Lögberg - 10.03.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.03.1927, Blaðsíða 4
Bla. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MARZ 1927. Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TnUimin N-6327 N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanánkrift til biaðains: THt COLUMBI^ PRESS, Ltd., Box 317«, Wlnnlpag. M«n- Utanáakrift ritatjórana: EDiTOR LOCBERC, Box 317! Winnipeg, N|an. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tho ‘'Löabor*-’ ia prlntod and publlohed by The Columblk Preae, Ldmited, ln the Columbl* iuildlna, 6*6 Surgent Ave., Wlnnlpeg, Manltoba. Ludvig van Beethoven. Þann tuttugasta og sjötta yfirstandandi mánaðar, verða liðin hundrað ár frá dánardægri eins hins víðfleygasta vormanns í tónlistarsögu veraldarinnar, Ludvigs van Beethoven. Var hann fæddur í hænum Bonn á Þýzkalandi, hinn 17. dag desembermánaðar árið 1770. Hinnar fyrstu tilsagnar í hljómlist, naut Beet- hoven hjá föður sínum, er þótti hinn ágætasti orgnaleikari, og var þar að auki maður víð- mentur á öðrum sviðum. Stundaði hann eftir það nám hjá ýmsum frægustu snillingum sam- tíðar sinnar, svo sem Haydn, er uppgötvaði í raun og veru fyrstur manna, hvað í sveininum 'bjó. Fyrstu tónsmíðum Beethovens var misjafn- lega tekið, eins og í sjálfu sér er ekkert nýtt, þegar um frumsmíðar er að ræða. Var honum óspart borið það á brýn, að verkin væru lítið annað en stæling, jafnvel léleg stæling af Moz- art. Þá skorti og heldur ekki beinar hrakspár í garð meistara-efnisins, er flestar sprungu þó eins og sápukúlur, eftir því er árin liðu. Samt voru þeir margir, er á listareðli Beéthovens höfðu óbilandi trú, og sú trú lét sér ekki til skammar verða. — Mátturinn til frumsköpunar í sálarlífi Beethovené, var svo ákveðinn, að eigi var unt að leggja hann í læðing. Framrásina gat ekkert stöðvað. Beethoven var umbrota- skáld á sviði tónlistarinnar,— maður, sem flest- um, ef ekki öllum öðrum fremur, gat samrýmt hinar mýkstu og mildustu sveiflur tónrímsins við brimsog freyðandi fossa. Hann var mynda- smiður,— einn af þeim mestu í heimi. Hve mikið að mannheimar græða við líf og starf manna, sem Beethovens, verður að sjálf- sögðu aldrei metið til peninga. Gróðinn er ann- ars og göfugra eðlis. Hann er falinn í fegrun sálarlífsins og aukinni heimilishamingju, sem samfara er iðkun söngs og hljóðfærasláttar. Beethoven var andlegur flug-víkingur, — því hærra, sem flugið var, þess betra. Hæsti tindurinn var markið, hvað sem bratta og mæði leið. Þótt nú sé komið nokkuð á aðra öld, frá því er Beethoven reit meginið af verkum sínum, þá virðast þau aldrei yngri en í dag. Oss finst að eitthvað meira en Íítið hlyti að vera .bogið við hlust eða hjarta þess manns, eða þeirrar konu, er svo gæti hlýtt á Mánasónötuna eða Sjöundu symfóníuna, að engrar hrifningar yrði vart. Fidelio er betur metin á leikhúsum yfirstand- andi tíðar, en hún var fyrir hundrað árum, og mun hið sama mega segja um mörg önnur tón- verk meistarans mikla. Skapgerð Beethovens var slík, er voldugum andans höfðingja sæmdi. Hann var stórlund- aður, ljóselskur, og hataði yfirdrepsskap. Stundum þótti hann næsta óheflaður í viðmóti. Samt heillaði hann hugi samferðafólksins svo mjög, að einstætt mun vera. Má því til sönnun- ar benda á Rahel og Goethe, er auðsýndu hon- um hiua dýpstu lotningu. Um þrítugsaldur tók B^eethoven að missa heym, og átta síðustu árin var hann heymar- laus með öllu. Bar hann mótlæti þetta með hinni mestu hugprýði og starfaði að tónljóða- gerð eftir sem áður, eins og ekkert hefði í skor- ist. Vandvirknin einkendi alt hans líf. Að því er ráðið verður af ummælum manna þeirra, er þektu hann bezt, er það sýnt, að hann lét aldrei nokkurt verk frá sér fara, fyr en hann var sann- færður um, að það væri sér gersamlega um megn að breyta því til bóta. Hann breytti verkum sínum og endurreit þar til fengið var að fullu heildar samræmið, sem hann hafði verið að leita að. Eftirtektaverð eru ummæli Vamhagen’s von Ense um Beethoven, er gert hafði sér alveg sér- stakt far um að kynnast persónuhæfileikum hans og tónlistar yfirburðum, en þau eru þessi: “Beethoven er líklegast mesti tónlistarsnill- ingurinn er eg hefi kynst, en þó er máttur per- sónuleikans, listamanrunum meiri.” Hve mikilli útbreiðslu að tónverk Beethovens hafa náð með þjóð vorri, er oss eigi kunnugt um til hlítar. Þó er sá grunur vor, að hún sé næsta mikil. í Jónasarheftunuití hirtust eftir hann nokkur lög, er mjög alment vora,sungin heima, eins og: “Þekkirðu land þar gullsítrónan grær” En eftir því er söngmenning þjóðarinnar komst á hærra stig og hljóðæram fjölgaði, mun Beet- hoven hafa rutt sér meir til rúms. Fyrsta lagið, eftir Beethoven, er vér minnumst að hafa heyrt leikið, var “Kveðjan til slaghörpunnar ” —■ grátklökk tónperla, er leitaði beint til hjartans. Það var Brynjólfur Þorlákson, fyrrum organ- isti við dómkirkju Islands, er lagið lék. Ludvig van Beethoven var heimshorgari, — þess vegna að sjálfsögðu eign Islendinga líka. Hann er enn æskumaður í meðvitund lýðsins, þótt liðin sé frá dánardægri hans heil öld. Hann er enn landneminn í samvizku kynslóðanna, er enginn vogar að knésetja. A himni sígildrar hljómlistar, hlikar þrí- stirnið, — Palestrina, Johann Sehastian Bach og Ludvig van Beethoven, sennilega því skýrar, er aldir líða. Avarp forseta við þingsetning Þjóðrœknisfélagsins 22. febrúar 1927. Háttvirtu þingmenn! 1 dag er fæðingardagur George Washing- tons, þess mannsins, er Vesturheimur nefnir föður hinnar miklu þjóðar, Bandaríkjanná. Naumast mun þó'fæðing hans hafa þótt tíðind- um sæta. Og síðar var barátta hans fyrir nýja þjóð og nýtt þjóðemi engan veginn vinsæl. Fátt var ubi málsvara í hópi hinna voldugu, og með- ■byrs og sigurs var langt að híða. En nú er ekki lengur deilt um þau efni. Heimurinn dáist að þjóð og þjóðerni, er fæddist af hinni veiku og vinafáu byrjun. Þjóðræknisfélag Vestur-lslendinga á einnig sinn fæðingardag í febrúar, með þeim George Washington og Abraham Lincoln. Islenzkir ný- lendumenn í Ameríku höfðu frá öndverðu, er þeir stigu hér á land, heitstrengt að varðveita þjóðerni sitt. Hópurinn, er kom með “St. Patric” til Quebec í september 1874, krafðist þess af fulltrúum Canada-stjórnar, að mega óhindrað varðveita hér í landi þjóðerni sitt og þjóðararf, sem móðurmálið. Það var þeirrá fyrsta verk í nýju landnámi. Má telja þá sátt- málsgerð hinn Gamla sáttmála Vestur-lslend- inga. Er ár líða,þjóðemi vort skilst og þjóð- rækni verður betur metin, mun slíkra feðra minst að verðugu. Síðan hafa vesturfluttir Islendingar aldrei farið huldu höfði með þjóðrækni sína. Með þessum orðum er eg þó alls ekki að líkja þeim, og því síður sjálfum oss, við þá heims- frægu menn, er eg nefndi, né félagi voru við stórveldið, er fæddist og frelsaðist með þeim. Eg er einungis að benda mönnum á, að enginn veit, að hvaða .barni gagn verður. Álit manna og dómar um ýmsa atburði samtíðarinnar, eru ekki ávalt réttir. Málefni sem menn, eru ekki ætíð lögð á rétta vog. Efiirlætisbarnið verður á stundum enginn afreksmaður, né heldur oln- bogabarnið æfinlega kolhítur í öskustó. Örðug æskuár, námsskeið, auðugt af allslevsi, er oft hollur heimanmundur. Vestur-íslenzk landnám byrjuðu ekki við auð og velgengni. Meðlætið var ekki förunautur Vesturfarans. Sumir þeirra, er enn lifa, kyntust hér árum megurðar og mótlætis. Þaðan óx þeim ásmegin. Þar, og í þjóðerni þeirra, á gæfa þeirra rætur. En það sem er rétt um einstaklinginn, er, al- ment talað, rétt um félagslíf manna. Félags- skapurinn er einungis stækkuð mynd hins ein- staka. Að því athuguðu, verður, án efa, öllum ljós tilgangur þessara inngangsorða. Sá er tæpast Islendingur, sem æðrast, þótt eigi sé meðbyr að fagna. Eg er ekki í neinum efa um það, að þau hörn Islands, er viturlega og rétta rækt vilja leggja við þjóðararf sinn, græða á andróðri. aðköstum og erfiðleikum, skorti oss ekki útkald og ein- lægni. Ekki verður hér, því miður, lángt framtal framkvæmda árið sem leið. Þó var árið oss engan veginn aflalaust. En árferði reyndist örðugt á ýmsan hátt. Fjárskortur félagsins og óhagstæð veðrátta hnekti starf þess. Haustið, sem einnig er uppskerutíð félagsmálanna, .brást oss að mestu. Vetur gekk snemma í garð með fá- dæma örðugleika. Þorri manna gat einungis sint brýmfttu nauðsynjastörfum. tJtbreiðslumál vor og önnur þjóðræknisstörf, hiðu stórtjón. Undir þeim kringumstæðum taldi eg ekki ráðlegt, að leggja út í útbreiðslu-leiðangur, sem þó var á- form félagsstjóraar, og hún hafði falið mér. Heiðursfélagi vor, skáldið Stephan G. Steph- ansson, sá maðurinn í hóp Vestur-lslendinga, er í síðari tíð hefir getið sér einna mest frægð- arorð, hefir, því miður, verið til muna heilsu- bilaður í ár. Framan af sumri dvaldi hann hér eystra meðfram í von um heilsubót. Þeir, er sáu hann, vonuðu, að andi skáldsins hefði unnið bug á hrömun holdins. Meðan hann dvaldist hér eystra, var honum fagnað eftir föngum. — 1 samkvæmi, er skáldinu var haldið í Winnipeg 4. ágúst síðastliðinn, tók Þjóðræknisfélagið að- alþáttinn. En til þess fundu formenn þess, og vafalaust þorri Islendinga, að seint verði met- inn að verðleikum sá skerfur, sem Stephan G. Stephansson hefir lagt til þjóðræknismála vor Islendinga, né fullþakkaður sá vegsauki, sem hann er og verður þjóðarbrotinu íslenzka hér vestra ... Um miðsumar sneri hann heimleiðis. En fyrir jólin bárust þær fregnir, að sjúknaður hans hefði ágerst, og hvílir sá skuggi yfir hon- um, ástvinum hans og öllum ljóðelskum, þjóð- ræknum Islendingum, er fágætt fornaldarlegt atgerfi og andagift meta. Ekki tel eg rétt að enda þessi ummæli án þess viðauka, í fullu trausti að þaÖ fremur gleðji en liryggi hið vitra skáld og vandamenn hans, að koma hans á þessar stöðvar og samneyti hans við menn, miðaði mjög til samúðar og aukins skilnings. Eg er einnig að vona, að við það sé kannast af vmsum, að Þjóðræknisfélagið hafi, fremur öðru í félagslífi voru, bætt hið andlega nágrenni Mendinga í vesturvegi. Annar góður gestur og annað skáld Vestur- Isendinga, frú Jakobína Johnson, heimsotti í haust er leið, hinar fjölmennari bygðir íslend- inga austan fjalla. Var skáldkonunni hvívetna vel fagnað. Ljóð hennar reyndust ljúf, heilnæm og vinsad. Er hér um nýjan þjóðernis-gróður að ræða. Skáldkonan er lifandi, órækur vottur þess, hvernig íslenzkur arfur og íslenzkt þjóð- erni lifir og dafnar í ensku andrúmslofti og nm- hverfi. Jafnvel þeir, “er fljóta sofandi að feigðarósi”, hvað ís-lenzka þjóðrækni áhrærir, ætti að rumskast svo, að þeir komi auga á það tap, ef slíkur arfur íslenzkrar tungu og íslenzks . eðlis glataðist, sökum ræktarleysis við móður- málið og menning þess. 1 rauninni er hér rétt- læting fyrir viðleitni þjóðræknismanna, er örð- ugt mun að andmæla. Eg sótti þjóðhátíð Norðmanna, er þeir héldu í Camrose, Alherta, 3.—6. júlí, sem fulltrúi Þjóðræknisfélagsins. Buðu Norðmenn fó'lagi voru að senda erindsreka. Um för þá er stutt- lega getið í Tímariti félagsins, sem er að .koma út. Sömuleiðis er þar prentuð þýðing af er- indi er eg flutti í Camrose. — Rangt væri að ganga fram hjá því þegjandi, hvílíkur vitnis- burður um þjóðrækni Norðmanna slíkar þjóð- hátíðir eru. Þó hafa Norðmenn dvalið hér tvö- falt lerigur en vér. Auk þessarar sendifarar, hefi eg á þessu ári talað um íslenzk þjóðræknismál í Winnipeg, að Lundar, Winnipegosis, Árborg, Churchbridge, Glenboro og Leslie, og raunar hvar sem eg hefi ávarpað landa mína. Eigi hafa þó þjóðræknis- deildir, að Leslie-mönnum einum undanþegnum, gengist fyrir þeim heimsóknum, og aðalfélagið hefir engu til þeirra kostað. Einn mbættisrriaður félagsins, Páll Bjarnar- son, fjármálaritari, fluttist í þá. fjarlægð, að varamaður hans, Klemens Jónasson, tók við störfum hans á miðju sumri. Við brottför Páls Bjarnarsonar á féllag vort á hak að sjá fróðum og þjóðræknum starfsmanni. Söngstarf Brynjólfs Þorlákssonar fer sí- vaxandi. Nálega allar bygðir íslendinga æskja þess í síðari tíð, að fá hann til að kenna, einkum vestur-íslenzkum æskulýð, ættjarðarsöngva. Eg hefi þráfaldlega getið þess og ítreka það enn, að hann fari með fjöregg íslenzkrar þjóðrækni vor á meðal. Að syngja fegurð máls og ljóða og ættlands inn í sáilir hinna ungu og uppvaxandi, er vátrygging Þjóðræknisfélagsins. Vonandi rísa upp menij vor á meðal, er feta þar í fótspor Brynjólfs Þorlákssonar. En væri það úr vegi, að hver slíkur æsku- maður, er nýtur leiðsögn hr. Brynjólfs, gerðiát fólagi héraðsdeildar, eða helzt æfifélagi Þjóð- ræknisfélagsins ? Elg er þess fullviss, að það væri ávinningur að gera þeim æskulýð þá fé- lagssambúð sem auðveldasta. Á þann hátt eign- uðust einnig deildir og aðalfélagið mikla söng- krafta, er stundir líða. Vil eg leyfa mér að benda þingi þessu á það atriði. Félag íslenzkra söngmanna í Winnipegborg, hefir, að sögn, verið stofnað. Getur engum dul- ist, að það er spor í rétta átt. Fulltreysta má, að það góða fólk minnist, í sambandi við þjóð- ræknisfélagið, af hvaða bergi það er brotið. Enn hefir lent í tilfinnanlegum undandrætti hjá deildum fél{igsins, að senda mér skýrslur eða skilríki um ástand þeirra og starf, þrátt fyrir lagaákvæði og opinber tilmæli frá mér í báðum íslenzku vikublöðunum. — Eg geri ráð fyrir, að hjá sumum þeirra gangi margt á tré- fótum,—eins og Þórarinn Böðvarsson sagði um Grikki í Lestrarbók sinni forðum daga. En ó- kunnugt er mér um, að nokkur deild, er starf- andi var er síðasta ársþing var háð. hafi hætt að vera til. — Um deildirnar í Winnipegosis, Churchbridge, Leslie og Brown er mér kunnugt. Deildin Island að Riverton, Man., sendi mér skilagrein um starf sitt á árinu. Fundir _hafa verið fjölmennir og uppbyggilegir og flest ung- menni fá tilsögn í íslenzku í “heimahúsum.” — Meðlimatalan er um 60. Vil eg mega henda öðrum íslenzkum sveitum á samvinnu hins fámenna íslendinga hóps, er býr í grend við Brown. Þjóðræknisdeildin í Leslie, er Iðunn nefnist, hélt útbreiðslufund þ. 18. þ.m. Efndu þeir sem bezt til samkomunnar. Deildin á hókasafn, með nálægt 200 bindum. Síðast liðið sumar fór þar fram söngkensla og tóku þeir þátt í Islend- ingdagshaldi með Wynyard deildinni. Auk þess hefir deildin gefið um $150 á árinu. Fundir eru haldnir mánaðarlega. Sú deild sendir fyr- irfram borgun til þings fyrir 45 meðlimi. 1 Churchbridge hefir tala félaga fremur auk- ist. Er það einkum tímariti félagsins að þakka. Þar gekst og deildin fyrir þjóðræknisdegi. Á viðreisnarfundi deildarinnar Harpa í Winnipegosis var eg staddur í vor er leið. Reis hún þá upp með auknum mannstyrk og nýjum áhuga. Sú deild á einnig bókasafn. Voru fund- ir tíðir um sumarmánuðina. Gekst deildin fyr- i ir tslendingadagshaldi 17. júní. Einnig hvatti hún til barnakenslu. ^Lærðu börain meðal ann- ars, íslenzk erindi, er þau síðar lásu eða sungu á félagsfundum. Fyrir slíkt nám voru veitt verðlaun úr félagssjóði. 1 byrjun ársins barst mér þó tilkynning um úrgöngu 13 meðlima. En eg var kvaddur þang- að fyrir hálfum mánuði í öðrum erindum. Síðan hefir sú úrganga lagfærst og er enda von nýrra félaga í Winnipegosis. Félögum þarf nauðsynlega að fjölga, hvað sem iðgjöldum líður. Allir félagsmenn hljóta að sjá, hvaða þýðing slíkt hefir fyrir starf vort, úthreiðslu tímaritsins og sölu auglýsinga. Með útbreiðslu fyrir augum væri, ef til vill, æskilegt að ársþing félagsins mætti halda við og við í hinum fjölmennari íslenzku bygðum. Kemur sú hugsun til greina í samhandi við frumvarp um grundvallarlagahreyting, er lagt verður fyrir þingið. * 1 ár hefir útbýting Tímaritsins til skuldlausra félagsmanna aukið vinsældir félagsins ýðru fremur. Þó var úthýting sú eigi fullskilin á ýmsum stöðum og er það sannfæring múþ að á- vöxtur af þeirri viturlegu ráðstöfun síðasta þings, komi hetur í ljós í komandi tíð. Ritið hefir reynst mænirás í félagshygging vorri. — ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDl ALVEG FYRIRTAK Stjórnarnefndin færði niður sölgverð á eldri árgöngum Tímaritsins og sömuleiðis á Islands sögu prófessor Gjer- set’s. Ekki er mér fullkunn- ugt um árangurinn, en hiklaust tel eg það spor í rétta átt. Mun skýrsla skjalavarðar gera frekari grein fyrir því atriði. Á árinu liðna var fjárhagur félagsins venju fremur örðug- ur. Hindraði sá efnaskortur éðlilega útbreiðslustarfið, sem er vort aðal starf, sem þegar er sagt. Þó er mér sagt, að eitthvað hafi úr þessu raknað hvað efnahag snertir, undir árslokin, mest fyrir ötula fram- göngu Árna Eggertssonar, gjaldkera. Skýra hlutaðeig- andi embættismenn þau efni frekar. Hin sérstaka yfirskoðunar- nefnd, er kosin var á þingi í fyrra, ihefir lokið starfi sínu og leggur hún álit sitt fyrir þingið. Ur sölu íslenzkra bóka vest- an hafs, sem óhjávæmilega er stórmál þjóðrænum, l'esandi mönnum, hefir eitthvað greiðst. Eiga menn nú kost á eldri bók- um, fyrir sanngjarnara verð, en að undanförnu. Þó er enn margt óunnið í því máli. Mála- leitan við yfirvöldin í Otttawa um afnám tolls á íslenzkum hókum, hefir, sem stendur, strandað á mótspyrnu frá toll- málaráðherra Canada. Þó seg- ir mér svo liugur um, að innan skamms muni eitthvað ávinn- ast í því efni. Annars hafa flest samvinnu- mál við Island, því miður, ekki haft þann byr, sem skyldi. Skrásetning Vestur-íslendinga í “Selskinnu” hefir verið van- rækt. Erum vér þar margir meðsekir. A því ætti að ráða bót. Fleira náskylt mætti hér nefna. Þó er eg að vona, að vitrir og víðsýnir leiðtogar þjóðarinnar h^ima, kannist við þá viðleitni þjóðrækinna landa sinna hér vestra, að varðveita móðurmálið og önnur andleg tengsl við ísland, áður en sú aðstoð verður um seinan. í þessu sambandi mætti geta þess, að einn meðlimur félags vors, Þórstína S. Jackson, fór síðastliðið sumar til Islands. Ferðaðist hún víða um land með erindi um Vestur-Islend- inga. Að því er séð verður, hefir hún vakið umtal og at- hygli lieimaþjóðarinnar hvað c_ss snertir. — Þá hefir það einnig aukið yl ýmsra til ís- lands, er hlýtt hafa á erindi séra Ragnars E. Kvaran um hag ættjarðarinnar. Örfáum orðum skal hér vik- ið að þeim málum, er verið hafa á dagskrá árið sem leið, og ekki hafa þegar verið nefnd: ,. Iþróttamálið. — Virðist það á framfara skeiði, og er það góðs viti. Þar ætti íslenzk æska að geta notið sín. Bak- hjarl þeirrar hreyfingar vor á meðal er, sém kunnugt er, Jó- hannes Jósefsson. Auk $100 verðlauna í 10 ár, er hann hefir lofað Þjóðræknisfélaginu, hef- ir hann fyrir skömmu ritað hvatningarorð um málið . Blöð- in íslenzku hafa einnig hrugð- ist drengilega við því máli. Grundvallarlagabreyting. — Milliþinganefnd í því máli leggur frumvarp sitt fyrir þingið, og er þegar að því vik- ið. Veit eg að fyrir nefnd þeirri vaka að eins hagsmunir félagsinsEn vér Islendingar höfum jafnan verið lagameiin miklir síðan í fornöld, og á- stundum deilt deilt um lagaá- kvæði oss til tjóns. . Aftur er cg ekki mikill lögmálsmaður cn hefi hjargfasta trú á því, að kærleikurinn eigi að koma í lög- máls stað, hvar sem því verður við komið. Megi sú stefna ráða í Þjóðræknisfélaginu. fíjörgvinsmálið. — Það hef- ir verið oss hvað mestur vegs- auki árið liðna. Samskotin nema á þriðja þúsund dollars. Björgvin Guðmnudsson er við nám sitt í Lundúnum og má búast við hinu bezta frá lion- uirl. Félagið má ekki við það- mál skiljast fyr en Björgvin er borgið. Til munu félög meðal Islend- inga, er ekki hafa afkastað meiru út á við en það, sem Þjóðræknisfélagið er að vinna til styrktar þessum góða efnis- manni, þótt ekkert annað sé talið. Félagsheimili Islendinga. — Milliþinganefndin í því máli mun gera þinginu grein fyrir aðstöðu sinni í því efni. Sann- gjamt er að minnast þess hér, að með mörg fjársöfnunarmál á prjónunum í einu, gat slíkt nnnið Björgvinsmálinu tjón, án þess að afkasta miklu, hvað heimilið snertir. Sú var einn- ig afstaða félagstjórnarinnar hvað snerti fjár.söfnun að svo stöddu, til íslenzku kenslú við Manitoba háskólann. Heimförin 1930, verður stór- mál þingsins—og áranna, er í hönd fara. I það mál valdi stjórn félagsins þrjá menn úr sínum hóp á árinu. 1 nefnd þeirri eru: Jón ,T. Bildfell, Jakob Kristjánsson og Árni Eggertsson. Hefir nefndin um all-langt skeið unnið að málinu og aflað sér uþplýsinga, er hún mun skýra þinginu frá. Fyrir skömmu barst mér einnig bréf fráJóhannesi Jó hannessyni og Ásgeir Ásgeirs- svni, formaimi og ritara Al- þingisnefndar þeirrar, er ann- ast undirbúning hátíðahalds- ins á íslandi. Æskja þeir þess, að ráðstafanir af vorri hálfu dragist ekki um skör fram, og að fyrirætlanir og tilögur vor- ar verði þeim kunnar sem fvrst. Hefi eg kunngért hlut- aðeigendum hvar mál þetta er komið. Heimförin 1930 mun reynast þjóðernisvernd vorri Iðunnar- epli. Fremur öllu öðru, sem sagt hefir verið eða unnið, síð- an vesturfarir hófust, mun hún brúa hafið. Hún mun reisa aftur steinhogann yfir Barna- foss, er móðirin lét brjóta eftir sonatapið. — En þjóðræknismenn, farið vel með hinn dýrmæta þjóðar- ararf, hér á þinginu og í öllu starfi. Sýnið hugsjón og stefnu félagsins trúmensku. Látið spádómana urn ófrið og deilur að engu verða. Gerið í raun og veru Þjóðræknisfélagið að frið- flytjanda meðal Yestur-íslend- inga. Berið hér, í samvinnu yðar, órækt vitni játning vorri um kosti þess þjóðernis, er vér viljum að verði arfgengt hjá^ ástvinum og ætthræðrum vor- \ ■■ Gœði þessa Pianos þekt í meiren 50 ár S tyle L $435.00 með bekk sæti THE WEBER PIANO Eitt af elztu Pianos í Canada og eitt af vorum gömlu tegundum. Weber piano er selt lægra verði helduren önnur álíka. L tegundin sem hér er auglýst. er ljóm- andi hljóðfæri, kassinn úr Mahogany eða eik, fullkomnara nótnaborð, full iron plate, over strung scale, 7 og hálf áttund, tvens- konar fótspaðar fyrir tíma og hljóðmagn, hljómfegurðin og mýktin hafa hrifið huga allra sönghneigðra mannn. Aður en þér ákveðið að kaupa Piano, skuluð þér líta inn til vorog fá frekari upp lýsingar um pianos er vér höfum. J J. H. McLEAN & CO Ltd. The West’s Oldest Music House, 329 Portage Ave. - Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.