Lögberg - 03.03.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.03.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MARZ 1927. erg Gefið út hvern Fimtudag af Tte Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talalman N-6327 ofi N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Otanéskrift til blaðsins: TKÍ COLUNiBIA PRE8S, Ltd., Box 3171, Wlnnlpeg. Mai- Utanéskrift ritstjórans: EOirOR LOCBERC, Box 3172 Whtnlpeg, R|an. / VerS $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The "LOsber«” ls 'prlntsd and publlshed br Tha Columblu Preas. I-lmlted. In the Columbia Bufidln*, «95 He.rRent Ave., Wlnnlpeg, M&nltoba. Vinátta. Engin yfirgripsmeiri auSlegð getur nokkr- um dauðlegum manni fallið í skaut, en sönn vinátta. Vissan um órjúfandi trygð, nemur á brott úr sál einstaklingsins dapurleik afskifta- leysisins og opnar ný útsýni yfir lífrænar lend- ur samúðarinnar og bróðurkærleikans. Hví er svo mörgum manninum vinfátt þann stutta tíma, sem dvalið er hér á jörð? Orsak- irnar kunna að vera margar, en flestar munu þær vera oss sjálfum að kenna. Vér dönsum í kring um oss sjálfa, ölvaðir af ímynduðum yfir- burðum, glejTixum að elska, gleymum heilbrigð- um samböndum við lífið og umhverfið, gleym- um flestu, sem mest veltur á að munað sé, og leyfum síngirninni óátalið að stinga dómgreind vorri svefnþorn. Vanþakklætið er hárbeittara nokkru tvíeggjuðu sverði, og snerti það vináttu- böndin, geta þau hrokkið fyr en nokkurn varir. Ómildir dómar koma oss oftast sjálfum í koll. Ónærgætnin stofnar til fjörráða við vináttuna, svo að sjálft skilningstréð verður því fáskrúð- ugra;, sem árin líða. Það er ekki ávalt af illvilja, eða hefndarhug, að vér látum oss oft þau orð um munn fara, er valdið geta djúpum sársauka í hugum þeirra og hjörtum, er oss standa næst. Ónærgætnin ræð- ur þar í flestum tilfellum mestu um. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve miklu heim- iliseiningin hefir stundum tapað sökum ógæti- legra ummæla út af einhverju því, er í raun og veni skifti fjarska litlu máli, svo sem ef hús- móðirin varð fyrir því slysi að hrjóta bolla, eða eitthvað því um líkt. Ógætileg orð, sögð við hálfkunningja út í frá, geta .borist til eyma vin- anna fyr en nokkum varir, grafið um sig í kyr- þey og vakið óhug. Oss er það öllum ljóst, hver áhrif ofþurkar hafa á gróður jarðarinnar. En hve óendanlega ægilegra er það þó ekki fyrir sálarlíf vort, ef uppsprettur vináttunnar tæmast^, eða frjósa til botns? Hví ekki að stinga hendinni í eigin barmf Er ekki einstæðingskapurinn og allsleysið and- lega og líkamlega oft og tíðum oss sjálfum að kenna? Er ekki lífshamingjan mesta í því fólg- in, að finna til góðhuga og vináttu úr sem allra ilestum áttum og geta veitt frá sér út í samfé- lagslífið svipuðum straumum? Nærgætnin er ein af höfuðdygðum mann- kynsins, — upp af henni spretta rósir, sem aldrei sölna. Alt, sem lífsanda dregur í náttúrunni, þráir sambúð, — maurarnir halda hópinn, og slíkt hið sama gera farfuglamir. Maðurinn er sömu lög- um háður. Það stendur öldungis á sama, hve mikið traust hann kann að hafa á yfirburðum sínum, — frá heildinni getur hann ekki losast, hvort sem Jhonum líkar betur eða ver. Hann þarf að eláka og vera elskaður líka. Hin sönnu auðæfi mannsins, verða aldrei réttilega metin, í krónum eða dollurum, heldur hlýtur matið að byggjast á því, hve miklu af þeim eigandinn ver í þarfir mannúðarinnar. Sá er ríkastur, er mest lætur gott af sér leiða. Hinn fátækastur allra í heimi, er gull sitt grefur svo í jörðu, að enginn megi góðs af njóta. Einangr- unin, stálköld og hluttekningarlaus, starir hon- um í auga á strætum og gatnamótum. Þjónustusemin hefir ávalt í för með sér djúpa lífshamingju, því hún starfar í beinu samræmi við hin hærri eðlisjög mannlegs lífs, og þjón- ustusemin og vináttan eru skyldgetnar systur. Sú er hetjan mest, er mestu fórnar fyrir vel- ferðarmál manrtkynsins. Sjálfsafneitunin er dygð,—hún er móðir hinnar sönnu vináttu. Með því að leggja rækt við þjónustusemina og vin- áttuþelið, erum vér að þroska lífrænustu dygð- irnar í fari voru, þær er hvorki mölur né ryð fær grandað. 1 sálardjúpi sérhvers manns og hverrar konu, liggja ’ótæmandi auðæfi, sem enn eru eigi notuð nema að tiltölulega litlu leyti. Hví ekki að greiða þeim veg út í dagsljósið? Stjórnmála- menn og iðnfrömuðir, krefjast aukinnar fram- leiðslu úr skauti jarðarinnar, svo að mannkyn- inu megi í veraldlegum efnum betur vegna. En er þá ekki að minsta kosti álíka mikil ástæða til, að þess sé krafist, að gullnámur sálarlífsins séu þannig unnar, að dásamlegustu eiginleikar mannanna, þeir er að hinni andlegu hlið vita, fái notið sín sem allra bezt,—að slík rækt sé lögð við þjónustusemina og vináttuþelið, að eilífðar- gróður hljótist af,— “Er nokkuð svo helsnautt í heimsins rann, sem hjarta,. er aldregi bergmál fann?” Elestum mönnum hrýs hugur við nakinni og gróðurlausri eyðimörk. En hverju frekar lík- ist líf þess manns, er uppi stendur vonlaus, vin- laus, með fræ vanþakklætisins í hjartanu? Sönn vinátta er heilög. Hún er grundvölluð á eilífðar-sami*æminu milli guðs og manna. Stjórnarvínsalan í Manitoba T7QT.Í* ™ v.---- b xxeiir um latt erið meira ntað og rætt í sambandi við stjóm- arstarfrækslu Manito.bafylkis, en stjómarvínsöl- una svonefndu. Er meginástæðan til þess vafa- íaust su, hve alveg óviðjafnanlega óhönduglega að stjorninni hefxr tekist til með flest það, er að framkvijemd teðra laga lýtur, þótt fyrst kásti nú samt tolfunum, er Mr. Bracken smokraði nýlega fram af ser logbundinni ábyrgð með eftirliti lag- anna, fyrxr segi og skrifa, þrjátíu þúsundir silf- urpenxnga, er löggæzlunefnd Winnipegborgar feU x skaut. Tekið skal það fram, í eitt skifti yrxr oll, að vór teljum með þessu engum skugga kastað a loggæzlunefndina, né heldur bæjar- stjomxna, sem í raun og veru ber ábyrgðina á þvi, að tilboðxð var þegið. Því hvaða vit hefði x þvi verið, ef bæjarstjórnin hefði bótalaust af halfu fylkisstjórnar, tekið í þjónustu sína marga menn og greitt laun þeirra úr bæjarsjóði? Shk ráðsménska hefði verið óverjandi með öllu: En frá hendi fylkisstjórnarinnar horfir málið nokkuð öðru vísi við. Samkvæmt skýlausum fyrirmælum stjómar- vínsölulaganna, ber stjórninni að annast um framkvæmdir eða eftirlit, og á herðum hennar einnar hvílir siðferðisábyrgðin öll, hvort sem Mr. Bracken og samstarfsmönnum hans í ráðu- neytinu, líkar betur eða ver. ( __ Héraðsréttardómari Stubbs, er einnig á sæti í löggæzlunefnd Winnipegborgar, samkvæmt ákvæðum laga, hefir hvað ofan í annað lýst vfir því, að fylkisstjórnin hafi eigi að eins vanrækt skyldur sínar gagnvart almenningi þessa fylk- is, að því er framkvæmd vínsölulaganna áhrær- ir, heldur beinlínis brotið ótvíræð lagafyrirmæli með því að greiða ákveðna fjárapphæð til eins ákveðins bæjarfélags, er að sjálfsögðu ber á engan hátt til þess brýnni skylda en öðrum sveita- eða bæjafélögum, svo sem Gimli, Lundar og Selkirk, að hlutast til um framkvæmdir lag- anna. Hefði ráðstöfun stjómarinnar í sam- bandi við Winnipegborg verið bygð á heildar- samræmi, lá ekkert annað beinna við, en að stjómin fæli öllum öðram sveita og bæjafélÖg- um innan vébanda fylkisins sömu ábyrgðina á hendur, og varpaði með því af sér allri áhyrgð á eftirliti og framkvæmd laganna. En til 'þess brast hana sýnilega kjark. Það er nú ekki orðið neitt leyndarmál leng- ui;. hve afskaplega að siðferðismeðvitund fylk- isbúa hefir verið misboðið með brotum á vín- sölulögunum og slælegu eftirliti af hálfu hlutað- eigandi stjómar\'alda. Leyniknæpnm fer fjölg- andi jafnt og þétt, að því er -Sjálfum borgar- stjóranum í Winnipeg segist frá, og mun sízt á- stæða til að véfengja ummæli hans í því efni. Stjórnarvínsalan, sem fylkisbúum var talin trú um að lækna myndi flest mein, hefir mistekist hrapalega, og það svo mjög, að margir af ein- dregnustu stuðningsmönnum þess fyrirkomu- lags, eru nú komnir á alt aðra skoðun, — vilja helzt allar aðrar leiðir reyna, meðal annars þá leið, að gistihúsunum skuli veitt ölsöluleyfi, með líkum hætti og nú tíðkast í flestum hinum fylkjunum. Hverju sú fyrirhugaða lækning myndi fá til vegar komið, skal ósagt látið að sinni. En hitt virðist oss engri átt ná, að mat- vörubúðum og matsöluhúsum sé veitt leyfi til sölu áfengs öls, eins og framvarp það, sem fyrir fylkisþinginu nú liggur, fer fram á að gert skuli verða. Bradkenstjómin hefir lýst yfir því, að fram- varp um ölsölu verði lagt undir þjóðaratkvæði (referendum) að afstöðnu þingi, sennilega jafn- hliða fylkiskosningum þeim, sem líklegt þykir að fram fari í júnímánuði næstkomandi. Æski- legt væri, að fmmvarp það yrði sem allra ó- brotnast, helzt ekki um annað en það, hvort gistihúsum skuli leyfð sala áfengs öls eða eigi. m . Á þessu stigi málsins, meðan enn hefir eigi fastákveðið verið nær kosningar fara fram, né heldur er víst, hvernig hinum og þessum málum, er fyrir þingi liggja, kann að reiða af, skal eng- in tilraun til þess ger af vorri hálfu, að dæma um athafnir stjórnarinnar í heild, yfir tímabil það, er hxxn hefir setið að völdum, sem er nokk- uð á fimta ár. “Sumt var gaman, sumt var þarft, sumt vér ei um tölum”. En í sambandi við þetta alvarlega mál, vínsölumálið, virðist oss afstaða stjórnarinnar slík, að pólitisku ó- skírlífi gangi næst. Sem mótmæli gegn aðförum stjómarinnar, að því er eftirlitinu með vínsölulögunum viÖkem- ur, og þá einkum og sérílagi í sambandi við áð- umefnda þrjátíu þúsund dala fjárveitinguna til löggæzlunefndarinnar í Wrinnipeg, hefir Stubbs dómari farið þess á leit við fylkisþingið, að verða leystur frá sýslan sinni sem meðlimur í löggæzlunefnd borgarinnar. Borgarstjóranum í Winnipeg, Mr Balph Webb, eins og reyndar mörgum fleiri hugsandi mönnum, hrýs hugur við hinum síf jölgandi brot- um á vínsölulögum fylkisins. Hann vill ekki að við svo búið verði látið lengur standa. Hann krefst einhverra breytinga. Hann er ekki einn um það, — þess æskja margir fleiri. En eina úrlausnin, sem honum virðist hafa komíð til hugar fram að þessu, er að eins margaukin sala á bjór. Hver fullnaðarályktun að tekin verður í mál- inu, er til atkvæðagreiðslunnar kemur, hvílir samt sem áður ekki einvörðungu í hönduin borgarstjórans út af fyrir sig. Þar er það fólk- ið í heild, sem úrslitum ræður. Skóggræðsla í Svíþjóð, Eftir nýjustu skýrslum að dæma, skarar Svíþjóð fram úr öllum öðrum þjóðum, að því er viðkemur endurgræðslu skóga. Hefir sú til- tölulega litla þjóð skapað á þessu sviði fagurt fordæmi, sem vel er þess vert að veitt sé at- hygli, sem allra víðast og reynst gæti meðal annars nothæft í Sléttufylkjunum í Vestur- Canada. Um helmingur alls landrýmis í Sví- þjóð, er um þessar mundir helgaður endur- græðslu skóga, og fer grisjun öll og græðslu- tilraunir, fram nndir strang - vísindalegu eft- irliti. Árið 1918 náði skóggræðslan þar í landi yfir sjötíu þúsund ekmr, en tré til ræktun- ar voi’u fengin í hendur eElefu þúsund jarðeig- endum. Skógræktar tilraunir allar, fara fram undir eftirliti sérstakrar stjómardeildar og fyrimiæl- um hennar verða allir að hlíta, hvort heldur sem nm er að ræða landeignir ríkisins, eða einstakra manna. Svo hefir skógræktaraiáli Svía skilað áfram, að fullyrt er að engri þjóð í heimi hafi jafnmikið ágengt orðið á skömmum tíma. Marg- ar þjóðir hafa verið skeytingarlausar að því er viðhald skóganna áhrærir, þar á meðal hin can- adiska þjóð, þótt vitund sé nú að birta til í þeim efnum. Stór landflæmi hafa verið gersam- lega rúin skógi sínum, án þess að gerð væri hin minsta tilraun til endurgræðslu, og má slíkt kallast lítt afsakanlegt fyrirhyggjuleysi. — Fólk má ekki starblína á stundarhagnaðinn, þegar um skógtekju er að ræða. Framtíðargild- ið og fegurðin, verða ávalt að skipa fyrirrúm. Þess vegna má aldrei svo tré fella, að eigi sé gróðursett um leið annað, er líklegt sé til enn frekari þroska. Þágnir. Við strönd, sem blakrar blævæng langra unna í bjarkahlíð, þar sæhljóð dynja um granna, mér dvelur fyrir sýn ein minnimynd. Eg meyjarsæti bjó við lága runna — en horfði að breiðri braut, með opna grind. Þá benti höndin smáa á fjallsins tind. 1 helgidómum hjartans orðin deyja. Er heyrnar vert hvað jarðar tungur segja? Eg féll þar hljóður fyrir himnai’ögn, sva fjarri öllu, er duptsins skyn má eygja. Hvers orka manna hof með söng og sögn? Vor sál, vor eilífð hirtir sig í þögn.. — Hve hljótt. Af djásnum skauthleðst bjarg og brekka í blævaró, er sefar djúpsins ekka. Og flæði mállaus mæna á yztu höf, þar myrkrin eiga gullskál kvelds að drekka. En dul er hafsbrún, geislans vagga og gröf, þar geymd við ársal bíða hin dimmu tröf. Á ærsli dagsins hasta sunnusetur og sumar lægir róm, en hljóðnar vetur. Þá nemur innri æska vor sitt mál, er andinn mikli ristir stjaraaletur. Að speki heimsins brosa hæðabál. 1 barnaskóla vistast hér vor sál. — Eg unni gígju. Enn er sem mig dreymi. Hún andans brimgný hóf mót sólnageimi; en sótti djúpa hljóma í hjartans lind. Við hennar svip og minning jörð eg gleymi. Þar drýgði eg aðra þyngri sektar synd. Hún sýndi mér til vega á efsta tind. — Og vorkvöld man eg undir hamra heiði, þar háborg ungra drauma beið í eyði. Eg hlýddi á lækinn litla niða á hvarf og lék við blöð á ungum, seigum meiði. Mér heyrðist rödd ein hvísla um skyldustarf, af höndum öðrum leyst — og týndan arf. — Vort eðli á gmn, sem engin tunga segir. 1 andans nánd oss hljóðna múgans vegir. Oss dregur voldug þrá í slíkri þögn. Á þetta líf ei kraft, sem dauðann beygir? Hve dæma á himnamáli hin máttku rögn þá mold, sem ól vort ljóð og vora sögn? Eg leita að orði, sem eg aldrei sagði. Um svar mitt hjarta bað. En málið þagði. Því á eg mína eigin töfra höll. I útlegð þessa heims eg granninn lagði. Þar strengjaglóð á gneista og skugga föll; þar gnæfa mínir turnar hærri en fjöll. Svo velti á hljóðum hjólum knattavagnar; svo hvelfist kerfi í veröld dropa og agnar; mín bragagyðja, dýra himindús, þú drepur fingri á vör — til hvílda og þagnar. Nú þreyi eg handan kvelds við yzta ís — en á þó sumar heima, er dagur rís. I ' Einar Benediktsson. —Vísir. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WiNNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ' ALVEG FYRIRTAK Minni forfeðranna. Erindi flutt á 25 klúbbsins Helg-a magra ára afmæli 15. febr. Stefánssyni. Af D/. (Joni Herra veizlustjóri og háttvirtu gestir Helga magra! Þegar eg var beðinn að mæla fyrir minni þessu, var mér sagt, að eg mætt'i taka umtalsefnið í eins víðtækri merkingu og eg vildi. Og er eg fór að reyna að gera mér grein fyrir, hverja vér ættum að kalla forfeður vora, rak eg mig strax á, að sumir, og þeir ekki svo fáir, halda því fram, að aparnir séu forfeður vorir. Datt mér þá í hug að gera Helga magra þann gr*ikk, að mæla hér í kvöld fyrir minni aþanna. En við frekari um- hugsun hvarf eg brátt frá þeirri ætlan. Fyrst vegna þess, að eg hugði, að það sem eg hefði fram að bera, mundi verða nógu apa- legt og ófullkomið, þótt eg ekki færi að binda mig sérstaklega við þetta apamál. Og í öðru lagi af því, að eg tel víst, að með þessu minni hafi það eitt vakað fyrir Helga magra, að minst væri sér- staklega þeirra manna, sem mest og bezt koma við upphaf sögu hinnar íslenzku þjóðar. Þá fyrst verður oss Ijóst, hvað umtalsefn'ið er erfitt og umfangsmikið. Og að gera því skil í stuttri ræðu, svo nokkur mynd sé á, er mér með öllu ofvaxið. tSaga forfeðra vorra finst mér vera ein stórkostleg harmsaga, blönduð beiskju og blóði og óefað tárum, þótt lítið sé talað um tár á víkingáöldinni. Að verða að yfir- gefá ættland sitt og alt, sem hjart- anu er kærast, eins og forfeður vorir urðu að gera vegna ofríkis og yfirgangs þeirra manna, sem völdin hafa, hlýtur að vera eitt það allra þyngsta, er nokkur verð- ur að þola. Þeim beiska bikar get- ur enginn gert sér fyllilega grein fyrir, nema sá sem reynir. — Þungt í meira lagi hefir því for- feðrum vorum verið innanbrjósts, er þeir hugðu á brottferðir úr föðurlandi sínu. En þá var öldin önnur, en nú, og má vera að ald- arhátturinn hafi dregið nokkuð úr sársaukanum. Þá lýsti það karlmensku og dygð, að bera harm sinn í hljóði, og æðrast eigi, þótt nærri væri höggvið. Þó fer ekki hjá því, að nærri hafi það gengið, að yfirgefa frændur og fósturjörð og alt það, sem hug þeirra var helgast og kærast, svo tilfinn- íngaríkir og trygglundaðir menn sem þeir voru. En þeir áttu yfir of miklum hetjumóð ogkarlmensku legu sjálfstæði að ráða, til þess að þeir létu kúgast og kveljast af harðstjórn og 'hörku konungsins hárfagra. Til þess gátu þeir ekki hugsað. Þeir elskuðu frelsið. Það var þeim fyrir öllu, og þeir voru reiðubúnir til að fórna öllu sem þeir áttu, til að fá að njóta þess. Þeir tóku því þann kostinn, er ánauðin óx, að slíta tengslin við ættjörðina, yfirgefa bygð og bæ, vini og venzslafólk, sem ekki vildi fylgja þeim eftir, og byrja land- nám á ný í óreyndu og óþektu landi, sem frjálsir og fríir menn. í fljótu bragði virðist þetta vera mesta fífldirfska. En hér voru engin fífl á ferðum, eins og sagan líka þer vitni um. öllu fremur voru hér mestu atorku og vits- munamenn að leggja grundvöll að uýju þjóðerni t— íslenzku þjóð- erai.. Og ekki getum vér annað en sagt, að forfeður vorir hafi lagt grundvöllinn mæta vel. — Hyrn- ingarsteinarnir, sem þeir völdu, voru vit og strit, frelsi og fróð- leiksást. Þeir hornsteinar gefast vel enn í dag, og eru ráðning við ýmsum vandamálum þjóðfélags- ins, sem nú krefjast úrlausnar. Þótt stritsins gæti mikils hjá forfeðrum vorum fyrst á land- námsárunum, gætti þó vitsins eigi að síður. Kemur það sérstaklega í ljós, þá er þeir byrja að semja lög og stjórn fyrir landsbúa. Dóm- greindar og réttvísi gætir þar svo greinilega, og þeir ná alveg undra- fljótt m’iklum þroska í öllu, sem að lögum og stjórn lýtur. Þeim var það Ijóst, að til þess að koma á fót föstu og skipulegu þjóðfé- Iagi, urðu þeir að hafa lög og stjórn, og framfylgja þeim lögum. Því sagði Njáll við Mörð: “Með lögum skal land byggja, en eigi með ólögum eyða”. Þeir skildu manna bezt, að lög og landsréttur er sá grundvöllur, er siðmenning þjóðfélagsins byggist á. Löggjöf þeirra og lýðveldisstjórn, lýsir svo roiklum skarpleika og dómgreind og viti, að undrum sætir. Enda er það stórmerkilegt söguatriði, að forfeður vorir, svo fámennir og afskektir, sem þeir voru, skyldu verða fyrstir manna til að koma á fót lýðveldi á Norðurlöndum.— Fyrst framan af gekk alt vel hjá forfeðrum vorum. Landið reynd- ist þeim mæta vel. Þeir undu vel hag sínum, sem fór batnandi með ári hverju. En um fram alt unnu þeir frelsinu — frelsinu, sem þeir höfðu keýpt svo dýrt, og fóraað svo miklu fyrir. En nú vegnaði þe'im svo vel, að það var ei annað að sjá, en þeir hefðu breytt um til batnaðar. Friður og spekt ríkti í landinu, en kúgun og harðstjórn þektist ekki. 1 þessari velmegun /'undir lýðveldisstjórn og i skjóli laga lýðveldisins, tekur fróðleiks- fýsn'in að dafna. Ljóðskáld og söguskáld rísa upp unnvörpum. Sögum og kvæðum um ýmsa merka menn og mikilvæga atburði, er safnað saman og fært í letur. Alt sögulegt, sem nú gerist og nokk- urt gildi hefir, er skráð, og rithöf- undar safna saman ýmsum fróð- leik, sem nú hefir mjög mikið vís- indalegt g*ildi. í þessum ritverk- um forfeðra vorra eigum vér kost á að kynnast þeim eins og þeir voru, þar speglast eins og í tærri skuggsjá, þeirra ytra og innra líf. öllum straumum og hreyfingum, er gerðu vart við sig í tilfinninga- og hugsanalífi þeirra, er lýst þar með frábærri snild. Þeir elskuðu heitt og hötuðu rikt. Nú kunnum vér hvorugt. Þeir áttu sínar siðferðiskröfur og siðferðislögmál, sem þeir héldu vel. Hreysti og drenglyndi, trygð og örlæti var kjarninn í siðferðis- lögmáli forfeðra vorra. Þeir voru ekki með neitt óþarfa f jas og mas. Þeir voru ekki að rembast með sýktar og hálfbrjálaðar hugsjón- ir, sem eru með öllu ósamrýman- legar mannlegu eðli og mannleg- um ófullkomleika, og ósleitilega er haldið að mönnum nú á dögum. Nei, þeir voru andleg og líkamleg stórmenni, sem fyrirlitu vol og væl, eiðrof og ódrenglyndi, en möttu mest æfilanga trygð, dreng- skap, hreysti og hugprýði. Þótt fornsögur vorar fjalli mest um bardaga og blóðsúthellingar, þá er þar svo listilega gengið frá af hendi höfundanna, að það háa og göfuga í manneðlinu ber ávalt hærra lilut. Það er þetta hreina og heilbrigða sálarlíf, samfara listinni, sem gengur eins og Fauð- ur þráður í gegn um fornsöguí vorar, sem gerir þær svo æskileg- ar og unaðsríkar til aflestrar fyr- ir unga og aldna. Eg man ekki til að eg hafi heyrt þess getið, að fiokkur unglingur hafi fyr eða síð- rr lent út á glapstigu af bví að msa fornsögur vorar. H-tt er &1- kunnugt, að margur íslenzkur ung lingur hefir sótt þangað eldlnn- sem kveikti framsóknarbálið f brjósti þans og gerði hann að manni. Áhrifum og listmæti þessar bók- menta forfeðra vorra verður ekki lýst í stuttu erindi, því hér er um að ræða hvorki meira né minna, en gullöld íslenzkra bókmenta. Oss þykir vænt um þær; já, vér elskum þær, vegna þess að þær hafa varpað frægðarljóma yfir hana fræga um allan hinn ment- aða heim. Og vér vitum, að á- gæti þeirra er svo mikið, að þær munu lifa með þjóð vorri, eins lengi og tungan er við lýði. Þæl eru fyrirmynd að fegurð og formi cg list. Þær eru ótæmandi andleg gullnáma fyrir íslenzka rithöfunda cg alla, sem geta grafið þar eftir fróðleik. Þar kemst sagnalistin, og ef til vill skáldlistin, á sitt hæsta stig í íslenzku máli. ■&að er því sízt að undra, 'rér berum hlýhug til forfeðm /orra. Arfurinn, sem þeir haia skilið oss eftir, er stór og mikill, göfugur og góður. Bara vér kynn- um að fara með hann eins og hann á skilið. Þetta er ekki bara vitnisburður sjálfra vor, því mentamenn ann- ara þjóða hafa tekið 1 sama strenginn. Tíminn leyfir mér ekki að tilfæra heimildir. En þó má geta þess að frægir mentamenn Bandaríkjanna hafa opinberlega

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.