Lögberg - 26.04.1928, Blaðsíða 2

Lögberg - 26.04.1928, Blaðsíða 2
ftls. 2 IiöQBBRG, FIMTUiDAGINN 26. APRÍL 1928. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN wVwVVi MEYJAN AF ÓKUNNA LANDINU. (Eftir Schiller.) 1 dal þar hjarÖfólk örsnautt undi, Kom alla tíma vors með þey, Er fuglar kváðu fyrst í lundi, Ein fríð og undursamleg mey. í afdal þeim hún ei var borin, Og óvíst hvaðan ikom hún að, á huldu voru hennar sporin I>á hún úr dalnum fór af stað. Inndæli skein af ungu sprundi, Og allra hjörtu fyltust þrá, En tignarsvipur svanna mundi Samkynnum nánum bægja frá. Hún aldin bar og ótal blóma, Sem annar foldarreitur gaf, Við æðri sólar alið ljóma Og eðli sælla getið af. Ástgjafir rétti’ hún öllum gumum, Avexti þessum, hinum blóm, Unglin’gi jafnt sem öldung hrumum, Svo einskis hönd fór þaðan tóm. Kært tók hún öllum komnum gestum, En kæmi sveinn með festarsprund, Þau sæmdi’ hún gjöfum gjafa beztum, Þeim gaf hún fegurst blóm í mund. —Svanhvít Stgr. Thorst. Verndarenglar æskunnar. 6. Forsjálni. Hlýð þú rödd forsjálninnar; gef gaum að ráð- um hennar, og fest þau þér í huga. Heilræði henn- ar eru öllum holl, og allar dygðir styðjast við hana, eins og stoð. Hún er æðsti förunautur og bezti leiðtogi mannlegs lífs. Hafðu taum á tungu þinni, og geymdu varir þínar vandlega, svo ekki raski orð þín rósemi þinni. Sá sem hæðir hinn halta, hann gæti sín, að hann ekki haltri sjálfur. Sá sem hefir yndi af, að bera út bresti annara, hann skal með kinnroða heyra talað og rætt um sína eigin. Af mælgi kemur angur og eftirsjá; en fyrir þögn þarf ekki að iðrast. Málugur maður er kvöl á bæ; eyrun þreytast af mælgi hans, og málæðið í honum heftir alla sam- ræðu. Stæú þig ekki af sjálfum þér, því að það er þér til minkunnar. Hæð ekki heldur neinn, því að það er hættulegt. Meinlegt gaman er eitur vmáttu; og sá, sem ekki hefir taumhald á tungu sinni, skal taka ófrið í heimgjald. Vertu þér úti um öll notaleg þæginJH eins óg hæfir stöðu þinni; en set ekki aleigu þína í þau, svo að hyggindi þín á yngri árum geti huggað þig í ellinni. Ágirnd er rót alls ills, en sparsemi er sannur dygðavörður. Láttu þín eigin störf sæta allro athygli þinn’, en vertu ekki hnýsinn um annara efni. Láttu ekki skemtnir þínar vera þér dýrkeyptar, svo að fyrirhöfnin fyrir þeim fargi ekki fögnuði þínum af þeim. Láttu ekki heldur meðlætið myrkva augu for- sjálninnar, né gnægtina afsníða hönd sparseminn- ar. Sá sem eltir um of allsnægtir lífsins, skal kenna á skorti á nauðsynjum þess. Trúðu varlega nokkrum manni, fyr en þú hefir íeynt hann; og tortrygg engan orskalaust, því að það er illmannlegt. En þegar þú hefir fundið vænan vin, þá geymdu hann í hjarta þínu, eins og fésjóð, og álít hann öll- um dýrgripum betri. Þigg enga gáfu af eigingjörnum manni, og bitt ekki vináttu við óvandaða; því að það yrði snara fyrir dygð þína, Qg leiddi sorg í sálu þína Hafðu ekki þann hlut í dag, sem þú verður að vera án á morgun; og sleptu því ekki við blinda hendingu, sem þú getur fengið með fyrirhyggju, eða fyrirbygt með forsjálni. Lærðu hyggindi af reynslu annara, og láttu yfirsjónir þeirra lagfæra bresti þína. Þó skaltu ekki ætíð vænta þér ugglausrar hepni af forsjálninni; því að dagurinn veit ekki, hvað nóttin hefir að geyma. Heimskinginn er ekki æfinlega heppinn; en aldrei sá eg heimskingjann algjörlega glaðan, og aldrei heldur hygginn mann með öllu hamingju- lausan. 7. Stöðuglyndi. þolinmæði hans ber hana til enda. Hann gengur á móti raunum lífsins, eins og hermaður út í bardaga, og víkur þeim aftur sigri- hrósandi. En á huglausum manni og hræddum skellur vanvirðan hlífðarlaust. Hann gugnar undir fátæktinni, og sökkur svo niður í fyrirlitningu; og sæti hann ójöfnuðí, þá kallar hann líka yfir sig háðungina. Eins og vindblærinn skekur skjálfandi reyr, eins vekur mæðuskugginn honum titring og skjálfta. Á hættustundinni er hann ráðalaus og ringl- aður; á degi neyðarinnar hnígur hann niður, og ör- vænting yfirbugar sálu hans. 8. Hófsemi. Það getur komist farsældinni næst hér á jörðu, ef guð gefur þér góða heilsu, viturt hjarta og á- nægt geð. Ef þú vilt eignast þessa blessun, og geyma hana til elli-áranna, þá varastu freistingar munaðarins, og flýðu undan ginningum hans. Þegar hann framreiðir kræ^ingar sínar á mat- borðið, og lætur vínið iða í staupunum; þegar hann svo brosir upp á þig, og býður þér gleði og glað- værð, þá er hættan fyrir hendi; láttu þá skynsem- ina halda árvakran vörð. Því að hlýðir þú orðum fjandmanns hennar, þá dregur hann þig á tálar og leiðir afvega. Glaðværðin, sem hann lofar þé.r, verður að æði, og nautnin sjálf að sótt og dauða. Líttu í kringum matborð munaðarins, og rendu augum á borðgestina; virtu þá fyrir þér, sem hafa látið bros hans ginna sig, og hlustað hafa á tál- drægni hans. Eru þeir ekki veiklulegir og tærðir? Hefir ekki fjör og glaðværð frá þeim vikið Stundirnar, sem þeir hafa lifað í bílífi, eru á burt stokknar í skyndi, en aftur fallnir á fyrir þeim leiðindadagar, fullir sorg og gremju. Þeir hafa spilt matarlyst sinni, svo að nú falla þeim ekki leng- ur beztu kræsingar. Munaðurinn hefir þar unnið á eígin vínum, munaðarmönnunum, eins og maklegt er; því að þannig hefir guð hagað eðli hlutanna þeim til hegningar, sem hafa í óhófi gáfur hans. En hver er sú, sem þarna gengur, svo fögur á velli og fríð á svip? Blómarós bíður á kinnum hennar, og leiftur morgunroðans leikur um varir hennar. Gleðin, sak- leysið og siðprýðin skína út úr henni; og af glað- værum anda kveður hún, þar sem hún gengur. Heil sértu, Heilsa! Það er nafn hennar. Hún er dóttir Iðjandans, sem gat hana við Sparseminni. Synir þeirra búa oftast í afdölum og á fjöllum uppi. Þeir eru hugaðir, starfsamir, glaðir, og hafa allir nokkuð af fríðleika og atgjörfi systur sinnar. Afl þenur út taugar þeirra, styrkleiki býr í vöðvunúm; og það er ánægja þeirra að vinna allan daginn. Störf föður þeirra vekja þeim hungur, og mál- tíðir móður þeirra veita þeim saðning. Það er ánægja þeirra, að kefja niður skaplesti, og heiður þeirra, að leggýa niður vondan vana. Skemtanir þeirra eru hóflegar, og þess vegna varanlegar; svefn þeirra stuttur, en fastur og vær. Blóð þeirra er fjörugt og lundin glaðvær; lækn- irinn ratar ekki heim að bæjum þeirra; og lausir eru þeir allra mála við lyfsölumenn. En börnifm mannanna er aldrei borgið; þau . skulu ætíð eiga í vök að verjast. Bæði eru þeim búnar hættur utan að, og svo vakir svikarinn inni fyrir hjá sjálfum þeim, til að fella þau. Heilbrigði þeirra, styrkleiki og fríðleiki hefir kveykt upp í hjörtum þeirra girnd til lausungar. Hún stendur sjálf í laufskála sínum, vekur at- hygli þeirra, sem um veginn fara, og stráir út frá sér freistingum. Hún er lipur í limalagningú, lagleg á svipino og lausakonuleg í látæði. Léttúðin talar í augun- um, og losæðið leikur á brjóstunum. Hún bendir þeim með fingrinum, ginnir þá með augnaráðinu, og hænir þá að sér með tályrðum. Æ, flýðu undan freistingum hennar, og sting upp í eyrun á þér við hyllingarmáli hennar. Ef þú lítur í girndaraugu hennar, ef þú hlustar á freistingarröddu hennar, ef hún leggur hendur um háls þér, þá fjötrar hún §ig æfinlega í hlekki og vansa. Sjúkleiki, skortur, áhyggja og eymd er þá ekki langt undan landi. Lémagna og dáðlaus af ólif ^ij^-óttlaus og duglaus af iðjuleysi skaltu miss?yafI m^köglum, og atgjörfi líkamans. Dagar þinir skulu verða fáir og daprir, áhyggjur þínar óteljandi, og enginn skal sjá aumur á þér. öfundaðu ekki heldur neinn, þó að hann þyki aldrei svo sæll; þú þekkir ekki hinar heimuglegu sorgir hans. Að vera ánægður með lítið, er hin æðsta vizka; sá sem hrúgar að sér auðæfum, hleður um leið á sig áhyggjum; en nægjusöm lund er fólginn fé- pjóður, og viss vörn á móti öllum óskunda. Ef þú lætur samt ekki smjaður lukkunnar svifta þig réttvísi, hófsemi, meðaumkvun og siðprýði, þá skal ekki heldur auðurinn svifta þig gæfu. Láttu þér skiljast af þessu, að hrein og ómeng- uð farsæld getur ekki hlotnast nokkrum dauðlegum manni., Dygðin er er sá skeiðvöllur, sem guð hefir ætl- að manninum að skunda, og farsældin er takmark- ið; en því getur enginn náð, fyr en hann hefir hlaupið skeiðið til enda, og meðtekið kórónuna í hin- úm eilífu tjaldbúðum. —Smás. dr. P. P. HULDA 1 HEIÐARBÓT. (Brot.) Yndisfrið undur-blíð yngissnót var hún Hulda' í Heiðarbót Heilluð því hamra í Hulda var þar sem bjuggu bjartálfar. Lék hún sér löngum hér við lítinn svein blá með augu, blíð og hrein. Ljúfri mey leiddist ei lífið þá sínum vildarvini hjá. Árið leið. *— Um það skeið út af snót djúp var hrygð í Heiðarbót. Svo kom hún aftur einn sólskinsdag og sýndist þá brugðið vera; þá hló ’ún sjaldan og hljóðlát var sem hefði ’ún sorg að bera — sem hefði ’ún dulda sorga að bera., Frá högum sínum ’ún hermdi lítt, en heyrt varð af blunda-söngum, að léki hún sér við lítinn svein í laufskála upp hjá dröngum — í Jaufskála undir Stöpladröngum. So dafnaði ’ún heima’ að vexti’ og viti, en vandist þó líkams og andar striti. Hún fluttist í brott í fjarra sveit er fulltíða hún var. Og okkar fundum einmitt þá en óvænt saman bar. Eg hafði aldrei áður séð svo undurfagra mey. Og þótt eg fari’ um hálfan heim eg hitti slíka ei. þá kom að því, við kyntumst ögn, því kalt var tíma þann, en samhugs-blik í böli hvort und brúnum annars fann. Og fyrst eg kendi elsku-eld í ungu hjarta’ og sál, er þögull eg og þyrstur drakk hið þýða Huldu mál. En okkur skildu alt of fljótt hin orku-þrungnu rögn. Og nú er Hulda horfin mér og hér er dauðaþögn. þótt harma-brimin þrymji þung mér þögnin samt finst löng. Og hæpið er að heyri eg minn Huldu brotasöng. En enn ég hana Huldu sé, því hún var meir en fögur og flutti með sér Ijúflingsljós og Ijóðin góð og sögur, — undarlegar, yndislegar sögur. Hættur, slys, skortur, mæða og ójöfnuður er hlutfall sérhvers manns, sem í heiminn kemur. Brynja þess vegna sálu þína snemma með hug- rekki og þolinmæði, svo að þú getir með stöðug- lyndi borið þann armæðuskerf, sem þér er ætlaður. Eins og villudýrið erjar, þolir hita, hungur og þorsta, og gefst ekki npp, eins byrjar hugprúðum manni að sýna dáð og dug í hættum og þrautum. v Veglynd sál setur ekki fyrir sig mislyndi lukk- unnar, og hugprúður andi getur ekki yfirbugast af því. Farsæld hans er ekki komin undif brosi hennar, og þess vegna getur ekki heldur óblítt útlit hennar hrætt hann. Hann stendur stöðugur, eins og kletturinn í sjónum, sem bifast ekki, þó að bylgjurnar skelli á honum. Hann reisir höfuðið eins og hervirki á háum hól, og skeyti ógæfunnar falla máttlaus niður fyrir fætur honum. Á hættustundinni eflir hugh-ekkið hann, og stöðuglyndið frelsar hann. Spaklyndi hans Iéttir undir mæðubyrðina, og 9. Nægjusemi. Gleymdu því ekki, maður, að staða þín hér á jörðinni er ákvörðuð af speki hins Eilífa, af honum, sem þekkir hjarta þitt, sér þínar hégómlegu óskir, og synjar þér oft af náð um bænir þínar. En gæzka hans hefir svo hagað hlutunum, að líkindi eru til, að allar skynsamlegar óskir geti feng- ist, öll heiðarleg áform hepnast. Skoðaðu orsökina til órósemi þeirrar, sem þú býrð yfir, til ógæfunnar, sem þú harmar af; það er þín eigin heimska, drambsemi og spiltur hugar- burður. Mögla þess vegna ekki undan álögum guðs, held- ur lagfærðu hjarta þitt; og segðu aldrei við sjálfan þig: “hefði eg auðlegð, væri eg voldugur, ætti eg náðuga daga, þá skyldi eg vera sæll!”, því vittu það, að einnig þeir, sem eiga þessu að hrósa, hafa hver upp á, sinn máta sína bjrrði að bera. Fátæklingurinn hefir ekki að ægja af umsvif- um og áhyggjum auðmannsins; það reynir ekki á hann vandinn, sem vegsemdinni fylgir; hann veit ekki, hvað er leti né leiðindi, og kvartar þess vegna ekki yfir kjörum sínum. En sögur þessar'eg segi ei neinum, þvísagðar þær voru mér bara einum. Biður nú örn Bjarga-huldu vel að lifa vini studda. Niðjar þeirra njóti sólar alföðurs í aldir fram. —Burknar. VORVÍSA. Vorið aftur vekur alt af dvala, vermir sólin grænar jurtir dala. Fossar drynja í fjalli, af fögrum hamrastalli fögnuð ómar fuglarómur snjalli. S. F. Professional Cards - 1 - ...........—sa DR. B. J. BRANDSON 2X6-220 Medlcal Arta Bldg. Oor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Offiee ttmar: 2—3 Phone: 27 122 Winnlpeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka 4herzlu é. aC •elja meCul eftir forskriftum lsekna. Hin beztu lyf, sem hægt er aC fá, eru notuC eingöngu. Pegar þér komiC meC forskriftina til vor, megriC þér vera viss um, aC fá rétt þaC sem líeknirinn tekur til. Nótre Dame and Slierbrooke Phones: 87 659 — 87 650 Vér seljum Giftlngaleyfisbrét' DR O. B.TORNSON 216-220 Medical Arts Bldg, Cor. Gnaham og Kennedy 9ta. PHONE: 21 834 Office timar: 2—3. Heimiii: 764 Victor 8t. Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Rldg Cor. Graham og Kennedy Bta. Pbone: 21 8S4 Office Hours: 8—5 Helmili: 921 Sherbume Bt. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts tildg Cor. Graham og Kennedy Bte. Pliole: 21 884 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er aC hiWta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Heimili: 373 Rirver Ave, ’Pails. 42 691 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Btundar sérstakiega Kvenna og Barna sjúkdðma. Er aC hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Oífiee Phone: 22 298 Heimill: 80'8 Victor St. Slmi: 28 180 Dr. Kr. J. Áustmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON TannlæknJr 216-220 Medical Artó Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bta. Phone: 21 834 Helmllis Tais.: 38 826 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 614 Somerset Block Oor. Portage áve og Donald St. Talslmí: 28 889 -■ ' V -------- Dr. S. J. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sherburn St. Tals. 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. íö artur oöiast hana meö Talið við DR. WM. IVENS, M.A. M.L.A., 926 Somerset Blk., Wlnnipeg. Sfmi: 21 179 Heima: 66 485 FowlerQptical 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN U. lögfraaðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N lslenzklr lögfræðingar. 356 Moin St. Tals.: 24 963 peir hafa einnig skriísbofur aC Bundar, Riverton, Gimli og Plney og eroi þar að hitta á eftirfylgj- andi tlmum: Lundar: Pyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta mlðvikudag, Pineiy: priðja föstudag i hvesrjum mánuði JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Residence Office Phone 24 206 Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. A. C. JOHNSON 907 Coníederation Llfe Blda WINNIPKG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyTgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svaraO samstundis. SkrifstofuSími: 24 263 Heimaslmi: 33 328 J. J. SWANSON & CO. IjIM itkd R e n t a I a Insurance RealEstate Mortgages 600 PARIS BLDG., WINNPEG. Phones: 26 349—26 340 Emil Johnson SERVIOE EIÆOTRIO Rafmagns Conbracting — Allakyna rctfrrvagnadhöld seld og viö pau gert — Eg sel Moffat og CcClary elda- vélar og hefi þwr til sýnia á verk- stœöi mínu. 524 SARGENT AVE. (gamia Johnson’s byggingin viO Young Street, Winnipeg) 1 Verkst.: 31 507 Heima:27 286 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8t. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beatH. Ennfreanur selur hann allskonar minnisvarðia og legsteina. Skrtfstofu talB. 86 607 Heimills Tals.: 68 892 Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 605 Boyd Building Phona 24 171 WINNIPEG. SIMPSON TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnaföður. Annast einnig um aflar tegundir flutninga. 647 Sargent Ave. Sími 27 240 . • Holmes Bros. Transfer Co. Baggage and Furniture Moving Phone 30 449 668 Alvtrstone St., Winnipeg ViðskiftiUlendinga óskað. Giftinga- og JarOarfara- Blóm meO litlum fyrirvar* BIRCH Blómsali 693 Portage Ave. Tals.: 80 720 St. John: 2, Ring I ANDERSON, GREENE & CO„ LTD. námasérfræðingar Meðlimir I Winnipeg Stock Ex- change. Öli viðskiftl afgreidd fljðtt og vel. Lindsay Bldg. 226 Notre Dame Wpg. Löpgilt af atjórn Manítoba-fylkia. Sími: 22 164. Finnið oss í sam- bandi við námuviðskifti yðar DRS. a R. & H. W. TWEED Tanrdækrvar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St, Phone A-6545 Winnipc^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.