Lögberg - 21.06.1928, Síða 4

Lögberg - 21.06.1928, Síða 4
I Bl*. 4 íáöGBERG, FIMTUDAGrNN 21. JÚNl 1928. Jögbtrg Geíið út hvern Fimtudag af Tke Col- tnnbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tftlskaan W-6S27 N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Otanáskrih til blaSnna: THE COIUMSI^ PHE8S, Ltd., Box 317*. Wnnlpog. M*n. Utanáakrih ritstjórsns: EDtTOR LOCBERC, Box S17S Winnlp.g, R|m. VerS $3.£3 um árið. Borgist fyrirfram Tb* "Lögber*" U prlnted and pubUabed by Tb* OolumbU Preea, LámiteJ. ln th* CoJumbU •uildint, «»6 Sargent Av*. Wlnnlpeg, Mnnltobu. y-—■ • - ..... .. * Herbert C. Hoover. Á hinu mikla og nýafstaðna flokksþingi Republicana í Bandaríkjunum, er haldið var í Kansas City, hlaut Herbert C. Hoover, verzl- unarmála ráðgjafi Coolidge stjórnarinnar, út- nefningu sem forsetaefni af hálfu flokks síns, við forsetákosningar þær, er fram eiga að fara í öndverðum nóvembermánuði næstkqmandi. Útnefning þessi kom víst fáum á óvart, þótt menn hins vegar muni tæipast hafa átt þess von, að Mr. Hoover hlvti nægan meirihluta við fyrstu atkvæðagreiðslu á útnefningarþinginu, sem þó varð' raunin á. Mun það nokkuð hafa hjálpað til, að svo að segja á síðustu stundu, dró einn af megin keppinautum hans, Mr. Low- den, fyrrum ríkisstjóri í Illinois, sig í hlé. Herhert C. Hoover, er eigi að eins fvrir löngu þjóðkunnur maður innan vébanda þjóð- ar sinnar, heldur og út um allan hinn mentaða heim. Mr. Hoover, sem nú er fimtíu og átta ára að aldri, er af fátæku foreldri kominn. Var faðir hans járnsmiður í smáþorpi einu, er West Branch nefnist, er í raun og veru var lítið ann- að en lítilfjörleg jámbrautarstöð við Rock Island járnbrautina milli Cedar Rapids og Bur- lington. Og þar fæddist hinum fátæka jám- smið sveinn sá, sem nú mun mega telja miklar líkur til, að verði næsti forseti Bandaríkjanna. Aður en Herbert C. Hoover, hafði náð átta ára aldri, misti hann foreldra sina, og var tek- inn í fóstur af velviljuðum ættingjum í karl- legg. Var hann snemma látinn vinna fvrir Iífs- viðurværi sínu sjálfur, ýmist á bændabýlum, eða þá í námum. Kom brátt í Ijóö hjá honum viljafesta og eindreginn ásetningur um það, að brjótast til náms og spila síðan upp á eigin spítur, eins fljótt og því frekast yrði við komið-. Að loknu alþýðuskóla «g miðskólanámi, lagði Mr. Hoover út á háskólanáms hrautina, og lauk eftir fjögra ára nám, prófi í verkfræði með hin- um ágætasta vitnisburði. Lagði hann sérstaka áherzlu á námafræði, og kom sú þekking honum síðar að góðu haldi. Skömmu eftir að Mr. Hoover útskrifaðist af Leland-Stamford háskólanum í Californíuríki, tók hann að gefa sig við námaiðnaði og starf- rækslu námafélaga, eigi að eins í Bandaríkjun- um, heldur og jafnframt í Kína og Ástralíu. Voru það mestmegnis brezkir fésýslumenn, er stofnað höfðu fyrirtæki þessi', búsettir í Lund- únum, og réðu þeir Mr. Hoover í þjónustu sína með þeim skilyrðum, að hann hefði húsetu í Lundúnaborg. Dvaldi hann þar allmörg ár, og þar var hann staddur í bvrjun heimsstyrjald- arinnar miklu. Var hann þegar það ár, skipað- ur formaður nefndar þeirrar, er Bandaríkja- stjórn stofnaði til, með það fyrir augum, að líkna þjáðu og* aðframkomnu Belgíufólki, er ráðþrota stóð uppi sökum yfirgangs hinna þýzku hersveita, er æddu yfir landið. Svo mikla athygli vaktí Mr. Hoover á sér fvrir hagsýni og ráðdeild í starfi þessu, að um þær mund- ir, er Bandaríkin fóru í stríðið, á hlið samherja, þá skipaði Woodrow Wilson forseti hann vista- stjóra fyrir hönd þjóðar sinnar. En að loknum ófriði, réðu bandaþjóðirnar hann sem vfirum- sjónarmann vista, meðal þjóða þeirra, er harð- ast voru leiknar af völdum ófriðarins, eigi að eins í Norðurálfunni, heldur og meðal ýmsra Austurálfuþjóða. Varð hann heimsfrægur mað- nr fyrir afskifti sín af þeim miklu mannúðar- málum. Þótt Hevbert C. Hoover, hafi alla jafna tal- ist til Republicana flokksins, þá hefir hann þó í rauninni aldrei verið reglulegur flokksmaður, í hinni venjulegu merkingu þess orðs. Hann hefir verið víðsýnni en svo, að hann gæti sætt sig við að vera settur eins og mynd í ramma. ,Mun honum að jafnaði hafa legið það nær, að Hta á málin frá sjónarmiði heimsborgarans, en Bandaríkjamannsins, þótt vafalaust sé hann einlægur og sanmir sonur þjóðar sinnar engu að síður, nema betur sé. Herbert C. Hoover er, að dómi þeirra, er bezt til þekkja, þéttur á velli og þéttur í lund, laus við tildur, eða annan ytri hégóma, en auð- ugur af þeim hyggindum, er í hag koma. Myndi því hag Bandaríkjaþjóðarinnar tvíinæla- laust verða vel borgið, undir handleiðsln hans sem forseta. 1 ávarpi sínu til útnefningarþingsins í Kan- sas City, lagði Mr. Hoover mikla áherzlu á jöfnun og lækkun skatta, auk þess sem hann hét vínbannslöggjöf þjóðarinnar eindregnu fyigh Auðmðnnunum í Wall Street, er kalt til Mr. Hoovers, og gerðu þeir alt, sem í þeirra valdi stóð, til að fyrirbyggja útnefningu hans. Til- raunir þeirra mistókust við útnefninguna, og þær sennilega mistakast á ný, við kosningamar í haust. Emmeline Pankhur9t. Látin er nýverið í Lundúnum, Mrs. Emme- line Pankhurst, kvdnréttindakonan heimsfrægö, er um langt skeið háði snarpari sennu fyrir jafnrétti sinna brezku kynsystra, til mots við karlmenn, en nokkur önnur kona í sögu hinnar brezku þjóðar, og vanst meira á. Líf hennar var sigling um brimað baráttuhaf, að heita mátti í heilan mannsaldur. Væri björgunarbát- ur ekki við hendina, var tafaralust gripið til sunds, hvað sem lendingarskilyrðum leið. Mrs. Pankhurst sótti mál sitt af kappi, og fann þessvegna eigi ávalt náð í augum þeirra, er með völdin fóru í það og það skiftið. Þess vegna var hún tvisvar hnept í varðhald, er brezkum vald- höfum þótti hún gengið hafa helzti langt í kröf- um sínum. Slík saga er ekki ný, — hún er endurtekin æfisaga annara umhótaforingja á sviði mannfélagsmálanna. Mrs. Emmeline Pankhurst, var komin fast að sjötugu, er hún lézt. Hún var bjartsýn bar- daga hetja, er á málstað sinn treysti til hinstu stundar. Tiltölulega fáum foringjum, auðnast að sjá jafn glögglega í lifanda lífi, ávexti iðju sinn- ar og Mrs. Pankhurst auðnaðist. Rétt áður en á nornakertinu sloknaði, sá hún fegursta draum sinn rætast, — drauminn um fullkomið póli- tískt jafnrétti karls og konu á Bretlandi hinu mikla. ódáinsgróður sprettur upp af æfistarfi þeirra karla og kvenna, er líf sitt helga lýðrétt- indabaráttunni, svo sem Mrs. Emmeline Pank- hurst gerði. Sannleikurinn og Ragnar E. Kvaran. 1 síðustu Heimskringlu veýtist séra Ragn- ar E. Kvaran, að Emile Walters listmálara, þar sem hann dylgir um það, að herra Walters hafi komið fram sem nokkurs konar hoðflenna á vissum fundi heimferðarnefndar Þjóðræknis- félagsins, höldnum hér1 í borginni. Eftirfarandi símskeyfi frá herra Walters þessu viðvíkjandi, sannar afdráttarlaust, að presturinn hefir vaðið reyk. Dr. B. J. Brandson, 776 Victor St., Winnipeg, Man. Arni Eggertsson invited me to conference in Bildfell ’s office. Ásmundur Jóhannsson was there. Subject discussed: Necessity of cement- ing public opinion. Miss Jackson and Cunard Line not mentioned. Bildfell spontaniously*ín- vited me to attend Committee meeting. Others agreed. No request on mv part. While Com- mittee meeting was in session, no reference to Miss Jackson or Cunard, as honorable men members of committee mustíadmit that. Emile Walters Á íslenzku verður innihald skeytisins þannig: “Árm Eggertsson bauð mér á fund á skrif- stofu Bíldfells, og var Ásmundur Jóhannsson þar viðstaddur. Umræðuefni: nauðsynin á því, að samræma almennings álitið. Hvorki Miss Jackson né Cunard félagið nefnd á nafn. Bíld- fell bauð mér ótilkvaddur að sækja nefndar- fund. Hinir féllust á það. Eg fór ekki fram á neitt slíkt sjálfur. Meðan á nefndarfundi stóð, var engu orði vikið að Miss Jackson né Cunard félaginu, eins og virðulegir nefndar- menn hljóta að viðurkenna.” New York, June 19, 1928. Emile Walters. Ragnar E. Kvaran og sann- leikurinn. Síðasta tölublað Heimskringlu flytur langt mál frá herra Ragnari E. Kvaran um heimferðarnefndina og deilu þá, sem staðið hefir yfir út af styrkbeiðni téðrar nefndar. Vegna þess að margt, sem í þessari grein er sagt, snertir mig persónulega, hlýt eg að taka hana til ofurlítillar yfirvegunar. Hann byrjar grein sína með því að segja, að “ó- kvæðisorðum og getsökum hafi rignt yfir nefndina í Lögbergi”, og “að viss flokkur manna haifi tekið sér fyrir hendur að níða af nefndinni mannorð og æru.” Þessum staðhæfingum vil eg leyfa mér að mótmæla sem helberum ósannindum. Það eg veit til, þá hefir ekki verið gjörð af neinum manni hin minsta tilraun til þess að hnekkja persónulegum heiðri nokkurs manns, hvorki nefndarmanna né ann- ara. Mér kemur það mjög á óvart, að vera sakaður um að vilja ræna nokkurn mann mannorði sínu, því eg finn mig algjörlega saklausan af þeirri ákæru, og það eg veit til, þá eru þeir, sem með mér hafa starf- að, jafn-saklausir af þessari ákæru og eg. Svo talar hann um “sendla” og “sendisveina”. Það væri fróð- legt, ef greinarhöfundur vildi nafngreina þessa menn og einnig hverjir sendu þá. Eg fyrir mitt leyti veit ekki til, að þeir séu til. Menn þeir, sem nú eru að safna undirskriftum undir mótmæli gegn stjórnarstyrk, voru ekki byrjaðir á þeim starfa, þeg- ar grein herra Kvarans kom á prent. Starf þeirra er svo augljóst, að um engan þann undirróður er þar að ræða, sem gerinarhöf. dyigir um. Hér er eitt vindhöggið enn. Þá víkur hann. að samtali Grímsons dómara við Bergman og mig. Eins og víðar, er hér vikið frá sannleikanum. Við sögðum dómaranum, að fyrsta og eina skjlyrðið til þess, að samvinna við nefndina mætti takast, væri að skila stjórnarpeningunum skilyrðislaust. Ef svo, þegar það væri búið, að stjórninni í Saskatchewan sýndist á einhvern hátt að sýna heimaþjóðinni einhverja velvildar viður- kenningu, þá væri það alt annað mál, og sem við auðvitað værum ekki mótfállnir. Líka fullvissuðum við herra Grímsson um það, að svo fraiharlega að nefndin sýndi að það væri þörf á peningum fyrir starf hennar og 'hún leitaði samskota frá almenn- ingi, þá skyldum við ljá þeirri samskotábeiðni fylgi okkar. En alla tíð i samtali okkar var áherzian lögð á skilyrðislausa afsölun stjórnarstyrksins sem fyrsta og aðal skilyrðis til samkomulags. Næst kemur til íhugunar, ef til vill aðal atriðið í þessari grein. íFyrst segir Kvaran, að það “varð að samkomulagi milli Jóns J. Bildfells og andstæð- inga nefndarinnar, að ekkert skyldi birtast í blöð unum frá hvorugri hliðinni, þar til útséð yrði um það, hvort af samkomulagi yrði.” Þetta þýðir vik- una, sem nefndarskýrslan kom út. — Þetta er bein- línis óastt. Þegar herra Bíldfell kom á fund and- stæðinga sinna, mintist hann ekkert á þetta, og aldr- ei hafði eg persónulega gefið neitt loforð þessu á- hrærandi. — Næst segir hann, að eg toafi tilkynt Jóni J. Bildfell, “að þessir menn myndu því að eins leggja niður mótspyrnu gegn nefndinni, að hún gengi að eftirfarandi skilmálum: “Nefndin lofi því, að taka ekki við meiri styrk, en toúnl toafi þegar fengið. Stjórninni í Sask. sé skrifað og henni tilkynt, að það fé, er toún hafi greitt nefndinni, verði ekki notað í þeim tilgangi, er um það var beðið. Heimfararnefndin útnefni tvo menn, mótmælendur nefndarinnar tvo menn, og þeir velji sameiginlega oddamann, og þessir fimm menn skipi nefnd, er geri tillögur um, þvernig fé því skuli varið, er veitt hefir verið — að fengnu samþykki Saskj stjórnar.-’ Þessari staðhæfing mótmæli eg sem tilhæfulau^- um ósannindum. Eg lofaði Jóni Bildfell aldrei neinu í þessu sambandi, nema því, að tilboð nefnd- arinnar yrði tekið til ítougunar. Eg fyrir mitt leyti gat ekki verið með þessu tilboði, sem nefndin gjörði, vegna þess, að með því að skila peningunum með þeim skilyrðum, sem sett voru, yrðu aðeins opnaðar nýjar brautir til frekara ósamlyndis. Það er alveg rétt frá sagt, að þegar tilboðið koim frá nefndinni, lýsti eg yfir mínu áliti á málinu. Eg vissi vel, að sumir af þeim, sem þar voru, gjörðu sig ánægða með tilboð nefndarinnar, en aftur aðrir voru eindregið á móti því. Til þess að fyrirbyggja alla óánægju og misskilning, áleit eg að heppilegast væri að við skildum sem góðir vinir, án þess að deila neitt frekar um þetta mál. Þeir, sem drógu sig í hlé, gjörðu það vegna sannfæringar sinnar, og út á það var ekkert að setja. En að álasa þeim, sem einnig vegna sannfæringar sinnar höfnuðu tilboði nefndar- innar, er toeldur ekki rétt. Hnútur til mín vegna “prúð- mannlegrar” framkomu við þetta tækifæri, læt eg mig engu skifta. Tilhoði nefndarinnar var hafnað vegna þess, að neitað var að skila peningunum skil- yrðislaust. Ekkert annað gat fullnægt velsæmis- tilfinningu meiri hluta Vestur-íslendinga. í Lögbergi í vikunni sem leið, reyndi eg að sýna fram á, að þetta mál væri ofur einfalt, og að ekkert annað væri á “bak við tjöldin”. Vegna þess að nú einmitt staðhæfir herra Kvaran, að þetta sé ekki þannig, þá verð eg að fara um þetta nokkrum fleiri orðum. Hann talar um “hatursmenn hins íslenzka málstaðar.” Að nokkrir slíkir menn séu til, toefi eg ekki hugmynd um. Eg held þeir hljóti að vera framleiddir af ímyndunarafli höfundarins og eigi 'þar heimili. Eg heid það hafi ekki bent á neitt hat- ur til heimferðarnefndarinnar eða þjóðræknisfélags- ins, að meir en sex mánuðum áður en þessu máli var hreyft, fór eg til forseta nefndarinnar, Jóns J. Bild- fells, og sagði honum að þetta mál lenti í ógöngur, ef haldið væri áfram með þessa stjórnarstyrks leit- un. Ekki var það heldur vottur um hatur gagnvart málefninu, að eg bauðst til að veita málinu eindreg- ið fylgi, ef stjórnarstyrknum yrði skilað skilyrðis- laust. En nefndin kaus heldur að halda styrknum, en að tryggja sér fylgi þeirra, sem voru á sama máli og eg. Þegar áuðsætt var, að þetta var áform nefnd- arinnar, þá fyrst var farið að hugsa til að koma þessu máli í hendur þeirra, sem betur voru vaxnir að gjöra því skil, eins og nú við horfist. Það sem höf, segir um Miss Jackson og herra Emile Walters, læt eg liggja á milli hluta. Þau eru fær um að svarh fyrir sig sjálf. >— Þá er að eins enn ein staðhæfing toins háttvirta greinarhöf., sem eg verð að minnast lauslega. Hann segir, að “til séu þeir menn, sem ekki hafa gengið að því gruflandi, frá því að þetta deilumál var vakið, að ekki muni hafa verið til þess tougsað frá öndverðu, að láta leiða það til lykta á friðsamlegan og sómasamlegan hátt.” — Aldrei toefi eg séð illkvittnina kom- ast á toærra stig, en í þessari staðhæfingu. Nefndin hafði öll hugsanleg tækifæri til þess að leiða þetta mál til lykta á “sómasamlegan toátt”, og meira að segja hún hafði fult tækifæri að afstýra deilunum alveg, en hún kaus alt annað, Það var eg, sem vakti deilumálið, og verð eg þess vegna að taka það þannig, að greinartoöf. drótti því að mér, að eg hafi ekki viljað leiða málið til lykta á “sómasamlegan toátt”. Þessu verð eg að lýsa, sem algjörðum ósannindum. Eg toefi nú stuttlega íhugað flest aðal atriðin í grein herra Kvarans. Þegar öll ósannindin og rang- færalurnar eru úr söigunni, þá er lítið eftir nema rembingurinn og hrokinn. Við þessum einkunnum hans reyni eg ekki að hreyfa. Því var stungið að mér eftir “fundinn stóra”, að til eflingar mínum málstað, hefði eg átt að lofa herra Kvaran að tala lengur en eg gjörðL Ef það, sem hann ritar um þetta mál, er alt jafn sanngjamt og áreiðanlegt eins og grein sú, sem eg hefi nú íhugað, þá verður það ekki til meiri eflingar málstað nefndarinnar, en framkoma hans á fundinum forðum. Hvað þessum stjórarstjrrk viðvikur, þá er óþarfi að ræða það mál frekar. Nefndin hefir gjört sinn úrskurð, búið sér sína eigin sæng, og þar við situr. Eg fyrir mitt leyti vonast til', að eg fái að vera í friði fyrir öðrum eins árásum eins og hinni áminstu grein herra Kvarans. Fólk fer að þreytast á öðru eins góðgæti, og vill frekar fá eitthvað annað um að hugsa. Flestir eru nú búnir að fá einhverja sannfæringui í málinu, og þótt reynt sé að villa mönnum sjónar á ýmsan hátt, þá hefir það lítið að segja, þegar menn íhuga málið til hlítar, því í sjálfu sér er það svo dæmalaust auðskilið: Vilja me m eða vilja menn ekki stjórnarstyrk til heimfar- arinnar? 1 B. J. Brandson. Nýr Sjóndeildarhringur NÝR sjóndeildarhringur opnast þeim manni, sem á pen- inga. Ef þér sparið $1,000, getið þér horft með gleði og góðum vonum til framtíðarinnar. Reynið einhverja af þessum þægilegu aðferðum til að safna fé: $1,000 á 4 árum—kostar $940.16 með því að borga á viku $4.52 $1,000 á 3 árum—kostar $956.28 með því að borga á viku $6.13. $1,000 á 2 árum—kostar $970.32 með því að borga á viku $9.33. The Royal Bank of Canada Landnámshátíðin í N.D. Vorið 1878 lögðu nokkrir íslend- ingar frá Nýja íslandi í leiðang- ur, updir forystu séra 'Páls Thor- lakssonar. Var það tilgangur þeirra, að leita að öðru nýlendu- svæði, sem hæfara þætti til akur- yrkju, en svæðið í Nýja íslandi. Hugsuðu þeir sér að leita til Bandaríkjanna, og fóru því fyrst til Pembina, N. Dak. Sumir þeirra hléldu svo áfarm suð-vestur þaðan til Cavalier, N. Dak, og svo áfram sem Ieið lá í áttina til Pembina- “fjalla”. Þeir staðnæmdust á því sviði, sem nú er aðal bygð íslend- inga í N. Dak. Leizt þeim vel á landið, og hvöttu lslendinga til að setjast þar að. 1 júnímánuði það sama ár (1878), munu svo þrír ís- lendingar, — Jóhann Hallson, Sig- urður Jósúa Björnsson og Magnús Stefánsson,— hafa bygt fyrstu ís- lenzku heimilin, sem reist voru á þessu nýlendusvæði, og að líkind- um hefir verið flutt í þau nálægt mánaðamótum júní og júlí, að minsta kosti eru heimildir fyrir fyrir því, að flutt hafi verið í hús Jóhanns Hallssonar 6. júlí 1878. Á þessu ári eru því liðin fimtíu ár, síðan að íslendingar fyrst settust hér að. Á svæðinu mynd- aðist svo furðufljótt stór og blóm- leg íslenzk bygð, og enda á öðrum stöðum í N. Dak. um svipað leyti, í kring um Pembinabæ, vestur í Cavalier County, og seinna í grend við Upham og kannske víðar. Hefir fólki yfirleitt búnast vel í þessum bygðum. Bygðirnar hafa oiðið íslendingum, sem hingað hafa flutt, kærar, og sömuleiðis landið. Sá kærleikur hefir stað- ið, þó að ástæður hafi orsakað, að þeir hafi síðar flutt á aðrar stöðv- ar. Fjölda margir úr ‘hópi hinna ágætu frumherja hér um slóðlr, eru nú, sem von er, til hvíldar gengnir, en þó eru enn nokkrir þeirra á lífi. Kynslóðin, sem nú stendur fyr- ir störfum í bygðum þessum, ber hlýjan hug í brjósti til frumherj- anna, eins og víðast á sér stað, og finnur til þess með þakklæti, hve miikið og traust var þeirra starf. Fólkið langar því til að heiðra frumherjana, og sýna þeim er lifa, og minningu þeirra, sem látnir eru, sem mesta rækt og virðing. Þess vegna hefir nú verið stofnað til landnámshátíðar og einskonar afmælisfagnaðar á 50-ára j’afmæli landnámsins ís- lenzka í Norður-Dakota. Nefnd var kosin úr ðllum bygðarsvæð-i umim, til þess sameiginlega að undirbúa þessa hátíð, og nefndar- menn allir, ásamt með bygðar- fólkinu, hafa gjört sér ákaflega ant um, að hátíði mætti fara vel fram og sæma sem bezt minningu landnemanna og frumherjanna. Það hefir verið ákveðið, að há- tíðin fari fram að Mountain, N.- Dak., í byrjun júlímánaðar. 1 fyrstu var gjört ráð fyrir, að há- tíðin stæði einn dag. En er á leið, fóru menn að sjá, að einn dagur mundi ekki hrökkva til alls þess hátíðahalds, sem fyrirhugað var. Hefir því verið þannig ráð- stafað nú, að byrja hátíðina sun- nudaginn 1. júlí, og skuli hún svo standa til mánudagskvelds 2. júlf. Eftir hádegi á sunnudaginn (kl. 2 e.m.) fer fram íslenzkt prógram, — ræðuhöld, kvæði, söngur o. s. frv. Er og vonað, að tími verði til þess fyrir fólkið að heilsast og minnast á “gömlu tímana”.. Að kveldinu er búist við, að fari fram söngsamkoma í samkomuhúsinu á Mountain. Á mánudaginn er gjört ráð fyr- ir, að byrja kl. 10 f.h. Verður þá skrúðför og einskonar táknsýn- ing, sem meðal annars á að sýna myndir af framþróun í bygðinni, frá fyrstu byrjun til þessa dags. 4 eftir skrúðförinni er gjört ráð fyrir stuttu íslenzku prógrami, þar sem minni landnemanna verð- ur aðal þátturinn. Eftir hádegi, kl. 2, hefst svo prógram, sem fer fram á ensku, því búist er við að fjöldi ensku- mælandi fólks sæki lika hátíðina. Verða þar líka ræður og kvæði flutt og hljóðfærasláttur og söng- ur. Síðar á deginum, nálægt 5.30, er búist við að fram fari knatt- leikur, þar sem íslendingar þreyta við hérlenda menn, og mun verða sótt af kappi á báðar hliðar. — Einnig er búist við að geta sýnt islenzka glímu. Að kveldinu verð- ur svo dansað á stórum palli, sem til þess verður bygður á hátíðar- svæðinu. Veitingar ýmsar verða fram- reiddar á staðnum, og hafa konur bygðanna, eins og geta má nærri, alla aðal umsjón með þeim. Verð- ur reynt að sjá um, að allir geti verið álægðir. Enda munu þeir engu kvíða í því sambandi, sem hér þekkja til. Ekki hafa konur bygðarinnar, síður en karlmenn, viljað færast mikið í fang, og mörg ómök takg. þær að sér til til þess að sjá fyrir því, að hátíð- in megi á allan hátt takast sem bezt. Nefndin gerir sér far um, að allmargir frumherjar frá árunum fyrstu, bæði þeir, sem búsettir eru hér, og Lika þeir, er nú eiga heima í fjarlægð, geti sótt hátíðina og fært aukinn ljóma yfir hana með nærveru sinni, þar á meðal Magn- ús Stefánsson frá Climax, Sask., einn úr hópi þeirra, sem fyrstir réðust í að leita að nýlendusvæð- inu hér og annar þeirra tveggja íslendinga, sem fyrstir munu hafa stígið fæti inn á nýlendusvæðið. Og vill nefndin hér með bjóða alla úr hópi frumbyggjanna hjartan- lega velkomna til hátíðarinnar, og1, óska að þeir reyni sérstaklega til að koma og heiðra mótið með nærveru sinni. Einnig vonar nefndin að margt fólk, sem héðan er upp runnið, en nú á heima víðs- vegar í Bandaríkjunum og Can- ada, geti komið og átt hér hátíðis og gleði stundir með bygðinni. og öllum þeim, sem bygðin telur sig þannig eiga ítök í, vill hún sérstaklega bjóða til sin á þessum hátíðisdðgum. Vonast er eftir mikiu fjölmenni, fyrst og fremst af íslenzku fólki, svo og líka af fólki úr grendinni, af öðrum þjóð- flokkum. Nefndin og bygðin býð- ur alla velkomna og hlakkar tfí að fá til sín marga góða gesti á þessari hátíð, sem öllum er svo ant um. Nefndin vonar, að sér megi takast vel og veita þeim skemtistundir, sem seint gleýmist. %

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.