Lögberg - 24.05.1928, Side 8

Lögberg - 24.05.1928, Side 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MAÍ 1928. Sjáið! Peningum yðar skil- að aftur og 10% að auki ef þér eruð ei ánœgðir með Robín Hood FIiOUR ABYGGILEG PENINGA TRYGG ING í HVERJUM POKA GEYSIR BAKARIIÐ 724 Sargent Ave. Talsími 37 476 Heildsöluverð nú .á tvíbökum til allra, sem taka 20 pund eða meira 20c. pundið, á hagldabrauði 16c. pundið. Búðin opin til kl. 10 e.m. Eftir miðja vikuna sem leið rigndi mikið í Winnipeg og annars staðir í Manitoba. Hefir, alhir jarðargróður síðan tekið afar- miklum framförum. Emil Luðvíksson, 626 Victor St., fór suður til Chicago síðastliðinn fimtudag, þar sem hann ætlar að dvelja við nám á Linotype-skóla í sumar. Mr. Karl Kristjánsson, sonur Friðriks Kristjánssonar bónda í Wynyradbygð, Sask., kom til bæj- arins í síðustu viku alfarinn frá New York, þar sem hann hefir stundað leiklist, bæði með Jóhann- esi Jósefssyni og öðrum ,— Hann fór vestur til föður síns á föstu- daginn var. Karl hefir ferðast með leikflokk sínum um öll Ban- daríkin og Canada og til Þýzka- lands og Paris. Dr. Tweed, tannlæknir, verður staddur í Árborg fimtudaginn þann 31. þessa mánaðar. Á föstudaginn í vikunni sem leið andaðist á Almenna sjúkra- húsinu hér í borginni, Mrs. Sig- ríður Sturluson frá Kandahar, Sask., 69 ára að áldri. Eftir hana lifir maður hennaiv Jón Sturlu- son, og fjórar dætur, Mrs. I. ólaf- son og Mrs. 0. Goodman í Winni- peg, Mrs. Björnson í Kandahar og Mrs. Davíðsson, Vancouver, B.C. Mánudagskveldið 1. maí lézt að heimili foreldra sinna, Stefanía Margrét, dóttir Dr. og Mrs. Páls- son í Elfros, ástsæl lítil stúlka, sem öllum var hlýtt til er hana þektu og var au&asteinn ástvin- anna. Hafði sjúkdómsstríð henn- ar verið þungt og sárt. Hún var jarðsungin af séra H. Sigmar frá heimilinu í grafreitnum að Elf- ro« miðvikudaginn 16. maí. Tvö kver eru nýkomin hingað, eftir Sigurbjörn Á. Gíslason, cand. theol: “Aðalmunur gamallar og nýrrar guðfræði” og Hegningar- húsvistin í Rvík”, bæði læsileg og hafa ýmsaf góðar hugvekjur að flytja og tímabærar. Kostar hið fyrnefnda 25c, en hitt 20 c., fást hjá S. Sigurjónssyni, 724 Bever- ley str., -og í bókabúð O. S. Thor- geirssonar í Winnipeg. TIL SÖLU Gþevrolet Superior Touring Car, sama sem nýtt að öllu leyti, og sömuleiðis “garage”. Verð $600. Sími: 88 737. J. Stefánsson, 618 Agnes St. Sunnudaginn 27. maí (hvíta- sunnu) fer fram ferming að Moun- tain kl. 11 f.h. og að Gardar kl. 3 e.h. Einnig almenn altarisganga við báðar messurnar. — Sama sunnudag messar séra N. S. Thor- lakssori í Vídalínskirkju kl. 11 f.h. og í Péturskirkju kl. 3 e. h. Allir boðnir og velkomnir. H. S/. ?• Magnússon á bréf á .skrif- stofu Lögbergs. TIL LEIGU 3 herbergi, hentug fyrir smátt húshald. Fæði ef ósk- að er. Einu herberginu fylgir stórt Sleeping Balcony. 207 Mary- land St. Sími 33 189. ARÍÐANDI AUGLÝSINGAR. Föstudaginn 25. maí—'Opinber ar spurningar, Wynyard kl. 8 e.h. Laugard. 26. maí—Opinberar spurningar, Elfros kl. 8 síðd. Sunnudaginn 27. maí—Ferming og altarisganga að Elfros, kl. 11 árd. stundvíslega. Sérstök sam- skot fyrir heiðingjatrúboðið. — Ferming og altarisganga að Wyn- yard, kl. 3 síðd., og sérstök sam- skot fyrir heiðingjatrúboéið. — Guðsþjónusta að Kandahar, kl. 7.30 síðd.; sérstök samkot fyrir heiðingjatrúboðið. Þriðjud. 29. maí — Kennara- fundur að Wynyard kl 8 e.h. Fimtud. 31. maí —Söngæfing að Wynyard, kl. 8 síðd. Fjölmennið á allar þessar guðs- þjónustur og fundi. Allir velkomnir, hjartanlegast, Carl J. Olson. Síðastliðinn mánudag, klukkan 3 síðdegis, lézt á Almenna qjúkrahúsinu hér í borginni, frú Guðlaug Fredrickson, ekkja Jóns Vídalíns Fredricksonar, 67 ára að aldri, hin mesta ágætis og mynd- arkona. Var hún móðir íþrótta- kappans góðfræga, Franks Fred- ricksonar, og þeirar systkina. — Jarðarförin fer fram í dag, fimtu- dag, 24. maí, frá Fyrstu lútersku kirkju, kl. 2 e. h. Hinnar fram- liðnu verður nánar minst síðar. Mr. B. P. ísfeld frá Gimli, var staddur í borginni um miðja fyrri viku. ICELANDIC CHORAL SOCIETY OF WINNIPEG — and the — _ FIRST LUTHERAN SUNDAY SCHOOL and CANADIAN LEGION ORCHESTRAS TUESDAY EVENING, MAY 29,1928 FIRST LUTHERAN CHURCH, Victor St. Commencing at 8.30. Admlssion 50c. |3 B-Cjjmj 1. 2. 3. 4. 5. 6. ri 7. 8. 9. 10. |3rcrgramme: O, Canada! Orchestra—Overture, “Pique Dame”......Franze Von Suppé Chorus íBold Turpin ..............J. f. Bridge, Mus. Doc. Orchestra—“Morris Dance”.................. Tertius Noble (from “Yörk Pageant”) Chorus—ýa) Goin' Home ..................... Anton Dvörák (b) The Snow ..................... Edward Elgar with Violin parts. Ada Hermanson. Fjóla McPhail. Richard Seaborn. Arnold Johnston. Edwin Walker. Leo Oddson. Orchestra—Selection from “The Gondoliers” .. A. Sullivan Chorus—(a) The Sailor’s Grave.........'..... J. H. Gower (b) The Bells of St. Michaels Tower— _ ___ .. .. ________________Sir R. P. Istewart ,Mus. Doc. Orchestra—“In a Persian Market”......... Albert Ketelbey Chorus—(a) Sjáið hvar aólin hún hnígur .... Sigfús Einarsson (b) Stormur lægist ...... .......... Oscar Borg (c) Hló við í austurátt........B. Guðmundsson. Orchestra—Overture. Prometheus.........L. von Beethoven Chorusi—The Storm .......,................ Roland Rogers Eldgamla ísafold. God Save the King HALLDÓR THOROLFSON, Conductor Choral Society. BJÖRG V. ISFELD, Accompanist Choral Society STEFÁN SÖLVASON, Conductor Orchestra. LAND TIL SÖLU. Ágætt heyskaparland, sex og hálfa mílu frá járnbrautarstöð og( skóla, við Manitobavatn, rétt við hina frægu veiðistöð, Sandy Bay, fæst til kaups nú þegar, með á- gætum kjörum. Landið er sérlega vel fallið til kvikfjárræktar. — Upplýsingar veitir, B. P. ÍSFELD, Gimli, Man. TIL SÖLU. Ný rjómaskilvinda, með vægum borgunarskilmálum, ábyrgst að endast vel. Hefir meiri skilhraða, en nokkur önnur tegund. Gef sanngjarnt verð *fyrir brúkaða. Einnig hefi eg þvottavél með vindu og gasáhaldi. Slík vél er nauðsynleg á hverju heimili. — Leitið upplýsinga nú þegar. G. S. Guðmundsson, Árborg, Man. GJAFIR TIL J. R SKÓLA. Stef. Arngrímsson, Mozart $5.00 J. H. Hannesson, Cavalier 10.00 Hlír Johnson, Langruth .... 5.00 Mrs. Valg. Erlendsson, Rvík, Man., safnað og gefið .... 12.00 Friðrik Jónsson, Hensel N.D. 5.00 Ásbj. Sturlaugson. Svold, N.D. 5.00 Rev. Pét. Hjálmsson, Mark- erville, Alta..—......... 5.00 Brandon söfn...............15.00 Mrs. Guðr. Erikson, Brandon 5.00 Fyrir þessar gjafir vottast al- úðar þakklæti. . , „ S. W. Melsted, gjaldk. R O S 1? Theatre « Miðvikud. og Fimtud LOIS MORAN og EDMUND LOWE, í Publicity Madness HEIDINGJ ATRÚBOÐIÐ. Kæra safnaðar- og bygðarfólk í Saskatchewan! Sízt af öllu megum við gleyma þessu mesta velferðarmáli kirkj- unnar. Enn þá kemur hið guð- dómlega boð til vor allra: “Farið og gjörið allar þjóðir að lærisvein- um”. Að ganga fram hjá þessu boði, eða að skella skolleyrum við því, væri hið sama og að rjúfa sambandið við leiðtogann mikla, eða gjörast liðhlaupar í hinum sigursælu hersveitum hans. Það vill auðvitað enginn kristinn mað- ur gjöra. Kæru vinir! styrkið þetta göfuga málefni eftir megni og látið ríflega af hendi rakna, þegar samskota verður leitað þessa næstu sunnudaga. Vinsamlegast, Carl J. Olson. Föstud. og Laugard. 'RIN TIN TIN í Hills of Kentucky “THE WISE CRACKERS” Gaman Æfintýr Sérstakt Laugard. e. h. Vestanlands Myndir TOM TYLER í THE COWBOY MUSKETEER Fimtudag 24. Maí Opið klukkan 1 Hr. Halldór Sigurðsson, bygg- ingameistari, er nýkominn til borgarinnar sunnan frá San Francisco, Cal., þar sem hann hefir dvalið um hríð. Athygli skal hér með dregin að auglýsingunni um hljómleika þá, sem Icelandic Choral Society, hljóðfæraflokkur sunnudagsskóla Fyrstu lút. kirkju og Canadian L gion, efnir til í kirkjunni þriðju dagskveldið þann 29. þ..m Verður þar vafalaust um eina þá allra ánægjulegustu söngskemtun að ræða, sem haldin hefir verið hér í borg í háa herrans tíð. Aðgang- ur kostar 50 cents. Fyrsta hefti af 34. árg. Eimreið- arinnar, er nýlega til vor komið. Fjölbreytt að efni og skemtilegt, eins og innihaldið bendir til, en það er á þessa leið: Við þjóðveg- inn (,með 7 myndum); Oddur Oddsson: Skreið (með mynd); Einar H. Kvaran: Reykur (saga); Richard Beck: Bókmentaiðja ís#- lendinga í Vesturheimi (með 7 myndum), niðurl. næst; Jón Magn- úss: Gestir Tkvæði); Einar Þor- kelsson: í Furufirði (saga með mynd) ; Helgi Péturs: íslenzk guð- fræði; Þorsteinn Jónsson: Dagg- ir 'kvæði); Matth. Þórðarson; Ganymedes (með 2 myndum); Anthony Trollope: Glosavogur, ("aga), framh.; ólafur ísleifsson: Hrifhygð. Ritsjá. Alt er þetta margbreytta efni hið læsilegasta, en sérstakjega mun Vestur-íslendingum forvitni á að sjá ritgerðina eftir Dr. Beck, því flestum er svo varið, að þeir vilja gjarna sjá og heyra það sem sagt er um sjálfa þá og þeirra störf. í þessu hefti er að eins fyrri hluti ritgerðarinnar, úm blöð og tímarit, sem Vestur-ís- lendingar hafa gefið út, alt frá því að “Framfari” hóf göngu sína norður við Islendingafljót 10. september 1877. Mrs. G. F. Jónasson frá Win- nipegosis, Man., var skorin upp á St. Boniface spítalanum síðast- liðinn þriðjudag. Dr. Fahrney gerði uppskurðinn, sem oss er sagt að hafi hepnast vel. Séra Jónas A. Sigurðsson frá Selkirk, sat fund heimfararnefnd- arinnar hér í borginni fyrri part vikunnar. Soffía Olafsson, 9 ára gömul stúlka, dóttir dóttir Mr. og Mrs. Olafur Olafsson í ^ Selkirk, vann fyrstu verðlaun á hljómlistarsam- kepni þar í bænum, fyrir einsöng í flokki stúlkna frá 7 til 10 ára. Fréttir af háskólaprófunum í Manitoba, verða að bíða næsta blaðs, sökum þrengla. VEITIÐ ATHYGLI. Ákveðið hefir verið, að The Scandinavian Bell Ringers, efni til hljómleika í Fyrstu lút. kirkju þann 8. júní næstkomandi. Eru hljómleikamenn þeir, er hlut eiga að máli, sagðir að vera heims- frægir. Höfum vér séð mikið af ritdómum um list þeirra í Banda^ ríkjablöðum, er allir ganga í sömu átt, að láta í ljós óblandna ánægju yfir meðferð listamann- anna á hlutverkum sínum. Að- gangur kostar 75c. Nánar í næsta blaði. Heimferðarnefndin hélt fund á mánudaginn og þriðjudaginn í yf- irstandandi viku. Er oss sagt, að einhvers konar yfirlýsing muni birtast frá henni í næstu blöSum. MESSUBOÐ. Séra Jónas A. Sigurðsson, prest- ur Selkirk safnaðar, tilkynnir, að klukkan 10.30 fyrir hádegi á hvíta- sunnudag, fari fram ferming í kirkju safnaðarins, en að kveld- inu klukkan 7, verði haldin guðs- þjónusta, ásamt altarisgöngu. — Allir velkomnir. Dr. B. J. Brandson, afhenti fyr- ir hðnd læknadeildar Manitoba- háskólans, læknum þeim öllum, er útskrifuðust í ár, prófskírteini þeirra á móti því hinu mikla, er háskólaráðið stofnaði til á Walker leikhúsinu í vikunni sem leið. — Alls munu um f jörtutíu læknanem- nemendur hafa útskrifast þessu sinni. Séra Rúnólfur Marteinsson var vestur í Asgyle um helgina sem leið og prédikaði þar í prestakalli séra K. K. Olafsonar, en hann heimsótti þá um helgina íslend- inga, sem búa í grend við Sin- clair, Man. Á sunnudaginn kemur, hvíta- sunnudag, fer fram fermingar- guðsþjónusta í Fyrstu lút. kirkju kl. 11 að morgninum, en altaris- guðsþjónusta kl. 7 að kveldinu. Þeir herrar Gunnar B. Björns- son frá St. Paul, Minn., og Guðm. Grímsson frá Rugby, N. D., voru staddir í borginni fyrri part yfir- standandi viku, og sátu fund heimfararnefndarinnar. Professor og Mrs. Th. Thor- valdson frá Saskatoon, hafa ver- ið stödd í borginni undanfarna daga. Er prófessorinn að sækja fund, sem Royal Society of Canada er nú að halda hér í borginni. Dr. Thorvaldson hefir að undan- förnu verið að rannsaka hvernig gera mætti steinsteypu þannig, að ekki sé hætta á að hún bili. Hefir Dr. Thorvaldson haldið fjo’irlestra um rannsóknjr sínar á fundum hins fyrnefnda vísindafélags und- anfarna daga, og hefir honum orðið mikið ágengt í'þessu efni. TORONTO MINING STOCK Stobie-Furlong-Mathews) MAY ^2nd, 1928. Open Hlgh 307 21 345 97 142 3% 310 22 345 98 143 3% 940 13 27% 1570 99 Abana ........ Aconda ...... Amulet ...... Bidgood ./..... Central Man. . Columbus K. Dome/.......r ••••.' 940 Gold Hill ...... 12% Gran. Rouyn .... 27% Hollinger ......'1550 Howey ............ 97 H. B. M. & S. ....1865 1865 Jack Man......... 83% 84 Kootenay Fl. ...* 31% 32 Macassa ......... 40 40 Noranda .........2545 2550 Pend OreiIIe......1750 1750 San Antonio...... 60 50 Sud Baain........• 990 993 Sudbury Cont..... 28 28 ag Rher. Gordon .... 590 590 Teck Hughes ____.1050 1055 Tough Oakes ... 30 31 Close 500 2Í 335 93% 133 3% 910 12 26 1525 95 1840 80 31 38 2410 1710 47 980 27 575 1020 29 Fréttir úr öllum áttnm. í næsta mánuði ganga úr gildi sayiningar milli Canada og Bandaríkjanna, sem gerðir voru þegar Hon. Root var utanríkis- ráðherra og Hon. James Bryce sendiherra Breta í Washington, og voru samningarnir undirskrifað- ir af þeim. Nú verða þessir samn- ingar endurnýjaðir og umbættir að einhverju leyti, en nú er sá munur á orðinn, að þeir verða ekki undirskrifaðir af sendiherra Breta, heldur af sendiherra eða umboðs- manni Canada í Washington. * * * ‘1Ef England verður einhvern tíma leitt á okkur, þá getur vel verið, að maðurinn minn og eg förum til Canada og förum að e:£a þa.r heima, því þar leizt okk- ur svo einstaklega vel á okkur.” Þetta sagði Mrs. Stanley Bald- win, forsætisráðherrafrú á Eng- landi við skólastúlkur, sem hún var að tala við í London. Hún hvatti þær óhikað til að fara til Canada, því “það er hvergi betra að vera, en þar, fyrir ungt, gift fólk, og ef stúlkurnar velja sér góða menn og búa í Canada, þá þekki eg ekkert, sem nær kemst sæluvistinni í paradís.” * * * Eitur gas, samskonar og notað var í stríðinu, hefir orðið ellefu mönnum að bana í Hamborg á Þýzkalandi, og fimtíu voru veikir nú um helgina sem leið G^sgey™- irinn, þar sem þetta eiturgas var THE WONDERLAND THEATRE Fimtud. Föstud. Laugard. þessa viku, Thats My Daddy RtðlMALO. OENN1 M*f4fT Mtt) #D«lOuf" \ .*• OUR GANG COMEDY: RAINY DAYS Trail of Tiger 5. þáttur. FELIX THE CAT %■ Sérstakt gaman laugardags ífti eftirmiðdfTg Mánud. Þriðjud. Miðv.d. 28., 29. og 30. maí .... AÐ EINS 3 DAGA JOHN_91LB [ADOMB « MrTmJ7rUri//irmMa%Æem — . 1 geymt, bilaði og gasið dreifði sér yfir borgina og vakti ákafa hræðslu, eins og við mátti búast. Fréttin segir, að líklegt sé að ekki verði meira tjón að þessu, því vindur og regn hafi dreift eitur- gasinu og hafi veðrið orðið til þess að varna því, að meira tjón yrði að.. ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem þsssl borg hefir nokkum tiin» haJt innan vébanda siuna. Fyrirtaka málttClr, «kyrs pönnu- kökui, ruilupyllsa og þjöBrsaknta- kaffl — Utanbæjarmenn f& eé. avalt fyrat hresslnpru á WIJVELi CAFE, B»2 Sargent Are 3Imi: B-3197. Rooney Stevens, eig&ndi. Notið Martin-Senour Pure Linseed Oil SHINGLE PAINT Hvert gallon tekur yfir stærra svæði, helst miklu lengur eins og nýtt, heldur en nokkurt ann- að mál. Reglulega gott mál úr 1 góðri linseed olíu og gððum litum. 179 NOTRE DAME EAST Simi:, 27 391 A Strong, Reliable Business School MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909 It will pay you again and again to train in Win- nipeg where employment ls at its best and where you can attend the Success Business College whoee graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can steþ right from school into a good position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. HÆGT AÐ EIGNAST Daglegar byrgðir af ís alt sumarið, og góður kæliskápur fyrir 10 litlar afborganir. Kynnið yður verð vort. ,lvARCTIC.. ICEsFUELCaim_ 439 PORTACE Oreositt Hudson's PHONE 42321 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg Póstpantanir. Vér önnumst nákvæmlega pantanir með pósti, hvert sem eru meðul, patent meðul, togleður vörur, áhöld fyrir sjúkra herbergi eða annað, með sama Verði og 1 borginni. Kynni vor við Islendinga er trygg- ing fyrir sanngjörnum vlðskiftum. THE SARGENT PHARMACY, LTD. Sargenit & Toronto - Winnipeg Slmi 23 455 Úrvals Canadiskar varphæn- ur. Þúsundum ungað út viku- lega af reyndum, stjórnarvið- urkendum tegundum. Eggja- hanar frá 313—317 skrásettir í útungunarvélum vorum. 100 per cent. ábyrgst að hafi útung- unaregg. Incubators og Brood- ers. Komið eða skrifið eftir gefins verðskrá, til Alex Tayloris Hatchery 362 Furby St. Wpg. Sími 33 352 CARL THORLAKSSON úrsmiður Ákveðið metverð sent til yðar samdægurs. Sendið úr yðar til aðgerða. — Hrein viðskifti Góð afgreiðsla. THOMAS JEWELRY CO. 666 Sargent Ave. Winnipeg Talsími 34 152 ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú fer að líða að vorflutning- um og er þá tryggast og bezt að leita til undirritaðs. JAKOB F. BJARNASON 662 Victoj St. Sími 27 292 A. SŒDAL , PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperjianging and Calsomining. 407 Victor St. Phone 34 505 Baby Chlcks Stórt, hreinlegt og gott pláss fyrir hænuunga. Frá 56 beztu teg- undum í Manitoba komu 51,000 egg í raf-útungunarvélum vorum. Hænuungar tilbúnir að sendast burtu strax. Ábyrgst, að 100% komi lifandi. Hvít og brún Leghorns,. Mottled Anconas: 25 50 100 $4.50 v $8.50 $16.00 Barred Rocks, Single or Rose Comb, R. I. Reds, White Wyan- dottes, Black Minorcas, Buff Orp- ingtons: 25 50 100 $5.00 $9.50 $18.00 ÍPantið samkvæmt þessari aug- lýsingu, eða skrifið eftir verð- lista. Hambly Electric Hatchery. 601 Logan Ave., Winnipeg, Man. BUSINESS COLLEGE, Limlted 385Ví Portage Av«. — Winnipeg, Man. í525ES2SH525H5HSH5ÍSHS2SS51SSZ5?SS5B5H525H5SSHSHS2S25ES2SZ5HSiSaSES $ £ £ S a a S S Tals. 80 623. Heimili: 88 026 C. J0KNS0N 675 Sargent Ave. Umboðsm. fyrir Hecla Furnace Allar viðgerðir gerðar. Áætlanir gerðar yður að kostnaðarlausu. Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða taekifæri aem er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Islenzka töluð í deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B 6151. Robinson’s Dept. Store, Winnineg

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.