Lögberg - 05.04.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4
LíÖGiBERG, FIMTITOAGINN 5. APRÍL 1928.
ecg
Gcfið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
^Toronto Str., Winnipeg, Man.
^ TBÍ.Unar. N-6327 oft N-632S
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáakríft til blaðaina:
Tt|E C0LUN(BI^ MJESS, Ltd., Box 3171, Wntilpag. M«H-
Utanáakrift rítatjórana:
EDiTOR LOCBERC, Box 3171 Wtnnipog, ^an.
Verð $3.00 um árið.
Borgitt fyrirfram
f1"
na "Lögbar*" la prlnted and publlahad by
rha Columblt. Preaa, Lámltad, ln tha Columbla
,0uildtna, Sti 8&r«(ant Ara Wlnnlpa*, Manttoba.
Hvað er að óttast?
Skæðasti óvinur sérhvers manns, er hans
eigið ístöðuleysi, óttinn við það, sem ástæðn-
laust er að óttast, eða jafnvel eitthvað, sem
aldrei var til.
Leiðtogar lýðsins, þeir er dregið hafa fána
helgustu mannréttinda hæst við hún, voru jafn-
an svo sannfærðir um sigurmátt skoðana sinna,
að hvorki ótti né efi komst að í sálu þeirra,
hvernig svo sem viðraði, eða hvað sem á móti
blés. Það var traustið á eilífðar-réttlætinu, er
brent hafði sig inn j hug þeirra og hjarta, og
mótað stefnu þeirra í lífinu.
Eftirleikurinn er ýmsum geðþekkur, og sama
er um það að segja, að ganga í sporaslóð. Hin-
ir sönnu leiðtogar hirða eigi um alfaraveginn,
heldur sæ»kja á brattann, með þeirri skapfestu
og þeim myndugleik, er andlegum aðli sæmir.
Þeir hopa hvergi, þótt horfst sé í augu við eld
og dauða, en við eldraun hverja vex þeim ás-
megin og innri styrkur.
Sérhver voldugur foringi, hefir eigi að eins
þurft að fórna miklu, heldur jafnvel öllu, fyrir
hugsjónir sínar. Stefán píslarvottur var
grýttur í hel, meistarinn frá Nazaret kvalinn
og krossfestur, og enn þann dag í dag, sætir
fjöldi manna og kvenna ofsóknum víðsvegar um
heim, fyrir trúmenksu við mikilvægustu mál-
efni mannkynsins. Allar slíkar fórnir voru
fórnir hjartalagsins, grundvallaðar á ástríðu-
magni heilagrar hrifningar, er þeir einir eiga
yfir að ráða, er líf sitt vígðu í þarfir réttlætis-
hugsjónanna.
Sérhver sá, sem í orðsins fylsta skilningi, er
trúr sjálfum sér, er í flestum tilfellum trúr og
sannur við lífið og samferðamennina líka.
“Sekur er sá einn sem tapar,” segir Einar
Benediktsson í einu af kvæðum sínum. Óttinn
er fyrirrennari ósigursins og tapsins, en karl-
menskan og hetjulundin blikvitar stærstu sig-
urvinninga mannsandans.
Allir menn þrá frelsi, að minsta kosti í orði
kveðnu. Þó er enginn frjáls ánnar en sá, er
gert hefir óttann landflótta úr sálu sinni.
“Sá, sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá,
sem y^firvinnur borgir.”
óttinn stafar oftast frá vanþekkingu og
flaustri. Menn gefa sér ekki tíma til að átta
sig á, hvað það nú helzt var, er óttast þurfti.
Heiðríkju hugsjónirnar, eru einstaklingsins
dýrasta eign. Yfir sálarlífi hins hugprúða
manns, hvelfist dýrðarhiminn vors og vona.
Og hvað er svo að óttast, þegar alt kemur
til alls, annað en eigið ístöðuleysi! Er ekki
lífið ávalt eitt og hið sama, óslitin opinberun-
ar keðja um dásemdir guðs? Og blasir ekki
enduryngingin og upprisan við sjónum vorum,
í hvaða átt, sem litið er?
Otdráttur
úr rœðu eftir Mr. J. T. Thorson,
fluttri á sambandsþingi 3. febr. 1928.
(Framh.)
Margt og mikið hefir sagt verið, um stjórn-
arfarslega afstöðu Canada, í ræðum þeim, sem
á undan hafa haldnar verið. Um það mikil-
væga málefni get eg verið fáorður að þessu
sinni, með því að eg gerði því all-rækileg skil
á síðasta þingi. Samveldastefnan, er háð var í
Lundúnum 1926, hefir þegar haft næsta víðtæk
áhrif og reyndist í alla staði í fylsta samræmi
við hæstu hugsjónir brezkra stjórnmálamanna.
Frá laglegu sjónarmiði, breytti samvelda-
stefnan engu til um réttarfarslega afstöðu hinn-
ar canadisku þjóðar. En þrátt fyrir það, opnaði
hún nýjar leiðir til stjórnarfarslegra breytinga.
Verður nú héðan í frá Iangt um greiðara fyrir
Canada, að öðlast þær réttarbætur, er þjóðina
enn skortir til þess að njóta fullra þjóðrétt-
inda. Hafa nú augu allra þjóða opnast fyrir
hinni nýju afstöðu samveldanna brezku, hvers
til annars.
Hina breyttu hugarfarsafstöðu mátti hvar-
vetna finna hjá þeim hinum brezku stjórnmála-
skörungum, sem og leiðtogum sambandsþjóð-
anna, er á liðnu ári gerðu oss heimsókn. Ein-
hverjir kunna að hafa fundist í hópi þeirra, er
ófúsir hefðu verið til að viðurkenna hinn nýja
skilning á afstöðn sambandsríkjanna yfirleitt.
En viðurkent skal það með ánægju, að brezkir
stjórnmálamenn virðast hafa til þess alveg sér-
stakan hæfileika, að -taka hlutina eins og þeir
eru, jafnskjótt og iþeir hafa komið á þá auga.
Eg er sammála hinum virðulega foringja and-
stæðingaflokksins um það, að vér sem þjóð,
njótnm enn eigi nákvæmlega fullkomins jafn-
réttis. Að því leyti, sem þjóðtéttinda spurn-
ingunni viðkemur, er eg einnig sammála hinum
háttvirta .þingmarmi fyrir St. Lawrence-St.
George kjördeildina í Montreal, Mr. Cahan,
þótt mig á hinn bóginn taki það sárt, að hann
skyldi rýra gildi sinnar snjollu ræðu, með ger-
samlega ástæðulausum ónotum í garð forsætis-
ráðgjafans.
- Sérhver lögfræðingur, er kynt hefir sér
gaumgæfiílega þetta mál, hlýtur að viðurkenna,
að meðan að þjóðþing vort stendur skör lægra
en þjóðþing Breta, og meðan oss skortir vald
til löggjafar, er nær út yfir vort eigið land, og
enn fremur, á meðan vér hvorki getum fullkom-
lega bannað áfrýjanir mála til leyndarráðs
brezku þjóðarinnar, né heldur breytt stjórnar-
skrá vorri án íhlutunar af hálfu hins brezka
þings, þá njótum vér að sjálfsögðu ekki jafn-
réttis við Bretland hið mikla. Oss er sagt, að
á þessu sviði sé um næsta örðugt viðfangsefni
að ræða, og neitar því víst enginn. En því trúi
eg sízt, að við Canadamenn skiljumst við hálf-
unnin viðfangsefni fyrir þá sök eina, að þau séu
erfið úrlausnar.
Eg get ekki að því gert, þótt eg yrði fyrir
töluverðum vonbrigðum í sambandi við afstöðu
hins virðulega leiðtoga andstæðingaflokksins
til Colonial Validity laganna, er dómsmála ráð-
gjafinn skaut því til hans, hvort samvinna frá
hans hálfu myndi fáanleg, ef til þess kæmi, að
reyna að fá slík lög numin úr gildi. Kvaðst
hann þá vera orðinn of gamall til að bíta á slíkt
agn, alveg eins og hann hefði verið að forðast
háskalega giidru, sem lögð kynni að hafa verið
fyrir hann. Eg átti von á ákveðnari afstöðu
til þessa máls af hálfu andstæðingaforingjans,
en raun hefir nú orðið á. Eg hefði kosið að fá
frá foringjanum ákveðnari yfirlýsingu um af-
stöðu flokks þess, er hann veitir forystu, en
hingað til hefir fáanleg verið. Þykir mér lík-
legt, að þegar eitthvað hægist um fyrir honum,
þá muni hann taka skýrari og kjarklegri stefnu
en fram að þessu. Og fari hann að dæmi þeirra
manna, er hlotnast hefir sá heiður að hafa á
hendi stjómarformensku í landi hér, efast eg
ekki um, að þroski þjóðarinnar í þessu efni,
haldi áfram sem að undanförnu. Mér er það
ljóst, að við margvíslega afstöðu er oft að etja.
Samveldastefnan viðurkendi það ótvírætt sjálf,
að svo væri. Það var hún, er lagði til, að sett
yrði í málið sérstök nefnd, er byggja skyldi
starf sitt á jafnréttistillögum stefnunnar. Og
eg trúi því og treysti, að í náinni framtíð verði
þær ráðstafanirgerðar, er tryggja oss þá stjórn-
arfarslegu viðurkenningu, er oss enn skortir,
ásamt þeim jafnróttis skilyrðum, er eg þegar
hefi bent á að oss hafi enn eigi fallið í skaut.
Mér er það kappsmál, að sérhverju því mál-
efni, er lýtur að viðurkenningu á réttarfarsleg-
um kröfum vomm, verði fullkominn sómi sýnd-
ur, svo að jafnréttishugsjónir samveldastefn,-
unnar nái fram að ganga og þroskist í ómót-
mælanlega staðreynd.
Vér, sem fylgjum núverandi stjóra að mál-
um, erum upp með oss yfir framkomu leiðtoga
vors á hinni fyrnefndu samveldastefnu í Lund-
únum. Var hún í fullu samræmi við það bezta
og fegursta í lýðstjómar-framþróun Bretlands
hins mikla. Og eg held það sé ekki ofmælt, þótt
eg segi, að alt annað hefði verið ósamboðið
brezkum lýðræðishugsjónum, þar sem þær hafa
notið sín bezt. Eg dirfist enn fremur að segja,
að slíkar hugsjónir einar, fá viðhaldið þjóð-
ernistengslunum brezku, að því er frekast
verður séð. Hvað máJi þessu viðkemur, þá
fær það mér sérstakrar ánægju, hve tiltölulega
lítið það er, sem hinum háttvirta þingmanni St.
Lawrence-St. George og mér, ber á milli.
A sviði heimsmálarma, er canadiska þjóðin
að færa út kvíarnar jafnt og þétt; hefir hún
aukið á s'kilning og góðvilja þjóða þeirra allra,
er hún hefir einhver mök átt við. Sendiherra
vor í Washington, hefir hvorttveggja í senn,
aukið á veg sín sjálfs og þjóðar þeirrar, sem
hann er fulltrúi fyrir. Og nú á að stofna til
sendiherra sambands við Frakkland og Japan.
Hepnist valið eins vel og sendiherrans í Wash-
ington, sem ekki ætti að þurfa að efa, má
ganga út frá því sem gefnu, að þessi nýja ráð-
stöfun verði landi þessu og þjóð, bæði til hags-
muna og sæmdar.
Það þarf naumast að taka það fram, hve
æskilegt það er, að sambönd vor við Frakkland
haldist í sem allra beztu lagi. Slíkt er eigi að
eins æskilegt, heldur beinlínis sjálfsagt. Á hinn
bóginn skal tekið fram, að það er engu síður á-
ríðandi, að vel takist til um samhönd vor við
japönsku þjóðina. Sambönd vor við þá þjóð,
eru með tvennum hætti, afstaðan heima fyrir
og sú hin, sem er alþjóðlegs eðlis. Mætti eg
draga athygli háttvirtrar þingdeildar, að við-
skiftamagni voru við Japan og Kína ? Viðskifti
voi við þessar tvær þjóðir, hafa síðan 1917 til
1927, vaxið úr $10,951,591, upp í $591,679,059,
eða því sém næst um 600 per cent. á tíu árum.
Árið 1927 námu innfluttar vörar frá þessum
tveim þjóðum, $16,211,972, en útfluttar vörur
héðan til þeirra, $43,467,087. A fjárhagsári
því er endaði 31. marz 1927, námu viðskifti vor
við japönsku þjóðina, $41,117,413, innfluttar
vðrur þaðan $11,170,380, en þær útfluttu héðan
$29,047,033. Á því sama ári átti Canada við-
skifti við 112 þjóðir, — og einn af vorum allra
beztu viðskiftavinum, var þjóðin japanska.
Þeir, sem veitt hafa því athygli, að íbúatala
veraldarinnar hefir tvöfaldast á síðustu hundr-
að árum, hljóta að líta alvarlega í kringum sig.
Haldi fólksfjölguninni áfram eftir svipuðum
hlutföllum, eins og margir telja líklegt að verða
muni, er um alvarlegt úrlausnarefni að ræða,
því vistaframleiðslan hefir tæplega aukist í
réttu hlutfalli við fólksfjölgunina. Eg er ger-
samlega ósamþykkur öllum þeim uppástungum,
er komið hafa fram við umræðurnar um stjórn-
arboðskapinn og í þá átt hníga, að við hér í Íandi
ættum miklu fremur að draga úr framleiðslunni
í stað þess að auka hana. Með það fyrir aug-
um, hve mannfjölgun veraldarinnar vex hröð-
um skrefum, tél eg víst að þær þjóðir, er mest
og bezt hafa skilyrði til framleiðslu fæðnteg-
unda, eigi að eins til heimanota, heldur og til
útflutnings, muni skipa öndvegi meðal þjóð-
anna í framtíðinni.
Hvergi nokkurs staðar á bygðu bóli, veldur
fólksfjölgunin dýpri áhyggjum, en \ Japan.
Ekkert land í víðri veröld á yfir að ráða marg-
háttaðri möguleikum til vistaframleiðsln í stór-
um stfl, en Canada. Eigum við, með slíkt fyrir
augum, að láta okkur nægja með markaðinn
heima fyrir? Hin víðáttumiklu Peace River
héruð híða þess, að hönd sé lögð á plóginn, og
að vistir verði þar framleiddar til saðnings
hungruðum og örmagna japönsknm lýð. Breyt-
ið héruðum þessum í blómlegar akurlendur, opn-
ið þaðan samgönguleið til Kyrrahafsstrandar,
og nytfærið yðnr þar með hin mörgu og mikil-
vægu tækifæri til aukinna viðskifta milli Can-
ada o'g hinna anstrænu þjóða!
Störf þau, er sendiherra vor í Japan skal
inna af hendi, eru víðtækari en svo, að tengd
séu að eins við verzlunarsamhöndin ein, því alt,
sem viðkemur Kyrrahafsþjóðunum, grípur
djúpt inn í þjóðlíf vort líka. Hefir forsætis-
ráðgjafinn gert fyrir því svo glögga grein í
sinni snjöllu ræðu, að eg hefi þar engu við að
bæta, er að haldi mætti koma.
Núverandi stjórn vor verðskuldar þjóðar-
þökk fyrir það, hve vel og viturlega hún hefir
gegnt skyldum sínum út á við. Að því er heims-
málin áhrærir, eru áhrif canadisku þjóðarinnar
stöðngt að verða víðtækari og víðtækari, sem
glegst má af því ráða, að nú á hún fulltrúa í
framkvæmdarnfend Þjóðbandalag.sins. Þeir
fulltrúar eru ekki einungis málsvarar sinnar
eigin þjóðar, eða veldisins brezka, heldnr og
jafnframt allra þeirra þjóða, er að Þjóðhanda-
laginu standa. Því fylgir að sjálfsögðu mikil á-
hyrgð, að eiga sæti í framkvæmdarnefnd Þjóð-
bandalagsins, en þrátt fyrir það, stendur can-
adiska þjóðin flestum þjóðum betur að vígi til
þess að fnllnægja slíkri ábyrgð. Hún hefir
engar knýjandi ástæður, til þess að halda við
herflota, og þarf sökum landfræðilegrar af-
stöðu, heldur ekki á föstum landher að halda.
Það leiðir því af sjálfu sér, að þjóð, sem líkt er
ástatt fyrir, eigi flestum þjóðum fremur auð-
veldara með, að skipa sér í fararbrodd, hvað
friðar- og mannúðarmálin áhrærir, eigi að eins
innan vébanda hins brezka veldis, heldur og
jafnframt meðal hinna voldugu Norðurálfn-
þjóða, sem og þjóða þeirra, er Asíu byggja.
Og hver er sá, herra forseti, er eigi finni til
verðugs metnaðar yfir því, að njóta borgara-
réttinda hjá slíkri þjóð, er forsjónin hefir jafn-
ríknlega blessað með óþrotleg tækifæri, til að
beita sér fyrir framkvæmdir í mestu velferðar-
málum mannkynsins?
Björgvin Guðmundsson.
Nefnd sú, er haft hefir með höndnm1 náms-
stvrktarmál Björgvins Guðmundssonar, finnnr
hjá sér hvöt til þess að skýra vestur-ílenzkum
almenningi frá því nokkuð frekar, hvernig mál
þetta nú horfir við.
1 ávarpi sínu hinu fyrsta, taldi nefndin mikl-
ar líkur til, að námstími Björgvins myndrverða
þrjú ár, og að eigi myndi unt að komast af með
skemmri tíma, svo fremi að tilganginum ætti
að verða fyllilega náð. Áætlað var það einnig,
að fengnum öllum hngsanlegum upplýsingum,
að kostnaðurinn um árið gæti eigi lægri orðið,
en tuttugu og fimm hundruð dalir, eða því sem
næst.
Nú hefir nefndin þau gleðitíðindi að flytja,
að fyrir frábæra elju og ástundun, samfara
stórmerkilegum, meðfgoddum hæfileikum, verð-
ur námstími Björgvins um þriðjungi skemmri
en ráðgert var, því nú er það nokkura veginn
víst, að þessi efnilegi listamaður ljúki fullnað-
arprófi í hljómfræði við konunglega hljómlist-
arskólann í Lundúnum í öndverðum næsta
mánuði.
Nefndin er innilega þakklát sérhverjum
þeim, er stutt hefir Björgvinsmálið með
drengilegum fjárframlögum til þessa, og mun
þess langminnug, hve frábærlega góðar undir-
tektirnar hafa yfirleitt verið, meðal fólks vors
í álfu hér. Og nú er í raun og veru ekki nema
um herzlumuninn að tala. Fé það, sem Björg-
vinssjóðnrinn enn þarfnast, þannig, að málið
verði á sómasamlegan hátt til Iykta leitt, nem-
ur um átta hundruð dölum, og er þar í innifal-
inn ferðakostnaður Björgvins og fjölskyldu
hans hingað til horgar frá Evrópu, að lóknu
námi.
. Það eni nú 'því vinsamleg tilmælj nefndar-
ínnar, að Yestur-lslendingar bregðist skjótlega
við, og sendi tillög sín til hr. bankastjóra T. E.
Thorsteinsonar, Cor. William og- Sherhrooke
fyrir 25 Þ.m., því málií þolir i þlu eSÍ
Iengri bið.
Sú er eindregin sannfæring nefndarinnar,
að þjóðarbrotið vestræna, sem og íslenzka þjóð
m í heild, muni á sínum tíma sæmd mikla hljóta
af tónlistarstarfi Björgvins Guðmundssonar og
er þá tilganginum náð.
Virðingarfylst,
8. K. Hall. B. H. Olson.
M. B. Hálldórsson. Paul Bardal.
8. Ilalldórs frá Höfnum. J. P. Pálsson.
Einar P. Jónsson. Fr. A. Friðriksson.
Gerðabók 9. ársþings
t>jóðrœknisfélags Islendinga í
Vesturheimi.
sííamefndu aðferöina betri en nokkuru
dýrari. LagCi A. Eggertsson til en A. B.
Olson studdi aS stjórnarnefnd félagsins
væri falið aS hafa þær framkvæmdír í
þessu máli á komandi ári er henfli sýndust
viS eiga. Samþykt.
Útbreiðslumál: G. K. JónatanSson las
upp skýrslu nefndarinnar svohljóSandi:
“Nefndin, er kosin var til þess aS íhuga
útbreiSslumál þjóSræknisfélagsins hefir
komist aS þeirri niSurstoSu aS á komandi
ári sé sérstaklega gott tækifæri aS út-
breiSa félagiS, þar sem aS heimferSar-
máliS er svo lifandi á dagskrá. Leggur
hún því til aS stjórnamefndinni sé leyft
aS verja alt aS $250.00 úr félagssjóSi, til
aS stofna deildir þar sem möguleikar em
á því.
Reynt sé til aS fá ísl. lestrarfélög sem
fyrir eru í bygSum þar sem deildir eru
stofnaSar, til aS sameinast þjóSræknisfé-
laginu.
Þar sem ástæSur eru ekki hagkvæmar
til aS stofna deildir sé reynt aS fá menn
sem flesta til aS ganga í aSalfélagiS.
AS stuSlaS sé aS því, þar sem deildir
eru stofnaSar, aS fá þá menn í erríbætti er
áhuga hafa mikinn fyrir málefninu.
Vér erum þeirrar skoSunar aS tvöfalda
megi félagatölu á komandi ári ef af alúS
er unniS.
G. K. Jðnatansson, Arni Eggertsson,
I. J. Húnfjörð.”
Sig. Júí. Jóhannesson sagSi tillögur
nefndar-álitsins tímabærar. KvaS hann
enga deild vera vestur á Kvrrahafsströnd,
félagiS enn ekki komist yfir fiöllin, þar
vestra. þó þjóSrækni sé þar á allháu stigi.
StungiS iipp á aS nefndarálitinu sé vísaS
til fjármálanefndar. Samþvkt.
StóS íþá A nefndarskvrslum svo aftur
lágu fyrir nv mál. Dr. Sig. Júl. Tóhann-
esson lagSi til aS Dr. WoodswOrth þing-
manni norSur-tniS-Winnioeg í sambands-
þinginu væri þökkuS tillaga hans eSa
bending til samgöngumálaráSherra, og
forseta faliS aS skrifa honum. Tillagan
samþykt.
Séra J. P. Sólmundsson iagSi til aS
þriggja manna nefnd sé kosin til þess aS
undirbúa skvra greinargerS fyrir tilgangi
ÞjóSræknisfélagsins., fanst A .liSur til-
gansgreinarinar lítt skiljanlegur ef ekki ó-
þarfur. Tillöguna studdi Jóh. Eiríksson.
Nokkrar umræSur urSu um máliS en aS
því búnu var tillagan dregin til baka.
Var þá lagt fram fiefndarálit í skóg-
ræktarmálinu af séra Jónasi A. SigurSs-
syni svohljóSandi:
“Skógrækt á íslandi:
Nefndin í málinu um aS “klæSa landiS”
eSa, Skógrækt A íslandi, levfir sér aS
minna alla hlutaSeigendur á hina víStæku
og miklu þýSingu málsins.
Nefndin treystir því eindregiS, aS þjóS-
ræknir Isendingar hér vestra láti sér ant
um þessa fögru htigmynd og aS heima-
þjóSin meti hana aS verSugu.
Nefndin hyggur, aS er til framkvæmda
kemur, muni fræ reynast hagkvæmara en
ungjurtir.
Nefndin lesrgur til:
1. AS ÞjóSræknisfélagiS láti sér ant
um framkvæmdir þessa máls og fái í því
stuSning vestur-íslenzkra blaSa.
2. AS stjórn ÞjóSræknisfélagsins sé
falin forganga málsins. og meiri hluti
nefndarinnar leggur þaS til, aS stjórnin
hagnýti sér bendingar málshefjanda.
3. AS stjórn T> ióSræknisfélagsins komi
þessi máli á framfæri viS stjórn íslands.
VirSingarfylst,
Jónas A. Sigurðsson. B. B. Olson,
B. Magnússon.”
Séra Rögnvaldur Pétursson lagSi til, en
dr. Sig. Júl. Jóhannesstm studdi aS nefnd-
arálitiS sé samþykt. Var sú tillaga sam-
þykt.
Mrs. GuSrún H. Johnson flutíi þinginu
kveSju oróf. Ágústs H. Bjarnasonar i
Reykjavík. Gat hún þess, aS hann hefSi
beSiS sig fyrir skilaboS, viSvíkjandi skóg-
ræktarmálinu heima. Vildi hann aS máliS
væri sem mest í höndum ungmennafélaga,
en þau aSstoSuS eftir föngum aS vestan
sem heima. Var orSsendingu þessari vel
tekiS.
A. P. Jóhannsson las þá svohljóSandi
skýrslu frá samvinnumálanefndinni:
1. Nefndin lítur svo á sem aSal sam-
vinnumál millum þjóSar vorrar vestan
hafs og austan sé hin tilvonandi þús. ára
MinningarhátíS Alþingis 1930; vill hún
hvetja alla Islendinga til aS láta þaS mál
til sín taka en aS öSru leyti álítur hún aS
allar framkvæmdir í því hér vestra séu
fengnar nefndinni, er þegar hefir veriS
kosin.
2. MeS því aS útbreiSsla Tímaritsins
heima á ættjörSinni hefir, aS voru áliti,
eigi tekist svo sem félagsmenn hafa ósk-
aS eSa vonaS, leggjum vér til aö sú breyt-
ing verSi gerS á umboSssölu þess, aS þjóS-
ræknisfélagiS feli bróSurfélagi voru,
“Vestur-íslendingi,” í Reykjavík útbýt-
ing þess og útsölu á íslandi og NorSur-
löndum í staS núverandi umboSsmanns í
Reykjavík.
3. Nefndinni er þaS Ijóst aS ótal fleiri
málum mætti skipa undir þennan liS,
“Samvinnumál,” bæSi uppkomnum og ó-
uppkomnum, leggur hún því til aS þingiS
feli þau mál, sem snerta kunna ÞjóSrækn-
isfélagiS aS einhverju leyti, værttanlegri
stjórnarnefnd til meSferSar.
Á öskudaginn, 1928.
A. P. Jóhannsson, Rögnv. Pétursson,
Tobías Tobíasson.
Var nefndarálitiS boriS upp og sam-
þykt.
Séra Rögnvaldur Pétursson skýrSi frá
aS sér hefSi horist í hendur eintak af
blaSinu “Free Press” dagsett 16. febr., í
því stæSi fréttagrein frá Ottawa er frá
því segSi, aS NorSmenn hér í Canada,
leituSu löggildingar hjá Samhandsstjóm-
inni, fyrir allsherjar félagsskap, sín á
meSal, er þeir nefndu “The League of
Norsemen in Canada.” Leit hann svö á
sem nafn þetta væri mjög villandi og meS
því væru NorSmenn aS helga sér þaS sem
undir nafninu “Norse” hefSi gengiS.
Væri þetta ný tilraun, er lengra gengi en
áSur, aS lögheimila sér einum alt þaS dýr-
mætasta sem til væri í arfi vorum frá
fornri tíS, svo sem sögurnar, Eddurnar og
hinar eldri bókmentir, og þá líka afreks-
verk feSra vorra til foma. Til nafnsins
“Norse” væru þeir eigi fremur bomir en
hinar freendþjóSirnar á NorSurlöndum.
Vildi hann láta finna þá fulltrúa þessa
nýja félags, er búsettir væru hér í bæ, og
ibenda þeim á aS þeir stigi skör framar
en hófi gengdi og fara þess á leit víS þá,
meS allri vinsemd, aS þeir breytti nafn-
inu. LagSi hann til aS máliS væri tekiS á
dagskrá. Séra Jónas A. Sigurísson studdi.
Var þaS samþykt. Séra Jónas A. Sig-
urSsson vildi láta íslendinga andmæla;
væri þetta endurtekning margítrekaSra
tilrauna aS helga sér verk Islendinga.
LagSi til aS nefnd yrSi skipuS í þinginu
til aS hugleiSa máliS og koma meS tillög-
ur fyrir þing. Séra Rögnv. Pétursson
studdi. Séra J. P. Sólmundsson kvaS þetta
mál leiSa þaS í ljós aS þegar til alvör-
unnar kæmi gætum vér veriS einhuga. Um
þetta væru allir sammála. Séra Runólfur
Marteinsson kvaS orSiS ‘Norse1 hafa feng-
iS nýja merkingu.—ÁSur hefSi þaS veriS
sama sem “Norrænn”—nú þýddi þaS víst
oftast “Norwegian.” Séra Rögnvaldur
kvaS nokkuS hæft í þyí, aS þeirri merk-
ingu væri haldiS fram af NorSmönnum,
án þess þó aS þeir vildu láta undanskilja
þaS, sem áSur hefSi veriS látiS í þvi fel-
ast. Eftir nokkrar umræSur var tillagan
samþykt, og í nefndina skipaSir séra
Rögnvaldur Pétursson, séra Jónas A. Sig-
urSsson og séra Runólfur Marteinsson.
Var þá borin upr> fundarslita tillaga,
skyldi þingi frestaS til kl. 10. næsta morg-
uns. Eorseti gat þess aS samkvæmt venju
væri kveldiS helgaS hinu árlega MiSsvetr-
armóti ÞjóSræknisdeildarinnar “Frón,”
er einnig væri nefnt “Þ jóSræknismótog
hét á menn aS vera til staSar komnir eigi
síSar en kl. 8. Var svo fundi slitiS og
þingi frestaS til kl. 10 næsta morguns.
Sem til stóS ihófst samkoma þessi kl. 8.
Var sá fjöldi saman kominn aS setja
varS stóla á gangana svo allir fengi sæti.
Var þess getiS síSar um kveldiS aS sjald-
an eSa aldrei hefSi mótiS veriS fjölmenn-
ara. Séra Runólfur Marteinsson, forseti
Fróns, setti isamkomuna meS ágætri ræSu.
Næst honum lék ungfrú J. Johnson á slag-
hörpu. Elutti bá séra Ragnar E. Kvaran
erindi um þjóSræknismáliS, áhrifamikiS
oe ágætlega samiS, ennfremur dr. Sig.
Júl. Tóhannes9on annaS, um sama efni,
kvæSi, er skáldiS Gutt. T. Guttormsson
orti fyrir mótiS. las Gísli P. Magnússon.
Þá las iskáldiS LúSvík Kristiánsson upp
gamankvæSi er hann hafSi þa ort fyrir
skemstu. Var því svo vel tekiS aS ekki
fékk hann aS ganga af ræSupalli fyr en
hann fór meS annaS, er engu þótti ó-
snjallara. Þá las séra J. P. Sólmundsson
upp drápu, fornyrSa, um “Hrólfs eSliS.”
Milli ræSa og kvæSa upplesturs skemti
prýSilega æfSur karlmannakór meS fjölda
íslenzkra söngva. 1 kórnum voru allir hin-
ir valinkunnustu söngmenn, er heima eiga
hér í hæ, en söngnum stjómaöi hr. Bryn-
iólfur Þorláksson. Einsöng söng hr. Árni
Stefánsson, en aS lokum söng herra Sig-
fús Halldórs frá Höfntsm. hiS mikla
skozka söguljóS, “Arohihald Douglas,”
eftir Fontane, og afhenti glímuköppunum
verSlaunin, er þeim höfSu hlotnast kveld-
inu áSur. Gengu þá sumir til snæSings en
aSrir véku til dans. Hélt svo samkomah
áfram þar til löngu eftir miSnætti. Bar
samkoman þaS meS sér, aS ÞjóSræknis-
félaginu vex nú megin meS ári hverju.
Fimti hirtgfundur settur kl. 10 f. h. 23.
fehr. 1928. Fundarbók lesin og samþykt.
Árni Eggertsson benti á aS vmislegt
væri ranet tilfært í fréttum af binginu i
ensku blöBunum. sérstaklega “Tribune.”
Vildi hann láta útnefna einhvern til þess
aS veita áreiSanlesrar fréttir. Lagt til og
samþykt í einu hljóSi aS maSur sé út-
nefndur i þessa stöSu. Eorseti útnefndi
Árna Eggertsson.
Herra Ágúst Sædal lagSi þá fram eftir-
fylgjandi nefndartillögu í Bókasafnsmál-
inu:
Herra forseti! Háttvirta ÞjóSræknis-
þing:
Vér, sem kosnir vorum til aS athuga
frumvarp til reglugerSar fyrir bókasafni
ÞjóSræknisfélagsins leyfum oss aS 1áta í
ljósi álit vort á málinu.
Vér mælum eindregiB meS fvrnefndu
frumvarpiS eins og þaS var orSaS í 8 liS-
um.
Vér leggjum til aS þingiB kjósi 3 manna
milliþinganefnd, sem annist um bókakaup
og láti smíSa sæmilegan bókaskáp fvrir
útlánsbækiir safnsins. Sé þeirri nefnd
heimilaS aS verja alt aS $100.00 úr félags-
sjóSi á komandi ári, máli þessu til sæmi-
legrar framkvæmdar.
Winnipeg, 22. febr. 1928.
A. Scedal. Hiálmar Gislason,
Mrs. S. Sigbjörnsson.”
T. F. Kristjánsson lagSi til, T. S. Gillies
studdi, aS reglugerSin fvrir útlán bóka sé
tekn fvrir, liS fyrir liS. Samþykt.
A. P. Tóhannsson vildi ekkert bókasafn
hafa í Winnipee. en hvetja deildir til þess
aS halda viS bókasöfnum ííiá sér. LagSi
hann til aS máliS vrSi borSlagt aS öSru
1evti en hví. aS félagsmönnum væri leyft
aS nota til lesturs þær hækur. er til væri.
Tón J- HúnfiörS studdi. Dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson vildi láta stofna lestrarsal og
bókasafn í Winnipeg undir umsión Þ jóS-
ræknisfélagsins, þar sem allir fslendingar,
hvar 5 heimi sem væri, eætu fundiS sam-
eieinlegt andleet heimili: hvaS margar
bækur glatast begar gamla fólkiS dæi.
Þcssar bækur ætti félagiS aS eignast.
Séra Röngvaldur Pétursson gat þess aS
fjöldi merkra bóka og rita, jafnvel mikil-
væg handrit, væri víSsvegar meSal fslend-
inga hér í landi og glötun undirorpin.
Væru eigendur, margir aS minsta kosti,
fúsir aS selja fyrir lágt verS og sumir aS
gefa. Vissi hann um einn mann, er ætti
merklegt safn. er hverEfi vildi fremur siá
haS niSurkomiS en 5 höndum ÞióSræknis-
félagsins. Áleit hann aS félagiS ætti aS
lefríria alla stnnd á aS koma unp safni. en
sjálfur væri hann mótfallinn hví aS baS
gengist fvrir lestrarfélagsstofnun ihér i
bæ, taldi hann því frumvarpiS aS öllu
(Framh.)