Lögberg - 10.02.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.02.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN fo. FEBRÚAR 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. Félagamir spentu hundana, sem lausir vora, fyrir sleðann eins fljótt og þeir gátu, og héldú á stað. ivuldinn nrsti þa inn að beini, svo þeir hlupu meðíram sleðanum til þess að reyna að halda á sér hita. Utanyfirföt þeirra vora stokk- frosin og nærfötin rennandi blaut. Og þó þeim sæktist gangan seint og erfiðlega, þá þorðu þeir ekki með nokkru móti að stanza, því í því liggur aðal hættan í hinum norðlægu héraðum. Eftir tíu mínútna ferð voru þeir komnir upp a árbakkann hinu megin, og eftir stundarkora sau þeir grilla í húsaþyrpingu. Brautin lá heim að loggakofa, sem sat nokkuð í jörðu- Upp úr reykháfnum sáu þeir neistaflug. Hundarair fóru að gelta, og margir aðrir hundar, sem í fylgsnum sínum voru nálægt kofanum, tóku undir við þá. Báðir mennirnir voru orðnir þreyttir og illa leiknir, svo þeir naumast gátu hreyft sig. Ef þeir hefðu þurft að fara aðra mílu, hefði það án efa riðið þeim að fullu. “Farðu og talaðu við húsráðandann, á með- an eg leysi hundana frá sleðanum,” mælti Em- erson. Undir eins og Fraser gekk inn að kofanum, tor Emerson að revna að ná krögunum af hund- unum, en þeir voru frosnir við hárið og allar hringjur í dragólunum voru eitt klakastykki. Svo hann tók exi, er þeir höfðu með sér, og hjó olarnar í sundur; síðan hjó hann á böndin, sem heldu farangri þeirra á sleðanum, tók svefn- pokann, sem allur var rennandi blautur, og lagði á stað heim að kofanum. Áður en hann komst heim að kofanum, voru dyrnar opnaðar og Fraser kom út, með von leysis og þreytusvip á andlitinu. A eftir hon- um kom maður mikill vexti, stórskorinn { and- liti og með þrjóskusvip. Hann stansaði í kofa- dyrunum. “Láttu dótið eiga sig,” mælti Emerson. “Það er ekki til neins,” svaraði Fraser. “Við fáum ekki gisting hér.” Emerson stanzaði og varð svo hissa, að hann gleymdi frostinu og kuldanum í bili. — í‘Hvað er að? Er nokkur veikur?” “Eg veit ekki hvað að e’r. Maðurinn þama þvemeitar að hýsa okkur, það er alt og sumt,” mælti Fraser- Maðurinn í dyrunum, sem auðsjáanlega var vökumaður, kinkaði kolli til samþykkis og buldraði fyrir munni sér: “Hérer ekkert rúm.” “En þú skilur ekki, ” svaraði Emerson, “við erum gegnvotir — við lentum niður um ísinn á ánni. Hugsaðu ekkert um rúm, við getum ein- hvern veginn komist af”. Hann gekk að dyr- unum, með svefnpoka sinn þétt saman brotinn undir hendinni., en maðurinn f dyrunum hreyfði sig ekki. “Þú ferð ekki hér inn,” nöldraði heimamað- ur. “Það er annað hús þrjár mílur héðan.” Emerson skeytti ekkert um þetta svar heima- mannsins. Hann snaraði svefnpokanum um öxl sér þannig, að endinn á honum stefndi beint í andlit húsráðanda, sem' var Svíi, 0g stefndi svo beint, á dyrnar. Vökumaðurinn veik sér til hliðar, til þess að varast höggið, sem hann ann- ars hefði fengið, og Emerson skauzt fram hjá honum og inn í kofann hlæjandi, en í hlátri hans var samt alvarlegur hreimur. Þetta snar- ræði Emersons opnaði dyraar fyrir honum og félaga hans Fraser, og fóru þeir báðir inn í aðalstofu hússins, þar sem Indíánakona með flatt nef var fyrir. Emerson fleygði bagga sín- um niður á gólfið og ávarpaði Indíánakonuna á þessa leið: “Glæddu eldinn og gefðu okkur eitthvað að borða, fljótt.” Svo sneri hann sér að húsráð- andanum, sem hafði komið inn á eftir þeim 0g horfði á það með illúðlegu augnaráði: “Þú sýnist hafa yfirfljótanlegt rúm hér. Við skulum borga fyrir gistinguna. Eg er nærri gegnkulsa. Viltu vera svo vænn, að ná í meiri eldivið?” “Einbeittni Emersons hafði þau áhrif á Sví- ann, að hann fór eftir eldsneytinu orðalaust. — Félagarnir fóru svo úr vosfötum sínum og hengdu þau við eldinn til þerris, og tóku öll hús- ráð í sínar hendur, og skipuðu Svíanum og Ind- íánakonunni eftir vild, þar til að þau fóru fra þeim, inn í annað herbergi, og tóku að tala hljóðskraf sín á milli- Fraser hafði veitt Svíanum nákvæma eftir- tekt og mælti við félaga sinn: “Hvað er að skepnunni?” Emerson var alvarlegur, þegar hann svar- aði: “Eg hefi aldrei vitað menn áður neita mönnum, sem að dauða eru komnir af vosbúð og kulda, um gistingu. Það er eitthvað á bak við þetta alt saman. Hann hefir einhverja á- stæðu til þess að neita mönnum um húsaskjól. Eg sækist eigi eftir ófriði, en—” Dyrnar að innra herberginu opnuðust, og vökumaðurinn kom út í þær einbeittur á svip og mælti: “Þið getið ekki verið hér í nótt, eg hefi ákveðnar skipanir.” Emerson sat við eldinn og var að verma sig, og svaraði ekki, og þegar Fraser svaraði ekki heldur, mælti Svíinn í skipandi róm: “Hafið ykkur á brott undir eins.” Félagarnir hreyfðu sig ekki og sneru bakinu við Svíanum, sem æsti skap hans, svo hann .brýndi raustina á ný og mælti: “Ef þið ekki farið með góðu, þá fleygi eg ykkur út.” Hann beygði sig niður og tók upp það af fötum þeirral félaga, sem næst honum var _og sneri mð þau til dyra. En áður en hann kæmist til þeirra, þaut Emerson á fætur reiður 0g greip í hálsmálið á fötum Svíans og kipti hon- um til baka svo snögt, að fötin sem hann hélt á, hrutu sitt í hverja áttina og Svíinn bölvaði illi- lega. En áður en hann hefði ráðrúm til nokkurs sló Emerson hann í andlitið svo mikið högg, að hann datt, og áður en hann kæmist á fætur, lét Emerson kné fylgja kviði og barði hann svo að hann dasaðist. Þegar Svíinn komst á fætur, réðst hann að Emerson, sem sleit sig undir eins lausan af honum, hopaði nokkur skref aftur á bak og mælti í svo reiðiþrungnum rómi, að Fraser hafði aldrei heyrt hann mæla svo áður: “Eg er að eins að leika mér við þig, enn þá. Mig langar ekki til þess að gjöra þér mein.” “Hafðu þig burt úr húsi mínu. Eg hefi fyrirskipanir!” hrópaði eftirlitsmaðurinn tryll- ingslega 0g réðst að Emerson aftur. Það leyndi sér ekki, að hann skorti ekki beint áræði, en Em- erson, sem ekki átti annars kost, vék til hliðar og sló hann högg mikið. Indíánakonan, sem stóð í herbergisdyrunum, rak upp ámátlegt org um leið 0g Svíinn datt endilangur. Emerson lét ekki þar við sitja, heldur réðst að manninum föllnum og lét hnefa og fætur ganga á honum, og var sem skap hans, sem hann hafði haft svo góða stjóra á undanfarnar vikur, væri nú alt í einu orðið óviðráðanlegt. Hann dró mótstöðu- mann sinn gegn um geymsluher.bergið og nudd- aði andlitinu á honum ofan í gólfið, í hvert sinn sem hann reyndi til þess að brölta á fætur. Hann dró hann að dyrunum á hans eigin húsi, opnaði þær og velti honum út í snjóinn; svo lokaði hann dyrunum 0g gekk aftur inn að eldinum, með reiðisvip á andlitinu. Fraser horfði undrandi á hann, eins og eitt- hvað, sem hann skildi ekkert í, hefði komið fyrir- Svo mælti hann og brosti lævíslega: “Jæja, það er nauast, að þú sért mjúkhent- ur. Eg hélt satt að segja, að þú ættir ekki þetta til.” Þegar Emerson svaraði honum ekki, þá tók hann pípu sína úr vasanum á treyju sinni, sem hann hafði hengt við eldinn til þurks 0g vatns- gufan rauk úr, fylti hana úr tóbakskassanum, sem stóð í glugganum, hallaði sér svo aftur á bak í stólinn, lagði fæturaa makindalega upp á borð, sem stóð þar rétt hjá, og mælti: “Þessar ófriðar atfarir hafa ákaflega slæm áhrif á mig. ’ ’ 2. KAPITULI. Það var máske tveimur klukkustundum síð- ar, að Fraser gekk út að glugganum í tuttug- ásta sinni, þíddi blett á rúðunni með anda sín- um, svo hann gat séð út, og mælti: “Hann er farinn!” Emerson, sem var sokkinn niður í að lesa bók, svaraði ekki. Hann hafði verið hljóður eftir viðureignina við heimilisfólkið, og eftir að hann kom auga á bók spjaldalausa og lúða eftir Don Quixote, tók hann hana og sökti sér niður í hana. “Eg var að segja, að hann væri farinn,” endurtók maðurinn við gluggann. Aftur varð steinhljóð. Fraser færði sig nær eldstæðinu, settist á stól, tók höndum fyrir andlitið og hafði yfir nokkrar setningar með áherslu, eins og hann væri sokkinn niður í þær. Emerson leit upp brosandi og spurði: “Því heldurðu að hann hafi farið?” “Af því að hann hefir verið orðinn málhalt- ur af að formæla okkur,” mælti Fraser. » “Ó, nei,” svaraði hinn viðmótsþýði Emer- son, meira til þess að segja eitthvað, en til að andmæla. “Hann hefir mist móðinn.” Og til þess að samtalið félli ekki niður, hélt Emerson áfram: “Það er dimt úti, og mig skyldi ekki undra, þó einhver brögð væru í undirbúningi. ” “Já, en hvað eigum við að segja um lag- legu stúlkuna þarna í herberginu? sagði Fras- er„ sem kom Emerson til að ákellihlæja. Hann lagði frá sér bókina- “Hvað ertu að þvaðra ” mælti hann. “Eg var bara að segja, að vesalings illa út- leikni Svíinn hefir verið orðinn þreyttur á að biðja okkur um að opna hurðina, og hefir þess vegna farið í burtu.” “Hvert hefir hann farið?” “Eg get ekki lesið hugsanir manna. Hann hefir ef til vill farið alla leið til Seattle til þess að sækja pólití og stefnui á okkur. Eða þá að hann hefir farið að sækja landa sína sér til hjálpar. Þeir eru í almætti sínu, Svíarair, á þessum slóðum um þetta leyti árs.” Án þess að svara, stóð Emerson á fætur, gekk að hurðinni á herberginu, þar sem Indí- ánakonan var inni, 0g kallaði: “ Hitaðu okkur kaffi.” “Kaffi,” endurtók Fraser. “Því ekki að fá sér almennilega máltíð? Eg er glorhungr- aður, svo eg gæti etið hvað sem að kjafti kæmi. ’ ’ “Nei,” svaraði félagi hans, “eg vil ekki gera meiri átroðning en nauðsynlegt er.” “Það eru nógar vlstir í skemmunni. Við skulum forsýna okkur vel, áður en við förum.” “Eg er naumast þjófur.” “Já, en—” “Nei! ” Fraser þagnaði eins og steinn. — Þegar Indíána konan var farin að hita kaffið, mælti Emerson upp úr Jfliru: “Hvað skyldi hafa komið manninum til þess að haga sér eins og hann gerði?” “Hann sagðist verða að hlýða skipunum,” sagði Fraser. “Ef að eg hefði hlýjan kofa, nóg af mat og Indíána konu, þá væru það skrítnar skipanir, sem eg léti ónáða mig.” Föt þeirra voru nú orðin þur, svo þeir fóru að klæða sig í þau hægt 0g gætilega, og þegar Emerson fór að binda saman svefnpoka þeirra, settist Fraser aftur niður og spurði hryssings- lega: “Hvað er að? Við förum þó varla að faí?»Jiéðan í kveld?” “ Jú, við verðum að reyna að ná til annars- hvors niðursuðuhússins,” mælti Emerson, án þess að líta upp frá því,. sem hann var að gjöra. “En mér er ilt í fótunum,” nöldraði Fraser. “Hvað þá?” mælti Emerson og hló kæru- leysislega og bætti svo við: ‘ ‘ Þér er víst bezt að ganga á höndunum.” “Og þar að auki er komið niða myrkur.” “Fástu ekk? um það. Það getur ekki verið langt. Flýttu þér nú”, og hann reyndi að ýta undir Frazer, eins og hann hafði svo oft áður gjört, því letin sýndist vera Fraser meðfædd. Svo reyndi hann að spyrja Indíánakonuna nokkurra spurninga, en það var árangurslaust, því hún þagði eins 0g steinn. Þegar þeir voru búnir að drekka kaffið, lagði Emerson tvo silfurdollara á borðið, og svo fóru þeir út til þess aftur að leita að braut yfir ána. Þegar þeir klukkustundu síðar voru að brölta upp, á árbakkann, sem fjær var kofanum, var farið að snjóa og í gegn um bylinn og myrkrið sáu þeir grilla fyrir stórum og ljóslausum bygg- ingum. 1 glugga á einu húsi sáu þeir ljós og á það stefndu þeir; og þegar þeir komu þangað, báðu þeir um gistingu. “Við erum langferðamenn, og hundamir og við erum þreyttir,” mælti Emerson. “Við skul- um borga vel fyrir næturgreiðann. ” “Þið getið ekki verið hér,” svaraði maður, sem til dyra kom, hörkulega. “Því ekki?” spurði Emerson. “Hér er ekkert rúm,” svaraði heimamaður. “Er nokkurt gisithús hér nálægt?” spurði Emerson. “Eg veit það ekki,” svaraði hinn. ‘ ‘ Það er betra fyrir þig, að ganga úr skugga um það, undir eins,” mælti Emerson, sem farið var að þykkna í út af viðtökunum. “Þið getið reynt næsta hús hér fyrir neð- an,” mælti eftirlitsmaðurinn og skelti aftur hurðinni, og þegar hann vissi sjálfan sig óhultan á bak við læsta hurðina, bætti hann við: “Ef að þið fáið ekki húsaskjól þar, þá getið þið má- ske fengið það hjá prestinum á trúboðsstöð- inni.” “Það er naumast, að við fáum viðtökur hjá fólkinu í Kjalvík,” sagði Fraser. En félagi hans svaraði því engu og mátti sjá, að hann bældi niður þykkju þá, sem honum var í skapi. 1 næsta húsi, sem þeir komu að, mættu þeir sömu óvingjarnlegu viðtökunum, og það eina, sem þeir gátu togað út úr húsráðandanum var, að þeir skyldu halda í vissa átt til að komast til næsta húss, þar ætti rússneskur prestur heima. “Eg skal gera eina tilraun enn,” mælti Emerson um leið og hann fór frá húsinu og út í vetrarmyrkrið 0g kuldann. “Ef að við mætum sömu viðtökunum þar, þá tek eg ráðin af hús- bændunum. Eg læt ekki flækja mér frá einum til annars í alla nótt.” “Hafurinn vísar okkur sjálfsagt á hálm- hrúgumar,” mælti Fraser. “Hvað sagðirðu?” “Hafurinn, eg meina skýjaglópurinn, eða pregturinn. ’ ’ Eftir að þeir höfðu ferðast um mílu vegar, komu þeir að hvítu hliði 0g yfir hliðinu var gríski krossinn, en engin merki þess, að þar væri nokkurn lifandi mann að finna, sáust. “Farinn! Og mannýlan í húsinu, sem við komum síðast að, hefir vitað það.” Á því hvernig að Emerson sveiflaði keyrinu, mátti sjá, að hann var orðinn í afarvondu skapi. Báðir mennirnir voru orðnir þreyttir og ferð- lúnir, eftir þriggja vikna uppihaldslausa bar- áttu við harðviðri, hættur og ófærð. Þeir héldu því á stað þögulir í fjórða sinni og þeir höfðu ekki haldið lengi áfram, áður en þeir sáu ljós í glugga, og þegar hundarnir komu að húsinu, sem ljósið var í, fleygðu þeir sér niður, því þeir voru orðnir ferðlúnir ekki síður en mennirair. “Taktu aktýgin af hundunum,” mælti Em- erson um leið 0g hann sjálfur fór að losa um snærið þeim megin, sem farangur þeirra var reyrður á sleðann með. Hann tók svefnpoka sinn af sleðanum og hélt með hann áleiðis til hússins. Fraser, sem búinn var að losa hund- ana, kom í humátt á eftir. En þegar þeir komu nær húsinu, sáu þeir, að þar var ekki um að ræða neina niðursuðuverksmiðju. Húsið líkt- ist meira gistihúsi eða verzlunarbúð, en niður- suðuhúsi. Þetta hús var langt og lágt og bygt úr bjálkum. Fyrir aftan húsið voru aðrar minni byggingar úr sama efni, og á milli þeirra og stærra hússins var gangur, sem bygt var yfir. Á húsinu voru litlir glugg- ar, og lagði birtuna út um þá og út á snjóinn fyrir utan, og urðu-ferðamennimir fegnir að sjá, að þar var bæði húsaskjóls og yls að vænta. Þeir gengu að húsinu, sem næst var, og hrundu upp hurðinni án þess að drepa á dyr, gengu inn og köstuðu dóti sínu á gólfið. Indíánakona, sem inni sat og atti ser einskis ofriðar von, spratt n fætur og starði á komumennina undrandi. “Loksins höfum við þá komist í húsaskjól,” mælti Emersonum leið og hann rendi augum um húsið að innan. “Það er sölubúð, sem við eruini kornnir inn í.Svo sneri hann ser að konunni og mælti: “Við verðum að fá að vera hér í nótt, og þú verður að finna eitthvað handa okkur að borða.” _ Með fram veggjum í búðinni voru hyllur settar og á þær hlaðið vörum, eins og vanalegt er í sölubúðum. Kringlóttur ofn stóð á miðju gólfi og brann eldur í honum glaðlega. ‘‘Mér finst að eg sé kominn inn í Waldorf gistihúsið í New York,” mælti Fraser og tók að klæða sig úr yfirhöfninni. “Eftir hverju eruð þið að leita. mælti Indíánakonan og gekk til þeirra. ^ Emerson, sem líka var að klæða sig ur ytir- höfninni, tók eftir því, að kona þessi var bara- ung að aldri, og þó hún væn Indianaættar, þa var hún þokkalega til fara, hörundshturmn nokkuð ljós og hárinu vafið 1 hnut aftan a hnakkanum. .. . , , ,, m„u; “Mat að borða og rum að gista 1, mælti getið ekki gist hér,” mælti stúlkan á- ROBIN HOOD FLOUR Eftirspurnin eftir þessu víðfræga hveiti er altaf að auk- ast, og það mjög hrað- fara. ROBIN HOOD HVEITI er nú sent til, svo að segja, allra landa í heimi. Víkingur V«sturUnd(ins ÍCR EF ÞÉR EIGIÐ VINI í GAMLA LANDINU sem þér viljið hjálpa ti] þessa lands, þá komið og talið við oss. Vér gerum allar frekari ráðstafanir. Farbréfaskrifstofur: N.W. Main og Portage Ave. Sími 25 891 667 Main Street " 26 861 Uraboð fyrir öll Eimskipafélög. CANADIAN NATIONAL FARBRÉF til og frá AHra Staða * í HEIMI erson. “Það er svo sem nóg húsrúmið, og mat- arforði virðist vera nægur,” og hann benti með hendinni á hyllurnar í búðinni. Indíánakonan stóg stundarkom í sömu spor- um, svo hrópar hún upp: “ Constantine! Con- stantine!” Að vörmu spori opnuðust dyr í bakparti byggingarinriar, og inn kom maður hár vexti og gekk léttilega þangað, sem mennirnir voru. “Nei, sjáðu! það er kunningi okkar, sem við mættum í dag,” sagði Fraser, og bætti við: “Gott kvöld, Constantine.” Constantine var sami maðurinn, sem hafði hjálpað þeim upp úr ánni áður um daginn, og þó hann hafi hlotið að þekkja þá, lýsti viðmótið engri ástúð. Þegar Constantine kom til þeirra, losnaði um tungurætur konunnar, og lét hún dæluna ganga á máli, sem komumenn skildu ekki minstu vitund í. “Þið verðið ekki hér í nótt,” mælti Constan- tine, eftir að konan þagnaði. Gekk svo að dyr- unum, lauk þeim upp og .benti þeim að fara út. “Við höfum átt . langa dagleið og erum þreyttir,” mælti Emerson. “Við skulum borga vel fyrir næturgreiðann. ” Constantine endurtók skipun sína, hristi höfuðið og svaraði: “Néi.” Emerson mælti: “Okkur dettur ekki í hug að fara út í myrkrið. Við verðum hér í nótt.” Hann sneri sér að Indæíánaum og mælti í ein- beittum og áveðnum rómi: “Við förum ekkert héðan burtu í kveld, og ekki fyr en okkur sýnist. Við erum þreyttir og þurfum að hvíla okkur. Skilurðu það? Segðu konunni, að reiða okkur kveldverð og flýta sér að því.” Það var eins og eldur brynni úr augum Ind- íánans. Hann skildi dyrnar eftir opnar og færði sig nær komumönnunum. En áður en hann komst til þeirra og gat framkvæmt það, sem honum var í huga, heyrðist þýð rödd frá bakdyrum hússins, sem ávarpaði Constantine. Ferðamennirair sneru að þeim dyrum húss- ins, sem röddin kom frá og sáu þar standa í hálfrökkri stúlkuna með gullslita hárið, er þeir sáu fyrri um daginn, þegar þeir voru að brjót- ast um í ánni. Hún gekk til þeirra með bros á vörum og hafði auðsjáanlega gaman af hiki því og undrun, er lýsti sér í svi pferðamann- anna. “Ilvað gengur að?” spurði stúlkan, er hún kom til gestanna. Constantine greip strax fram í fyrir henni og mælti: “Þessir menn geta ekki verið hér í nótt. Tala þú til þeirra, svo skal eg koma þeim út.” “Eg bið fyrirgefningar, ” sagði Emerson. “Við ætluðum okkur ekki að ryðjast hér inn með valdi; en við erum dauðþreyttir og okkur hefir alstaðar verið úthýst, svo við vorum orðnir mjög ergilegir.” “Þið leituðuð gistingar við niðursuðuhúsin hérna fyrir ofan?” mælti hún. „ “ Já.” .......... “Og ykkur var neitað um gistingu þar og vísað til prestsins,” hélt hún áfram. “Rétt er það,” mælti Emerson. Stúlkan hló lágt og mælti í þýðum og hljóm- fögrum rómi: “Presturinn fór í burtu fyrir mánuði síðan, og þó hann hefði verið heima, þá hefði hann ekki hýst ykkur.” Hún talaði til Indíánastúlkunnar á Aleut- máli og benti Constantine, svo þau höfðu sig bæði á brott, þó Constantine gerði það auðsjá- anlega nauðugur, eða eins og varðhundur, sem sneyptur hefir veri af húsbónda sínum. “Það gleður okkur, að geta vottað þér þakklæti okkar fyrir hjálpina í dag,” mælti Emerson. “Ef að við hefðum vitað, að þú ætt- ir hér heima, þá hefðum við ekki þrengt okkur hér inn, eins og við gerðum.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.