Lögberg - 26.05.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.05.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. MAÍ 1927. Slft. S Foksaadur. Fáeiiiar athugrasemdir við síðustu greinir Iiinars H. Kvarans Flestir Islendingar munu kannast viÖ nafn Víga-Styrs og vita nokk- ur deili á manninum. Hann hét réttu nafni Arngrímur og var Þor- grímsson Kjallakssonar, hins göf- ugasta manns. En vegna ofstopa síns og ójafnaðar var hann kall- aöur Styrr, og enn var lengt nafn hans og kallaður Víga-Styrr. Bera nafnagiftir jiessar því ljósast vitni að samtíðar mönnum hefir fundist rnikið til um ofsa hans og vígaferli. Þó verður líka vart drengskapar í fari hans. Þegar bróðir hans, Ver- mundur mjóvi, er orðinn ráöalaus með berserkina, er hann hafði flutt út af Noregi, býður hann að gefa Styr þá til frændsemisbóta. En Styrr lætur ekki blekkjast. Hann kveðst fúslega vilja láta batna frændsemina, en gjöfina vilji hann launa Vermundi með því að gefa honum berserkina aftur. Þá neyð- ist Vermundur til þess að segja alt hið sanna, að hann treystist ekki að halda berserkina.— Annað mál er það, segir Styrr. Vandræði þitt er engi maður jafnskyldur að leysa sem eg. Styrr er ekki vandskilinn. Hann er tápmikinn ofsamaður, sem þjösn- ast áfram, án þess að staldra nokk- urn tíma við til þess/að hugsa um muninn á réttu og röngu. Siöferði aldarinnar hrín ekki á honum, en hann er laus við ýmsa mestu skap- lesti rúanna. Hann er t. d. ekki und- irförull. Þegar hann vinnur eitt versta verk sitt og svíkur berserk- ina, griðmenn sína, í trygðum, eru það ráð goðans á Helgafelli. Ef vér hugsum oss Styr fæddan á miðri 19. öld, breytir hann um svip, en ekki eðli. Hann leitar þangað sem agasamast er, og á ís- landi mætti geta sér til, að hann hefði orðið stjórnmálamaður og1' helzt blaðamaður. Hann hefði orðið vægðarlaus anðstæðingum og óþttgum flokksmönnum, borið vopn á mannorð þeirra með berum orðum og stórum, þótt óbilgjarn, en ekki djúpvitur, En hann hefði verið vinur vina sinna og hvorki rógsamur né dylginn. Verstu verk sín hefði hann unnið að ráðum og undfrlagi einhvers hógværs og kald- ráðs flokksbróður sins. Eftir á myndi allir viðurkenna, að karlinn hefði verið hreinn og beinn, viljað margt vel, og i raun réttri væri eft- irsjón að honum af vígvellinum. / II. Eg ætla nú að hugsa mér, að þær nöfnumar, Rannveig I. í Sambýli og Rannveig II. í Sögum Rann- veigar, ætti að dæma Styr. Rann- veig II. myndi fljótt sjá í hendi sér, að Styrr er miklu skárri mað- ur en Kaldal. Báðir eru samvizku- lausir og harðdrægir, en Kaldal er auk þes fláráður og klækjóttur. Á báða myndi guð “líta eins og óþæg börn,” en finna þó talsverðar artir innan um hjá Styr. Rannveig I. myndi rekja allar orsakirnar að breytni hans, þangað til maður “ætlaði að drukna í öllum þessum mörgu orsaka-öldum.” og þykja siðan yndislegt að fyrirgefa honum allar yfirsjónir hans á þeim grand- velli. Og Rannveig II. myndi búast við að hitta hann á einhverjum góðum stað á ströndinni hinum megin. Einar . Kvaran, sem hefir skap- að þær nöfnurnar og gert þær að boðberam hugsjóna sinna, hefir líka dæmt Víga-Styr, en nokkuð með öðrum hætti. Eftir að hann hefir rakið það, sem miður fór í háttum og fari Styrs, kveður hann svo að orði: “ÞesSutn óbótamanni virðist enginn staður hafa hæft t þessum heimi annar en gálginn og enginn staður í öðrum hchni annar cn citthvert helvíti.” /Vörður, 1. tbl. 1927). Eg hefi átt á ýmsu von af E. H. Kv. Eg hef haldið því fram, að kærleiksboðskapur hans væri reist- ur á foksandi ábyrgðarleysis og leikhyggjú, svo að sá grannur hlyti að bregðast, ef nokkuð reyndi á. En jafnvel mér kom svona gagn- gerð kollstevpa nokkuð á óvart. E. H. Kv. hefir hvað eftir annað gert yfirlýsingar um ranglæti og skað- semi refsinga. Nú gælir hann við gálgann sjálfan. Flestum nútiðar- mönnum hrýs hugur við að trúa á helvíti. E. H. Kv. virðist nú helzt trúa á þau fleiri en færri. Eða er levfilegt að hugsa svona um Styr, at því að hann er löngu látinn? haga ekki árnaðarbænir vorar að letta syndurunum baráttuna hinum megin? Voru það ekki illar hugs- anir, sem Móri sagði, að hefði magnað gegn sér sandbyl haturs og forsmánar?” Eða er það svo að þarna hafi fokið burtu sandurinn á bletti og skíni í hart grjótið, hinn “heiðna eðlisgrunn,” sem E. H. Kv. er svo illa við að láta nefna? III. Dómurinn um Víga-Styr mvnd- ar eins konar vegamót í deilu okk- ar E. H. Kv. Það er því ekki á- stæðulaust að rifja upp helztu á- fangana, þvi heldur sem honum virðist ekkert áhugamál að láta að- alatriðin koma skýrt fram. í greininni “Undir straumhvörf” n‘.i eg á, að fyrirgefningar-boð- skapurinn væri rauði þráðurinn í síðustu bókum E. H. Kv. En fyr- irgefningin væri með mörgu móti. Því skifti mestu máli, á hverri und- irstöðu þessi boðskapur væri reist- ur. Eg sýndi síðan fram á, að grandvöllurinn hjá E. H. Kv. væri ábyrgðarleysi og siðferðislegt kæru- leysi. Því yrði niðurstaðan ekki nema litil fyrirgefning litil'a synda, sem brygðist, ef á reyndi, en gæfi hins vegar allri linku undir fótinn og yrði skálkaskjól hinna Verstu manna. í þjóðfélag vort væri nú miklu fremur þörf á meiri festu og alvöru en aukinni tillátssemi. E. H. Kv. svaraði í grein, er hann nefndi “Kristur eða Þór”. Hann hélt þvi þar fram. að kær- leiks-hugsjónir kristninnar væri það sama og hann hefði haldið fram. Kristur varaði við hörðu dómunum og legði “ægilega á- herzlu” á fyriregfninguna. Þessum kenningum kvaðst hann ekki hafa hafnað. Ef eg réðist á sig, réðist eg á kristnina /Krist/. í greininni “Heilindi” bar eg ekki brigður á, að siðferðishugsjónir kristninnar væru fagrar og háleitar, en i reyndinni hefði Vesturlanda- þjóðunum orðið svo erfitt að sýna óvinum sínum réttlæti, hvað þá kær- leika, að auðsjáanlega væri eins holt að láta minna og lifa betur. Jafnvel E. H. Kv. tækist ekki í deilugrein, sem rituð væri i skjóli kristninnar, að sýna andstæðingi sinum sanngirni. Gegn þessum ó- heilindum þyrftum vér framar öliu að vega, tengja santan skoðanir og breytni, jafnvel þó að til þess þyrfti að vinna að lækka hugsjónirnar. E. H. Kv. finst það í greininni /‘Öfl og ábyrgð” skemtileg tillaga ' að vér eigum “að losna við fegurstu hugsjónirnar, sem vér höfum eign- ast á siðferðislega sviðinu,” og finnur það helzt til skýringar þess- ari firru, að mér hafi þótt hann alt of harðleikinn við mig*J. En ann- ars fer mikið af grein hans einmitt i að draga úr þessum hugsjónum. Hann lætur þær smám saman af hendi, svo að lítið ber á, eins og munir eru seldir í kyrrþey úr þrota- búi. *) E. H. Kv. byrjar grein sína með því að rahgsnúa orðum mín- um. Eg hafði í “Heilindum” hent gaman að ósanngirni hans og reiði- hug. Og það er dálítið annað! En slíkir smámunir era fyrirgefanleg- ir manni, sem kominn er á raups- aldur. Mér hefði yfirleitt ekki dott- ið í hug að víkja að hinni persónu- legu ádeilu E. H. Kv., ef hann færi þar ekki í einu atriði helzti gálaus- lega með sannleikann. Hann lýsir þar sem sé “tilhæfulaus ósannindi,” að hann hafi “átt í því nokkurn þátt beinan né óbeinan, að minst hafi verið á það í útlendum blöðum,” að með sér hafi verið mælt til bók- mentaverðlauna Nóbels. Eg skal segja á hverju ummæli mín voru reist. Haustið 1924 kom í Politiken lofgrein um Georg Brandes. Fyrir ofan stóð í ritstjórafyrirsögn, að hún væri eftir íslenzka rithöfundinn E. H. Kv., sem stungið hefði verið upp á til Nóbelsverðlauna. Mér dettur ekki í hug að halda, að sú athugasemd hafi verið sett gegn vilja höfundar. Seint á sama ári kom í Ekstrabladet viðtal við E. H. Kv. Þar segir hann frá því, að stung ið hafi verið upp á sér, blaðámað- urinn spyr, til hvers hann ætli að nota alla þessa peninga o. s. frv. Eg hef þessi blöð nú ekki handbær, en ef E. H. Kv. vill andmæla þessu, skal eg fúslega birta kafla úr grein- unum, sem að ýmsu leyti voru ekki óskemtilegar. Og nú skora eg á hann að tilfæra dæmi þess, að aðrir höundar, sem eins hefur staðið á fyrir, hafi haldið slikri uppástungu á lofti á sama hátt. E. H. Kv. hefir nú játað, að hann hafi aldrei haft trú á því, að hann hlyti verðlaunin. Flann er meiri maður fyrir að játa það. En honum hefði farið enn bet- ur að vera ekki að segja rangt frá þessu aukaatriði.—Þegar E. H Kv. síðan setur upp vandlætingarsvip og segist neyðast til að bera þarna sannleikanum vitni, til þess að frelsa tímarit landsins frá sömu spillingunni og blöðin sé fallin í,— þá væri þetta gott, ef það ætti að vera fyndið gaman. Og líklega hef- ur hann svo rnikinn smekk fyrir því, sem skoplegt er, að hann brosi að þessu í kampinn sjálfur. En held- ur E. H. Kv., að hann eigi nokkurn svo auðtrúa lesanda, að hann taki þetta i alvöru? Eg hef aldrei háð neina deilu fyr en þessa. E. H. Kv. á að baki sér blaðamenskuferil, er flestum fullorðnum mönnum er í fersku minni. Það er óhætt að full- yrða, að hann hafi með deiluaðferð sinni átt drjúgan þátt í spillingu íslenzkrar blaðamensku. Honum kynni á þeim vettvangi að fara sæmilega hlutverk hins iðrandi ræn- ingja. Hitt er honum langsamlega ofviða að taka að sér hlutverk frelsarans. I Hann byrjar á þvi að segja, að ; fyrirgefningarskyldan eigi hvorki að gera oss að flónum né ræflum. Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta. Með því er reynt að setja hugsjón fyrirgefningarinnar skyn- samleg takmörk, miðuð við ófull- komna menn, svo að heldur sé von til, að þeir geti lifað eftir henni, En það á ekkert skylt við hina “ægilegu áherslu,” sem E. H. Kv. hafði áð- ur talað um, að Kristur hafi lagt á fyrirgefninguna. Þegar eg hafði sagt frá réttlætiskröfu Confucíuss, vísaði E. H. Kv. henni frá með fullri fyrirlitningu. “Vér mennirn- ir teygjum réttlætishugmyndina mikið meira en hrátt skinn. . . Það er undur lítil leiðbeining fyrir oss að vísa oss á réttlætið eitt út af fyrir sig” /Morgunn VII. 79). En ætli það sé ekki líka dálítið teygj- anlegt, hvað er að vera flón eða ræfill? Eg efast ekki um að Víga- Styr hefði fundist hann vera hvortveggja, ef hann hefði farið að þvrma óvinum sínum eða bæta víg þeirra að þarflausu. I síðasta kafla þessarar ritgjörð- ar gerir E. H. Kv. eina persónuna í Fornum ástum, Álf frá Vindhæli, að umtalsefni. Dómurinn um hann er eins og undirbúningur að dóm- inum um Víga-Styr. Fyrst koma forsendurnar. Auð- vitað er ekki bent á neitt Álfi til málsbóta. Efnið í Hel er rakið með skilningi og smekk Imbu vatnskerl- ingar: ÁKur hefir “velt sér úr ein- um kvenfaðminum í annan” og “helt úr sér ókjörum af fimbul- fambi slæpingsins.” Samkvæmt þessu er dómur sá, sem eg hugsa mér, að vfir hann gangi í öðruum heimi, óhæfilega vægur. Eg efast ekki um, að ef Álfur hefði verið persóna f sögu eftir E. H. Kv., hefði skáldið skilið, að alt lif hans var þroskaleit, þótt á refilstigum væri, og guð var sjálf- ur í þeirri leit. Og hann hefði skilið við Álf, líkt og Eyvind, sem “of- prlítinn, elskulegan vængjaðan guð, sem gekk illa að rata í skýjunum.” ^lfur geldur höfundarins. Hann kemur undir lögmálið, en ekki náð- ina. Misgjörðir feðranna koma niður á börnunum. Þegar eg les nú Hel yfir, þykir mér vænt um, hve margt er öðru vísi sagt en eg myndi nú vilja. Eg tek það sem merki þess, að eg hafi ekki staðið í stað. En skoðanir mín- ar á lífinu, eins og þær koma þar fram í köflunum “Dagur dómsins” og “Gras,” eru í engu breyttar. Eg hefi ekki dregið fjöður yfir bresti Álfs né leynt skipbroti hans í líf- inu. Það er að vísu satt, að hann lendir hvorki í eldi né brennisteini. En frá sálarfræðislegu sjónarmiði geldur tilveran honum auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Þroski hans, sem hann hefir þóstj vera að leita, er stöðvaður. Hahn glatar minninu, samhenginu i sálarlifi sínu. Hann hefir haft aðra menn að leikfangi. Nú verður hann sjálfur leikfang stúíkunnar, sem hann yfir- gaf, en gat ekki gleymt honum. En hann fær uppfylta instu þrá sína: að lifa í andartakinu. Eg er tiauða- ókunnugur hinum megin grafarinn- ar. Mér væri vel sæmandi að þiggja um það efni fræðslu þeirra, sem ibetur vita. Eg get vel fallist á að tilveran sé miklu harðleiknari en þetta. En eg hafði varla búist við, að E. H. Kv. yrði til þess að halda því að ntér. E. H. Kv. hefur marg-endurfek- ið það í síðuStu greinum sínum í Iðunni, Morgni og Verði, að hann hefði litla trú á gagnsemi refsinga. Hann hælist ufn yfir þvi, að hegn- ingarlögum vorum sé slælega fram fylgt. En þegar hann fer að dæma íslénzka þjóðveldið og styðst við Víga-Styrs sögu, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að sjálft bana- mein þess hafi verið skorturinn á framkvæmdarvaldi. Það er rnikið til í þessu. Ekki skorti lögin. Þau voru bæði mörg og ströng. En þeim var ekki framfylgt. Hvað átti nú framkvæmdarvaldið að gera við Styr. ef það hefði verið til ? Hengja hann, segir E. H. Kv. Allir munu sammála um, að hafi þurft að hegna honum, þó að minna mætti gagn gera. En hvers vegna á að finna fornöldinni það til foráttu, sem nútimanum er talið til ágætis? Eg er viss um, að einstöku menn, sem í eðli sínu era meiri glæpa- menn en Víga-Styrr, fremja hér hvert ódæðið eftir annað, án þess að lögum sé komið yfir þá. En þeir vega ekki menn, mvndi mega svara. Jafnvel það munu nú ýmsir telja vafasamt, sem lesið hafa hina rök- samlegu greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Guðjónsmálið og rannsókn þess. Hún er áreiðanlega betur til þess fallin að vekja vand- læting heilbrigðra manna en frá- sagan um vígaferli Styrs Þorgríms- sonar á 10. öld. Eftif að E. H. Kv. í aðra rönd- ina hefir sýnt mér svo mikla tilláts- semi í greinum sinum, er það ekki nema sanngjarnt, að eg geri það f\TÍr hapn að minnast enn á það deiluefnt, sem honum er gjarnast að f jölyrða um: einhyggju og tví- ' hyggju. Hann veit það vel, að þar muni jafnan orka tvimælis um nið- urstöðuna. Þessar tvær skýringar- tilgátur hafa lengi barist og eru lík- legar til þess að gera það meðan menn hugsa. E. H. Kv. hneykslast á því, að eg skuli í gömlu broti hafa kveðið svo að orði, að yfir andstæðunum hlyti að vera eitthvert afl, sem sæi um, að barátta þeirra varaði eilíflega. Eg held nú, að þetta sé sæmileg tvíhyggja, en þó að eg i þessu atriði og öðrum, sem hníga að hinum hinztu rökum, verði að láta mér getgátur og spurningar nægja, skammast eg mín ekki fyrir. Sjón mín nær til andstæðnanna í mannlegri sál og því tilverubroti, sem eg þekki. Hún er mér þar sögu ríkari. En spurningarnar einar ná til þess, sem er fyrir handan eða ofan þess- ar andstæður. Aðalatriði þessa máls hlýtur jafnan að verða það, sem eg hef áður gert grein fyrir: að í breytni sinni og dómum um lífið í kringum sig hljóta allir að vera tví- hyggjumenn, ef þeim vilja ekki lenda i siðferðislegum ógöngum. E. H. Kv. tilfærir í einni grein sinni ágætan ræðukafla eftir séra Harald Níelsson. Þar standa m. a. þessi eftirtektaverðu orð: “Menn- irnir þekkja ekkert það afl, sem ekki sé unt að snúa til tjóns og skaðsemda. Blessun má snúa i bölv- un.” Má í þvi sambandi minna á skoðun dr. Helga Péturss um lif- stefnu og helstefnu. öflum, sem í sjálfu sér era hvorki ill né góð, má snúa í tvær gagnstæðar áttir. En hvað togar þau í ógæfuáttina? Er nokkuð lakara að gera ráð fyrir tveim rikjum, sem togast á, heldur en einu, sem er sjálfu sér sundur- þykt? E. B. Kv. reynir að gera tvihyggjuna hlægilega með því að semja sögu af villimannahöfðingja, sem taldi 20 djöfla i prentvél eins af stórblöðunum ensku. Karlinn hefir verið rammskygn, miklu skygnari en E. H. Kv., sem heldur, að prentvélin hafi verið “að vinna mikið verk i þágu mannsandans.” Prentlistin er vafalaust eitt af rriestu verðmætum mannkynsins; misbeiting hennar, ekki sizt eins og hún kemur fram i stórblöðun- um, eitt átakanlegasta dæmi þess, hvernig blessun mú snúa í bölvun. Andinn nær efninu í þjónustu sína. En áður en varir er hann sjálfur orðinn þræll og fangi þjónsins. Ef til vill hefir verið óþarft að drepa á sum atriðin hér að fram- an. Þeir menn, sem á annað borð hafa skýrleik til þess að átta sig á veilunum i skoðunum E. H. Kv., hafa þegar gert það. Eg veit sjálf- ur ósköp vel, að honum er ekki al- vara með dóminn um Viga-Styr, fremur en ýmislegt annað, sem hann hefir gripið til í þessari deilu. En ef menn hneykslast á, að vissir menn era í aðsendri Bjarmagrein kallaðir vikapiltar djöfulsins, þá getur þeim varla þótt postula fyr- irgefningarinnar fara það vel að hengja mann á gálga og hrapa hon- um svo til helvítis. Slíkur leiðtogi er meir i ætt við veðurvita en átta- vita. Deila þessi mun nú niður falla frá minni hendi. Um ýmis þeirra efna, sem eg hef drepið þar lauslega á, vona eg að vísu að fjalla betur, smátt og smátt. En um E. H. Kv. og verk hans hefi eg sagt nóg í bráðina. Samt langar mig til þess að hnýta hér aftan við dálítilli játn- ingu, áður en eg lýk máli mínu. Eg byrjaði að vísu grein mína “Undir straumhvörf” með því að benda á nokkra megingalla á sið- ustu skáldsögum E. H. Kv., en samt býst eg við, að mörgum hafi virst sem við deildum eingöngu um lífsskoðanir og siðfræði. En þó að mér detti ekki i hug, að bókmentir og siðfræði verði nokkurn tíma að- skilin, þá vil eg játa að mér mun jafnan verða tamara að lita á sið- fræðina frá bókmentanna sjónar- miði en dæma bókmentirnar eftir siðfræðinni. Ef E. H. Kv. hefði verið betri listamaður, hefði eg sjálfsagt gleymt öllu öðru. Mér varð óhollusta lífsskoðunar hans fyrst ljós, þegar eg sá áhrif hennar á list hans. Mér hefir virzt E. H. Kv. glata því smám saman meir og meir, sem hverju skáldi er nauðsynlegast: að geta horfst beint í augu við lífið og örðugleika þess. Það er eins og efn- ishyggja og andahyggja hafi tekið höndum saman til þess að má út fyrir honum hvern hreinan drátt i svip örlaganna. En eins og geta má nærri um jafnreyndan mann, ber hann þessa bjartsýni ekki fram með einfeldni æskumannsins. Hann beit- ir fyrir hana rökfærslu, sem er of ísmeygileg til þess að vera sannfær- andi. E. H. Kv. er meinilla við róman- tikina.. Og j>að er von. Það verður ný rómantik, sem sópar burt lífs- stefnu hans. Svo hefir jiað jafnan farið. Þegar bókmentirnar hafa verið farnar að gera sálarlifið að skuggalausri flatneskju 'borgrara- legra makinda, hafa undirdjúpin opnast og stormurinn rifð þokuna af fjöllunum. Rómantikin á brýnt erindi í nútíðarlífið, ekki einungis bókmentirnar, heldur búnað og' iðnað, visindi og stjórnmál, trú og siðferði. Það mun sönnu nær, að mannkyninu hafi á siðari tímum farið fram í öllu, nema manngildi, þvi sem eitt er nauðsynlegt. Nú liggur framsóknin ekki í áttina til aukinna þæginda, sem fást við meiri tækni og tillátssemi, heldur nýrrar menningar, sem gerir lífið heilla—og erfiðara. Framtiðin ein getur séð, hvernig úr þessu rætist. Framtíðin ein gétur með fullu réttlæti skorið úr ágrein- ingi okkár E. H. Kv. Hún mun þurka út það, sem eg kann að hafa ofsagt. En einkum mun hún bæta úr því sem eg hef orðiS að láta vansagt. Engar skýringar né rök- senidir, ekkert nema eðlissmekkur hvers einstaklings, nær fullum tök- um á þeim einkennum manna og mannaverka, sem bezt skýra frá ]>eirra insta eðli, af þvi að ómögu- legt er að falsa þau. Knútur Ham- sun segir á einum stað i Mysterier: “Eg met ekki Vnann efjir þeirri hreyfingu, sem af honum stendur, eg met hann eftir sjálfum mér, eft- ir bragðinu, sem eg fæ af honum i munninn.” Margt getur truflað þetta mat hjá samtíðarmönnum. En framtíðin lætur aldrei blekkjast í því efni. Hún finnur á bragðinu einu, hvað ritað er af heilum huga. Og einlægnin er þaö auðkenni, sem eitt er sameiginlegt öllum ]>eim verkum, eftir burgeisa jafnt og ber- synduga, sem langs lífs hefur orð- ið auðið i bókmentum heimsins. Sigurður Nordal —Vaka, 1, 2 h. Breyttir lifnaðarhættir. Fyrirlestur Jónasar Kristjánsonar í Nýja Bíó sunnudaginn 10. apríl. Hvert S2?ti var skipað i Nýja Bíó á sunnudaginn var, til að hlusta á Jónas Kristjánsson, lækni, tala um breytingar á lifnaÖarháttum manna, á landi hér. Því miður hefir hann eigi skrif- að niður efni sitt og mátað, eftir tíma þeim, sem hann hafði til um- ráða, er var tæp klukkustund. Varð hann því að sleppa ýmsu, er hann vildi sagt hafa um þetta efni, og varð fyrirlesturinn eigi eins áheyri- legur eins og efnið, og áhugi mannsins og þekking gaf tilefni til. Aðsóknin að fyrirlestri þessum er gleðilegur vottur þess, hve áhugi manna fyrir heilsuvarðveizlu er orðinn almennur. En betur má ef duga skal. Marg- ir, altof margir, láta enn sitja við orðin tóm, hlusta á góð , ráfc og bendingar, án þess að fara eftir þeim. I upphafi mintist J. Kr. á mis- muninn á lifsviðurværi þjóðarinn- ar alment, eins og það var fyrir 40 —50 árum, og eins og það er nú. Fyr á tímum var það skorturinn, sem setti hömlur á heilsuþrif manna, en nú er það oft ofnautn í mat og drykk, sem verst fara með menn. Margir þeir, sem nú eru rosknir minnast þess, frá æskuárum. að þeir fengu of lítinn svefn, of lít- inn mat, og á þá var lögð of mikil vinna. En nú er það svo, að margir spilla heilsu sinni vegna þess, að þeir hafa of litla líkamlega áreynslu of mikið hóglífi, of mikla nautn matar og drykkjar Hlutverk manna í framtíðinni er að finna meðalhófið, læra að mat- búa og matasP við heilsunnar og lík- amans hæfi. • Víst er um, að mikil era afbrot manna á þeim efnum nú. Tiskan og útl. eftirhermurnar villa mönnum sýn, á þessum efnum, sem mörgum öðrum. Þegar menn hafa glatað heils- unni, kosta þeir þeir kapps um, að fá hana aftur, >en gæta þess síður, að varðveita hana meðan hún er. Allur fjöldi þeirra manna, sem leita sér læknishjálpar. hafa fengið siúkdóm sinn vegna þess. að þeir lifa ekki heilsusamlegu lífi. Taldi ræðumaður, að alt að níu tíundu alls krankleika. kæmi þannig af þekkingarskorti. Rotnunin er óvinur alls Ufs. Rotnunin , líkamanum, er stafar af óhollri fæðu og óhollu liferni, veld- ur flestum sjúkdómum. Rotnunin tekur við likamanum eftir dauðann Finna má það af saur manna hvernig innvortis heilsan er. Sé af honum rotnunarlykt, þá eru þar rotnunargerlar, og hefir líkaminn við þessa fjendur að stríða Maðurinn er alæta. étur jafnt úr jurta og dýraríkinu.—Frændur vorir og forfeður, aparnir eru jurtaætur. Sennilega hafa menn af hungri neyðst til að leggja sér hræ til muntis, dauð dýr. Þetta getur blessast, og það hefir blessast fvr- ir okkur íslendingum, að lifa að miklu leyti á kjöti. En við höfum í fæðunni gott imeðal gegn rotnuninni frá kjötát- inu—f jallagrösin. Nú eru þau horfin úr sögunni. En erlendar þjóðir hafa lært að matbúa sér cA 'lfeputation- DREWRYS STANDARD LAGER Eftir meira en 50 ára stöðugan til- búning á Standard Lager höldum vér enn hróðri vorum sem snjallir ölbruggarar í fyrstu röð. SaSí^jThe DBEWRYS Limited Established 1877 Winnipeg, Phono 57 221 : Ítandardlaf1 kornhrat sér til heilsubóta. í því eru lík efni og f jallagrösum. Þau minka rotnunina i meltingarfærunum. Við Islendingar höfðum líka súra skyrið. Það verkar á sömu leið. Gagnið af þessari fæðu í fvrri daga sést best á því, hvaða áhrif það hafði á þjóðina, er matarhæfið breyttist, þegar súra skyrið og fjallagrösin hurfu. Þá tók tæringin þjóðina heljar- tökum. Tæringin hefir verið til hér í margar aldir. En hún ruddi sér ekki til rúms, þrátt fyrir afleit húsakynni, .. harðrétti og skort. Ragnlíeiður Brynjólfsdóttir biskups í Skálholti dó úr tæringu. Auk þess sem líkaminn þarf á- kveðið magn, eggjalivítu, fitu og kolvetni i fæðunni og vissan fjölda hitaeininga, þarf líkaminn einnig “fjörefni” /vitaminj. Fæðan þarf að vera lifandi, í henni þarf að vera “máttur sólar". Sé fæðan snauð af fjörefnum, geta bein á- hrif á sólargeisla bætt úr því að nokkru leyti. Sé f jörefni fæðunnar eydd, mjólkin t. d. soðin handa börnun- um, þá kemur rotnun til sögunnar, roþiunareitrið sest að í likamanum. Sé fæðan “lifandi”, gengur hún greiðlega frá líkamanum. Eðlilegt er að hafa 2—3 máltíðar i innýflun- um. Þá er likamleg og andleg liðan manna góð, húðin mjúk og fin, andardráturin ekki rammur, lystin góð, svefninn vær, hugurinn sí- starfandi og hreinn, þrekið óbil- andi, líkaminn hervæddur gegn öll- um sjúkdómum. En svo kemur tískan—og treður í menn illum mat og allsonar ó- hollustu. Menn eru úttroðnir af mat, með leyfar af 10—40 maltiðum 1 einu. —Þarmvöðvum er ofboðið.—Kyr- staða kemst á þær hrevfingar. Af því stafar treg blóðrás. En af henni leiðir, að mönnum hættir við bólgu og sárum, ristilbólgu /af henni stafar botnlangabólga), magasár, einum höfuðóvininum krabbamein- inu, sem alstaðar kemur í kjölfar tískumenningar. Hrevfingarlevsi. skortur á lík- amsájreynslu sljófgar4 innvortis- hreyfingar, og örfar rotnunina. En af rotnun i þörmum stafar hin svo- nefnda inneitrun í blóðinu, sem veiklar hjarta og örfar æðakölkun. Með inneitran fylgir ill líðan, óvær svefn og nienn verða ver færir til allra andlegra starfa. x Þegar þessháttar drungi inneitr- unar steypist yfir menn, leita þeir að öðrum leitrum til deyfingar kaffi tóbaki, víni, sem gerir ekkert nema deyfa tilfinninguna fyrir eitrun þeirri sem fyrir er. Ræðumaður fór nokkratn orðum um ýmsar fæðutegundir og eitur- nautnir. Hveiti vildi hann að flyttist hing- að ómalað, svo við mistum ekki af hinu hblla, fjörefnamikla hveiti- hrati. Sykurneyslu vill hann minka, því þó sykurinn sé næringarmikill, er hann líkamanum óhentugur, því hann er að mestu leyti reyrsvkur, gersneyddur fjörefnum, lífrænum söltum o. Tikaminn þarf að breyta honum í þrúusykur, til þess að hann komi að notum. Líffæri, sem að því vinna, geta ofreynst við mikið sykurát. Af því stafar’syk- ursýki. Grænmetisræktun og grænmetis- át, þarf að leggja mikla áherslu á. Grænmeti ósoðið er “lifandi fæði.” Kökur og sætindaát kevrir úr hófi og er öllum, einkum börnum stórskaðlegt. Bömin þurfa járn og kalk í lífrænum samböndum, ósoð- ið grænmeti er á við sjálft sólar- ljósið. En sé það ekki fvrir hendi, þá er að taka lýsið. Fullorðnum mönnum kirtlaveikum, hefir J. Kr. gefið hálf-pela af lýsi á dag og revnst vel. Kirtilbólgan eyðist sem mjöll fyrir sól. Viðvíkjandi vínnautn gat ræðu- maður þess, að hann væri vinhat- ari, en teldi það jafnframt heimskra manna álit að halda að víni yrði út- rýmt með hegningum. Menn sporn- uðu gegn vínnautn með því að kenna mönnum um hin óhollu á- hrif. Að endingu gat hann þess, að enginn sem glatað hefði heilsu sinni handsamaði hana aftur i eiturskáp- um lyfsalanna, heilsuna fengju menn því aðeins, og varðveittu hana því aðeins, að þeir lifðu heilsusamlegu lífi, teyguðu úr lífs- lindum móður vorrar náttúru. —Mbl. Karlinn á Hvammstanga. Fregnin um yngingu karlsins á Hvammstanga og málsóknin gegn lækninum, hefir borist til útlanda og segir þýzkt blað þannig frá: Bæjarstjórnin í einni íslenzku borginni hefir höfðað skaðabóta- mál gegn lækni bæjarins vegna þess, að hann yngdi upp 80 ára karl, gamlan sveitarlim á fá- tækrahæli borgarinnar. Segir bæjarstjórnin að læknirinn hafi, á saknæman hátt, lengt líf karls- ins um mörg ár, og bakað þannig bænum mikinn kostnað. Krefst því bæjarstjórnin 3000 kr. skaða- bóta á ári meðan karlinn lifir. — Hjá íslenzkum visindamönnum hefir málið vakið miklar skelf- ingar og áhyygjur. Eftir er að vita, hvort hér er ekki að ræða um gróðabragð hjá yngingarlæknin- um, og að hann veki þannig eftir- tekt á sér og lækningum sínum, á þennan ameríska hátt. (Mbl.) DÁN ARFREGN. Miðvikudaginn 27. apríl síðast- liðinn lézt að heimili tengdason- ar 0g dóttur, Mr. og Mrs. Brovvn í Selkirk, Man., Sigurgeir Stef- ánsson, trésmiður. Hann fluttist vestur um haf 1882, ásamt konu sinni, Sesselju Friðfinnsdóttur Od. 1920) frá Leifsstöðum i Kaup- angssveit í Eyjafirði. Áttu þau um allmðrg ár heimili í Winnipeg og síðan í Selkirk. Sigurgeir var maður greindur í betra lagi, las mikið og var fróður um margt; stór maður og karlmannlegur, hversdagslega dulur í skapi og lét litið á sér bera, en lundfesta og drengskapur voru ríkir þættir j í eðlisfari hans. Hann vantaði þrjá mánuði upp á 77. árið, er hann lézt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.