Lögberg - 01.09.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.09.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. SEPTEMBER 1927. Bls. 3. EndurminDÍngar. Með þessari fyrirsögn vildi eg stinga niður pennanum, þó ekki í þeim tilgangi að setja saman ó- slitna keðju atburða, sem kunna að hafa átt sér stað. öllu heldur vildi eg minnast þess, sem öðru fremur rís upp úr djúpi þess um- liðna og eftir eðli sínu slær dimmum eða björtum lit á það, sem bíður fram undan. Iðulega hefir mér birzt hin síðasta sjón fjallanna íslenzku. Það var skömmu eftir dagverð. Sól og hægur blær lék um yfir- borð hafsins. Skipið hallaði sér með hægð sitt á hvað og skréið drjúgum í áttina til æfintýra- landsins. í norðaustur blöstu við hin öldnu fjöll, skrýdd þokukendri slæðu og allmjög sokkin í sjó, því nú tók að fjarlægjast landið. Fjöllin horfðu á eftir okkur full trega og eftirsjár—að okkur virt- ist. Okkur var ljóst á þeirri stund, að á bak við fjöllin var geymt það helgasta og bezta, sem okkur hafði hlotnast; enn var það tengt styrkum taugum, en nú átti að losa um böndin. Við höfðum ákveðið að láta það af hendi — selja frumburðarrétt okkar fyrir lífsframfærslu og ljúfar endur- minningar á landinu ókunna. Skipið hélt leiðar sinnar eftir ákveðinni stefnu. Fjöllin hurfu niður fyrir yfirborð hafsins i síð- asta sinn — í allra síðasta sinn; og það varð vart við, að eitthvað hafði brostið innan brjósts, sem ekki var skiljanlegt þá í svipinn, en síðan hafa menn gert sér grein fyrir þvi, og lofað mjög. Sveitin mín. Enn þá stendur hún mér fyrir hugskotssjónum sem aðalsborin kona. Skrýdd Ijósbláum möttli, með drifhvítum borðum og tröf- um. Fætur hennar hvila í fagur- skygðum, gulldregnum silfur- skildi. Horfir hún alvörugefin, frjálsleg og fríð á leik barna sinna. í svip hennar býr hrein- leiki, hugprýði og sjálfsvirðing, sem hefur hana yfir alt lágt og grómkent. Fjallaloftið var henni geðfelt og svalur nætur andvar- inn flytur henni lifsþrótt og fjör. Hún er algerlega óháð, og bind- ur engum ok á herðar. Iðulega leit eg hana fríða og dásamlega á björtum vordegi, um- kringda dökk-skygðri fjallaborg. Eg sá hana, þegar ásjóna hennar speglaði sig á silfurtæru yfirborði vatnsins. Eg sá hana um sólset- urs leytið, þegar kvöldsólin skein á fjöllin og ljósbjartir ský-hnoðr- ar léku um ásjónu hennar. Eg sá hana um óttuskeið, þegar þok- an var að byrja að taka á sig hreyfingu og vinda sér upp frá vatninu. Það var líkast því, að maður væri staddur í hálf-yfir- náttúrlegum dvergasal, tjölduð- um innan með hálf-gegnsæjum, silfurofnum tjöldum. Hér og þar sáust fuglar á ferð með fjöl- skyldur sínar, þar sem þokulaust var vatnið. Þeir komu syndandi út úr þokunni og hurfu inn i hana aftur. Þögn og friður ríkti hvar- vetna og náttúran virtist gráta gleðitárum, og fagna á þann hátt komandi degi. Búfjárhaginn liggur milli fjalls og fjöru; hvorutveggja í einu, smalasæld og þraut. Hér er bar- áttan háð dag eftir dag, og jafn- vel nótt og dag, því margt verður til að dreifa búsmalanum. Það líður að náttmálum; feginleik smalans verður ekki lýst. Hann lötrar heim fjárgöturnar, með bú- smalann á undan sér. Hann er þreyttur, svangur, þyrstur og sár- fættur. Með smalarakkann við hæla sér leiðir hann hugann að stríði dagsins og hrósar unnum sigri. Engjafólkið er að koma heim, og fuglarnir eru á leiðinni til hreiðra sinna. Aftanskinið flytur unaðslegan friðarblæ um lágir og leyti. Landið fær himn- enskan friðarsvip, sem' fyllir hug- ann fögnuði og innilegri þrá, sem ekki er hægt að gera sér grein fyrir eða lýsa á nokkurn hátt, því hjartað fær ekki skilið sig sjálft og þaðan af síður bætt úr eigin þörf. Manni finst sig langa til að eiga næturvist innan um geldféð, sem elur aldur sinn um, þetta svæði nætur og daga; og ef hægt væri, að hafa félagsskap við það á ein- hvern hátt. Náttsvipur náttúr- unnar íslenzku er stórkostlega dýrlegur, og er hulinn leyndar- dómur öllum, sem ekki þekkja hann af eigin reynd. — Eitt sinn fékk kunningi minn mig til að fara með sér að rifa tágar um bjarta vornótt. Lúinn og sárfættur, og með höfuðverk, lagði eg af stað, því eg vildi ekki leggjast þá ferð undir höfuð. í þeirri ferð sá eg sólina nálega í hánorðri. Er það mér algerlega ógleymanleg endurminning. Fjall eitt sást í fjarlægð; önnur hlið þess var dökk og dimm,'en hin skinandi björt og fögur. Það var eins og dagur og nótt hefðu skift fjallinu milli sín. Þegar þrýtur búfjárhaginn, taka fjöllin við með frábreytilegri lög- un og útliti. Þau bygði eg tröll- um, huldumönnum og öðrum yfir- náttúrlegum verum. Þar sáust bæir og þorp. ímyndunin átti þar sinn undra heim, og bjó þar ó- skiftu búi. ISveitin er víðast hvar umkringd af fjöllum. í norður eða norðaust- ur er fjallabunga, sem Þórunnar- fjöll nefnist. Þau hefi eg aldrei litið likamlegum augum, en því tíðar leggur hugurinn leiðir sín- ar þangað. Það er sagt, að eitt sinn er drepsótt gekk um sveit- ina, hafi kvenmaður, Þórunn að nafni, tekið sig upp með ung- lingstúlku og horfið norður að fjöllum þesum. INefnast þau Þórunnarfjöll síðan. Vel get eg sett mig inn í hugs- unarhátt konu þessarar. Hugs- unarháttur hennar hefir verið i samræmi við fjallaloftið blátært, bjart og heilnæmt. Hinir lokk- andi, laðandi dvergasalir fjall- anna draga mann að sér með ó- mótstæðilegu afli, og grípa hug- ann fangbrögðum, sem ekki verð- ur varist. “Út vil eg, út vil eg undra langt, upp yfir fjöllin háu.” Þessi hugsun hefir búið í huga hennar og læst sig um hvern lim og æð. Svo var það einn morgun, að Þórunn var snemma á fótum. Sól- in stafaði geislum sínum á vatn- ið; andfuglinn söng sín morgun- ljós; mýflugan hringsólaðist fram og aftur og urriðinn vakaði í flæðartnálinu. En yfir sveitinni hvíldi dauða- móða sóttveikinnar, og lagðist eins og nábleik vofa yfir hús og heimili. Þá lögðu þær upp, stallsysturn- ar, Þórunnn og sú, sem fékst til að leggja upp með henni í þennah einkennilega leiðangur. Vista- forði og útbúnaður mun að öllum líkum hafa verið af skornum skamti, en hugrekki og öruggleiki þeim mun meiri. Engar sögusagnir veit eg um ferðina norður, eða um dvöl þeirra við fjöllin, né hvernig þeim reiddi af, eftir að þangað var komið. Sögnin segir, að frá fjöll- unum hafi sézt veikindamóðan, sem grúfði yfir sveitinni, og að henni horfinni, hafi þær stall- systur horfið aftur til heim- kynna sinna. Það er ekkert sérlega stórkost- legt við sögusögn þessa, en eitt- hvað er þó hugblítt og laðandi við hana. Þórunn brýzt út yfir takmörk þess vanalega og al- genga; nálega ein síns liðs legg- ur hún ótrauð inn á lítt troðnar leiðir og ókunnar. Misjafnlega hefir mælst fyrir þessu uppátæki og steinum kast- að af þeim, sem fóru “leiðina neðri.” Þrautir og torfærur voru margar; því það er ætíð hlutskifti þeirra, sem fara einir sér og hirða lítt Um alfaraveginn. Þeir, sem kjósa sér að ala aldur sinn við dauðablæinn og sóttkveykjuloft andlegs lágsvæðis, dyljast hvöt- um og ástæðum þeirra, sem leita til fjallanna. Andi fjallanna fær ekki brotist niður til þeirra. Skilningarvit þeirra eru harðlæst fyrir hinu 'hreina lofti. Þeim' er vel farið, sem dirfast að leggja á fjallvegu og fá-gengn- ar brautnr eftir tillaðan þess, sem honum býr í brjósti. Það getur vel átt sér stað, að fæða hans verði barkarbrauð, eða villi- hunang og engisprettur.^, Líka getur skeð, að hann verði að byggja hinn lægri sess. En það gerir alls ekkert. Ekki er hætt við, að hærri sætin verði látin auð, og hinn riki kostur látinn j spillast, því nógir verða til þess j að veiða upp úr “feitu bitana”. I En sjálfan hann sakar ekki. I ísland er margofið netverki 6- tal endurminninga, frá yztu tá til insta fjalls. Þar lék hún sér hún amma mín, langamma, látnir frændur og langfeðga fjöld. v Á blíðum haustdegi er yndislegt að hnýsast inn í helgidóm náttúr- unnar. Alt er leyndardómsfult og háleitt. Manni finst sér ofauk- ið. Hinn þöguli, friðbliði tómleiki og hið innihaldsríka umhverfi, fyllir hugann draumblíðum inni' leik og óskiljanlegri þrá. Tómleikinn er þó að miklu bætt ur, því huldumenn sjást á ferð, ljósi bregður fyrir; ljábrýning og strokkhljóð heyrist og lestir eru á ferð. Jarðföllin, djúp, dimm og ískyggileg, virðast vera híbýli ó- kendra íbúa. Hof, hörgar og ó- tal vegsummerki frá fornri tíð, eru á næstu grösum, og flytja sitt þögula mál. Hæðir og f jöll byggja helgar kindir. Alt er vistlegt á að líta. Varpfuglinn fer nú að hópa sig saman, og synda margir saman rétt við bakkann, þögulir og þung búnir. Ferðahugurinn er búinn að taka þá svo sterkum tökum, að þeir koma ekki upp nokkru hljóði. Þeir kveðja með sýnilegri eftir frosti og hríð er ekki vægðar að vænta, og því verður að halda suður til landanna hlýju, þar sem býr óslitið sumar. Og svo er lagt upp í lestum og fylkingum; for- eldrar með skylduliði sínu, frænd- ur, vinir og kunningjar — alt stefnir það til landsins fyrir- heitna. Bæir og bygðir sitja eft- ir hnípin, væntandi vinanna heim frá verunni sunhan úr geim. Einnar bernskuminningar ber nú að minnast. Hún var dálitið yngri en eg, litia stúlkan. Eg leiddi hana iðu- lega. Leiðin lá einatt niður að læknum, eða eitthvað annað. Ekk- ert man eg hvað við ræddum, né á hvern hátt við skemtum okkur, en nóg var gaman og margt að sjá og athuga. Hjaðninga barátta lífsins var byrjuð fyrir hvorugu. Sízt datt mér í hug, að þessi stutta samferð yrði svo minningarík. Nú finn eg hversu hún er mér dýrmæt. Eg horfi enn á hinn hreina svip. Svipur hennar bar vott um gáfur, alvöru og festu, og hjartanlegan einfaldleik. Það eru engar líkur til, að fund- um okkar beri saman héðan af í þessum Mfeim. Þótt svo ólíklega vildi tfl, myndum við ekki leiðast. Við værum orðin alt of “dönnuð” til þess. En hendinni hennar, sem eg hélt á fyrri tíð, sleppi eg ekki. Vinkonan litla er orðin mín draum - mey. Far vel, draum- meyjan mín litla! :— Það var á áliðnum vetri, a helgum degi. Það var farið til kirkju. Foreldrar mínir leiddu mig milli sín yfir ísinn. Mér þótti gaman að þeyta fölinu með fót- unum, því vindur var nokkur, én þó fremur hlýtt. Þegar ísinn þraut, tók hraunið við. Þegar komið var á efsta hjallann, blasti hlíðin við, brött og reisuleg. Fannir lágu í dokk- um og giljum með ýmsri lögun og stærð; sáust margvíslegar undra myndir. Nú sást líka krossinn á kirkj- unni, drifhvítur, hár og tignar- legur. Hann vakti hjá mér til- finningu auðmjúikra»r ,tilbeiðslu. Hann var sýnilegt tákn mikil- leika, dýrðar og hátignar og ó- endanleika, sem himininn hefir að bjóða. Það var líkast því, að krossinn þessi, drifhvíti og bjarti, hefði birst mér óvænt úr öðrum heimi. Eg komst innilega við af gleði-blöndnum ótta og lotningu. Innilega gleðirík var þessi til- finning; verður henni alls ekki lýst að fullu, því til þess bresta orð. Krossinn lýsti blessun yfir guðs- húsinu; yfir þeim, er þar hvildu; yfir bæ, yfir bygð og yfir þeim, sem sóttu guðs hús; yfir sjúkum og sorgmæddum, yfir fátækum og ríkum og háum og lágum. Hann brendi mynd sína inn í hugann; bjó sér griðastað í hjartanu. Þaðan hreyfist hann aldrei. Hann fylgir mér æ síð- an; réttara sagt: hann fer ætíð á undan mér og fyrir hugsjón minni á nótt og degi. Á sólbjörtum degi unaðar og gleði, ber krossinn við loft; en bjartast og dýrlegast ljómar hann þó á npttu mannrauna og sorgar. Þá nálgast hann vafinn undra- ljóma. Návist hans veitir hugar- rósemi, þrautseigju og djörfung. Altaristafla var í kirkjunni. Á henni var mynd af krossfesting- unni. Hugfanginn horfði eg á þessa mynd um stund. Eg fann til ómælilegs, guðlegs ríkidæmis, sem myndin sýndi. Eg þráði að verða hluthafi þess. Leyndar dómsfult samband sorgar og gleði, Ijóss ojr myrkurs, var skráð skýrum dráttum. Auk krossfestingarinnar, sáust rómverskir riddarar, á gráum og jörpum hestum. Þar voru róm- vei'skir aðalsmenn, yfirmenn Gyð inga, konur nokkrar o. fl. Nokk- uð til vinstri handar sjást stór- hýsi borgarinnar, gegn um dim bláan myrkva. Fyrirbrigði þessara tveggja hluta, krossins helga og töflunn- ar, tel eg stór-viðburði í lífi mínu Þangað rek eg upptökin og tilefni þess, að eg valdi það starf, sem eg hefi haft með höndum. Þrátt fyrir smá erfiðleika, tel eg það starf með !því heillavænlegasta, sem hægt er að velja á þessari jörð. Reynist það þrautabeita gleði og fagnaðar þeim, er gætir skyldu sinnar. Fyrir kirkjudyrum var hella mikil. Voru drepin í hana nöfn hjónanna, sem voru húsráðendur á staðnum. Braut eg oft heilann um ástæðuna fyrir því, að nöfn þeirra voru þar skráð. En seinna skildi eg það, og fanst til þess fullkomið tilefni. Maðurinn gekk á hólm við ótal örðugleika til þess að fá guðshús þetta reist á þessum stað. Fálið- aður gekk hann til verks og varn ar. Gekk sigrandi af hólmi. Björt er minning þessa ötulmennis, sem ekki óttaðist fangbrögð við hina Engu húsi eins og þessu á eg jafn mikið upp að unna. Enginn var húsmóðirin eftir- bátur bónda síns. Unnu þau hvert þrekvirki með samúð og fyrir- byggju. Leit eg aldrei svo á á- sjónu þessarar konu, að eg ekki fyndi til blíðu og mannkærleika, er skein út úr hverjum drætti. Oft reika eg með hugann um >essar stöðvar; horfnar líkamleg- um augum, en ógleymdar með öllu. Skima umhverfis inn í krók og kima. Horfi á guðshús- ið, umkringt af vegsummerkjum stórkostlegra náttúru umbrota. Standandi vitnisburðir þess afls, sem er megnugt að skapa stað- festu gegn ógnum og eldi. Eg sit við vatnið, þegar kyrt er að mestu. Horfi á smá-báruleik- inn í rökkrinu. Hlýði á sögu sveitarinnar, og þeirra, sem þar í þúsund ár eyddu kröftum sínum í örlagaleik gleði og sorgar, og nutu þess mannskaparorðs, sem frá fyrstu tíð er hlutskifti þess bygðarlags. Enn blasa við drangar, björgin og fjöllin, sem var minn draumaheimur. Enn bera fyrir fjallasvipirnir fornu, er gera umhverfið að undraheimi og æfintýralandi bjartra vona. Mývetningnr. sjá sumarstöðvarnar fögru, þarj“stærri steina.” Lýsir þrekvirki sem þeim farnaðist svo vel. Hjá þetta yfir aldna og jóborna. AÐSENT TIL LÖGBERGS. Margar vel kveðnar vísur eru til meðal almennings, sem geyma sögulega atburði og eru verndað- ir frá gleymsku, er þeir standa í bundnu máli, eins og eft'irfylgj- andi vísur sýna, eftir Jóhann Er- lendsson við Hensel, N. Dakota. Þegar hann heyrði andláts- fregn Jóns Aðils sagnfræðings og Pálma Pálssonar, og hafði einnig fleiri 1 huga, sem dóu næsta ár á undan, kvað hann: Fóstur- kæra -foldin mín, fögrum tárum gráta máttu, þegar mannblóm þín mestu úr hópnum láta. Þú hefir fyrri, hrjáð og hrist, hörðum kent á sárum, en sjaldan hefir þú mannval mist meira á tveimur árum. Oft hefir kaldur blásið byr um brjóst þín, móðurjörðin. Eins og horfir—eg nú spyr— áttu til í skörðin? Þessa vísu mælti Jóhann fram, er hann heyrði lesið eitt kvæði Matthíasar Jochumssonar: Guði vígða, göfga sál, gáfum lýt eg þínum, þegar óðs þíns englamál ómar í hlustum mínum. Og nú nýlega kvað Jóhann á áttugasta og fjórða aldursári þessa stöku: Guðs mig náð og gæzka ól, grennist nauða kafið! Lífs er bráðum sigin sól og sest í dauða hafið. Heimsókn. Sunnudaginn 14. ágúst, 1927, gerðu konur kvenfél. “Freyja” I Geysisbygð í Nýja íslandi, ásamt!5 8^.«« dning hér með ró og konum úr kvenfélagi Geysissafn-1 A11ar ViIjum: gleðja, hugga, ástandi, að þær væru að eins fær- ar fuglinum fljúgandi, en væng- ina vantaði okkur, svo við urðum að 'sitja kyr. Þetta er í fyrsta sinni, sem mér veitist sú ánægja, að koma hing- að, en eg vonast til að mega koma hér á hverju ári að minstar kosti einu sinni, og njóta með ykkur á- nægjustundar eins og í dag. Að mér verður sérstaklega ljúft að koma hingað, kemur til í fyrsta lagi af því, að hér hefi eg mætt því viðmóti og alúð, að hér finn eg að ríkir íslenzk gestrisni, dugn- aður, skörungskapur og góðgirni, hvað forstöðuna snertir; friður, eining og kærleikur meðal öldnu barnanna og allra á heimilinu. í öðru lagi af því, að hér í kvöld- kyrð líðandi æfidaga, finst mér eg geta séð hvernig Guð er að launa ykkur vel unnið æfistarf, með rólegri hvíld í heimili þessu, þar sem þið laus við allar áhyggj- ur bíðið eftir hinstu geislum hinnar hnígandi sólar þessa lífs, — geislum, á hverjum þið flytjið inn í landið fagra, þar sem sólin aldrei sezt og þar sem við eigum öll eftir að mætast. Eg legg hér fram ofurlitinn sjóð frá áður nefndu kvenfélagi, og sömuleiðis annan frá nokkrum vinum ykkar, sem vildu vera með í förinni, sený hlutaðeigendur biðja ykkur að þiggja sem litið kærleiks- og vináttu-merki; sjóð- um þeim fylgja hinar beztu og innilegustu árnaðar óskir, sem kærleikur og eining getur í té látíð. Það er min persónuleg ósk, að við getum öll tekið undir með skáldinu og sagt af heilum hug: “Elli, þú ert ekki þung Anda Guði kærum, Fögur sál er ávalt ung Undir silfurhærum.” Svo biðjum við Guð að blessa heimilið ykkar, forstöðukonurnar, og ykkur öll, í Jesú nafni. SJÓNARHÓLLINN. Flutt við heimsókn að Betel 14. ágúst 1927. Hlustið, fljóð, um fáa andar- drætti. Fyrir skömmu datt mér það í hug: Saman flétta andans óðar þætti, er eg fékk með töfrasnild og dug. Konur einar móðurmálið skilja: mannúð, kærleik, ást og góðan vilja. Móðurástin mætust er í heimi, móðurástin túlkar. griðamál. móðurástin miðlar andans seimi, móðurástin tendrar líf og sál. Hún er guðleg, helguð kærleik sönnum, hún þó dvíni oft hjá konum, mönnum. Síðan eg á sjónarhól mig færi, sit þar einn og horfi alt í kring, sé í lofti, leiftur sem að væri, ljósadýrð, en er það sjónhverfing? Ó, nei, það er fylking frægra kvenna, flytja þær sig upp á hólinn þenna. Hér er víðsýnt, hér er gott að vera, hér í allar áttir fáum séð. Hér í eining allar skulum gera eitthvað það, sem kærleiks býður geð. Þarna er “Betel”, þangað skulum fara, þar til enga krafta megum spara. Setjum fund og saman málin ræða, aðar, fjölmenna heimsókn að Betel, Gimli, Man. Nokkrir bænd- ur þar að norðan voru með í heim- sókninni og all-margt af ungu fólki, piltum og stúlkum. Að upphafi báru konurnar fram miklar og góðar veitingar fyrir heimilisfólkið. Þegar sezt var að borðum, flutti ungur bóndi þar að norðan, Jón Pálsson, Skagfirð- ingur að uppruna, mjög vel orðað ávarp til fólksins á Betel. (Það ávarp birtist á öðrum stað hér í blaðinu) og afhenti forstöðufólk- inu peningasjóð, gjöf til Betel frá kvenfél. Freyja, og annan ajóð, gjöf frá vinum Betel norður þar. — Gjafir þessar verða aug- lýstar og þakkaðar á öðrum stað. Kvenfélagskonunum þakkast heimsóknin hið allra bezta, og öllum þeim, sem að henni unnu. Því næst talaði kona úr kvenfél. Freyja, Mrs. ólína E. Erlendsson, mjög hlýlega og velorðaða ræðu, beindi hún sérstaklega orðum sín- um til gamla fólksins á Betel. Ávarp. Háttvirtu heiðursgestir, heiðr- uðu forstöðukonur og kæru til- heyrendur,— Eg verð að segja, að það er mér sönn ánægja, að hafa hlotið þann heiður, að ávarpa ykkur i dag, fyrir hönd kvenfélagsins Freyju frá Geysir, og nokkurra annara, sem taka þátt í heimsókn þessari. Oft hefi eg fundið til þess, hve ánægjulegt það væri, að vera góð- ur ræðumaður og aldrei hefi eg fundið það eins og einmitt nú, en eg veit, að þið takið viljann fyrir verkið og fyrirgefið ófullkom- leika minn. Eg Vil geta þess, að það var á- kveðið fyrir ári síðan, að heim- sækja heimili þetta; ástæðan fyr- ir að það fyrirfórst var sú, að óveðurs-guðinn var í illu skapi, vinir mínir frá Winnieg. — “Nú er ekkert undanfæri lengur, né ljóna-afsakanir á veginum teknar til greina,” sögðu þau hjón. “Nú verður þú að koma með okkur, hvað sem tautar.” — Eg hafði áð- ur jafnan við slík tækifæri haft nógar afsakanir, og hafnað öllum þann'ig tilboðum til Winnipeg, í mörg ár. En nú dugði ekkert. Þau hjón tóku til kl.tímann, sem eg átti að vera ferðbúinn um dag- inn, þegar þau kæmú (til Betel kl. 4) að sækja mig. Og á réttum tíma komu þau á bifreiðinni á- samt tveimur dætrum sínum. Var eg þá á sömu stundu kominn í sæti mitt og við svifin af stað.— Bifreiðar hafa mér ávalt fundist að vera þau allra ákjósailleguetu flutnings- og ferðtæki, sem enn éru upp fundin, og aldrei fengið nóg af þeirri unun, að ferðast með þeim. Tvær uppkomnar dætur þeirra hjóna voru með foreldrum sinum og stjórnaði önnur þe'irra (Miss Josephine) bifreiðinni. i— Von bráðar varð glatt á hjalla, og un- un að sitja þarna á þessu litla heimili. Og dat mér smám sara- an í hug, að þetta ferðalag væri ekki ósvipað því, að hugsa sér að vera borinn af engjum í faðm Abrahams. Eg var oft hissa á því, hvað grönnu og hvítu hand- leggirnir á Miss Jóhannson stýrðu snildarlega í gegn um allan þann ósjó af bifreiðum, og oft þykkan mökk af ryki, sem að þyrlaðist upp á leiðinni, og innan í litlu lófunum hennar var líf okkar allra. — En þegar faðmur Abra- hams opnaðist og bifreiðaásjór- inn í ljóshafi borgarinnar varð meiri, fanst mér að Miss Jóhanns- son gefa ekki eftir reyndum og góðum skipstjóra á Atlantshaf- inu. — Eftir 25 ára samveru og 12 ára burtuveru fanst mér að Winnipeg b«rg breiða einlægt hlýjar og hlýjar faðminn á móti mér. — Að taka það fram, og til- nefna hvern mann sérstakl., hvað allir voru góðir við mig, sem eg kom til, yrði of langt mál. Eg var viku um kyrt í borginni, en hún entist skamt til að sjá alla og heimsækja, sem mig langaði til, og sem eg veit að tekið hefðu vel á móti mér. Eg var til húsa allan tímann í sama stað, hjá þeim hjónlim, H. Jóhnnson,s’ því það vildi svo dæmálaust vel til, að það var hvíldartími þeirra systranna, Miss Thelma er nú komin í gegn um háskólana (eg kann ekki að telja þá upp), og hefir nú um tíma frí frá þeim, $n Miss Josephine hvílir sig frá hljómlistarkenslu. svo á hverjum tíma dagsins, sem var, voru þær einlægt reiðubúnar til að fara út með mig í bifreið, hvert sem eg vildi; en svo vissu þær svo mikið betur en eg, hvað eg myndi hafa helzt gaman af að sjá af stórhýsum og vskrutbygg- ingum borgarinnar, ásamt ýmsa garð og fagurt landslg. Einn'ig eyddi stórhýsaeigandi B. Péturs- son miklum parti úr degi, ásamt frú sinni og börnum, til að sýna mér um borgina í þá staði, sem eg hafði ekki komið í. Þegar vikan var liðin, fór vísa, sem eg kunni, að gjöra vart við sig í ihuga mínum, og hún er svona “Heimili er heilagt orð, heimilis fögur storð mætust er mér; Heim kallar hjartans mál, hróp þess er ekkert tál, heim sný eg huga’ og sál, hvar sem eg er.” Og í von um að koma til Winni- peg aftur, fluttu mig þær mæðg- ur þrjár þann 22. ágúst á C.P.R. brautarstöð borgarinnar og þaðan fór eg heim samdægurs, glaður, sáttur og þakklátur við alla vini mína í Winnipeg-borg og eins hina, sem eg hafði ekki tækifæri til að heimsækja, og margir þeirra voru ekki staddir í borginni. Og svo kærar þakkir til allra þeirra, en ekki sízt þeirra, sem eg dveldi lengst hjá. Gimli, 23. ágúst 1927. J. Briem. WHISKY TEGUND, ER ÁVALT STYRKIR HEILSUNA; AÐEINS ÚR BESTU EFNUM OG HÆFILEGA GÖMUL ■ ■—= — (£NadiaM(Bjb. QVhisky græða. gamalmennin þarna eigum við. Allar viljum þerra þrungna hvarma, þýðum yl og kveikja srleði-bjarma. Mat og kaffi megum til að hafa, mikil ósköp, já, við segjum það. Samþykt er og um það lítið skrafa orange, candy, kryddbrauð, súk- kulað. Þá er líka þessi fundur búinn. “Þakka fvrir”, mælti stjórnar- frúin. Þá er úti þessi fundar-saga, þrungin gleði, hún er líka sönn. Hún skal lifa ár og öld hjá “Braga”. því ekki er hún búin til úr fönn. Kvenfélögin blíður Drottinn blessi, bæði á göngu, úti, og inni’ í sessi. Kvenfélögin líkjast jurtareitum, ljóma blóm þar allskyns fegurðar. inni’ í bæjum, úti’ í víðum sveit- um, aldin-skrúði líkn og mannúðar. kærleikans þau krýnast góðu merki, kærliekans í orði bæði’ og verki. Hafið bökk, já hjartans þökk og heiður, , hingað fyrir komu yðar í dag. Fram undan sé gæfuvegur greiður, Gæfan snúi öllu í yðar hag. “Kvenfélögiir lifi lengi—leugi”, _ lýðir hrópa um dali, f jöll og engi. Stílað til allra kvenfélaga ls- lendinga vestan hafs, sérstaklega Nýjasta og bezta BRAUÐTEGUNDIN Búin til með ágœtasta rjómabús smjöri þeirra, sem heimsótt hafa Betel. Lárus Ámason. FRA GIMLI. “Enginn ræður sínum nætur- stað,” segir éitt æfagamalt mál- tæki, og “undarleg eru atvikin” segir annar málsháttur. Það var snemma morguns, þann 14. ágúst, að eg gekk hér um stræti á Gimli, og var erindi mitt það að borga hinum góðkunna bókbindara Einari Gíslasyni fyrir band á bók, sem var eins og fleiri hans handaverk snildarlegt. Jæja, hvað skeður? Úti á svöl- unum á einu húsi, sem eg gekk fram hjá, standa hjón, Mr. og skildi hann svo við brautina í því Mrs. Halldór Jóhannsson, gmlir BAMBYBRfAD Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum. Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Faest bjá mat- vörukaupmanninum. Canada Bread umferðasölum eða með því að hringja upp B201 7-2018. Canada Bread Co. Linrited A. A. RYLEY, Manager í Wi g ipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.