Lögberg - 05.04.1928, Blaðsíða 6
BIs. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1928.
Ljónið og Músin.
Eftir Charles Klein.
(Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu,
kom fyrst út árið 1906 í New York).
“Miss Roberts,” svaraði Bagley mjög há-
tíðlega, “í þessu bréfi er eg að láta í ljós að-
dáun mína fyrir yður og ást mína til yðar.
Trúlofun ykkar Jeffersons er naumast afgerð,
svo maður segi okki of mikið.” Það var ofur-
ltill keimur af háði í röddinni, sem ekki fór
fram hjá Kate.
“Þér getið ekki dæmt eftir því, sem þér haf-
ið séð,” svaraði hún og reyndi að sýnast reið,
sem hún var þó í raun og veru ekki. ‘ ‘ Við Jeff
kunnum að dylja ást okkar, þó hún sé heit. Það
eru ekki allir, sem kæra sig um að láta aðra
vita um tilfinningar sínar.’>
Sjálf fann hún, að það sem hún var að segja,
var svo hlægilega langt frá öllum sanni, að hún
gat ekki látið vera að skellihlæja, og það gerði
Bagley líka. ..................
“En hvers vegna voruð þér þá hér eftir hjá
mér, þegar faðir yðar fór út með Ryder
eldra?’’
“Eg þurfti að segja yður, að eg hefi ekki
þolinmæði til að hlusta lengur á þessa vitleysu
úr yður,” sagði Kate.
“Hvað eruð þér að segja?” sagði Bagley.
“Þér verðið hér eftir til að segja mér, að þér
viljið ekki hlusta á mig, þegar þér gátuð svo
dæmalaust þægilega komist hjá því að hlusta
á mig. Þetta er ekki beinlínis sannfærandi. ”
“Þér haldið, að eg vilji hlusta á yður?”
“Eg held það,” svaraði hann og gekk nær
henni eins og hann ætlaði að taka hana í fang
sér.
“Hvað á þetta eiginlega að þýða?” sagði
hún og vatt sér frá honum.
“1 vikunni sem leið bölluðuð þér mig Fitz-
roy, og einu sinni, þegar yður var mikið niðri
fvrir, kölluðuð })ér mig bara Fitz, og mér fanst
það svo vinsamlegt.”
“Þá höfðuð þér ekki farið fram á það, að eg
giftist yður,” sagði hún kímilega og gekk svo
fram hjá honum til dyranna. “Verið þér nú
sælir,” sagði hún og veifaði til hans hendinni
dálítið stríðnislega. “Eg ætla að fara til Mrs.
Ryder og bíða þar eftir föður mínum. Eg held
að það sé betra fyrir mig að vera þar.”
Hann reyndi að varna því, að hún færi út, en
hún varð of fljót fyrir hann og hann vissi ekki
fyrri til en hurðin lokaðist á milli' þeirra og
stúlkan var farin sína leið.
Meðan þessu fór fram, hafði .Tefferson farið
að sjá móður sína. Til þess að komast til her-
bergja hennar, þurfti hann að fara upp einn
stiga og gegn um langan gang, sem var lagður
afar dýrum gólfdúk. Hann barði að dyrum.
“Kom inn,” heyrði hann að sagt var inni i
herberginu og þekti hann þar hina ljúfu rödd
móður sinnar.
Hann opnaði hurðina og gekk inn. Sá hann
þá móður sína, þar sem hún sat við skrifborð
sitt og var að líta yfir einhverja reikninga, sem
sjálfsagt voru húshaldinu eitthvað viðkomandi.
“Komdu blessuð og sæl, mamma mín!”
sagði hann og hljóp til hennar, kysti hana og
vafði hana að sér, eins og hann var vanur að
gera, þegar hann var ungur drengur. Jéffer-
son hafði æfinlega þótt mjög vænt um móður
sína og verið henni góður sonur, þó hoflum
hefðiJ oft fundist að hún ætti að láta meira til
sín taka á heimilinu, heldur en hún gerði, en
ekki að bevgja sig algerlega í öllu undir vilja
mannsins síns.
“Jefferson! Elsku drengurinn minn, komdu
blessaður og sæll. Hve nær komstu heim?”
“Eg kom í gær, og eg svaf í verkstofunni í
nótt. Þú lítur vel út, mamma. Hvernig líður
pabba?”
Mrs. Ryder hoéfði á son sinn, og það var
auðséð, að henni þóttii mikið til hans koma. 1
raun og veru þótti henni mjög vænt um, hvemig
hann var innrættur, og hún var viss um, að
hánn vrði aldrei einn af þessum stórgróða-
mönnum, sem blöðin og tímaritin gætu aldrei
séð í friði, og jafnvel heilar bækur voru ritaðar
um, þoim til ófrægðar. En syni sínum svaraði
hún á þe.ssa leið:
“Föður þínum líður vel, ef hann hefði nokk-
urn frið. fvrir })essum blaðasnápum og skrif-
finnum, sem alt af eru eitthvað að narta í hann.
Nú er nýlega komin út bók, sem heitir “The
American Octopus”, og sem hefir valdið hon-
um mikillar ahyggju. Hvernig gtendur annars
á þ\n, að svona illa er um hann talað. Iíann
er víst ekki lakari heldur en aðrir. Hann er
bara ríkari og þe.ss vegna er hann öfundaður
og honum gert alt til ills. Nú sem! stendur er
hann úti með Roberts senator. Kate er hérna
í húsinu, eg hold í skrifstofunni.”
“Já, eg sá hana þar,” svaraði Jefferson
þurlega. “Hún var þar með þessum dóna,
Baglev. Hvonær ætli að pabbi læri að þekkja
þann náunga?”
“Því talar þú svona, drongur, um Mr. Bag-
ley. Hann er reglulegt prúðmenni. Þar að
auki er hann af göfugum ættum og þess vegna
her að tala yirðulega um hann. Hann er áreið-
anlega bezti skrifarinn, sem pabbi þinn hefir
nokkurn tíma haft. Eg veit ekki hvernig við
kæmumst af án hans. Hann veit alla hluti,
sem maður í hans stöðu þarf að vita.”
J.i, hann veit það sjálfsagt alt, og töluvert
meira,” sagði Jefferson, “hann hefir víst eitt-
hyað af því lært að vera undirtylla við ensku
hirðina.” En svo breytti hann alt í einu um
umtalsefni og sagði:
“Þú varst að minnast á Kate, mamma. Við
verðum að komast þar að réttum skilningi.
Þetta tal um það, að við ætlum að giftast, verð-
ur að hætta. Eg ætla að tala um þetta við
pabba í dag.”
“Já, auðvitað, og þá verður meiri óánægja
og uppistand”, sagði Mrs. Ryder. Hún var
orðin því svo vön, að hennar óskir væru ekki
teknar til greina, að hún var fyrir löngu farin
að taka því með jafnaðargeði. “Við höfum
frétt, hvað þú varst að gera í París. Þessi Miss
Rossmore var þar, eða var ekki svo?”
“Það kemur þessu ekkert við”, svaraði
Jefferson með töluverðum hita, því hann vildi
ógjarna tala um Shirley í þessu sambandi. En
hann varð strax aftur stiltur og sagði blíðlega:
“Heyrðu, mamma mín, vertu nú góð og hlust-
aðu á mig. Eg ætla sjálfur að ráða fyrir mig
og lifa mínu lífi. Eg hefi nú þegar sýnt föð-
ur mínum, að eg læt hann ekki lengur ráða fyr-
ir mér. Og líka hefi eg sýnt honum, að eg get
haft ofan af fyrir mér sjálfur. Hann hefir.
engan rétt til að neyða mig til að giftast á móti
mínum eigin vilja. Á milli mín og Kate er eng-
inn misskilningur. Við höfum alt af skilið
hvort annað.”
“Þetta ed líiklega rétt, frá þínu sjónarmiði,
Jefferson minn,” svaraði móðir hans. Henni
var það mjög tamt, að samsinna þeim, sem
hún talaði við í það og það sinnið. “Þú ert
kominn til lögaldurs. Foreldrar þínir hafa
ekki lengur neinn lagalegan rétt til að ráða fyr-
ir þér. En gíetfu þess, drengur minn, að það
væri mjög óheppilegt fyrir þig, að stvggja föð-
ur þinn. Hans hagsmúnir eru þínir hagsmun-
ir. Varastu alt, sem að særir hann. Auðvitað
verður þú ekki neyddur til að giftast stúlku,
sem þú ekki vilt eiga, en faðir þinn verður fvr-
ir óttalega miklum vonbrigðum. Hann hefir
gert sér svo góðar vonir um að þetta hefði
framgang. Hann veit alt um samdrátt ykkar
Miss Rossmore, ccr hann er æfur út af því. Eg
býst við, að þú hafir heyrt um föður hennar?”
“Já, eg hefi heyrt um alla þá svívirðing,”
sagði Jefferson ákafur. “Þetta er andstyggi-
legt samsæri, sem gert hefir verið gegn einum
allra göfugasta manni þjóðarinnar, og eg skal
gern það sem eg get, til að draga þá óþokka
fram í dagsljósið, sem að þessu eru valdir. Það
er einmitt erindi mitt hingað í þetta sinn, að
biðja pabba að hjálpa mér til þess.”
“Svo þú komst hingað til að biðja föður
þinn að hjálpa þér í þessum efnum?”
“Já, því ekki það?” svaraði Jefferson.
“Er það virkilega satt, að hann sé eins eigin-
gjarn ems og sagt er. Vill hann ekkert gera
til að lijálpa vini, sem þarf hjálpar við?”
“Þú hefir ekki komið í réttan stað, Jeff.
Þú ættir að vita það. Það liggur ekki nærri,
að pabbi þinn sé vinur Rossmore dómara. Þú
hefir áreiðanlega, nóga skynsemi til að sjá, að
það eru tvær ástæður til þess, að hann gerir
ékkert til að hjálpa dómaranum. Fyrst er nú
það, að þeir hafa alt af verið andstæðingar í
opinberum málum, og annað er hitt, að þú ert
að draga þig eftir dóttur hans.”
Jefferson varð orðfall. Hann hafði ekki
hugsað um þetta, en svona var það nú í raun og
veru. Faðir hans og faðir stúlkunnar, sem
hann elskaði, höfðu ávalt verið svarnir óvinir.
Hvernig var eiginlega hægt að búast við hjálp
frá auðmönnunum, sem dómarinn hafði hvað
eftir annað verið fullkom'lega andstæður; og
þegar hann nú fór að hugsa um þetta, þá fanst
honum ekkert ólíklegt, að það væri kannske
einmitt faðir hans, sem væri valdur að þessu
svívirðilega samsæri. Honum fanst kuldinn
anda að sér úr öllum áttum, og þegar hann tók
aftur til máls, var rómurinn kaldur og hás:
“Eg skil nú, móðir mín, að þú hefir rétt
fyrir þér. Þetta er bara eins og það hefir alt
af verið hér heima. Eg rek mig alt af á það
sama; í hvaða átt, sem eg sný mér, þá rek eg
mig alt af á sama vegginn—peninga. Hér verð-
ur maður aldrei var nokkrar góðar tilfinning-
ar, enga samhygð með öðru fólki, ekkert nema
ískalt og tilfinningasnautt gróðabrall. Pen-
inga, peninga, peninga! Hvað eg er orðinn
þreyttur og leiður á þessu öllu saman. Eg vil
ekkert hafa meira með það að gera. Eg ætla
að fara burtu, svo eg sjái þetta aldrei framar
né heyri.”
“Móðir hans lagði höndina mjúklega á öxl-
ina á honum og sagði:
“Segðu ekki þetta, Jefferson. Faðir þinn
er ekki slæmur maður, þú veizt það. Hann hef-
ir varið æfi sinni til að græða fé, og hann hef-
ir grætt meira fé héldur en nokkur annar mað-
ur hefir nokkurn tíma áður gert. Hann er bara
eins og kringumstæðurnar hafa gert hann.
Hann er góðhjartaður maður. 0g hann elskar
þig, Jefferson, einkasoninn sinn. En andstæð-
ingum sínum, þeim fyrirgefur hann aldrei.”
Jefferson ætlaði rétt að fara að svara ein-
hverju, þegar hann alt í einu heyrðimargar
rafbjöllur hringja um alt húsið.
“Hvað er þetta?” sagði hann og hrökk við
og fór fram að dyrunum.
“Það er ekkert,” sagði móðir hans og brosti
við. “Við höfum látið setja þetta í húsið, síð-
an þú fórst. Pabbi þinn hefir verið að koma
inn. Það er það sem þessi hringing táknar.
Þetta var,gert til þess að hægt væri að líta eft-
ir því, að engir ókunnugir menn yrðu á vegi
hans, áður en hann kæmist inn í skrifstofuna,
}>ó þeir kjmnu að vera staddir í húsinu. Það
þótti varlegra.”
“Er hann nú farinn að verða hræddur um,
að honum verði stolið?” sagði Jefferson hlæj-
andi. “Þeir gætu sjálfsagt fengið töluvert
lausnargjald fvrir hann. Ekki vildi eg nú
samt liætta á það. Hver sem reyndi það, mundi
komast að raun um, að hann yrði þeim erfið-
ur.”
ITann komst ekki lengri, því nú var barið að
dyrum mjög varlega.
“Má eg koma inn til að kveðja?” sagði Kate
um leið og hún kom inn í herbergið. Hún hafði
sloppið vel frá Bagley og ætlaði nú heim með
föður sínum. Hún brosti einstaklega góðlát-
lega til Jeffersons og þau töluðu glaðlega um
ferð hans til Evrópu. Hann fann einlæglega
til með þessari stúlku, sem feður þeirra beggja
vildu endilega að yrði konan bans. Ekki vegna
þess að hann héldi, að hún kærði sig í raun og
veru mikið um sig, hún var) ekki þannig skapi
farin, en hjónaband, sem aðrir liöfðu fyrirhug-
að, var algerlega gagnstætt hugsun Ameríku-
manna. Honum fanst það næstum gustuka-
verk að vara hana við Bagley.
“Gættu skynsemi þinnar, Kate,” sagði
hann. “Eg sá, hvað um var að vera niðri í
skrifstofunni áðan. Þessi maður er mesti galla-
gripur. ’ ’
Það er sjaldan, sem slíkum viðvörunum er
vel tekið, enda gerði Ka'te það heldur ekki.
Hún vissi, að Jefferson var illa við Bagley og
fanst það rangt af honum að reyna að ná sér
þannig niðri. Hún svaraði því kuldalega og
með þykkjusvip:
“Eg held, Jefferson, að eg sé fær um að líta
eftir sjálfri mér. Þakka heilræðin engu að
síður.”
Hann ypti öxlum, en svaraði engu. Hún
kvaddi Mrs. Ryder, sem nú var aftur farin að
athuga húsreikningana. Jefferson fylgdi henni
ofan og alla leið út á stræti, þar sem faðir
hennar beið hennar í opnum vagni. Roberts
heilsaði hinum unga manni mjög glaðlega, því
enn gerði hann sér vonir um að hann mundi
verða tengdasonur sinn.
“Þú ættir að kbma og sjá okkur, Jefferson,”
sagði hann. “Komdu og borðaðu með okkur
eitthvert kveldið. Við erum alt af tvö einT Kate
og eg, og okkur þykir vænt um, ef þú kemur.”
“Jefferson hefir ekki mikinn tíma nú,”
sagði Kate. “Hann er oftast að vinna, og svo
verður1 hann að sinna vinum sínum.”
Jefferson skildi vel hvað hún átti við, en
hann svaraði engu. Hann brosti, og senatorinn
tók ofan hattinn. Hann sá, að Kate leit upp í
einn gluggann, þegar vagninn fór á stað, og
hann vissi að þar mundi Bagley vera inni fvrir.
Hann fór aftur inn í húsið. Nú var hin þýð-
ingarmikla stund upp runnin. Nú varð hann
að tala við föður sinn.
IX. KAPITULI.
Skrifstofan var merkilegasta herbergið í
hinni miklu höll Ryders, því þar voru aðallega
hin miklu ráð ráðin og þeim framkvæmdum
hrundið á stað, sem stöðugt' juku hið stórkost-
lega auðsafn hins mikla fjármálamanns og
jafnframt völd hans, og mest af því var gert á
þeim tíma dagsins, sem aðrir athafnamenn
notuðu til hvíldar. John Burkitt Ryder tók sér
aldrei livfld. Það gat ekki verið um neina hvíld
að tala, fyrir mann, sem átti þúsivnd miljónir
dala, sem hann þurfti að líta eftir. Hann var
orðinn næstum því eins og Macbeth, sem aldrei
gat sofið. Það mátti svo að orði kveða, að
þegar vinnutíminn var úti og hann eins og aðrir
fór heim til sín, þá byrjaði hann eiginlega að
vinna fyrir alvöru. Heima í sínu eigin húsi
hafði hann miklu betra næði til að hugsa upp
ný ráð til að ná sem sterkustu haldi á auðlegð
landsins og til að auka enn við sinn afskap-
lega auð.
Hér hélt hinn mikli maður fundi með alls-
konar mönnum, sem hann átti eitthvað saman
við að sælda, ekki ósvipað því, er konungur
heldur fundi með ráðgjöfum sínum og gæðing-
um, að öðru en ‘því, að hér fór alt fram með enn
meiri leynd ,hetdur en jafnvel þar. Þarna
komu þeir menn, sem mest máttu sín í iðnaðar-
lífi og viðskiftalífi þjóðarinnar. Og þarna
komu stjórnmálamenn, sem þannig voru inn-
rættir, að þeir notuðu stöður sínar til að auðga
sjálfa sig og vini sína. Þar komu járnbrautar-
forsetar og kolakóngar, sem héldu sjálfir, að
þeir væru nokkurs konar ráðsmenn skaparans
hér á jörðu og ættu að ráða yfir auðæfum jarð-
arinnar. Og allir komu þeir til að sækja ráð,
eða fyrirskipanir, eða þá peninga til hins mikla
manns, sem hér átti húsum að ráða. Hér var
það ráðið, hver ætti að verða ríkisstjóri í þessu
ríkinu eða hinu, hver borgarstjóri, hver lög-
reglustjóri, hverjir þingmenn og jafnvel hver
forseti. Hér voru mönnum borgaðar miljón'r
dala til þess aðl hafa áhrif á kosningar og hér
var allskonar misindismönnum borgað afar-fé
fyrir ýmislegt, sem þeir unnu í þarfir auð-
mannanna, sem hér áttu hlut að máli.
Hér voru ótal ráð ráðin á laun, sem voru
fyrst og fremst ólögleg, og alménningi til mik-
ils óhagnaðar, en bættu öft miljónum við milj-
ónir auðmannanna. Hér komu járnbrautafor-
setarnir sér saman um flutningsgjöld á þann
hátt, að félögin græddu mikið fé og sáu um; að
um enga samkepni væri að ræða. Hér voru
stofnuð allskonar hlutafélög, sem fólk lagði í
mikla peninga, en sem fljótlega hrundu eins
og spilaborgir, svo margir ,mistu aleigu sína
og voru mörg sjálfsmorð framin út.af þeim
vandræðum. Hér var enn fremur það-ódáða-
verk framið gegn frjálsri þjóð, að fáeinir menn
komu sér saman um, að , hækka úr hófi fram
verð á nauðsynjum almennings, svo ,scm kjöti,
kolum, olíu, ís, gasi og ýmsu öðru. Innan þess-
ara veggja voru, í stuttu máli, ótal ráð ráðin,
sem öll miðuðu að þ\ú að auðga fáeina auð-
menn, en þá sérstaklega John Burkitt Ryder,
á kostnað almennings.
Skrifstofa Ryders var stórt og fallegt her-
bergi. Það vora þrír gluggaú á einum veggn-
um, einn stór ,í miðjunni, en tveir minni sinn
hvoru megin. A veggnum, beint á móti glugg-
anum, var stór mynd af George Washington
skorin í eik, og ,í herberginu vora líka brjóst-
mvndir af Shakespeare, Goethe og Valtaire.
Með fram veggjunum voru stórir og fallegir J
BLUE
RIBBON
Þó þér borgið hœrra veið fáið
þér ekki betri tegund. Biðjið
um Blue Ribbon — ávalt bezt
i
hvað sem verði líður.
Sendið 25c til Blue Ribbon, Ltd., Win-
nipeg og fáiö Blue Ribbon Cook Book,
I ágætu bandi,—bezta matreiðslubók-
in, sem hugsast getur fyrir heimili
V esturlandsins.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aS flytja búferlum til
Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
íþttHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKI
Sendið korn yðar
'tii
UMITED GRAIN growers 1?
Bank of Hamilton Chambers
WINNIPEG
Lougheed Building
CALGARY
Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er.
ÉLqlIÍlHH
Nýjasta og bezta
BRAUÐTEGUNDIN
Búin til með ágœtasta rjómabús
smjöri
BAMBYBRÖD
Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu jjj
öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum
Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst bjá mat-
vörukaupmanninum. Canada Bread umferðasölum eða f f
með því að hringja upp 32 017-32018.
Canada Bread Co. *
Limited
A. A. RYLEY, Manager í Winnipeg
bókaskápar, fullir af bókum, sem allar voru í
prýðisfallegu bandi. Maður gat vel hugsað, að
liér hefðist við einhver lærður prófessor, frek-
ar en maður, som hefði það eitt augnamið að
græða fé.
Þegar Jefferson kom inn, sat faðir hans við
skrifborðið sitt og hafði vindil milli varanna.
Ilann var að gefa Bagley einhverjar fyrirskip-
anir. Bagley.leit upp, þegar hurðin var opn-
uð og fór í áttina til dyranna, líklega með þeim
ásetningi að varna því, að nokknr kæmi inn ög
ónáðaði þá, án tillits til þess, hver í hlut átti.
En Ryder kom þegar auga á son sinn og heils-
aði honum mjög glaðlega.