Lögberg - 28.06.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.06.1928, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines For Service and Satisfaction öQlieta- PHONE: 86 311 Seven Lines 41. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ 1928 NÚMER 26 Canada. G. G. Coote, sambandsþingmað- ur frá MacLeod, hreyfði því á þinginu, skömmu áður en því var élitið, að í Turner, dalnum í Al- berta væri svo mikið gas í jörðu, sem ekki væri notað til neins, en færi alt að forgörðum, að það aamsvaraði 3,400 kolatonnum á dag. Vildi ihann að stjórnin at- hugaði, hvort ekki væri hægt að nota það til einhvers gagns. — Hon. Charles Stewart skýrði frá, að komið hefði verið fram með þá hugmynd, að leiða gasið í pípum alla leið til Winnipeg. t>að væri töiluvert erfitt að fást við þetta .májl, meðal annars veigna þess, að hér um bil 60 af /hundraði af því landi.þar sem gasið streymir úr jörðu, ér eign einstakra manna. Lofaði hins vegar að stjórnin skyldi athuga þetta mál alvarlega. * * * Franklin Fansher, er eini mað- urinn hér í landi, sem um þessar mundir á tvo sonu í sambands- þinginu í Ottawa. Annar sonur- inn, Burt Wedell Fansher, búsett- ur að Florence í Ontario, var fyrst kosinn á þing 1&21, en beið ósig- ur í kosningunum 1925. Ári síð- ar náði hann kosningu með miklu afli atkvæða umfram keppinautu sína tvo. Hinn bróðirinn, Willi- am Russell Fansher, er einnig var fæddur að Florence, fluttist til Saskatchewan um tvítugsaldur, og stofnaði bú í Govan pósthús- héraði. Var hann fyrst kosinn á þing í kosningum þeim, er fram fóru um haustið 1926. Báðir eru bræður þessir velmetnir stórefna- bændur, en njóta mikils trausts, bæði í héraði og á þingi. Sitja Þeir við sama borð í neðri mál- stofu sambandsþingsins. * * * Atkvæðagreiðsla fór fram um það í Pipestone bygðinni í Mani- toba, þann 20. þ.m., hvort leyfð sikyldi þar sala áfengra öltegunda eða ekki. Bannmenn unnu þar aigur með 324 atkvæða meiri Wuta. * * * Nýlega réðust bófar á póstvagn einn við Union járnbrautarstöð- ina í Toronto, námu á brott um $124,025 virði af peningum og verðbréfum. Ekki hefir lögregl- ■unni enn tekiat að hafa hendur í hári illræðismannanna. Nú hefir póstmálaráðuneytið undir for- ystu Hon. J. p. Veniot, heitið $2,000 verðlaunum, fyrir að ná haldi á ránsmönnum þessum. * * * Hon. Oharles A. Dunning. járn- brautamála ráðgjafi stjórnarinnar í Ottawa, er nú staddur í Regina um þessar mundir. Telur hann Jagningu Hudsonsflóa brautarinn- ar skila ákjósanlega áfram, á- samt hafnargerðinni við Fort ChurchiII. » * * Hon. John Bracken, stjórnarfor- maður í Manitoba, hefir verið á ferðalagi undanfarandi um náma- héruðin í norðurhluta fylkisins, á- samt allmörgum fylkiaþingmönn- um. Kom ferðamanna hópur þessi heim í vikunni sem leið. * * * Átta hundruð trésmiðir í Win- nipegborg hafa Iagt niður vinnu, og krefjast hærra kaups. Kaup þeirra sem ' stendur er dollar á klukkutímann. Fara þeir fram á fimtán centa kauphækkun á klukkustund hverja, en að því vilja vinnuveitendur ekki ganga. * * * Mánudaginn þann 18. þ.m., átti hðfuðborg Saskatc'hewan fylkis, Reg’ina, aldarfjórðungs afmæli. * * * HyPTgingaleyfi { Winnipeg, á ári Því sem nú er að líða, nema fylli- lega sex miljónum dala. * * * Þeir E. L. Taylor, K.C., fyrrum íylkisþingmaður í Manitoba, og W. T. Alexander, fyrrum forstjóri Canada National eldsábyrgðarfé- lagsins, hafa verið teknir í hald, og eru sakaðir um skjalafölsun og stórkostlegan fjárdrátt. Lausir ganga þeir þó gegn 100,000 dala ábyrgðarfé hvor. Bandaríkin. Þau merku tíðindii gerðust í vik- unni sem leið, að Bandaríkja- stúlka, Miss Amelia Earhart frá Boston, flaug yfir Atlantshafið frá Newfoundland til Wales. Er hún fyrsti kvenmaðurinn, er slíkt þrekvirki hefir unnið. Með henni voru á för þessari tveir ungir menn, Wiliam Stultz og Louis Gordon. Ferðin hepnaðist að öllu leyti upp á það allra bezta. Bretland. Rt. Hon. J. H. Whitley, forseti neðri málstofunnar í brezka þing- inu, hefir sagt sýslan sinni lausri, eftir að hafa gegnt henni í sjö ár. í stjórnmálum hefir Mr. Whitley ávalt fylgt frjálslynda flokknum, og ihefir átt sæti á þingi í tuttugu og átta ár. Er hann nú maður aldurhniginn og tekinn nokkuð að láta sig á heilsu. Eftirmaður hans varð Capt. A. E. Fitzroy, íhalds- þingmaður fyrir Daventry kjör- dæm:ð. * * ■*• Símað er frá Lundúnum þann 20. þ.m., að biskupinn af Canter- bury, Dr. Randall Tohmas Dav- idson, muni hafa í hyggju að láta af embætti í náinni framtíð. * * * Samkvæmt yfirlýsingu nýlendu- mála ráðgjafans, Rt. Hon. L. C. M. S. Amery, í brezka þinginu, þann 14. þ.m., hafa canadiskir læknar í þjónustu sambands- stjórnarinnar, neitað 1,742 brezk- um mðnnum og konum, er á inn- flutning hugðu til Canada, um fararleyfi, að lokinni læknis- skoðun. Kvöldstjarna, kyrðsæld hrein og kallið raddsnjallt mjer. Frá grunnbrotunum ekkert komi kvein, er knör úr vör mig ber, en ládauð XJnn svo full og svefnhöfg sje, að sofi brim og gnýr, er það, sem út af Alveldinu stje, heim aftur snýr. Kvöldhringing, rökkvin ró — svo ríkir dimman af. Ei gráti neinn, er eg á öldujó læt ýtt í haf. Því þótt mjer hjeðan aldan ýti fjær, sú örugg von mig ber, eg mæti vini, sem mjer leiðsögn Ijær unz lokið ferðum er. Jón Runólfsson. Demants-brúðkaup. En nú á að taka það af þeim mark- aði og senda það frosið til út- landa. — Tíminn sker úr, heillavænlegt það er. hve Hvaðanœfa. Saejnskum flugmanni, Lundborg að nafni, hefir með miklu hug- rekki og snarræði, hepnast að bjarga ítalska flugmanninum Um- berto Nobile, sem seint í maí flaug yfir norðurpólinn í loftskipinu It- alia, en sem strandaði á leiðinni til baka. Nobile er mikið meidd- ur, en er nú samt á góðum bata- vegi. Þeir er með honum voru er enn óbjargað og um aðra tíu er óspurt enn, en þrír af þeim yf- irgáfu félaga sina til að leita lands. Frá íslandi. Reykjavík, 24. maí. Samsæti var1 dr. Knud Rasmus- sen og fjölskyldu hans haldið í fyrrakvöld á Hótel ísland. Var þar um 100 manns og veizlan hin prýðilegasta. Var þar glaumur og gleði fram á nótt og margar ræður haldnar. Af hálfu háskól- ans talaði háskólarektor Sig. P. Síverts og þakkaði dr. Knud Ras- mussen fyrir komuna. Dr. Ág. H. Bjarnason talaði fyrir minni heið- ursgestsins og danskrar menning- ar, dr. Jón biskup Helgason fyrir minni Danmerkur og Fontenay sendiherra fyrir minni íslands.— Dr. Knud Rasmussen lék á alls oddi og hélt hverja ræðuna á eft- ir annari. Fór samsætið fram hið bezta að öllu leyti. Á Kópaskeri er nú farið að byggja frystihús, þar sem hægt er að frysta 10 þús. kindarskrokka í einu, og í sambandi við það er bygt allmikið sláturhús. Mörgum þykir það einkennilegt, að eigi skyldi heldur reist fyrstihús á Húsavík fyrir suðursýsluna, því aðj hún hefir þess mjikið melri þörf. Kópaskerskjötið hefir á seinni árum selst mestmegnis hér innanlands, og fengið mikið álit. Dr., Guðmundur Finnbogason og frú hans hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa unga dóttur sína, Laufeyju. Hún dó í fyrrinótt. Stefán Kristjánsson skógfræð- ingur andaðist á mánudagskvöld á sjúkrahúsi á Akureyri. Um ára- mót kendi hann þess lasleika, er dró 'hann til dauða, og hafði hann legið í spítala síðan í öndverðum marsmánuði.—M'bl. Reykjavík, 30. maí Ungfrú Anna Borg hefir nú verið ráðin leikona við Konung- lega leikhúsið í Khöfn, að því er skeyti 'hermir, er föður hennar barst í gær. Hefir ungfrúin stund- að framhaldsnám í Kgl. leikhús- inu síðan 1. des. i vetur og mun hafa verið reynd í ýmsum hlut- verkum fyrir nokkrum dögum, en árangurinn af því prófi orðið sá, sem skeytið getur um. — Eru þetta góð tíðindi og ánægjuleg fyrir að- standendur hennnar og vini. Prófessor Viggo Christensen frá Kaupmannahöfn kom hingað ásamt konu sinni með “Dr Alex- andrine”. Háskólinn ’hefir boðið honum hingað til þess að halda nokkra fyrirlestra um taugasjúk- dórna. Hann er ágætur fræði- maður í þessari grein og hefir oft farið til Frakklands í sömu er- indagerðum. Fyrirlestrarnir eru haldnir í kaupþingssalnum og var sá fyrsti í gærkveldi. — Prófess- orinn hefir áður komið hingað, og kemur nú einnig í þeim tilgangi, að kynnast þeim breytingum, sem hér hafa orðið. — Vísir. Seyðisfirði, 29. maí. Hvítasunnudag fermdi sókpar- presturinn Sveinn Víkingur 22 börn. Símalínan milli Seyðisfjarðar og Skálaness hefir verið tvöfölduð og endurbætt mikið. Vélskipið Faxi nýkomið af há karlaveiðum, fékk rúmt 100 há- karla, 20 tunnur lifrar, við Langa- nes. Skrápur og uggar var saltað í tunnur til útflutnings. Tregt um beitu, en mokafli á nýja síld, þegar hún fæst. Sild mikil í djúpinu, en gefur sig ekki að landi vegna kulda. Ráðgert er að leggja bílfæran veg á milli Vestdalseyrar og Dvergasteins. Umdæmisstúkan nr. 7. hélt árs- þing hér 23.—24. maí. Mættir 15 fulltrúar. St. Th. Jónsson nýlega fengið hingað Chevrolet fólksflutninga- bifreið. Héluð jörð. Hægfara gróður. Næg atvinna sem stendur.,—Vísir. fylkingar 60 manna hermanna- hljómsveit. Eftir íslenzka flokk- inum fóru Belgir, þá ótal frakk- neskir flokkar. Allar götur borg- arinnar þéttskipaðar fólki. Eng- um flokk var jafnvel tekið og ís- lenzka kvenflokljnum, sem fékk ó- slitið Iófaklapp alla leiðina. Fyrir framan ráðhúisð var flokkunum fagnað af 20,000 manns og þar heilsaði íslenzki flokkur- inn æðstu embættismönnum i Calais með fána sínum. Mótinu sjálfu var illa stjórnað, Vegna stórkostlegrar þátttöku urðu yfir 300 flokkar að sýna dag- lega. Snillingarnir, ítalir með 7 flokka og Belgir með 17, vöktu enga sérstaka athygli, hurfu inn í þúsundirnar á vellinum., ísleneki flokkurinn átti að sýna kl. 1.24, en komst ekki að vegna sex þúsund manna flokks, sem sýndi á undan, fyrr en kl. 6. —r Áhorfendur 15—20 þúsund. Sýn- ingin tókst vel. Mikil fagnaðar- læti. Þrír enskir kvenflokkar og íslenzki kvenflokkurinn ábyggi- lega ibeztur þeirra. Flokkurinn fer til Lundúna í dag og hefir einkasýningu með enska kvenflokknum þar. —Kveðj- ur.'—Vísir. ALHEIMSVILJINN. Dynur á ströndum djúphafsalda, dregur sig í hvíta falda og steypir þeim á stintröll grá, slöngvar bjðrgum til og frá. Hátt er risið henni á, hrunið þungt á (bratta sanda. Eins og fjöll til foldar hrynji, falli hnettir, þrumur drynji, svarrar á björgum grimið hvítt, bakkar skjálfa mílna-vítt. Er sem hafið ólmt en frítt undir sjálfs sín karfti stynji. EGILL H. FÁFNIS stud. theol. Herra Egill H. Fáfnis, er síð- astliðinn vetur stundaði guð- fræðanám við Lutheran Seminary Chicago, 111., hlaut hin árlegu verðlaun þeirrar mentastofnunar fyrip grískukunnáttu sina. Stund- aði herra Fáfnis áður nám við Jóns Bjarnasonar skóla, og er í alla staði 'hið bezta mannsefni. Hafa kennarar fyrgreinds presta- skóla, sérstaklegæ hvatt hann til frekara náms í gömlu málunum, latínu og grísku. — Þessi ungi mentamaður flutti hingað frá ls- landi árið 1921. Frægðarför ísl. íþróttakvenna til Calais. Símað þaðan 29. maí:— Kl. 10 þ. 28. maí gekk leikfimis- flokkur í. R. leikfimisklæddur um aðalgötur borgarinnar undir fána sínum. Fyrst einn frakkneskur flokkur, þá íslendingar, en í broddi Hljóður stend eg—stari í brimin. — Stærði sjó og hvelfdi himin, hóf úr jörðu mikinn meið, merkti hnött um rás og skeið, gæddi lífi löndin breið sami andi, vit o,g vilji. Alheimsviljinn óskar, býður: öldur reisir særinn víður, strendur skjálfa í stormsins hönd, slíta elfur farvegsbönd, sólir deyja, sökkva lönd, opnast fjöll og eldi gjósa. Alheimsviljinn óskar, býður: upp á himin sólin líður, myrkrin víkja, moldin grær, morgundaggir jurtin fær, kyssir sjóinn sólskinsblær, fagnar Jífið frið og ljósi —öllu^er stýrt af einum mætti. Undir brimsins hjartaslætti vakir alheimsviljinn hár. Valdinu lýtur stór og smár. Haf og land um eilíf ár er í lífs og Ijóssins hendi. —Lesb. Mbl. Jón Bjömsson, HÚSFRÚ HELGA ÞORLEIFSDÓTTIR ÞORBERGSON. Fædd 24. nóv. 1861. Dáin 12. des. 1925. Harmur hugann særir, Horfin er um stund, Bezt sem geð mitt gladdi, Göfug silkihrund. Margs er því að minnast. Margt, sem þakka ber. Styrk og stuðning veittan, Starfs í önnum hér. Hugljúf hverju sinni, > Hreinlynd, blíð og djörf, Æ með alúð rækti öll sín skyldustörf. Aumum aðstoð veitti, Ör og gjöful mund. Rausn og ráðdeild prýddu Ríka höfðingslund. Mörg þó hugann mæddi Mótgangs aldan sár; sjúkdóms böl þó beygði Bitur saknaðs tár, Aldrei æðrast náði. Athvarf trúin bjó. Hetja stóð og stríddi, Stilling með og ró. Vel er því að vita Verki lokið nú, Sálargöfgi’ er sýndi, Sanna dygð og trú. Ljúfust minning lifir Liðnum dögum frá; Friðar blæju breiðir Brautir lífsins á. Sígur sól að ægi, Sortna skýja tjðld; Enn eg eftir þreyi Æfi dapurt kvöld. Nóttin óðum nálgast. Nótt, er lýsir von. Trúin blysin tendrar. Trú á Krist, Guðs son. B. Thorbergson. .... Mr. og Mrs. J. T. Clemens. Þann 29. maí síðastliðinn, héldu þau heiðurshjónin, J. T. Clemens og frú hans, hátíðlegt demantsbrúðkaup sitt að Ashern, Man. Dvelja þau þar hjá syni og tengdadóttur, Mr, og Mrs. T. J. Clemens. Komu þessi öldnu og góðkunnu hjón af Is- landi, árið 1883. Dvöldu þau fyrst all-lengi í Chicago, en þar næst í Glenboro sveitinni í Manitoba, þar sem sonur þeirra, Rev. J. J. Clemens, var prestur. Þar næst tóku þau heimilis- réttarland i Sinclair bygð, en fluttu þaðan til Winnipeg, þar sem Mr. Clemens stundaði trésmíði. Síðustu níu árin, hafa þau, gömlu 'hjónin, dvalið í Ashern, hjá fyrnefndum syni og tengdadóttur. Þrjá sonu eiga þau hjón, þá Paul M. Clemens, í Chicago; Thorkel J. Clemens að Ashern, Mau., og Rev. J. J. Clemens, M.S.J,. að Aurora, 111. — Mr. Jón Clemens er nú 88 ára að aldri, en frú hans 82. Bera þau bæði aldurinn vel, lífs- glöð og ung í anda. tHXHXHXHirHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXl Háfclðaguðsþjónustur þær, sem ægar er búið að ráðstafa í Norð- ur Dakota, sunnudaginn 1. júlí, kl. 10.30 f.h., eru sem fylgir: 1. Á Gardar prédikar Dr. Björn B. Jónsson. 2. Á Mountain prédikar séra N. S. Thorlaksson á íslenzku, en séra H. B. Thorgrímsen á ensku. 3. í Vidalínskirkju prédikar séra K. K. Ólafson. I Hallsonkirkju prédikar séra Jónas A. Sigurðsson. Hverjar aðnar ráðstafanir, sem gjörðar verða, verða auglýstar heima fyrir. Or bœnum. Islendingadagsnefndin í Winni- peg, starfar nú af kappi miklu. Hefir skemtiskrá dagsins verið ákveðin, og mun reynast ein sú veigamesta, er þekst hefir vor á meðajl. Úrvals ræðumenn, sem ekki láta til sín heyar á hverjum degi. Þá hefir skáldunum ekki verið g*leymt heldur. I þetta sinn verður um þá nýjung að ræða, að alislenzkur hljóðfæraflokkur leik- ur um daginn og mun það að sjálf- sögðu auka á ánægjuna. 'íþrótta- undirbúningur er kominn , gott horf. Auk þess hefir nefndinni auðnast að fá glæsilega drotningu sem táknmjynd Fjallkonunnar norður í sæ. íslendingadagurinn verður haldinn í River Park 2. á- gúst næstkomandi. Framtíðarland Dönum hefir haldist illa á ný- lendum sinum. Þeir hafa ekki kunnað að stjórna þeim. Og ni^ eiiga þeir enga nýlendu, síðan þeir seldu Bandaríkjunum Vestur- indíur. Einu sinni áttu Danir nýlendu suður á gullströndinni í Afríku og margir Danir hafa iborið þar bein- in. Árið 1845 gerði Svertingja- höfðinginn þar uppreisn, en danska herskipið “örnen” bældi þá uppreisn niður, tók höfðingj- ann og ráðgjafa hans höndum og flutti þá til Kaupmannahafnar. Þar sátu þeir í fangelsi í fimm ár, en þá, árið 1850, seldu Danir Englendingum nýlenduna fyrir 180 þús. ríkisdali! Á þessu verði má sjá, að nýlendan hefir ekki verið talin mikils virði á þeim dögum. En nú er komið annað hljóð í strokkinn, því að nú eru Englendingar í þann veginn að gera hana að Gósenlandi. Hafa þeir lagt þar mikið í kostnað síð- an stríðinu lauk. I Takoradi hafa þeir gert volduga höfn, með 3,000 metra löngum vörslugarði. Kost- aði hún 60 miljónir króna, og upp af höfninni hefir verið mælt út borgarstæði fyrir 150 þús. íbúa. Þar þjóta nú uþp hús, og gasleiðl- ur, rafleiðlsur og vatnseliðslur eru þar um alt, en götur gerðar áður en bygðin færist út. Og inn í landið á að leggja járnbrautir í allar áttir og bifreiða akbrautir. Landið er afar frjóvsamt og þar má framleiða ógrynni af allskon- ar dýrmætum vörum, svo sem kakaó, pálmaolíu, kopra, togleðri og trjátegundunv allskonar, en 1 jörðu finst gull og ýmsir aðrir málmar. Nú bíður landið eftir framtakssömum mönnum, er vilja færa sér auðæfi þess í nyt. Þetta er “framtíðarland”. Það getur framfleytt ógrynni fólks og! Hefjið Mr. C. V. Árnason frá Wynyard, P.O., Sask., var staddur í borginni í fyrri viku. Kom hann úr skemti- ferð sunnan úr íslendingabygðun- um í Minnesotaríki/ áður en langt um líður verður Takoradi orðin nafnkunnur verzl- unarstaður og þangað mun bein- ast straumur af þeim mönnum, sem ofaukið er í hinum þéttbýlu löndum Norðurálfu. Þetta er nýlendan, sem danir seldu fyrir 180 þús. ríkisdali (á- móta og stórt hús hér í Reykjavík kostar) fyrir tæpum 80 árum. — Lesb. Mbl. Island hið heilaga land Germana. í tímaritinu “Zum Licht” hefir birzt eftirtektaverð grein eftir dr. Ekko Isenbart, er hann nefnir “Hið heilaga land vort”. Hann sýnir þar fram á, hversu Þjóð- verjar hafi öldum saman ferðast stórhópum til landsins helga, Gyð- ingalands, og látið eftir stórfé þar í landi. — Margir þessara manna hafa kvartað yfir því, hversu takmarkalaust hinir fórn- fúsu pílagrímar séu féflettir þar í landi af ágjömum og ósvífnum Júðum, er pranga upp á þá alls konar minjagripum við okur- verði, og hafa þá þannig að fé- þúfu. Grein þessi er einn liðurinn í hinni “germönsku trúarhryef- igu”. Á vorum dögum beinist at- hygli hverrar þjóðar fyrst og fremst að henni sjálfri og því, sem henni er sérkennilegt. Vér Þjóðverjar ættum nú loks að læra að meta vom eigin þjóðararf í trúarefnum og sjá það, að fóst- urjörðin er hið heilaga land vort. En ef vér viljum enn leita til “heilagra staða” iitan landamæra vorra, eins og þau eru þann dag í dag, þá ættum vér að líta til norðurs, þar sem forfeður vorir áttu ættir og uppruna og hinn norræni andi vor. “Sannarlega er #ísland oss heilagt land. I stað þess að fara pílagrímsferðir til Jerúsalem, ættu Germanir framvegis að fara pílagrímsferðir til Islands. Að minsta kosti einu sinni á æfinni, eins og Múhameðstrúarmenn fara til Mekka, ættum vér, afkomend- ur Sigurðar Fáfnisbana, að sækja heim “eyna í Atlantshafinu”, og tigna með innfjálgri lotningu þær stöðvar, þar sem mikillátar hetj- ur leituðu athvarfs í raunum sin- um endur fyrir löngu, þar sem germanskt aðalskyn fékk, er aldir runnu, skapað nýja, sjálfstæða menningu í nýju landi.” Höf. fer því næst loflegum orð- um um land og þjóð. Kveður hann náttúru landsins, sögu þjóð- arinnar og mál alt hið merkileg- asta.. Hann endar grein sina með þessum fögru orðum: Vakna þú, Þýzkaland, hjarta og andlegur miðdepill Evrópu! Lít þangað, sem norðurljósin leiftra á dimmum himni, þar sem brimgnýr og rjúkandi eldfjöll þruma orð drottins yfir jörðina. hjörtu yðar til hinna ei- lífu brunna alls máttar, þeirra, sem renna undan rótum hins mikla Yggdrasils, til þess að þér megið læknast af hinu erlenda eitri, sem hefir haldið yður í svefni um þúsund ár, meðan illar þjóðir hafa notið uppskerunnar á gröfum yðar. Vaknið, og snúið aftur til Alföður og Friggjar.” Theo Henning. —Vísir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.