Lögberg


Lögberg - 24.05.1928, Qupperneq 6

Lögberg - 24.05.1928, Qupperneq 6
BIs. «. Ljónið og Músin. Eftir Charles Klein. (Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, bom fyrst út árið 1906 í New York). Hún stóð upp og hélt áfram að fletta skjöl- unum, sem Ryder hafði fengið henni. Henni þótti mjög vænt um, að fá að kynnast Mrs. Ryder, því hún þóttist vita, að af því mundi leiða, að hún hefði tækifæri til að koma þarna oftar og þá fyndi hún kannske þessi bréf ein- hvern tíma, sem hún var að leita að. Rvder símaði skrifara sínum, en Shirley stóð við skrifhorðið og blaðaði í skjölunum. “Eruð það þér, Bagley? Hver er það? Dodge hershöfðingi ? Látið hann fara. Eg get ekki talað við hann í dag. Segið hónum að koma á morgun. Hvað, sonur minn? Vill hann tala við mig. Segið honum að koma að síman- um.” Shirley rak. upp dálítið hljóð. Hún reyndi að kæfa það, en gat það ekki alveg. Ryder leit upp. “Hvað gengur að?” spurði hann. “Ekki nokkur skapaður hlutur,” svaraði Shirley, en röddin var dálítið hás. “Eg bara stakk mig í fingurinn, það er alt og sumt.” En hún hafði rétt rekist á þessi tvö bréf frá föður sínum, sem höfðu einhvern veginn flækst með fjölda annara bréfa, sem Ryder hafði fengið henni, án þess hann vissi af því. Hún hafði að vísu gert sér einhverjar vonir um, að finna þessi bréf, en aldrei hefði henni dottið í hug að þau kæmu upp í hendurnar á sér svona fljótt oar fyr- irhafnarlaust. (En þetta fékk töluvert á hana, svo hún átti bágt með að halda jafnvæginu. En þar sem hún hafði nú bréfin handa á milli, þá varð hún að gæta þess, að láta þau ekki ganga sér úr greipum. En hvernig átti hún að gæta þeirra? Henni datt í hug að stinga þeim í barm sinn, meðan Ryder var að síma, en rétt í þeim svifum leit hann á hana, svo hún gat það ekki, og þó hann væri að tala, þá hafði hann svo að segja stoðugt augun á henni. Hún hélt á bréf- unum í hendinni og hefði vel mátt sjá, að hún var töluvert skjálfhent, en hann tók ekki eftir því og hélt áfram að tala: “Halló, Jefferson! Vildir þú tala við mig? G-etur þú beðið þangað til eg er úbinn? Það er stúlka hérna rétt sem stendur. Ertu að fara? Hvaða ólukku vitleysa. Ráðinn í því, er það? Ekki get eg haldið þér, ef þú ert stað- ráðinn i að fara. Þu 'komst til að kveðja mig. Komdu’ upp eftir svo sem fimm mínútur. Þá skal eg kynna þér stúlku, sem er framúr skar- andi skemtileg. ’ ’ v Shirley hafði ekki enn náð jafnvæginu eftir geðshræringuna, sem hún hafði orðið fyrir við að finna bréf föður síns, en hún reyndi alt sem hún gat að láta ekki á ne'inu bera og sagði: “Þér viljið, að ég komi hingað?” Hún leit upp úr bréfunum, sem hún var að lesa og á Ryder, sem stóð hinum megin við skrifborðið. Hann tók eftir því og sagði, um leið og hann seildist eftir ibréfi, sem lá á borð- inu: “Já, eg vil ekki að þessi bréf fari —” Hann kom alt í einu auga á bréfin, sem hún hélt á og hann var fljótur að grípa þau af henni. “Hvað er þetta, sem þér hafið hérna?” spurði hann. Hann tók bréfin og hún veitti enga mót- stöðu. Hún sá að það var ékki til neins og að hún mundi verða að bíða annars tækifæris. Ryder lét bréfin í skúffu, til vinstri handar í skrifborðinu og sagði í hálfum hljóðum, frekar við sjálfan sig heldur en við Sihirley: Hvemig í ósköpunum hafa þessi bréf lent innan um hin bréfin?” “Þau voru frá Rossmore dómara, var það ekki?” spurði Shirley. “Hvernig vissuð þér, að þau voru frá hon- um? Það er ekkert um hann í þessum bréfum. ” “Nei, en þau voru frá honum. Eg þekki hans undirskrift,” sagði hún, og bætti svo við: “Hann er faðir stúlkunnar, sem þér viljið ekki eignast fyrir tengdadóttur — er það ekki svo?” “Jú, hann er það.” Það var eins og skuggi færðist yfir andlit hans og sviurinn varð allur harðneskjulegur og næstum grimmilegur. “Þér hljótið að hata þann mann óskaplega,” sagði Shirley, þegar hún tók eftir svipbrigðun- um á andliti hans. “Nei, alls ekld,” svaraði Ryder og lét ekki á neinu bera. “Eg get ekki fallist á hans stjórnmálaskoðanir og fellur illa ýmislegt, sem hann hefir gert; annars veit eg ósköp lítið um hann annað en það, að það stendur til að hann verði settur af embætti.” “ Það stendur til!” hafði Shirley upp eftir honum. “Svo það er afráðið, hvemig þetta mál fer, jafnvel áður en það er prófað?” og hún hló biturlega. “Súm blöðin eru farin að halda því fram, að hann sé saklaus af þessum kærum, sem á hann eru bornar.” “Gera þau það?” sagði Ryden og var eins og honum kæmi þetta lítið við. “Já, ” svaraði Sbirley. Flestir sýnast vera á hans hlið»” Hún studdi hendinni á borðið og horfði beint framan í hann og spurði blátt áfram: “Hverju megin eruð þér í þessu máli? Seg- ið þér mér nú eins og er.” Ryder mislíkaði þessi spurning, en stilti sig þó. Hvaða rétt hafði þessi stúlka til að vera að grenslast eftir þessu, þar sem hún var hon- um ókunnug og Rossmore dómara sömuleiðis? LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MAÍ 1928. En þó honum félli ekki þessi spurning, þá svar- aði hann þó stillilega: “ Ja, eg get varla sagt, hvorri hliðinni eg fylgi. Helzt hvorugri. Eg hefi lítið um þetta mál hugsað.” “Haldið þér, að þessi maður hafi til þess unnið, að vera settur af embætti?” “Þvi spyrjið þér um þetta? Hvérs vegna hafið þér áliuga á þessu máli?” “Eg veit ekki,” svaraði hún. “Þetta mál hefir vakið eftirtekt mína. Mér finst eitthvað 'sorglegt við það. Sonur yðar ann dóttur þessa manns. Hann hefir orðið fyrir vanheiðri, að mörgum finst. Eg hefi heyrt úr ýmsum áttum — eg þekki fjölda af blaðamönnum — að hann sé niður brotinn á sál og líkama. Heiður hans og álit er farið og þar að auki er hann orð- inn öreigi. Mér er sagt, að alt þetta motlæti leggist afar þungt á hann og einnig á konu hans og dóttur. Segið mér nú eins og er, haldið þér að hann eigi þetta skilið?” Það var eins og Ryder væri ofurlitla stund í þungum þönkum og svo svaraði hann: “Nei, eg held eklri — nei—” Shírley hélt, að nú væri hún á réttri leið og hefði snert viðkvæman streng í hjarta Ryders, og hélt því áfram í sömu átt: “En því hjálpið þér honum þá ekki? Þér, sem eruð svo auðugur og voldugur. Þér getið eftir vilja yðar ráðið yfir þingum og dómstól- um; þér ættuð að frelsa þennan mann frá van- virðu og mótlæti.” Það var áuðséð, að Ryder féll ekki þetta um- talsefní, og að hann vildi helzt vera laus við það. “Þér skiljið þetta ekki, stúlka mín góð. Það er nauðsynlegt, að víkja honum frá embætti.” Það kom harðneskjusvipur á andlit hennar og hún sagði með áherzlu: “Samt viðurkennið þér, að hann sé máske saklaus!” “ Jafnvel þó eg vissi það fyrir víst, þá gæti eg ekkert gert í þessu efni.” “Setjum svo, að þér hefðuð órækar sannan- ir fyrir því, að þessi maður sé saklaus, t. d. þarna í einhverri skúffunni í skrifborðinu yðar, munduð þér þá ekki hjélpa honum?” Ryder varð harður á svipinn og var auðséð að það var fjarri skapi hans að láta undan. “Nei, jafnvel ekki þó eg hefði fullkomnar sannanir þarna í skúffunni,” sagði hann. “Hafið þér fullkomnar sannanir þarna við hendina?” spurði hún. “Eg sagði, að jafnvel þótt eg hefði þær, þá gæti eg ekki snúist gegn þeim mönnum, sem verið hafa vinir míhir. Þér vitið, að þannig getur maður ekki hagað sér, hvorki í stjóm- málaflokkum né félagslífinu yfirleitt.” Hann brosti til hennar og leit út fyrir, að hann væri aftur kominn í gott skap. “ Svo þetta er þá alt pólitík,” sagði hún. “Það segja blöðin líka. En þér álítið að hann sé saklaus og þér hljótið að hafa einhverja á- stæðu fyrir þeirri skoðun yðar.” “Ekki endilega—” “Þér sögðuð, að þó þér hefðuð fullkomnar sannanir fyrir sakleysi mannsins, þá gætuð þér ekki látið þær uppi vegna vina yðar. Það sýn- ir, að þeim ríður á að hann sitji ekki lengur í dómarasæti—” hún hætti að tala og hlór, en ó- eðlilega þó. “Eg held næstum, að þér séuð að gera gabb að mér og að þér hafið gaman af að sjá hve langt þér getið leitt mig. Eg býst ann- ars við, að Rossmore dómari eigi skilið að verða fyrir þessari meðferð; eg er viss um, að hann á það skilið.” Hún stóð upp og gekk þvert yfir herbergið til að hylja tilfinningar sínar. Ryder veitti henrii nánar gætur. “Þér takið yður þetta furðulega nærri, stúlkan mín.” “ Ó, fyrirgefið,” sagði Shirley og reyndi sem bezt hún gat að vera glaðleg og hylja tárin, sem voru í augum hennar. “Tilfinningar mín- ar eru nokkuð næmar og þær hafa oft gert mér óþægindi. Eg hefi meðlíðun með þessu fólki og þessari vonlausu ást. Faðir stúlkunnar er ofsóttur af pólitiskum glæframönnum, og fað- ir piltsins er tilfinningalaus grópamaður. Þetta varð mér ofurefli rétt í bráðina og eg gleymdi hvar eg var stödd. ” * Hún hallaði sér upp að stólnum og skalf eins og hrísla. Rétt í því var barið að dyrum og Jeffeson kom inn. Hann veitti Shirley ekki eftirtekt, enda sneri hún baki við honum, en gekk beint til föður síns og heilsaði honum. “Þú sagðir mér að koma eftir fimm mín- útur,” sagði hann. “Eg kom bara til að—” “Miss Green,” sagði Ryder eldri og gaf því engan gaum, sem sonur hans sagði, “þetta er sonur minn, Jefferson, og þetta er Miss Green, Jeff. ” Jefferson leit í áttina til stúlkunnar og það var eins og hann væri negldur niður við gólfið, og gæti ekki hrært legg eða lið. Hann gat ekki komið upp nokkru orði, svo mikið varð honum um þetta. Hann náði sér þó fljótlega aftur og sagði: “Já, Shirley Gtreen, rithöfundurinn,” sagði Ryder eldri og tók ekki eftir því, hvað syni hans varð mikið um þetta. Shirley gekk til Jeffersons og rétti honum hendiía. “Mér er milril ánægja að kynnast yð- ur,” sagði hún uphátt, en í hálfum hljóðum sagði hún: ‘ ‘ Gættu þín nú; þú mátt ekki bregð- ast mér.” Jefferson var svo utan við sig, að hann sá ekki útrétta hendina. Hann gat ekki annað gert en standa þarna og horfa á Shirley og föð- ur sinn til skiftis. “Því tekur þú eklri í hendina á henni?” sagði faðir hans. “Það er víst alveg óhætt, hún meiðir þig ekki. Miss Green ætlar að skrifa dálítið fyrir mig, svo við njótum þeirrar ánægju að sjá hana oft. Það er slæmt, að þú skulir vera að fara burtu.” “Eg kem einmitt,” sagði Jefferson, “til að segja þér, að eg hefi skift um fyrirætlun. Þú vildir ekki að eg færi, og mér finst eg ætti að gera eitthvað til að þóknast þér.” “Nú ertu góður drengur og talar éins og skynsamur maður,” sagði faðir hans. Síðan sneri hann sér að Shirley, sem var í þann veg- inn að fara, og sagði: “Jæja, Miss Green, við lítum þá á þetta eins og afgert. Þér _ vinnið þetta verk fyrir þá borgun, sem eg hefi nefnt, og ljúkið því eins fljótt og þér getið. Þér verð- ið auðvitað að sja mig oft og spyrja mig um ýmislegt þessu viðvíkjandi, svo eg held bezt væri fyrir yður að vera hérna meðan þér eruð að vinna þetta verk. Konan mín getur látið yður hafa svo sem tvö herbergi, þar sem þér getið verið út af fyrir yður og í næði og þá hafið þér alt þægilega við hendina, sem þér þurfið á að halda. Hvernig lízt yður á þetta?” Shirley svaraði ekki alveg strax. Hún leit fyrst á Ryder og svo á son hans og svo á skrif- borðið, þar sem bréfin voru geymd. Síðan svaraði hún: “Eins og yður sýnist, eg er ánægð með að vinna verkið hér.” Ryder eldri fylgdi henni til dyra og kvaddi hana hæversklega. XIII. KAPITULI. Shirley byrjaði á þessu nýja verki tveimur dögum eftir að hún átti tal við Ryder. Hún hafði komlið heim til sín, þá um kveldið, næstum niðurbrotin af andlegri áreynslu. Það sem fyrir hana hafði komið um daginn, var svo undarlegt, að henni fanst það naumast geta verið raunverulegt. Það var því líkast, að þetta væri bara draumur. Ferðalagið á stræt- isvagninum, sem var alveg óvanalegt. Yiðtalið við Ryder á skrifstofu hans, fundur bréfanna frá föður hennar, verkið sem hún hafði tekið að sér, að semja æfisögu Ryders, og þá ekki sízt það, að nú átti hún að flytja á heimili hans og búa þar um tíma — alt þetta var svo undar- legt og óvanalegt, að hún átti mjög erfitt með að átta sig á því og henni lá við að halda, að hún væri kannske að missa vitið. En þetta var engin ímyndun eða hugar- vingl. Næsta dag fékk hún bréf með póstinum frá Mrs. Ryder og í því stóð, að maðurinn sinn vildi helzt að hún byrjaði á verkinu sem fyrst og að herbergin yrðu til fyrir hana næsta dag. Shirley hikaði ekki. Það var að óllu leyti æskilegt fyrir hana, að geta um tíma átt heima í húsi Ryders, því henni fanst að líf föður síns væri undir því komið, að hún næði þessum tveimur bréfum, og nú fanst henni, að líkumar væm til að þetta mundi hepnast. Hún skrif- aði þegar móður sinni, og sagði henni, að hún mundi verða lengur að heiman heldur en hún hefði búist við. Einnig skrifaði hún Stott, og ragði honum ljóslega frá öllu, sem fyrir hafði komlið og þá fyrst og fremst því, að nú vissi hún hvar bréfin væm, því) hún hefði séð þau. Einnig sagði hún honum frá því verki, sem hún hefði tekist á hendur að vinna fyrir Ryder að vinna og næstu vikumar yrði hún á heirríili hans. Alt gengi betur heldur en hún hefði get- að vonast eftir, og það liti út fyrir, að ráð þeirra ætluðu að hepnast vel. Það fyrsta, sem hún reyndi að gera, eftir að hún kæmi á heimili Ryders, yrði auðvitað það, að reyna að ná bróf- unum, og strax Iþegar hún næði þeim, skyldi hún senda honum þau, svo hann gæti lagt þau fyrir þingnefndina, sem væri að fást við mál föður hennar, sem allra fyrst. A heimili Ryders var henrii ágætlegal tekið. Ráðskonan kom ofan til að taka á móti henni og fylgja henni til herbergjanna, sem henni vom ætluð. Þau vom þrjú, skrifstofa, svefn- herbergi og baðherbergi; þau vom ekki við- hafnarmikil, en prýðis lagleg. Strax þegar Shirley var komin til herbergja sinna, kom Mrs. Ryder þangað til að heilsa henni. “Nei, er það mögulegt að þér, svona kom- ung stúlka, hafið getað ritað bók, sem vakið hefir svona afar mikla eftij’tekt? Það er nokk- uð, sem eg gæti ekki gert. Það mesta, sem eg get skrifað, eru sendibréf, og þau em oftast eitthvað öðru vísi en þau ættu að vera.” “Það var ekki svo erfitt,” svaraði Shirley. “Það er efni bókarinnar, sem því veldur, frek- ar en hitt, að hún sé svo sérlega vel skrifuð. Það er svo ósköp mikið talað um stórgróða- menriina og aðferðir þeirra við að græða fé. Allir eru að hugsa um þetta og tala um þetta og það er einmitt aðal efni bókarinnar, og þes-s vegna er svo mikið um hana talað.” Jafnvel þótt þessi bók væri nokkurs konar árás á manninn hennar, þá dáðist þó Mrs. Ryder í hjarta sínu að kjarki og einurð þessarar stúíku, sem þorði að segja sannleikann, hver sem í hlut átti. Þarna var andlegt þrek, sem hana hafði sjálfa alt af tilfinnanlega skort. Henni þótti í raun og vera vænt um að sjá, að það vom til konur, sem höfðu sjálfstæðan vilja og þrek og létu ekki bugast af yfirgangi ráð- ríkra manna. “Mig hefir alt af langað til að eiga dótt- ur,” sagði Mrs. Ryder. “Ósköp mundi eg hafa mikla ánægjri af því, ef eg ætti dóttur á vðar aldri og mætti hafa hana hjá mér.” Svo skifti hún alt í einu um umtalsefni og sagði: “Eru foreldrar yðar í New York?” Shirley stokkroðnaði, en til þess að láta ekki á því bera, grúfði hún sig yfir opna fatakist- una sína. Shirley óttaðist að fleiri samskonar spurn- ingar mundu koma á eftir, en það leit ekki út fyrir, að Mrs. Ryder kærði sig um að forvitn- ast meira um hagi hennar í þetta sinn, því hún spurði ekki frekar um þá. Þar á móti sagði hún: “Eg á son, en eg sé hann sjaldan. Þér verðið að kynnast Jefferson mínum. Hann er einstaklega skemtilegur drengur.” ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited OfSce: 6th Floor Bank ot Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST." - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af tslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Hafið þér eldsábyrgð? Þótt bér hefðuð enpra árið eem leið, þá Iþýðir það ekki, að þér þurfið ekki eldsábyrgð framvegis. Látið oss annast eldsábyrgð yðar. Penlngar til lána gegn fasteignaveCi I borginni eSa útjaBra borgum meB lægstu fáanlegum rentum. HOME SECURITIES LIMITED 468 MAIN STREKT Phone: 23 377 :: WINNIPEG. LEO. JOHNSON, Secretary. rSllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilIIlllIIIIIlHlllHlilIIlllIIIlllllllllllllllllllllllllllllll 1 Samlagssölu aðferðin. | Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar* jjj 5 afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega s =. lacgri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin E | hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að § É vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni = = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = jjj vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru | = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. | 848 Sherbrooke St. - ; Winaipeg.Maaitoba | TriiiiiiiiiiiliiiiiiiliiiiiiiiiiiiiHiMtiHiiiiimiiiHiiMiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiir: gRAID & MCQJRDY ALLAR TEGUNDIR BYGGINGA-EFNIS. Caen Stone, Denison Interlocking Tile, Port- land Cement, Luminite Cement, Hardwall Plas- ter, Plaster of Paris, Hydrated Lime, Lump Lime. Face Brick. Allar tegundir af Lath, Reinforcing Steel, Empire Wallboard, Building Papers, Magnesite Stucco, ásamt mörgu fleira. Ávalt bezti staðurinn að skifta við. Allar tegundir af sandi og möl fyrirligjjandi. Braid & McCurdy Builders Supplles 136 PORTAGE AVE. EAST. PHONES: 26 880 26 889 TILKYNNIN G Oss langar að geta þess við viðskiftamenn vora og almenn- ingí heild sinni, að vér höfum stofnað Sparsjóðsdeild, er borgar 4)4% á instðæufé, í sambandi við verzlun vora. Vér æskjum verzlunar yðar og bjóðum yður til tryggingar: UPRBORGAÐ HLUTAFJE ....... $6,000,600.00 EIGNIR OG VIÐliAGASJÓÐUR .... 7,400,000.00 A. R. McNICHOL LIMITED ‘ 800—802 Standard Bank BJdg. Phones 24 035 Winnipeg 80 388 “Eg sá hann í gær,” svaraði Shirley. “MaS- urinn yðar gerði okkur kunnug.” “Blessaður drengurinn. Hann hefir sína erfiðleika eins og aðrir,” sagði Mrs. Ryder. ‘ ‘ Hann elskar stúlku, en faðir hans vill að hann giftist annari stúlku, og þeim kemur illa saman út af því.” \

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.