Lögberg - 02.06.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.06.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚNl 1927. Bla. 7 rAMBUK er bezta meðalið, sem I þek t er við sólbruna, hitasárum, eczema, jsár- um fótum, stungum og; bólum á hörundi; nærinff | fycir hörundið. Fæet t ollum 'lyfjabúðum 50c Útnefningarfundurinn í Árborg. Sú frétt stóð í Lögbergi í gær- dag, að Mr. Ingjaldsson, er til nefndur var á fundinum, hafi verið útnefndur við fyrstu at- kvæðagreiðslu. Þetta er algjört ranghermi. Hann var útnefndur við fjórðu atkvæðagreiðslu. Skil eg ekkert í hvaðan Lögberg hefir þessa frétt. Auðvitað gjörir minst til hvort Mr. Ingjaldson var útnefndur við fyrstu atkvæða' greiðslu eða þá fjórðu, en það er rétt, sem rétt er og æfinlega bezt að segja hverja sögu eins og hún gengur. Alt ranghermi er leiðin- legt og á engan rétt á sér, jafn- vel ekki í smáatriðum. Þykir mér því vert, að leiðrétta þessa mis- sögn, þótt ekki varði hún miklu. En úr því eg minnist á fund þennan, sem eg ekki bjóst við að gera, þá er líklega meinlaust, og kannske rétt, að eg skýri frá hon- um ofurlítið frekar. Tala þeirra, er atkvæðin voru greidd um, er rétt tilfærð í blað- inu, þrír íslendingar og fjórir Kutheníumenn, eða sjö alls. ís- lendingarnir: Mr. Ingjaldsson, Mr. Fjeldsted og eg. Forseti fundarins var Mr. Jón Sigurðsson, fyrrum sveitarráðs- oddviti, í Víðir, en skrifari Mr. Valdimar Sigvaldason, bóndi á Framnesi í Geysisbygð. Fór fund- urinn fram hið bezta, eftir al- mennum, föstum reglum. Að þeir Mr. Fjeldsted og Mr. Ingjaldson yrðu í kjöri til'útnefn- ingar, var fyrir löngu sama sem á- kveðið.og álitið sjálfsagt. Þeir hafa báðir, síðan bændaflokkshreyfing- ir fyrst hófst, unnið mikið fyrir þann félagsskap, og annar þeirra verið þingmaður, en hinn útnefnd- ur til þingmensku, þó ekki næði hann þá kosningu. En hvernig eg lenti inn í þetta mál, er dálitið öðruvísi til komið. Má vel vera, a5 sumum þyki það hálf-kynlegt. Það er það að vissu leyti. Og úr því að fregnir af þessu eru orðnar að blaðamáli, og ýms ranghermi eru líkleg til að komast á gang, þá virðist mér réttast, að skýra frá þessu atriði eins og það í raun og veru gekk til. Gimli-kjördæmið er ekki lengur íelenzkt kjördæmi, eins og það var í gamla daga. íslendingar hafa lítið meira en þriðja hluta atkvæða. Rutheníumenn nálega tvo þriðju. Annara þjóðflokka gætir sama sem ekkert. Má sjá af þessu, að séu Ruth- eníumenn samtaka, ráða þeir öllu, þegar til kosninga kemur. Vér íslendingar höfum þar ekki mikið að segja. f síðastliðin tólf ár, þá er Mr. Sveinn Thorvaldson hætti þing- mensku, hafa Rutheníumenn haft kjördæmið í sínum höndum, að undanteknu því stutta tímabili, er Mr. Fjeldsted var þingmaður. Naut Mr. Fjeldsted þess/að Rutheníu- menn urðu óánægðir með þing- mann sinn og vildu koma honum frá. Mun og Mr. Fjeldsted hafa haft fylgi íslendinga nokkurn veg- inn óskift í þeim kosningum. Með þessi yfirráð Rutheníumanna í kjördæmi, spm áður var sem næst al-íslenzkt, erum vér íslendingar ekki sem bezt ánægðir. Býst eg við, að engir lái oss það. Og það því síður, ef þess er gætt, að þess- ir þingmenn, er Rutheníumenn gátu kosið með atkvæðaafli sínu, hafa verið miður hæfir menn, en Gimli-kjördæmið endra nær átt því iáni að fagna, að hafa mjög vel hæfa menn á þingi. Bæði Mr. Ingjaldson og Mr. Fjeldsted, eru hæfir menn og Læknar Meltingarleysi, Brjóst- sviða og Lélega Matarlyst. Nuga-Tone hefir á síðastliðnum 35 arum fært miljónum manna mikla blessun. Það hefir gert blóð þeirra rautt og heilbrigt, gert hjartað sterkara, taugarnar stælt- an og vöðvana styrkari; lifrina og nyrun hefir að læknað og önnur helztu líffæri líkamans. Meðal, er þannig styrkir líffærin, kemur í veg fyrir'lystarleysi og melting- arleysi, brjóstsviða* gas í magan- um, höfuðverk, andremmu, hægða Jeysi, veikindi í nýrum og blöðr- unni, og þessa stijðugu þreytutil- Imning, sem dregur úr manni alt prek og áhuga til framkvæmda, °g_gerir hann ófæran til starfa. Faðu flösku af Nuga-Tone strax 1. jyy? °F reyndu ágæti þess á sjalfum þér. Ef bú ert ekki fylli- lega anægður með verkanir þess, pá skilar lyfsalinn þér aftur pen- íngunum umyrðalaust. Vertu viss um að fá Nuga-Tone. Eftirlík- >ng dugar ekki. drengir góðir. Báðir vinsælir Og vel metnir. En um þá höfðu mynd- ast allmiklir flokkadrættir, eins og oft vill verða. Leit helzt út fyrir, að um hvorugan gæti orðið nokkurt verulegt samkomulag, sízt það samkomuTag, er næði út fyrir bændaflokkinn og til íslenzkra kjósenda yfirleitt. * 1 En um samkomulag um einn ís- lending í kjördæminu virtist vera að minsta kosti mögulegt að hugsa sér. Og ætti þingmenskan að komast aftur í hendur íslendinga, sýndist slíkt samkomulag vera bráðnauðsynlegt. Var þetta atriði rætt fram og aftur. Ýmsir góðkunningjar minir og vinir, menn, er eg met mikils, sökum greindar, gætni og góðra mannkosta, héldu því fram, býsna eindregið, að í þessa átt kæmist eg að líkindum eitthvað lengra en flestir aðrir. Væri eg í kjöri í kosningum, mundi eg fá sem næst öll íslenzk atkvæði. Mætti þá með flokksfylgi Rutheníumanna, með bændaflokknum, fá svo mikinn styrk atkvæða í viðbót, að kosning væri ekki einasta möguleg, heldur nokkurn veginn viss. Það má nú hver sem vill kalla mig einfaldan eða hégómlegan, ef honum sýnist, en eg trúði þessum útreikningi góðkunningja minna og vina, enda vissi eg* fyrir víst, að þeir voru algjörlega einlægir. Hélt eg því að vel gæti verið, að kjör- dæmið gæti á þennan hátt komist aftur í hendur vor íslendinga. ií þessari trú á mátt minn og megin, í þessu efni, sem eg þó venjulega trúi ekki mikið á, stjTkt- ist eg til muna við samtal við ýmsa góðvinj mina í gömlu flokk- unum báðum, því þeir, sem eg mintist á þetta við, fullvissuðu mig um, að næði eg á annað borð útnefningu, þá mundi hvorugur gömlu flokkanna setja út mann á móti mér, heldur mundu þeir gefa mér eindreginn stuðning. Með þessar háu hugmyndir fór eg inn á útnefningarfundinn og bjóst við að geta, ef til vildi, koinið ein- hverju góðu til vegar. En það fer aldrei ver, en þegar maður fer að verða dálítið upp með sér. Detta mér í hug í því sambandi myndirnar hans Briggs í ensku blöðunum: “How to begin the day wrong” (Hvernig dagur- inn er ranglega byrjaður.), Lætur Briggs menn sína fara að heiman að morgni svo sperta og roggna, að þeir geta í hvorugan fótinn stig- ið fyrir yfirlæti, en lenda síðan í einhverjum kröggum, eða torfær- um, sem gjöra þá annað hvort svo sneypta eða grama, að enginn get- ur við þá tætt. Raunar varð eg aldrei gramur og ekki mjög sneyptur heldur, því eg þóttist hafa góða samvizku með því sem eg var að gjöra, en eg fór hrakför mjög greinilega, rétt eins og menn- irnir roggnu hjá Briggs, og er bezt að eg skýri einnig frá því, úr því eg er búinn að minnast á upp- hefðina, sem á undan var gengiö, því myndin er ekki rétt, nema að hvorttveggja komi fram. Það fyrsta, sem gjört var, eftir að fundurinn var kominn í fastar skorður, var það, að láta okkur þessa sjö, er höfðum þær góðu hugmyndir um sjálfa oss, að við gætum sómf oss bærilega vel á þingi, tala í fimm mínútur hvern. Fluttum við allir okkar fimm mín- útna ræður eftir þeirrri röð, sem forseti skipaði fyrir, sem var eft- ir stafrofsröð. Munu ræðurnar # allar hafa orðið eitthvað svipað og búast má við á fimm mínútum. Málskrafsmenn eru varla meira en rétt byrjaðir á -svo stuttum tíma. Svo kom atkvæðagreiðslan. Þá þinigokkur áhHreve ðer,Tni.? kkh byrjar fyrst bardaginn á slíkum fundum sem þessum. Kosnir fulltrúár á fundi voru 86. Fast að 40 Rutheníumenn, fimm enskir og hitt íslendingar. Við fyrstu atkvæðagreiðslu urðu þeir jafnir, Mr. Ingjaldson og Mr. Fjeldsted, með 22 atkvæði hvor. Eg var næstur mtð 18. Rutheníu- meiinirnir höfðu, ef eg man rétt, sá hæsti 12, hinir 5, 4 og 1. Tveir seðlar voru auðir. Eftir fyrstu og aðra atkvæðagreiðslu voru Ruth- eníujnenn, þrír þeir lágu, úr sög- unni. Mr. Fjeldsted hélt sinni tölu alt í gegn, Mr. Ingjaldson fór stöð- ugt hækkandi, en mín tala smá- lækkaði, fyrst niður í 16, og svov í 14; var mér þá “fleygt” út, það er að segja ekki bókstaflega, heldur líkingarlega. En það mun nú þykja lítið betra. Fanst mér helzt eg eiga það skilið. Get eg til, að einhverjum öðrum þafi fundist það líka. Þótti mér, þó ótrúlegt megi virðast, hálf-vænt um þessa ráðningu. — Við fjórðu atkvæða- greiðsluna fékk Mr. Ingjaldson 47, Rutheníumaðurinn, sem eftir var, fékk 17 atkvæði, Mr. Fjeldsted hitt. Var Mr. Ingjaldson þá lýstur rétt kjörinn og var útnefning hans gjörð í einu hljóði, eins og venja er á svona þingum. Það sem einkennilegast var við atkvæðagreiðslurnar, var það, að Rutheiníumenn gjörðu enga veru- lega tilraun, að koma að manni úr sínum hópi. 1 stað þess að reyna það, notuðu þeir afl sitt til að gjöra upp á milli okkar íslendinganna. Þetta er þeim mun undarlegra vegna þess, að tveir af frambjóð- endum þeirra eru talsvert hæfir menn, annar skólakennari, greind- ur og talsvert mentaður, hinn gróf- lega myndarlegur ungur maður, sem hálfnaður er með College- nám. Kennarinn fékk að eins 5 atkvæði, hinn komst aldrei hærra en í 17. Eftir því sem út Jeit á fundinum, réðu vinsældirMr. Ingj- aldsons hjá Rutheníumönnum, al- gjörlega úrslitunum. Sýndust þeir vera hæst ánægðir með, að hann fengi útnefnninguna. Spáir það góðu um gengi hans í kosningun- um, því hér getur enginn, nú orð- ið, náð kosningu nema að hann hafi hylli Rutheiiíumanna og geti náð í talsverðan slurk af atkvæð- um þeirra. Það ætti Mr. Ingjald- son að vera auðvelt. Vil eg svo mæla hið bezta með Mr. Ingj^ldson við alla vini mína og við alla íslenzka kjósendur í þessu kjördæmi. Hann er maður á bezta skeiði, myndarmaður, rösk- ur að öllu sem hann gengur og á- gætis drengur. Hefir þetta kapp á milli okkar, rétt í bili, ekki rask- að vináttu okkar hið minsta. Þætti mér vænt um að sjá hann kosinn á þingið, þegar þar að keraur. Að því geta allir góðir lslendingar siutt með atkvæðum sínum. Það mundi lengja þetta mál um of, ef farið væri að skýra frá öllu út í æsar, sem gjörðist á útnefn- ingarfundinum. En eg hygg, að þessi greinarstúfur sýni nokkurn veginn rétt hvernig hann í aðal- atriðum gekk til. Má sennilegt telja, að ýmsir i kjördæminu, er ekki gátu sjálfir verið viðstaddir. vilji gjarnan vita um gang fundar- ins og með hvers konar svifting- um glímu þeirri lauk. Eru þá hér, fyrir þá hina sömu, ofurlitlir mol- ar af fróðleik. Árborg, Man., 20. maí 1927. Jóhann Bjarnason. Aths.—Fregnin um útnefning- arfund þann í Árborg, sem hér er gerður að umtalsefni, rar tek- in úr blaðinu Manitoba Free Press daginn eftir útnefninguna.—Rits. Orð í belg. Fylkiskosningar fara í hönd. Hér j^þessu kjördæmi (St George) horfir málum einkennilega við Þrír menn sækja til þings, sinn undir hverju flokksmerki. Allir eru mennirnir íslending- ar, og allir eiga þeir heima á Lundar. Þetta er þegjandi vott- ur þess, að Islendingar skari fram úr öðrum þjóðbrotum þar, þótt sum önnur séu fjölmennari. Það bendir einnig til þess, að úr meiru sé að velja á Lundar (í íslenzka bænum), en á öðrum bæjum kjör- dæmisins. Þessir þrír menn hafa.allir sína kosti og sína ókosti. Væri það ekki ófróðlegt að blöðin flyttu af þeim jafn-trúa og fullkomna lýs- ingu og Fjallkonan flutti forðum af þingmönnum á Fróni. Hér skal enginn þeirra lastaður né lofaður; enginn samanburður gerður á þeim persónulega — að minsta kosti ekki nema að gefnu tilefni. Hitt finst mér skylt og sjálf- sagt hverjum þeim, er á annað borð lætur sig opinber mál nokkru varða, að beita áhrifum sínum, ef nokkur eru, til þess að skýra mis- mun flokkanna, sem mennirnir fylgja. Það er saga þeirra í lið- inni tíð, sem miklu mun ráða um atkvæðagreiðsluna. Um íhaldsflokkinn þarf ekki að fjölyrða; hann á sér “formælend- ur fá” í þessu kjördæmi, eins og greinilega kom fram við tvennar síðustu sambandskosningar. Sá flokkur gæti ekki fengið kosinn hér fulltrúa, þótt engill væri í boði. Kjördæmið er frjálslynt yfir- leitt. Það er að segja, kjósendur fylgja þar liberalstefnunni, eins og oft hefir komið í ljós að und- anförnu. Kjósendur hér muna eftir ekkjustyrkslögunum, styrkt- arlögum vinnufólks og mörgu fleiru; að ógleymdum kvenrétt- indalögunum. Bracken flokkurinn, sem virðist hafa komið í staðinn fyrir Fram- sóknarflokkinn, á ekki langa sögu; en hún er saga vanrækslu og von- brigða. Vinur minn, séra G. Árnason, ritar grein í síðustu Heims- kringlu, þar aem hann kemst að orði sem hér segir, meðal annars: “1 fáum eða engum stöðum, sem jafn áríðandi eru, er líklega jafn- mikið af meðalmensku, og henni laklegri, sem í þingmenskunni. Ýmsar orsakir liggja til þess; og ein er sú, að stjórnmálaflokkarn ir eru oft óhæfilega óvandir að því, hvaða mönnum þeir ljá stuðn ing við kosningar. Framsóknarflokkurinn hér í Manitoba hefir yfirleitt verið lausari við blint (ftlokksfylgi og stuðning lélegra en trúrra þing- mannsefna, heldur en báðir gömlu flokkarnir. Margar fleirii syndir þeirra hefir hann líka verið laus við.” Hér er hallað réttu máli, lík- lega fremur af ofblindu flokks- fylgi en ásetningi. Eg hefi ann- ars hvergi orðið* var við jafn- blint fylgi við gömlu flokkana, eins og eg hefi séð og heyrt eiga sér stað við hinn svonefnda Framsóknarflokk. Sannleikurinn er sá, að meðal- menska og hún lakleg, hefir sennilega aldrei verið eins al- gild regla hjá neinum öðrum flokki, eins og hjá Brackenflokkn- um. Þetta þættu ef til vill stór- yrði og öfgar, ef eg styddist við ekkert nema mína eigin skoðun En eg vona að vinur minn, séra G. Árnason, taki gildan vitnis- burð S. J. Farmers, fyrverandi borgarstjóra lí Winnipeg, leiðtoga verkamanna, þingmanns 1 Winní peg og ritstjóra Weekly News Meðal annars segir hann það í ritstjórnargrein í síðustu viku, sem hér fer á eftir: = Nýjasta og bezta BRAUÐTEGUNDIN Búin til með ágœtasta rjómabús smjöri • ms I ■ ■ Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum. Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst bjá mat- vörukaupmanninum. Canada Bread umferðasölum eða með því að hringja upp B2017-2018. Canada Bread Co. Limited A. A. RYLEY, Maoager í Winnipeg “Hvernig á því stendur, að Brackenstjórnin hefir enn ekki látið fólkið vita, hvenær kosning- ar og áfengis atkvæðagreiðslan fari fram, er almenningi erfitt að skilja. Vissulega lítur svo út, sem stjórnin hafi lært pólitiska skollaleikinn. Sé ástæðan sú, þá er erfitt að finna nógu ákveðin fordæmingarorð í garð stjórnar- innar. Núverandi stjórn var kosin vegna þess, að fólkið var orðið dauðþreytt á stjórnum, sem léku pólitiskan skollaleik. Það að stjórnin var kosin, vars sönnun þess, að fólkið vildi láta leggja pólitisku spilin á borðið svo þau sæjust öll í björtu ljósi. Fólkið vildi láta hætta gamla skolla- leiknum. Brackenstjórnin er ekki skipuð þeim mönnum, sem verðskulda traust sannra framsóknarmanna. Hún er einkennilegt samsull og neyðir mann til þeirrar ályktun- ar, að skollaleikurinn gamli hafi mestu um ráðið, þegar þing- mannsefni stjórnarinnar voru til- nefnd hér og þar til næstu kosn- inga. Tæplega er hægt að halda því fram,’ að hér sé um sannan fram- sóknarflokk að ræða. Tæplega er hægt að verjast þeirri sann- færingú, lað stjórriin meti það meira að haga seglum eftir vindi en sækja fram. Ef vér athugum feril Bracken- stjórnarinnar, þá sjást þess næg- ar sönnur, að flokkurinn hafði engin framsóknarmál í huga. Hvernig liberalar eða conserva- tívar hefðu betur getað barist fyrir hagnaði auðfélaganna, er erfitt að ímynda sér. Hefðu bændurnir ekki haft neina pólitiska stefnuskrá, þá hefði þetta ekki verið eins undra- vext. En þeir höiðu stefnuskrá. Sú stefnuskrá var samin eftir ná- kvæma yfirvegun í hverri einustu héraðsdeild bændaflokksins í fylk- inu og margra mánaða umræður. Þessi stefnuskrá skapaðist vegna óánægju og fátæktar bændanna yfirleitt. Hvað gerði svo Brack- enstjórnin við þessa stefnuskrá? Hún bókstaflega fleygði henní í ruslakörfuna. Hún gerði ekki sjefnuskrá bændanna að löjjum, eins og henni bar að gera. Hve- nær sem einhver úr öðrum flokki reyndi að bera fram til- ’ögu í samræmi við bænda- flokksstefnuna. þá drap stjórnin þá tilraun með aðstoð fylgifiska sinna. Hver einasta tillaga, sem flutt var af afturhaldsmönnum, eins og Haig og Evans, var sam- þykt mótmælalaust. Bracken- stjórnar tímabilið hefir verið gullöld auðvalds og sérréttinda.” Svona lítur Farmer á athafnir Brackenstjórnarinnar. Svona líta flestir kjósendur í St. George á málið og með það álit í huga munu þeir ganga að kosningaborðinu 28. júní. Síðar bið eg, ef til vill, Lögberg fyrir stutta grein um Bracken- stjórnina og brennivínið. Lundar, 23. maí 1927. Sig. Júl. Jóhannesson. Hvaðanœía. Árið 1926 var alment manntal tekið á Rúslandi og hefir það ekki verið gert, að því sem sagt er, í mörg undanfarin ár. Samkvæmt þessu nýja manntali er fólksfjöld- inná Rússlandi nú 143,500,000, og er það átta miljónum meira held- ur en fyrir stríðið. Þótt flest sé öðru vísi á Rússlandi heldur en annars staðar, þá voru þó nokk- urn veginn sömu spurningar lagðar fram eins og vanalega er gert við manntal hvar sem er, að því undanteknu þó, að enginn var spurður um sín trúarbrögð. Marg- ir mánuðir gengu til þess að taka þetta manntal, og var þó fólkið töluvert margt, sem að því vann: 1,436 fyrirliðar, 15,993 eftirlits- menn og 168,458 skrifarar. Skjöl- in, sem notuð voru við manntalið, voru á sex tungumálum, sem tal- in eru þau helztu, en mörg fleiri mál eru þó töluð í ríkiiju. Námamaður einn, er var að leita verðmætra málma og steintegunda við Zwemkuil fljótið, skamt frá Prieska í Sufeur Afríku fann gim- stein, sem metinn er á freklega tvær þúsundir sterlingspunda. , LeiÖréttingar. Þessar prentvillur hafa slæðst inn í grein mína “Minningar”:— í fyrri partinum, þar sem sagt er austan við Borgarfjörðinn, átti að vera vestan við fjörðinn; eins átti að vera: rúmar tvær vikur úr Borgarnesi og upp í ósa, með Sigga, átti að vera: daginn áður, en stendur: daginn eftir með Sigga; hitt er svo lítið, að varla ber á því, eins og stafa og hneig- ingar munur. >— Með seinni grein* ina er öllu meira: Það var ekki á Skarðshvömmum, sem eg gisti, heldur Skarðshömrum í Norðuv- árdal; ekki heldur hæðartún, heldur hæðarsteinn á Holtavörðu- heiði; mér fanst ekki vera tvær dagleiðir að Melum frá Grænu- mýrartungu, heldur tvær bæjar- leiðir, sem eg býst við að láti nærri að vera; ekki Hvamms- kirkju, eins og stendur í blaðinu, heldur Hvaneyrarkirkju í Anda- kíl; það var Sæmundur, sem reri með Hallgrími í Guðrúnarkoti, en ekki eg; og Sæmundur, sem fór með mér inn,í Borgarfjörðinn; átti að vera í skinnklæðum, en ekki skinnstökkum einum; Árni póstur var að vestan, en ekki að austan, eins og blaðið segir. Frá íslandi fórum við fyrst norðvest- ur fyrir land, svo með öllu land- inu að norðan til Seyðisfjarðar, og þaðan var siglt. — Þetta bið eg allra vinsamlegast ritstjórann að taka í næsta blað. B. J. X Biðjið um RIEDLE’S T T f ± T T T f f f t BJÓR LAGER og STOUT The Riedle Brewery Stadacona & Talbot, - Winnipeg ♦:♦ á Phone 57241 % i f f ♦:♦ f f Hin Eina Hydro Steam Heated BIFREIDfl HREINSUNARSToD í WINNIPEG Þar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn, það er að segja hreinsaðannogolíubor- inn á örstuttum tíma, meðan þér 6tandið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send- um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yður hann til baka, á þeim tíma er þér æskið, Alt verk leyst af bendi af aulvönum sérfræðingum, Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbaEnum, á móti Kir.g cg Rupeit Street. Praipie City Oil Co. Ltd. Laundry Plione N 8666 Head Office Phone A 6341 ........................................iimiihiiiiiiiiM í

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.