Lögberg - 10.02.1927, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN io. FEBRÚAR 1927.
Bla. 7
Þœr gagna jafnt ung-
um sem gömlumi
i
Kona Frá Saskatchewan Hefir
Mikið Álit á Dodd’s Kidney
Pills.
Mrs. E. M. Tatton gaf þær litla
drengnum‘S'ínum, sem þjáðist af ,
þvagsjúkdómi.
Waldron, Sask., 7. febr. (einka-
skeyti).
“Alt af síðan litli drengurinn
minn fæddist, hefir hann þjáðst
af þvagsjúkdómi,” skrifar Mrs.
Mrs. E. M. Tatton, sem er góð-
kunn kona í Waldron. “Eg hélt,
að þetta mundi eldast af honum,
en það varð ekki. Eg hélt að hann
væri kærulaus og var hörð við
hann, þangað til eg komst að því,
að hann hafði veik nýru. Eg reyndi
Dodd’s Kidney Pills og þær reynd-
ust svo vel, að hann hefir alveg
losast við þennan sjúkdóm. Eg
og maðurinn notum þær oft, ef
við fáum bakverk.”
Dodd’si Kidney Pills eru orðnar
húsmeðal, vegna þess, að fólkinu
hefir reynst þær vel. Þær lækna
?igt, Lumbago, Diabetes, bakverk,
höfuðverk, hjartasjúkdóm, þvag-
sjúkdóma, vegna þess, að allir
pessir sjúkdómar eru nýrnasjúk-
dómar, eða koma af því, að nýrun
vinna ekki sitt verk.
“GuIIua reglan”
Framh. frá bls. 4.
greftranir, að jarða ekki sína dauðu,
heldur eru líkin sett upp í topp á
æði háum turni og lögð þar á
grindur er ná um þveran turninn.
Tumamir eru holir að innan og
pegar ernir og aðrir hræfuglar hafa
nagað af beinunum, detta þau gegn
um grindumar og innan turnsins
til jarðar. Eru turnar þessir nefnd-
n". þognarturnar” ("The Towers of
Silencej og eru milli sextíu og sjö-
hu slíkjr turnará Indlandi, en senni-
lega færri í Persalandi, því þar er
hópurinn minni. Hafa Bret-
ar vilja koma af þessum ósið á Ind-
landi, en hefir ekki tekist. Þarf til
þess að afnema þetta, meiri hörku
en Bretar vilja sýna þegnum sín-
urn og hafa Parsíarnir sinn gamla
greftmnarsið enn þann dag í dag.
Búddha og trúarbrögS þau, cr við
hann eru kcnd.
Nafnið “Búddha” þýðir “hinn
Upplýsti.” Það er þvi ekki eigin-
uafn hins forna indverska læriföð-
urs, heldur það nafn er hann hlaut,
eftir að hafa náð tökum á þeim vís-
óómi, eða þeirri fullkomnu reglu,
er hann áleit sig hafa fundið og
flutti síðan lærisveinum sínum og
öðmm. )
Eftir því er fræðimenn telja, var
Búddha fæddur árið 568 fyrir
Nrist og dáinn 488. Aðrir hafa
þes'si ártöl 560 f. Kr. og 480, og
munar það minstu.
Ættarnafn Búddha og þeirra
feðga var Gautama, stundum ritað
Gotama. Mun hin fyrri stafsetning
nafnsins vera algengari. Faðir hans
hét Suddhodana Gautama, en móð-
’r hans Maha Maya. Ekki var faðir
hans konungur, eins og margir hafa
haldið, og leikur jafnvel efi á, að
hann hafi verið nokkur stórhöfð-
lngi. En efnamaður lítur út fyrir
atS hann hafi verið, eða jafnvel auð-
nraður, því Búddha var uppalinn í
munaði og sællífi og lifði í þeim
Vehystingum, þar til að hann tók
nýja lífsstefnu og gjörðist kennari
landsmanna sinna.
Hið upprunalega nafn Búddha
Var Siddhartha Gautama. Giftist
hann ungur og hét kona hans Yaso-
hara. Áttu þau einn son er Rahula
er nefndur. Var sonurinn enn á
nnga aldri þegar Siddhartha fékk
m^gna óbeit á sællífinu, sem hann
hafði lifað frá barnæskú, yfirgaf
alt og strengdi þess heit, að hann
sMdi ekki aftur hverfa fyrri en
hann hefði fundið hinn sanna vís-
dóm og væri orðinn Búddha. Ferð-
a$ist hann nú víða og fimm læri-
sveinar hans með honum. Lifðu
þeir ströngu meinlætalífi og dróu
fram lífið á ölmusum. Gekk þannig
^ið Fræga Heilsulyf, Sem Miljón-
ir Manna Nota. #
í mörg ár hefir hið fræga heilsu-
*yf, Nuga-Tone, veitt miljónum
*nanna og kvenna hetlsuna og
veynst góður vinur, þegar mest á
ítl®* * * Þetta undrameðal gerir
moðið heilbrigt, augarnar og
yoðvana aflmeiri og sömuleiðis
njmun og önnur líffæri. Nuga-
ione vinnur sitt verk, veitir end-
lUvrn*randi svefn, bætir matar-
-.yytina Og meltinguna, eykur
Pyngdiná 0g kraftana, þegar fólk
]V,Veiklað orðið og máttfrið. Það
*Knar höfuðverk, svima, gall-
Bj^dóma og því um líkt; gerir
anaardráttinn hægri og hreinsar
lá;+^Una kemur heilsunni yfir-
leiTtt 1 gott lag.
Nuga-Toiie er selt í öllum lyfja-
vUOuni með fullri ábvrgð. Reyndu
föS.* 20 *?agað °K ef þú ert ekki
yililega anægður, þá skilaðu af-
gangmum 0g fáðu aftur pening-
7-na- Kauptu þér flösku af Nuga-
bon^’ Swax 1 °K >°? bættu með því
utn SnU« 1rUa-Kr"’ krafta. Vertu viss
- w, .fa Nuga-iTone. Forðastu
sis ''íw5 ekkedt getur jafn-
ast a við þetta ágæta meðal.
í sex ár. Þá Var það einn dag, að
Buddha var svo máttfarinn af
hungri að hann gat ekki staSið á
fótunum og hné til jarðar. Varð
hann þá óttasleginn að þessi strangi
lifnaðarmáti væri að gjöra út af við
sig, en ef hann dæi, þá væri auð-
vitað úti um það, að hann fyndi
nokkurn tima hinn sanna vísdóm og
gæti orðið kennari landsmanna
sinna. Komst hann þá að þeirri nið-
urstöðú, að meinlætalífið væri ekki
vegurinn til hins sanna visdóms og
að hann yrði einhvern annan veg að
finna. Ekki gat hann sannfært læri-
sveina sína um þetta. Álitu þeir að
hann hefði brugðist hugsjónum
þeirra og skildi þar með þeim.
Leitaði Búddha nú einn hins
sanna vísdóms. Loks hugði hann
sig hafa fundið hann. Var það
morgun einn, rétt eftir að hann
hafði þegið ölmusu máltíð og hafði
sezt undir tré eitt til að neyta mat-
arins, að hann áleit, að hann hefði
fundið hinn rétta veg. Er tréð, þar
sem Búddha j>á sat, var nefnt Bó-
tré. Eru tré þessi síðan helgidómar
nokkurs konar hjá Búddhatrúar-
mönnum.
Vísdómurinn sem Búddha áleit
sig finna þarna var sá, að hvorki
sællífi né meinlætalifnaður væri
hinn rétti vegur til sælu. Heldur
væri það meðalvegurinn, leiðin mitt
á milli óhófs og allsleysis. Þegar
líkamslífið væri sem mest miðað
við hóf i öllu, þá væri hugur manns
líklegastur að eignast þann frið og
þá rósemi, sem gjörir mann sælan.
Samdi hann síðan áttfaldar reglur
fyrir réttu hugarástandi og hegðun,
og væri f>eim fylgt yrði maður sæll.
—■ Nú var hann búinn að finna vís-
dóminn, nú var hann orðinn “upp-
lýstur,” þ. e.: orðinn Búddha. Var
hann þá þrjátíu og fimm ára að
aldri. Áleit hann sig nú kallaðan til
að kenna löndum sinum hina nýju
speki, veginn til sælu, og verja öllu
lifi sínu til j>ess.
Fyrst ætlaði Búddha að segja
tveim fyrrum kennurum sínum frá'
sæluveginum, er hann hugðist hafa
fundið. En j>egar til kom voru j>eir
báðir dauðir. Fór hann þá að finna
hina fimm fomu lærisveina sína.
Frétti hann að j>eir hefðust við í
skógarjaðri nokkrum, skamt frá
Benaris. Fór hann beina leið )>angað.
Þegar }>eir sáu hann koma, gjörðu
þeir það með sér1, að j>eir skyldu
alls ekki kannast við hann sem
lærimeistara og jafnvel ekki bjóða
honum sæti. Fanst þeim að hann
hefði gjörzt sekur um heigulskap
og litilmensku, að yfirgefa þann
stranga lifnaðarmáta er j>eir lifðt^
og nauðsynlegur var álitinn fyrir
alla, er vildu kallast heilagir menn.
Svo fóru þó leikar, að Búddha
vann algjörðan sigur. Gat hann með
fortölum sínurri, sannfært alla
gömlu lærisveinana um ágæti kenn-
ingarinnar og urðu þeir allir læri-
sveinar hans á ný.
í trúfræði Jæirri, er Búddha
kendi var ekkert um tilveru almátt-
ugs Guðs, líkt og var þó í kenningu
Zóróasters. Hins vegar kannast
hann við indversku guðina og gjör-
ir sér enga rellu út af því, hvort
þeir sé í raun og veru tíl eða ekki.
Það fræðikerfi er hann samdi
þarf einskis guðs með. öll áherzlan
er lögð á sjálfsþroskun. Sú þrosk-
un er öll í hendi manns sjálfs. Eng-
ir guðir, né aðrir menn, hafa nokk-
uð við það að gjöra. Maður gjörir
j>að alt sjálfur, eftir að hafa fundið
hina réttu aðferð. Aflið er alt í
manni sjálfum.
Það eina er gjöra þarf, er að
þroska og menta sjálfan sig. Utan
að komandi hjálp er ekki til og
þessvegna hvergi að fá.
Eitt höfuðatriðið í kenningu
Búddha var það, að alt sé að breyt-
ast og eyðileggjast og guðirnir þar
með. Og }>ó að veröldin sé full af
alls konar böli og sársauka, þá er
ekki til neins, að leita til guðanna
eftir hjálp, því þeir eiga nóg með
sig og geta engum hjálpað. En úr
því enginn guð var til, nema þjóð-
arguðir Inverja, sem vanmáttugir
eru og farast, eins og alt dauðlegt,
þá var ekki til neins að hafa guðs-
þjónustur, né bænir, né fórnir, né
sakramenti. Þá urðu og prestar ó-
þarfir og féllu úr iögunni. Guðs-
dýrkun, eftir hinni upprunalegu
kenningu Búddha, var ekki til. Alt
hjálpræðið var í manni sjálfum.
“Sjálfur leið þú sjálfan þig,” þótti
hér um árið einhverstaðar fögur og
nytsöm kenning. Það er nákvæm-
lega höfuðatriðið úr hinni uppruna-
legu kenningu Búddha.
Um sál mannsins hafði Búddha
þá kenningu, að hún væri í raun og
veru engin til, að minsta kosti ekki
i venjulegum skilningi. Þessi stutti
tími, sem maður dveldi á jörðunni
væri hið eina sjálfstæða tilverustig
sálarinnar. Að þessu lífi loknu,
væri einstaklings vera sálarinnar
búin og hún sameinuð sál alheims-
ins. Líf einstaklingsins þá á enda.
Fór Búddha þar naumast feti lengra
i rétta átt en Brahmatrúin gamla
hafði gjört, þó trúarbrögð haæ
séu venjulega álitin nokkurs konar
siðbót þeirra tima og byltingastefna.
er ræðst á hina gömlu trú. En af
Jæssari kenningu um tilveruleysi
einstaklingsins eftir dauðann, leiddi
það, að maður átti ekki að æskja
annars lífs. Að óska sér persónu-
legu eða einstaklegu sælulífi hinum
megin grafar, var eftir kenningu
Búddha, nokkurs konar tegund af
sjálfselsku, ein tegund veikleika
er maður varð að losna við, rétt eins
og við þá sjálfselsku og ýmsa veik-
leika, er binda mann um of við þetta
jarðneska líf.
Þegar maður nú lítur yfir megin-
mál kenninga þessara fornaldar
fræðara, Zóróasters, Konfúsíusar
og Búddha, og sér því haldið fram
með gýfurlegum fullyrðingum, að
Kristur hafi í raun og veru ekki haft
neitt frumlegt í náðarboðskap sín-
um, þetta hafi alt eða þvi sem næst
alt ,verið komið áður í kenningum
hinna áminstu fræðara, þa getur
maður ekki annað en orðið 1 meira
lagi hissa. Konfusius kendi engin
trúaíbrögð. Var engöngu stjórn-
málagarpur, fremstur og beztur á
sinni tíð. Kenningar hans eru allar
miðaðar við það, að fá landsmenn
hans, Kinverja, til að lifa saman í
sátt og samlyndi, en ekki í rifrildi
og blóðugum bardögum sín á milli,
eins og þeir þá gjörðu og gjöra enn.
Gat hin “gullna regla,’ og aðrar
kenningar Konfusiusar, bætt ur
þessu, ef þeim hefði verið fylgt.
Fyrir þvi barðist hann alla æfi. En
sem trúarbragðahöfundur hefir
hann nálega ekkert að segja. Zóró-
aster er sá eini, af þessum þremur
áminstu fræðurum, er hefir nokkuð
að segja um tilveru Guðs. En boð-
skapur hans er vægðarlaus lögmáls-
boðskapur, engin miskunn, engin
fyrirgefning, enginn kærleikur,
ekkert nema tortiming fynr þá er
brotið íiafa hið stranga lögmal.
Enginn frelsari, ekkert um hjalp-
ræðisveg fyrir synduga menn er
bæta vilja ráð sitt. Búddha hefir,
sem trúarbragðahöfundur, lítið
meira að segja en hirur. Eftir kenn-
ingu hans, eins og hún var 1 fvrstu,
er enginn guð til, nema goðin índ-
versku, engin sál, er á ser ílfraiu'
haldandi tilveru, ekkert eigmlegt
lif eftir dauðann, enginn trelsari,
nema maður sjálfur, engin náð fra
æðra valdi, engin fögur eða stor
guðshugmynd. En af
persónulegs guðs leiddi það, að ekki
var til neins að hafa formr um
hönd, né bænir, né nokkura gu s-
dvrkun. Boðskapur hans allur pm
sjálfsþroskun, i huga og hegðun er
verður að styðjast eingongu v,ð það
afl, sem er i manm sjalfum og fær
til þess enga hjálp eða kærleksrika
leiðsögn frá æðri veru.
Athugi maður nú það nukla djúp.
er liggur milli kenninga þessara
fomaldarspekinga, þó þær væru að
ýmsu inerkilegar, og þeirrar hfs-
speki, er Jesús Kristur flutti, er
setur fram hina fullkomnustu lær-
dóma um föðurelsku Guðs, um
lækning við öllu böli og allri synd
um frelsunarleiðina frá öllu illu, til
eilífs fagnaðar, um náðar upplýsing
og helgun í Heilögum Anda, með
hinum háleitustu og nákvæmustu
lífsreglum um rétta breytni í öllu er
snertir þetta jarðneska lif, ásamt
hinum dýrlegustu fyrirheitum fyrir
annað lif. þá verður manrn a að
spyrja: Hvaðan koma þessir vesl-
ings menn, eins og hofundur a-
minstrar greinar, og hvað vita þeir,
sem eru að reyna að gem sig merki-
lega og segja, að Jesús Kristur ha 1
í fáu eða engu fært heiminum full-
komnari boðskap en ýmsir aðrir
siðameistarar fyrri tima. Hitt er
engu siður undrunarefni, að maður
sem er i raun og veru góðgjam
maður og drengur góður, auk Jjess
sem hann hefir hlotið allgóða al-
menna mentun og nokkura viður-
kenningu sem hæfileikamaður,
verður til þess að þýða jafn ó-
merkilega grein. En greinin sjálf er
gott sýnishorn af jæirn vaðli og
skriffinsku þeirri, sem svo fult er
af i sumum litilfjörlegum enskum
blöðum. Hins vegar hafa hin betri
blöð þessa lands og tímarit oft með-
ferðis frábærlega góðar ritgjörðir,
sem vert er að þýða og er enda
stundum gjört. Dettur mér í hug í
þessu sambandi ummæli gáfaðrar
konu, í fyrrum nágrenni þýðandans,
er barzt i tal um þessa óhræsis-
grein, að karlanginn hefði heldur
átt að þýða einhverja merkilega
enska ritgjörð, sem eríitt er að
sýna í réttu ljósi, nema maður
kunni íslenzka tungu til hlitár. Fann
eg velvildarhugann hjá hinni ágætu
konu til þýðandans, þann velvildar-
hug er hann á svo víða hjá fólki,
þar með hjá þeim, er linur þessar
ritar. Þykir manni það þá þeim
mun leiðinlegra, að hann skyldi
henda það slys, að þýða hina á-
minstu ómerkilegu grein.
Rétt er sjálfsagt að minnast j>ess,
að því er snertir Búddha-trúna,
vegna þeirra er ekki hafa haft færi
á að kynna sér það mál, að þó hún
í fyrstu væri í flestu gagn ólik
kristinni trú, að þá er hún það ekki
nú. Búddhatrúin er orðin öll önnur
en hún var í fomöld. Frumregla
Búddha sjálfs var sú, að alt væri
að breytast. Þeirri reglu hafa læri-
sveinar hans kostgæfilega fylgt.
Þeir hafa breytt trúarbrögðum hins
forna meistara síns svo stórvægi-
lega, að þau eru orðin öll önnur en
þau voru. Nálega allar breytingarn-
ar eru fólgnar í þvi, að stæla sem
mest kristna trú. Getur það hæg-
lega vilt þá er ekki hafa færi á að
kynna sér hvernig þær breytingar
eru tilkomnar.
Hin fyrsta breyting er fræði-
menn verða varir við, i trúarbrögð-
um Búddha, kemur fram á annari
öld eftir Krist. Árið 78 e. Kr. kom
til valda i norð-vestur hluta Ind-
lands voldugur bonungur er Kan-
ishka hét. Var hann ekki Indverji
að kyni, heldur ættaður vestan úr
Asíu. Hann tók Búddhatrú og
görðist umsvifamikill stjórnari,
bæði að því er snertir trúarbrögð og
annað. Undir hans umsjón var háð
allsherjarþing Búddhatrúar manna
á Indlandi. Eftir þing það, er menn
ætla að komið hafi s'aman snemma
á annari öld e. Kr., klofnar Búddha-
trúarflokkurinn í tvent. Nefndist
annar flokkurinn Hinayana (Litli
vagninnj en hinn Mahayana ('Stóri
vagninnj. Báðir flokkar umsteyptu
trúarbrögð sín, svo að segja frá rót-
um. Menn Hinayana flokksins
settu á laggirnar trúarbrögð um
marga volduga guði og hétu sumir
]>eirra Búddha. Var Gautama Búdd-
ha allra Búddha mestur. Með tím-
anum kom sú kenning á gang, að
hann hefði verið fæddur af meyju;
hefði verið syndlaus og gjört mörg
kraftaverk. Er þar stæld all-ná-
kvæmlega frásaga Nýja Testmentis-
ins um Krist. Kenning Nýja testa-
mentisins um endurkomu Jesú er
líka stæld. En þó er það ekki Gaut-
ama Búddha sem á að koma og
endurreisa alla hluti. Það verk á að
vinna enn annar Búddha. er Mai-
triya Búddha er nefndur. Þessi teg-
und Búddhatúar er nú á Ceylon, í
Burma og í Síam. ,
Eins og nafnið bendir til er Maha
yana, eða "stóri vagninn,” megin
armur fylkingar Búddhatrúar-
manna. Breiddist sú útgáfa trúar-
bragðanna ut til norð-vesturs og
norðurs. Til Tibet á sjöundu öld e.
Kr. En nokkuru fyr til Kína og svo
.til Kóreu og Japan. Er Búddha ekki
nærri eins hátt settur í Jæssari út-
gáfu trúarinnar eins og í hinni.
Mestur allra guða hjá }>eim “stóra
vagns”-mönnum er sá er heitir
Dharmakaya, nokkurs konar alfað-
ir. Næslbr honum gengur Adi-
Búddha, eins konar meðalgangari,
en aðstoðar meðalgangari er Gaut-
ama Búddha. Hefir hann því þar
jiriðja sæti. Kenningin um tilveru
og áframhald sálarinnar er viður-
kend hjá báðum flokkum. Hafa og
stóra vagns”-menn kenning um
Paradís fyrir hina sælu og kvala-
sta4 fyrir hina vondu. Þessi útgáfa
Búddhatrúarinnar er sú er náði fót-
festu í Tibet, í Kina, Kóreu og
Japan.
Þetta, með breytingarnar er verða
á Búddhatrúnni á ríkisstjómarár-
um Kanishka konungs, snemma á
annari öld e. Kr., er afarmerkilegt
atriði. En að breytingarnar hafi átt
sér stað, einmitt á Jæssu umrædda
tímabili, er fullyrt af dr. Edmund
D. Soper, prófessor í trúarbragða-
sögu í Northwestern University í
Evanston, III. Mun hann vera hinn
fróðasti maður í þessum efnum. Er
talið sennilegt, að meðan Kanishka
konungur ríkti, hafi straumar
menningar úr vesturhluta Asíu bor-
ist austur til Indlands, en þar vest-
ur frá var þá kristin kenning að
breiðast út með miklum hraða. Þar
til og með eru gamlar sagnir um
postulana sjálfa. Verða þá ekki
neinir sérstakir örðugleikar á að
finna orsakirnar til þess, að Búdd-
hatrúin gjörbreytist og klofnar um
leið i tvent á annari öld e. Kr. En
um hvernig boðs'kapur Búddha
var í fystu er ekki nokkur vafi.
Hinn ágæti brezki fræðimaður,
Thomas W, Rhys Davids, dr. phil.,
prófessor í samanburðarfræði í trú-
arbrögðum við háskólann i Man-
chester. og hinn mesti snillingur í
Austurlandafræðum á síðar árum,
telur víst, að trúfræði Bviddha hafi
verið komin í letur, ekki síðar en
fimtiu árum eftir dauða hans. Að
þeirri skoðun hallast og dr. Soper.
Það er því tiltölulega lítill vandi, að
vita hvað það var sem Búddha
sjálfur kendi, þegar hann byrjaði
trúboð sitt.
Eitt er merkilegt i sambandi við
trúarbrögð Búddha. Meðalhófið er
gjört að grundvallarreglu fyrir allri
velliðan. Það er sama kenningin og
var eitt af höfuðatriðum í speki
Grikkja í fornöld. “Ekkert um of”,
var kenning þeirra, og stóð það yfir
dyrum musterisins í Delphi, þar
sem stórmenni samtíðarinnar gengu
til véfrétta við guðina, að vita ör-
lög sín, er mikið var i hófi. Út af
orðtaki þessu yrkir dr. Grímur
Thomsen eitt af sinum ágætu
kvæðum. En jætta, að Grikkir, er
speki þeirra stendur með miklum
blóma, og Búddha austur á Ind-
landi og lærisveinar hans, eru hvor-
irtveggja á sama, eða á svipuðu
tímabili, að kenna hina sömu kenn-
ingu, það má telja merkilegt. Um
beint«amband þarf ekki að vera að
ræða, þó það hins vegar sé, ef til
vill, hugsanlegt.
Eitt hið bezta dæmi upp á það
hvað Búddhatrúin breytist og -kann
vel “að sniða sér stakk eftir vexti,”
eru eigi færri en sex fylkingar eða
flokkar Búddhatrúarmanna. Kemur
þeim illa saman í mörgu sín á milli,
en keppast við hver í sinu lagi að
stæla sem mest kristna trú, bæði í
kenning og starfsaðferð. Stærztur
og voldugastur er sá flokkur, sem
kendur er við mann einn er Shin
hét. Var hann nokkurs konar siðbót-
ar frömuður og hóf starf sitt um
1224. Hafði Búddhatrúarflokkur-
inn í Japan þá klofnað í fjórar
deildir. Var Shin óánægður með
þær allar. Fór hann þá úr landi og
var i Kína í nokkur ár. Þegar hann
svo kemur þaðan, hefir hann nýjan
boðskap að bjóða. í þeim nýja boð-
skap er felsari er Amida heitir. Trú-
in á hann vegurinn til hjálpræðisr. Er
fræðikerfi það er Shin bjó til ná-
kvæm stæling af kristinni trú. Hefir
það verið viðfangsefni fræðimanna
að komast að niðurstöðu um, hvar
Shin komst í kynni við kristin trú-
arbrögð, er gaf honum hugmyndina
um j>á nýju trú er hann boðaði.
Hefir prófessor Arthur Lloyd,
kennari við háskólann i Tokyo,
rannsakað }>etta í mörg undanfarin
ár. Kemst hann að þeirri niður-
stöðu, að Shin hafi kynst trúboði
kristinna trúboða í Kína, þegar
hann var þar. En j>að er vel kunn-
ugt, að trúboðar þeirrar deildar
kristninnar, sem kend hefir verið
við Nestroíus biskup, ráku trúboð í
Kína og á Indlandi fram á þrett-
ándu öld. Svo fullyrðir dr. Kurtz,
þýzkur fræðimaður og kirkjusögu-
höfundur ¥1. 428). Verður því
skoðun eðai niðurstaða prófessors
Lloyds mjfe sennileg. — Yngri til-
breytingarstefna hjá Búddhatrúar-
mönnum í Japan, er myndaði sjötta
aðalflokkinn }>ar í landi, er sú sem
kend er við mann er Nichirin hét.
Hóf hann umbótastarf sitt árió 1253
Hann var ekkert hrifinn af hinum
nýja frelsara, Amida, er Shin hafði
boðað. Hitt fanst honum óheyri-
legt, hvað Búddha var afræktur.
Varð j>að nokurs konar heróp Nic-
hirin og hans manna: “Til baka til
Búddha!” Er jæssi Nichirin-flokk-
ur svo strangur í kenningum sínum,
að þeir telja sig eina rétt-trúaða.
Þeir fyrirlíta alla aðra Búddhatrú-
armenn og neita harðlega að tala
á sama ræðupalli og nokkrir af hin-
um flokkunum fimm. — Svo larigt
gengur nú stæling Búddhatrúar
presta i Japan á starfsaðferð krist-
inna manna, að þeir hafa reglu-
legar prédikanir, sunnudagsskóla,
ungmennafélög, trúarbragðablöð og
timarit. Þetta er raunar í góðu sam-
ræmi við frumreglu Búddha sjálfs,
er kendi að alt væri að breytast og
eyðileggjast og J>á að sjálfsögðu
eitthvað nýtt að koma í staðinn.
Kenningin með fyrsta nokkurs kon-
ar breytiþróunarstefna og hefir
enda marg breyzt, frá því fyrsta til
vorra daga
Ekki er ]>að nú stórt atriði í hinni
áminstu “lauslega” þýddu grein, en
það er fyllilega gefið í skyn, að frá-
sögnin um ofsókn yfirvaldanna á
hendur Jesú, líflátsdóm hans og
dauða, sé stæld eftir frásögum um
afdrif fyrri tíðar frægra kennara
eða siðameistara. Engir af þeim eru
frægari en þeir, sem nefndir hafa
verið. Það vill nú svo til, að vel er
kunnugt um dauðdaga Konfúsíusar
og Búddha. Þeir voru aldrei ofsótt-
ir, lifðu vel metnir og urðu báðir
gamlir menn. Dóu báðir í rúmi sínu.
Er sagt að Búddha hafi orðið
snögglega veikur af að borða óholl-
an mat, og notaði þá síðustu stund-
irnar, eins og hetja, að áminna læri-
sveina sína. Um Konfúsíus er það
sagt, að ]>egar hann átti stutt eftir
stungu einhverjir lærisveinar hans
upp á því, að biðja fyrir honum.
Á hann hvorki að hafa leyft það né
bannað, en látið á sér heyra, að það
þýddi lítið. Um Zóróaster er ekki
eins kunnugt, þó er það víst, að
hann var svo. mikils metinn, að bæði
kc^ngur og drotning í Persalandi
voru í tölu lærisveina hans. Er þá
næsta ólíklegt að hann hafi nokk-
urntíma sætt ofsókn og því síður
lífláti, fyrir kenning sína.
Einnig er það gefið í skyn í á-
minstri grein, að talan á postulum
Jesú hafi verið sú sama og hjá öðr-
um frægum kennurum fornaldar-
innar. Þeir hafi flestir haft tólf
postula eða lærisveina. Er sú tala
látin standa í einhverju dularfullu
sambandi við hin tólf gömlu
Stjörnumerki himinhvolfsins! Mað-
ur skyldi nú ætla, að þessir til-
nefndu fornu frægu kennarar,
Konfúsius, Zóróaster og Búddha,
hefðu að minsta kosti einn eða
tveir þeirra haft þessa lærisveina-
tölu. Svo er þó eigi. Konfúsíus
hafði milli sjötíu og áttatiu læri-
sveina. Á síðari árum f jölgaði þeim
svo, að þeir eru taldir að hafa verið
um 3000. Lærisveinar Zóróasters
voru Vishtaspa konungur, drotning
hans, sem nefnd er Hútaósa, tveir
ráðgjafar konungs, sem nefndir eru
Frashaóstra og Jamaspa, og loks
frændi Zóróasters er hét Maid-
yoimaongha. Þetta gjörir fimm
manns, er sýnist hafa verið læri-
sveinatala hans í fyrstu. Sömu tölu
hafði Búddha. Fyrstu lærisveinar
hans voru fimm. Síðar urðu þeir
sextíu, að þvi er fróðir menn telja.
Verður þá heldur litils virði sú upp-
lýsing höfundarins, þegar hann
fræðir mann um, að tala lærisveina
Krists hafi verið miðuð við þá tölu
er algeng hafi verið hjá miklum
siðameisturum í fornöld. En því er
verið að segja þetta? Því getur ekki
höfundurinn farið rétt með annað
eins smá-atriði og þetta? Maður
getur vel skilið, að óvinir Krists
vilji gjöra litið úr honum, vilji telja
manni trú um eins og höf. reynir,
að hann hafi nú ekki veriö annar
eins afburða kennari og venjulega
er álitið, en hitt er óskiljanlegra, að
nokkur maður gangi svo langt í
þeim fáránlega bamaskap, að vilja
telja Meistarnn svo ófrumlegan i
öllu, að jafnvel talan á lærisveinum
hans hafi verið miðuð við það er
venja hafi verið hjá heiðnum spek-
ingum i fornöld.
Sjálfsagt finst nú sumum, að hin
umrædda þýdda grein sé ekki þess
verð, að á hana sé minst. Það er i
vissu tilliti rétt, en að öðru le’yti
ekki. Að einu leyti minnir hún
mann á skýring nokkurra, er fræg-
ur klerkur einn á Englandi kom
einu sinni með, um þann gamla.
Honum var nauðilla við þá kenn-
ing, að hinn vondi væri persónuleg
ve'ra, hin rétta skýring væri sú, að
hann sé tómleiki, autt rúm, eða alls-
leysi (WacuumJ. Þótti skýring sú
viða mjög gáfuleg. Siðar komst
prestur sjálfur að þeirri niðurstöðu
að skrif hans hefðu litið við að
styðjast og gjörbreytti stefnu. Urðu
þá sk’ringar hans flestar, að fremur
með sú á hinum gamla, að fremur
litlu. Þær urðu að nokkurs konar
allsleysi. Á það allsleysi, að þvi er
vit og þekking áhrærir, minnir
greinin þýdda mjög sterklega. En
hún er skrifuð af talsverðu yfirlæti
og getur í fljótu bragði virzt gáfu-
leg, ekki siður en skýring prests-
ins forðum. En að prófa, hvað hún
hefir við að styðjast, er ekki svo
þægilegt fyrir alla. Jafnvel greíndir
menn og talsvert vel að sér, geta
auðveldlega verið svo staddir, að
þeir hvorki hafi tima, né þau fræði-
rit við hendina, er til þess þarf, að
maður nú ekki tali um þá, sem enn
lakar geta verið staddir. Vegna
j>ess fólks, sem hugsar um þessi
efnS, en getur átt örðugt með að átta
sig á, hvað frambornar sakir hafa
við að styðjast, er, held eg, rétt, að
láta svona greinir ekki alveg i friði.
Það er sennilega ekki með öllu
tilgangslaust, þegar reynt er, eins
og þessi áminsta grein leitast við
að gjöra, að koma þeirri kenning
inn í hugi fólks, að trúin á Krist sé
fáfengileg, eða jafnvel ljót. Frá
sjónarmiði kristinna manna er
Kristur og fagnaðarerindi hans j>að
mesta og bezta, sem mannlifið á
jörðu hefir nokkurntíma eignast.
Þegar svo ráðist er á Meistarann og
kenning hans, og j>að á eins gróf-
gjörðan hátt og hin umrædda grein
gjörir, þá er, vafalítið, rétt að taka
til máls og sýna á hve lélegum
grundvelli sakargiftirnar eru bygð-
Hafið þér húðsjúkdóm?
GJALDIÐ varúðar við fyrstu ein-
kennum húðsjúkdóma! Ef þér finn-
ið til sárinda eða kláða, eða hafið
sprungur í hörundi, er bezt að nota
strax Zam-Buk. Þau græða fljótt.
Sé húðin bólgin af kláða, eða sár-
um og eitrun, er ekkért meðal, sem
tekur jafn-fljótt fyrir ræturnar og
Zam-Buk. Áburðurinn frægi, Zam-
Buk, læknar og græðir nýtt skinn.
Zam-Buk bregst aldrei það hlut-
verk sitt að græða og mýkja og hef-
ir sótthreinsandi áhrif. Eru smyrsl
þau nú notuð í miljónum heimila.
Fáið öskju af þessum merku jurta-
smyrslum, og hafið ávalt við hendina.
Mrs. W. Carnpbell, að Bonny River
Station, N.B., segir: “Sprungur á
andliti og handleggjum dóttur minn-
ar, urðu að opnum sárum. Við reynd-
um ýms meðul, en ekkert hreif nema
undrasmyrslin Zam-Buk.
amM
FáiS öskju af Zam-Buk i dag! Ein
stærð aS eins, 50c. 3 fyrir $1.25..
Zam-Buk Medicinal Sápa, 25c. st.
ax. Það hefi eg aÖ nokkuru leyti
gjört, og þó hvergi nærri eins ítar-
lega og mögulegt hefði verið. Til
þess hefði þurft að skrifa lengra
mál„ en eg býst við að hentugt sé,
og þá um leið, að reyna á þolin-
mæði fólks um skör fram. Það vildi
eg helzt ekki gjöra. Hitt skal eg
taka fram um leið, af þvi mér er
j>að vel kunnugt, að sumir, sem setja
sig í spenning á móti Kristi, þurfa
ekki endilega að vera vondir menn.
Þei rgeta að ýmsu leyti verið góðir
| menn og eru }>að oft. Upplýsing
j þeirra og fræðzla hefir orðið öfug,
I hefir orðið þannig, að hún hefir
j blinda sálarsjón jæirra í staðinn fyr-
ir að skýra hána og skerpa. Ýmsir,
er urðu mikilhæfir starfsmenn
Krists síðar, voru einu sinni þannig
staddir. Augu þeirra opnuðust, þeir
sáu fávizku sína, og í staðinn fyrir
að berjast á móti Kristi, gengu þeir í
lið með honum.Wenjulega hafa þeir
menn kannast fúslega við yfirsjón
sína og lofað Meistarann, sem þeir
höfðu áður reynt að óvirða og lasta.
Það spor, frá villu og í rétta átt,
þurfa ýmsir að taka. Þ?ir á meðal
sjálfsagt höfundur hinnar áminstu
greinar.
gCiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiy:
| D.D.Wood&Sons f
selja allar beztu tegundir |
KOLA
tuttugu og sex ár höfum vér selt og flutt heim lil
almennings beztu tegundir eldsneytis, frá voru Yard
1 Horni Ross Avenue og Arlington Stroetis |
Pantið frá oss til reynslu nú þegar.
Phone 87 308 [
= 3 símalínur
vMIIIIIMIIMIIIIIIIIIMMIMIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIMIMIIIMMIIIIMIMMMIIIIIIIFÉ
Dll 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
| KOL! KOL! KOL!|
i ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURI I
I DRUMHELLER COKE HARD LUMP I
Thos. Jackson & Sons
COAL—COKE—WOOD
370 Golony Street
Eigið Talsímakerfi: 37 021
I POCA STEAM SOUNDERS ALLSKONAR I
| LUMP COAL CREEK VIDUR |
=iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMil