hann sökk í ískalt vatnið. Sleðinn lvfti sér aftur, unz hann marraði í vatnsborðinu. Svellið í 'kring um þá á ánni, seih fyrir fáum mínútum virtist óyggjandi, var nú að eins krapaelgur, og mitt í honum börðust mennimir og hundarnir um. Fremstu hundarnir tveir höfðu ekki farið ofan í, því ísinn brotnaði ekki undan þeim. Þeir snera sér við og horfðu á mennina og félaga sína busla í vatninu, settust svo rólegir á skör- ina og blésu mæðinni. Huiulamir, sem næstir þeim voru, brutust um> mikillega og reyndu að komast upp á skörina til félaga sinna , en sleð- inn hélt þeim til baka, og þegar þeir náðu með löppunum upp á ísbrúnina, brotnaði hún undan þeim. Einerson reyndi til þess að fikra sig fram með sleðáftum og ná á þann hátt til íssins, þar sem hann var heill; en ísinn var svo veikur, að það var ekki viðlit fyrir hann að komast upj) á skörina. P’raser reyndi til þess að komast upp úr hinu megin í vökinni, en það lánaðist ekki; í hvert sinn, sem þeir révdu að komast upp á skörina, brotnaði hún. Frostið og kuldinn nísti þá; þeir töluðust lítið við, en noyttu allra krafta til þess að reyna að bjarga sér og farangri sínum. Hundamir höfðu líka verið þögulir, en nú tóku þeir að ýlfra og spangóla. “Skerðu hundana lausa frá sleðanum,” hróp- aði Emerson. Fraser skirpti út úr sér söltu s.jóvatninu og hrópaði til 'oaka: “Eg get ekki synt.” Emerson dró því sjálfan sig fram með sleð- anum, tók hníf upp úr vasa sínum og skar á dragtaugar hunda þeirra, sem verst voru settir. Þegar hundamir losnuðu, komust þeir upp úr vatninu, og veltu sér í þurrum snjónum á ísnum. Næst reyndi Emerson til þess að lyfta sleðan- um upp á sköriná, hottaði svo á humlana, sem voru fastir við sleðann, að draga, en þeir feng- ust ekki til átaks, geltu að eins. Eftir nokkrar á- rangurslausar tilraunir, sem Emerson gerði við að lyfta sleðanum upp á skörina, brotnaði sívkki úr ísnum, svo hundamir, sem uppi á ísn- um voru, hrukku ofan í vatnið aftur. Emerson hefði getað komist gegn um krapið og ísjakana og upp úr ánni, eins og Fraser var að leitast við að gjöra, en það var enginn vegur til þess að koma hundunum upp úr á þann hátt. En hann var ófáanlegur til þess að skil.ja við þá og láta "þá kveljast og deyja í ískrapinu, þar sem þeir voru að brjótast um, og einn hundurinn hafði slegið hnífinn úr hendi Emersons, sem var orðin nærri dofin af kulda og örvæntingu, þeg- ar að hann heyrði hljóm í litlum klukkum og á- kveðna skipun aðkomandi manna. trt úr þokunni og átt þeirri, sem þeir héldu í, kom hundasleði á fullri ferð. íTundamir hlýddu skipaninni 0g beygðu af brautinni til hægri, til þess að vasast hættuna, sem fram undan þeim var. Emerson, sem að eins leit snöggvast þessa aðkomuhunda, furðaði sig stór- um á, hve fallegir þeir voru, og honum fanst, að hann hefði aldrei séð úthald eins glæsilegt þar í norður héruðunum. Hver af þeim tólf liundum, sem í lestinni voru, náði stórum mönn- um í mitti. Allir voru þeir samlitir, gráir eins og úlfar og grimmúðlegir. Körfusleðinn, sem þeir drógu, var langur og léttur og alt öðru vísi í laginu, en hann átti að venjast, og feldirnir, sem vfir honum voru, voru úr hvítum tóu- skinnum. Persónan, sem í sleðanum ^ar, talaði aftur ákveðið. Stór og hvatlegur Indíáni, sem sleð- ann, keyrði rakleitt ofan að vökinni, þar sem liundaniir og mennirnir voru að brjótast um. Þegar hann kom nærri, sá Emerson, að hann var klæddur í yfirhöfn úr ílcornaskinnum, og að það var ekki Indíóni, lieldur kynblend- ingur, með koparlitað andlit. Maðurinn hljóp áfram, unz hann var nærri kominn að vökinni, þá kastaði hann sér flötum á ísin og skreið svo áfram eins og maðkur, þar til að hann náði í hundinn, sem á undan var. Gætilega skreið hann aftur á bak, eins og hann hafði skriðið áfram, unz hann var kominn á traustan ís, þá tók hann í dragólamar af öllu afli. Þetta hafði verið hin rnesta glæfraför, og útheimti varfærni og dómgreind, en eftir að maðurinn var búinn að ná öruggri fótfestu, var spilið auðunnið. Hundarnir hjálpuðu honum til með að klóra sig áfram. Sleðann dró hann nær og nær, unz hann var kominn að skörinni, þar sem brúnin var örugg, þá dró hann Emer- son upp úr; síðan drógu þeir báðir sleðann og Fraser upp á ísinn. Persónan í sleðanum hafði veitt því, sem var að gjörast, nána eftirtekt, án þess að mæla orð. Nú tók hún til máls á úthorna málízku, og heyrðist glögt á málrómnum, að það var kona. Kynblendingurinn þýddi orð hennar á þessa leið: “Haldið áfram eina mílu — þið komið að húsi, þar sem hvítur maður býr. Farið fljótt—þið frjósið.” Svo benti hann til baka, þangað sem mennimir höfðu komið frá, sem meinti, að þeir hefðu átt að fara brautina, sem lá upp á árbakkann, í stað þess að halda út á* ána. Fraser, sem var seinn í förum, var nú kom- inn þangað, sem þau voru, og þó hann hefði, ekki verið lengi upp úr vatninu, vora föt hans orðin frosin mjög. Nötrandi af kulda spurði liann: “Hafið þið engin þur föt meðferðis? Okkar dót er alt rennandi blautt.” “Nei. Flýtið ykkar 0g hangið ekki hérna — við förurn fljótt yfir — og getum ekki beðið lengur. ” Kynblendingurinn gekk að sleðanum til stúlkunnar, kallaði einu sinni til gráu hundanna og þeir þutu á stað. Hundarnir bevgðu ofur- lítið út af veginum og þutu áfram efti árbakk- anum. Kynblendingurinn stóð á meiðum sleð- ans að aftan og talaði til hundanna, er þræddu sig áfram eftir leiðsögn hans, en pjötlurnar og skúfamir á yfirhöfn hans blöktu út í loftið. Um leið og sleðinn fór fram hjá ferðamönn- unum, brá stúlkunni, sem í sleðanum var, sem snöggvast fyrir sjónir þeirra, svo var hún horf- in. Dálitla stund stóðu félagarnir og horfðu á eftir henni, en kuldinn vakti þá brátt upp af þeim dvala. “Sástu?” mælti Fraser. “Hamingjan góða, það var kona! Ljóshærð kona! ’ ’ Emerson hrevfði sig til og mælti: “Hvaða heimska! Hún hlýtur að vera kvnblending- ur..” “Kynblendingar hafa ekki gult hár,” svar- aði Frazer.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.