Lögberg - 24.05.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.05.1928, Blaðsíða 1
41. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 24, MAÍ 1928 NÚMER 21 Helztu heims-fréttir Canada. Fyrsta skýrsla um uppskeru- horfur í Manitoba, Saskatchewan og Alberta, er nýkomin út. Bænd- ur höfðu að mestu leyti lokið við að sá hveiti fyrir 10. maí, sáningu lokið nú einum tíu dögum fyr en í fyrra. Sáð hefir verið í fleiri ekrur í þetta sinn heldur en á nokkru ári síðan 1921. V»ður hefir yfirleitt verið mjög hentugt um sáðtímann, þurviðri og landið ekki of blautt. Það er óhætt að segja, að enn sem komið er, lítur út fyrir að uppskera muni verða mikil í haust í Vestur43anada. • • «.• Lord Willingdon, landstjóri í Canada, og frú hans, hafa verið að ferðast um Vestur^Canada að undanförnu. Heimsóttu þau Nin- ette heilsuhælið í vikunni sem leið og ýmsa fleiri staði í Mani- toba. * * * Verkfall all-mikið hefir að und- anförnu staðið yfir í Toronto' Þeir sem þátt taka í því eru um sjö hundruð menn, sem vinna við járnsteypu og annað þess konar. Er það bæði viðurkenning á fé- lagsskap þeirra og einnig hærra kaup, sem þeir krefjast, en vinnu- veitendur vilja ekki samþykkja. Var haldið um tíma, að þetta mundi kannske verða æði alvar- legt verkfall, og breiðast víðar út, en ekki hefir orðið af því, enn sem komið er, og þykir nú líklegt, að svo muni ekki verða. * * * Rt. Hon. Mackenzie King hefir verið beðinn að koma til Brandon og vera viðstaddur þegar sýningin verður opnuð þar 2. júlí, en ekki getur hann orðið við þeim tilmæl- um vegna annara starfa, sem hann verður að sinna. Hann get- ur heldur ekki sótt Norðmanna- hátíðina í Winnipeg, sem haldin verður í júlímánuði. * * Jk Verksmiðja, til að búa til púð- ur og annað sprengiefni, stepdur til að sett verði á stofn í grend við Winnipeg nú bráðlega og er gert ráð fyrir að hún kosti eina miljón doll. Félagið, sem ætlar að ráðast í þetta fyrirtæki, heitir Canadian Industries Limited, og hefir aðalstöðvar í Montreal. Er þetta gert aðallega vegna hins mikla náma-iðnaðar, sem nú er hafinn í Manitoba fylki. Ráðs- maður félagsins segir, iað þessi nýja verksmiðja taki til starfa innan tveggja ára. * * * Enn er málið um virkjun Sjö- systr^ fossanna óútkljáð. Sam- bands þingmennirnir frá Manito- ba hafa haldið hvern fundinn eft- ir annan í Ottawa til að ræða þetta mál, hvort Winnipeg Electric fé- lagið eigi að fá leyfi til að virkja þessa fossa eða ekki nú þegar, eða það skuli óveitt fyrst um sinn, ef ske kynni að Manitobafylki eða Winnipegbær síðar sæktu um leyfi til að virkja fossana. Þing- mennirnir urðu ekki á eitt sáttir um það, hvað leggja skyldi til í þessu máli. Fjórtán þeirra voru á síðasta fundinum, sem þeir héldu um iþetta mál, og voru fimm þeirra á þeirri skoðun, að Hon. Charles Stewart ætti að veita fé- laginu þetta leyfi, þar sem ekki væri um það sótt af fylkinu eða bænum. Níu þingmenn voru hins vegar á því máli, að réttast væri að veita ekki þetta umrædda leyfi fyr en eftir næ ta fylkisþing, svo því gæfist kostur á að láta vilja sinn í ljós og eins vildu þeir gefa Winnipegbúum kost á að greiða atkvæði um málið, ef þeir vildu. En ef hvorki Manitoba fylki eða Winnipegbær sæktu um leyfi til að- virkja fossana, þá vildu þing- mennirnir, að félagið fengi leyfi til þess. Er þetta aðal efnið i langri tillögu, í fimm liðum, sem lögð var fyrir fyrnefndan þing- mannafund og samþykt með 9 at- kvæðum gegn 5. Þeir sem at- kvæði greiddu með tillögunni, voru: Dr. Bissett, J. S. Woods- word, J. W. Ward, T. W. Bird, J. T. Thorson, A. A. Heaps, J. A. Glen, E. A. McPherson og L. P. Bancroft. En á móti: Dr. JiH. Howden, A. L. Beaubien, James Steedsman, J. L. Brown og Robert Milne. Hon. Robert Forke, W. J. Lovie og J. McDiarmid voru ekki viðstaddir. Stendur því þetta mál nokkurn veginn við það sama og verið hefir og þykir jafnvel held- ur líklegrá nú að félagið fái ekki leyfið fyrst ur% sinn. * * * Ellistyrkslögin í Saskatchewan gengu í gildi hinn(l. þ. m. * * * Hinn 15. þ.m. andaðist að heim- ili sínu i Winnipeg F. .B Duval D.D., nálega 81 árs að aldri. Hann var prestur við Knox kirkj- una frá 1888 til 1916 og þótti jafn- an mikill merkis klerkur. * • * SJéttueldar hafa verið óvana- lega tíðir í Manitoba nú í vor, enda hafa rigningar verið mjög litlar. Engir hafa þeir þó verið stórkostlegir eða valdið miklu tjóni. * * Það er sagt að ýmsum af sam- bandsþingmönnunum þyki launin sín heldur lítil og vilji gjarnan fá hærri laun, og séu einmitt nú að reyna að fá því framgengt. Nú eru launin $4,000 á ári og tíminn sem þeir sitja á þingi er vanalega hér um bil fimm mánuðir af ár- inu og fá þeir því $800 á mánuði meðan þingið stendur yfir. Þar að auki fá þeir ferðakostnað sinn endurborgaðan og nokkur fleiri smáhlunnindi. Hvort nokkuð verður úr þessari launahækkun eða ekki, er óvíst og kannske heldur litlar líkur til þess. En þó munu fáir eða engir verka- menn standa eins vel að vígi að fá hækkuð launin sín, eins og þingmennirnir og jafnvel styttan vinnutímann líka, en það tvent fer oftast saman. Bandaríkin. Stórkostleg sprenging varð um síðusjm helgi í kolanámunum við Mather, Pa., og áætlað, að þar muni hafa farist um tvö hundruð manna, eða nálega svo margir. Slysið vildi til á þeim tíma, þegar verið var að skifta um menn, þá sem unnu á daginn og þá sem unnu á nóttunni, * og urðu þess vegna miklu fleiri fyrir þessu slysi, heldur en annars mundi hafa orðið. • • * Smith lögreglumaður í Helena, Montana, tók nýlega fastan einn af meðborgurum sínum, sem hann áleit að eitthvað væri brotlegur við lögin. Segir ekki af þessum fanga annað en það, að hann var svartur að lit og kunni því afar illa, að vera tekinn fastur, svo hann rak hníf í Smith en Smith skaut hann til 'dauðs. Florida Debro frétti þetta og henni datt ekki annað í hug, en að negrinn, sem drepinn var, væri maðurinn sinn — hann Robert, svo hún lét jarða hann og kostaði miklu til þess, eins og gengur, og að því búnu krafðist hún að fá útborg- að lífsábyrgðina, sem nam tíu þúsund dölum. Eftir nokkra daga símaði Robert Floridu sinni frá öðrum bæ, þar sem hann þá var staddur, og sagði henni að hann væri nú á leiðinni heim. Það datt alveg ofan yfir aumingja konuna. “Hvað gengur að þér?” sagði hún, “ertu ekki dauður?” — “Auðvit- að er eg ekki dauður, góða mín. Það lfggur ekki nærri. Eg hefi verið burtu um tíma, eins og þú veizt, en nú er eg að koma heim til þín.” — Floridu leizt ekki á blikuna. Hún þurfti að borga mikinn útfararkostnað, en fékk enga lífsábyrgð. Og svo bættist það enn við raunir hennar, að þegar Robert kom heim, þá varð hann æfur og vondur út af því, að hinn negrinn hafði verið jarð- aður í beztu fötunum hans, en mest af öllu sá hann eftir silki- skyrtunni sinni, sem þarna hafði lent á “vitlausum manni.” ♦ * * Henry Ford hefir verið á Eng- landi nú um tíma og hafa blöðin við og við verið að flytja ein- hverjar fréttir af honum, og þyk- ir blaðamönnum mikið í það varið að ná tali af honum og geta haft eitthvað eftir honum. Það hepn- ast þó heldur sjaldan, því hann gefur sig lítið við þeim. Einn þeirra spurði hann um vinsölu- bannið í Bandaríkjunum. “Það er ágætt,” svaraði hann. “Eg vona það komist á alstaðar í heiminum. Eg smakka aldrei á- fengi. Mér fellur það ekki. Bæði áfengi og tóbak er skaðræði. Áfengi skemmir heilann og það gerir tóbak líka. Eg vona, að iðn-» aðarsamkepnin verði til þess að neyða heiminn til að koma á al- gerðu vínsölubanni.” Viðvíkjandi stríðsfréttum hafði hann þetta að segja: “Eg held ekki, að það sé nein hætta á stríði. Fólkið er orðið of upplýst og skynsamt til þess, sér- staklega á Bretlandi og í Banda- ríkjunum.” Blaðamanninn langaði til að heyra eitthvað um “Bill” Thomp- son borgarstjóra í Chicago! Ford hló mikið þegar á hann var minst. ‘IBill’’ Thompson er mikill aug- lýsingamaður. Hann vill helzt að fólk ímyndi séy, að hann sjálfur sé öll Bandaríkin. En þar vestra tekur enginn neitt tillit til hans.” * * * \ John D. Rockefeller yngri hefir boðið Col. Robert W. Stewart að segja af sér sem ráðsmaður Stand- ard Oil félagsins i Indíana út af vitnisburði hans í Teapot Dome málinu, sem öldungadeildin hefir að undanförnu verið að rannsaka. * • • Efti-rlitsmönnum vínbannslag- anna hefir verið bannað að nota skotvopn, nema um sjálfsvörn sé að ræða, eða það að koma í veg fyrir að glæpaverk séu unnin. Bretland. Stjórnin á Bretlandi hefir tjáð sig samþykka tillögum þeim, er Kellogg utanríkisráðherra Banda- ríkjanna hefir lagt fyrir stór- þjóðirnar, og eru þess efnis að koma í veg fyrir að þjóðirnar fari í stríð hver við aðra, heldur semji um ágreiningsmál sín, eða láti gerðardóma gera út um þau. Er sagt að Mr. Kellogg sé mjög á- nægður níeð það svar, sem hann hefir nú rétt nýlega fengið frá Bretum, þessu viðvíkjandi og geri sér nú hinar beztu vonir um, að góður árangur muni verða af tilraunum sínum í þá átt að var- anlegur friður megi haldast í heiminum. Hvaðanœfa. Margir kannast við William Haywood (‘«ig Bill”), þó lítið hafi heyrst um hann getið síð- ustu árin. Hann var Bandaríkja- maður og lét þar mikið til sín taka um langt skeið í verkamannamál- um og var einn af leiðtogum I. W. W. félagsins. Hann átti stundum í töluverðum hreðunv, og var einu sinni sakaður um morð, en frí- kendur. Hann var 1918 dæmdur til 20 ára fangelsisvistar 1 Chica- go fyrir afskifti sín af stríðs- (málunum. En dóminum var ekki framfylgt þegar í stað og átti hann að koma fyrir hæstarétt, en meðan á því stóð strauk “Big Bill” til Rússlands og hefir ver- ið þar síðan í góðu gengi hjá kom- múnistum og verið nokkurs konar eftirlætisbarn Soviet stjómarinn- ar. Síðustu árin hefir hann ver- ið mjög bilaður á heilsu og nú er hann nýdáinn nálega sextugur að aldri. * * * « Hjón nokkur, sem heima eiga í Berlíii á Þýzkalandi, eru einkennj- leg að því leyti, að stærðarmunur þeirra er óvanalega mikill. Bónd- inn er 85 ára og er tæp þrjú fet á hæð, en konan er bara 19 ára og er yfir sex fet og eftir því þrekin. Þegar þáu eru einhvers staðar á gaægi og bóndinn verður þreyttur, sem auðveldlega getur komið fyr- ir, þá tekur hún hann bara upp og heldur á honum. — Þessi hjón minna á söguna um Örvar-Odd og tröllskessuna, í Fornaldarsögum Norðurlanda. Það er sagt, að þau ætli að ferðast um Canada og Bandaríkin, þýzku hjónin, áður en langt um líður. Handiðnasýningin. Eins og eg hefi þegar birt í blöðunum, verður hún haldin í Royal Alexandra hótelinu, hér í borginni, í þriðju viku júnímánað- ar. Heyrt hefi eg sagt, að vinur minn, Jóhann P. Sólmundsson, sé eitthvað að amast við þessari sýn- ingu, en af því eg hefi ekki verið í bænum, hefi eg ekki séð grein hans, en eftir mínu bezta vjti er ekkert varhugavert við þessa sýn- ingu, heldur^þvert á móti bæði til- gangur og ráðsmenska í bezta lagi. Nöfn þeirra kvenna, sem eru í íslenzku nefndinni, birti eg hér með: Mrs. Thf Borgjörð, 832 Broadway. Mrs. R. Marteinsson, 493 Lipton, Mrs. A. C. Johnson, 414 Maryland, Mrs. B. J. Brandson, 776 Victor, Mrs. B. B. Jónsson, 774 Victor, Mrs. G. M. Bjarnason, 309 Simcoe, Mrs. Alb. Wathne, 700 Banning, Mrs. F. Johnson, 668 McDermot, Mrs. H. Davidson, 816 Sargent, Mrs. R. Kvaran, 796 Bahning, og Miss Margrét Pétursson, 45 Home Street. Enn fremur má geta þess, að Mrs. G. H. Williams er forstöðu- kona aðal nefndarinnar, sem um þetta mál fja’Þ.r, og Miss Kathleen Peters er skrifari. Hún er á skrif stofu sinni í Royal Alexandra hó- telinu á hverjum degi. Sýningarmunir verða að koma til Winnipeg 1. til 9. júní. Engum munum verður móttaka veitt eft- ir þann tíma.. Þeir sem sertda muni, verða að borga undir þá til Winnipeg, en sýningarnefndin borgar undir þá til baka, ef þeir eru frá öðrum stöðum en Winni- peg. Sýningargóz úr borginni verður að sækjast á staðinn, að sýningunni lokinni. iSýningarmuni má senda hverri sem er af konunum, sem eru í ís- lenzku nefndinni. Áfast við sérhvern sýningar- mun verður að vera nafn og heim- ilisfang þess, sem sýnir. Þetta er mjög áríðandi. í sambandi við hekl og útsaum er til þess mælst, að hver sem sýn- ir, sendi ekki nema eitt sýnis- horn af hverri tegund. Þeir sem óska að sýningarmun- ir verði seldir, skulu tiltaka sann- gjarnt verð. Aftur skal það tekið fram. að v^jðlaun verða ekki gefin fyrir neitt verk nema það sé unnið hér Vesturfylkjum Canada. Annað verk má sýna, en taka verður það fram, að það sé ekki unnið hér. Nafn og heimilisfang þess, sem sendir, skal díka skrifa utan á sér- hvern böggul, sem sendur er. Menn muni svo eftir því, að nærri allan heimilisiðnað má sýna, hvort heldur hann er verk karla eða kvenna. Rúnólfur Marteinsson. Samkepnin. Fyrsta skýrsla sumarsins á- hrærandi sáningu, er nú komin út í Free Press. Með henni hugsa menn fram til uppskerunnar. Sagt er í þessari skýrslu, sem kom út í Free Press síðastliðinn laugar- dag, að með mesta móti hafi verið sáð af hveiti á þessu vori, í öllum sléttufylkjunum, að sáningin hefði gengið sérstaklega vel og að jörðin væri í góðu ásigkomulagi. “Því lyftist brún um ljósa daga, þá lundin skín á kinnum hýr”. Þettá verður niðurstaðan, þegar góðar fréttir koma. Vilja nú ekki allir með góðhug snúa sér að því að eignast tæki- færi til að geta upp á uppsker- unni næsta haust? Eg hefi áður minst á listaverk- ið, sem Mr. Emile Walters gaf Jóns Bjarnasonar skóla, og skól- inn svo ætlar að gefa þeim, sem kemst næst því að geta rétt upp á uppskerunni næsta haust, en margir sofa enn þá. Sumir jafn- vel hafa ekki heyrt þess getið. Á einni einustu viku er vel mögulegt að gjöra þetta alt sam- an. Því að bíða? Nógir tilgátu- miðar eru komnir út um flestar sveitir. Við treystum á fljót og góð skil. Frá New York fengum við framúrskarandi góðar undirtekt- ir. Frá manni í Vesturlandinu fengum við þau hressilegu orð, að hann tryði því ekki að eg bæði sig ekki um meira en að koma út einni bók. “Ef þú hefðir sent mér tíu til tuttugu bækur', þá hefði eg haldið, að það væri ‘business’.” Mikill fádæma sigur yrði þessi tilraun, ef allir tækju svona vel í málið. Á skrifstofu Jóns Bjarnasonar skóla, 652 Home St., Winnipeg. Rúnólfur Marteinsson. Frá Islandi. Undanfarna vetur, að þessum síðasta undanskildum, h^fa Danir haft hérvið Háskólann sendikenn- ara, sem flutt hefir reglubundna fyrirlestra um bókmentir Dana. í fyrra mun það hafa komið til orða, að breytt væri til í þessu efni, þannig, að Danir hefðu hér ekki sendikennara að staðaldri, heldur kæmu hingað ýmsir fræði- og vísindamenn frá Danmörku og flyttu erindi um margskonar efni. Nú er í ráði að Knud Ramussen landkönnður, sem víðfrægur er fyrir rannsóknir sínar á Græn- landi, komi hingað i þessum mán- uði og haldi fyrirlestra hér, og þá væntanlega um rannsóknir hans á Grænlandi. Sýningar hafa þeir haldið á verkum sínum um páskana, Ás- grímur Jónsson málari og Ríkarð- ur Jónsson skurðiistarmaður. Hafa þær sýningar verið fjölsótt- ar mjög. Emil Thoroddsen, sem skrifað hefir um báðar sýning- arnar í Morgunbl., segir m. a. um Ásgrím: “Litameðferð hans er alt af jafn ágæt, hann á enga “dauða” liti og yfirborðið glitrar eins og tíbrárvefur. En þetta litaskrúð fær of oft að lifa á kostnað formsins; sumstaðar brjóta litirnir blátt áfram form- ið.” Um Ríkarð segir E. Th.: “Ríkarður er hagleiksmaður meiri en myndlistamaður. Teikningar hans eru oft stirðar mjög og það sem verra er, hann er hneigður fyrir “myndaskáldskap”. En taki hann sér hníf í hönd, þá hugsar hann ekki um neitt nema listrænt form, og þá spretta fram hinar mestu gersimar, hillur, skrínur, askar, blekbyttur og aðrir munir.” P. Jespersen fiskifræðingur, sem undanfarin sumur hefir verið við fiskirannsóknir á “Dana’ hér við land, og dvaldi í sumár sem leið við síldarrannsóknir ýmiskonar á Siglufirði, hefir samið doktors rit- gerð um fæðu síldar. 10. þ. m. var útvarpsstöðinni hér í Reykjavík lokað, aðallega vegna þess, að ógerningur hefir reynst að fá ríkisstjórnina til að taka nokkrar ákvarðanir um út- varpið framvegis eða gefa nokkur svör um það, hvernig því máli yrði hagað. En útvarpsfélagið hefir átt við allmikla fjárhags- lega örðugleika að stríða, og mun nú vera orðið fullsatt á því að leggja peninga í fyrirtækið, en mundi þó, að því er heyrst hefir, vera tilleiðanlegt til að leggja eitthvað fram enn, ef samvinna næðist við stjórnina; en hún hef- ir varist allra frétta um fyrirætl- anir sínar framvegis í þessu máli, þó nú séu, samkvæmt nýafgreidd- um lögum frá Alþingi, völdin lögð í hennar hendur um alla tilhögun á þessu mikilsverða menningar- og fréttatæki. Aldarafmæli átti Árni Thor- steinsson landfógeti á skírdag síð- astliðinn. Hann var eins og kunn- ugt er, bróðir Steingríms skálds og Finns lögfræðings I Álaborg. Úr Bessastaðaskóla útskrifaðist Árni 1847, lauk embættisprófi í lögum við Kaupmannahafnar há- skóla 1854 og varð tveim árum síðar sýslumaður í Snæfellssýslu. Árið 1861 flutitst hann til Reykja- víkur, var þá skipaður landfógeti og jafnframt bæjarfógeti í R.vík. Þjónaði hann þeim embættum báð- um i 13 ár, eða þangað til að þau voru aðskilin, en gegndi upp frá því landfógetaembættinu einu. Árni landfógeti var einn hinn mesti brautryðjandi atvinnulífs landsmanna á 19. öldinni, lét hann sig margar greinar þess miklu skifta, og var framsýnni og stór- hugaðri en títt var um menn á þeim tíma. Hann var og hinn sam- vizkusamasti embættismaður. — Vörður. Yfirlýsing. Mér er það áhuga- og alvöru- mál, að heimförin 1930 verði sem ánægjulegust og sómasamlegust. En með því að mér finst sá andi, sem ríkir í heimfararnefndinni og sú aðferð, sem samþykt var í dag að ráða skyldi störfum hennar, sé bæði lítillækkandi fyrir Vest- ur-íslendinga og móðgandi fyrir Austur-íslendinga, þá lýsi eg því hér með yfir, að eg sé mér ekki fært að vinna lengúr með nefnd- inni, þar sem útséð er um, að hún fáist ekki til að beygja sig undir vilja almennings, þrátt fyrir það þótt í henni eigi sæti ýmsir mætir menn og málsmetandi. « Winnipeg, 22. maí 1928. Sig. Júl. Jóhannesson. Norrœnar forpminjar á Skotlandi. Á dögum Haralds hárfagra lögðu norrænir víkingar undir sig Orkneyjar, Hjaltland og Suður- eyjar og enn fremur allstóra skák af Skotlandi. Þar var Þorsteinn rauði konungur, þangað til Skot- ar sviku hann og drápu, en Auður djúpúðga leitaði til Islands. Á eyjunum og Katarnesi var þó lengi bygð Norðmanna og þeir, sem búa þar nú, eru afkomendur þeirra, og kippir þeim enn talsvert í kyn- ið, sérstaklega eyjaskeggjum. — Lifa þar enn á tungu manna mörg norræn nöfn og mörg norræn orð önnur, og enn gætir norrænna á- hrifa í þjóðsiðuni ýmsum, búska^- arlagi og húsagerð. En fátt er þar um fornminjar. Er þeirra helzt að leita í grafreitum og er nú byrjað að rannsaka þá ræ}d- •lega og vísindalega. Sá maður, sem bezt hefir geng- ið fram í rannsóknum þeim, er enskur fornfræðingur, Mr. Ed- wards að nafni. Hann hefir nú nýlega gefið út bók um rannsókn- ir sínar á Katanesi, tvö síðast lið- in sumur, og hafa rannsóknir þær allmikla þýðingu fyrir Norðmenn og íslendinga. Fram að árinu 1925 þektu menn ekki nema örfáar grafir frá vík- ingaöld. Einhver h‘in merkasta hafði fundist 19Í3 niður hjá sjávarströnd, skamt frá Reay, sem er nokkru vestar en Þórsá. Og 1926 fanst önnur gröf skamt það- an. Eru þarna sandöldur og hafði sandinum feykt ofan af gröfinni eða dysinni. Menn búast við, að smám saman muni finnast þarna í sandinum fleiri fornleifar. Mr. Edwards rannsakaði þessa gröf. Hún var 6 feta löng, hlaðin úr grjóti og í henni var beinagrind af fullorðnum níanni. Hjá hon- um höfðu verið lagðir í gröfina ýmsir gripir, svo sem járnöxi,' hníf- ur, sigð og skartgripir, svo sem sylgjur og nælur. Beinagrindin hefir verið ra^n- sökuð og ber hún vott um, að mað- urinn hafi ver'ð þreklega vaxinn. en ekki hærri en 5 fet og 6% þml. eða tæpelga meðalmaður. Haus- kúpan hefir vérið hnattmynduð, mjög svipuð þeim höfuðkúpum, sem fundist hafa á ögðum og Jaðri í Noregi. Gröfin sjálf er með sama hætti og margar forn- ar grafir í Noregi. öxin ber vott um hvert hafi verið helzta vopnið og sigðin segir frá því, að þetta hafi verið akuryrkjumaður. Með öðru móti eru grafir þær, sem Mr. Edwards hefir rannsak- að á austurströnd Kataness, skamt frá Vik (Wick). Árið 1925 fund- ust þar nokkrar steinkistur og voru þær rannsakaðar 1926. Alls hafa fundisfc þarna 10 steinkistur og var þeim raðað líkt og kistum í kristinna manna reit og bera því ekki merki um neinar venjur 1 heiðni. Kisturnar hafa verlð grafnar í jörð, en enginn haugur orpinn yfir. Þó er hlaðið stein- dysum á leiðin, og eru þær ýmist kringlóttar eða ferhyrndar. Kist- urnar eru gerðar úr hellum, með hellubotnum og yfir þær lagðar hellur, eða stórir steinar. Voru beinagrindurnar í þeim heillegar, en engir gripir fundust þar, utan einn, falleg skrautfesti úr bronse, lík þeim festum er mjög tíðkuð- ust í Noegi á 10. öld. Enda þótt grafirnar séu þann- ig, og engir gripir í þeim, telja vísindamenn engan efa á því, að þær sé frá víkingaöld, eða ekki yngri en frá árinu 1000. Þykir það sannað, að norrænir land- námsmenn hafi greftrað lík sinna manna á þenna hátt á 9. og 10. öld, því að margar slíkar steinkistur, eða steinþrær, hafa fundist á Katanesi áður, sunnan og norðan við Vík, hjá Freswick ((Þrasvík?) hjá Scapa í Orkneyjum, hjá Gran- tit á Hrossey, hjá Isbister og Pie- rowall Vesturey, í Orkneyjum. — En það er fyrst nú, að menn eru farnir að veita því athygli, að greftrunarvenjur hjá Norðmönn- um í Orkneyjum og á Katanesi hafa verið aðrar en í Noregi. Beinagrindurnar, sem fundist hafa í nágrenni Víkur, hafa ver- ið ransakaðar. Eru þær 14 alls, 11 af fullorðnum, bæði konum og körlum, ein af 2. árá barni, ein af 10—14 ára barni og ein af ungum manni, 15—20 ára. Er tal- ið sennilegt, að þetta sé heimilis- grafreitur. Beinagrindurnar sýna að fólkið hefir verið af meðal- stærð, og hafa öll hin sömu kyn-* stofnseinkenni eins og gamlar beinagrindur í vestanverðum Nor- egi og á íslandi. En eftir er þó að vita, hvort þetta er norrænn grafreitur, eða hafi kynið verið farið að blandast, en vísindamenn þykjast sannfærðir um, að þetta fólk hafi ekki verið fjarskyldara hinum norsku landnemum en í þriðja lið. Auðvitað hefir þá blóðið verið farið að blandast og norrænir siðir verið með skozkum svip. Þykjast Norðmenn einnig hafa fundið þess menjar heima hjá sér. Fyrir nokkrum árum fanst gröf hjá Grimstad, og þykir hún ótvírætt bera þess vott, að þar hafi verið grafinn maður frá Orkneyjum, er fluzt hafi heim til Noregs á dögum ólafs d'i£ra. Fólksstraumurinn frá Noregi til Skotlands og eyja mun hafa byrj- að um árið 800, og ar það aðal- lega fólk frá ögðum, Rogalandi og Mæri, sem fluttist þangað. Má líkja þeim flutningsstraum við Amerikuferðirnar, er þær voru sem mestar. Ástæðurnar til flutn- ingsins voru fyrst þær, að í eyjum og á Skotlandi voru betri land- kostir, heldur en í, Noregi, þar var búskapur líka kominn á hærra stig og þar var blómlegri verzlun og viðskiftalíf. Rannsóknir á norrænum forn- minjum á eyjunum og Skotlandi munu varpa nýju ljósi yfir land- námssögu Norðmanna.. Er því eðlilegt, að Norðmenn hafi mik- inn áhuga fyrir þeim, og vilj'i sjálfir taka þátt í þeim. Enda ætla þeir að senda nú í sumar leiðangur til Hjaltlands, Orkneyja og Skotlands til þess að rannsaka þar fornminjar þær, sem kunnar eru og leita upi fornminjar, er ekki hafa fundist. Fara þessar rannsóknir fram í samráði og samvinnu við skozka fornfræðinga og yfirvöld. — Les- bók Mbl. n

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.