Lögberg - 15.09.1927, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.09.1927, Blaðsíða 8
bls. 8 uöGEERG, FIMTUDAGINN 15. SEPTEM'BER 1927. Sjáið! Peningum yðar skil- að aftur og 10% að auki ef þér eruðei ánœgðir með RobinHood FI/OUR ÁBYGGILEG PENINGA TRYGG ING í HVERJUM POKA Ur Bænum. Gefin saman í hjónaband, 12. þ.m., af séra Birni B. Jónssyni, Jóhann J. Einarson og Mabel K. Smith, bæði frá Hnausa, Man. Wilfred L. Finnson og Thor- gerður S. Jónsson, voru gefin saman í hjónaband af séra Birni J. Jónssyni, þann 6. þ.m. Harold Magnusson og Ingibjörg M. Oddson, frá Nes, Man., voru gefin saman í hjónaband af séra Birni B. Jónssyni 31. ág. síðastl. Mr. Helgi Johnson, knattstofu- eigandi, kom heim úr íslands ferð sinni á mánudagskveldið, Með honum kom frændstúHca hans, Miss Hólmfríður Thordarson frá Ljósalandi í Vopnafirði. MESSUBOŒ). Undirritaður flytur guðsþjón- ustu sunnudaginn 25. þ. m. í Jóns Bjarnasonar söfnuði kl. 11 f. h. og í Betaníu-söfnuði kl. 3 e. h. Biðja vil eg meðlimi safnaðanna og aðra sem hlyntir hlyntir eru kirkju- legri starfsemi á þeim stöðvum, að vera viðstadda. Stuttur fund- ur verður haldinn eftir messu á hvorum stað fyrir sig. Safnað- arfólk er beðið að útvega hús- pláss fyrir þessar guðslþjónustur. Lundar, 9. sept. 1927. H. J. Leó. Líður vél nú Það er sagt, að í marga ára- tugi hafi alþýðunni á Þýzkalandi aldrei liðið eins vel, eins og ein- mitt nú, þrátt fyrir allar hörm- ungarnar, sem af stríðinu Ieiddu. Ekki að eins klæðir fólkið sig bet- ur, heldur en áður var, heldur er alt fas þess og framkoma á þá leið, að það leynir sér ekki, að nú nýtur fólkið meira frelsis og hef- ir bjartari vonir heldur en þegar keisarinn var þar í allri sinni dýrð og ’hann og gæðingar hans réðu þar lögum og lofum. Fyrst eftir að kejsarastjórninni var hrundið af stóli, notuðu margir frelsið heldur freklega, en nú hafa heræfingarnar hafa að miklu leyti hætt, og er það að vissu leyti skaði, því þær gerðu menn hrausta og harðfenga. En nú stunda ung- ir menn þar líkamsæfingar og í- þróttir af ýmsu tagi, miklu meir en áður var. Þykja það góð skifti, er heilsusamlegar líkamsæfingar koma í stað heræfinga. Ungfrú Thorstína Jackson, hef- ir samkomur og sýnir myndir frá íslandi á eftirgreindum stöðum: Glenboro — 20. sept. Brú •— 21. sept. Grund — 22. sept. Baldur — 23. sept. Cypress River — 26. sept. Ungfrú Jackson talar á íslenzku á öllum stöðunum, nema í Cypress River, þar sem hún talar á ensku. Allar samkomurnar byrja kl. 8.30 að kveldi. Christine Hannesson, Psano-keonari 852 Banning Street Tals. 21 618 Mr. og Mrs. J. J. Bildfell, og börn þeirra, komu heim á miðviku- daginn í vikunni sem leið sunnan frá Bandaríkjum, þar sem þau voru á ferðalagi þriggja vikna tíma. Þau komu til Minneapolis, St. Paul, Chicago, Detroit og ýmsra annara borga þar syðra. Ferðuðust í bíl sínum alla leið. Laugardagskvöldið 10. þ.m. voru gefin saman í hjónaband, af séra Birni B. Jónssyni, Sidney L. W. Bowley og Ellen Aurora Good- man. Hjónavígsjan fór fram í Fyrstu lútersku kirkju. ISíðan var haldið efnkar ánægjulegt sam- sæti að heimili foreldra brúðar- innar, Mr. og Mrs„ Carl Goodman, 688 Victor St. Mr. Sveinn Björnsson, frá Se- attle, er staddur hér í borginni. Hann er bróðir Dr. O. Björnson- ar, Mrs. P. S. Bardal og þeirra systkina. Er hann nú að heim- sækja þau og aðra frændur sína og vini hér um slóðir. Mr. Björnson hefir ekki komið til Winnipeg síð- an 1885, að hann fór héðan, þá f.vrst til N. Dakota, en í Seattle hefir hann nú verið nálega 40 ár. Veitið athygli! Þar sem íþrótta samkoma sú, er “Sleipnir” hélt þann 9. þ.m. hér í Winnipeg, tókst með einrómi á- horfendanna ágætlega, þá hefir félagið ákveðið að hafa aðra sýn- ingu í .Selkirk föstudginn þann 16. þ.m. kl. 8.15 í samkomuhúsi lúterska safnaðarins. Til skemtunar verður fimleika- sýning, undir stjórn Haraldar Sveinbjörnssonar, einnig verður “boxing”, “wrestling” og íslenzk glíma. Ritstjóri Heimskringlu, Sigfús Halldórs frá Höfnum, fer nokkrum orðum um líkamsþjálf- un. Enn fremur hefir einn af beztu styrktarmeðlimum Sleipn- is, Ásmundur Jóhannsson, sem er nýkominn frá Islandi, lofað að segja fréttir að heiman. — Á eft- ir verður dans, með góðum hljóð- færaslætti. Nefndin. SAMKOMA verður í samkomusal Sambands- safnaðar á Banning St. næst mánudag, 18. þ.m. Mr. Sigurður Vilhjálmsson flytur ræðu; um- talsefni: Hver hefir stjórnarráð landsins? Málefnið felur í sér margar spurningar, sem krefjast úrlausnar. Málflytjandi óskar eft- ir djarflegum umræðum á eftir. Sigf. Halldórs frá Höfnum syng- ur, og Mr. og Mrs. Johnson spila á fiðlu og píanó. Aðgangur 35 cent. Byrjar stundvíslega kl. 8 Rolph >E. Kirkrod og Jennie Burchill voru gefin saman í hjóna- band þann 3. þ.m. af séra Birni B. Jónssyni. Hugh L. Hannesson, píano-kennari Phone 34 966 Phone Kecslustofa: 523 Sherbrook St. ÁVARP, sem flutt var séra Sigurði Ólafs- syni og frú hans, Ingibjörgu, á fagnaðarmóti, er þeim var haldjð í kirkju Gimli-safnaðar, sunnu- daginn 28. ágúst síðastliðinn: Stúkan Hekla er að undirbúa eina-sína vanalegu sjúkrasjóðs- tombólu, og búast þeir við að hafa hana mánudagskvöldið 10. októ- ber. Þeir setja þessa umgetn ingu nú til þess að þeir síður reki sig á aðra, eða aðrir á þá sem ætíð skemmir fyrir báðum. — Auglýsing síðar. Nefndin. Óskað er eftir kvenmanni ''mætti hafa eitt barn) til hjálpar við innanhússverk á íslenzku heimili í íslenzkri bygð í Sask. Þarf að vera vön við matreiðslu, 4 og 5 til heimilis; húsið rúm- gott og þægilegt, vinnan létt og góð aðbúð. Upplýsingar hjá rit- stjóra Lögbergs. iMr. Sigurjón Bergvinsson frá Brown, Man. kom til borgarinnar í síðustu viku og var hér tvo eða þrjá daga. Hið árlega læknaiþing Manitoba fylkis, hefir undanfarna daga staðið yfir hér í borginni. Var þar fjöldi lækna saman kominn og margir fyrirlestrar fluttir um læknisfræðileg efni. Einn af að- al ræðumönnunum á þessu þingi var hinn mikilsvirti landi vor, Dr. B. J. Brandson. Slæm prent villa hefir slæðst inn í grein mína “Frægð”, í síð- asta tölubl. Lögbergs. Þar stend- ur: “en manngildi má ekki miða einungis eftir útliti manna,” en á að vera: eftir titlum manna. — étur Sigurðsson. Mr. Gunnar Árnason, sem dvalið hefir hér í bæ í sumar, fór suður til Chicago á þriðju- daginn var, þar sem kona hans og synir eiga heima. Vinnukona óskast nú Upplýsingar veitir Mrs. Hallgrímsson, 548 Agnes Phone: 33 949. þegar. L. J. Street. Eg hefi enn no'kkur eintök af kverinu “Sonur hins blessaða”,— svarinu gegn bæklingi séra Gunn- ars í Saurbæ um faðerni Krists; verðið er að eins 15c. Einnig hefi eg enn fá eintök af “Sundar Singh” $1.50, og “Kanamóri’”, postuli Japansmanna, 50c. Þessa síðustu bók gef eg sem kaupbætir með árgangi af “Bjarma” fyrir $1.50. — S. Sigurjónsson, 724 Bev- erley St., Winnipeg. Kvikmyndasýning og Dans. verÖur í Riverton, Föstndaginn 23. Sept. Efni kvikmyndarinnar er tekið úr sögunni Michael Stro- goff, sem er ein af víðfrægustu sögum eftir Jules Verne. Lesendur íslenzku blaðanna kannast vel við þessa sögu, því hún er til í íslenzkri þýðingu eftir Eggert Jóhannsson og þykir ein af vorum bezt þýddu sögum. Eftir að kvikmyndasýningin er úti verður dansað til kl. 2 um nóttina Mr. og Mrs, S. Sigurdsson annast um hljóðfaeraslátt á meðan á sýningunni stendur. Jick Olivsr sýnir þ=3sa frægu mynd. Sýningin hefst klukkan 8.30 að kveldinu, Aðjangur fyrir follorðna 50c. - Fyrir börn 25c. Séra Friðrik A. Friðriksson frá Wynyard, Sask. var staddur í borg- inni í vikunni sem leið. Viðurkendur skóli. Kent að leika á píanó, orgel og fiðlu; einig fræðsla um söngfræði o" sögu sönglistarinnar. Tilsögn veitt eirfstaklingum og flokkum. Frekari upplýsingar gefa Sisters of the Order of St. Benedict, Árborg, Man. Mr. J. Thordarson, sem í mörg ár hefir verið ráðsmaður fyrir N. Bawlf Grain Co. bæði í Alberta og nú síðustu árin í Winnipeg, er nú fluttur til Calgary og er ráðsmaður fyrir Alberta Pacific Grain Com- pany, Ltd. Mr. Thordason hefir um langt skeið stundað hveitiverzl- un í Vestur-Canada og unnið sér mikið traust og álit. Vinir Jóns Bjarnasonar skóla eru flestir þeirra, sem hafa reynt hann. Hann á ekki marga mótstöðumenn í hópi þeirra, sem hans hafa notið. Það er sannfæring mín, að þvi fleiri sem nota hann, þeim mun fleiri verði vinir hans. Gefiðjokkur tæki- færi, landar góðir, og vitið hvort þetta er ekki satt. 1 seinni tíð hafa skólanum borist umsóknir úr ýmsum áttum, en þar er enn rúm. Fimtánda starfsár sitt hefur skólinn, ef Guð lofar, næsta þriðjudag, 20. sept., kl. 9 að morgni Heimili hans er 452 Home St. Nemendur eru velkomnir eins fyrir þvi þó þeir ekki hafi sent neina fyrirfram umsókn, en sjálfum þeim er það fyrir beztu, að þeir séu komnir þegar við byrjum, eða eins nálægt þeim tima og nokkur kostur er á. Með vinsemd og strausti til Vest- ur-íslendinga, að þeir meti og noti það sem þeir sjálfir eiga. Rúnólfur Marteinsson. 33 923. 493 Lipton St. Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar býður safnaðarfólkinu, og öðrum vinum safnaðarins, að heimsækja sig í samkomusal kirkj- unnar í kveld, fimtudag, kl. 8. Yfir sumarmánuðina hefir margt af safnaðarfólkinu verið burtu úr bænum, en mun nú flest komið heim, og er þetta gert aðallega til þess, að gefa fólkinu kost á að heilsa 0g fagna hvað öðru. Veit- ingar verða fram reiddar og ým- islegt um hönd haft til skemtun- ar, svo sem söngur 0g hljóðfæra- sláttur. Ekki að eins safnaðar- fólkið, heldur líka allir aðrir, sem sækja kirkjuna, eða eru með söfn- uðinum í starfi hans á einhvern hátt, eru hjartanlega velkomnir. “Séra Sigurður Ólafsson! Við, konur 0g menn í Gimli- söfnuði, höfum komið saman hér í dag til að eiga glaða stund með þér, frú þinni og börnum, um leið og starf þitt hefst á ný að loknu sumarfríi. Við viljum, um leið, láta berast til ykkar nokkuð af þeirri velvild, sem við eigum inn- anbrjósts gganvart ykkur hjón- unum. Þegar þið hjónin hafið boðið okkur til gleði- og kærleiksmóts, höfum við, ef til vil, ekki fært þaklæti okkar fram í nægilega við- eigandi búningi, né heldur hafa þakklætisorð ávalt verið í té lát- in út af því margvíslega,. sem þú hefir unnið, og þið hjónin bæði, okkur til góðs. Tilfinningin um þessa Iþakklæt- isskuld, hefir knúð okkur saman hér í dag. Á það viljum við biðja ykkur að líta, að þó ávarpsorð þessi verði ófullkomin, á mótið sjálft að bera vott um þakklæti. Menn tjá öðrum það, sem þeim er í hug, ekki einungis með orð- um, heldur einnig með athöfnum, viðmóti og látbragði. Við viljum segja ykkur þakkir með þessu móti. Árin, sem við höfum notið þjón- ustu þinnar, séra Sigurður, hafa verið safnaðarfólki þínu inndæl ár. Samkomulag milli þín og okk- ar, hefir ætíð verið ákjósanlegt. Rómversk-kaþólskir menn kalla prestinn sinn “föður”. Þú hefir frá fyrstu tíð og ávalt verið sann- ur “faðir” í söfnuði þessum og starfi hans. í kirkju og utan hef- ir þú flutt okkur guðs orð með krafti ,og kærleika. Nærgætni þína og umönnun fáum við aldrei fullþakkað. Ljúfmensku þína og lipurð dáum við. Aðlaðandi, skáldlegt tungutak þitt flytur okkur unað. Sem kennimaður, fræðari, heimilisgestur og maður, ert þú til fyrirmyndar 0g ánægju. Við erum einnig sannfærð um, að enginn annar maður hefði átt betri tök á kristilegri framkomu gagnvart þeim, sem fyrir utan söfnuð vorn standa. Alt mannfélagið vor á meðal, virðir þig 0g treystir þér. Á öll- um sviðum höfum við notið heil- brigðra og hagkvæmra áhrifa þinna. Þú hefir þjónað drotni trúlega í þinni stöðu meðal vor. Oftar en einu sinni síðan þú fi'omst, hefir þú átt kost á stöð- um annars staðar, en þú hefir látið okur sitja í fyrirrúmi. Nú síðast, í fyrra, hafnaðir þú á- gætu boði frá prestakalli í Sas- katchewan. Fyrir þetta þökkum við í hjörtum okkar, betur en við kunnum að láta orðin túlka. Og'.þú, frú Ingibjörg, hefir unn- ið mikið og fagurt verk í þessu mannfélagi og þessum söfnuði, fyr ogtsíðar. Það sem þú hefir unnið, við hlið manns þíns, starf- inu til blessunar, þökkum við af öllu hjarta. Við biðjum gpð að blessa ykkur hjónin og börnin ykkar, launa ykkur dygða-ríka þjónustu, lofa okkur lengi að njóta ykkar, og gefa ríkulega uppskeru af starfi ykkar.” Jónína Johnson Pianokennari. Studio 646 Toronto St. Phone 89 758 Heitna 26 283 THE WONDERLAND THEATRE Fimtu-Föstu- og Laugardag ÞESSA VIKU Comedy Drama PRIVATE ISSY MURPHY Aukasýníng The New Serics HELEN & WARREN Einnig Our Gang Comedy Yale and Harvard Þú veist hvað það meinar Aukasýning laugardagseftirmiðdag Juvenile Musicians, Singers and Dancers Mánudag Þriðjudag og Miðv.dag * John Gilbert í THESH0W Violet Helgason Piano-kennari 586 Burnell Street Tals. 37 862 Holmes Bros. Transfer Co. Baggage and Furniture Moving Phone 30 449 668 Alverstone St., Winnipeg Viðskifti Islendinga óskað. G. IW. MAGNUSSON Nuddlæknir. 607 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 3-7 e.h. og á Sunnudögum frá 11-12 f.h.’ Exchange Taxi Sími 30 500 $1.00 fyrir keyrslu til allra. staða innan bæjar. TOMBÓLA OG DANS hefir stúkan Skuld Nr. 34, I.O.G. T. fyrir “sjúkrasjóðinn” þann 26. sept. 1927. Vandað verður til ..tombólunnar. Eins og almenningi er kunnugt, þarf ekki að mæla með tombólum stúkunnar Skuld- ar, þær gjöra það sjálfar. Nánar verður getið um kjördrætti þá, sem verða á tombólunni í næstu blöðum. Nefndin. Gert við allar tegundir bif- ceiða, bilaðar bifreiðar dregnar hvert sem vera vill. Bifreiðar ( gejmidar. Wankling, Millican Motors, LtdL Ferðist til Islands með The Swedish American Line og trygg-ið yður þannig ánægjulega ferð. CHRISTMAS EXCURSIONS undir persónulegu eftirliti voru: “Drottningholm,” Halifax 28. móv. “Stockholm”, Halifax 5. des. "Gripsholm” New York, 9. des. Járnbrautarfélögin I Canada leggja til sérstaka vagna og svefnviagn fyrir þá er þátt tiaka 1 þessum Canada Christ- mas Excursiong. Eruð þér að hjálpa vinum yðar eða frændum frá gamla landinu til Cartada? Vierið vissir um, að láta þá koma með Swedish American línunni, þar sem alt er upp á það fullkomnasta, fæði, hrein- læti og fljótar ferðir. Farbréf til íslands og hingað aftur & þriðjia farrými, $196.00. Aðra leið kosta farbréf á þriðja farrými $122.50. SWEDISH AMERICAN LBNE 470 Main St., Winnipeg, Man. The Viking Hotel 785 Main Street Cor. Main and Sutherland Herbergi frá 75c. til $1.00 yfir nóttina. Phone J-7685 CHAS. GUSTAFSON, eigandi Ágætur matsölustaður í sam- bandi við hótelið. > ################################ “Það er til ljósmynda smiður í Winnipeg,, Phone A7921 Eatons opposite W. W. R0BS0N 317 Portage Ave. KennedyBldg ÞJÓÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem þossi borg hcfir nokkurn tina haft innan vébanda sinna. Fyrírtaks máltlðir, skyri, pönnu- kökui, rullupyilsa og þjóðríeknis- kaffi. — Utanbæjarmenn fá sé. ávalt fyrst hressingu á WKVEL CAFE, 692 Sargent Ave Slmi: B-3197. Rooney Stevens, eigandi. GIGT Ef þu hefir gigt og þér ér llt bakinu eða 1 nýrunum, þá gerðir þö rétt I að fá þér ÍJÖsku af Rheu, matic Remedy. pað er undravert Sendu eftir vttnisburðum fólks, setn hefir reynt það. $1.00 flaskan. Póstgjald lOo. SARGENT PHARMACY Ltd. 709 Sargent Ave. PhoneA3455 LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. Látið ekki hjálíða að líta inn í búð vora, þegar þér þarfnist Lingerie eða þurfið að láta hemistitcha. Hemstitching gerð fljótt og vel. lOc Silki. 8c.Cotton Hár krullað og sett upp hér. MILS. S. CUNNIiAUCSSON, KlgilaAI Talsími: 26 126 Winnipeg $50.00 verðlaun Ef Mér Bregst að Græða Hár. ORIENTAL HAIR ROOT HAIR GROWER Frægasta hármaðal í heimi. Sköll. óttir menn fá hár að nýju. Má ekki notast þar sem hárs er ékki æskt. Nemur brott nyt í hári og aðra hörunds kvilla í höfðinu. $1.75 kvukkan. Umboðsmenn óskast. Prof. M. S. Crosse 839 Main St., Winnipeg, Man. C. JOHNSON hefir nýopnað tinsmiðaverkstofu að 675 Sargent Ave. Hann ann- ast um alt, er að tinsmíði lýtur 0$ leggur sérstaka áherzlu á aBgerðii á Furnaoes og setur inn ný. Sann- gjarnt verð, vönduð vinna og lip- ur afgreiðsla. Sími: N-0623. Heimasími — N-8020. Rose Hemstitching & Millinary Gleymið ekkl að á 804 Sargent Ave. fást keyptir nýtlzku kvenhattar. Hmappar yifriklæddir. Hem titchlng og k venfataslau m u r gerður. Sératök athygll H. GOODMAN. veitt Mail Orders. V. átGURDSON. Garl Thorlaksson, Úrsmiður Viðteljum úr, klukkur og ýmsa gull- og silfur-muni, ódýTar en flestir aðrir. Allar vörur vandaðar og ábyrgðar. Allar pant- anir með pósti afgreiddar tafarlaust og ná kvaemlega. Sendið úrin yðar til aðgerða. Thomas Jewelry Go. 666 Sargent Ave. Tals. 34 152 A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 475 Toronto St. Ph.: 34 505 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tarmlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone A-6545 Winnipeg Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða taekifaeri sem er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Islenzka töluð í deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B 6X51. Robinson’s Dept. Store, Winnineg Sími Ágætt herbergi fæst til leigu nú þegar í Vesturbænum. Upplýsing- ra á skrifstofu Lögbergs. WONDERLAND. Kvikmyndin, sem sýnd verður í Wonderland leikhúsinu á mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku, er talsvert frábrugð- in flestum öðrum kvikmyndum, sem maður á að venjast. Þar sér maður sumt af hinum afar fornu indversku töfrum, sem vestrænar þjóðir hafa aldrei nema að litlu leyti þekt eða skilið. Þar sér mað- ur John Gilbert o? Renee Adoree leika Saman í fyrsta sinni í kvik- { myndinni “The Big Parade”. Sú mynd er bæði fróðleg og áhrifa-! mikil og er vafalaust itaörgum| forvitni á að sjá hana. f þurfið þér að kveikja upp við og vlð á kvddin til að hlýja hösið. Slmið eftir wki af Arcttic’s Tamrack., Pjne eða Poplar, og varndið þannig heilsu fjölskyldunnar og þægindi hetnnar. Greið afgreiðsla. Alt gert til að þókniast viðskifta- vinum. Lágrt verð. ARCTIC Strong, Reliable Business School MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909. It will pay you again and again to train in Win- nipeg where employment ls at its best and where ýou can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from achool into a good position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winnipeg, is a etrong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. BUSINESS COLLEGE, Limited 385V2 Portage Ave. — Winnipeg, Man. SH5i EZ52Í Ec^5ESH5HS25E5HSEFaSE52á & **** " * Meyers Studios 224 Notre Dame Ave. z Allar tegundir ljós- mynda ogFilms út- fyltar. : Stœrsta Ljósmyndastofa í Canada i r##### *#################^#^/s^^»#^ i Frá gamla landinu, Serges og Whipcords við afar sanngjörnu I verði. Sellan & Hemenway MERCHANT TAILORS Cor. Shcrbrook og William Ave. Phone N-7786 CANAOUN PACIFIC NOTIP Canadlan Pacific eimskip, þegar þér ferðist til gamla landslns, íslanda, eða þegar þér sendið vlnum yðar far- grjald tll Canada. Kkkl hæ.kt að fá bctrl aðbúnað. Nýtlzku sklp, útibúln með öllum þeim þægindum sem skip má veita. Oft farlð & mllll. Fargjalil á þriðja plássl milll Can- nda og Reykjavíkur, 9122.50. Spyrjist fyrir um 1. og 2. pláss far- gjald. Deitið frekarl upplýslnga hjá aa- boSsrnannl vorum á staðnum «8t skrifið • W. C. CASEY, Goneral Agent, Oanndian PaHfo Stearn-shlps, Cor. Portage & Mnin, Wlnnlpeg, Man. eða II. S. Bardal, Sherbrooke St. Winnþpeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.