Lögberg - 15.09.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.09.1927, Blaðsíða 4
tils. 4 LöGBERG, FIMTUDAiGINN 15. SEPTEMBER 1927. Jögberg Gefið út Kvern Fimtudag af Tfce Col- umbia Pr«ss Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TftlnHnan N-6327 o« N-6328 Einar P. Jcnsson, Editor Utanánknít tíl THf 60LUM|BI/\ PRE88, Ltd., Box 3172, Wlnnlpeg. Maq. Utanáakrift ritstjórans: ÉOíTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Th« •'LöBbeT*" la prlntad and publiahed by Tha Columblk Praaa, Ldmlted. ln tha Columbla Butldlnc, 8ar«c«nt Ava., Wlnnlpeg, Manitoba. Þjóðbandalagið. Um þessar mundir stendur yfir í Geneva, ársþing Þjóðbandalagsins, League of Nations. Hefir þar, eins og gefur að skilja, margt borið á góma, er tíðindum þýkir sæta. Má þar meðal annars, benda á ræðu utanríkisráðgjafans þýzka, Dr. Stresemanns, er vakti þingfögnuð næsta mikinn. Jafnframt því, sem Dr. Stresemann lýsti yfir þátttöku Þjóðverja í Alþjóðaréttinum, World Court, kvaðst hann *geta fullvisað þing- heim um, að þýzka þjóðin hefði sett sér það markmið, að gerast brautryðjandi friðarhug- sjónanna og helga þeim óskifta krfta. Þótti áheyrendum mikið til ræðunnar koma, og dáðu mjög orðsnild hennar og innihald. Lýsti ræðu- maður trausti sínu á þjóð.bandalaginu, og tald- ist þess fullvís, að því myndi með tíð og tíma auðnast að færa svo út kvíarnar, og skýra bræðralags hugsjónina, að styrjaldir yrðu úti- lokaðar með öllu. 1 sama streng tóku þeir, ut- anríkisráðgjafar Breta og Frakka, Sir Austen Chamberlain og Astride Briand. Kvaðst hinn síðarnefndi sannfærður um það, að svo væri friðarhugsjónin lífræn í eðli sínu, og glaðvak- andi um þessar mundir, að óhugsandi væri með öllu, að harmsagan mikla frá 1914, gæti nokk- uru sinni endurtekið sig. Þjóðunum væri nú farið áð skiljast, að bróðurlegar sáttmálsgerð- ir, yrðu hnefaleiknum jafnan happasælli. * # # Erindreki japönsku þjóðarinnar, Mineichiro Adachi, kvað stjórn sína og þjóð, einhuga um það, að samkepni í vígbúnaði, leiddi ávalt til stríðs og hörmunga, og þess vegna leyfði hann sér fyrir hönd þjóðar sinnar, að krefjast þess, að engri þjóð skyldi heimilað að hafa stærri hor en svo, að öryggi hennar, undir eðlilegum kringumstæðum, yrði sæmilega borgið. Kvað hann Þjóðhandalagið, óhikað mega reiða sig á einlæga samvinnu hinnar iapönsku þjóðar, ef til þess kæmi, að kvatt vrði til nýrrar vopna- takmörkunar stefnu. Alvörumólið mesta væri það, með hverjum ráðum að heimsfriðurinn yrði bezt trygður. Væri þar mest komið undir hjartalagi þjóðanna. Tortrygnin yrði að rýma sæti, fyrir gagnkvæmu trausti og bróðurhug. # # # Málsvari Latvju, á ársþingi Þjóðbandalags- ins, Felix Cielens, utanríkis ráðgjafi, var ekki 'álveg jafn bjartsýnn og fulltrúar stórveldanna, hvað friðarmálið áhrærði. T^aldi hann ástand- ið engu betra, en átti sér stað fyrir heimsstyrj- öldina miklu. Heimsfriðurinn í dag, væri eins og verið hefði þá, að eins vopnaður friður, þar sem allra veðra gæti verið von. Þjóðirnar keptust ei)íi við, bæði l.jóst og leynt, að auka her og flota. Því væri haldið fram, að alt slíkt væri gert með sjálfsöryggi fyrir augum. Þessu væri þó ekki þann veg farið. Drotnunargirni og hagsmunavon, skipaði enn alt of víða for- sætið. Og nema því að eins, að gripið yrði al- varlega í tanmana nú þegar, og vígbúnaður all- ur tafarlaust takmarkaður til muna, væri fátt líklegra en það, að alt gæti lent í bál og brand, innan tiltölulega skamms tíma. * * * Alvarlegar ákúrur, næsta mjög, komu fram í umræðunum á þingi Þjóðbandalagsins, af hálfu Norðurlandaþjóðanna, eða erindreka þeirra, er á þinginu voru mættir. Var fulltrúi Svíanna, Lofgren utanríkisráðgjafi, all stór- orður í garð framkvæmdarnefndar bandalags-’ ins. Taldi hann hana hafa látið sig litlu skifta alvarleg deilumál, er upp hefðu komið meðal hinna ýmsu þjóð á ári því, sem nú væri að líða. Mun hann þar hafa, einkum og sérílagi, haft fyrir augum ágreininginn milli Italíu og Jugo- Slavíu. Kvaðst hann hafa fyrir því fullar sannanir, að innan vébanda Þjóðbandalagsins væri að verki nokkurs konar innri hringur, eða samábyrgð, er í raun og veru réði lofum og lög- um, og gerði út um mikilvæg mál að tjalda- baki. — 1 sama streng tók Norðmannafulltrú- inn, og kvað slíkt firn mikil, ef önnur eins ó- hæfa væri látin viðgangast átölulaust. Kvað hann ærna bölvun hlotist hafa af leynibralli í stjórnmálum í liðinni tíð, um leið og hann krafðist þess, að spilin yrðu lögð á borðið. Meðferð opinberra mála, og þá ekki sízt sjálft mál málanna, friðarmálið, yrði að grundvallast á hroinskilni á allar hliðar, ef nokkurs varan- Iegs árangurs mætti vænta. Framtrðardraum- urinn mikli um frið á jöhðu, mvndi því að eins rætast, að samvinna þjóðanna öll, væri bygð á gagnkvæmum, bróðurlegum skilningi. # * # Erindrekar Pólverja, þeir er á ársþingi Þjóðbandalagsins mættu, virtust næsta sárir þegar í upphafi þings, út úr gangi hinna ýmsu mála. Afeldu þeir stórveldin fyrir lítt afsak- anlegt afskiftaleysi, gagnvart öryggi hinna máttarminni þjóða. Samkvæmt eðli og anda bandalagsins, skyldu allir meðlimir þess vera jafn réttháir. Þetta hefði, í framkvæmdinni, rejmst nokkuð á annan veg. Minni þjóðirnar, margar hverjar, væru ekki einu sinni kvaddar til ráða, þá er gert skyldi út um mikilvæg mál, heldur væri svo að sjá, sem þeim væri leyft af nájð, að mæta á þingi bandalagsins einu sinni á ári, til þess að segja já og amen við öllu því, sem þeir útvöldu og fáu hefðu fvrir löngu ráð- stafað. Slíkt mætti ekki lengur viðgangast. Hreinskilnin yrði að vera ráðandi aflið, ef stofnunin, Þjóðbandalagið sjálft, ætti ekki að hrvnja sem spilaborg. Báru hinir pólversku fulltrúar fram tillögu til þingsályktunar, er út á það gekk, að stríð skyldi skoðast sem al- þjóðaglæpur, og að hver einasta þjóð, er til Þjóðbandalagsins teldist, skyldi sverja þess dýran eið, að gera út um öll ágreiningsmál, stór eða smá, á friðsamlegan hátt. Var tillaga þessi eigi ritrædd, er síðast fréttist. Saga hinnar pólsku þjóðar, hefir verið blóðug raunasaga. Er því sízt að kynja, þótt fulltrúar hennar gengi framarla í fylkingu, hvað við kom kröfunum um öryggi heimsfrið- arins. # # Utanríkisráðgjafinn . brezki, Sir Austen Chamberlain, hélt uppi svörum af hálfu þjóð- ar sinnar. Kvað hann stjórn þá, er hann ætti sæti í, byggja stefnu sína í utanríkismálKnum á grundvallar tilgangi ýÞjóðbandalagsins. “Það skiftir engu máli,” sagðÞ utanríkisráð- gjafinn, “við hvaða þjóð vér semjum. Vér gerum þeim öllum jafnt undir höfði, með hlið- sjón af hugsjónum þeim, er Þjóðbandalagið, fyrst og síðast, ber fyrir brjósti.” Engu kvaðst utanríkisráðgjafinn vilja um það spá, hvort stríð myndi eiga sér stað í fram- tíðinni, eða ekki. Hitt dyldist sér þó ekki, að Þjóðbandalagið hefði þegar komið því til leið- ar, að langtum torveldara yrði fyrir yfirgangs- seggi héðan í frá, að leiða þjóðir út í blóðbað, en við hefði gengist í liðinni tíð. Auk þess væri skilningur almennings stöðugt að glöggvast, á efnalegu og andlegu verðmæti varanlegs frið- ar. Vel sagðist hann skilja kröfur hinna smærri þjóða um 'aukið þjóðemislegt öryggi. Þó kvaðst hann eigi ganga þess dulinn, að Bret- land hefði nóg á sinni könnu sem stæði, án þess að undirgangast frekari ábyrgðir. Þjóð sín hefði tekist þá ábyrgð á hendur, að vernda hlutleysi Þýzkalands, Frakklands og Belgíu. Frekari ábyrgðir sæi hún sér ekki fært að tak- ast á hendur að sinni, án*þess að stofna sjálfri sér, eða brezku veldisheildinni í hættu. — Með tilliti til vopnatakmöPkunar málsins, féllu ut- anríkisráðgjafanum orð á þá leið, að skýrustu sönnunina fvrir hugarafstöðu Breta í því máli, væri að finna í þeirri staðreynd, hve útgjöldin til hers og flota, hefðu farið lækkandi jafnt og þétt. Væri nú svo komið, að slík útgjöld reyndust drjúgum lægri, en átti sér stað fyrir heimsstyrjöldina miklu. Auk þess færi tala her- manna, talsvert lækkandi með ári hverju. Fór hinn brezki utanríkisráðgjafi, þar næst nokkr- um orðtfm um byrðar þær hinaY miklu og marg- víslegu, er brezka þjóðin yrði að bera, í sam- bandi við vernd þjóða og þjóðarbrota, svo að segja út um allan heim. Kvaðst hann með engu móti geta séð, að þjóðin, þó hún væri af öllum vilja gerð, gæti tekist á hendur fleiri á- hyrgðir, né víðara löggæzlusvið, en nú ætti sér stað. Að lokum lýsti utanríkisráðgjafinn yfir því, að hann væri í öllum megin atriðum samþykkur þeirri uppástungu Finnlendinga, er fram hefði komið á þinginu, um stofnun sjóðs, undir eftir- liti Þjóðbandalagsin^s til styrktar og endur- reisnar þeim þjóðum, er verða kynnn fyrir því óláni, að lenda í stríði við yfirgangsseggi og tapa frelsi sínu. Röggsamlega gert. Þess hefir áður getið verið hér í blaðinu, og það vítt að makleikum, hve eftirlitið með -framkvæmd vínsölulaganna hér í fylkinu, hafH verið frámuna slælegt, og hve stór háski gæti af því leitt, ef ekki vrði tekið í taumana. Það er ekkert leyndarmál, að ölsöluknæpum hefir farið fjölgandi með slíkum geysihraða, að lögreglan, jafnvel hversu vel sem hún hefir lagt sig í líma, fékk ekki lengur rönd við reist. Eifi megin ástæðan fyrir aukning hinnar ó- löglegu sölu, liggur í því, hve sum ölgerðarhús- in hafa misbeitt stöðu sinni, með því að selja einstaklingum margfalt meiri bvrgðir, en lögin heimiluðu. Hvað slíkt hefir viðgengist lengi, verður ekki með vissu sagt um, en víst er, að þessi ófögnuður hefir viðgengist í háa herrans tíð. Svo hefir faraklur þessi magnast upp á síðkastið, að stjómin hefir ekki séð sér annað fært, en að grípa til alvaplegra ráðstafana. Hefir franjkvæmdarnefnd vínsölunnar, fvrir stjórnarinnar hönd, endurkallað viðskifta- leyfi tveggja þeirra ölgerðarhúsa, er grunur lék á, að flest hofðu löghrotin framið. Misti annað ölgerðarhúsið leyfi sitt í viku, en hitt í hálfan mánuð. Hefir stjómin sýnt drengilega röggsemi í máli þessu, og verðskuldar að launum almenn- ings þokk.. \ Vísindin nálœgja oss guði, Samtal við vísindamanninn Dr. Michael Pupin. Eftir Albert Edtvard Wiggam. III. “Athugum snöggvast, hvað fyrir kom, eft- ir að guð hafði skapað stjörnurnar, úr ör- smæddum þeim, er electrons nefnast. Sú stjarn- an, er oss stendur næst, Móðir jörð, þéttist sam- an og smá kólnaði, unz hún var orðin byggilegt heimkynni lifandi vera. Jörðin tók að mora af lífi. Hvar, hvenær og hvernig, slík lífmynd- un hófst, er oss ókunnngt um. “Jóhannes guðspjallamaður, kemst svo að orði: “1 upphafi var orðið, og orðið var hjá guði.” Andlega sinnaðir nútíma vísindamenn, myndu ef til vill víkja setningunni ofurlítið við, og orða hana þannig: “í upphafi var alvizk- an, og alvizkan var hjá guði.” “Látum oss fylgja þroskasögunni eftir, gegn um óteljandi áramiljónir, unz þar er komið, að maðurinn kemur fram á sjónarsviðið,—manns- sálin, þetta allra dásamlegasta sköpunarverk • drottins. — “Enginn getur nokkurn tíma gert sér í hug- arlund, hve óendanlega langan tíma það hafi tékið guð, að fullkomna manninn og gæða hann þeirri sál, sem er ljómi hans dýrðar og ímynd hans veru. “Er það sennilegt, eða sanngjarnt, að ætla, að mannslífið' sé að eins blaktandi skar, er slokkni út af fyrir fult og alt við aðkomu breytingar þeirrar, er vér köllum dauða? Deyr sálin um leið og líkaminn? Er það hugsanlegt, að þrosjjun sálarinnar, hafi verið unnin fyrir gíg? “Mér fyrir mitt leyti, finst, það hvorki lík- legt, né sanngjarnt, að aðeins sé tjaldað til einnar nætur, þegar um er að ræða jafn dasam- legt kraftaverk, sem mannsálin er. “Þótt vísindin veiti ekki beina, stærðfræðilega sönnun, fyrir ódauðleika sálarinnar, þá styrkja þau trú vora engu að síður, og glæða í brjóst- um vorum skynsamlega von. Þau styrkja oss enn fremur í þeirri skoðun, að hið efnislega eða jarðneska líf, sé einungis hlekkur í þroskakeðju sálarinnar. ‘ ‘ Að því er eg bezt fæ séð, benda vísinda til- raunir yfirleitt í þá átt, að sál mannsins sé eilífs eðlis, og að frambaldslögmálið verði undir engum kringumstæðum truflað, við breytingu þá, er vér nefnum dauða. Vísindin eru stöð- ugt að opinbera dásemdir guðs, og skýra af- stöðu vora til skaparans. Þau styrkja oss í trúnni á guð, — og guðshugmyndin er undir- staða allra trúarbragða. “Því hefir oft sinnis verið haldið fram, að vísindin gætu enga samleið átt með kristindóm- inum. Slík staðhæfing er gersamlega röng. Vísindin gera mann betur kristinn. Sú er að minsta kosti persónuleg reynsla mín. Næsta ár, hefi eg ákveðið að ferðast um, og flytja fyrir- lestra við hinar og þessar æðri mentastofnanir, um hina andlegu hlið vísindanna. Eg er sann- færður um, að á bak við alt, liggur óhagganleg- ur eilífðar tilgangur, er það hefir megin mark, að þroska og fegra mannsálina. Þar renna trú og vísindi saman í eitt. Vísindin glæða trúar- lífið og styrkja eilífðarvonina. Slík hefir orð- ið reynsla mín. “Vísindunum eru engin takmörk sett. Ein opinberanin fylgir annari, í hvaða átt, sem litið er. Eg hefi að eins minst á fjórar þeirra hér að framan, sem hver um sig, er talandi vóttur um dásemdir skaparans. Nýjar opinberanir eru frain undan, sem eins og hinar, hníga að því, að fegra og fullkomna mannsálina, og auka á vegsemd guðs. Vér erum stöðugt að færast nær takmarki hins sanna skilnings á tilver- unni og leyndardómum hennar. Hver einasta opinberan, flytur oss áfram og upp á við, þang- að sem alt líf stefnir. “Eg hefi nú með fáum orðum, minst á fjór- ar helztu vísinda opinberanir síðustu þrjú hundruð' ára, og bent á, hve mjög þær hafi ná- lægt mannkynið skapara sínum og herra. 1 hverju að næstu opinberanirnar kunni að verða fólgnar, skal engu spáð um að svo stöddu. En vafalaust verða þær hver annari dásamlegri. Og óhugsanlegt finst mér það ekki, að sá tími komí, að mannkyninu auðnist, jafnvel með jarð- neskum augum, að spegla sig í dýrðarljóma al- máttugs guðs, og bergja af brunni hinnar eilífu vizku. Vísindin eru jafnt og þétt að nálægja oss guði. Þau hafa göfgað og glætt mín eigin trúarbrögð, og hygg eg að margir aðrir hafi sömu sögu að segja. “Trúarbrögð mín, sem aldurhnigins vís- indamanns, eru enn í beinu samræmi við bæn- arorð þau, er eg sem unglingur nam af móðurr vörum. Undirstaðan er ein og hin sama. Vís- ipdin hafa að eins dýpkað og skýrt skilning' minn á lífstilganginum mikla, og flutt mig nær skapara mínum. Tilgangur vísindanna, er ekki eins'korðaður við uppgötvanir, er til þess eins miða, að auka auðlegð og þægindi, þótt hvorttveggja sé til mikillar blessunar. Hafi vísindunum ekki auðnast að göfgva trúarbrögð mín, og glöggva skilning minn á afstöðunni til skapar- ans, þá hefir öll vísindastarfsemi mín mis- hepnast og farið út um þúfur. “Vísindin hafa gert mig að sannkristnari manni, og eg held að þau hljóti að gera það sama við alla þá menn, og allar þær konur, er leitast við í einlægni, að skilja hin dásamlegu eðlislög tilverunnar, — frumlög almáttugs guðs. — ÞEIR SEM ÞURFA KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK ^llllllllllllllllllllllllllll|lll|l|||lll|||l|||lllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllll>ll|l£ 1 Samlagssölu aðferðin. | Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar* = = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega = = laegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin = = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni = E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru = = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; Winaipeg,Manitoba | niiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiif= Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aS flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Eyðið ipeningum yðar á GALMI MADURINN SEGIR: “Eg byrjaði að vinna fimtán ára. Nú hætti eg vinnu sextugur. Laun mín voru að meðalt. $1,500. Alls vann eg mér inn $67.500. Og nú hefi eg safnað $30,000. Til þessa varði eg $6 á viku.” Biðjið um kverið “The Measure of Your Income” s The Roya! Bank of Canada Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar. Þrátt fyrir stríð og styrjaldir og ribbaldahátt þessarar aldar, og haturseld manna á milli, sem eðli- lega afleiðing, þá er samt geisla- skin mannúðar og drenglyndis, sem leiftrar af frásögu fyrri tíð- ar og fram á þenna dag. í órækt- arakri þjóðlífsins spruttu fögur blóm, sem angaði af og prýddi innan um þistlana og óræktarill- gresið; fögrum og ódauðlegum myndum bregður upp fyrir sjón um manna úr fyrri tíðar sögu þessa lands, eins og úr sögu heimsins á öllum tímum, og þá ekki sízt úr fyrri tíðar sögu ís- lendinga, sem þó svo víða er hryggilega sorgleg aflestrar, þrátt fyrir hetjuskap, vit og drenglyndi minni hlutans. Þar sem hnefarétturinn er hæsti réittur, -þar Jsem herguðinn !er dýrkaður, þar sem máttur hins sterka er æðsta úrskurð- arvaldið, og lítilmagninn troðinn undir fótum, þar verður vana- lega fátt um fína drætti. En góðu, drenglyndu, kærleiksríku og heilu mennirnir, eru sem endur- skin æðri kraftar, sem slær ljósi á leið mannanna, og gerir lífið fagurt, þrátt fyrir alt hið ljóta og ófagra. Það eru mennirnir, sem hafa bjargað mannlífinu við ávalt þegar hið dimmasta myrk- ur hefir grúft yfir. Montcalrn greifi, er einn maður ur í sögunm, sem maður fær virð- ingu fyrir; ekki fyrir hernaðar- frægð hans, sérstaklega, heldur miklu fremur fyrir hans stórnu og góðu mannkosti og drenglund, þegar hann hafði yfirstjórn hers- ins í Canada og hann mintist á landið, sagði hann: “þvílíkt Iand, hér verða allir fantar ríkir, en ráðvandir menn eru féflettir, Vér skulum bjarga þessu óham- ingjusama landi, eða láta lífið ella.” Þessi orð lýsa manninum kannske betur, en heil saga um hernaðarfrægð hans getur gert. James Wolfe, hershöfðingi, er annar maður, sem tignaður hefir verið í sögunni réttilega — sum- ir menn hafa verið tignaðir ranglega. — Hann var snjall her- stjóri, en hann var líka maður. Undur fagurri mynd ! bregður fyrir af honum, þegar hann fór síðasta áfangann, til þess að vinna sitt skylduverk. Er það sagt, að hann hafi raulað fyrir munni sér nokkur erindi úr hinu fagra kvæði “Grafreiturinn”, eft- ir skáldið og lærdómsmanninn enska, Thomas Grey, sem hann hafði þá nýlega ort, og lagði Wolfe sérstaka áherzlu á þessa hendingu: “The Paths of glory lead but to the grave.” (Á ís- lenzku, eins og Einar Benedikts- son þýðir það (þótt þýðingin ekki nái fyllilega fegurðarhreim frum- hendingarinnar) : “Hver frægð og veglok — ein í sömu gröf”. Er Wolfe hafði mælt þessi stef fram þrungin af samblandi vonar og kvíða, segir hann við þá, sem nærstaddir voru: “Eg vildi heldur vera höfundur þessara ljóða, en að taka Quebec her- skildi á morgun.” Þetta er ein fegursta myndin úr sögu cand- iskrar þjóðar, hún sýnir manninn Wolfe í fegurra Ijósi, hún sýnir að hann átti hugsjónir dýpri og háfleygari, en hugsjón hernaðar- frægðarinnar, að andi hans sveif hærra, hærra, þrátt fyrir aldar- andann og veginn, sem hann varð að þræða. Þegar við lítum yfir svið sög- unnar á þessum tímum, þá sjá- um við, aðra fagra mynd, sem er aðdáunarverð, en það frá Louis- bourgf höfuðsmaður staðarins, Drucour, sem á að verja vígið og gerir það ejns og sannri hetju sæmir, á stærri og göfugri anda, en andai stríðs og sérþótta. Þegar neyðin þrengir að Englendingum, þa býður hann Amherst herstjóra 1 þónustu hans æfða franska her- lækna, til þess að hjúkra særðum enskum hermönnum, sem vopn. báru á móti staðnum, og sem vin- armerki sendir Amherst frú Drucour körfu af suðrænum ald- inum, en hún, sem sjálf sýndi hetjulund og gekk til víga til varnar staðnum meðan kostur var, endurgalt með vinasendingu í sömu mynt. Þótt sótt væri og varist npp á líf og dauða, náði þó heiftareldurinn ekki svo tökum á huga Drucour’s, að hann ekki sýndi. kærleiksanda og dreng- lyndi, þegar hann gat komið. því við.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.