Lögberg - 26.04.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.04.1928, Blaðsíða 6
Bls. o. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRÍL 1928. Ljónið og Músin. Eftir Charles Klein. (Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, kom fyrst út árið 1906 í New York). Löngu eftir að faðir hennar og Stott vorn farnir inn til borgarinnar, sat Shirley úti fvrir húsdyrunum og hugsaði af öllum mætti um þetta mál, og þegar móðir liennar og frændkona komu heim, þá sat hún þar enn, þegjandi og i þungum hugsunum. Hún var meðal annars að hugsa um þessi tvö bréf, sem faðir hennar liafði minst á. Bara hún gæti náð í þau, þá mundu þau líklega duga til að saíina aakleysi fóður hennar. En hvernig átti hún að ná þeim? Ryder mundi vafalaust geyma þau yandlega og það var ekki hætft við, að hann léti þau af hendi. Henni datt í hug, að fara beint td hans og heimta þessi bréf; sýna honum fram á, að sóma síns vegna og drengskapar yrði hann að láta þau af hendi, þar sem þau væru mikils verð gögn í þessu máli. En til hvers var að tala um drengskap við þennan mann og skvldur hans við náungann? Alt slíkt tal mundi vera hon- um óskiljanlegt. Hún hugsaði um þetta allan daginn og alt kveldið og gekk sárþrevtt til hvíldar. Morguninn eftir var bjartur og blíður. Það var einn af þessum ýndislegu sumarmorgnum, sem eru afar sjaldgæfir, en því ánægjulegri, því sjaldnar sem þeir koma. Loftið var tárhreint og morgunblærinn svaalndi; jörðm var klædd í sitt fegursta skart og blómaskrúð og fuglarn- ir sungu sína söngva með næstum ovanalega glöðum róm. Og aldrei finnur maður minna til tómleika lífsins, eða á eins hægtjneð að losna, um stundarsakir, við eigingirnma og hégóma- skapinn. Shirley tók sér langa göngu. Hún vildi helzt vera einsömul, svo hún þyrfti ekki að tala við neinn. Hún vildi helzJt vera ein með hugs- anir sínar. Long Island var henni svo að segja óþekt land. og henni fanst það flatt og lágt og tilkomulítið. En hún elskaði landið sitt og hún naut hreina loftsins og ilmsins af nýslegnu heyinu, sem hún gekk fram hjá. Hún var mjög snoturlega og smekklega klædd og bar sig prýð- isvel, og hver maður, sem mætti henni, horfði á hana eins lengi og hún hann gat, nema einn bóndi, en hann sá líka ósköp illa. Fólkinu í Massapequa kom hún ókunnuglega fyrir sjónir og fanst hún því líkust, sem hún kæmi frá ein- hverri auðmannahöllinni í New York. að hann hafði enga hugmynd um, hver hún var, annars hefði hann ekki falið útgáfufélaginu bréfið á hendur. Því meir, sem hún hugsaði 'um þetta, því sennilegra fanst henni, að þáð gæti orðið föður sínum að einhverju liði, ef hún nú tæki 'þessu boði og ætti tal við Ryder. Hún varð fljótlega ráðin í því, að fara á fund Ryders, en hún vildi ekki eiga tal við hann í skrifstofu hans. Hún vildi ekki ræða við hann annars staðar en á heimili hans, því þar væru þessi tvö bréf áreiðanlega geymd. Hún hélt að bezt væri, að taka þegar til starfa og eyða ekki tímanum til ónýtis. Hún tók því bréfsefni og skrifaði þetta bréf: “Mr. John Burkitt Ryder. Heiðraði herra! Það er ekki siður minn, að heimsækja karlmenn á skrifstofum þeirra. Með virðingu, Shirley Green.” Hún las þessar línur aftur og aftur. Það var kannske naumast nógu ljóst, hvað fyrir henni vakti. Skeð gat, að Ryder skildi þetta. svo, að hún vildi alls ekki við hann tala, en það var naumast líklegt, því þar sem hún hafði nú svarað bréfi hans, þá mundi hann verða enn ákveðnari en áður í því, að ná tali af henni. Hún sendi því bréfið, og var ^ngum vafa urij að Ryder mundi svara því. Svo vigs var hún um þetta, að hún fór þegar að hugsa um, hvern- ig hún skyldi haga sínu ráði. Hún ætlaði að fara burt af heimilinu nú strax og jafnvel fað- ir hennar og móðir máttu ekki vita hvar hún var niður komin. Þar sem hún ætlaði sér að tala við Ryder sem Shirley Green, en ekki sem Sthirley Rossmore, þá máttu útsendarar Ryd- ers ómögulega geta rakið spor hennar til heimilis Rossmore fjölskyldunnar. Stott var eini maðurinn, sem um þetta skyldi vita og hvar hún væri niður komin og hún ætlaði að hafa stöðugt samband við hann. Að öðru leyti yrði hún að fara algerlega sinna ferða í þessu máli. Hún ætlaði að fara strax til New York og leigja sér þar herbergi og segjast heita Shirley Green. YFil þess að standast kostnaðinn, hafði hún nóg af gimsteinum og öðru skrauti, sem fráleitt væri betur varið til annars en að frelsa mannörð föður hennar, og þá um kvöldið átti hún tal við Stott um þessa fyrirætlun sína. Hann brosti góðlátlega og sagði: “Hefir þú nú fundið einhvern nýjan vin, svipaðan þeim, sem þú sagðir okkur fráí gær?” “Nei,” sagði Shirley. “Hlustaðu nú á mig. Mér er alvara og eg þarf á þinni hjálp að halda. Þú sagðir í gær, að enginn gæti yfirunnið John Burkitt Ryder, og það væri þýðingarlaust að berjast gegn peningavaldinu. Nú skal eg segja þér, að það er einmitt þetta, sem eg ætla að gera. ’ ’ Shirley sá mann koma á móti sér, sem henni fanst í svipinn að væri Jefferson. Var hann þá virkilega kominn? Hún fann blóðið streyma fram í kinnar, sem snöggvast; en þegar maður- inn færðist nær henni, sá liún, að þetta var ó- kunnugur maður. Hún gat ekki að því gert, að hugsa um Jefferson. Var hann nú nokkuð að hugsa um hana? Hafði hann talað við föður sinn? Hvað hafði faðir hans sagt honum? Hún gat vel getið sér til um það. >Svo fór hún að hugsa um, hvað fyrir sér lægi. Hún gat ekkert aðhafst þangað til mál föður hennar var út- kljáð, en hún varð að vinna. Hún ætlaði að sjá mennina, sem gáfu út bókina hennar og fá að vita, hvernig bókin seldist. Þeir vildu kann- ske, að hún skrifaði aðra bók. Ef hún gat ekki aflað nægilegra pening með ritstörfum, þá vrði hún að kenna. Hún stundi þunglega, þegar hún hugsaði um þær háu hugmyndir, se'm hún hafði gert ser um lífið, og sem nú sýndust vera að verða að engu. Vonimar voru að bregðast hver af annari Fyrst var ólán föður hennar og svo var nú Jefferson að hverfa henni sjón- um. Baráfctan fyrir lífinu var það eina, sem hún nú sá fram undan. Þegar hún var rétt að segja komin heim, sá hún að pósturinn var að koma. Henni datt í hug, að máske hefði hann bréf til sín frá Jeff- erson. Hann hafði kannske heldur kosið að skrifa en að koma. Hún hraðaði sér og náði póstinum áður en hann komst heim að húsinu. Hann leit á bréf, sem hann hélt á í hendinni, og las utan á það: “Miss Shirley Rossmore”, um leið og hann virti hana fyrir sér mjög nákvæm- lega. “Eg er Miss Rossmore,” sagði hún. Pósturinn fékk henni bréfið og fór sína leið. Shirley leit utan á það. Nei, það var ekki frá Jefferson, hún þekti vel hans skrift. Þar að auki bar umslagið það með sér, að bréfið var frá félaginu, sem gefið hafði út bókina hennar. Hún reif það upp ög í því var annað bréf og utan á það skrifað til Shirley Green og hljóð- aði þannig: “Kæra Shirley Green! Ef yður er það ekki óþægilegt, þætti mér vænt um að þér vilduð finna mig á skrifstofu minni’ nr. 36 Broadway, viðvíkjandi bók yðar, ihe American Ootopus”. Gerið svo vel að ofa mér að vita, hvaða dag og stund eg má Vonast eftir yður. Yðar einlægur, John Burkitt Ry . . ,, per B. , ‘ hirley la við að hljóða upp yfir sig hun las bréfið. Hún varð hrædd. þegi sa þetta ottalega nafn, eins og börnin þeim er sagt frá Grýlu. Henni datt í 1 öann ætlaði að gera sér eitthvað ilt fvr hvernig hún hafði talað um hann í si tun gekk upp að húsdyrunum og setti og las bréfið yfir aftur og aftur og hugs, það á alla vegu. Hún hafði einmitt ve hugsa um, hvernig hún gæti haft tal af og nú fékk hún bréf frá honum, þar sen bað hana að eiga tal við sig. Það var s Það leýndi sér ekki, að henni var alvara og hún var ráðin í því, hvað hún ætlaði að gera. Svipurinn var svo einbeitnislegur að Stott fanst, að hann hefði aldrei séð hana slíka fyr. “Hvað ætlarðu að gera?” spurði hann held- ur kuldalega. “Eg ætla að ganga á hólm við John Burkitt Ryder,” sagði hún einbeittlega. “Þú?” sagði Stott og starði á hana. “.Já, eg,” svaraði Shirley. “Eg ætla að fara til hans og ætla að ná þessum tveimur bréfum, ef hann hefir þau.” Stott hristi höfuðið. “Barnið mitt góða,” sagði hann, “hvað ertu að segja? Hvernigi hugsar þú þér, að þú komist á hans fund? Það er meira en við gátum gert. ’ ’ “Eg veit það nú ekki fyrir víst enn,” svar- aði Shirley, “en eg ætla að reyna. Eg elska föður minn, og eg skal reyna að gera það sem eg get til að hjálpa honum. ” “En hvað getur þú gert?” spurði Stott. Þetta mál hefir verið vandlega hugsað af sum- um yitrustu mönnum þjóðarinnar. ” “Hefir nokkur kona haft nokkur veruleg afskifti af því?” spurði Shirley. “Nei, ekki hefir það verið,” svaraði Stott. “Þá er tími til kominn, að einhver þeirra geri það,” sagði Shirley einbeittlega. “Þessi bréf, sem faðir minn talar um, hljóta að hafa mikla þýðingu fyrir úrslit málsins, eða 'er ekki svo ?’ ’ “Þau eru ómetanleg.” “Þá ætla eg að ná þeim. Ef ekki—” “En eg skil ekki, hvernig þúætlar að ná fundi Ryders”, tók Stott fram “Þarna er úrlausnin á þ^” svaraði Shir- ley og rétti bonum bréfið, sem hún var nvbúin að fá frá Ryder. Stott kannaðist vel við liina alþektu undir- skrift, og hann áttaði sig fljótt) á innihaldi bréfsins og honum fanst mikið til um það. “ Nú fer eg að skilja þig,” sagði hann. “Nú horfir malið nokkuð öðru vísi við.” Shirley skýrði málið nokkru frekar fyrir Stott. Hún ætlaði nú þegar að flytja til borg- arinnar og þaðan ætlaði hun að hefja sókn sína. Ef þetta hepnaðist, þá mundi það verða föður hennar til mikillar hjálpar. Ef ekki, þá væri þó engu spilt. Stott maldaði í móinn. Hann var ekki vel ánfegður með það, að vera einn í ráðum með Shirely í þessari raðagerð hennar, sem honum virtist töluvert glæfraleg. Það var ekki gott að segja, hvað fyrir kynni að koma, ef hún færi þannig inn í ókunnugt hús undir fölsku nafni. En þegar hann skildi, að henni var full alvara og mundi, líklega gera þetta hvað sem hann segði, þá hætti hann öllurn mótbárum. Honum fanst að skeð gæti, að henni hepnaðist einhvern veginn að ná í þessi bréf, eða þó það hepnaðist ekki, þá gæti hún kannske haft ein- hver áhrif á Ryder. Þar að auki gat vel verið, að hún gæti unnið marga á mál Rossmóre dóm- ara, þegar þeir vissu ekki annað, en að hún væri bonum óviðkomandi. .1 stað þess að vera þessari ráðagerð mótfallinn, eins og hann var í fyrstu, l>á varð hann henni nú fylgjandi. Hann lofaði að styðja hana alt sem hann gæti og halda því algerlega leyndu, hvar hiín væri niður komin. Fór hún því þegar að búa sig til burtferðar og sagði foreldrum sínum,.að hún ætlaði til New York og dvelja þar eina eða tvær vikur hjá skólasystur sinni, sem hefði boðið sér að koma til sín. Þá um kveldið fóru þau hjónin og Stott út sér til hressingar, en Shirley var ein eftir í hús- inu. Þau vildu, að hún kæmi líka, en hún bar því við, að hún væri þreytt. Hitt var sönnu nær, að hún vildi vera einsömul, svo hún gæti hugsað ráð sitt í næði. Það var heiðríkt og stjörnubjart þetta kveld, en ekki tunglsljós. Hana langaði ekkert til að lesa og hún sat lengi úti fyrir húsdyrunum og sökti sér niður í hugs- anir sínar. Alt í einu varð hún þess vör, að einhver kom að garðshliðinu og opnaði hurð- ina. Það gat ekki verið, að foreldrar hennar væru komin svona snemma. Þetta hlaut að vera gestur. Hún sá mann koma upp að hús- inu, og þó skuggsýnt væri, fanst henni þó að hún kannast við manninn, og þegar hann kom dálítið nær, sá hún að þetta var Jefferson Ryder. Hún flýtti sér niður tröppurnar, til að lieilsa honum. Hvernig svo sem að faðir hans var og hvernig sem hann hafði breyfct í þeirra garð, þá skyldi hún þó æfinlega bera hlýjan hug til Jeffersöns. Hann rétti henni hendina, og, þau héldust í hendur góða stund. Það koma fyrir augnablik, sem þögnin er áhrifameiri en nokk- ur orð, -og þetta var eitt þeirra. Þau þögðu bæði. Handtak mannsins, sem hún unni, var henni meiri styrkur, beldur en nokkur orð, sem hægt hefði verið að segja við hana. Loks rauf Shirley þögnina og sagði mjög góðlátlega: “Loksins komsfu, Jefferson.” “Eg kom eins fljótt eins og eg gat,” svar- aði hann. “Eg sá föður minn ekki fyr en í gær. ’ ’ “Þú þarft ekki að segja mér, hvað hann sagði,” flýtti Shirley sér að segja. Jefferson svaraði engu. Hann vissi hvað hún átti við. Hann stóð niðurlútur og pjakk- aði stafnum sínum ofan í stéttina, sem hann stóð á. Hún hélt áfram: “Eg veit nú um þetta alt saman. Eg var heimsk að láta mér detta í hug, að hann mundi nokkurn tíma hjálpa okkur.” “Eg get ekki að þessu gert,” sagði Jeffer- son. “Eg hefi engin áhrif á hann. Margt ,af því, sem hann gerir, er mér reglulegur við- bjóður, þú skilur það, Shirley. Hún lagði hendinai mjúklega á handlegg hans og sagði blíðlega: “Auðvitað, Jeffersonð, eg veit það. Yið skulum koma upp að húsinu og setjast niður.” Þau gerðu það, og hann settist á stól rétt hjá henni. “FYlkið er alt úti,” sagði hún. “Það þykir mér vænt um,” sagði hann. “Mig langar til að tala við þig eina. Eg vil helzt ekki hifcta foreldra þína og þau vilja sjálf- sagt helzt ekki heyra mig nefndan.” Þau ,voru 'bæði þegjandaleg og það var eins og þau hefðu fjarlægst ótrúelga mikið hvort annað, síðan þau voru í París og á leiðinni heim til New Yörk. Loks sagði hann: 1 “Eg ætla að fara í burtu, en eg gat ekki gert það nema að sjá þig fyrst. ” “Svo þú ætlar að fara burtu?” sagði Shir- ley og var auðheyrt að henni kom þetta á ó- vart. “ Já,” sagði hann. “Eg get ekki lengur un: að því, að vera heima. Eg átti tal við föður minn í gær og það var alt annað en ánægjulegt. Við eigum ekki samleið. Svo thefir þessi of- sókn gegn föður þínum valdið mér mikillar óá- nægju. Fyrir allan heimsins auð vildi eg ekki eiga þátt í því óhæfuverki, sem þar er verið að vinna. Eg gefc ekki sagt þér, hvað eg tek það nærri mér, að faðir minn skuli hafa gert sig sekan í svo skammarlegu athæfi.” “ Já,” sagði Shirley. “Maður getur naum- ast trúað því, að þú sért sonur þessa manns.” “Hvernig líður föður þínum?” spurði Jeff- erson. “Hvernig tekur hann þessu öllu sam- an?” ‘ ‘ Iljartað slær enn þá, og ,hann sér og heyrir og talar,” svaraði Shirley; “en hann er ekki orðinn nema eins og svipur hjá sjón. Ef málið gengur algerlega á móti honum, þá held eg hann þoli það ekki. “Þetta er óskaplega,” sagði Jefferson; “og eg býst við að faðir njinn sé valdur að öllu þessu. ” “Við höfum enn góðar vonir, en útlitið er engan veginn glæsilegt.” “En hvað ætlar þú að gera?“ surði hann. “Þetta umhverfi er þér ekki samboðið.” Hann horfði á húsið og húsmunina gegu um opinn gluggann og það var auðséð, að honum leizt ekki sem bezt á sig þarna. “Eg get unnið fyrir mér með því að kenna, eða skrifa fyrir blöð og tímarit, eða skrifa fleiri bækur,” svaraði Shirley, og það kendi nokkurrar gremju í röddinni. Qg svo brosti hún góðlátlega og sagði: “Fátæktina er hægf; að bera, en opinbera vanvirðu er erfitt að þol,a þó hún sé óverðskulduð. ” Hinn ungi maður færði stólinn sinn enn nær hennar stóli og tók um hönd hennar; hún dró hana ekki að sér. “Shirley,” sagði hann, “manstu hvað við vorum að tala um á skipinu? Eg bað þig að verða konan mín. Þú lézt mig skilja, að”þér stæði ekki á sama um mig. Eg bið þig nú aftur að giftast mér. Gefðu mér tækifæri til að ann- ast þig og þína. Eg er sonur ríkasta mannsins í Ameríku, en eg kæri mig ekki um eignir hans. Eg get unnið fyrir nægilega miklu, til að lifa þægilegu lífi. Við skulum fara eitthvað burtu RIBBON Nœst þegar þér kaup- ið bökunarduft nefnið þá“Blue Ribbon“ og notið það svo þegar þér bakið nœst. Þér þurf- ið ekki að óttastafleið- ingarnar. REYNIÐ ÞAÐ. Sendið 25c til Blue Ribbon, Ltd., Win- nipeg og fáið Blue Ribbon Cook Book, í ágætu bandi,—benta matreiðslubðk- in, sem hugsast getur fyrir heimili Vesturlandsina. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. LimHed Offlce: 6th Floor Bank of Hamllton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af Islandi eSa frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. og foreldrar þínir geta haft heimili sitt hjá okkur. Við skulum ekki láta syndir feðranna eyðileggja okkar líf.” “Það hvílir engin sekt á föður mínum,” svaraði Shirley. “Eg vildi eg gæti sagt það sama um föður minn,” mælti Jefferson. “En nú er svo skugg- sýnt í kringum þig, og mig langar til að vera hjá þér og gera þér lífið bjartara og ánægju- legra. ’ ’ Stúlkan hristi höfuðið. “Jefferson. Kringumstæðurnar eru þaun- ig, að slíkt lijónaband væri alveg óhugsandi. Foreldrar þínir og allir aðrir mundu segja, að eg hefði komið ]ær til að gera þetta. Nú sé eg enn ljósar, hve fjarstætt þetta er, að við verð- um hjón, heldur en eg Sá það, þegar við vorum að koma heim. Þá var eg að hugsa um föður minn og hans örðugleika, og gat varla hugsað um nokkuð annað. Nú er öðru máli að gegná. Aðfarir föður þíns hafa gerlt það að verkum, að það er úhugsandi, að við verðum nokkurn tíma hjón. Eg þakka þér það mikla traust, sem þú hefir sýnt mér. Mér fellur þú vel í geð, meira að segja svo vel, að eg gæti þess vegna orðið konan þín. En eg vil ekki að þú fórnir neinu fyrir mig. Það, sem nú ræður gerðum þínum, er göfuglyndi þitt. Þú kennir í brjósti um mig og vilt vera mér góður. Eftir á mundi þig að öllum líkindum iðra þess. Verði faðir minn fundinn sekur og settur af embætti, þá mundir Iþú sjá eftir að hafa gifst dóttur hans. Þú mundir þá fyrirverða þig fyrir okkur öll, og ef svo færi, þá væri mér ómögulegt að þola það.” Geðshræringar hennar urðu henni ofurefli. Hún tók báðum höndum fyrir andlitið og tárin hrundu niður kinnar hennar. “Shirley,” sagði Jefferson blíðelga. “Þetta er ekki réltt ■— eg elska þig sjálfrar þín vegna, en ekki vegna þess, að þú hefir nú við örðug- leika að stríða. Eg mun aldrei elska nokkra aðra konu en þig. Ef þú vilt ekki játast mér nú, þá fer e'g burtu, eins og eg sagði föður mínnm. En eg kem einhvern tíma aftur, og verðir þú þá ógift, skal eg enn biðja þig að verða konan mín.” “Hverfc ætlar þú að fara?” spurði Shirley. “Eg ætla að fara í ferðalag, svo sem ár- langt. Svo ætla eg að vera Itvö ár í París og eitthvað í Rómaborg. Ef eg á að ná nokkurri fullkomnuh á listabraut minni, þá verð eg að dvelja all-lengi í Evrópu.” “París! Róm!” sagði Shirley. “En hvað eg öfunda þig. En þetta er alveg rétt af þér, fara burt úr þessu landi, þar sem fólk hugs- ár um ekkeht nema peninga og allir skapaðir hlutir eru miðaðir við dalinn. Farðu þangað, sem göfugar hugsjónir eru einhvers metnar og listin á sér einlhvern griðastað.” Rétt í bráðina gleymdi Shirley sínum eigin vandræðum og talaði við Jefferson um lífið á meginlandi Evrópu, og gaf honum ýms ráð því viðvíkjandi, hvar og hjá hverjum heppilegast væri að stunda málaralistina. Hún þekti fólk í Parfs, Róm og Munich og liún vildi gjarnan gefa honum meðmælabréf til þessara vina sinna. Ef hann vildi verða vel að sér í Evrópu- málunum, þá skyldi hann 'halda sig að innlendu fólki þar, en forðast að halda sig mikið að Ame- ríkumönnum. Ef hann legði hart á sig og gæf- an væri með honum, þá gæti svo vel verið, að hann kæmi aftur heim til föðurlandsins sem frægur málari.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.