Lögberg - 10.03.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.03.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MARZ 1927. Slft. S I Konungsþjónustu, Eftir Aðcdstein Kristjánsson. V. Stundum breyttist söngur þessi og kveðskap- ur alt í einu, í ráman, óskiljanlegan klið—há- vaða. Öllu sló í dúna logn, einn hvíslaSi aS þeim, sem næstur var: “Þarna sér í mastur á kafbát. ” Sá næsti blótaSi og baS fyrir sér, alt eftir [tví hverju stórveldinu hann var kunnugri; svo bætti hann viS: “Nei, þetta er ekki kafbát- ur, heldur tundurdufl,—smíSisgripur djöfulsins og eySileggingarinnar. ” Oft unnu þessar myrkravofur hafsins, hlut- verk sitt, áSur en nokkur varS þeirra var. Þá var öllu sökt í eina og sömu gröf. Hinar dular-' fullu, þunglyndislegu, ósamróma raddir þögn- uSu.—Sukku þær í hafiS ? — Haföídurnar voru samróma, þegar þær sungu og kváSu útfarar- sálmana, inni á hverri einustu vík og vog í kring um alla jörSina. — Þegar nætursýnir þessar reyndust aS vera sjónhverfing eSa kvíSafullur draumur, þá var söngurinn hafinn aftur. ESa aS alls konar kynjasögur voru sagSar, sem mintu mig á hinn gamla, íslenzka siS, aS segja sögur í myrkrinu. SögufróSir ferSamenn voru vinsælir, ekki sízt ef sögur þeirra gáfu tilheyrendum tilefni til aS brosa. Flestar sögur, sem sagSar voru þarna í myrkrinu, urSu aS drauga- eða álfasögum; þaS var eins Oig aS þeir, sem sögurnar sögSu, hefSu ætíS í huga, hinar tárfríSu hafmeyjar, og sendiboSa næturinnar—myrkravaldsins þýzka undir kili. Smásaga sú, er hér fer á eftir, var ein af þeim vinsælli. Skömmu eftir aS byrjaS var aS berjast í Belgíu og Frakklandi, 1914, voru skotfæraverk- smiSjur bygSar víSsvegar í Bandaríkjunum. Ein þess konar verksmiSja var reist í Bridge- port, Connecticut. Nærri því beint á móti verk- smiSju þessari, á sama stræti, var þýzkur vín- sali. Hann var nú ekki búinn að gleyma föSur- landinu, karlinn sá. Þrátt fyrir þaS, þótt hann stæSi í hinu hýra, gullna, táraflóSi Bakkusar alla daga, þá leit hann óhýrum augum til vopna- verksmiSjunnar. Einn dag, þegar vínsalinu hafSi fremur lítiS aS starfa í veitingahúsinu, þá var hurSum hrundiS upp skyndilega. Upp aS veitingaborSinu þrammaSi stór og slánalegur, rauShærSur, freknóttur Iri, meS fasi miklu. Þó vínsalinn kannaSist ekki viS þaS, aS hafa nökk- urn tíma séS þennan óboSna gest áður, þá byrj- aSi hann formálalaust aS segja frá óförum sín- um. Hann sagSist hafa týnt buddugarminum sínum, en þrátt fyrir þaS ólán, þá mætti hann til meS að fá sér í staupinu. “Eg hefi haft þann siS viS hinn vínsalann,” sagði hann og nafn- greindi manninn, “aS borga honum á laugar- “dögum.”—Hvar vinnur þú?” spurði veitinga- maðurinn. — “1 vopnaverksmiðjunni,” svar- aði írinn. — “FarSu til Satans og flýttu þér,” skipaði vínsalinn fokvondur. — írinn tók þessu \ með mestu ró og stillingu; hann var svo hýr á svipinn, alveg eins og ef honum hefði verið boðiS í veizlu. Hann sagði, að kverkarnar væru alveg skorpnar af þurki; svo dundaði hym þarna, hóstaði og ræskti sig, og bar sig til eins og hann væri kominn nær dauða — hás og rám- ur, alveg eins og hann væri að kafna. Veit- ingamaðurinn var kominn fram fyrir borðiS; lrinn beið. ÞaS var eins og hann væri að tala við sjálfan sig. Vínsalinn, sem var bæði hár og digur, var nú kominn svo nærri, að hann var að mynda ^ig til að ’kasta gestinum út. Irinn lét sem hann sæi það ekki; hann hreýfði varirnar og opnaði munninn til hálfs, eins og hann væri að reyna að hvísla leyndarmáli að vínsalanum. Loksins kom það: “Eg hélt kannske, eg hélt kannske,” stamaði hann, “að þú hefðir gaman af að frétta, að við búum til allar kúlurnar — öll skotfærin og byssumar, fyrir þá þýzku.” Hann tvítók þvert orð, alveg eins og þorstinn væri að kæfa hann. Vínsalinn stóð þarna undr- andi. Þegar Irinn sá, hver áhrif orS hans höfðu á hinn þýzka jötun, þá þagnaði hann. Þýzkar- inn beið. Eftir svo litla málhvíld, þá bætti ír- inn við: “ViS höfðum frétt, að þér væri ekki vel við vopnaverksmiðjuna; eg hélt kannske, að þér kæmi yel að frétta hið sanna í |>ví efni. ” Var hann nú nærri raunalegur á svipinn, eins og hann kendi í brjósti um vínsalann fyrir þenn- an misskilning. — “Ah, ha, hvað ver þettaf” HiS búlduleita andlit vínsalans var nú alt upp- • ljómað af einu brosi—geðvonskuhnyklarnir all- ir oltnir í burtu. Irinn hélt fyrst, að hirSmað- ur Vilhjálms keisara mundi ætla að faðma sig. En vínsalinn rankaði við sér, hann mundi eftir því, að Irinn var nær dauða en lífi af þorsta. “ Við drekkum saman á rninn kostnað,” sagði hann. Eftir að þeir höfðu hrest sig á öllum hinum beztu vínföngum, sem til voru — og þar voru mörg gömul og dýr vín—, þá fór veitinga- maðurinn að verða dálítið foi’vitinn. Hann sá, að Iranum var farið að líða miki betur, þó hann væri ekki eins málliðugur, eins og veitingamað- urinn hefði viljað kjósa, þá fann hann það, að tungan var ekki eins stirð. “Hvernig getið þið komið byssunum og skotfærunum til Þýzika- landsf” spurSi hann einstaklega vingjarnlega. Irinn fann, að þetta var sanngjörn spurning, en honum var farið að líða svo vel þarna inni; hann hafði unl svo margt að hugsa. Hann brosti, um leið og hann skotraði sínum heiðbláu augum til vínsalans. Þýzki flotinn var innilokaður, Bretar ÍiöfSu völdin á sjónum; þeir rannsökuðu öll fólksflutninga- og vöruskip, stor og smá, og gerðu upptækt alt það, sem þeir höfðu nokkra hugmynd um, að mundi verða sent til Þýzka- lands. Vopnaverksmiðjur í Bandaríkjunum voru bvgÖar til þess að hjálpa Englendingum, Frökkum og Belgíumönnum. Veitingamannin- um var kunnugt um þetta, þess vegna var ekki að undra, þótt hann væri forvitinn.—Hann end- urtók spurninguna, sem Irinn hafði ekki enn svarað: ‘ ‘ Hvernig getiö þið komið byssum og skotfærum til Þýzkalandsf Þú þarft ekkert að flýta þér. Ertu að faraf ” spurði veitingamað- urinn. Irinn var búinn að taka hattinn sinn. Hann var kominn fram fyrir veitingaborðið. — “Hver málaði þessa myndf” spurði hann, og var að virða fyrir sér ljómandi fallega, olíumál- aða mynd. Þegar veitingamaðurinn svaraði þessari spurning, tók Irinn eftir því, að ánægju- brosið var að mestu horfið. Spurningu hans var enn ósvarað. “Hvemigkom—” írinn var nú kominn fram að dyranum, hann var að opna hurðina. Veitingamaðurinn skildi ekki hvað gekk að honum, hann var nú að fara út úr dyr- unum. Þá sneri hann sér alt í einu við, og tók fram í fyrir vínsalanum. “Við sendum ekki sprengikúlurnar og byssurnar til Þýzkalands, við sendum það alt saman til Englendinga og Frakka. Þeir hafa lofast til þess að skjóta því yfir um fyrir okur. ” — VI. Skömmu eftir að eg kom í herbúðirnar í Windsor, þá heyrði eg talað um ungan mann, sem Anderson hét. Var sagt, að hann hefði komiÖ frá Californíu. Það var eins og það væri eitthvað dularfult í sambandi við hann. í herbúðunum hafði eg aldrei séð hann, til þess að þekkja hann frá öðrum. Fyrir óvænt^tilfelli gafst mér nú tækifæri til þess að kynnast hon- um frekar. Þvottasalur fyrir hermennina hafði verið bygður uppi á þilfari. Húshróf þetta var ekki betur bygt en það, að ef kveikt var þar á eld- spýtu, þá lagði ljósglampa út um rifurnar. Það hefir áður verið tekið fram, hversu varlega við urðum að fara með ljós, eftir að dimma tók. Við sváfum í hengibeddum niðri í lest; var þar oft fremur þungt loft; ljós var þar á lukt- um um nætur, en öllum hlerum og vindaugum því vandlega lokað. Eg er einn af þeim, sem hefi haft þann sið að sofa við opinn glugga vetur og sumar, þess vegna vaj*Ö mér ekki æfinlega svefnsamt, fremur en öðram. Eina nótt varð mér reikað upp á þilfar. Á leiðinni niður í lestina aftur, fór eg inn í þvotta- húsið á þilfari og kveikti þar á rafmagnsljósi. N Þess er áður getið, hvernig það var bygt. Um leið og eg kveikti og ljósglampann lagði öðru- megin frá byrginu yfir þilfarið, þá heyrði eg hrottalegt blótfeyrði frá lögregluþjóni þeim, sem var þar úti fyrir á verði. “Hvem d . . . . mein- ar sá, sem hér er að fyrirgera lífi sími?” sagði hann og æddi um leið þarna inn til mín. Hafði eg þá vaknað upp frá draumum mínum og áttað mig, svo að eg hafði slökt ljósið. Lögreglu- þjónninn heimtaði númer ✓mitt, hann sagðist verða að gefa skýrslu um þetta næsta morgun. RöÖull reis lir hafi — morguninn ljómaði bjartur og vingjamlegur, lýsti npp hinn gár- ótta liafflöt, eins langt og augað evgÖi. Sjón- deildarhringurinn blikaði broshýr og heillandi, eins og draumur æskunnar. — Félagar mínir voru svo niður sokknir í ten- ingskast, þar sem þeir spiluðu með sín litlu laun, hvenær, sem þeir höfðu tíma frá heræfing- um eða öðrum aukastörfum, að þeir gleymdu $ allri rás vlðburðanna. Hvort heldur sem það var hríð eða rigning, hvernig sem veður var, ef þeir gátu.fundið auðan blettt á þilfari, þá var “kórónan og akkerið” þeirra dægradvöl. (Pen- ingaspil, sem heitir “Crown and Anchor”). Eg átti von á, að eg yrði kallaður fyrir her- foringja — fyrir herrétt— þennan morgun, eft- ir að lögregluþjónninn hefði gefið skýrslu um viÖburÖi næturinnar. Dagurinn leið, alt gekk sinn vanalega gang. Kl. 6>4 e.h. var mér til- kynt, að eg hefði verið skipaður vökumaður á spítalanum, næstu nótt. Þaraa kom hegningin. Mér var vel kunnugt um, að á spítalanum voru margir menn, þungt haldnir af spönsku veik- inni. Tveir eða þrír mjög langt leiddir. Allir vildu komast hjá því, að koma þar inn fyrir dyr. En þarna átti eg að lifa eina allra viðburðarík- ustu nótt — eða eina allra eftirminnilegustu nótt, sæmilega viðburðaríkrar æfi. Auðvitað varð eg að hlýða fyrirskipunum. Eg liafði haft ofurlitla viðkynningu við skipslæknirinn okkar, í herbúðunum í Windsor. Þeim var lokað, þeg- ar við fórum þaðan, þess vegna fylgdi hann okkur eftir. Við vorum tveir á verði þessa nótt — til skiftis, tvo klukkutíma. Þrír af sjúklingunum urÖur mér sérstaklega minnisstæðir: ungur Svertingi frá Indlandi, enskur verkfræðingur, sem talinn hafði verið við dauðans dyr undan- ' farna daga. Sjúklingurinn, sem varð mér eft- irminnilegastur, sá, sem eg hafði mesta löngun til þess að kynnast, var Anderðon frá Cali- foraia. Á þessari uppdubbuðu snekkju, hjálpaðist margt að til þess að'vekja upp mína útkulnuðu “andatrú.” Það var dauf ljósglæta í hinni ein- manalegu sjúkrastofu, þess vegna var ekki svo þægilegt að átta sig á því, hvðrnig sjiiklingarnir voru útlítandi. Þar voru svo mörg skot og skuggar; hinar rauðbleiku nætur-ljóstýrur, sem voru eins og svolítil, hálflokuð, sofandi glóðar- augu, hjálpuðu mér fremur lítið. Eg hafði njósnaraljós, og áður en eg vissi af, var eg far- inn aS hugsa um kvæðið hans Þorsteins Erlings- sonar, “Á spítalanum”, “Þar sem dauðinn og læknarair búa.” Eg óttaðist það, að eg mundi verða að horfa upp á dauðastríð, eins og Þor- steinn lýsir því, þegar hann var að kveðja hann Pétur. Eftir að eg hafði dundað þama um stund, tók eg mér sæti beint á móti Andersvni. Ilann var allvel málhress, og mér virtist að hann ekki vera mikiij veikur. En hann var svo iþróttlítill og einhvern veginn svo eijvmana og aðþrcngdur, engu síður andlega en líkamlega. Tlann minti mig á' örn í búri, með kliptar f jaðrir, sem eg hafði einhvers staðar séð. Það fyrsta, er And- erson spurði mig um, var, livort eg hóföi nokk- urn tíma komið til Englands. , Eftir að hann hafði spurt mig fleiri spurninga, þá fór eg að forvitnast um það, hvers vegna að hann hefði innritast í brezka herinn, því eg þóttist viss um, að hann væri Bandaríkjaborgari. Hann var fyrst nokkuð tregur til þess, að svara þeirri spurningu, en eftir stundarþögn sagði liann mér frá því, sem á daga hans hafði drifið, hina síð- ustu tíu mánuði. » VII. 1 janúar, 1918, þá hafði hann svarað her- kalli í Bandaríkjunum. Var þaÖ foreldrum lians mjög á móti skapi, sérstaklega móður haiis. Foreldrar Andersons voru allvel efnuð; móðir hans var vel mentuð. HafÖi hún í mörg ár unnið með friðarhugsjónum, á móti heræfing- um og styrjöldum. Skömmu eftir það, að And- erson innritaÖist í herinn, þá veiktist móðir hans hættulega. Hann sótti um leyfi til þess að vitja um hana, en honum var ekki veitt það. Það var á þeim tíma, þegar Bandamenn voru sem mest aðþrengdir á Frakklandi, einmitt þeg- ar hermenn, sem lítilla heræfinga höfðu notiÖ, voru sendir á vígstöðvar. Anderson, sem hafði að eins verið fáeinar vikur í herbúðum, reyndi að strjiika. Undirforingja þeim, sem umsjón hafði með næstu liðsöfnunarskrifstofu við heim- ili Andersons, var skipað að taka hann fastan; skipun þá framkvæmdi sá svo rækilega, að hann náði honum áður en hann komst heim til móð- ur sinnar, og neitaði að gefa honum leyfi til þess að sjá hana; hún dó tveim dögum síðar. Lengra komst Anderson ekki með söguna, því nií kom skipslæknirinn okkar — herlæknir- inn frá Astralíu—inn í sjúkrastofuna. “Tal- aðu ekki við hann,” hreytti hann úr sér í rudda- lega yfirvaldlegum róm til mín, “því hann er ó- þokki.” Sendi hann mig því næst eftir meðöl- um á skrifstofu hans. Þegar eg kom til baka, þá var skift um næturvörð, klukkan var tvö. En eg átti eftir að vera á verði tvo klukkutíma, þessa eftirminnilegu nótt, — frá kl. 4—6. Hugsaði eg mér þá að nota tækifærið, til þess að fræðast um það, hvaða sakir læknirinn hafði á móti And- ersyni, og hvers vegna hann var þaraa staddur. Þegar eg kom til baka, var eins og einhver .breyting komin yfir hann, sem eg skildi ekki. Óttaðist eg fyrst, að hann hefði tekið inn eitur; við nánari athugun hvarf eg frá þeirri skoðun. En hvað hafði lækninum og Andersyni farið á milliT Þeirri spurningu verður líklega aldrei svarað. Eg gleymi aldrei því uppliti — þeim augum, sem Anderson leit til mín, þegar eg kom upp að fletinu hans. Eg gerði marg-ítrekaðar tilraunir til þess, að fá hann til að tala við mig, en það var árangurslaust. Ilann leit til mín einstaklega vlhgjarnlega, og reyndi að brosa, um leið og hann gerði mér það skiljanlegt, að það væri árangurslaust fyrir sig að segja nokk- uð meira. Svo sneri hann sér til veggjar, eg hagræddi bómullarteppinu ofan á honum, og eg dvaldi á öðrum stað í spítalanum það, sem eftir var af mínum vökutíma. Enski verkfræðingurinn lézt milli klukkan 2 og 4 þessa nótt; hann var ungur maður, að eins fáum árum eldri en Anderson, sem var um tví- tugt. Ekki vissi eg það, hvort þeir voru kunn- ugir, eða hvort Anderson vissi, að hann var lát- inn, þegar eg sá hann síÖast. — Eg var þreytt- ur, hafði verið í fremur æstu skapi, í me.ira en sólarhring, og vonaðist eftir, að þegar eg hefði notiÖ svefns og hvíldar, þá mundi mér líða bet- *ur. En eg gat ekki gleymt þeirri sálarangist, sem var bersýnileg í augum þessa aðþrengda, unga manns. — Sál hans sótti að mér—það var eins og það væri eitthvert samband á milli okk- ar. Eg var mér þess meÖvitandi, að þessi sorg- arleikur var ekki á enda leikinn. En eg var hjálparlaus, þekti þarna engan, sem lið gæti veitt Andersyni, þarna undir ströngum heraga, úti á miðju hafi. Eg þekti ekki nægilega mála- vöxtu, til þess að mér væri ljóst, hvað hægt væri að gera honum til hjálpar. Mín stutta við- ikynning við undirforingja þá, sem höfðu þarna völd, var ekki slík, að þeir væru líklegir til þess að taka orð mín mikið til greina. Eg var altökinn, eins og eg væri á brennandi eldsglóðum, og hélt að eg væri að fá spönsku- veikina, þegar eg fleygði mér niður á fletiÖ mitt, þennan morgun, — eða hafði eg tekið að mér hjartasorg og sársauka þann, sem Anderson nú varð aÖ líðaf Eg revndi að beita öllu mínu viljaþreki til þess, að liugsa um eitthvað annað. Eg var her- maður, á leiÖinni til Frakklands. Eg þráði að sjá, með eigin augum, sorgarleik styrjaldarinn- ar. “Hver hefir bygt þann salinn sorga, sem um eilífð snýst í hring?” Eg var þarna í for-' dyri í sorgarsal hörmunganna. Ef eg var svo kjarklaus, að geta ekki kastaÖ þessu frá mér,_ hvað mundi síðar verða? — Hefir þú nokkurn tíma, lbsari góður, verið sjónarvottur að því, að níðst væri á veikum, hjálparlausum manni, þar sem þér var með öllu ómögulegt, að veita nokkra hjálp? — Eg sofnaði, en svaf þó ekki lengi, eða rólega; vaknaði aftur, þegar hringt var til morgunverð- ar. Eg flýtti mér upp á þilfar, til þess að teiga hið hreina sjóloft, eg vonaði, að mér mundi þá líða betur. Hvað var þetta? hver kallar? — er eg rugl- aður? Nei, nú heyri eg hrópað aftur — og end- urtekið rétt fyrir aftan mig: “Maður kastaði sér fyrir borð”. — Skipið hafði verið stöðvað, þeir voru að losa einn skipsbátinn. Eg liafði nú klifrað upp á efra þilfar. Aftur heyrði eg hrópað: “Maður kastaði sér fyrir borð.” — “Hver var það,” — Rétt í þeim svifum, þá mætti eg lögregluþjóni þeim, sem hafði verið verkfæri í hendi viðburÖanna, til þess, aÖ eg yrði skipaður vökumaður á spítalanum. “Það var Anderson, sem kastaði sér fyrir borð,” lireytti lögregluþjónninn úr sér skeytingarleys- islega, — rétt eins og þaÖ liefði verið spítu- kubbur, sem fallið hefði í sjóinn, — sem svar við spurningu minni. “Björguðu þeir Andersjmi? — Náðu þeir honum? — Hvers vegna kastaði hann sér fyrir borð?” Hver spumingin rak aðra á meðal her- manna þeirra, sem höfðu safnast saman í þyrp- ingu á þilfarinu. “Var hann vitlaus? — Bölv- aður asninn, hvers vegna er hann aö reyna að fyrirfara sér?” — Það voru sex menn í skips- bátnum, sem nú var fáeina faðma frá skipshlið- inni. — “Náðu þeir honum?” hvíslaði svo lítill Bandaríkjadrengur, sem strokið hafði að heim an, af því að hann var of ungur til þess að kom- ast þar í herinn. Mér var ekki hlátur í hug, en það var varla hægt fyrir mig að verjast því, að brosa að honum, þar sem liann stóð þarna, rétt fyrir aftan mig, í einkennisbúningi, sem var alt of stór fyrir hann. Piltur þessi hafði komið með okkur frá herbúðum í Windsor. Hann var viljugur til þess að gera hvað sem honum var sagt,:— vildi alt til vinna, svo að hann yrði ekki sendur til baka. Hann var oft notaður til auka- verka, sem aðrir vildu komast hjá; var einn af þeim unglingum, sem hefir óbilandi kjark, sem er fyrsta skilyrði fyrir þá, sem leggja á stað ungir út í veröldina, í æfintýra leit. — Báturinn var að koma upp að skipshliðinni, eftir árangurslausa leit. Einhver hafði séð Anderson skjóta upp, einu sinni, en svo ekki framar. — Svo nú var hann frjáls, — var hann kominn til móður sinnar? Hvar voru nú söng- og kvæÖamennirnir okkar ?—hví sungu þeir ekki útfararsálm yfir hinni djúpu gröf. — Þögn ríkti yfir og alt um kring, alda og bylgja sváfu, seint og snemma, þenna dag, undir bláglitaðri silki- ábreiðu, — þær sýndu engin hluttekingarmerki. Glitábreiðan þeirra var fremur kuldaleg, þrátt fyrir það, þótt sólargeislarnir keptu hver við annan, að festa silfurvíra, og annað skraut, í brot og fellingar á haffletinum. — VIII. Nú leið mér mikið betur, — það er mér of- vaxið að gera grein fyrir því. Eg hefi aldrei, svo eg muni, glaðst yfir dauða nokkurs manns. Eg gladdist yfir því, að þeir höfðu ekki náð Andersyni — þeir höfðu ekki haft tækifæri til þess að leggja hendur á hann, og skjóta eitur- yddum skammaryrðum í gegnum hans sjúka, helsærða hjarta. — Var Anderson pólitiskur fangi? Hafði móðir hans unniÖ á móti her- skyldulögum? Enski verkfræðingurinn var lagður í hina sömu gröf, fáeinum klukkutímum síðar. Litlu fyrir dagsetur, þennan sama dag, komu sex “torpedo” bátar úr sjóflota Banda- ríkjanna, að mæta okkur. Næsta dag stigum við á land í Bristol. Þá voru að eins þrjú skip eftir af flota okkar, — hin höfðu verið send til Frakklands.___________________________ tfaunan. ifaeífa -— WðRU>5 CHAMPIOM CRAIN CROWER Notið ætíð ^.yTANDARn ^ klORMALPEHYPE^ Mr. Trelle seglri— Áhrif t»aiu er Formaildehyde hiefSr eru &- bygigileg og kemur I veg fyrir alllskonar plöntu sjúkdömia, sem eru I úitsæSinu. Eg læt aldirei ibregi5:ast a8 hreinsa alt mitt útsæSi me8 Formaldehyúe & hverju vori. Smut er óþekt I iokkar landi. Formalidialhyidie var notla'S ViS útsæSi þess hveitlis og hafra, sem eg Mauit verSIaun fyrir 1 Chicagio. j>að er sömulleiSis hið áretiöanleg- •asita fyrir kartöflur. (TJn.d‘irsknifaS) HERMAN TREULE. Drepur Smut Mr. Treffle er heflsti framleiS- andii verSlauna kiorns I Feaee River hóraSiniu. Hana huigmynd um a8 eyS'ifleggja Smut, er hlin sama og annara hvðiitibænda. “JTotið Fo rmahleh yde” Er selt I punds e8a 5 pd. könn- um. Elnnig mi'k- 18 1 einu. SpyrjiB kaup- mannflnn. STANDARD CHEMICAL CO. LTD. Mentreal — WINNIPEG — Toronto 40 EF ÞÉR EIGIÐ VINI í GAMLA LANDINU sem þér viljið hjálpa til þessa lands, þá komið og talið við oss. Vér gerum allar frekari ráðstafanir. F arbréf askrif stof a: ALLOWAY & CHAMPION, 667 Main Street “ 26 661 Uraboð fyrir öll Eimskipafélög. canadian national FÁRBRÉF til og frá Allra Staða * í HEIMI Ei gið þérfrœndur eða vini í Gamla Landinu sem þér viljið koma til Canada CANADIAN PACIFIC Hefir ágaett skipulag þessu viðvíkjandi um alla Evrópu og getur veitt yður fullkomnustu þjónustu. Um borgun má semja við farbréfa nmboðsmaDuinn R. G. McNelllie, \ General Pa«senger Agent, Canadian Paclfic Railway, Winnipejf. B. A. MeGuinness, City Ticket Agent, Winnipeg-, Man. T. Stoekdale. Depot Tlcket Agrent, Winnipegr, Man. A. Calder & Co. i: :: fiflli Main Street, Winnipe* J. A. Hebert & Co. :: Cor. Marion & Tache, 8t. Boniface

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.