Lögberg - 28.06.1928, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.06.1928, Blaðsíða 3
f LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ 1928. Bta. S. Æfiminning heiðurshjóna í Mountainbygð Jóhannes Torfason. Síðastliðið ár (1927) önduðust heiðurshjónin Jóhannes Torfason og Helga Daníelsdóttir, á heimili dóttur og tengdasonar, Mr. og Mrs. S. M. Melsted, austan við Mountain, N. Dak. Bæði höfðu þau náð mjög háum aldri. Höfðu J>au lengi staði.ð fyrir búi sjálf, en svo verið síðustu þrjátíu árin til heimilis hjá Mr. og Mrs. Mel- sted og notið þar alúðar og beztu umhyggju. Helga sál. andaðist fyr, — 28. dag júnímánaðar 1927. Var hún fædd 8. dag maímánaðar 1831, og var því fullra 96 ára er 'hún lézt. Foreldrar Helgu sál. voru Daníel Jónsson og Helga Eymundsdóttir, er heimili áttu á Eyði á Langa- nesi í N. Þingeyjarsýslu, og þar fæddist Helga og ól aldur sinn framan æfi. Sex ára misti hún föður sinn og var þá áfram með móður sinni og systkinum; en svo misti hún einnig móður sína, þeg- ar hún var 15 ára. úr því veitti hún heimilinu, forstöðu, þó ung væri, með bræðrum sínum, er héldu þar áfram búskap, þar til hún giftist Jóhannesi Loftssyni. Jóhannes andaðist 21. dag des- em'bermánaðar 1927. Var hann fæddur 1. júlí 1837, og því fullra 90 ára að aldri, er hann lézt. For- eldrar hans hétu Torfi Illugason og Matthildur og áttu þau heimili í Hlíð á Langanesi. Þar ólst Jó- hannes upp til fullorðinsára með foreldrum sínum. Er þau Jóhannes og Helga gift- ust , reistu þau bú í Hlíð og voru foreldrar hans hjá þeim. Var það tvíbýli, því bróðir hans hafði jörðina að hálfu. En þegar for- eldri þeirra voru látin, fluttist Jóhannes til Eldjárnsstaða í sömu sveit og reisti bú þar, og bjuggu þau Jóhannes og Helga þar, unz þau árin 1883 fluttust til Vestur- heims. Gegn um búskaparárin á ís- landi var heimili þeirra hjóna á margan hátt fyrirmyndarheimili. Efni voru þar góð, og því mögu- Helga Daníelsdóttir. leikar til að rétta þurfamönnum hjálparhönd. Enda er því við- brugðið, hve gestrisin, góðgjörn og hjálpfús þau hafi verið. Var Jóhannes sál. höfðingi í sveit, hreppstjóri um langt skeið, og þótti hinn bezti drengur í allri framkomu og öllum viðskiftum. Er þau Jóhannes og Helga komu til Ameriku 1883, fluttust þau beina leið til Víkurbygðar í N,- Dak., og numu þar heimilisréttar- land. Þar bjuggu þau ávalt siðan. Stóðu þau sjálf fyrir búi þangað til 1897, en voru þá tekin að eld- ast svo og þreytast, að þau sett- ust að hjá Mr. og Mrs. S. M. Mel- sted, sem þá tóku við bújðrð þeirra. Fylgdi þeim góðsemin og gestrisnin og myndarskapurinn á þessar nýju slóðir hér, og bjuggu þau því góðu búi hér, létu mörgum aðstoð í té og nutu beztu vin- sælda. Börn þeirra Jóhannesar og Helgu voru: Guðilmína, látin hér i landi; Matthildur, dáin á íslandi; Ootavía, gift Sigurði Anderson og látin hér í landi; Arnþóra, kona Sigurjóns Gestssonar, búsett í Grafton, N. D.; Helga, dáin á ung- um aldri; Rósa, kona S. M. Mel- sted, búsett að Mountain, N. D., og Haraldur, látinn á ungum aldri. Auk þess tóku þau hjón til fósturs, lengri eða! skemmri tíma, fjögur börn. Eðlilega létu þau ekki til sín taka við félagsmálin hér, svo sem verið hafði á íslandi. Meðan þau voru yngri, létu þau sig þó miklu varða kirkjumálin, og störfuðu einlæglega á því sviði, því þau áttu einlæga trú í brjósti og kær- leik til kristindómsmálanna. Þá er þau Helga og Jóhannes hvort um sig kvöddu, fylgdi þeim stór hópur bygðarmanna til graf- ar. Bar það meðal annars vott um vinsældir, er þau nutu að verð- ugu. Til hvíldar voru þau lögð í grafreitnum við Mountain. Blessuð sé minning þeirra. H. S. verið stór þáttur í sigrum þeim, sem hann og félagar hans iðulega unnu. En stærsti sigurinn á því sviði vai- það, þegar hann með öðrum nemendum frá búnaðar- háskólanum í Norður Dakota ferð- aðist veturinn 1923 austur um ríki, kappræddi við sex skóla (Agricultural Colleges of Cbn- necticut, Maassachusettte, New Hampshire, Pennsylvania og Michigan og University of Maine) og unnu alstaðar, þar sem úr- skurður var gefinn. Heima í bygðarlagi sínu var Jónas sjálfkjörinn leiðtogi, sem annars staðar. Þar dvaldi hann í skólafríum sínum, sí-starfandi til eflingar félagsskap. Hann unni hugástum heimahögum sin- um, og lét ekkert tækifæri ónot- að til þess að dvelja heima hjá aínum ástkæru foreldrum og syst- kinum. Jónas var elztur af ellefu syst- kinum, og syrgja hann sjö bræður og þrjár systur og foreldrar þeirra, ásamt heitmey 'hans, Sig- ríði Erlendson. Foreldrar hans eru þau Ásbjörn Sturlaugsson bóndi í ISvoldarbygð í Norður- Dakota, og kona hans Una Vern- harðsdóttir, ættuð úr Árnessýslu. Ásbjörn er sonur Jónasar heitins Sturlaugssonar frá Laxárdal í Dalasýslu. Fjöldi vina syrgja hann sárt, því það er 'höggvið stórt skarð í hópinn. Méð honum er fallinn tryggur vinur og góður leiðtogi, sem æfinlega var reiðubúinn ti'l að rétta góðu málefni hjálpar- hönd. Æfi han3 var stutt, en rík af starfi. A. H. ÞAKKARÁVARP. Með innilegustu lotningu vott- um við öllum nábúum og vinum fjær og nær, þakklæti okkar fyrir þá miklu hjálp og 'hluttekningu á allan hátt, sem við urðum aðnjót- andi frá þeim, í veikindum og dauða sonar okkar og bróður, Jónasar. Ásbjörn Sturlaugsson, og fjölskylda. sagnaritun hafi haldið verið á- fram eítthvað fram á þrettándu öldina, jafnvel fram tim hana miðja. Enda er ekki ólíklegt, að þeir Styrmir prestur Kársson og Snorri /(Sturluson hafi eitthvað fengist við að rita íslendingasög- ur. Og tSturlunga getur þess, að Sturla Sighvatsson var með Snorra föðurbróður sínum í Reykholti veturinn 1230—31, og lét rita sög- ur eftir þeim, er Snorri setti sam- an. Að eitthvað af þeim hafi ver- ið íslendingasögur, væri ekki ó- líklega til getið. JÓNAS STURLAUGSSON Þann 28. apríl andaðist Jónas Sturlaugsson, tæplega þrítugur að aldri, á heilsuhæli í Denver, Colorado. Hann var fæddur 27. júlí 1898, í Svoldarbygð í Norður- Dakota. Jónas var einn af hinum allra efnilegustu ungu mönnum á meðal vor, drengur góður í hví- vetna og duglegur með afbrigðum. Æfi hans var stöðug leit eftir þekkingu og starf í þágu hugsjón- anna. Hugsjón Jónasar var að eyða æfi sinni í þarfir landbún- aðarins og bændastéttarinnar. Honum skildist snemma, að til þess að njóta sín á því sviði, er þekkingin nauðsynleg. Einsetti hann sér því að leita þeirrar þekk- ingar, sem fáanleg er, og neytti allra sem krafta andi námsmaður. Hann byrjaði á barnaskólanámi 8 ára að aldri, og lauk hann því á sex árum. — Haustið 1917, þá 19 ára, fór hann til Fargo, til að stunda nám við búnaðarskóla Norður Dakota. Fjögra ára miðskóla námi (high school) lauk hann á þrem árum, útskrifaðist vorið 1921. Eitt ár var hann utanskóla við kenslu. Framhaldsnám (lCollege Course) stundaði hann við sama skóla og lauk hann einnig því námi á þrem- ur árum, einu ári skemur en vana- legt er. Hann útskrifaðist sem “Batchelor of Science” í Búnaðar- hagfræði vorið 1924. Að loknu búnaðarskólanáminu í Norður Dakota, hafði Jónas löngun til að gjörast bóndi, en námfýsin varð sterkari. Hann tók því námsstyrk, er honum var veittur við University öf Wiscon- sin. Var hann þar við nám frá því haustið 1924, þar til hann veiktist í maí 1927. Hann hefði hlotið doktors-stig í búnaðar-hag- fræði í fyrra, ef veikindin hefðu ekki hamlað því. Þegar hann útskrifaðist frá búnaðarskólanum í Norður Da- kota, Ihafði hann hlotið allan þann heiður og viðurkenningu, sem þar er veitt. Hann var kjörinn félagi í heiðursfélögunum Scabbard and Blade, Alpha Zeta og Phi Kappa Phi. Allan tímann, sem Jónas var við nám, vann hann fyrir sér. til að búa sig sem'Þrátt fyrir það tók hann mikinn bezt undir lífsstarf það, sem hann hafði valið sér. Fyrir ári síðan, hann var að búa sig undir fullnaðarpróf fyrir doktorsstig, varð hann veikur og komst aldrei til heilsu aftur. Jónas heitinn var framúr skar- þátt í félagsmálum, og var leið- togi á meðal nemenda. Snemma komu í Ijós hjá honum mælsku- hæfileikar, og tók hann mikinn þátt í kappræðum. Kom þar í ljós sama vandvirknin og við nám- ið. Röklieðsla hans mun oft hafa Hver er höfimdurNjálu? Er í Skál hjá Ormi var, eitt sinn tíginn gestur, gulli málið skiru skar, —skráði af Njáli sögu þar. M. S. Hver verið hafi höfundur Njálu, hafa verið nokkuð sundurleitar skoðanir um manna á milli, og lítið mun hafa verið um það rit- að á íslenzku máli. Ekki man eg hvar eg sá þess getið til (fyrir all- mörgum síðan árum), að hún vera mundi verk Haukdæla. En engar skýringar voru þar bornar fram því viðvíkjandi. Enda ekki mjög líklegt, að svo hafi verið. Dr. Guðbrandur Vigfússon hef- ir (um 1860) ritað “Rðk um aldur Njálu”, er hann sent hefir pró- fessor Konrad Maurer í Munken. Stendur sú ritgerð í Skírni 1922 Þar er því haldið fram, að sagan sé ekki rituð fyr en í lok þrett- ándu aldar; sem byggist á því, að eldri handrit sögunnar finnist ekki, en frá þeim tíma; sem flest telur hann komin af Vestfjörðum, að vitni Árna Magnússonar, og vera þar rituð. Að Njála sé því vestfirzk, af hinum vestfirzka sagnaskóla, telur hann hiklaust, sem hann líka dregur fram af snild máls og efnismeðferð sögunnar; sérstaklega bendir hann á örnefni * norðan og innan vert við Breiða- fjörð. (Bjarneyjar, Þrándargil.) En vel mætti höfundur Njálu hafa þ kt þau örnefni, hvar helzt sem hann ritaði söguna, — annað hvort af eigin staðreynd eða frá öðrum er þar hafa verið kunnugir. Og lítið er gert hér úr sannleiksgildi Njálu, sem færð eru fram ó- yggjandi rök fyrir. En þær skoðanir á Njálu, er dr. Guðbrandur setur fram í for- málanum fyrir útgáfu sinni á Sturlungu, þykja ekki koma að ðllu leyti heim við þessi “Rök”.— En þá útgáfu á Sturlungu hefi eg ekki séð. — En í ritgerð sinni “Um tímatal í fslendingasögum” held- ur hann því fram, að sögugerð þeirra hafi lokið verið um lok tólftu aldar. Auðvitað styðst hann þar við það, sem stenur í inngangsorðum að “Prestasögu Guðmundar góða”. Þar segir: “Flestar allar sögur, þær er hér hafa gerst á íslandi áður en Brandur biskup Sæmundarson andaðist voru ritaðar.” En dán- arár hans var 1201. Þessi um- mæli geta verið að mestu leyti rétt, að flestar fslendingasögur hafi ritaðar verið fyrir þann tíma. Þó þykir fullsannað, að þeirri Jósafat Jónasson ættfræðingur hefir samið formála fyrir Þor- steins sögu Síðu-Hallssonar. Þar hedlur hann því fram, að sú saga muni rituð vera um miðja þrett- ándu öld. Og höfund hennar tel- ur hann líklegastan Teit lögsögu- mann Einarsson, bróðurson Giz- urar jarls; því niður til Gizurar er ætt rakin frá Síðu-Halli. Verð- ur því sú tilgáta mjög sennileg. Teitur lögsögumaður er veginn austur í Fjörðum að sögn Sturl- ungu, árið 1258. Því er mjög lík- legt, að þar hafi hann verið bú- settur, og kynst þar frásögnum af þeim Þorsteini og Þórhaddi. En höfundur sögunnar hefir þekt Njálssögu, því til hennar vitnar hann um viðureign Sigurðar jarls og Flosa. Því er auðsætt, að Njála hefir fyrri verið til en Þorsteins saga SiðuJIallssonar, þótt ekki hafi verið í sinni núver- andi mynd. Dr. Helgi Péturss heldur því fram í Nýal að Njála hafi upp- haflega verið rituð á Vesturlandi, og það ekki eins seint og sumir hafa haldið. En ekkert færir hann fram, þeirri tilgátu til stuðnings. Því verður hún nokkuð ónákvæm, til þess að nokkuð verði á henni bygt. í Skírni 1923 stendur ritgerð, um Brand biskup Jónsson á Hól- um, eftir Tryggva Þórhallsson. Telur hann þar ■ sennilegt, að Brandur hafi haft meiri eða minni afskifti af Njálu, í því að steypa hana í eina heild, og að hann hafi unnið að því, er hann var ábóti í Þykkvabæ (1247—62). Dregur hann þá ályktun af því, hversu Flosa er borin vel sagan í Njálu. En af því mér virðist höfundur sögunnar ekki hafa alstaðar verið hlutvandut að heimildum, og jafn- vel vísvitandi hallað réttu máli, hvar sem honum hefir boðið svo við að horfa, finst mér Brandur biskup ólíklegur til þess að hafa átt nokkurn hlut að sögugerð Njálu, sízt í hennar núverandi gerð. Það er ekki langt síðan eg las ritgerð í “Sögu” (missirisriti Þ. Þ. Þ.), eftir Stein Dofra, með fyrirsögn: “Hver er höfundur Njálu?” Þar heldur hann því fram, að Einar lögmaður Gilsson hafi verið hðfundur sögunnar, þó með tilstyrk Arngríms ábóta Brandssonar. Það helzta, sem hann tilfærir því til stuðnings, er samanburður á vísum í Njálu, og drápum Einars, um Guðmund bisk- up góða, er hann telur svo líkar. Bendir hann hér á hluttaksorðs- endinguna — andi flt. — endur, sem hann telur metfé Einars, en Njála er svo auðug af í vísna gerð. Nú eru það flestar hinar forna fslendingasögur, þar sem um nokk- urar vísur er annars að gera, er eiga vísur fleiri eða færri, sem eru skreyttar þessum hluttaksorðs- endingum. Þó kemst Þórðar saga hreðu þeirra lengst með þær end- ingar; því það eru, því sem næst, þrír-fjórðú hlutar af vísum þeirr- ar sögu, sem era á sér þetta met- fé Einars. í vísum Sturlunga- sögu eru slík orð ekki heldur neitt fágæt. Þar eru fimm vísur eftir Snorra, og bera þrjár þeirra þetta höfundarmerki Einars á Njálu, og tvær vísur Gizurar af þremur, sem hann á þar, eiga þar sam- merkt við. Á þessu má sjá, hvað fornskáldum vorum hefir verið ar var að líkindum systur- eða dóttursonur Hauks lögmanns. Þar finnast nöfnin Einar og Gils í Borgarfirði 'í ætt frá Valgerði systur Hauks. 4. Enginn er líklegri til að hafa ritað Njálu eins og hún nú er, en sá, sem orti þessar 14. aldar vísur flestar. Það var Einar. 5. Njála hefir öll sama stýl- færi (þó ekki Arngríms ábóta). Það sýnist keimlíkt vísum Einars (sbr. t. d. nakkvat (— nokkuð o. fl.). ,í þessum fimm greinum get eg ekki fundíð nokkurt það atriði, er bendi í þá átt, að líkur fáist fyrir því, að Einar lögmaður Gilsson hafi haft nokkur afskifti af spgu- gerð Njálu. Orðið “nakkvat” væri takandi til greina, sem líkur fyrir því sem þar er haldið fram um Einar, ef það hefði hvergi sézt nema á Njálu og vísum Einars. Nú má finna það í vísu hjá Agli, í flt. nakkvarir, og í Sonartorreki nokkvers. Gunnlaugssaga hef'r nakkvarr. Og í vísu hjá Grími Droplaugarsyni er nekkvat. Slíkt orð fær engan veg gefið nokkuð til kynna um höfund sögunnar eða aldur hennar. Að vísurnar í Njálu séu f jórtándu aldar vísur, er býsna hæpið að fullyrða. Því vísnagerð þéirra tíma hefir ekki tekið breyt- ingu sem nokkurs gætir á fullum mannsaldri, eða jafnvel hálfum meir, nema fyrir utan að komandi áhrif, sem þá hefir ekki heldur verið miklum til að dreifa, og það langt aftur litið. Auk þess sem höfundur þessar- ar Sðguritgerðar tilfærir í hinum fimm röksemdagreinum sínum, telur hann margar vísur í Njálu orðrétta endurtekning af vísum Einars Gilssonar. En áetli það hefði ekki farið eins vel, eða bet- ur, að hafa hér endaskifti á efni- viðum Njálu, með því, að Einar hafi tekið Njáluvísumar sér til aðstoðar við sína vísnagerð? Því ekki sýnir Ólafsríma (sem honum er eignuð), að honum hafi látið vel ljóðagerð. Og sízt ber hún höfundarmark Njálu. Sama mætti segja um það, sem hann telur tek- ið vera úr Hauksbók í Njálu, að á því mætti hafa endaskifti, a. m. k. mætti öllu fremur ætla, að Haukur hafi þekt Njálu. En þó rétt mætti vera tilgetið með frásöguna um Þórð Steinunn- arson, að hún sé gefin Gunnnari Lambasyni, þá nær hún ekki þeim tilgangi, að færa fram líkur um aldur Njálu eða höfund hennar. Sú frásögn er til orðin áratug fyr- ir miðja þrettándu öld, og hefir lifað í munnmælum og verið víða kunn, löngu áður en hún er færð í letur. Sama má segja um Kol- bein svarta, er flytur Kára utan, að hann sé tekinn úr Sturlugu- safninu inn í Njálu, mun að lík- indum eiga að sanna aldur sög- unnar. Sá Kolbeini) svarti, sem Sturlunga nefnir, flytur þá Har- ald og Filippus Sæmundarsyni ut- an og druknar með jþeim árið 1251. Og síðasta smiðshögg á Njálu mætti hafa verið fært a hana á næstu árum eftir þann at- burð. Svo er ekkert heldur ólíklegt, verið til þess að vera höfundur Njálu.) ’ Vísa eg þar til sögunnar um þeirra viðureign. Svo mun eg leitast við, að gera nokkuð nákvæma grein fyrir þess- ari minni skoðun, bæði um foreldri Kolbeins og annara, sem háðung- ar eru gerðar, og því ósanngjarn dómur hefir fallið á fyrir með- ferð sögunnar. Þar næst mun eg færa fram líkur um höfuðatriðið, að hve miklu leyti eg álít að Snorri hafi fengist við sögugerð Njálu. Og svo hverir líklegir geti verið til þess að fullgera það verk. “Frá Valgarði er kominn Kol- beinn ungi” ((Njálss. kap. 25.) — Þótt Njála geti þess ekki, á hvern hátt Kolbeinn ungi sé kominn frá Valgarði, má leiða nokkuð sterk- ar sannanalíkur að þeirri ætt- færslu. Kolbeinn ungi var fimti liður í beinan karllegg frá Ás- birni, sem Ásbirningar eru við- kendir; og er sú ætt rakin í ætt- artöluþætti Sturlungasðgu. “Son Ásbjarnar var Arnór. Hann átti Guðrúnu dóttur Daða Starkaðar- sonar. Þeirra son var Kolbeinn. En son hans var Tumi, faðir Am- órs föður Kolbeins unga. Nú vill svo vel til, að Njála getur þess, að Flosi biður Rannveigar dóttur Marðar Valgarðssonar til handa Starkaði á Stafafelli bróðursyni Frh. á bls. 7. iMARTIN & CO. Kjólar með vœgum afborgunum Sumarfatnaður Kvenna NIÐUR VERÐA AÐ SELJASH NÚ ÞEGAR MEÐ AÐEINS að nafnið geti verið rétt tilfært i Njálu. Enda verður ekkert á því bygt, hvað þetta málefni snertir, sem hér um ræðir. Og að Járn- grímur, sem vitraðist Guðmundi guð-þekka, hafi breytt verið í draummann Flosa, mætti ætla á- gizkun eina, sem engin minstu rök hafi að styðjast við. Því slík fyrirbrigði á ýmsum tímum, eru svo oft í náinni líkingu hvert við annað. Hér virðist höfundur þessarar ritgerðar, Steinn Dofri, vera nokk- uð fljótfær í þeim ályktunum sín- um, er hann tilfærir um höfund Njálu. I Og stingur þar nokkuð mikið í stúf við alt annað, sem eg hefi séð frá hans hendi, sem alt hefir verið nákvæmlega grundað og rökstutt. Og svo vel hefir hann gert fyrir ættjörðina (“Bútar”), Á sárhvexjum kven- kjól í búð vorri sem eru alt að $25.00 virði. tamt að grípa þetta þægilega orð j aðrir hafa ekki getr betur, þótt inn í kveðskap sinn. Og hæpið verður að finna höfund Njálu af svo algengum orðatiltækjum. Svo leitast höfundur þessaraf ritgerð- ar við að heimfæra sannleiksgildi þess að Einar Gilsson hafi verið þöfundur Njálu, er hann setur fram í fimm greinum, sem hér fara eftir: 1. Hðfundur Njálu er lögmað- ur og skáld. Einar var hvort- tveggja. 2. Höfundur Njálu stælir (d- sjálfrátt) vísur Einars um Guð- mund góða. Hver kunni þær bet- ur en Einar sjálfur? 3. Hann þekkir Hauksbók. Ein- betri hafi haft aðstöðuna. Þaðg líklegasta sem mér hefir fundist að álykta mætti, hver verið hafi höfundur Njálu, er það hversu forfeðrum Kolbeins unga er þar borin sagan. Ssem er líka auðsætt, að ekki muni farið rétt m ð þær frásagnir allar er þá snerta, en koma líka í mótsögn við réttfært timabil, og aðrar sterk- ar sannanalíkur. Þegar maður hefir lesið annað b;ndi Sturlungasögu, liggur það svo ljóst fyrir, að meiri fjand- mann hefir Kolbeinn ungi ekki getað átt en einmitt Snorra Sturlu- son (þ. e. þann, sem líklegur gæti Þeir eru úr fögru, þryktu silki, Craysheens, Fujis, Rayons, Crepes de Chine og Georgettes. Sérstök Kjörkaup $3.95 $3.95 $0.75 $Q.75 $1095 $15 75 $19.75 $2475 Yfirhafnir og Kjólar með afar niðursettu verði. Vanav. $15.95 til $49.50 Nó $4.95 til $35.00 i IAUDVELT AÐ BORGA MEÐ OKKAR | FYRIRKOMULAGI MIKIÐ ÚRVAL AF KARLMANNA FATNAÐI OG KÁPUM 19.75 TIL $45.00. OPIÐ A LAUGARDÖGUM TIL Kl. 10 E H. MARTIN Easy Payments Limited 2nd Floor Wpg. Piano Bldg. — Portage and Hargrave. L. HARLAND, Mauager.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.