Lögberg - 28.06.1928, Blaðsíða 2
«8. 2
iÆGtflöRG, FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ 1928.
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
JjMOOeOOeOOOeeOOOeeeOOOOeOeOOeOeOOOOOOOOeOOOOeeeeeeeOeoeeeOeOOeeOeOeoeeeOOeoeeeeeeOOeeOOOOOOOOOeoeOeeOOeoeoeeeOOOeeOOeOOfleOOeoeeeOC
Allir fuglari
“T sumar við syngjum allir,
þá sólin í heiði skín.”
Lœvirkinn:
“Eg kvæðin mín kveð að morgni.M
Náttuglan:
“Að kveldi þú heyrir mín.M
Allir fuglar:
“Við syngjum um ást og unað
og öll okkar leyndarmál;
það bezta, sem getum við gefið
og glatt þína harnasál.”
Rauðbrystingur:
“En vetrarins kuldi kemur
með kvíða og sorg og raun,
þá manstu víst eftir okkur
með eitthvað í kvæðalaun.”
Allir fuglar:
“Við hýmum við hélaða rúðu
og höfum ei vott né þurt,
þá réttu* okkur vatn og rúður,
en rektu’ okkur ekki burt.
Þig munar það ekki mikið,
það má okkur bjarga þó
frá hörmung og hungurdauða
í hríðum og köldum snjó. ”
Dúfan:
“Við finnum til rétt eins og fóHrið;
já, finnum til djúpt og heitt,
er blessaðir ungarnir biðja
um brauðmola’ og fá ekki neitt.”
Allir fuglar:
“Ef gefurðu vatn og vistir
í vetur, þá hríðin sker,
þá syngjum við aftur söngva
að sumri og skemtum þér.”
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.
FAGURBÚINN FUGLINN MINN.
Fagurbúni fuglinn minn,
friður býr í kvaki þínu;
hvíld þú finnur ferðlúinn
fyrir þreytta vænginn þinn;
hafið vítt og himininn
heillar þig með frelsi sínu.
Fagurbúni fuglinn minn,
friður býr í kvaki þínu.
Ef eg gæti, eins og þú,
endalausan kannað geiminn;
þyrfti hvorki braut né brú,
brytist fram með sterkri trú,
iðn mín skyldi sífelt sú,
sólargeisla’ að flytja ’ í heiminn.
Eg eg gæti, eins og þú,
endalausan kannað geiminn.
Fagurbúni fuglinn minn,
friður býr í kvaki þínu;
sólskinsheiði himininnn
hlær í gegn um sönginn þinn,
við það hlýtur heimurinn
hjartaskifti’ í brjosti sínu.
Fagurbúni fuglinn minn,
friður býr í kvaki þínu.
Sig. JÚI. Jóhannesson.
LITID TIL FUGLANNA.
Lítið til fuglanna í loftinu, börnin mín kceru.
lofa þeir guð sinn; ó hlustið á söngljóðin skceru!
Kvaka þein kátt, kátir þeir una við smátt,
léttir í loftinu tceru. V. Br.
Of fá munu þau vera, börnin, sem kunna
þetta erindi úr indælu “ Bamasálmunum ” hans
Valdimars Briem; og þó ef til vill enn færri
börn og fullorðnir, sem hugsa um, hve mikilli
þakkarskuld þeir standa í við “loftfarana”
smáu, sem um þetta leyti árs heimsækja land
okkar í þúsunda tali. Of fáir, sem gera sér
grein fyrir þeirri siðferðilegu skyldu og gest-
risni, sem þeim ber að veita sumargestunum
glöðu.
Sú var tíðin (og hún ekki svo langt að baki),
að sá þóttist mestur maður, sem “fann” flest
eggin á vorin, — var mestur eggjaræninginn.
Smalamir bára saman eggjatöduna og vora
hróðugir af kænsku sinni, að “liggja á” spóa
og fleiri fugla.
Á þessu er nú að vísu orðin nokkur breyt-
ing til hins betra, en þó fráleitt hvergi nærri
því, sem vera ætti. Dýraverndunarfél. og ung-
mennafél. hafa vakið þjóðina til umhugsunar á
þessum ósóma (eggjaráni og fugladrápi), og
undan þeirra rifjum eru fuglafriðunarlögin
rannin, og eiga þessi félög þökk skylda fyrir
þau. En lög eins og fuglafriðunarlögin er auð-
velt að fara kring um, ef ekki er til siðferðileg
tilfinning innra hjá manninum, að þau séu sið-
ferðilega rétt.
Þessi siðgæðiskend verður því sí og æ að
halda vakandi. Treysti eg “ Dýravemdaran-
um” bezt til þess, svo og barnakennurunum og
“ rétthugsandi ” ungmennum þessa lands.
Það er með fuglana, og dýrin yfirleitt, eins
og mennina, að það má oft gleðja þá eins og
hrjrggja, og hjálpa þeim í lífsbaráttunni, í stað
þess að gera hana örðuga og ræna því, sem þeir
unna heitast.
Langar mig nú að segja “Dýraverndaran-
um” frá þremur smá atvikum því til sönnunar.
Þau sýnast fl'jótt á litið smávægileg, og varla
umtalsverð, en eru þó umhugsunarverð.
Sumarið 1912 var eg við brúargerð á Ytri-
Bangá. Veturinn áður hafði verið dregið að
grjót til stöplagerðar og því hlaðið upp í köst
á árbakkanum. Um vorið hafði steindepill
verpt í grjóthrúgunni og var ekki enn búinn að
unga út, er nota átti grjótið.
Sýndist nú ekki annað fyrir hendi, en að
eyðileggja hreiðrið. Tók eg þá það ráð, að færa
hreiðrið smátt og smátt til í grjóthrúgunni, eft-
ir því sem hún var notuð, þar til ekki voru eftir
nema nokkrir steinar umhverfis hreiðrið. Þetta
hepnaðist ágætlega. Fuglinn afrækti ekki egg-
in, en settist fljótlega á þau, eftir hverja færslu
og sat rólegur á þeim þó að við værum að vinna
þar í grjótinu. Ánægjunni, sem við verkamenn-
imir höfðum af að sjá alla þá umhyggju og ná-
kvæmni, sem fuglinn sýndi eggjum og síðar
ungum, ætla eg ekki að lýsa. Að sjá hvemig
hann bar þeim fæðuna í nefinu, en dritinn burt
í klónum. Það var víst, að við það að veita
lifnaðarháttum fuglsins eftirtekt, drógst hugur
okkar oft frá óþörfu og ómerkilegu umtals- og
umhugsunarefni.
öður sinni stóð líkt á um atvik; ætlaði eg þá
að leika sama leikinn, en það mistókst, áreiðan-
lega af því, að nákvæmni mín var ekki nóg.
Enn var það, að eg var við vegagerð. Hafði
þá verpt lóuþræll, þar sem taka átti skurð.
Skildi eg þá eftir þúfu í honum miðjum með
lóuþræls-hreiðri í. Og enn sem fyr, höfðum
við vegagerðarmennimir ánægju af að sjá til
fuglsins. Margfalt meiri, en við mundum hafa
haft af að eta egg hans.
Loks var það síðastliðið sumar, að eg var
enn við vegagerð. Var tjald mitt um tíma á
vatnsbakka einum. Syntu á -vatninu fuglar
fram og aftur eins og gerist. Einkum var það
önd með unga, sem dró að sér athygli mína.
Hólmi var enginn í vatninu eða þúfa fyrir fugl-
ana að hvíla sig á. Gerði eg mér til gamans
eitt kvöldið, að stinga hnausa úr vatnsbakkan-
um draga svo langt sem eg gat út í vatnið.
En hvað haldið þið, að hafi Verið það fyrsta,
sem eg sá, er eg kom út úr tjaldinu morguninn
eftir? Auðvitað öndina með ungahópinn sinn.
Og þá sjón sá eg eftir það kvölds og morgna
þann tíma, sem eg átti eftir að vera við vatnið.
Eklri get eg skilið innræti þess manns, sem
dytti í hug að mið byssu á þann hóp, eða sem
líkt stæði á um. Og þó em þeir menn til, því
ver og miður.
Þessara smáu atvika hefi eg getið, ef þau
kynnu að verða einhverjum ungling til eftir-
breytni eða umhugsunar á næsta varptíma.
Á sumardaginn fyrsta 1928.
Guðl. E. Einarsson,
Dýrav. frá Litlu-Tungu.
LITIÐ ÆFINTÝRI.
Sólin skín glatt og sendir geisla sína til
jarðarinnar, sem öll er döggvot undan nóttinnL
Og döggin glitrar í sólskininu, svo að hver
dropi er eins og ofurlítil, glansandi og gagnsæ
perla.
Lengst frá austri heyrist suðandi elfarnið-
ur og í suðri blánar fyrir Hengli, fjallinu stór-
hrikalega, með standbergs-klettunum og blóma-
brekkunum. 1 vestur nær sléttan svo langt,
sem augað eygir.
Á stóra fjörunni suður undir Hengilinum
situr hópur af fannhvítum svönum. Þeir eru
að baða sig. Eftir stutta stund synda þeir út
á miðja tjömina og hef ja sig þar til flugs. Þeir
fljúga í suðurátt. Og glóandi heitir sólargeisl-
amir verpa þá slikjugulum ljóma. Þannig bar
þessa stóru, hvítu fugla, hæst við hamrabrún
Hengilsins. Svo lækka þeir flugið og líða með-
fram klettabelti, sem er neðar í fjallinu. En
að lokum hverfa svanimitf út í geiminn, suður
undir sólarskýin.
Nú flytjum við úr landi, á meðan svanimir
fljúga til suðurs, förum í sömu átt, og erum
komin á annað land, löngu á undan þeim. Það
land er ólíkt hinu, en það er líka fagurt. Undir
gróðursælu fjalli stendur konungshöll og í
kringum hana liggja aldingarðar, þar sem fög-
ur blóm og tré vaxa.
í þessum aldingörðum em nú konungssyn-
imir á morgungöngu sinni. Þeir em sjö, og
hver þeirra hefir gullboga í höndum. Áftur og
fram reika þeir um þessi dýrðarveldi og njóta
morgunblíðunnar. Á stundum skemta þeir sér
við að hrista döggina ofan úr trjáliminu.
Þegar minst varir, hljómar loftið af yndis-
legum svanasöng. Konungssynirnir líta upp
og sjá svanahópinn svífa hátt í lofti, yfir ald-
ingörðunum. Þeir verða hrifnir, og meira: —
þá langar til að kynnast fuglum þessum betur.
Og konungssynirnir benda hina gullnu boga og
skjóta örvunum á svanahópinn. Sjö særðir
svanir falla til jarðar, og era andvana áður en
niður em komnir. Og kongssynirnir fara hlakk-
andi heim af morgungöngunni með blóði drifna
svanina, en hinir lifandi svanir svífa stóran
boga til austurs og hvenfa í norðurátt.--—
Þegar sólin var að setjast, og helti aftan-
bjarmanum yfir sléttuna, sátu svanirnir á tjöm-
inni norðan undir Henglinum. Þeir vora færri
en áður. Hvort var það örlög, eða að eins til-
viljun, sem hafði höggvið skarð í hópinn
þeirra?
—Dýrav. Sig. Kr. Sigtryggsson.
SYNGDU, LITLA LÓA!
Syngdu, litla lóa,
ljóð um vor og æsku,
gróðrarhug og gæsku. —
Syngdu, litla lóa!
Syngdu, litla lóa,
létt og blítt frá hnjóti,
huggun svo eg hljóti. —
Syngdu, litla lóa.
Syngdu, litla lóa,
— ljómar sól í mónum, —
töfra þú með tónum. —
Syngdu, litla lóa.
—Dýrav. Sig. Kr. Sigtryggsson.
Músin, sem gekk út í.fyrsta sinn.
Músarmóðir slepti dóttur sinni komungri
að ganga í fyrsta sinni út undir beru lofti, og
hafði hún áður varað hana við ýmsu og kent
henni heilrði; en eftir stutta stund kom mýslan
aftur lafhrædd með öndina í hálsinum og hljóp
inn í holuna. “Æ, móðir mín góð! ” sagði hún,
“núna vantaði lítið á, að illa hefði farið fyrir
mér. Eg hafði ekki langt farið frá hfbýlum
okkar, — þá sá eg undarlegt dýr, svo að jafn-
fallegt hefi eg aldrei séð. Það var miklu stærra
en þú, en svo blíðlegt og yndislegt, höfuðið slétt
og snoturit, með uppmjóum eyrum. Á öllum
búknum var marglitt hár og sérlega mjúkt.
Ekki sá eg neinar klær á löppunum; það var
eins og dýrið krepti þær saman þegar það gekk.
Það var sem því litist vel á mig, því það lagðist
niður og beið mín með vinalegu augnaráði.
Það var rétt að mér komið að fljúga í fangið á
því, en í sama vetfangi kom eitthvert hræðilegt.
illdýri. Eg skelf enn aif hræðslu, þegar eg hugsa
til þess. Þama kom það, með stóra, útglenta
vængina, með klæmar bognar og hvassar, aug-
un glóandi og ógurlegt í framan, með kambinn
eldrauðan og nefið langt og hræðilegt. Og jafn
harðan opnaði það nefið með svo voðalegu
gargi, að eg flýði hingað hálfdauð af hræðslm”
“Hamingjunni sé lof, að þú flýðir”, sagði
sú gamla, “því það skaltu vita, að dýrið sem
þér geðjaðist svo vel að, það var kötturinn,
alda-fjandi okkar músanna. Hefðirðu komið
einu feti nær honum, þá hefði hann drepið þig.
Þess vegna v*r hann svona vinalegur, að hann
vildi lokka þig til sín. En hitt dýrið, sem þú
hræddist svo fjarskalega, hefir einmitt orðið
til að bjarga lífi þínu. Það var haninn, sem
aldrei gerir okkur músunum minsta mein.”
NÚ ER TIMI TÚN AÐ SLÁ.
Nú er tími tún að slá,
tek ég orf og dengi ljá.
Létt er verkið, ljárinn bítur,
lauf og gras af eggjum hrýtur.
Gaman, gaman, grænum teigum fækkar,
gaman, gaman, slægjan óðum stækkar.
Heyrðu, Gunna, hér má sjá,
háa múga, nóga ljá.
Þú mátt hrífu þína taka,
þú ifær nóg til kvölds að raka.
Láttu Fiimu föngin saxa og bera,
flekkinn rifja, nú er margt að gera.
Nú er sól og sumarblær,
sjór og land af gieði hlær.
En sá þurkur! Út í heyið!
Alt er túnið rakað, slegið.
Nú skal dreifa, snúa, setja sæti.
Sei, sei stúlkur, en það fjör og læti.
Beiðing á hann Bauð og Val!
Beipin út, nú binda skal.
Flytjum heim af túni töðu,
troðum fulla stóra hlöðu.
Þegar öllu þessu inn við náum
þakkir við og töðugjöldin fáum.
Þegar nálgast hret og hríð,
haustar að og versnar tíð,
verð ég hey í hlöðu leysa,
hrista það og láta’ í meisa.
Því að kýr á básnum baula svangar,
bolagrey í töðuhárið langar.
Nú má Gunna fara í fjós,
fötur taka , kveikja ljós,
gefa, moka, mjólka brynna,
margt til gagns og þrifa vinna,
flytja heim úr fjósi mjólkurdropa,
færa bömum góðan, volgian sopa.
—Kv. og Leikir. Páll Jónsson.
í berjamó er gaman.
í berjamó er gaman,
börn sér leika saman.
tína ber í bolla
og brosa við.
Sólin litar hólinn,
heiðbláan kjólinn,
um jörðu hrærast,
því Ijúft er geð.
Professional Cards
DF» B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bld*. Oor. Graham og Kemnedy Sts. PHONE: 21 884 Office tímar: 2—3 Phone: 27 122 Wlnnipeg, M&nltoba.
COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka áheralu fl aö selja meöul eftir forskrlftum lsekna. Hln beztu lyf, sem hægt er aö fá, «ru notuö eingöngu. Pegar þér komlC meö forskriftina tll vor, megitS þér vera vlss um, aö fá rétt þaC eem læknirinn tekur tö. Nótre Dame and Stierbrooke Phones: 87 669 — 87 «6« Vér seljum GiftingaleyfisbrM
DR O. B.TORNSON 216-220 Medical Arts BJdg. Cor. Gnaíiam og Kennedy Sta. FHONE: 21 884 Office tlmar: 2—8. Heimlll: 764 Victor St. Phone: 27 586 Winnlpeg, Manltoba.
DR. B. H. OLSON 918-220 Medloal Arts Hldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Pbone: 2) 834 Office Houra: 8—k Helmili: 921 Sherbume St. Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON 918-220 MedJcal Arta Bldg Cor. Graham og Kennedy 8te. Plkoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aö hlMta kl. 10-12 f.h. og 2-6 eJ>. Heimili: 373 Rfrver Ave. Taiia. 42 691
DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. •tundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Br aö httta frá kl. 10-12 t. h. og 3—6 e. h. Office Phone: 29 296 Heimili: 80’6 Vlctor St. Sfml: 28 188
Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON Ti.TiTilflelra.1r 218-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bte. Phone: 21 834 Heimilis Tais.: 28 128
DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: 28 889
1 Dr. S. J. Jóhannesson stundar almennar lœkaingar 532 Shflrburn St. TaU. 30 877
G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Marylaní Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h.
Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 268 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum.
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
ísL lögfrseSlngar.
Skrifstofa: Room 811 McArthar
Bullding, Portage Ave.
P.O. Box 1666
Phones: 26 849 og 26 84*
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON
lslerazklr iögíra*6lngar.
356 Main St. Tals.: 24 >68
peir hafa einnig eknifatxDfux &C
Lundar, Rlverton. Gimli og Pinojr
og eru þar aö hitta & eftlrfylfj-
andl tlmivm:
Lundar: Fyrsta miövikudag,
Riverton: Fyrsta flmtudag,
Gimli: Fyreta miövlkudag,
Piney: Priöja föetudag
I hverjium mAnuði
J. Ragnar Jotinson,
B.A., LL.B, LL.M. (Harv.)
íslenzkur lögmaður.
704 Mining Exchange Bldg.
356 Main St.
Winnipeg, Manitoba.
Símar:
Skrifst. 21 033. Heima 29 014
JOSEPH T. THORSON
ísl. lögfræðingur
Scarth, Guild & Thoraon,
Skrifstofa: 308 Great West
Permanent Building
Main St. south of Portagw.
Phone 22 768
G. S. THORVALDSON,
B.A., LL.B.
Lögfræðingur
709 Electric Chambers
Talsími: 87 371
Residence Office
Phone 24 206 Phone 24 107
E. G. BALDWINSON, LL.B.
Barrister
905 Confederation Life Bldg.
Winnipeg.
A. C. JOHNSON
»07 Confederation Life Bidf.
WINNIPEG
Annast um faateignir manna. Tek-
ur aö sér aö ávaxta apariíé fölka.
Selur eldsábyrgö og blfnedöa ábyrgö-
lr. Skriflegum fyrirspumum avaraS
samstundis.
Skrifstofusími: 24 263
Heimaalml: 33 388
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
R e n t a 1 s
Insurance
Real Estate
Mortgagei
600 PARIS BLDG., WINNPBG.
Phones: 26 349—26 340
Emil Johnson
SFRVIOE ELEOTHIO
Rafmagns Contractlng — AlWovn*
rafrrvaonsáhötd seld og viO pau gart
— Eg sel Moffat og CcClarv Ma-
vélar og hefi þwr til sýnis á verk-
stœOi minu.
524 8ARGENT AVBL
(gamla Johnson’s byggingln v!8
Young Street, WlmUp«)
Verkst.: 31 507 Heima:27 186
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke 8t.
Selur llkkistur og annaet um flt-
farlr. AUur útbúnaður afl beglfl.
Ennfremur selur hann eiiakomr
minnisvarSa og legsteina.
Skrlfatofu tate. 86 607
Hetmllla Tals.: »8 808
Dr. C. H. VR0MAN
Tannlœknir
605 Boyd Building Phone 84 1T1
WINNIPEG.
SIMPS0N TRANSFER
Verzla meö egg-á-dag hransnafööur.
Annast einnig um allar tegundir
flutninga.
647 Sargent Áve. Simi 27 240
FowlerQptical
294 CARLTON ST.
NEXT TO FREE PRESS
ANDERSON, GREENE & CO„ LTD.
námasérfræöingar
MeðUmir I Winnipeg Stock Ex-
change. öll viðskiftl afgreidfl fljött
og vel.
Llndsay Bldg. 226 Notre Darae Wpg.
Löggilt af stjóm Manitoba-fvlkis.
Simi: 22 164. Finniö oss I sam-
bandi viö námuviöskifti yðar
Holmes Bros. Transfer Co.
Baggage and Furniture Moving
Phone 30 449
668 Alv«r*tone St., Winnipeg
Viðskiftihlemlinga óskaS.
Giftlnga- og Jaröarfam-
Blóm
meö litlom fjrlrvara
BIRCH Blómsali
593 Portage Ave. Tals.: 30 780
St. John: 2. Rlng 2
#
I