Lögberg - 26.05.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 26.05.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. MAÍ 1927. Bis. 7 Konurnar hafa ekki fult tœkifœri. Þær Hafa Við Margskonar Las- leika Að Stríða, sem Karl- menn eru lausir við. Allar Konur Skyldu Nota Dodd’s Kidney Pills. Þær Bæta Heilsuna Æfinlega. Hallboro, Man., 23. maí (einka- skeyti)— Þúsundir kvenna, sem aldrei framar sýndust mundu taka á heilum sér, hafa fengið fulla heilisubót með því að nota Dodd’s Kidney Pills. Mrs. J. Norbury, vel þekt kona í Hallboro, hafði nýrnaveiki. Hún skrifar oss: “í sex ár leið eg mikið af nýrna- veiki, og var undir læknis hendi. Mér batnaði ekki fyr en eg fór að nota Dodd’s Kidney Pilis. Eg skal taka það fram, að þær hafa reynst mér ágætlega og eg vildi ekki án þeirra vera.” Þú hefir ekki hugmynd um það hve mikið gagn Dodd’s Kidney Pills geta gert þér. Þær gera blóðið heilbrigðara. Þær skaða engan mann. Þegar þú hugleið- ir, að þær hafa verið húsmeðal í meir en 30 ár og að þær hafa læknað þúsundir manna, kvenna og barna, sem hafa notað þær, þá hlýtur þér að skiljast, að þær eru býsna góðar. fDodd’s Kidney Pills fást hjá öllum lyfsölum og hjá Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto 2, Ont. Fornar stöðvar. Eftir Albcrt Gayson Terhune. Mannleg tilfining óttast einver- una og tómleikann, en endurminn- ingarnar eru örlátar á margt það, sem huganum er þægilegt að dvelja við. Þessi staöreynd hjálpar mér til að skilja töluverð vonbrigði, sem eg einu sinni varð fyrir. Það kom fyr- ir eftir að eg var orðinn fullorðinn maður og eg hefði átt að vita betur en eg vissi. En gáfnafari mínu hef- ir jafnan verið þannig farið, að eg hefi aldrei getað lært mikið öðru vísi en af reynslunni. Saga mín er á þessa leið: Eg lifði margar glaðar stundir, þegar eg var unglingur í þorpinu Fallfield. Sjálfsagt hefii; margt ver- ið mér óþægilegft líka og leiðin- legt, en það hafði gleymst. Maður man bara eftir gleðinni frá æsku- árunum, af því hún er yfirgnæf- andi, en gleymir hinu. Altaf voru leikirnir við æskufélaga mína ofar- lega í huga mínum og meir að segja urðu endurminningarnar um þá, enn meir aðlaðandi eftir því sem lengra leið, og því hvarf heimþráin aldrei úr huga mér, en varð þar á móti því 'sterkari, sem árin fjölg- uðu frá því að eg fór að heiman. Eg mundi eftir hverjum krók og kima í gamla bænum og mér fanst að alt hefði þar verið svo éinstak- lega fallegt. Endurminningar min- ar voru allar bjartar og laðandi Mig langaði til að koma þangað aftur. Mig hefði alt af langað til þess og þar sem eg gaf lönguninni lausan tauminn fór hún stöðugt vaxandi. Væri hér aðeins um mínar eigin tilfinningar að ræða, þá væri ekki ómaksins vert að skrifa ritgerð um þetta og heldur ekki að lesa hana, þó hún væri skrifuð. Eg held að langflestir menn og konur hafi svip aðar tilfinningar fyrir “gamla bæn- um” sínum, eins og eg hafði. Er nokkur maður, sem uppalinn er í smábæ en síðar hefir flutt og sezt að í einhverri stórborginni, sem ekki hugsar margsinnis um gamla bæinn sinn og situr jafnvel langar stundir til að hugsa um það hvern- ig hann geti komið því við að fara þangað og vera þar svo sem einn eða tvo daga, þó ekki væri meira? Eg held ekki. Það sýnist vera löng- um allra manna, og því sktilum við Hvemig Þú Getur Aukið Orku Þína og Áræði. Nuga-Tone gerir blóðið heil- brigt og bætir heilsuna á allan veg, og þú skyldir því ekki láta bregðast að reyna þeta meðal ef þú hefir litla matarlyst og slæma meltingu, veik nýru eða blöðru- veiki, gas í maganum, höfuðverk, svima, lifrarveiki, slakar taugar og annan slíkan lasleika, sem kemur af því, að aðal líffærin eru slitin og biluð og heilsan er kom- in í slæmt ástand. Nuga-Tone hefir reyúst ágæt- lega í 35 ár og hefir veitt hoilsu- bót millíónum manna. Reynið Nuga-Tone vel og rækilega. Það mun reynast þér undursamlega vel. Mundu, að ef Nuga-Tone bætir ekki heilsu þína á allan hátt, gerir þig sterkari, hraust- ari, ánægðari og áhugasamari, þá verður peningunum skilað aftur. Fáðu þér flösku strax í dag og vertu viss um að það sé hið rétta Nuga-Tone. nú setjast niður og athuga komu mína til gamla bæjarins ofurlitla stund. Eg fluttist frá Fallfield þegar eg var tólf ára og eg kom þar ekki x fimtán ár. Með hverju árinu festi sú löngun dýpri og dýpri rætur í huga mínum, að mega aftur koma heim. Á! þesum árum stundaði eg nám i almennum mentaskóla og tók stú- dentspróf. Eftir það ferðaðist eg unx Evrópu og slæptist um stund í Austurlöndum og kom svo til New York og fór að vinna. En einhversstaðar í huga mínum Iifðu ávalt endurminningarnar um æskuárin í gamla bænum. Mér fanst að þar hefði verið svo ein- staklega fallegt, sérstaklega á vorin þegar grasið var að vaxa og blómin að springa út. Eg mundi eftir öllu jólaskrautinu í búðargluggunum á Aðalstrætinu, vikuna fyrir jólin, sem eg þá hugsaði mér eins og auð Aladdins. Eg mundi eftir öllum drengjunum, sem eg hafði leikið mér við, og sem allir höfðu verið vinir nxínir, þó stundum slettist nú töluvert upp á vinskapinn og eg mundi eftir mörgum skemtilegum æfintýrum, sem við höfum stund- um lent í. Mið langaði til að fara til Fall- field. Altaf langaði mig meira og meira til þess, löngunin varð að á- stríðu, en altaf drógst þetta af ein- hverum ástæðum þangað til eg var orðinn tuttugu og sjö ára gamall. Nú kom að því að eg hafði frí í tvo daga. Eg fastréði að eyða öll- um þeim tíma i mínum gamla, góða bæ, Fallfield og eg lagði það ná- kvæmlega niður hvað eg ætlaði að gera hvern daginn. og meir að segja hvemig eg ætlaði að verja hverri dagstund, sem eg væri þar. Eg ætlaði að koma þar snemma morguns. Fyrst ætlaði eg að ganga um bæinn einsamall og skoða hann í krók og kring, án þess að gera nokkuð vart við mig. Svo ætlaði eg að safna saman heilum hóp af mín- um gömlu leikbræðrum, “ófriðar- seggjunum,” eins og móðir mín var vön að kalla þá, og við áttum svo allir að hafa sameiginlegan mið- dagsverð á gistihúsi bæjarins. Það skyldi verða reglulega skemtileg máltíð. Við skyldum tala um hina gömlu og góðu tíma þegar við vor- um unglingar. Auðvitað gæti það komið fyrir að við lentum í stælum ogikannské áflogum, eins og fyrr- um, en það hafði nú líka altaf ver- ið skemtilegt. Auðvitað ætlaði eg að borga allan kostnaðinn og eg hafði búið mig undir það. En eg bjóst líka við að fá fullvirði pen- inga minna, ekki í mat og drykk aðeins, heldur í fornum endurminn- ingum og eg átti von á að hlátur- inn yrði mikill og hjartanlegur. Eg hafði engum manni sagt að eg ætlaði að koma til Fallfield. Það átti að koma algerlega flatt upp á alla. Og það gerði það sjálfsagt, eins og þið nú skuluð heyra. Strax þegar eg kom til Fallfield og steig út úr járnbrautarvagninum fanst mér að eitthvað meira eða minna undarlegt hefði komið fyrir gömlu járnbrautarstöðina. Á þess- um mörgu árum og á ferðalagi mínu út um heim, hafði útlit henn- ar og stærð, tekið töluverðum stakkaskiftum í huga mínum. Mér var orðið tamt að bera þessa litlu járnbrautarstöð saman við sams- konar byggingar annarsstaðar i heiminum og þá ekki af lakafa tæginu. Byggingarlagið kannaðist eg nú samt við, en hún hafði mink- að svo óskaplega mikið, að mér fanst. En járnbrautarstöð er nú reynd- ar eitt af því sem maður hugsar ekki mikið um, nema þegar svo vill til að maður er oflangt frá henni þegar lestin, sem maður ætlar að fara tneð, er unx það bil að leggja af stað. Ég lagði því fljótt af stað þaðan í áttina til gistihallarinnar miklu, sem nefnd var Massaquam House. En ekki hafði tíminn farið betur með AðalstrætiS heldur en járnbrautarstöðina, eða þá gistihöll- ina, þessa stórkostlegu og aðdáan- legu byggingu, að því er mér fanst. Nú var þetta bara smá-gistihús, lítil- fjörlegt og óálitlegt í alla staði, og komst á engan hátt til jafns við gistihúsin, sem eg hafði vanist á mínu ferðalagi. Það er fljótt af að segja, að þeg- ar eg kom aftur í gamla bæinn minn, eftir aS hafa verið burtu í fjmtán ár, þá fanst mér hann alt öðruvísi og miklu lítilf jörlegri held- ur en eg átti von á honum. Það er þó ekki svo að skilja að Fallfield sé ekki fullmyndarlegur bær, það er í raun og veru öðru nær. Hvað álit bæjarins snertir, voru von- brigði mín öll þannig tilkomin, að eg hafði búið mér til hugmyndir, sem ekki voru á rökum bygðar. I- myndunaraflið hafði leitt þær af- vega. Jafnvel gömlu kirkjuna hans föður míns, við Court Square, var eg í huganum farinn að bera samán við Péturskirkju í Rómaborg eða St. Patricks kirkju í New York. Þegar eg hafði áttað mig dálítið á þessum vonbrigðum, sem eg varð fyrir hvað bæinn snerti, fór eg aft- ur að gleðja hugann viS þá ánægju sem eg mundi hafa af því að hitta aftur mína gömlu leikbræður. Fór eg því að finna einn þeirra, Buck Olin. Hann hafði eins konar um- boðsverzlun á Aðalstrætinu. Þegar eg kom inn sagði skrifstofu stúlkan mér að Mr. Olin væri í annríki. Eitt hvað fanst mér það skrítið að heyra Buck nú í fyrsta sinn nefndan Mr. Olin, stúlkan sagði víst alveg satt; Buck hlýtur að hafa verið önnum kafinn. Eg sendi honum nafn- spjaldið mitt og bjóst eg við því sem nokkru sjálfsögðu, að hann kæmi fram fyrir og tæki mér tveim höndum, en í þess stað kom skrif- stofudrengurinn með þau skilaboð að Mr. Olin sæti á einhverjum fundi og spurði hvort hann ætfi að færa honum nokkur skilaboð frá mér. Hvort eg skyldi ekki láta Buck heyra það, hvaða axarskaft hann hefði gert. Auðvitað hafði hann aldrei litið á nafnspjaldið mitt. Eg gaf drengnum hálfan dal og sagði honum að fara aftur til húsbónda síns og segja honum að Bert Ter- hune biði eftir að sjá hann, og eg bað hann að bæta því við, að í fim- tán ár hefði eg beðið eftir tækifæri að sjá hann og ef hann kæmi ekki undir eins til að heilsa mér, þá mundi eg brjótast inn á þennan fund sem hann sæti á. Hann kom, Buck Olin kom fram fyrir og hélt á nafnspjaldinu mínu og var að lesa það. Hann tók kveðju minni og hann tók í hend- ina á mér, en viðmótið var á alt annan veg en eg átti von á. “Áttuð þér ekki einu sinni heima hér í Fallfield?” spurði hann. Ein- hversstaðar uppi á Maple stræti, var ekki svo? Jú, auðvitað. Eg man eftir því. Er það nokkuð sem eg get gert fyrir yður?” Meðan hann sagði þetta horfði hann á mig mjög virðulega. Svo tók hann aftur í hendina á mér og fylgdi mér til dyranna. Svona fór nú það. En Buck Olin var bara einn af mínum gömlu félögum. Fér fanst að hinir dreng- imir mundu meir en bæta mér það upp hvernig til hafði tekist í þetta sinn. ( Will Bryant var dáinn og Carl Stebbins átti heima einhvers- staðar vestur í landi, en margir af þessum gömlu félögum mínum voru þó enn í bænum og fór eg nú að reyna að finna þá. Einn þeira hafði of mikið að gera til að geta sint mér. Annar sendi mér aftur nafnspjaldið mitt og hafði hann skrifað á það, að hann talaði aldrei við agenta, nema hann hefði áður mælt sér mót við þá. Einn tók mér ágætlega, eins og gömlum vini og þótti mér meir en lítið vænt um það. En ekki leið á löngu þangað til hann fór að segja mér frá einhverri skuld, sem félli í gjalddaga mjög bráðlega og fanst honum ekki ólíklegt að eg mundi hlaupa undir bagga með æskuvini mínum, sem væri í peningaþröng, rétt í svipinn. Ekki veit eg hver varð til að hjálpa honum. Eg gerði það ekki. Eftir að hafa heimsótt sex af mínum fornu leikbræðrum, gaf eg þá hugmynd alveg frá mér að safna þeim saman til borðhalds í Fallfield. Hélnnætur. Hljóðleg heyrist niða, hægt með lygnum straum \> áin, enn hún vekur hjá æskunni draum. Hefjast báruhrannir og hníga við stein. Aðeins vökvar vonablómið vornóttin ein. II. Eins 0g fugl á grænni skógar grein, glaður söng hann tregalausan daginn. f Vonadalnum sá eg fyrst þann svein við sóluvafinn, rökkurlausan bæinn. ÍHann þekti fátt, en hugans duldu þrá í harmalausum augum mátti greina. Hann unni mörgu, yfir ljósri brá var aftanroðans gullna slæðan hreina. 1 III. það var nótt, þögult — rótt, þaut í laufi hljótt. Hvaða hönd fór um Fagraskóg? IFeldi hún björkina og reyninn hjó. Holtið nakið við Niðheim hló, norðangarðurinn hreytti snjó. Kveður áin í klettaþröng, kvæði* um sorgina döpur, löng. Heyrast óma um hamra-göng hrynjandi bergmál frá þeim söng. Féllu tár á fengin sár. Fundu’ ei leiðina nýjar þrár. IV. Sá eg hann á sjónum síðastliðið haust. Barst hann um á bárunum bjargráðalaust. Kári var þá kaldur, og kvað mjög við raust: “Feigðar mun eg flakinu fylgja í naust.” V. Grænu skrýðist grundin, gleymast tár ei nein. iHefjast báru-hrannir og hníga við stein. Sigurður Helgason. —Lesb. Mbl. Auðæfi Fords. Hann ætlar enga erfðaskrá að gera, engar ölmusur að gefa. Auðkýfingar Ameríku hafa flest- ir gefið mikið af auSæfum sínum til alskonar fyrirtækja. Til þeirra streyma betlibréfin árið'' um kring úr öllum áttum. Flestum bréfum þessum er jafnóðum fleygt. En þegar þeir eru beðnir um stuðning handa einhverjum gagn- legum stofnunum, eða málefnum, þá skera þeir oft ekki gjafirnar við nögl sér. Það kann aS vera, að benda megi á. að þeir gefi því auga, að tekið sé eftir gjöfunum, hvort þeir fá verðskuldaðan heiður og þökk fyrir. í amerískum blöðum er fastur dálkur fyrir frásagnir um fégjafir, til ýmsra nytsamra fyrir- tækja. Auðkýfingarnir gefa oft feikna miklar fjárhæðir. Rockefeller fólk- ið hefir verið stórtækast. ÞaS hefir fram að dessum degi gefið 518 mil- jónir dollara til allskonar fyrir- tækja. Mönnum hefir leikið forvitni á að vita, hvað Ford ætlaði sér með auðæfi sin. í heimsófriðnum lét hann í veðri vaka, að hann vildi fórna stórfé til þess að vinna að því, að friður kæmist á. Amerískur blaðamaður Wilkins að nafni hefir fengið Ford sjálfan til þess að skýra frá fyrirætlunum sinum í þessu efni—Svar Fords við spurningum blaðamannsins hefir vakið mikla eftirtekt. Blaðamaðurinn var Ford sam- ferða í bíl frá heimili Edisons til Detroit. Þar eru bilasmiðjur Fords, sem kunnugt er. Þeir Edison og Ford eru aldavinir. Þegar blaðamaðurinn spurði Ford, hvernig hann ætlaði að ráð- stafa eignum sinum eftir sinn dag, þá svaraði Ford þvi, að hann hafi enga erfaskrá gert og ætlaði enga að gera. Eg jbýst við, að hafa svo ann- rikt alla mína æfi, segir Ford, að eg hafi engan tima til að fást við jafn gagnslaust dútl, eins og það að gera erfðaskrá. Blaðmaðurinn spurði Ford þá að þvi, hvað hann ætlaði sér með auð- æfi sin. Ætla mér? segir Ford; eg ætla mér ekki nokkurn skapaðan hlut.— Eg ætla mér alls ekki að feta í fót- spor vinar mins Rockefellers í þeim efnum. Hingað til hefi eg eigi kom- ið neinni velgerðarstofnun á fót, ekkert gefið sem heitir til lista og vísinda, til mannúðarstofnana eða liknarstarfsemi. Þegar það hefir komið fyrir, að eg hafi hlaupið undir bagga með listamönnum eða vísindamönnum, þá hefi eg gefið þeim heiðursgjafir. En eg hefi aldrei, eins og aðrir auðmenn hér í Ameríku, sett þess- ar gjafir í fast skipulag eða skorð- ur. Og eg er ráðinn í því, að gera það ekki i nánustu framtið og allra sist i erfðaskrárformi. Ford var þess var, að blaðamann- inum kom þetta spanskt fyrir. Hlann gaf þvi nokkra skýringu á þessari skoðun sinni og ákvörðun. Eg vil ekki ausa út gjöfum. Þvi gjafaaustur gerir ekki annað en lama framtak þeirra, sem gjafimar fá. — Þegar mönnum eru gefnar gjafir, til þess að þeir geti notið sín, þá hafa gjafirnar oftast nær þveröfug áhrif. Stofnanir til styrktar visindum og listum eru venjulega ekki annað en tilgerðarlegt form fyrir ölrnusu- gjöfum. Eg hefi aldrei verið þvi mótfallinn í sjl^lfu sér, að gefnar væru ölmusur. En menn eiga að hverfa frá því í framtíðinni og leggja aðaláhersluna á, að opna leiðir til atvinnu. Ekkert er auðveldara, en ausa út fé. Til þess þarf enga umhugsun. En að skapa nýja möguleika til athafna, atvinnu, er erfiðara og flóknara. Því er það, að auðmenn hvar sem er, fara inn á ölmusu- gjafabrautina, en hliðra sér hjá þvi sem margbrotnara er, en mun heillaríkara. —Hvernig lítið þér á skyldu yðar gagnvart föðurlandi yðar, sagði blaðamaðurinn. Hvaða skyldu finst yður þér, svo vellauðugur maður hafið til að inna af hendi gagnvart þjóð þeirri, sem gefið hefir yður möguleika til að safna hinum gif- urlegu auoæf“^- _ — Eg 111 <x, scgir ZT^d, að skylda mín sé fyrst og fremst að sjá um, að efni mín verði til þess, að menn læri, ao meta gildi vinn- unnar, og að leita sjálfir eftir leið- um til þess að skapa sér og öðrum atvinnu. Fyrirtæld mitt nær nú um allan heim. Það lætur mörgum þús- undum manna atvinnu í té, og gef- ur þeim mörg hundruð tækifæri til að verða stórrikir. Eg hefi ekki lengur stjórn á þessu feikna stóra fyrirtæki—kemst ekki yfir það. Eftir minn dag, heldur það áfram að starfa. Það er óþarfi fyrir mig að gera nokkra erfðaskrá. —Lesb. Mbl. “TRIPPIÐ.” (Vesturheimskur neðanviðgern- ingur.) Eftir J. H. Húnfjörð. Að komast á treinið'var gúdd- ness ei gott þó gátti jeg fast eins og bylur og komst loks á rönni, mæ, hvað jeg var hott, jeg krossaði trekkinn, þú skilur, því rótin var möddí og mikið við lá, og, mæ, það var rjúkandi bylur, en tikket jeg þurfti og tjakk eníhá fyrir trippið að kaupa þú skilur. | Svo byrjaði trippið, eg fílaði fæn, þótt fengi ei lengi að resta, því leidí þar mætti, forn lovur of mæn, þá loks hlaut eg nervina að testa; því vart hana þekti, svo virtist hún breytt, og vafin í fínasta stöffið, með nýbobbað hárið og skraut- púðri skreytt, og skáldlega hagnýtti pöffið. Við meikuðum lov þar i leitasta stæl, svo ljómandi tíminn fram hlaupti, og spúnuðum saman, hún sendi mér smæl, er sig hún í viðlögum staupti. Og svítustu lögin þar söng fyrir mig með svellustu djassiska hreima, unz hafði mig flútt á það hrifn- ingar stig er heim kom, um trippið að dreyma. Fréttir — Hjartalaus — tsland— Fleiri minni. Ritstjórinn sagði:—“Þótt hund- ur bíti mann—það eru ekki frétt- ir; en ef maður bítur hund, það eru fréttir. — Þótt sjötug ekkja, 18 barna móðir, gangi með klipt hár og pils svo stutt, að barna- börnin nái ekki upp í þau, það eru ekki fréttir; en ef barnabörn ganga með óklipt hár og löng pils — það eru fréttir.” * * # Hér á dögunum gekk sorgbúin ekkja, 62 ára að aldri, inn í graf- reit, til að hlúa að blómum, sem hún hafði áður sett á leiði manns síns. Það var hlýtt í veðri, svo hún lagði af sér yfirhöfnina og peningabuddu við leiðið. Er hún kraup og þjappaði moldinni að blómunum, kom maður (hjarta- laus) og þreif budduna, steytti hnefann framan í konuna og sagði: “Eg skal drepa þig, ef þú gefur af þér hljóð”, og stökk svo burtu. Hann var hjartalaus. * * * Hvort sem er í gamni eða al- vöru, þá er íslandi misboðið. — Tveir skopslánar skemtu í stóru leikhúsi hér, annar þóttist dá- leiða hinn. Sá er dáleiddi, sagði við félaga sinn meðal annars: “Now you are in Iceland”. Sá dáleiddi svaraði: “The land of the Eskimoes and God’s frozen people”. — Hámentaður leiðtogi sagði við mig ekki alls fyrir löngu: “'Mentun hlýtur að vera lítil eða engin á íslandi, svo fá- tæku og köldu landi.” — Eg log- aði, en brann þó ekki. * * * Er æskilegt að bæta fleiri minnum við þau mörgu, er haldin eru árlega á öllum fslendingadög- um í mörgum bygðum? Þeir eru til, sem halda því fram, að minni íslands, minni Canada, minni Vestur-Í^lendlinga og fleiri, 'séu lítið annað eða ekkert annað en endurtekningar með litlum orða- mun. Það er létt að færa margt þessu til sönnunar. Eg er ekki á móti því að leggja niður þessi minni, en íslendingar! eitt minni vantar, sem er meira áriðandi, en öll hin til samans. Brjósthein hefir meira um þetta að segja seinna. Eftir Arthur Brjóstbein. Chicago, 15. maí 1927. Gyllinœd Lœknast fljótlega “Eg tók mikið út árum saman af þessum slæma sjúkdómi” segir Mrs. W. Hughes, Hoche- laga St., Montreal. “Kvalir, svefnleysi, og alls- konar ill liöan, var það sem eg átti við að stríða þar til eg reyndi Zam Buk. Nú veit eg, að það er ekkert til, sem jafn- ast á við þetta ágæta meðal. Siðan það læknaði mig, lang- ar mig innilega til að láta þá, er líða af slíkum sjúkdómi, vita um það. 50c. askjan. Stöðvar kvalir undra fljótt. Œfiminning. Þann 31 nxaí 1926 andaðist Guð- mundur Magnússon Ruth á heimili sonar síns Guðjóns í Argyle-bygð í Manitoba. y Hann var fæddur 5. febrúar 1831 í Bitru-sveit í Strandasýslu á íslandi, var því nokkuð yfir 95 ára er hann lést. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Árið 1865 gift- ist hann Helgu Jónsdóttur frá Efri- Brunná í Saurbæjar-sveit í Dala- sýslu er lést 22 marz 1918 á heim- ili sonar sins Guðjóns í Argylebygð, höfðu þau verið í hjónabandi um 53 ár. í fyrstu bjuggu þau hjón á Seljavík í Tungusveit t Stranda- sýslu og síðar á Vatnshorni í sömu sveit og víðar, en fluttust til Amé- ríku fyrir 49 árum síðan og settust að í Barry í Ontario fylgi. Þar voru þau um 4 ár og áttu þar örðugt Græðar di meðai úr plönturíkinu. Þaðan fluttust þau til Winnipeg og dvöldu þar í 3 ár, var og þröngt i búi og unnu tíðurn bæði út. Að þremur árum liðnum fluttust þau til Argylebygðar í Manitoba, námu þar land og bjuggu þar ávalt stðan. Þar búnaðist þeim sæmilega vel, þvi búmaður var Guðmundur heit. góður og duglegur en mun þó ekki hafa verið ríkur. Þeim hjónum varð 4 'barna auðið, eitt dó í æsku, var það piltur. Dóttir þeirra Ólína gift Jóhannesi Gillies er og látin fyrir 17 árum. Hin tvö sem lifa föður sinn eru Guðjón i Arbyle, sem áður er getið og Mrs. Lanigan i Regina, Sask. ^ Að eðlisfari var Guðmundur heit. gleðimaður og vildi helst sjá allar manneskjur glaðar og kátar og gerði alt hvað hann gat til þess að svo væri. Konu sinni og börnum var hann svo skyldurækinn sem best kann vera. Trú sinni og áminning- um foreldranna hélt hann til dauða- dags. Blessuð sé minning hans. FÓTAKEFLIÐ Að þeim undantekmim, sem sjálfir eru að verzla með korntegundir, á Canada hveitisamlagið enga óvini. Bankastjóðar, stjóraendur jámbrauta, peningamenn, ritstjórar, ábyrgðarfélög, kaupmenn, stjómmálamenn af öllum flokkum, þeir sem selja jarðyrkjuverkfæri, í stuttu máli, allir, sem sjá og viðurkenna, að velmegun landsins hvílir á velgengni bóndans, hafa gott eitt að segja um Hveitisamlagið. Hið eina fótakefli Samlagsins, er bóndinn, sem nýtur hagnaðarins a£ því, en stendur samt utan við það. En þeir, sem það gera, eru alt af að fækka, og það er engin gild ástæða fyrir því, að nokkur bóndi í Vestur-Canada, sem hveiti hefir að selja, skuli ekki láta Hveitisamlagið selja það. Áhrif þau. sem Canada Hveitisamlagið hefir í þá átt, að gera hveitiverðið stöð- ugra, eru augljós, og stundum viðurkend með þykkju af helstu hveitikaupmönnum í gamla landinu og einnig mölurum og bökurum. Þessi áhrif Samlagsins vaxa með hverjum bónda, sem í það gengur. Árið sem leið, varð starfrækslukostnaður sem næst tveimur fimtu hlutum úr centi á hvert hveiti bushel, þar sem kostnaður fylkjanna nam hér um bil hálfu centi á hvert bushel. Hve lítill kostnaðurinn er, stafar aðallega af því, hve hveitið er afar mikið, sem Samlagið hefir að selja. Því fleiri bændur, sem því tilheyra, því minni verður kostnaðurinn tiltölulega. I Nálega aliir bændur viðurkenna, að Samlagið sé þeim til hagnaðar, þó þeir til- heyri því ekki. Það er því ekki nema sanngjarnt, að fara fram á það, að þeir í stað- . inn hjálpi Samlaginu, stéttarbræðrum sínum, og sjálfum sér, með því að undir- skrifa samninga við Hveitisamlagið. , 1 Manitoba Wheat Pool, Saskatchewan Wheat Pool, tlberta WheatPool Winnipeg. Regina. Calgary

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.