Lögberg - 10.02.1927, Side 5

Lögberg - 10.02.1927, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN io. FEBRÚAR 1927. 1 Bla. i Dodas nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur íyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf- •ölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Contpany, Toronto, Canada. sem þér viljiö að aðrir menn gjöri ýður, þaö skuluð þér og þeim gjöra,” nefnd gullna reglan. Hefir venjulega verið svo litiö á, að eng- inn, nema Kristur einn, hafi kent svo fullkomna lífsreglu. Að vísu er það satt, að Konfúsí- Us hafði lika “gullna reglu” í kenn- jng sinni. Og reglan er merkileg. En annaðhvort hefir höfundinn skort þekking á því efni, eða, að hann', málstaöar síns vegna, hefir álitið hentugra, aö víkja við orða- lagi og efni, því að reglan, eins og hann setur hana fram, er alls eigi rétt tilfærö. “Breyttu svo við náungann, sem þú vilt að hann breyti við þig.” Þetta segir höfundurinn að sé hin “gullna regla” Konfúsíusar. Væri það rétt, þá hefSi hann þar með sannað mál sitt, því hér er efniS að niestu úr hinni gullnu reglu Krists; um smávægilegar orSabreytingar varSaði þá auðvitaS minsrtu. En þetta er ekki hin “gullna regla” Konfúsíusar. Hún hljóðar svo: “Það sem þú vilt ekki láta gjöra þér, þaS skalt þú ekki öðrum gjöra.” Reglan er ekki fyrst og fremst hoö, aS gjöra öðrum gott, eins og er i hinni gullnu reglu Jesú Krists, heldur bann við því aS gjöra öðrum ilt. Þeir sem ekki sjá muninn á þessu tvennu, að sneiða hjá illverk- um, og því, aö gjöra margt og mik- gott, þeir eru naumast færir um að fræSa aðra. En sé hér ekki um fáfræði höf. að ræða, þá er sýni- lega einhver skortur á þeirri ráð- vendni og sannleiksást, er maSur niundi búast við að finna hjá þeim er álítur sig kallaSan til aS upplýsa aðra og fræða. Hin “gullna regla” Konfúsiusar er ekki erfiðari en það, aS maður getpr vel hugsað sér aS fjöldi fólks lifi eftir henni, og þar á meöal sum- ir menn svo meinlausir, að þeir eru taldir nauða gagnslitlir. Aftur er iífsregla Krists svo háleit og full- komin, að enginn nær því marki, ncma hann einn, þó þaS fullkomn- unar takmark eigi auðvitaS, aS vera sjónarmið allra kristinna manna. Þvert á móti því sem oft er álit- ih, var Konfúsius enginn trúar- hragðahöfundur. Að vísu trúði hann aö til væri ósýnileg guöleg Vera. En um þaö efni kendi hann htið eða ekkert. Þegar lærisveinar hans vildu fræSast af honum um ósýnilegar verur, þá svaraði hann: ‘Þegar maður getur ekki þjónað ^önnum, hvernig ætti maöur þá aS geta þjónaS öndunum?” Og þá er rinhverjir lærisveinar hans vildu hita hann segja sér eitthvað um það sem tæki viS af þessu lífi, þá var Svarið þetta: “Fyrst maður þekkir ehki lífig, hvernig ætti maSur þá aö þekkja dauöann?” Andatrúarmaður Var Konfúsíus ekki meiri en það, hann ráölagði lærisveinum sín- Uln aS bera virSing fyrir öndunum, en hafa sem allra minst við þá sam- au að sælda. _ Eífstarf Konfúsíusar var póli- tízt umbótastarf. Hann leitaði í ’nörg ár um þvert og endilangt Kína Veldi að þeim þjóðhöfðingja er vildi ftjórna landi og þjóS eftir kenn- ’ngu hans, en fann engan. Allir háru viröingu fyrir honum og hlýddu á hann meS lotningu, en þeim leizt ekki á að setja lífsreglur hans í framkvæmd. Þegar hann var °rðinn gamall, andvarpaöi hann þunglega yfir því, að enginn höfð- lngi eða prins kæmi fram, er væri syo vitur, aS vilja fara aS hans ráðum. Sjálfur var Konfúsíus um eitt skéið dómari og um tima var hann ráSherra. Eftir dauða hans Varð kenning hans smátt og smátt ah trúarbrögðum og telja Kinverj- ar hann, þann dag í dag, sinn mesta °g ágætasta mann. Zóróaster og kenning hans. , hJm tímabil þaö er Zóróaster liföi a er mönnum, meS fullri vissu, ekki ne,tt kunnugt. Flestir fræðimenn þó, að hann hafi veriS uppi frá rr° 583 fyrir Krist. Hefir hann Py yerið nokkuru fyr uppi en Kon- usius, sem víst er að var fæddur 55i f. Krist og dáinn 478 f. Krist. ,UtH kenningar Zóróaster er kkuð kunnugt, þó góSir fræöi- Minningarorð um Stefán J. Skagfjörð Stefán Jónsson Skagfjörð, rúmlega 24 ára að aldri, and- aðist á Almenna spítalanum Winnipeg, þann 1. sept. þ.á. Hann var fæddur á Daða- stöðum á, Reykjaströnd í í Skagafirði, þ. 12. ág. 1902. Foreldrar hans, Jón Jónsson og Helga Sigríður Péturs- dóttir, fluttu til þessa lands árið 1904, með börn þau er þau þá áttu. Fyrsta ár sitt hér í landi dvöldu þau í Ar- gyle-bygð. Tóku þau sér nafnið Skagfjörð, er þau komu hingað vestur. Næsta ár fluttu þau til Nýja Is- lands, og settust að í Árnes- bygð. Jón lézt árið 1912. En tveimur árum síðar flutti Mrs. Skagf jörð til Selkirk, á- samt börnum sínum, 7 að tölu; var hið yngsta þeirra þá fimm ára að aldri. Hafa þau öll búið þar síaðn. Stefán sál. var þvf að nokkru leyti uppalinn í iSelkirk. Gekk hann þar á unglingaskólann. En af þvi verklega lagði hann mesta stund á vélfræði, og stundaði nám í þeirri grein í Win- nipeg um skeið. Hann var fermdur árið 1916 af séra N. Stgr. Thorlakssyni. Gjörðist hann þá meðlimur hins íslenzka safn- aðar og lúterska bandalagsins; og vann sér brátt virðingu og velvild sinna félagssystkina með prúðmannlegri framkomu, á- huga og einlægni við félagsstörfin. Sumarið 1924, er hann var aðstoðar-vélstjóri á gufubát einum ,norður á Winnipegvatni, kendi hann lasleika, sem knúði hann til að hætta starfi. Leit- aði hann þegar læknisráða. Kváðu þeir sjúkleika hans vera berklaveiki, og ráðlögðu honum að leita inngöngu á berklaveik- ishælið í Ninette. Fór hann þá þangað, og lá þar, að mestu leyti rúmfastur, í 22 mánuði. En sjúkleikinn ágerðist því meira, sem tíminn leið; og í ágústmánuði ályktuðu læknarnir, að sú eina lækningatilraun, er hugsanlegt væri að haldi gæti Iiomið, væri uppskurður. Var hann þá fluttur til Winnipeg og lagður inn á Almenna spítalann þar. Uppskurður sá, er gjörð- ur var á honum, varð þó árangurslaus, því hann andaðist þar, eins og áður er sagt, þann 1. sept. f. á. Lík hans var flutt til Selkirk, og fór jarðarförin fram frá heimili móður hans og ísl. kirkjunni, þann 5. sept. að viðstöddum fjölda fólks. Stefán sál. var snyrtimenni í sjón; hár vexti, en svaraði sér vel, karlmannlegur og þó lipurlegur. Hann var prúður í fram- göngu, alúðlegur í viðmóti, þýður í samvinnu og drengur góð- ur í hvívetna. Hans er þvi sárt saknað, ekki að eins af móður- inni og systkinum og frændum, heldur og af öllum þeim, er ná- in kynni höfðu af honum. Og minning hans mun lengi geym- ast hlý og hrein í brjóstum allra þeirra. Huggunarorð til móðurinnar. menn kannist fúslega við, að erfitt sé að greina sundur hvað er hinn upprunalegi texti og hvað viðbót frá 'þeim er fóru höndum um rit hans og skrifuðu þau upp af nýju mörg hundru.S árum síSar. Voru hin fornu rit þá svo sundurdottin, og mikið glataS með öllú, að fróSir menn telja næstum ómögulegt að ná hinum upprunalega texta. Hin fyrsta tilraun, aS fyrra ritin al- gjörSri glötun, var gjörS á rikis- stjórnarárum Ardashir Babagan, Persakonkungs, er ríkti frá 226— 240 eftir Krist. Er sagt aS hann hafi látiS æSsta prest sinn, er Tan- vasar hét, safna leyfum hinna fornu rita í eina heild. Á ríkisstjómarár- um næsta konungs, er var Shapui; hinn fyrsti, og ríkti frá 240—272 eftir Krist, var gjört nýtt handrit af fornritunum og bætt við öSrum fræSigreinum, svo sem læknisfræSi, stjörnufræSi, landafræði og heim- speki. Nokkuru síSar, þá er Shapur annar var konungur, en hann var uppi frá 309—380/e. Kr., vora rit- in enn umrituð, ffá byrjun til enda, og er þaS sú útgáfa er seinni tíma fræðimenn hafa orðiS á aS byggja. Segir Karl Friedrich Geldner, dr. phil., prófessor í Sanskrít og sam- anburSar málfræði viS háskólann í | Marburg á Þýskalandi, hinn fróð- I asti maSur í þessum efnum, aS næstum ómögulegt sé aS fá hinn upprunalega texta út úr handriti því er Shapur annar lét gjöra. Tel- ur hann helzt ráðlegt að greina þaS upprunalega, frá seinni tíma við- bótum, meS því aS stySjast viS með- ferð málsins. Segir hann að máliti sé frábærlega gott á sumum köflum, æSi mikiS lakara á öSram, og á enn öSram köflum alveg herfilegt. Þykir honum sennilegt, að kaflarn- ir þar sem málið sé hreinast og bezt, séu elztir, en hitt frá siðari tímum, er lakar er frá gengiS. Kafla þá sem í ljóSlinum eru, telur hann senni- lega frá elztú tíS. Rit þau, sem kend era viS Zóró- aster eru venjulega nefnd Zend- Avesta og stundum eingöngu Av- esta. Elzta og bezta handrit af þeim á frurrtmálinu, sem nú er til, er í Kaupmannahöfn og er frá 1258. Fyrstur manna að draga athygli að ritum þessum, var prófessor Thom- as Hyde, i Oxford á Englandi, ár- iS 1700. Var Dr. Hyde frábær lær- dómsmaður, ágætlega heima í fræS- um Austurl^nda og tungumála- garpur svo mikill, aS þaS er sagt, að hann hafi kunnað fjölda mörg tungumál Asíu og sum af þeim frá- bætlega vel. Næsti maSur, aS vinna í sömu átt, var frakkneskur fræði- maður, Anquetin Duperron aS nafni. Þýddi hann ritin og kom sú þýSing út í París 1771. Eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja um kenning Zóróasters, hefir hann, sem trúarbragða höfundur veriS fremri en Konfúsíus. Kenn- ing hans um GuS er ákveðin og skýr. Álítui; hann sig líka kallaSan til aS hreinsa til á svæði trúarbragS- anna, og sýna mönnum hinn rétta veg. Er kenning hans háleit og afar ströng, réttlætis og lögmáls boS- skapur, er sumstaðar svipar til boS- skapar spámanna Gamla Testament- isins. Um miskunn og fyrirgefn- ingu veit Zóróaster alls ekkert. Er hann þar æSi langa leið frá boS- skap hins eldra sáttmála, er víða talar um fyrirgefning og miskunn GuSs, þegar lýSurinn iðraSist synda sinna, og sá að sér, og enn lengri óraleiS er hann frá fagnaðarboS- skap Jesú Krists, er setur kenning- una um náð GuSs og kærleika fram i sinni fegurstu og fullkomnustu mynd. Zóróaster boSar frelsun ein- ungis fyrir þá er lifa eftir þeim réttlætisboðskap, sem hann kendi. Enginn frelsari, engin von fyrir þá er fariS hafa afvega. Við aSkomu dauðans hefir hann fremur litla huggun fyrir þá sem mistekist hefir að lifa réttilega. Um þaS efni er þetta tilfært úr ritum hans: “Brúin yfir djúpið mikla er breiS fyrir hina réttlátu, en mjó eins og rakhnífsblaS fyrir hina vondu, er falla af henni niSur til helvitis.” — MeS þaS fyrir augum, að boS- skapur Zóróasters er eingöngu lög- máls boðskapar, og hann afar harð- ur og miskunnarlaus, þá er fremur erfitt aS hugsa sér nokkurt beint sambandi milli hans og náSarboð- skapar Jesú Krists. Sá maSur má ekki hafa mikiS af þekking og sann- girni, sem ætlar sér áð lemja annað eins fram. Hitt er sennilegra, aS milli einhverra bóka Gamla Testa- mentisins og rita Zóróasters sé eitt- hvert samband. Það gæti vel átt sér staS. HerleiSing ísraelsmanna, kyn- kvíslanna tíu, til Assýru, fór fram 722 fyrir Krist. Þær kynkvíslir dreifðust og týndust, sem vel er kunnugt. Ætla menn, að þær hafi blandast saman við fólk í Assyríu og i öSrum löndum þar austur frá. Er meira en líklegt, að Persar hafi hlotiS sinn skerf af hinum dreifSu börnum ísraels. En meS ísraels- mönnum hafa hin helgu rit, eða partar af þeim, vel getað borist, þvi þau voru þá orSin til, allflest þeirra, og sum fyrir löngu. Og ef það er nú of mikiB fyrir menn aS trúa því, aS ritin sjálf hafi fluzt með hinu ‘herleidda fólki, þá hefir þó frá- sagan um opnberun Guðs, i hinum gamla sáttmála, og trúin sem þar er kend, borist með fólkinu austur og lifað þar sjálfsagt um skemri eSa lengri txma. Og Zóróaster, sem aS líkindum fer að kenna minna en hundraS áram eftir herleiðinguna, gat vel hafa haft einhver kynni af trúarbrögSum Israels og bygt kenn- ingu sína aS einhverju leyti á sum- um pörtum hins gamla sáttmála, þó honum tækist ekki að koma meS eins fullkomin trúarbrögð og þar eru kend. Þetta er sennilega það eina samband er getur komiS til mála. Um beint samband í kenningu Krists, viS Zóróaster, er ekki aS tala. , Áhangendur Zóróasters hafa smátt og smátt fækkaS á síðari öld- um. Eru nú ekki taldir eftir nema tveir tiltölulega smáir hópar, annar á Indlandi, eitthvað um hundrað þúsund, en hinn í Persalandi sjálfu og er sá hópur talinn nálægt tíu þúsund. Era þeir nefndir Parsis, eða Parsiar og greina þeir sig stranglega frá öllu öSru folki. Þeir hafa þann einkennilega siS við Framh á bls. 7. Eggert Ólafsson. 1726 — 1. des. — 1926. Einatt flýgur mér í hug þessi saga, er eg minnist Eggerts Ól- afssonar: Þá var Ólafur Gunnlaugsson, faðir Eggerts, heimamaður í iSauðlauksdal, er Eggert hvarf þaðan og kvaddi föður sinn hinzta sinni; var þá ólafur áttræður að aldri. Eigi urðu menn varir við, að ólafi brygði, er hann spurði, að sonur hans væri druknaður, og eigi mælti hann æðruorð. En svo tók hann þessari fregn, að hann fór út, hljóður í bragði, tók reku sér í hönd og gekk út í garð við bæinn; var þar moldarbingur mikill og hafði verið mönnum um hríð travali á vegi. fTók ólafur þegar að ryðja moldinni burt; vann hann að þessu látlaust af kappi og létti eigi fyrr en hann hafði lokið verkinu og mokað frá allri moldinni; fór t'il þessa hálf- ur dagurinn. Gekk hann þá til bæjar og tók hvíldar. Breytti hann í engu háttum sínum né skapi eft- ir það, svo að menn yrðu við varir. Margir sýndu söknuð sinn eftir Eggert lát'inn, bæði í ræðu og riti. Margir hafa mælt eftir Eggert síðan. En ekki man eg til þess, að nokkurt dæmi í þessa átt hafi fengið meira á mig en þessi fagra og skrumlausa saga; svo háleit er hún'íöllum sínum einfaldleika. Eg get ekki að því gert að efast um, að Eggerts hafi nokkurn tíma minst verið svo, að honum hafi betur hæft. Eða hvað gat verið skapgerð Eggerts samboðanara en slík fornmannleg og þjóðleg karl- menska, sem þessi saga ber með sér. Eggert eri einn hinn glæsileg- asti atgerfismaður, sem uppi hefir verið með íslendingum. Fræðimaður var hann ágætur. Hann er mesti náttúrufræðing- ur, sem Island hefir borið. Hann hefir með skáldskap sín- um haft meiri áhrif en flest önn- ur skáld á íslandi. Hvatakvæði hans kiptu mönnum í framfara- átt. Búnðarbálkur hans varð beinlínis eins konar trúarjátning dugandi mönnum allar götur fram yfir miðja 19. öld. Það kvæði eitt jafnast á við góðan búnaðarskóla að áhrifum. Eggert var enn afburðamaður í íþróttum og manna hagastur á hendur. Hver einn þessara eiginleika i jafnríkum mæli nægir venjulega til þess að halda uppi nafni manna. Og er þó enn ótalið, hver mannkostamaður Eggert víir. Mannlund hans og drengskap róma allir. Hann mat mest fram- tak manna, en unni þó öllum hóf- samlegrar gleði. Hann mjmdi vel hafa getað haft að einkunnarorði: Utile dulci: Gagn fylgi gleði. Og þó minnir þessi saga ekki á r.eitt af þessu. En hún minnir á enn einn kost, sem Eggert hafði, þann kost, sem máttkastur er jafn- ar og mestar gerði nytjar hans. Hún minnir á karlmensku hans samfara skapfestu. í uppistöðu skapferðis hans voru engir hnökr- or, í lundinni enginn tvíveðrungur sem stundum hamlar nytjum á- gætra gáfumanna. Karlmenskan var þjóðleg, skapið fornmannlegt, lundin einlæg. Eggert talar þar sjálfur, er hann leggur Ingólfi Arnarsyni þessi orð á tungu (í Mánamálum): Nú gengur raup fyrir rausn manna og hól fyrir hreystiverk; hellir út inndrótt á lín bleki; skylmast heiðflotnar hrafnafjöðrum. Mínar eru sætur mangi gefnar dusilmenna danz kveðandi; reika þeir út og inn iðnar-vana; líkjast þeir í máli marfresslingum; líkjast beir í látum lákettlingum. Rammari íslendingur en Eggert hefir aldrei uppi verið. Og trúin á framtíð þjóðarinnar er óbifan- leg: Undarlegt er ísland, örvasa, lasið; endann innan stundar ekki sú þjóð fékk; aldrs sjáið yfir mold æði mun í kvæði; hefja mun guð í gæfu- gott -stand það land. Og enn: ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig„ sem á brjóstum bor’ið og blessað hefir mig fyrir skikkun skanarans; vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans. En Eeggert var enginn ein- strengingur, þótt hann væri þjóð- legur og fornmannlegur. Hann var ekki kyrrstæður eintrjáning- ur, þembdur upp af sjálfbirgings- skap og sérgæðingi. Honum var hins vegar ólíkt far- ið þeim umbótamönnum, sem kunnir eru að því á öllum öldum, að leita sér af fordild dýrðar með vanhugsuðu framfaragambri og rótlausu nýjungagjálfri. Slíkir stofuspekingar voru honum sízt að skapi. Hann var jafnan hag- sýnn í umbótatillögum sínum, svo að markar fyr'ir; þjóðrækni hans kendi honum að vinza úr. Þó var hagsýni hans sízt einskorðuð við hagsmuni þessa heims. Því segir hann: Látum oss ei sem gyltur grúfa, gæta þær aldrei neitt á svig, akarn við rætur eikar stúfa, umhyggjulausar fylla s'ig. En upp í tréð þær ekki sjá, akarnið hvaðan kemur frá. Til er lýsing af Eggert, eftir vin hans og samtímamann, Jón ólafs- son úr Grunnavík (samin í Kaup- mannahöfn í febrúarmán. 1777). Þykir mér vel við eiga að lyktum, að nota tækifærið hér til þess að koma að lýs'ingu þessari. Ber það til fyrst, að lýsingin mun flestum ókunn, með því að hún hefir aldr- ei prentuð verið, er og varðveitt á þeim stað, sem fæstum íslending- um er kostur að ná til (British Museum, Add. 11, 201=FM. 144). í annan stað er lýsingin merk fyr- ir þá sök, að þar eru tekin fram atriði, sem ekki er unt að finna annarsstaðar, ekki heldur í æfi- sögu Eggerts, þeirri er séra Björn Halldórsson gaf út í Hrappsey 1784; fyllist því þar skarð að þessu leyti. Grunnavíkur-Jón segir svo: “ . . . Guð hafði tillagt honum ágæta mannkosti, því að hugar- fari eður sinnislagi var hann hreinlyndur og hti allra véla og hjálpviljaður öllum þeim, hann til náði, einkum þeim, er hann vissi þess verðuga. Náttúru-skynsam- ur og dável lærður, í hverju hann var. fráleitur öllum tilgerðarhætti eður ostentation; ráðprúður og forhygginn eður framsóknarsamur, nema ef honum hefir brugðist á banadægri, sem mörg eru dæmi til um ypparlega menn, þá hans framlundarsemi orkaði illra úr- slita. En fáir eru, sem galli ei grandi, forlögum sá er fylgja verður. Þessi hörmuleg tíðindi, þá til Kaupinhafnar komu, féllu þungt öilum, er notið hðfðu hans við- kynningar, sem og mér, því ráða- gerð nokkur var milli okkar kom- in um verustað hjá honum, ef mig bæri enn í fjórða sinn til míns mér af reynslunni illviljaða ís- lands.” "... Hann var, sem sagt er, að náttúrufari íhugunarsamur, ráð- spakur, stöðuglyndur, trúfastur og vinhollur með jigóðri skikkan, hug- djarfur og forhygginn, rausnar- maður og reiðilegur og mjög svo ættrækinn, sem sú prentaða minn- ing í octavoi eftir Guðmund sýslu- mann TSigurðsson] auglýsir, fals- laus, en þó forsjáll án annara skaða. En að líakmlegri ásýnd var hann maður í hærra lagi, réttvax- inn, augnblár og stöðugeygur, með því ígrundunarsama augnaráði, er hjá lærðuiji mönnum er vant að eiga heima, hánefjaður og slétt- nefjaður og mátulega kinnbeina- hár og munnfríður, með mátu- legri höku, hálsi og öllu öðru um brjóst, kvið og fætur vel á sig komnu sköpulagi. í raustu karl- mannlegur og ráðsettur, sem og í sínu göngulagi. Alt hans ráðlag og atferli grandað, og þess vegna var af hans öfundandi óvildar- mönnum hans hégómlausa dagfar virt sem til nokkurrar þóttasemi. Hann var að mannkostum flestum fremur búinn. . . .” Páll Eggert Ólason. —Stúdentablað. Ingólfur Bjarnason, sem situr í gæsluvarðhaldi hjá hreppstjóran- um á Stokkseyri, meðan rannsókn stendur yfir um bruna þar, strauk úr varðhaldinu milli jóla og ný- árs. Var leit þegar hafin, og á gamlársdag fanst maðurinn hlöðu á Kolviðarhóli. —Tíminn. Hjarta þitt titrar af harmi, hjartkæra vina; _ soninn þinn góða þú syrgir, þú sérð hann nú ekki, því sá, sem að lifir í ljósi, lítt verður fundinn mannlífs á mæðu og dimmu mjög hálu brautum. Sagt er, þá harmatár hrynja af hvörmum syrgjanda, að þau 1 guðs hendi gerist að glansandi perlum, og síðar skíni á skrauti og skykkjum útvaldra, í sælunnar sólbjarta heimi hvar sorg enginn finnur. Sársauka sáran þó finnir, Tárið. Tárin mjúku á kinnum rjóðum eru sem glóandi perlur, sem veiddar hafa verið upp úr haf- djúpinu mikla og glansa í ljósi sólar, þegar fyrsti fundur fram- andi geisla kyssir þær. Hver er sá fjársjóður, sem jafnast geti á við slíkan fjársjóð, sem hin gló- björtu tilfinningatár, sem streyma af góðlátlegum vanga og þvo burtu hrukkur og misfellur allar af hörkusnauðu andliti? Ó, þið heitu tilfinningatár, sem tæmið ískaldar lindir og gerir þær að yl- ríkri uppsprettu, sem flóir yfir hálfnakta jörð og gerir hana að gróðurríkri uppsprettu svo að hún veitir veiku lífi kraft og skjól í hreti og stormum. Fögur eru þín tár, sem, feta ó- séðar brautir og fyllir ósýnis- brunna salti, sem verður að salt- dögg, sem dreifist yfir hrjóstruga ; jörð, sem hún rís upp af róti því, j sem aldrei var á almannafæri. Vertu ekki að þurka dýrustu perl- urnar þínar í burtu. Vertu ekk'i að afmá það dýi-asta, sem þú átt til í eigu þinni. Sýndu sem flestum, I er sjá vilja, fagra hluti, inn í! forðabúr þitt, þegar það er fult af fögrum rósum með ilmríkan stofn, limskrúð og lífþrungin lauf- blöð. Ó, þú göfuga tilfinning, sem framkallar þær perlur, sem eru S£flt jarðarinnar, svo að fræ fær líf og vængi, sem lyftir veikum stofni til ljósa, sem lýsa langt út yfir höfin breiðu. Hugsaðu hátt, þó þú horfir lágt, og láttu ekki ljósið slokkna í höndum þér, þó þú verðir fyrir þeim missi, að sjá á bak björtustu vonunum þínum. Leitaðu að nýju og nýju vonar- fræi’ og hlúðu að því, svo að það vaxi, blómgist og beri þér ávöxt, þá áttu innstæðufé, sem þú getur gripið til þegar syrtir að og í nauðirnar rekur. Haltu perlunum þínum hreinum þó dimt sé í kringum þig og láttu þær lýsa þér, svo aldrei komist eitrað loft inn til ín; þá munu perlurnar þínar verða þér dýrari en alt annað, er þú átt. Mundu að láta ekki hið lága og smáa óhreinka það, sem fór hreint og fagurtært á stað, því það sem á hrein upptök, má ekki saurgast af óhreinum aðkomandi lindum. Hlustaðu á hin þýðu ástarmál vorsins, hlustaðu á óma lífsins. Hlustaðu á vængjaþyt vaknandi sálar, sem er á leit eftir nýjum þú sjálf hlýtur skilja, að það var hinn helgasti hjörinn, sem hjarta þitt snerti, 0g sá einn, er sárið þér veitti, er sjálfur kann græða. og elskan, sem alheiminn faðmar, þér æ færist nærri. Sá, sem þú syrgir, mín vina, sjálfur er farinn, lífsins og ljóssins að hitta lávarðinn góða. Þar sem hann lífsspeki lærir.h hjá lýðum útvöldum; “ öllu bví æðri og fegri sem er hér á jörðu. uppsprettum, hollari, betri, hreinni en hún hefir nokknrn tíma fundið í heimahögum. Sjáðu hvað hátt hún flýgur og nemur í skyndi staðar í hinni yztu brún morgun- roðans, og horfðu á, hvað hlakk- andi þessi veslings sál titrar, er hún lítur á hina hraðfættu boð- bera komandi dags, sem boða nýtt ljós yfir himininn og eru að reyna að opna dyr mannssálarinnar til þess að koma þar inn meir af nýju Ijósi. En myrkrið er mikið, því verður starf þessa komandi dags þýðingarmikið og heilladrjúgt. Eitt áttu dýrast, sem aldrei fyrn- ift og ekki er þér til farartálma að flytja með þér, hvert sem þú ferð, hvort sem það er um heim eða himinn. Það er hin mjúka mannlega tilfinning, sem getur fundið hið blíða og stríða, hið sterka og veika eins og það er, sem getur látið hið risavaxna fiall færa sér perlur úr djúpi því, sem aldrei átti í sér fisk né fá- nýtar skeljar, en sem átti perlur, sem lýsa í myrkri og gera dimma nótt að björtum degi. Dásamleg er sú perla, sem getur látið hun- angsdögg drjúpa á dautt blóm, svo það verður svo bjart, að birt- ir um heim allan. Dásamleg eru rök tilverunnar, þegar rétt Ijós er borið að þeim, og þau sjást eins og þau eru. Þá er það, að n^ir heimar opnast og r,ýr himinn blasir við leitandi auga. Þá er það, að himinn og jórð mætast og falla í faðm sam- an svo perlur lýsa yfir hin dimmu höf, svo að hin ókunnu sjást öll Ijósum prýdd. Líttu nú á, hvað sólargeislarnir leika sér léttilega við perlurnar þínar. Það er eins og þeir séu að i hossa þeim og hampa frammi fyr- j ir hásæti tilverunnar til að sýna, að svona dýrar perlur geti nú 1 jarðbúar framleitt. Og sólin j brosir, þegar hún sér hvað geisl- um hennar tekst vel að fara með þetta dýra gull mannlegra tilfinn- inga og hann viknar við og klökn- ar af því að lífið skuli eiga svona dýrmæta fórn fram að flytja fyr- ir himnanna hástól. Og vindarnir hljóðna, þegar þeir n\æta slíkri fórn, sem flutt er af einlægri og ósjálfráðri tilfinning. Tilfinningar mannlegra við- hrifa, eru eins og regnbogi, er breytir ljósgeislum í litskrúð. (Tilfinningar mannlegrar við- kvæmni eru eins og hálfútsprung- 1 in rós er ekki þolir frostið napra Vinur móðurinnar og hennar nánustu. cða haglskúrir, sem niðurbrjóta viðkvæman stofn. Ól. Isl. —Lögrétta. WALKER. D’Oyly Charter Opera Company verður á Walker leikhúsinu á laug- ardagskveldiS í síSasta sinn. D’ Oyly Charter flokkurjnn, sem veriS hefir á Whlker leikhúsinu í tvær vikur-, verSur þar í síSasta sinn, seinnipartinn á laugardaginn og á laugardagskveldið, og þaS sem þá fer fram er “The Gondolier” og sem mörgum þykir einna mest til koma af óperam þeirra Gilberts og Sullivans. Henry Lytton, Lee Shef- field, Dowell Fancourt, Charles Goulding, Joseph Greffin, Bertha Lewis', Winifred Lawson, Irene Hill og aSrir í þessari miklu hljóm- sveit, eru aK undirbúa sig til aS taka á því besta sem til er á laugardag- inn kemur. Gay Golden “Blossom Time,” kemur hinn 14 febrúar. Þessi Ijóm- andi fagri leikur fer fram á Walker leikhúsinu í eina viku aSeins og byrjar á mánudagskveldiS 14. febr. VerSur þetta i síSasta sinn. sem tækifæri er til aS sjá og heyra þenn- an ljómandi leik í Winnipeg, sem svo mikið hefir þótt til koma í New York og alstahar anarsstaSar. MeS- al þeirra sem hér koma fram á sjón- arsviöiS eru Knight McGreger, (“Schubert”), Patrick J. Kellv, Ru- pert Darrell. Raginald Parrington, Zachary Caully, Jack Abboit, Henry Rabke, Mary Powell (Mitzi) Iæsta Corder, Siaux Nedra, Alex- ander Dagmar, Erban Róbeson, Helen Stone, Marquerite Rieard og Louise Rothaker. AðgöngumiSar verSa til sölu á fimtudagsmorgun- inn í leikhúsinu fyrir öll kveldin. WONDERLAND Þeir, s,em era gamaldags i skoS- unum og stöSugt ganga meS þá hugsun, aS unga fólkið sé aS fara í hundana, ættu aS sækja Wonder- land leikhúsiS á mánu-, þriSju- eSa miðvikudaginn i næstu viku og sjá Lois Moran i kvikmyndinni, sem þá verSur sýnd og “Padlocked” heitir. Þessi mynd er gerS eftir velþektri sögu eftir Rex Beach og margir á- gætir leikarrvr, sem þar sýna list sina. Eru þar á meSal Lois Moran Louise Dresser og Noah Berry, Elorence Turner, Helen Jemore Eddy, Allan Simpson, Charles Lane og Douglas Fairbanks Jr. AS- alefni sögunnar er um unga og efni- lega stúlku sem gerir nokkurs kon- ar uppreisn gegn fööur sinum, sem er þröngsýnn og vill halda henni frá þvi sem hún sjálf álítur framfarir og þroska. Hún fer burtu af Jieim- ilinu og vinnur sér mikið álit hjá rikisfólkinu i New York. Þá krefst faSir hennar þess aS hún komi heim. Hér skal ekki sagan sögS, en fólk ætti að sjá myndina á Wonder- land. Rose Theatre 10 11 og 12 Febr.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.