Lögberg - 26.04.1928, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.04.1928, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRÍL 1928. Bla. 5. WDODDS KIDNEY PILLS - 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. tíma að geta reist sér hús, sem því verður til sóma. • Er annars ekki tími til þess kominn, að hætta að ræða þetta mál í blöðunum og stofna til al- menns fundar? Er mönnum ekki farið að skiljast, hvaða ósómi er hér á ferðum? í blöðunum getur að eins einn og einn látið til sína heyra í einu, og það tekur aldrei enda. Á almennum fundi er hægt að láta vilja fjöldans í ljós með’ fundarsamþykt. Það er orðið öllum Ijóst, að nefndin ætlar að sitja við sinn keip. Hún hefir virt að vettugi skoðanir og bend- ingar Jóns Sigurðssonar okkar Vestur-íslendinga — Thomasar H. Johnson ;— þess mannsins, sem öllum öðrum fremur hefir aukið veg og virðing íslendinga í þessu landi. Hún hefir skelt skolleyrum við mótmælum þeim, sem þegar hafa komið opinberlega fram frá öðrum mætum mönnum. Hún tekur alls ekkert tillit til þeirra bróðurlegu og vel rökstuddu bend- inga, sem þar hafa komið fram. Hún heldur enn dauðahaldi í cent- in. Og til þess að kóróna þetta alt saman, er okkur nú tilkynt, að í centin verði haldið, hvað sem við segjum, þangað til nefndin verði til þess neydd af stjóm íslands j að skila þessu betlifé aftur. Allur árangurinn af þessum opinbéru mótmælum, enn sem komið er, er sú dásamlega skýr- ing heimfararnefndarinnar, að hún hafi beðið um og fengið stjórnarstyrk til þess að tala Vestur-íslendinga upp í þpð að ferðast með Hudsonsflóa braut- inni til Fort Churchill og bíða þar eftir skipi þangað til löngu eftir að alt hátíðarhaldið á íslandi er um garð gengið. Annar árangur er sú fáránlega og móðgandi til- laga stjórnarnefndar Þjóðræknis- félagsins, að við stingum velsæm- istilfinningu okkar undir stól og skrifum til Islands, að við séum þau andlegu og siðferðislegu ves- almenni, að hérna megin hafsins sé ekki hægt að ráða fram úr því, hvað okkar eigin sóma sé samboðið, og biðja stjórn íslands að ráða fram úr þessu fyrir okkur. Við verðum að hafa almennan fund og láta þar til okkar heyra sem heild. Við verðum að gera hreint fyrir okkar dyrum. 1 þessu máli dugar engin hálfvelgja leng- ur. Menn verða að vera annað hvort sjálfstæðismenn eða spena- stefnumenn., Eg' vona, að slíkur almennur fundur verði haldinn sem fyrst. Eg vona, að hann verði fjölmenn- ur og fari vel og myndarlegar fram. Og eg ber það traust til samlanda minna, að eg trúi því fastlega, að á þeim fundi verði spenastefnan í þessu heimferðar- máli kveðin niður eitt skifti fyrir öll. Er ekki einnig tími til þess kom- inn, að fólk út um landsbygðirnar haldi fundi og láti þar í ljós vilja sinn í þessu máli? Stjórnarnefnd- in er að kvarta um, að engir slík- ir fundir hafi verið haldnir og, að hún viti því ekki, hvað vilji fjöldans sé. Við verðum að sýna það á einfcvern áþreifanlegan hátt, að í þessu máli erum við næstum allir sjálfstæðismenn og það engu síður út um landsbygðirnar, en hér í bænum. í þessu máli er að eins ein stefna, sem heilbrigð er og heiðri okkar samboðin, og hún er: Niður með spenastefnu og spenastefnumenn! Sýnum það í verkinu, að við eigum enn nógu mikinn kjark og sjálfstæði, nógu mikinn íslenzk- an metnað og manndáð til þess að rísa nú upp sem einn maður og segja: “Vér mótmælum allir!” Hjálmar A. Bergman. Nýjungar. Herra ritstjóri! • Mig lanugar til að minnast í fáum orðum á eina af nýjungum .beim, sem heimferðarnefndin ætl- aði að taka með sér til íslands 1930. Er það skógarræktunin, sem eg vil minnast á. Norður við Hudsonsflóa hefir haldið til í mörg ár, ungur íslend- ingur, sem er, eftir hans eigin framburði, öllu ástandi heima ó- kunnugur. Heyrt hafði hann þó, að þar væri enginn skógur. Hann lifir þarna norður frá á meðal stórfeldra skóga, sem útlit er fyr- ir að staðið hafi þar frá ómuna- tíð. Dettur honum því í hug, af einlægri velvild til föðurlands síns, að drengilegt væri, í sam- bandi við hina söguríku hátíð þar 1930, sem hann hafði lesið um í ísl. blöðunum og var mjög hrifinn af, að hann gengist fyrir því, að rækta skóga þar heima — klæða landið. Skrifar hann því um þessa hugsun sína í íslenzku blöð- in hér. Þau taka við henni me$ miklu lofi. Sunnan frá Banda- ríkjum, Minneapolis, kemur löng grein er prísar og lofar þessa á- ætlun og hrópai: klæða landið! klæða landið! Hefjandi þessarar drengilegu hugsunar, verður svo gestur hér á nýafstöðnu Þjóðræknisþingi, og ér hann af stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins, hvattur til að halda um hana fyrirlestur á þing- inu, og gerir hann það. Stjórnin og þingheimur allur hlustar á og samþykkir alt, sem hann segir. Engin rödd heyrist honum til leið- beiningar. Engin rödd, ekki einu sinni forsetans, bendir honum á, að þetta sé ekki nýtt mál heima á íslandi. Enginn varar manninn við því, að með þessu er hann að bera stakt hirðuleysi og ósann- indi á sína eigin þjóð og stjórn hennar. Þingheimur gleypir við og forsetinn steinþegir. Hann lætur sér vel líka, þótt með þessu sé verið að halda því fram, að svo mjög hafi þjóð hans og stjórn verið rænulaup og sofandi, að aldrei hafi henni dottið í hug ræktun skóga. Sannleikurinn er sá, að í mörg herrans ár hefir heimaþjóðin haft skógrækt, sem eitt af sínum aðalmálum. Skóg- ræktunarfélög voru mynduð um Fylgið Ráðum Reyndra Manna 'CA i Meir en 80% af því unga fólki, er sækir DOMINION BUSINESS COLLEGE, er sent oss af þeim er standa framarlega í viðskiftalíf- inu, eða þeim, sem lært hafa á þessum skóla og eiga velgengni sína, að einhverju leyti DOMIN- IO&SKÓLA NÁMI að þakka. INNRITIST MÁNUDAGINN 30. Apríl Kenzla bæði að deginum og kveldinu, POMINION THE MALL WINNIPEG. SlMI: 37 181 alt ladn og eru enn starfandi. Mál- ið rætt og um það ritað oft og rækilega af mörgum beztu mönn- um þjóðarinnar. Menn voru send- ir af þjóðinni til útlanda til eft- irgrenslunar um, hvaða trjátegund myndi helzt þrífast þar heima. Trjáræktun er nú allvíða og eftir- lit með henni í bezta lagi. Hugsun þessi er því, þótt fram sett í göfugum tilgangi, mjög mikil niðrun fyrir heimaþjóðina, eins og um hana var talað. Henni var tekið sem einhverju nýmæli, sem aldrei hefði áður heyrst og aðalþjóðræknin hér tók við henni á þann hátt. Hvar var nú forseti Þjóðrækn- innar hér, séra R. E. Kvaran? Vitað hefir hann betur en svo, að þetta var ekki nýtt mál á íslandi. Hafði hann í svipinn gleymt köll- un sinni, að vernda íslenzk stjórn- arvöld Því bendir hann ekki manninum á, að í raun og veru sé hann með flutningi þessarar göf- ugu hugsjónar, að bera óhróður á þjóðina heima. Drótta að henni, að hún hafi verið og sé fyrir- hyggjulaus, magnlaus, ráðlaus, lítilþæg skrælingjaþjóð, án allrar framtakssemi um hagi sína og framtíð. Lítum á hvernig á stendur. Heimferðarnefndin hefir á þessu þingi, lagt fram hina málskrúð- ugu, fáránlegu skýrslu sína, er útmálar fyrir 'þingheimi, hve af- skaplega mikið verk hún sé búin að vinna og ætil sér að vinna, — nótabena: ef styrkur fáist. Þessi hugsun heyrði henni einnig til, því hún var vakin sökum hins mikla hóls, sem nefndin fékk í blöðunum, út af umrensli hennar úti í bygðum íselndinga til stuðn- ings heimferðarmálinu, öllum að kostnaðarlausu. Nótabena: styrk hafði þá verið lofað. Ættjarðar- ást nefndarinnar svo sem brendi um sig þar sem hún fór um. Hún fór, sem logi yfir akur og kveikti hlýju í hvers manns brjósti Gefur því að skilja, að þennna hita mátti ekki kæla. Sat því ekki á forseta þjóðrækninnar, að kasta á hana köldu vatni, með því að fara að leiðrétta þennan heiðursmann og um leið bera hönd fyrir fólk sitt heima. Forystan, sem honum hafði hlotnast frá að- alþjóðrækninni hér, var honum fyrir öllu; því fastar, sem hann sat í þeirri tign, því betur gat hann komið ár sinni fyrir borð og róið að því takmarki, sem hann vill stefna að. Á þessu sama þingi getur einn heimferðarnefndarmaður þess, að sunnan úr Bandaríkjum komi sú gleðilega frétt, að einhver mikils- virtur Islendingur þar, sé búinn að betla út — eitt betlið enn — hjá stór-auðfélögum þar, heilan skipsfarm af sáði — ekki var get- ið um hverrar tegundar — er taka ætti með heim 1930, og sjálfsagt rækta þar eitthvað með því. — Engum dettur í hug að hafa neitt á móti þessu. Engum dettur í hug, að grenslast eftir hjá þjóð- inni heima, hvort hún sé því sam- þykk, að útheimurinn leggi þann dóm á hana, að hún sé betli- þjóð, rænulaus og ráðlaus. Ja, nei, nei, aðal-þjóðræknin hér gat vel ráðið fyrir hana — tekið í sínar hendur sjálfræði hennar í þessu, sem hún hugðist og ætla að gera um hátíðina 1930. Þar sem eg skoða alt þetta betl vansa og skömm, og veit að þjóðin heima samþykkir að svo sé, neita eg sterkelga fyrir henn- ar hönd, að nokkur hér eða ann- ars staðar hafi rétt til, án hennar samþykkis, að léita gjafa eða stjórnarstyrks í hennar þágu. Ignn ein nýjung var á ferðinni um þingheim, sem og gleypt var við — og jafnvel heiman af ís- landi kom henni liðsyrði, — sú nýjung, að einn góður íslending- ur væri við því búinn, þegar bú- ið væri að sá sæðinu og rækta trjáteinunga, að flytja heim og sleppa lausum, hjörð af vísundum eða moskusuxum og ö^rum úti- gangsdýrum frá Alaska, til þrifn- aðar nýgræðingnum! — Miklir menn erum við, Hrólfur minn! Að síðustu: Hvar stendur svo þjóðrækni vor um þessar mundir? Heimfararnefnin stendur klumsa. Heimferðarmálið stendur í bobba. Heimaþjóðin stendur — sökum vanrækslu forsetans — í augum umheimsisn, sem rænulaus, sof- andi, framtakslaus betli-þjóð. Að- al-þjóðræknin hér stendur, með sinni eigin samþykt, sem skræl- ingi, ér afsalar til annara úr- skurði um, hvað sé, sómi sinn eða ósómi. Vér, sem ekltt höfum þjóð- rækni, stöndum lítillækkaðir og svertir í augum sjálfra vor og annara. Og alt stafar þetta af of mikilli þjóðrækni. Væri ekki vel ráðið, landar góðir, að láta nú skríða til skara um þessa þjóðrækni? Alb. C. Johnson. Ræðismaðurinn og aug- lýsingarnar. A. C. Johnson, ræðismaður, hef- ir sent mér kveðju siha í síðasta Lögbergi. Grein hans er ekki þess eðlis, að það sé ástæða til þess að eyða miklu rúmi til þess að svara henni. Enda skal þess gætt að gera það ekki. Ræðismaðurinn hefir látið uppi hinn mikla leyndardóm um ósvinnu Þjóðræknisfélagsins og hið hættu- lega atferli þess við að “smá- drepa, árs árelga hinn, í alla staði, ágæta orðróm, sem Islendingar hafa notið hjá hérlendum mönn- um.” Leyndardómurinn mikli reynist vera falinn í því, að félag- ið gefur út tímarit, sem hefir að- altekjur sínar af auglýsingum frá “hérlendum verzulnarlýð.” Eins og geta má nærri, þá finna þeir menn, sem einhver afskifti hafa haft af málum Þjóðræknis- félagsins, til þungrar sektar, er þeim hefir verið bent á þessa hræðilegu yfirsjón sína. Þeir reyna vitaskuld að hugga sig við það, að 99 af hundraði þeirra blaða og tímarita, sem út eru gefin í heiminum, afli sér tekna með þvi að birta auglýsingar frá “hérlendum” — og jafnvel útlend- um — “verzlunarlýð”, en sú hugg- un nær skamt, þegar þess er minst, að ræðismaðurinn getur þess, að “sómatilfinningu, bæði mín og annara sakelysingja, (sé) svo misboðið, að glæpi er næst.” Því miður get eg ekki sagt, að eg hafi mikla von um, að hin við- kvæma sómatilfinning sakleys- ingjanna fái bætur með því móti, að félagið hætti við það atferli sitt, að birta auglýisngar í tíma- ritinu. Það kann að vera ónær- gætnislegt af félaginu, en eg held ekki að þeir muni sinna málaleit- un í þá átt, enda þótt þeir hafi að sjálfsögðu mikla samúð með sómatilfinningu sakleyfeingjanna. Ræðismaðurinn tekur það fram, að ,hann hafi ekki ætlast til þess að litið yrði á skrif hans í Lög- bergi 5. þ.m. sem árás á Þjóð- ræknisfélagið. Hann getur þess þvert á móti, að hann hafi skrif- að grein sína vegna’þess, að hann sé andvígur þeim mönnum, sem stjórn félagsins hafi haft með höndum undanfarin ár. Eg hefi fylstu ástæðu til þess að taka þessi orð hans trúanleg. Ekkert nema heit andúð til einstakra manna, var líkleg til þess að fá mann með heilbrigðri skynsemi, til þess að senda frá sér annan eins hjárænuskap og þann, sem bent hefir verið á hér að framan. Ef til vill væri ástæða til þess að bibja velvirðingar á því, að eg skuli svajra þeþsari grein fleiri orðum. En á eitt atriði verð eg að drepa. Ræðismaðurinn heldur því fram, að eg hafi gert mannorð sitt að umræðuefni í greinarkorni mínu 12. þ.m. Það eru tvær ástæður fyrir því, að eg hefi aldrei gert, og gæti ekki komið til hugar að gera, mannorð þessa manns að um- talsefni í sambandi við mál Þjóð- ræknisfélagsins. önnur ástæðan er sú, að það er félaginu gersam- lega áviðkomandi, og hin ástæð- an er sú, að mér er með öllu ó- kunnugt um mannorð ræðismanns- ins. Eg hefi aldrei haldið neinum spurnum fyrir um það, meðal annars af því að m i g hefir ekk- ert um það varðar. Eg er þess jafn- vel albúinn, að leggja fullan trún- að á það vottorð, sem ræðismað- urinn gefur sér um það, að hann hafi aldrei “orðið fólki sínu til minkunnar, heldur miklu fremur til sóma og stuðnings”v Eg segi þetta jafnvel þrátt fyrir það, að dálítið örðugt sé að samræma þetta þeim ummælum, sem ræðis- maðurinn hefir líka um sig, að hann hafi alt af vitað að hann væri lítilmenni. Þetta er líka ný upplýsing fyrir mig, en eg sé enga ástæðu til þess að rengja mann- inn í svona persónulegum atrið- um. Hitt er það, að eg hefi látið uppi þá skoðun mína, að eg hafi ekki trú á því, að almenningur láti sig verulega miklu skifta það, sem ræðismaðurinn skrifar í blöðin. Þessi skoðun min stend- ur ekki í neinu sambandi við mannorð hans, mikilmensku eða lítilmensku. Hún er sprottin af því einu, að eg hefi lesið það, semj þessi maður hefir skrifað í blöð. Þau álög virðast hvíla yfir skrif-j um hans, að heiftin til einstakra i manna er ávalt meiri en svo, að menn geti haft mikla trú á sann- girni hans og dómgreind. Ljós- asta dæmi þess er þessi síðasta grein hans sjálfs. Því er haldið fram í greininni, að þeir menn, sem Þjóðræknisfé- lagið hefir fengið til þess að safna auglýsingum fyrir tímarit- ið, hafi rækt það starf á mjög ó- heiðarlegan hátt; þeir 'hafi logið að auglýsendum, “gyllingar um útbreiðslu málgagnsins eru þykk- ar sem nautshúð”, þeim á að vera hótað því, að þeir skuli missa af verzlun við Islendinga, ef þeir auglýsi ekki í tímaritinu, rang- lega er sagt til um útbreiðslu, o. s. frv. Nú er öllum meðlimum Þjóð- ræknisfélagsins kunnugt um, hverjir þeir menn eru, sem mest og bezt hafa unnið að því að afla tímaritinu auglýsinga. Flestum öðrum lesendum þessa blaðs er það að líkindum líka kunnugt. Það eru menn, sem félagið stend- ur^í miI^flU þakklætisskuld við, sökum þess, að þeir hafa unnið árum saman með miklum dugn- aði að því, sem íslenzkum málum mátti til þrifnaðar verða. Ræðis- maðurinn fullvissar menn um, hve mikill áhugi hans • sé fyrir “ættbálk hinna óháðu og alfrjálsu víkinga”, “þá umræðir samtök þeirra til varðveizlu og viðhalds ætterni sínu”. Nú virðist sá á- hugi mest koma fram í því, að bera fram glæpsamlegar aðdróttanir á heiðvirða landa sína. Ragnar E. Kvaran. Skopyrði leiðrétt. Herra ritstjóri Heimskringlu! í tilefni af skopyrðum yðar um mig — eg sleppi öðrum orðum yð_- ar __ og afskifti mín af væntan- legri þátttöku Vestur-íslendinga í hátíðarhaldinu 1930, leyfi eg mér að skýra yður og almenningi frá afstöðu minni í þeim efnum. Laust fyrir þjóðræknisþingið 1927, reit séra Rögnvaldur Péturs- son í Heimskringlu langa botn- leysu um tilhögun heimferðarinn- ar 1930. Var það ritað sem for- máli fyrir innreið málsins í Þjóð- ræknisfélagið á þá í hönd farandi þingi þess. Sökum þessa inn- gangs, birti eg umtalað bréf. Hafði skrifað það í desember 1926 og sent heim, en ætlaði aldr- ei að birta það opinberlega. Áð- ur en eg sendi bréfið, tilkynti eg það yfirmanni mínum í Montreal, og sendi honum afritun af bréf- inu. Skýrði eg honum frá ástæð- unum fyrir bréfinu, er voru þess- ar: Talað var um málið, sam- kvæmt mínum skilningi, af mikilli vanhugsun. Algert vantraust mitt um meðferð málsins í höndum Þjóðræknisfélagsins. Fullvissa mín um útilokun íslenzks almenn- ings frá málinu, kæmist það í hendur Þjóðræknisfélagsins. Hef- ir þetta alt rætzt rækilega. Þjóðræknisþingið 1927 samþykti, þvert ofan í tilögu 3 manna nefndarinnar, sem þá sat í mál- inu og lagði til í skýrslu sinni, að Þjóðr.félagið kysi 5 manna nefnd í málið, sem síðar meir kallaði saman almennan fund og gæfi þar íslenzkum almenningi kost á að bæta við í Þjóðræknisfélags- nefndina 3 mönnum. I stað þess að aðhyllast þá tillðgu, sem vitan- lega var rétt og sjálfsögð, leggur hr. G. Eyford til og séra Ragnar E. Kvaran styður, að liður sá, er innifól þetta réttlæti, skyldi vera breytt þannig: “Nenfndinni skal heimilt að bæta við sig þremur mönnum, ef hún skyldi æskja þess ” Var þessi tillaga sam- þykt, með 26 atkvæðum gegn 16. Sést á hinum litla meirihluta, sem hún var samþykt með, að um hana urðu snarpar umræður. Hefi eg fyrir satt, að í þeim umræðum hafi komið fram maður, hr. Ás- mundur P. Jóhannsson, sem svo var hreinskilinn að benda á, að þar sem Þjóðr.féalgið ekki nyti eins mikillar hylli hjá almenn- ingi eins og vera bæri, fyndist sér sjálfsagt, að ísl. almenningur fengi að hafa hönd í bagga með Þjóðr.félaginu í málinu. En við það var ekki komandi, og var þó sízt að efast um glöggskygni og framsýni þess manns. Einn mikilhæfur þjóðræknis- postuli lét þess getið, í umræðun- um, að ef sauðsvört alþýðan ætti að fara að hafa hönd í bagga með hinu volduga félagi, þá væri með því viðgangur þess og áhrif í stórri hættu. Þá hefir að líkind- um verið búið að koma sér saman um styrkinn. Á þennan hátt komst þetta merka allsherjarmál í hendur Þjóðr.félagsins. Það hefir verið og er enn á- kveðin sannfæring mín, að við íslendjngar í Ameriku eigum að bíða með allar ráðstafanir um þetta mál, þar til bræður vorir á íslandi gera oss aðvart um, að hve miklu leyti og á^hvern hátt þeir æskja, að vér eigum þátt í hátíðinni með þeim. Vitanlegt er það öllum, að það er stjórn og þjóð íslands, seAi gengst fyrir há- tíðinni, og segir'til um það, hvoTt þjóðin væntir mikillar aðsóknar frá öðrum löndum og hvort hún er við því búin, að taka á móti fjölmenni. Við erum ekki enn boðnir til hátíðarinnar, og var því óþarfi að fara að búa sig, fyr en boð kæmi. En nú með því að eg taídi það víst, að á sínum tíma yrði oss Vestur-íslendingum boðin ein- hver þátttaka í hátíðinni, hugðist eg vinna gagn með því, að leita upplýsinga um það, hvernig hátíð- inni yrði hagað og að hverju Vestur-íslendingar hefðu að hverfa þegar heim kæmi o.s.frv. Reit eg því, eins og yður er kunn- ugt, þetta áminsta bréf til þáver- andi forsætisráðherra íslands, því mér var ókunnugt um til hverra eg ætti að snúa mér, og óskaði eftir margskonar upplýsingum, sem allar voru þarfar, um þetta mál, í von um að geta því frem- ur svarað fyrirspurnum fólks hér vestra, því mér fanst þetta mál vera almennings mál, og held því enn fastlega fram að svo sé. Þáverandi forsætisráðherra, hr. Jón Thorlaksson, svaraði með bréfi 18. febrúar 1927, og^ lét þar í ljóá ánægju sína yfir fynrspurn- unum og kvaðst hafa sent bréf m;tt til nefndar þeirrar, er sam- einað Alþingi setti' í málið 1926, með þeim tilmælum, að hún láti hann vita sem fyrst, “á hvern hátt henni þyki viðeigandi að svara spurningum yðar ,og mun eg láta yður vita jafnskjótt og svör koma frá nefndinni”. — Svo er að sjá, að enn þá hafi þessi fyr- nefnda nefnd, ekki lokið undir- búningsstarfi sínu, og hafa því engin boð komið enn þá frá stjórn- inni, eða þeim, sem fyrir hátíð- inni standa. Eg fullyrði hér, að þar til spurningum þeim, sem í bréfinu voru, er svarað, að einhverju Magic bökunarduft, er ávalt það bezta í kökurog annað katfi- brauð. það innibeldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. leyti, þá hafi heimferðarnefjid hénekki við neitt að styðjast. Og að hin núverandi heimferðarnefnd hafi ekki getað sagt neitt um mál- ið, sem nokkru réttu ljósi gæti varpað á það. Hafi hún því sagt nokkuð um það úti í bygðum fólks vors — hér hefir hún ekki sagt um það eitt einasta orð — þá gat það bókstaflega ekki verið annað en skrum og hégómi, sprottið af hagnaðarvon og stærilæti og lúa- legum hugsunarhætti hennar, að troða á rétti almennings. Enda var þessi nefnd, að dæma eftir “hásætisræðu” forsetans, út- breiðslu nefnd. Útbreiðslunefnd hins arga fargans, sem hann og hans nótar eru forsprakkar fyrir og sem heldur uppi kaupskap á íslendingum. Þetta er nú alt, herra ritstjóri, sem eg hefi til saka unnið. Legg eg það fúslega undir dóm almenn- ings hér og sömuleiðis heima á ísland, hvort eg eigi fyrir það á- kúrur skilið. Alb. C. Johnson. I Aths.—Grein þessi er stíluð til ritstjóra Heimskringlu, en birt í Lögbergi, samkvæmt ósk höfund- arins.—Ritstj. Aðvörun til • • Okumanna ^^SkabchTwS^ Eftir 1. maí 1928 veríSur hið svo nefnda “Stop Sigrt" að vera tekiS til greina I Saskatchewan. Ný lög hafa gengið í gildi, þar sem öllum, sem blla keyra er gert að skyldu að stöðva bílana alveg, þegar þeir koma að járnbrautaspori, sem vegurinn liggur yfir, þar sem af mönnum eða maskínum, eða á ein- hvern annan hátt, er gefið til kynna að járnbrautarlest sé að koma. Einnig við allar aðrar krossgötur þar sem stöðvunarmerki eru, hvort sem járnbrautarlestir eru að koma eða ekki. Ennfremur verða keyrslu- menn að stöðva bílana alstaðar annarsstaðar, þar sem merki er sett, er gefa til kynna að svo skuli gert vera. Ennfremur verða fólksflutningsbílar að stöðva feröina algerlega al- staðar þar sem vegurinn liggur yfir járnbrautaspor. Fylgið þessum lögum og dragið ör því manntjóni, sem hlýzt af þvl, að bllar verða fyrir járnbrautarlestum, þar sem keyrslubrautin liggur yfir járnbrautarspor. DEFARTMENT OF THE PHOVINCIAL SECRETARl REGINA HON. S. J. LATTA, Proyincial Secretary. SASK. J. W. McLEOU, Deputy Provincial Secretary. WALKER. Hinn frægi ferðamaður og rit- höfundur, Lowell Thomas, verður á Walker leikhúsinu að eins eitt kveld, þriðjudagskveldið 1. maí, þar sem hann sýnir myndir frá Indlandi í fulla tvo klukkutíma og útskýrir þær. Þessar myndir eru afar fróðlegar og ftierkilegar og sýna mönnum lifnaðarháttu, siði og venjur fólksins í þessu fjar- læga, en afar fjölmenna og merki- lega landi. << White Seal’’ langbezti bjórinn imru ii m tT ÍIli3 HC , fí ■ 't'T'y ' f)Vlute Secii/ . í .., £5*&£SöPyS2öe.: *.•■ j». ^ .\r:.T.r,rK................. KIEWEL Tals. 81 178 og 81179 I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.