Lögberg - 05.04.1928, Blaðsíða 1
41. ARGANGUR |
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1928
NÚMER 14
Helztu heims-fréttir
Canada.
1 vikunni sem leið kom það mál
til umræðu í efri deild sambands-
þingsins, hvort æskilegt væri að
Nýfundnaland sameinaðist Can-
ada með sömu réttindum og fylk-
in, sem nú mynda sambandið.
Hon. G. D. Robertson hélt því
fram, að það væri mjög æskilegt,
að Nýfun(inaland sameinaðist
Canada, sérstaklega með tilliti til
hervarna. Jafnframt skýrði Mr.
Robertson frá ýmsu landinu við-
víkjandi. Fólkstalan er um 225
þúsundir. Árið 1925 voru tekjur
stjórnarinnar $9,783,000, en út-
gjöldin $9,436,000. Landið er ó-
frjótt, en þar eru tðluverðar járn-
námur og allmikið af skógi, sem
hentugur er til pappírsgerðar, og
vatnsorka mikil. Aðal atvinnu-
vegurinn er fiskiveiðar og nema
um tíu og hálfa milj. dala á ári.
Hon. J. P. Casgrain sagði, að
Nýfundnalandsbúar hefðu enga
löngun til að sameinast Canada,
heldur ekki Bandaríkjunum. Hann
sagði að fólkinu liði vel þar á eyj-
unni sinni og það væri lang-bezt
að láta það hlutlaust, því samein-
ing mundi verða til lítilla hags-
muna.
* * *
Mr. T. C. Norris, fyrverandi for-
sætisráðherra í Manitoba, hefir
verið skipaður meðlimur járn-
járnbrautnefndarinhar (Board of
Railway Commissioners) í staðinn
fyrir A. C. Boyce. Var hans tíma-
bil útrunnið nú fyrir nokkrum
mánuðum. Væntanlega segir Mr.
Norris af sér þingmensku, því
henni getur hann fráleitt sint
jafnframt þessu nýja embætti. 1
tuttugu ár hefir hann verið fylk-
i.þingmaður í Manitoba, jafnan
fyrir Landsdowne kjördæmi, og
leiðtogi frjálslynda flokksins um
langt skeið, og forsætisráðherra
var hann frá 1915 til 1922. Mr.
Norris er nú orðinn roskinn mað-
ur, fæddur 5. sept. 1861. Til Mani-
toba kom hann frá Ontario, þeg-
ar hann var ungur maður og hef-
ir eytt hér sínum þroskaárum og
jafnan þótt hinn mesti sæmdar-
maður í hvívetna.
* * *
W. J. Donovan, lögmaður, í Win-
nipeg, hefir verið skipaður dóm-
ari í Manitoba í staðinn fyrir
Curran dómara, sem dó í vetur.
* * #
Vatnsflóð all-mikið hefir átt sér
stað í vikunni sem leið í Saskat-
chewan, í grend við Pike Lake.
Saskatchewan áin stíflaðist af ís-
reki og vatnið flæddi yfir landið
A meir en 30,000 ekra svæði. Hafa
margir bændur orðið fyrir miklu
tjóni af þessum vatnsflóðum, og
mist mikið af eigum sínum, sem
hafa eyðilagst af vatninu Segja
fréttirnar, að um þrjátíu fjðl-
skyldur hafi orðið að yfirgefa
heimili sín af völdum flóðsins.
# # %.
Á föstudagsmorguninn í síðustu
viku andaðist í Vancoy, Sask.,
Rev. Thomas Lawson, 77 ára að
aldri. Hafði verið prestur hér í
sléttufylkjunum í 51 ár. Fyrst
eftir að hann kom til Vestur-
landsins, var hann eini Meþodista-
presturinn alla leið frá Gladstone,
Man., vestur til Klettafalla.
* * *
Hon. Robert Forke, ráðherra,
kom til Winnipeg á sunnudags-
kveldið. Hann sagði, að mikill
innflutningur mundi verða á þessu
ári frá Banadríkjunum til Can-
ada, fyrst og fremst fólk, sem
suður hefði flutt síðustu árin, og
einnig mundi margt af Banda-
ríkjafólki flytja norður nú í
sumar.
* * *
Útfluttar vörur frá Alberta-
til Bandaríkjanna, námu árið
1927 um $9,120,305, og er það sem
nemur 17 per cent. meira en árið
1926. Það eru aðallega nautgrip-
ir og svín, sem Alberta-búar hafa
að selja Banadríkjamönnum.
* # #
Það lítur út fyrir, að I sumar
erði mjög mikil bygginga vinna í
Winnipeg og í nágrenni. Bygg-
ingaleyfin eru nú þegar komin
töluvert yfir tvær miljónir dala á
þeim þrem mánuðum, sem af árinu
eru, en í fyrra á þessum tíma,
námu þau ekki nema $694,000. Það
er sagt, að í Winnipeg verði í sum-
ar bygð að minsta kosti ein 20
íbúðar stórhýsi og er þegar byrj-
að á nokkrum þeirra. Þá stend-
ur og til, að bygt verði mikið af
smáum íbúðarhúsum, búðum, vöru-
húsum og skrifstofu byggingum,
a. fl.
• • •
Árið sem leið voru tekin 6,447
•he'jmilisréttarlönd í [Vestur-Can-
ada, það er 435 fleiri en árið áð-
ur. Flest heimilisréttarlðnd voru
tekin i Saskatc'hewan, en fæst i
British Columbia.
Bandaríkin.
Sú frétt hefir borist frá Wash-
ington, að Charles A. Lindbergh
muni hafa í hyggju að fljúga aust-
ur yfir Atlantshaf í annað sinn
nú í vor. Sú frétt er samt ekki
talin fyllilega ábyggileg. En verði
nokkuð af þessari ferð, mun hann
ætla sér að fljúga víða yfir Ev-
rópu og koma þar við á mörgum
stöðum.
• # •
Hinn 80. marz andaðist Frank
B. Willis senator, í Delaware,
Ohio. Hann var staddur á afar-
fjölmennum fundi þar í borginni
ög ætlaði að halda þar ræðu. Hann
sat með nokkrum öðrum mönnum
á ræðupallinum, en áður en hann
byrjaði að tala, varð honum
snögglega ilt og fór hann þá inn í
hliðarherbergi út frá ræðupallin-
um og dó þar eftir fáar mínútur.
Mr. Willis var einn þeirra manna,
sem mikið hefir verið talað um
sem forsetaefni við næstu kosn-
ingar, og til að ræða um útnefn-
ingu hans, var þessi fundur stofn-
aður.
Samsæti.
Samsæti hélt Þjóðræknisdeild-
in í Wynyard, hin 15. f. m. leik-
endunum, sem til Winnipeg fóru
og sigur unnu í leiksamkepninni,
er háð var snemma í marzmánuði.
Munu það hafa verið konurnar í
dleildinni, sem fyrir samsætinu
gengust. Séra Fr. A. Friðriksson
stjórnaði samsætinu og auk hans
tóku til máls John Jóhannsson, G.
Jóhannsson, B. Halldórsson og A.
Blöndahl. Mr. Bjarman söng ein-
söngva og hann og séra Friðrik
hungu tvísöng. Miss J. Johnson
og Mrs. Friðriksson spiluðu á
hljóðfæri. Árni Sigurðsson tal-
aði fyrir hönd leikendanna og
þakkaði samsætið og allan þann
styrk, sem fólkið í Wynyard og
þar í bygðunum hafði veitt leik-
flokknum. Gat hann þess einnig,
að flokkurinn hefði í huga að leika
stórt og vandað leikrit, sem hefði
mikinn kostnað í för með sér, en
þetta yrði þó mögulegt vegna
þess, að Mr. Gunnar Gunnarsson
styrkti það fyrirtæki fjárhags-
lega.
Aðfinslur
Dr. B. J. Brandsonar viiJ
heitnferffarnefnd hjóffrœknisfélagsins
í síðasta tölublaSi Lögbergs, 29. f.
m., er birt grein eftir dr. B. J. Brand-
son, um nokkrar hliðar á starfsemi
Heimferðarnefndar Þ'jóðræknisfé-
Iagsins. Lseknirinn telur sig þess
fullvissan, að hann tali fyrir munn
all-margra íslendinga hér í landi, sem
séu honum sammála um, að nefndin
hafi tekið upp óheppilega stefnu í
mikilsverðu atriði málsins. Nefnd-
inni er að vísu ókunnugt um, hve
margir þeir menn eru, sem eins líta á
og læknirinn, en telur samt sem áður
ástæðu til þess að skýra afstöðu sína
til þeirra atriða, sem minst er á í
greininni.
Nefndinni þykir vænt um að dr1. B.
J. Brandson lýsir því yfir, að það sé
virðingar- og þakklætisvert, að Þjóð-
ræknisfélagið skuli hafa tekið að sér
undirbúning almennrar heimfarar al-
þingisárið. Hann er sammála félag-
inu um það, að til þeirrar farar verði
Haraldur Nielsson
látinn.
Þann 11. fyrra mánaðar, lézt
í Reykjavík, Haraldur Níelsson,
prófessor í guðfræði við há-
skóla íslands. Var hann einn
af mikilhæfustu mönnum ís-
lenzku þjóðarinnar í seinni tíð.
Hann var rétt um sextugt, er
dauða hans bar að.
að vanda sem best, og að "öllum Is-
lendingum ætt að vera það áhugamál,
að þetta hátíðahald gæti orðið sem
ánægjulegast og hinni íslenzku þjóð
til sóma.”
En læknirinn lítur svo á, sem nefnd
in hafi að sumu leyti starfað á þann
hátt, að þessum tilgangi muni naum-
ast verða náð. Og aðfinslur hans
eru í því fólgnar, að nefndin hafi
leitað og fengið ádrátt um styrk frá
hérlendum stjórnarvöldum, ‘‘til þess
að stuðla að því, að sem flestir Vest-
ur-íslendingar sæki hátíðina.” Hon-
um finst svo mikið til um þessa yfir-
sjón, að honum virðist þetta geti orð-
ið til sundrungar og óánægju, í stað
samúðar og einingar.”
Nú er það mála sannast, að nefnd-
inni er það mikið áhugamál, að gerð-
ir hennar verði ekki til sundrungar
og óánægju, heldur til samúðar og
einingar. Og hún fær ekki litið ann-
an veg á, en að einmitt þetta atriði,
sem minst hefir verið á, ætti að verða
einingunni til styrktar, jafnskjótt og
menn hafa áttað sig á málinu.
Hversvegna (hefir nefndin 'vakið
athygli stjórnarvaldanna á þessari
fyrirhuguðu för og spurt þau, hvort
þau teldu sig hana varða svo miklu,
að þau vildu styrkja að einhverju
leyti uudirbúning hennar ?*)
Vér lítum svo á að með Alþingis-
hátíðinni 1930, sé minst eins merk-
asta, sögulega atburðarins, sem saga
Norður-Evrópu þjóðanna greinir.
Þær minningar eigum vér, sem bú-
settir erum í Canada, ásamt öllum ís-
lenzkum mönmum. Og nú vill svo til,
að allmikill hluti íslenzkrar þjóðar
er einmitt hér (búsettur, og hefir gerst
'borgarar þessa lands. Vér erum þar
með vitaskuld orðin þluti þjóðarinn-
ar hér. En teljum vér sjálfa oss svo
merkan hluta hennar,' að það sé á-
stæða fyrir ríkisheildina, að láta sig
skifta vorar dýrustu sögulegar minn-
ingar?— ekki sízt þegar þær min"-
ingar fléttast á margvíslega lund inn
í réttarsögu 'brezkrar þjóðar. Vér
svörum þeirri spurningu játandi. En
sé rétt á þetta litið hjá oss, þá fáum
vér ekki með nokkru móti komið auga
á, að það sé að nokkru leyti ósæmilegt
eða óviðeigandi, að vekja athygli
stjórnarvaldanna hér á atburðinum.
Því siður er það ósæmilegt að fara
fram á það, að þau viðurkeudu þenna
skilning, er vér höfum hér lýst.
Canadískum stjórnarvöldum er þetta
skyldara en nokkrum öðrum stjóm-
arvöldwm, utan lalends, einmitt fyr-
ir þá sök, hve margir íslenzkir menn
eru hér búsettir og hafa ákveðið að
helga þessu landi krafta sína og
sinna «iðja.
Vér getum ekki séð að viðurkenn-
ingar hérlendra samborgara yrði á
annan hátt leitað, en þann, sem vér
höfum farið fram á. Með því að fá,
þótt ekki væri nema lítilfjörlegan
styrk af opinberu fé til undirbúni«gs
fararinnar, höfum vér fengið viður-
kenningu lands vors fyrir því, að á.
förina væri litið sem för canadiskra
borgara, er færu til þess að flytja
samúðarkveðjur héðan og þakklæti
til íslands fyrir þá menn, sem það
hefir lagt Canada til.
En þá 'komum vér að þeirri spum-
ingu læknisins, sem honum virðist
skifta mestu máli: Hversvegna taka
stjörnarvöldin vel í tilmæli nefndar-
innar ?
Þess skal þá fyrst getið, að báðir
forsætisráðherramir, sem talað hefir
verið við—ráðherrar Manitoba- og
(Saskatchewan-fylkja—hafa lýst yfir
því mjög eindregið, að þeir telji há-
tíð þessa frábærlega markverða. Þeir
hafa ennfremur lýst því yfir, að þeim
finnist eðlilegt og maklegt, að sá
skil.ningur komi á einhvern hátt i ljós
frá þeirra hendi, eða þeirra fylkja,
sem þeir eru fulltrúar fyrir. Og þeir
eru á engan hátt einsdæmi í þessu
efni úr flokki þeirra manna, sem fást
við opinber mál í þessu landi. Þeir
eru í flokki þeirra manna, sem tala
*) Hér getur naumast komið til
greina að skýra, hversu útgjöldum
nefndarinnar kunni að verða varið,
um það að öllum undirbúningi ferð-
arinnar er lokið, en taka má það
fram, að nefndin«i var Ijóst, og svo
mun flestum vera, að ekki var unt
að ná því takmarki, er hún setti sér,
nema með miklum tilkostnaði. Þess-
vegna leitaði hún fjárstyrks, og fanst
hann ekki koma úr ómaklegri átt, ef
hin umræddu fylki legðu hann til.
Sammála er hú« ekki þeim ummælum
og hefir aldrei litið svo.'á að það sé
sama hvort margir Islendingar fari
að vestan eða fáir.
mundu á líka lund og Mr. Woods-
worth, þingmaður í Ottawa, gerði er
hann mintist á það í þingræðu, að
sjálfsagt væri að Canada sýndi svo
ágætum borgurum, sem Islendingar
væru, einhverja mikilsverða sæmd á
hinum mikla hátíðisdegi landsins, er
þeir væru komnir frá.
Satt að segja furðar oss á þvi, að
jafn mikilsvirður maður og dr. B. J.
Brandson er, skuli ekki geta ímyndað
sér, að neitt annað hafi vakað fyrir
forsætisráðherrunum, en að afla
innflytjenda frá Islandi. Þvi að á
annan hátt verður grein hans ekki
skilin.
Þesi staðhæfing er með öllu röng.
Ráðherrafnir hafa tekið það fram
bæði í viðtali við nefndina og i bréf-
um sínum til hennar, að á þessar
væntanlegu fjárveitingar megi ekki
líta sem neitt fordæmi fyrir nokkra
menn í framtiðinni. Væri hér um
innflytjenda-ráðstafanir að ræða, þá
er ekki augljóst að sjá, hversvegna
ekki mætti hafa þetta að fordæmi. En
það er einmitt þráfaldlega tekið fram,
að það sé eingöngu vegna mikilvægi
atiburðarins, sem komið geti til mála,
að förin verði styrkt af opinberu fé.
Hingsvegar er það svo sem sjálf-
sagt, að þeir telja Vestur-Canada
mega hljóta gagn af förinni.
Og sízt af öllum situr það á oss, að
synja landinu um þá nytsemi. En í
hverju er það gagn fólgið?
Bracken forsætisráðherra hefir tek-
ið það fram í bréfi til nefndarinnar,
að hann líti svo á, að það geti orðið
Manitoba til ómetanlegs gagns, atff
um þessa f'ór verffur aff sjálfsögffu
ritaff víffsvegar um Bandaríkin, í Eng-
landi og um allan norffurhluta Evrópu.
Með þessu telur hann fyllilega goldið
fyrir þá litlu fjárupphæð, sem líklegt
er að vér eigum kost á að fá.
En fyrir ráðherrunum vakir enn
annað atriði. Þeir hafa spurt nefnd-
ina, hvort ekki væri líklegt, að ís-
lendingar vildu haga svo til, að farið
væri um Hudsonflóann, ef brautin
yrðu fullgerð um það leyti, sem för-
in væri hafin og siglingaleiðir opnar.
Þeir telja líklegt, ef vel sé rekið á
eftir héðan að vestan, þá megi ljúka
við| jbrautina á þessum Itíma. Og
þessum stjórnmálamönnum virðist
þeir geta haft tvennskonar hagnað af
heimförinni einmitt í þessu efni. Ann-
arsvegar geta þéir notað hana sem
vopn í baráttunni við að fá brautina
fullgerða sem fyrst, er þeir geti bent
á svona stóran hóp manna, sem óski
að fara þessa leið, og hinsvegar vilja
þeir láta vekja athygli Evrópuþjóð-
anna á þessari höfn Vesturlandsins
tafarlaust eftir að hún er opnuð.
Þeim er það Ijóst, að þetta verður
ekki á annan veg betur gert, en ef
þessi siglingaleið yrði sama sem hafin
með því, að heill skipsfarmur af borg-
urum héðan að vestan færi í slíka
för, sem einmitt er þannig vaxin—*
minningaratburðarins vegna — að
skrifað verður um hana meira og
minna í hverju menningarlandi
heimsins.
Þessu atriði málsins hefir nefndin
svarað á þá leið, að henni væri það
ljúft að mæla með því að farið væri
um Hudson-flóann, ef skilyrði öll
verða fyrir hendi og kostnaður auk-
ist ekki fyrir þá sök. Þess má enn-
fremur geta í þessu sambandi, að
skipafélög eru nú, samkvæmt ósk
nefndarinnar að rannsaka málið frá
þessari hlið.
Eins og tekið hefir verið fram, þá
hefir nefndin fullan vilja á því, að
stíga ekkert spor, sem valdið gæti ó-
ánægju eða óeiningu um þetta mál. En
hún fær ekki með nokkru móti skilið,
að íslenzkir menn, sem hér hafa gerst
borgararf telji það ósæmilegt að hafa
samvinnu við stjórnarvöldin hér, sem
orðið gæti til þess að styrkja þau í
viðleitninni við að koma samgöngu-
málum landsins í sem fullkomnast
horf. Vér teljum þetta land eiga alt
annað af oss skilið. Þá fáum vér
heldur ekki skilið, að nefndinni verði
það til vansæmdar talið, ef svo at-
vikaðist fyrir hennar atbeina, að Is-
lendingar verði eins og óbeinlínis
fulltrúar þjóðar sinnar þjóðarinnar
hér, þegar norðurleiðin verður opnuð
fyrir alþjóð. En það GETUM vér
ekki orðið nema eitthvað ákveðið
samband sé milli vor og fylkisstjórn-
anna. .
Vér hyggjum að þetta, sem bent
hefir verið á, muni nægja til þess að
almenningur átti sig á, að það er
mjög vanhugsað hjá dr. Brandson,
að ekkert geti fyrir stjórnunum vak-
að með styrkveitingu, annað en að
sækjast eftir nokkrum innflytjendum
frá Islandi. Hér er margt annað að
auglýsa en ónumin lönd ein. Ný-
lendu tímabil Canada er i raun og
veru um garð gengið. Rikið er að
gera kröfu til að verða sett á bekk
með hinum fremstu menningarþjóð-
um. Og oss finst það miður viðeig-
andi að gefa það í skyn, að héðan sé
um ekkert annað að fræðast en það,
sem ógert sé og biði væntanlegra
lartdnema.
Viðvikjandi þvi atriði, hvort það
vaki fyrir oss með starfi voru, að
draga menn frá framtiðarstörfum ís-
lands, þá höfum vér það eitt að segja
að vér hyggjum að meira hafi gætt
fljótfærni læknisins, er hann gefur
það í skyn, lieldur en vandlegrar í-
•hugunar. Og vér erum jafnóhræddir
að leggja það undir dóm landa vorra
hér, eins og frænda vorra á íslandi,
sem einhver kynni hafa haft af félagi
voru, hvort sú tilgáta verði talin lík-
leg.
Dr. Brandson getur þess, að tilefn-
ið, til þess að hann riti þessa grein, sé
það, að einstakir menn hafi notað
nafn Tihomasar H. Johnson í sam-
bandi við þetta mál. Sé hér átt við
nefndina eða nokkura menn úr henni,
þá skal þess getið, að nafn hans hefir
á engan hátt verið notað, annað en
þann, að almenningi hefir verið skýrt
frá þeim sannleika. að hann hafi tek-
ið sæti í nefndinni, en ekki getað
starfað lengur í henni, en honum ent-
ist líf til. Sú yfirlýsing gefur tæp-
lega tilefni til þeirrar þykkju, er oss
virðist kenna í grein læknisins. En
fyrst minst hefir verið á nafn hans,
og hvað þeirri staðhæfingu viðkemur,
að hann hafi verið andvígur því að
þetta mál væri rætt við leiðandi menn
í stjórnmálum hér, þá viljum vér gefa
þessar upplýsingar:
Gerðabók nefndarinnar T4. marz,
1927 ber það með sér, að T. H. J.
mætti þá á fundi og tekur tilboði
nefndarinnar að eiga sæti í henni.
Þar er ennfremur þess getið, að raett
var um á fundinum að færa það í tal
við stjórnina í Manitoba, að hún
styrki undirbúning fararinnar. T. H.
J. lýsti því yfir, að hann væri því
samþykkur og tekur að sér að hafa
framkvæmdir í því máli. Því boði
tekur nefndin með einróma þakklæti,
með því að henni var kunnugt um,
að enginn maður var til þess færari
að leiða það mál til íarsællegra lykta.
Þvi miður entist T. H. J. ekki
heilsa eða aldur til þess að leiða mál-
ið til lykta, því að hann lagðist bana-
1egu sina rétt þar á eftir. Það má
rétt vera að T. H. Johnson hafi snú-
ist hugur í þessu máli, undir hið síð-
asta, en hitt er ekki rétt að hann hafi
gert stjórninni boð að þessi málaleitan
við stjórnina skyldi látin falla niður,
og að hann mundi segja sig úr nefnd-
inni, ef umsókninni yrði haldið á-
fram.
T. H. J. féll skömmu síðar frá. En
nefndin lét málið ekki falla niður, þvi
að henni virtist það ekki ókleift verk
að leiðrétta þann misskilning, sem
upp kynni að koma. Hún var og er,
gjörsamlega sannfærð um, að hún
hefir ekkert gert, sem ámælisvert sé.
Hún hafði ekki og hefir ekki enn,
nokkra ástæðu til þess að lita svo á,
að ekki væri hægt að gera mönnum
ljóst svo augljóst mál, sem hér er um
að ræða, jafnvel þótt til þess kæmi,
að reynt væri að villa mönnum sýn.
Nefndin hefir víða haldið fundi út
um bygðir og skýrt þar frá þessum
fyrirætlunum sinum. Ýmsir þeir
fundir hafa verið fjölmennir, og
margir tekið til máls, en hún hefir
aldrei á þeim fundum heyrt hinn
minsta ávæning af því, að mönnum
fyndist þetta óviðeigandi. Auk þess
hefir hún ráðfært sig við þá menn,
sem framar öðrum taka nú þátt í
opirtberum landsmálum, og tekið hafa
sæti i nefndinni. Og lita þeir allir
einn veg á málið.
/. /. Bíldfell, Rögnv. Pétursson,
Jakob Kristjánsson, Arni Eggertsson,
Jónas A. Sigurffsson,
A. P. Jóhannsson. r
Eg skrifa undir þessa grein með
samnefndarmöinnum minum, að því
leyti, að eg er sannfærður um að rétt
sé skýrt frá þeim tilgangi, sem fyrir
þeim hefir vakað um fjárstyrkinn.
Hinsvegar er eg ósamþykkur þvi, að
nokkurt fé sé þegið frá því opinbera.
—Sig. Júl. Jóhannesson.
Samþykkur.
Herra ritatjóri!
Eg er í alla staði samþykkur
því, sem Dr. B. J. Brandson segir,
í grein sinni í Lögbergi, og finst
tilhlýðilegt að heimferðarnefndin
afturkalli þessa st}rrkbeiðni og
hafi nokkurt fé verið til hennar
greitt, út af þeirri beiðni, að hún
þá skili því aftur.
Með því einu móti væri gerð
ofurlítil hreinsun á óþverra bletti
þeim, sem nefndin, án nokkurs
leyfis, hefir sett á velsæmi ís-
lenzks almennings hér. Feginn
vildi eg mega álíta, að nefndin
hafi ekki athugað nógu grand-
gæfilega þessa ráðstöfun sína, áð-
ur en hún steig þetta óheilla-
spor. En því miður er vart hægt
að slá því föstu, þar sem auðheyrt
er á skýrslu nefndarformannsins
til þingsins, að nefndin vissi um
kurr þann, sem í mönnum var, út
af þessu flani hennar, en gerði
þó ekkert að. Líkir hann þeim,
sem kurr þenna geyma, við Irana,
sem ekki vissu hvað þeir vildu,
fyr en þeir höfðu fengið það. Ei
því auðheyrt, að nefndin vissi að
almenningur leit á þetta með ó-
geði, en þrátt fyrir það, skyldi
samt haldið áfram. Látum nú sjá,
að við fellum okkur illa við þá
tilgátu, að við ekki vitum hvað við
viljum í þessu tilliti.
Ekki er mér vel skiljanelgt,
hvaða hag fylkisstjórnirnar gætu
hrept út af þessari heimferð, sem
fyllilega er þó gefið í skyn, að sé
ástæðan fyrir styrkbeiðninni, því
sjálfsagt hefir ekki vakað fyrir
nefndinni, að útflutningur fólks
frá íslandi til Canada, hlytist af
henni. Og þá líka efamál, hvort
stjórnirnar myndu álíta, að mikill
slægur væri í því fyrir landið, að
fá fleira af þessum kindum, sem
hún þyrfti að styrkja fjárhags-
lega, svo þeim mætti veitast sú
æra, að heimsækja ættjörð sína á
hennar tyllidegi.
Það mátti nú heldur ekki minna
gagn gera, en þrjú þúsund dolL
ara frá tveimur fylkisstjórnum og
svo annað eins, eða tvöfalt, frá
Dominion stjórninni. Eitthvað
hefir nú átt að gera.
Ef undirbúningi þessa ferða-
lags er hagað á réttan hátt, þarf
alls ekkert fé til að koma ferðinni
í framkvæmd. Við hðfum blöðin,
sem myndu vera fús til að flytja
til fólks vors allan þann boðskap,
sem ein nefnd krefðist að koma
til þess. Allur þessi blástur og
bollaleggingar og ferðalög, á ekki
að eiga sér stað. Það er alt til
vanvirðu íslenzku fólki og ram-
vitlaus aðferð. Engan skyldi
eggja — engan þarf að eggja —
til þessarar farar. Hver og einn
er sínum kringumstæðum kunnug-
astur og skyldi vera látinn sjálf-
ráður um, hvort hann tekur þátt
í ferðinni eða ekki. Svo má marg-
an brýna, að hann skerist í það,
sem hann svo eftir á nagar sig í
handarbökin fyrir. Aðrir eru það,
sem út af lífinu vildu vera með,
en af ýmsum ástæðum er það ó-
mögulegt. Er þá ekki særandi
fyrir það fólk, að hlusta á hinn
æsandi ættjarðarhita, er streym-
ir út frá þessum boðberum heim-
ferðarnefndarinnar.
Sómi vor og ættjarðar vorrar,
er með því bezt varðveittur, að
þeir, sem heim fara, komi þar af
fúsum vilja og af sjálfsdáðum,
með engan gorgeir eða nýjungar
—enda höfum við ekkert að bjóða,
sem betra er en þeir hafa þar
heima. Njótum með ljúfmensku
og þakklæti þeirra gæða, sem ætt-
jörðin framleiðir. Förum svo
þaðan heim hingað, viðkvæmari
fjrrir ættjörð vorri og með sann-
ari þekking á högum hennar. og
framfðrum og fólkinu, sem þar
lifir.
Svo bíður maður og sér til
hverju fram vindur, en æskilegast
væri, að sem minstur hávaði hlyt-
ist af þessu og að lagfæring á
því fengist sem allra fyrst. Því
lagfæring verður að fást.
Það er annars að verða mesta
alvörumál, öllu íslenzku fólki,
sem veitir því nokkra eftirtekt
hvað er að gerast, hve þetta þjóð-
ræknisumstang er að verða megn-
ugt óheilla-bákn, í höndum þeirra,
sem því stjórna. Það er að smá-
drepa, árs árlega hinn, í alla staði,
ágæta orðróm, sem íslendingar
hafa notið hjá hérlendum mönn-
um.
Ætla eg ekki í þetta sinn, að
fara frekar út í þá sálma, en er
reiðubúinn, nær sem er, að finna
orðum mínum stað.
Alb. C. Johnson.
Listaverk Mr. Walters.
Þess hefir þegar verið getið, að
listamaðurinn okkar góðfrægi,
MV. Emile Walters, hafi gefið
Jóns Bjarnasonar skóla eitt af
sínum fögru listaverkum, og nefn-
ist myndin ‘‘Midwinter 1926”. —
Hann gaf þá mynd með þeim um-
mælum, að skólinn skyldi nota
hana til fjársöfnunar. Skólaráð-
ið tók upp þá aðferð, að gefa al-
menningi kost á tilgátu-samkepni,
gefa myndina sem verðlaun þeim,
sem kæmist næst því að geta rétt
til um hveiti uppskeru Sléttufylkj-
anna (Man., Sask. og Alta) næsta
sumar. Þetta hefir almenningi
verið birt og tilgátu-miðar sendir
víðsvegar, um bygðir Vestur-
íslendinga. Fjölmargir staðir
eru samt eftir. Eru nú allir þeir
beðnir að gefa sig fram, sem vilja
sinna þessu máli. Einn maður
langt í burtu, norð-vestur í Peace
River dal, í Sexsmith, Alta, bað
um eina bók. Buast má við, að
Vestur-íslendingar alment hafi á-
nægju af því að taka þatt í þess-
ari samkepni. Það hefir ávalt
verið ein vinsælasta skemtun Is-
lendinga, að ráða gátur. Þegar
menn koma saman við koffi-
borðið, má búast við að þetta mál
beri á góma: Hvað skyldi hveiti-
uppskeran verða mikil í Sléttu-
fylkjunum næsta sumar?
Af listaverkinu sjálfu, sem um
er kept, hefi eg enn enga lýsingu
gefið. Eg taldi það ekki mitt
meðfæri. Hefi eg að vísu séð
myndina, og varð þegar í stað
gagntekinn af áhrifum hennar, en
eg vissi, að almenningur taldi mig
engan listdómara, enda gjöri eg
ekkert tilkall til þessháttar þekk-
ingar sjálfur.
í stað álits míns birti eg hér
með bréf frá Mr. Fanshaw, sem er
listakennari við Kelvin Technical
Institute hér i borginni. Eg læt
bréfið í heilu lagi, rétt eins og
það kom frá hans hendi, koma
fyrir almennings sjónir:
161 Lyle Street,
Deer Lodge,
27th March 1928.
J. J. Bildfell Esq.,
River Bank, Lyle Street.
“Winter” an oil painting by
Eimle Walters.
This picture by your country-
man and now donated to the fund
for The Bjarnason Academy, is
quite a charming work of art.
For its subject matter, the art-
ist has chosen a typical New
England scene.
It consists of a running brook
flanked by trees in winter aspect,
while in the background is the
snggestion of the buildings of a
village or small town.
The' whole blanketed by snow.
As a composition it is well bal-
anced and pleasing in design, its
tonal values well conceived and
skilfully executed, giving a fine
perspective with soft gradation
into the distance that gives a
quality of mystery. The color is
charming in quality, eliminating
all hardness or repelling a spects
in its treatment of snow.
This gives a livable quality that
allows a subject og this kind to fit
in well with human habitation.
It really contains much of the
quality that makes a pet in at-
titude towards nature. As an
artist, I should well like to possess
the picture myself.
Yours faithfully,
Valentine Fanshaw.
Eg tók mig til fyrir skömmu,
og fór að skrifa upp nöfn allra
þeirra nemenda, sem í skólanum
hafa verið. Eg komst þá að því,
að þeir munu vera hátt á fjórða
hundrað í alt. Mig hefir lengi
langar til að fullgjöra þetta verk,
ekki einungis að hafa skrá yfir
nöfn þeirra, heldur einnig að vita
heimilisfang þeirra og svo af-
erksverk þeirra, og fræða svo al-
menning um hverjir þeir eru og
hvað þeir hafa framkvæmt; en ,á
þessu er sá stóri örðugleiki, að
um fjöldann allan af þessum ung-
lingum veit eg nú ekkert: ekki
hvar þeir eru og ekki hvað þeir
starfa. Mér væri stór þökk á því,
að allir fyrverandi nemendur létu
mig vita um sig, eða þá aðstand-
endur þeirra. Mig langar til að
allir nemendur skólans, fyr og
síðar, taki einhvern verulegan þátt
í þessari samkepni, en þó af því
yrði ekki, langar mig samt til að
vita um alla fyrverandi nemend-
ur, hvar þeir eru niður komnir.
Eg vona að enginn, sem hlut á að
máli, bregðist mér í þessu efni,
að láta mér í té þá fræðslu, sem
eg bið um og þarf.
Rúnólfur Marteinsson,
á skrifstofu Jóns Bjarnasonar
skóla, 652 Home St.,
Winnipeg, Canada