Lögberg - 26.04.1928, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.04.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4 LöGBEíRG, FIMTUDAGINN 26. APRÍL 1928. Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. .ar. >'-632? 04 N-6328 Tai.i Einar P. Jónsson, Editor Utanáskríft til blaðríns: TlfE COLUNfBlfV PHESS, Ltd., Box 3171, WJnnlpsg, Utanáskrift rítstjórans: EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, Nfan. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Ths “LÖKbsrg” lg prlntad and publlshed by Ths Oolumbla Prees. LAmlted, In ths Colunsbla Buildlnp, SÍE S&rfrsnt Ave Wlnnipeg, Manitoba. Hinn óttalegi leyndardómur. Þótt margt og mikið hafi að vísu rætt verið og ritað um heimferðarmálið undanfarnar vikur, og það svo mjög, að einhverjum kynni að finnast sem svo, að verið væri að bera í bakkafullan iækinn, með því að bæta þar nokkru við, þá hafa nú þeir atburðir gerst, er óhugsanlegt væri að samþykkja með þögn- inni, því svo er þar höggvið nærri velsæmistilfinn- ingu og dómgreind þjóðarbrotsins íslenzka í landi hér. Eins og vestur-íslenzkum almenningi þegar er kunnugt, þá birtist í báðum vikublöðunum, Lögbergi og Heimskringlu, í fyrri viku, grein frá stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins, eða öllu heldur nokkurs- konar þvottakonupistill, því um annað innihald var þar tæpast að ræða en það, að skola vitund af heim- fararnefndinni, og leiða því jafnframt, athygli al- mennings frá málskjarnanum sjálfum. Þetta tiltæki kom oss þegar kynlega fyrir, því satt að segja hafði oss sízt af öllu dottið það í hug, að stjórnarnefnd slíks félags, skipuð af jafn reyndum og ráðnum mönnum, myndi til þess fáanleg, að taka á sig á- byrgðina á slysni heimferðarnefndarinnar, og lúta jafn lágt. En sú hefir nú, því miður orðið reyndin á, til þungrar skapraunar öllum þeim, er ant hafa látið sér um sæmd Þjóðræknisfélagsins, og láta enn. Samkvæmt þvottakonupistli stjórnarnefndar- innar, hefir nú gripið verið til þess örþrifaráðs, að spyrjast fyrir um það hjá íslenzkum stjórnarvöldum, hvort nokkuð væri við það að athuga, þótt Vestur- fslendingar heiðruðu stofnþjóð sína með heimsókn 1930, og fengju til fararinnar, eða þá einhvers í sambandi við hana, ölmusu frá canadiskum stjórnar- völdum. Og þangað til svar fæst að heiman, það er að segja frá hæstarétti þeim, er fullnaðarúrskurð skal kveða upp, er farið fram á vopnahlé, það er að segja, að málið verði ekki rætt í blöðunum. Engan veginn finst oss það ósennilegt, að nefiidin þurfi ef til vill nokkuð lengi að bíða svars. Það eru eng- ir þeir skynskiftingar, er við völd sitja á íslandi, að þeir fari að blanda sér inn í deilumál vor hér vestra. Stjórnarnefndin hefir því, í félagi við heim- ferðarnefndina, gert sig seka um tvenskonar móðg- un, — móðgun gagnvart velsæmistilfinningu og heilbrigðu mannviti Vestur-íslendinga, og öldungis óafsakanlega móðgun og lítilsvirðingu gagnvart stjórn hins íslenzka ríkis. Að Vestur-íslendingar séu þeir kögursveinar, að sætta sig við aðra eins Iít- ilsvirðingu og þá, er hér um ræðir, nær vitanlega ekki nokkurri átt, enda streyma nú daglega inn kröftug mótmæli, víðsvegar að. Um það er getið í íslenzkum sögnum, að hinir og þessir menn, hafi stundum brugðið yfir sig huliðs- hjálmi. Yfir stefnu og starfi heimfararnefndarinn- ar fram að þessu, hefir hvílt undarlega dulrænn huliðshjálmur, eða einhver sá hálfrökkurs hjúpur, sem eigi hefir verið gott að átta sig á. Er nú ekki tími til þess kominn, að grímunni sé svift af? í hvaða skyni var ölmusubeiðnin hafin? Oss hefir nýlega borist 1 hendur bréf það, er hér fer á eftir, og teljum vér engan veginn ólíklegt, að það muni, við nána athugun, varpa nokkru ljósi á hinn óttalega leyndardóm heimfararnefndarinnar. Bréfið er til íslenzka ræðismannsins hér í borg, frá aðstoðar-fjármálaráðgjafa Saskatchewan fylkis: Regina, Febrúary 13, 1928. A. C. Johnson, Esq., Icelandic Consul, 457 Main St., Winnipeg, Man. Sir,— The Government of this Province has been peti- tioned for a grant to enable a delegation of Iceland- ers to travel to Iceland, there to celebrate the Thousandth anniversary of the Icelandic Parlia- ment. It is necessary that approval of this grant be obtained from the Legislature, and for that pur- pose the Estimates must show to what organization the grant is to be made. I shall be obliged there- fore if you will favour me with the full name of the organization or association and at the same time the name and address of the secretary or treasurer to whom the payment is to be made of the grant, if authorized. Your obedient servant, A. P. Taylor, Deputy Provincial Treasurer. í lauslegri þýðingu á íslenzku, verður innihald bréfsins á þessa leið: A. C. Johnson, ræðismaður íslands, 457 Main St., Winnipeg, Man. Herra:— “Stjórn þessa fylkis, hefir borist í hendur bænar- skrá, þess efnis, að hún leggi fram fé í þeim tilgangi, að íslenzkri sendinefnd verði kleift að ferðast til ís- lands, og taka þátt í þúsund ára hátíð hins íslenzka Alþingis. óhjákvæmilegt er, að fjárveiting þessi nái samþykki fylkisþingsins, og þess vegna verður það að standa í fjárlögunum, í nafni hvers félagsskapar að styrkurinn skal veittur. Eg mundi þess vegna verða yður þakklátur, ef þér vilduð svo vel gera og senda mér fult nafn samtakanna eða félagsskapar- ins, jafnframt nafni og heimilisfangi ritara, eða fé- hirðis, er veita skal fénu viðtöku, verði fjárveitingin samþykt.” Bréf þetta er dagsett í Regina, þann 13. dag febrúarmánaðar, 1928, og undirskrifað af aðstoðar- fjármálaráðgjafa fylkisstjórnarinnar í Saskatche- wan, A. P. Taylor. Ekki væri það með öllu ófróðlegt, að fá að vita eitthvað ofurlítið um, hvaða nefnd það er, er verða átti, eða verða á, ferðastyrks þess aðnjótandi, er ofanskráð bréf getur um. Smalapeningaþörfin hef- ir þá líklegast aldrei verið nándar nærri jafn brýn sem nefndin gefur í skyn. Hverjar voru þá þarfirnar, er fullnægja átti? Er málum nú, þannig skipað, að almenningur verður að krefjast ákveðins svars frá heimferðarnefndinni tafarlaust, því undandrátt- ur verður nú ekki lengur liðinn. Vér tökum það fram á ný, að nefndinní beri að skila aftur peningum þeim, er hún þegar hefir fengið frá canadiskum stjórnarvöldum, og vildum jafnframt mega bæta því við, að æskilegast væri að hún legði umsvifalaust niður völd — með góðu. “Vér mótmælum allTr.” Mér er það mjög mikið á móti skapi, að taka nokkurn þátt í umræðum þeim, sem spunnist hafa út af mótmælum Dr. Brandsons gegn ölmusubeiðni heimfararnefndarinnarinnar til fylkisstjórnanna í Manitoba og Saskatchewan. Mér er það ógeðfelt vegna þess, að í nefndinni eru menn,. sem eg virði og mér eru kærir, og þeirra vegna hefði eg miklu held- ur kosið að þegja. En, eins og málið nú liggur fyr- ir, er það komið í það horf, að ekki verður lengur hjá því komist, að íslenzkur almenningur kveði upp dóm yfir athæfi og áform nefndarinnar. Eg tek til máls aðallega vegna þess, að nefndin hefir reynt að véfengja ummæli Dr. Brandsons um afstöðu Thomas H. Johnsons, gagnvart ölmusuleit- un nefndarinnar. Það eitt út af fyrir sig, gerir mér ómögulegt að þegja. En eg tek einnig til máls vegna þess, að mér finst, að með tillögu þeirri, sem stjórn- arnefnd Þjóðræknisfélagsins (og í henni eru fjórir heimfararnefndarmenn),.ber fram í síðustu blöðum, að þessu máli sé vísað til stjórnar íslands, sé vel- sæmistilfinningu Vestur-íslendinga svo algerlega misboðið, að enginn geti.lengur þagað, né eigi leng- ur að þegja. Þessi síðasta tillaga, þegar hún er krufin til mergjar, er hvorki meira né minna en það, að við biðjum stjórn.fslands að segja okkur, Vestur- fslendingum, hvað sóma okkar sé samboðið. Geta menn hugsað sér meiri fjarstæðu eða nokkuð meira auðmýkjandi? Má það ekki teljast með stór- undrum, að heiðarlegir og hejlvita menn skuli ata sig út á því að ljá nðfn sín undir aðra eins bansetta vitleysu, sem er um leið móðgun öllum Vestur- íslendingum? Það er ekki til sá andlegur bjálfi í hópi Vestur- íslendinga, að hann treysti sér ekki til þess að segja sjálfur um það, hvað sóma sínum sé samboðið. Er til bókstaflega nokkur Vestur-íslendingur utan heim- fararnefndarinnar og stjórnarnefndar Þjóðrækn- isfélagsins, sem ekki álítur, að við Vestur-íslending- er séum einfærir að segja um það, hvað sóma okkar sé samboðið? Þessi tillaga er þeim til minkunnar, sem bera hana fram, og þeim til minkunnar, sem hana styðja. Inn á hana getum við ekki gengið, nema um leið að játa okkur ræfla. Fái hún stuðn- ingsmann utan nefndanna, þá er velsæmistilfinning Vestur-íslendinga á talsvert lægra stigi, en eg hefi gert mér hugmynd um. Hvað mig snertir, þá vísa eg þessari tillðgu aftur til nefndarinnar og mótmæli afdráttarlaust þeim áburði, sem í henni felst, að við séum siðferðislegir hvítvoðungar og. að velsæmis- tilfinning okkar sé svo óþroskuð, að við séum því ekki vaxnir að dæma um það sjálfir, hvað sóma og virðing okkar sé samboðið, heldur verðum að láta segja okkur fyrir um það frá íslandi. Ef við Vestur- íslendingar getum ekki verið gæzlumenn okkar eigin sóma í sambandi við heimfararmálið og ö!l önnur mál, þá verður hvorki þessu landi né Islandi neinn sómi í því, að við förum til fslands 1930. Dettur annars stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags- ins í hug, að stjórn íslands sé skipuð þeim flónum, að hún láti hafa sig til þess að dæma á milli flokk- anna hér um það, hvað brjóti í bág við velsæmistil- fínningu Vestur-íslendinga? Og dettur henni í hug, a& Vestur-íslendingar geri sig ánægða með slíkt? Ef nefndin innbyrlar sér þetta, þá get eg fullvissað hana um það, að Vestur-fslendÞö^fc««i^tvsta sér til þess að útkljá þetta mál sjálf’n^g, aðVað verður útkljáð hérna megin hafsins — og það mjög fljót- lega. Eg get skrifað undir alt, sem Dr. Brandson seg- ir, um afstöðu Thomas H. Johnsons viðvíkjandi ölm- usubeiðni heimfararnefndarninnar til fylkisstjórn- anna í Manitoba og Saskatcehwan. Mr. Johnson var nógu glöggskygn til þess að sjá það manna fyrstur og skilja það manna bezt, að slíkt mátti ekki eiga sér stað. Eg átti oft.tal um þetta við hann og var skoðunum hans nákunnugur. Mér var kunnugt um, að honum var ant um það, sóma Vestur-íslendinga vegna, að engin slík fjárleitun ætti sér stað. Hann hafði orð á því við mig, hvað það hefði verið Norð- mönnum mikið til sóma, að halda hina veglegu hundrað ára afmælishátíð sína í Minneapolis og St. Paul árið 1925, án þess að sækja svo mikið sem einn einasta dollar út fyrir sinn eigin þjóðflokk. Eg vissi af því, þegar hann gerði boð eftir einum nefndar- manninum til þess að ræða þetta við hann og reyna að afstýra þessu ógæfuspori. Eg vissi hvaða dag þeir áttu tal saman og að mikfll hluti eftirmiðdags- ins gekk í það samtal. Eg vissi líka, að það samtal var árangurslaust. Eg átti langt tal við Mr. John- son það sama kvöld og hann sagði mér greinilega frá þessu samtali og bætti við: “I couldn’t budge him.” (Lauslega þýtt er þetta á íslenzku: “Hann lét sig ekki neitt”). Eg held eg muni orðrétt eina setningu, sem hann notaði, þegar hann var að segja mér frá því, hvað greinilega hann hefði tekið það fram, að hann gæti ekki framvegis átt sæti í nefnd- inni, ef hún leitaði stjórnarstyrks. I því sambandi sagði hann: “I made it perfectly plain to him that I regarded this as so fundamental that, if* the com- mitteee insisted on going ahead, there was only one thing for me to do and that was to withdraw from the committee”. Lauslega þýtt er þetta á íslenzku: “Eg lét hann greinilega skilja það, að frá mínu sjónarmiði væri þetta atriði svo grundvallarlegs eðl- is, að, ef nefndin héldi við sinn keip, ætti eg einskis annars kost, en að segja mig úr nefndinni.” Eg vona, að eftir að við erum nú þrír — Dr. Brandson, Einar Páll Jónsson og eg, búnir að votta um afstöðu Mr. Johnsons í þessu máli og byggjum allir það vottorð okkar á eigin samtali við hann, að enginn leyfi sér hér eftir að haida því fram, að hann hafi á nokkurn hátt lagt blessun sína yfir þetta betl nefndarinnar. Tillaga sú, sem hr. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson ber fram í síðasta Lögbergi, um að peningar, sem fengnir hafa verið undir einu yfirskini, verði notað- ir til annars, finst mér með öllu óhæfileg. Það hef- ir verið leikið hér áður, og það er, vægast talað, blátt áfram óheiðarlegt — og einnig ólöglegt. Eg veit, að hann er nógu vandaður maður til þess að átta sig á því, að þetta er ómöguleg úrlausn. Frá mínu sjónarmiði hefir verið skakt Ið farið frá byrjun með þetta heimfararmál. Það er ekki, og á ekki að vera neitt einkamál Þjóðræknisfélags- ins. Það varðar alla Vestur-íslendinga. Nefndin, sem í þessu máli starfar, hefði aldrei átt að vera nefnd kosin eingöngu af Þjóðræknisfélaginu, né neinu öðru einu félagi. Mér^finst það blátt áfram ósvífni af nokkrum einum félágsskap, að hrifsa undir sig mál eins og þetta, sem heildina varðar. Þessi öfugi hugsunarháttur kemur einnig fram í grein stjórnarnefndarinnar þar sem hún staðhæfir, að Þjóðræknisfélaginu beri “að leggja fullnaðarúr- skurð á málið”. Er það ekki dálítið svipað gorgeir? Það ættu allir sanngjarnir menn að sjá og skilja, að allir Vestur-fslendingar eiga hér hlut að máli og eiga fulla heimtingu á því, að það sé tekið til greina, sem mikill meiri hluti þeirra vill. Hingað til hafa nefndir, sem starfa eiga í nafni Vestur-íslend- inga, verið kosnar á opinberum og almennum fund- um.Hefði þeirri reglu verið fylgt í þetta sinn, hefðu naumast eintómir sníkjustefnumenn lent í nefnd- ina. Hvað starfsemi nefndarinnap viðvíkur, þá finst mér það athugavert, að hun ber sig að eins og hún skoði sig einskonar leynifélag. Bæði íslenzku blöð- in hér 1 bæ standa nefndinni opin til þess að skýra almenningi frá gjörðum og áformum sínum, en það er síður en svo, að það sé notað. Og þegar síðasta Þjóðræknisfélagsþing vildi bæta ritstjórum beggja blaðanna í nefndina. svo fólki gæfist kostur á að vita, hvað væri að gerast, var því mótmælt fyrir hönd nefndarinnar. Frá nefndinni sjálfri fær ís- lenzkur almenningur alls engar upplýsingar. Alt er á sömu bókina lært. Hvað fólki út um landið hefir verið sagt á fundum þeim, sem þar hafa haldnir verið, veit eg ekki, en eitt mun óhætt að fullyrða og það er, að þar hefir ekki verið minst með einu orði á stjórnarstyrk. Hér í Winnipeg höfum við alls ekkert fengið að vita — með góðu. Þegar fyrstu íslenzku landnemarnir komu vest- ur um haf, voru þeir ekki settir á neinn stjórnar- spena. Þeir stóðu hér qppi, ásamt fjölskyldum sín- um, mállausir og með tvær hendur tómar. En þeir kusu að standa á eigin fotum og sýndu, að þeir voru menn með mönnum. Þeir höfðu sig smátt og smátt áfram og urðu bæði sjálfum sér og þessu landi til gagns og sóma. Og ættjörðin var sæmd með fram- komu og dugnaði og manndáð þeirra. Ættum við ekki að kappkosta að sýna sama metnað og sama dugnað og sjálfstæði og þeir? Gerum við það, með því að vera að sperrast við að komást á stjórnar- spena ? Mér finst, að í sambandi við þetta betl heim- fararnefndarinnar komi fram sami sýkti hugsunar- hátturinn og sá, er sér enga vansæmd í þvi að þiggja ár eftir ár stórfé frá útlendu félagi til þess að af- kristna Vestur-íslendinga og afmá annað aðal þjóð- ernislegt einkenni þeirra. Á meðan það snertir að eins einstakan félagsskap, má segja að það sé sér- mál hans. En hér er um andlegt átumein að ræða, sem virðist hafa sýkt út frá sér. Þessa óheilbrigðu lífsstefnu finst mér réttast að nefna spenastefnu og fylgismenn hennar spenastefnumenn. Þetta er í fyrsta sinn, sem þessi spenastefa stingur upp höfði í málum þeim, sem varðar þjóðarbrotið hér sem heild, og við ættum að kveða hana niður svo greini- lega nú, að hún láti aldrei framar verða vart sig í sambandi við þau mál, sem varðar sæmd og heið- ur Vestur-íslendinga sem þjóðflokks. Við höfum hingað til verið færir um að gera alt það sem þurft hefir að gera í þeim efnum — á okk- ar e;gin kostnað. Við höfum hvað eftir annað hlaupið undir bagga með bræðrum okkar heima á íslandi. — á okkar eigin kostnað. Við styrktum Eim- skipafélags fyrirtækið mjög drengilega og svo að um munaði — á okkar eigin kostnað. Við tókum þátt í skrúðförinni árið 1924 í sambandi við hátíða- hald Winnipegborgar og fengum fyrstu verðlaun — á okkar eigin kostnað. Við frelsuðum Ingólf Ing- ólfsson frá gálganum — á okkar eigin kostnað. Við erum að menta Björgvin Guðmundsson — á okkar eigin kostnað. Við tókum þátt í skrúðförinni árið 1927 I sambandi við sextugsáraafmæli Canada, og fengum fyrstu verðlaun, — á okkar eigin kostnað. Við höfum bókstaflega æfinlega hingað til verið færir um að halda uppi sóma okkar — á okkar eigin kostnað. En einmitt nú, þegar á að fara að sýna bræðrum okkar og systrum á íslandi, að brennheit föðurlandsást sé að knýja stóran hóp af Vestur- íslndingum til þess að fara heim til íslands árið 1930 og taka þátt í hátíðahaldi okkar eigin föður- lands, kemur þessi spenastefna fram í algleymingi. Það sýnist vera metnaðarsök fyrir nefndina, að geta tekið undir með manninum, sem sera Rúnólfur sagði frá, að lofað hefði guð fyrir það, að hann væri búinn að vera Meþodisti í 30 ár, og það hefði aldrei kostað sig eitt einasta cent. Gerðabók 9. ársþings í>jó 8rœknisfélags Islendinga í Vesturheimi. Kenslumál:—Jón J. Bíldfell las upp álit nefndarinnar, er það mál hafði meö hönd- um sem hér fylgir: “Vér, sem settir vorum í nefnd til að athuga kenslumálin leyfum oss að leggja til: 1. Að áfram verði haldið að styðja og styrkja kenslu í íslenzku á meðal barna og unglinga í Winnipeg og öðrum stöð- um þar sem því verður viðkomið, og að stjórnarnefndinni sé veitt full heimild til að verja fé úr félagssjóði kenslunni til stuðnings, eftir því sem kringumstæður leyfa. 2. Þingið lætur í ljósi ánægju sína og þökk fyrir framkvæmdir þær sem orðið hafa í sartíbandi við kenslu í íslenzkri tungu við gagnfræðaskóla í Manitobafylki og felur stjórnarnefndnni að veita því máli alt það fylgi, sem hún getur á kom- andi ári. 3. Að þriggja manna milliþinganefnd sé kosin til að leita fyrir sér með, og at- !huga nýja vegi, sem gæti leitt til hvatn- ingar fyrir ungt fólk vor á meðal að gefa sig meir við námi íslenzkrar tungu og íslenzkra fræða en verið hefir. 7. 7. Bíldfell, J. P. Sólmundsson, Ragnar Stefánsson.” Samþykt var að ræða frumvarpið lið fyrir lið. Allir liðirnir samþyktir. Stungið upp á þessum í milliþinganefndina: séra Runólfi Marteinssyni, séra J. P. Sól- mundssyni og dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Uppástungan samþykt. /' Finnbogi Hjálmarsson bar þá upp til- Iögu þess efnis að Þjóðræknisfélagið gangist fyrir því, að gefin séu út barna- blöð með báðum íslenzku blöðunum "Hkr.” og "Lögb.” Árni Eggertsson studdi. Tillagan samþykt og málinu vísað til stjórnamefndar. Fjármálanefndin lagði fyrir þingið svolátandi tillögu um styrkbeiðni deildar- innar “Brúin” í Selkirk: Háttvirti forseti, heiðraða þing:— Fjármálanefnd yðar hefir reynt að gera sér grein fyrir því hve afar þarflegt það er að halda uppi kenslu í íslenzkum söng og íþróttum meðal Islendnga og vill hér með hvetja allar deildir til þess að gera það af ítrasta megni. Hinsvegar finnur nefndin til þess, hve aðalfélaginu er um megn að styðja slíkt að nokkrum mun, fjárhagslega, eða svo að styrkurinn komi nokkurnveginn jafnt niður á deildirnar. Fins og mörgum er ljóst, eru aðal inn- tektir félagsins andvirði fyrir auglýsingar í Tímaritinu, með öðrum orðum, tiílög fé- lagsmanna ekki lengur til, að öðru leyti en því, að þeir kaupa ritið. Öllutn deild- um er nú gefið hálft andvirði þess, en aftur á móti er félagið að færast meira og meira í fang, með ári hverju, hvað útgjöld snertir. Samt sem áður viljum vér lcggja til, að deildinni “Brúin” í Sel- kirk sé veittir $40.00 á þessu fjárhagsári til styrktar kenslumálum. 23. febr. 1928. A. P. Jóhannsson, 7. 77únfjörS, Tobías Tobíasson.”........... Árni Fggertsson gerði þá breytingar- tillögu við nefndartillöguna að fjárveit- ingn sé hækkuð upp í $50.00, stutt af B. B. Olson. Breytingartillagan samþykt og svo nefndarálitið með áorðinni breytingu. Mrs. I. E. Inge skýrði frá viðgangi Þjóðræknisfél. í Foam Láke bygð. Benti þinginu á að tilhlýðilegt væri að félagið byði dr. Helga Péturss að heimsæltja íslendinga hér, þegar bann hefði tíma og tækifæri til. A. P. Jóhannsson lagði þá fratn tillögu f jármálanefndar í íþróttamálinu: Háttvirti forseti og þing:— Vér leggj- um til að þingið veiti stjórnarnefndinni vald til að veita milliþinganefnd iþrótta- málsins að jöfnu við peningaframlöe i heimahögum, þeim, sem styrktar óska, alt að $250.00 til eflingar glímu og öðr- um líkamsæfingum. 23. febr. 1028. A. P. Jóhannsson, Tobías Tobíasson, Jón J. Húnfjörð.” Tillagan borin upp og samþykt, með meirihluta atkvæða. Grettir L. Jóhannsson, er ekki var á fundi, þá er eftirfylgjandi nefndarálit í iþróttamálinu var 1agt fram, bað að hafa sig undanbeginn þvi starfi á þesstt ári Ben. Ólafsson útnefndur i hans stað af Ágúst Sædal. Tillagan studd af T. F. Kristjánssvni og samþykt í einu hljóði. Sigfús Halldórs frá Höfnum lagði þá fram eftirfylgjandi nefndarálit í ‘Norse’ málinu, gat þess um leið'að séra Rúnólf- Verður það ekki Vestur-íslend- ingum stór sæmd, þegar nefndin mætir á Þingvöllum og talsmað- ur hennar stendur þar á fætur og í áheyrn alls þingheims lýsir yfir því, og lofar guð fyrir það, að all- ur undirbúningur af hálfu Vest- ur-lslendinga í sambandi við heimförina hafi ekki kostað þá eitt einasta cent? Verður það ekki áþreifanlegur vottur þess, hvað brennheit föðurlandsást okkar er, og hvað fórnfúsir við erum þar sem ættjörðin á í hlut? Geta menn ekki í andans sýn séð ánægjusvipinn á löndum okkar heima, þegar þeir heyra þessa yf- irlýsingu, og má ekki búast við dynjandi lófaklappi? Verður það ekki stórkostlegur uppsláttur fyrir Vestut-íslendinga að geta við þetta hátíðlega tækifæri hrós- að sér af því, að þeim hafi tekist að sjúga úr stjórnarspena hvert einasta cent, sem eytt var í und- irbúnings — og starfrækslu- kostnað? Verða ekki Austur-ls- lendingar stoltir af að kalla þessa spenastefnumenn bræður? ur Marteinsson hefði beðist lausnar úr nefndinni en hann gengi í hans stað. “Álit nefndarinnar er falið var a8 mótmæla viöleitni Norömanna í Canada aö helga sér og sinni þjóö einni þaö hugtak, sem felst : orönu “Norse.” Nefndin álítur þaö ósamboöiö sjálfs- viröingu allra þjóörækinna Islendinga, aö gera enga tilraun til þess aö mótmæla marg-ítrekaðri áleitni Norðmanna, aö kasta eign sinni á alt sem ágætast er og minnilegast í menningu vorri til forna, undir því yfirskyni aö þaö megi flokka undir hugtakið “Norse,” sem þeir svo túlka á þann veg, einkum í hinum ensku mælandi heimi, sem samgildi þaö í raun og veru Norwegian.” Tilefniö til þessarar yfirlýsingar er fregn, er nýlega hefir borist frá frétta- stofu kanadískra blaöamanna, um um- sókn til Canada-stjórnar, um aö löggilda allsiherjar félag Norömanna i Canada, undir nafnnu “The League of Norsemen in Canada.” Nefndin leggur til: 1. Aö þingiö lýsi yfir vanþóknun sinni á þessari ásælni Norömanna. 2. Aö stjórnarnefnd Þjóöræknisfélags- ins, sé faliö aö finna aö máli þá Norö- menn í Winnipeg, er ritaö hafa undir áö- urnefnda umsókn, og tjá þeim mótmæli þingsins gegn þessu oröalagi umsóknar- innar. 3. Aö sjái stjórnarnefndin aö þau mót- mæli stoöi ekki, þá leiti hún samyinnu viö Dani og Svía hér í Winnipeg til sam- eiginlegra mótmæla viö stjórnina t Ot- tawa. Winnipeg 23. febr. 1928. 7. A. Sigurðsson, Rögnvaldur Pétursson, Sigfús Halldðrs frá Höfnum.” Meðnefndarálitið 'boriö upp og sam- þykt í einu hljóöi. Séra Rögnvaldur Pétursson lagöi fram eintak af blaöinu, “Picture Story Paper” vol. LIX. February 5. 1928, Part 1 and 2, útgefið af The Methodist Book Concern í Cincinnati, Ohio, sem flutti mynd á framsíðu af Eskimóa fjölskyldu og þar meö kvæöi, um lifnaðarhátt Eskimóa, meö fyrirsögninni “In Iceland.” Lagöi séra Rögnvaldur til aö ritstjóra og út- gefendum sé skrifaö og þeir beönir út- skýrngar á þessum fróðleik. Tillagan studd og samþykt og málinu vísaö til stjórnarnefndar. Sigfús Haldórs frá Höfnum lét í ljós aö æskilegt væri aö stjórnarnefnd Þjóö- ræknisfélagsins geröi sitt til aö létta und- ir með hr. Jónbirni Gíslasyni viö söfnun- rimnalaga meö því aö fá bygðardeildir til þess aö gefa bendingar um menn, er orö- iö gætu honum aö liði í þessu efni. Væri ekki ósennilegt aö eitthvaö geymdist í minnum gamalla íslendinga hér af rímna- lögum, er ef til vill væru glötuð á ís- landi. Þá lýsti forseti því yfir, fyrir hönd nefndarinnar er dæmdi um veröfaunárit- geröir “Tímaritsins” aö nefndinni heföi komiö saman um aö sæma hr. Pál Bjarn- arson, cand. phil., Vancouver, B.C., verö- laununum fyrir ritgeröina er birt væri fremst í nýútkomnum árgangi Tímarits- ins: “Um Orðtengðafræði íslenzka.” Sigfús Halldórs frá Höfnum baöst leyfis, aö mega tilkynna, aö verölaunin er veitast áttu fyrir bezt kveöna “hring- hendu,” og skýrt var frá í ‘Heimskringlu’ á síöastl. hausti, heföu veriö úthlutuö herra Gunnbimi Stefánssyni, bónda í suðvestur hluta Saskatchewanfylkis. Vís- urnar yröu birtar í “Heims'kringlu.” Séra Rögnvaldur Pétursson gat þess aö Mrs. Óvida Swainsson er stóö fyrir kven- búningadeild íslezku nefndarinnar er þátt tók í Jubilee-hátíð Canda-ríkis, í Winni- peg síöastliöiö sumar heföi afhent sér sem gjöf til Þjóðræknisfélagsins, 4 mynd- ir af þesum búningum og konum þeim og meyjum er búningana báru hátíðisdaginn. Kvaöst hann nú vilja skila myndum þess- um og afhenda þær forseta^Þakkaöi for- seti Mrs. Swainson gjöfina. Séra J..P. Sólmundsson ávarpaöi þing- .heim í bundnu máli. Sigfús Halldórs lagöi til aö stjórnar- nefnd félagsins sé falið af þinginu aö gangast fyrir stofnun unglingadeilda í Winnipeg og þar annarstaöar, sem deildir eru starfandi. Tillagan samþykt. B. B. Olson lagöi til aö Mrs. Chiswell á Gimli sé þakkað starf hennar viö kenslu og æfingu unglinga, 5 aö bera fram og lesa islenzk kvæöi og sögur. Samþykt. Var þá fundarbók þingsins lesin og samþykt. Forseti baö þingheim aö rísa úr sætum og syngja “Eldgamla ísafold” og “GoA Save the King.” Var svo þingi slitið. Því segir nefndin ekki íslenzk- um almenningi allan sannleikann um þetta betl sitt? Því skýrir hún ekki frá því, að hún ákvað að leita einnig til sambandsstjórnar- innar um styrk? Hvað hefir nefndinni orðið þar ágengt? Og hvað á að gera með það fé, ef það fæst? Ef fylkisstjórnirnar í Manitoba og Saskatchewan voru að borga mikið fé meðfram til þess að fá að brúka Vestur-ls- lendinga sem svipu á sambands- stjórnina, fyrir hvað átti sam- bandsstjórnin að borga? Fyrir svipuhöggin á sjálfa sig? Það væri einnig fróðlegt að fá að vita, hvað nefndin hugsar sér að gera meði það fé, sem afgangs verður. Það hlýtur að verða tals. vert, því það getur aldrei orðið nein stór upphæð, sem eytt verð- ur í nauðsynlegan starfrækslu- kostnað. Á það, ,sem eftir stend- ur, að ganga í byggingarsjóð Þjóðræknisfélagsins? Ef það fé- lag kemst yfir nógu marga sjóði, sem safnað hefir verið í öðru skyni, ætti það innan skamms

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.