Lögberg - 28.06.1928, Blaðsíða 6
Bla. ft.
LÖGBBBG, FIMTUDAGINN 28. JtfNf 1928.
Ljónið og Músin.
Eftir Charles Klein.
(Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu,
kom fyrst út árið 1906 í New York).
“Þingdeildin er á móti honum,’’ svaraði
Stott. ‘Eg hefi ekki talað við nokkurn einasta
Senator, sem hefir nokkra von um, að Ross-
more dómari verði fríkendur. Verði hann
fundinn sekur, þá er það sama eins og hann
væri dæmdur til dauða. Líf hans er smátt og
smátt að fjara út. Það eina, sem getur frelsað
líf hans, eru þær góðu fréttir, að hann hafi ekki
verið fundinn sekur.’’
Stott talaði svo hátt og með svo miklum
ákafa, að hvorki hann né Ryder heyrðu stun-
urnar í þeim enda herbergisins, þar sem Shir-
ley stóð og hlustaði á það, sem Stott var að
segja.
“Eg get ekkert gert,’ svaraði Ryder og
sneri sér frá Stott, eins og hann vildi láta hann
skilja, að samtalinu væri lokið, og fór að skoða
einhver skjöl á skrifborðinu. En það var ekki
hægt að losna við Stott með svo hægu móti og
hann hélt áfram:
“Eftir því, sem mér skilst, þá er það bara
flokksfylgið, sem ræður við þessa væntanlegu
atkvæðagreiðslu. Það er fyrirfram ákveðið,
hvað gera skal. Þér hafið möguleikana til að
hjálpa honum. Þegar eg fór frá honum í kveld,
veikum og mæddum, þá lofaði eg -honum að
koma aftur með góðar fréttir. Hann er mjög
veikur í kveld.” Stott hætti að tala rétt sem
snöggvast og leit í áttina þar sem Shirley stóð,
og sagði svo í dálítið hærri róm: “Ef honum
versnar, þá sendum við eftir dóttur hans.”
‘Hvar er dóttir hans?’ spurði Ryder, og var
nú auðheyrt, að hann veitti þessu eftirtekt.
“Hún er að vinna að því, að hjálpa föður
sínum, ’ svaraði Stott, “og mér skilst, að það
séu nokkrar Ifkur til, að henni hepnist það að
einhverju leyti.”
Hann leit til Shirley og hún kinkaði til hans
kolli til samþykkis. Ryder sá ekkert af því, en
svaraði í bitrum rómi:
“Þér hafið áreiðanlega ekki komið hingað í
kveld, bara til að segja mér þetta.”
“ Nei, það gerði eg ekki,” sagði Stott og tók
úr vasa sínum bréfin, sem Shirley hafði sent
honum, og hélt þeim á lofti svo Ryder gæti séð
þau. “Þessi bréf frá Rossmore dómara til yð-
ar svna, að hann keypti þessi hlutabréf, en tók
þau ekki sem mútufé. ”
Þegar Ryder sá þessi bréf og áttaði sig á,
hvaða bréf þetta voru, skifti hann litum. Hann
rendi augunum, eins og ósjálfrátt á skúffuna,
þar sem bréfin áttu að vera. Svo sagði hann
með næstum því aðdáanlega mikilli stillingu:
“Því lögðuð þér ekki þessi bréf fyrir rann-
sóknarnefnKÍina f ’ ’
“Þau komu of seint,” sagði Stott og rétti
Ryder bréfin. “Eg fékk þau bara fyrir skömmu.
En ef þér nú kæmuð og skýrðuð—”
Ryder reyndi að stilla sig, sem bezt hann
gat, en sagði: “Eg á ekkert við þetta mál. Eg
skifti mér ekkert af því héðan af. Það er ekki
meira um það að segja. En nú vil eg spyrja
yður að því, hvernig það vildi til, að þessi bréf,
sem eru stíluð til mín persónulega, komust í
yðar hendurf”
“Þessari spuraingu gfet eg ekki svarað,”
sagði Stott stuttlega.
“Frá hverjum fenguð þér bréfinf” spurði
Ryder.
Stott svaraði ekki alveg strax, en horfði á
Shirely, sem helt ser dauðahaldi í stólinn og
leit út fyrir að þetta væri alt að verða henni al-
gert ofurefli. Ryder endurtók spurninguna.
iShirley kom nú til þeirra og sagði við
Ryder:
“Eg hefi nokkuð í huga, sem eg þarf að
Segrja yður.”
Rvder starði á hana, og vissi ekki hvað hann
átti að hugsa. Hann gat ekki skilið, hvað hún
gæti um þetta vitað og var óþolinmóður eftir
að heyra hvað hún hefði að segja. Stott grun-
aði þegar, hvað hún ætlaði að segja og honum
dnldist efeki, að hér var hætta á ferðum. Hvað
sem það kostaði, þa varð að koma í veg fvrir
það, að hún tæki ábyrgðina á sínar herðar, jafn-
vel þótt kenna yrði öðrum um það, sem máske
var henni að einhverju leyti að kenna. Hann
sneri sér því þegar að Ryder og sagði:
Hér er um heiður og líf Rossmore dómara
að ræða, og eg vil forðast alt fals og ósannindi,
sem gæti orðið honum til tjóns. Eg vil því
segja vður eins og er, að eg fékk þessi bréf frá
syni yðar. ”
“Frá syni mínum!” hrópaði Ryder. Þetta
fékk svo mikið á hann, að hann gat ekkert sagt
í braðina, en riðaði a fotunum eins og hann
hefði fengið höfuðhögg. Þegai hann náði sér
aftur, hringdi hann og sneri . ér jafnframt að
Stott og sagði með ofsa-reiði:
Svro það er þessi dómari, sem á að vera
syo heiðarlegur, að ekki má á hann anda, og
dóttir hans, sem líklega hefir engum heiðri fyr-
ir að fara, sem hjálpast hafa að því að gera son
minn að þjóf og lygara og svikara, og þér kom-
ið til mín til að biðja mig að ganga í lið með
Þyí fólki, sem svona hagar sér, og þér ætlist til,
að eg fari að reyna að varaa því, að maður, sem
svona er innrættur, fái makleg málagjöld.”
Þjónninn kom inn í þessu og Ryder sagði
honum að komast eftir því, hvort Jefferson
væri í húsinu, og ef hann væri þar, þá að segja
honum, að koma og finna sig strax.
Þjónninn fór og Ryder gekk aftur og fram
um gólfið og hélt á brefunum í hendinni. Loks
sneri hann sér að Stott og sagði:
“Eg held ekki, að við höfum neitt meira um
þetta að segja. Eg ætla að halda þessum bréf-
um, því þau eru mín eign. ”
“Það getið þér gert,” sagði Stott. “Góða
nótt. ”
“Góða nótt,” sagði Ryder, án þess að líta
líta við honum.
Um leið og Stott fór út, leit hann á Shirley,
og honum faast hann sjá í svip hennar, að hún
enn gera sér von um, að ef til vill hepnaðist
henni það, sem honu mhafði algerlega mis-
tekist. Ryder hafði fu; aftur hepnast að stilla
skap sitt, 'Og hann sneri sér að Shirley og sagði:
“Nú sjáið þér, hvernig þau hafa farið með
son minn—”
“Já,” sagði Shirley, “þetta er stúlkunni að
kenna. Ef Jefferson elskaði hana ekki, þá
munduð þér hjálpa dómaranum. En það slys,
að þau skyldu nokkurn tíma kynnast. Hún hef-
ir fengið hann til að taka bréfin. Hann hefir
gert það, til þess að þóknast henni, en ekki til
að skaða yður. Þér veíðið að gæta þess og
áfellast hann elcki. Yelvildin til annara fer
stundum með mann í gönur. Jafnvel eg hefi
mikla meðlíðan með þessu fólki.”
“Þér ættuð ekki að hafa það,” sagði Ryder
harðneskjulega. “Meðlíðunin leiðir mann
afvega. Nú, þaraa ertu kominn,” sagði hann
við Jefferson, sem kom inn í þessu.
“Já, faðir minn. Eg fékk boð frá þér að
koma.”
“Já,” sagði Ryder og hélt upp bréfunum
tveimur. “Hefir þú nokkum tíma séð þessi
bréf ?”
Jefferson tók við bréfunum og skoðaði þau.
Svo fékk hann föður sínum þau aftur og sagði
blátt áfram:
“Já, eg tók þau úr skúffu í skrifborðinu
þínu og sendi Stott dómara þau, því eg hélt að
þau gætu orðið honum að liði í Rossmore mál-
mu.
Það var auðséð, að Ryder tók á öllu sínu
viljaþreki til að halda sér í skefjum. Hann
varð náfölur í andliti og henduraar skulfu eins
og hrísla, og það var ekki öðru líkara, en eldur
brynni úr augum hans. Hann kveikti í öðrum
vindli og reyndi að fara að öllu sem hægast, til
að láta skapið kyrrast. Eftir góða stund sagði
hann:
“Svo þú hefir viljandi og af ásettu ráði
brugðist mér, til að hjálpa föður þessarar
stúlku, sem þú ert að draga þig eftir, — þér
heyrið það, Miss GYeen? En heyrðu, drengur
minn, eg held að nú sé kominn tími til þess, að
við gerum upp okkar sakir fyrir fult og alt.”
Shirley gerði sig líklega til að fara, en Ryd-
er benti henni að vera kyrri.
“Þér þurfið ekki að fara, Miss Green. Þér,
sem hafið skrifað æfisögu mína, vitið svo mikið
um mig og mína f jölskyldu, að þér megið gjarn-
an heyra hvað okkur feðgunum fer á milli. Þar
að auki þarf eg að hafa einhverja afsökun fyrir
því, að vera eins stiltur eins og eg er. Gerið
þér svo vel að sitja, Miss Green.”
Svo sneri hann sér aftur að Jefferson og
sagði:
“Vegna móður þinnar hefi eg séð í gegn uip
fingur við þig og umborið bresti þína. En nú
getum við ekki lengur átt samleið; þú hefir
farið of langt. Mér er of mikið boðið, þegar
eg sé, að þú leggur heiður og hag föður þíns í
sölurnar, til að þóknast einhverrri stúlku.”
“Faðir minn hikar ekki við að selja mína
eigin velferð fyrir sína hagsmuni, ef því er að
skifta, eins og hann hefir sýnt,” sagði Jeffer-
son biförlega.
Shirley reyndi að stilla til friðar. Fyrst
vék hún sér að Jefferson og sagði
“Fyrir alla muni, talið þér ekki svona við
föður yðar”. En við Ryder eldri sagði hún:
“Eg held ekki, að sonur yðar skilji yður full-
komlega, og ef eg má segja það, þá held eg
naumast, að þér skiljið hann heldur. Gerið þér
yður grein fyrir því, að hér er um mannslíf að
ræða, og það er ef til vill hið eina, sem getur
frelsað líf Rossmore dómara, að hann sé frí-
kendur. ”
“Já, eg skil þetta, ” sagði Ryder. “Þessi
saga, sem Stott var að segja mér, hefir haft
áhrif á yður.”
“Já, eg kannast við það, að eg hefi með-
líðan með þessum manni, sem þannig er ástatt
fyrir, að hugsunin um þá vanvirðu, sem hann
er að verða fyrir, er smátt og smátt að vinna á
honum, og þetta stafar alt af óheyrilegu rang-
læti, sem hann hefir orðið fyrir; eg kenni líka
í brjósti um konuna hans, sem líður með hon-
um. ”
“ Jú, þetta er alt eins og vanalega gengur,”
sagði Ryder háðslega. “Faðirinn er í dauða-
teygjunum, móðirin yfirkomin af harmi og
dóttirin — ja, hvað heldur fólk að hún sé að
hafast að f”
“Hún er að reyna að frelsa líf föður síns,”
svaraði Shirley. “Þér, Jefferson, hefðuð átt
að fara bónarveg að föður yðar, en ekki að
heimta neitt af honum.”
Þetta er alveg rétt, faðir minn, sem stúlk-
an segir. Eg hefði átt að fara bónarveg að þér
og nú geri eg það. Fyrir Guðs skuld, bið eg
þig að hjálpa okkur!”
Ryder þagði, og var grimmilegur á svipinn.
Hann stóð upp og gekk aftur og fram um gólf-
ið og reykti í akafa. Loks sagði hann:
“Það er óumHýjanlegt, að þessum manni sé
vikið frá emíbœtti. Ef hann tekur aftur við
dómaraembættinu, þá Mtur hann sjálfur, og
allir aðrir, þannig á, að það sé hans sérstaka
ætlunarverk, að vera mér og mínum félögum, og
hinu svokallaða auðvaldi, til eins mikils ógagns
og hann gietur. Hann mundi ekkert tækifæri
láta onotað, til að standa í vegi fyrir öllum
framförum og framkvæmdum. ”
“Þess vegna verður að fóraa honum á alt-
ari Mammons!” sagði Shirley.
“Hann er alt of afskiftasamur,” svaraði
Ryder.
“En hann er saklaus af þeim áburði, sem
hann er kærður fyrir,” sagði Jefferson.
“Mr. Ryder er ekki að hugsa um þá hlið
málsins,” sagði Shirley. “Hann er að hugsa
um hitt, að ef þessi maður er settur af embætti,
án allra saka, þá er það aðvörun fyrir alla
aðra dómara landsins, að ganga ekki í berhögg
við auðvaldið, og þeim skilst þá væntanlega, að
þeim beri að meta það meira en réttvísina, ef
vel á að fara fyrir þeim.”
“Það heldur velli, sem hæfast er, stúlka
mín,” sagði Ryder kuldalega.
'Shirley vildi gera eina tilraun enn, til að
hafa áhrif á steinhjarta þessa manns, ef mögu-
lðgt væri, og sagði: “Eg vona, að þér beitið
áhrifum yðar við þá, sem völdin liafa, svo þeir
noti þau til góðs en ekki til ills. Látið þessa
þingmenn ekki greiða atkvæði eftir flokksfylgi,
heldur eftir því sem þeir sjálfir vita að er rétt
samkvæmt guðs og manna lögum. Fvrir alla
muni, afstýrið þér þvi hróplega ranglæti, sem
hér er í frammi haft gegn einhverjum göfug-
asta manni Bandaríkjanna.”
Ryder gerði sér upp hlátur.
“Það verð eg að kannast við,’ sagði hann
við Jefferson, “.að þú hefir valið þér ágæta með-
hjálp í þessu máli.’
“Setjum svo,’ sagði Shirley, “að þessi
stúlka lofaði því hátíðlega, að sjá son yðar
aldrei framar — aldrei, og að fara burtu úr
landinu, eitthvað út í heiminn, þar sem ekki
spyrðist til hennar?”
“Nei, það gengur ekki, tók Jefferson fram
í. “Því í ósköpunum ætti hún að gera það?
Ef faðir minn er ekki nógu mikill maður til að
gera það, sem rétt er, án þess það þurfi að kosta
ánægju og lífsgleði stúlkunnar og mína, þá er
ekki annað að gera, en að láta hann fara sinna
ferða.”
Shirley fór í áttina til dyranna, og hún rið-
aði á fótunum, eins og hún væri alveg yfirkom-
in af þeirri andlegu áreynslu, sem hún hafði á
sig lagt. Ryder vék sér fljótlega að syni sín-
um, tók í handlegginn á honum og benti honum
á Shiriey og sagði í hálfum hljóðum:
“Þú tekur eftir því, drengur minn, hvað
þessi stúlka er að reyna að gera fyrir þig. Hún
elskar þig. Eg er viss um, að hún gerir það.
Hún er ein meira virði, en þúsund af þessum
Rossmore drósum. Ef þú giftist henni, skal
eg—”
“Giftist henni!” hrópaði Jefferson upp
yfir sig og starði á föður sinn og datt í hug, að
hann hefði alt í einu gengið af vitinu.
“Já, hvernig lízt þér á það?” sagði faðir
hans.
Jefferson gekk til Shirley og rétti fram
báðar hendurnar og sagði:
“Já, já, Shir— Miss Green. Viljið þér
það?” En þegar hún svaraði engu, sagði hann
við föður sinn: “Ekki núna, eg skal tala við
hana seinna.”
“Nei, nei,” sagði Ryder eldri, “það er lang
bezt að afgera þetta strax í kveld. Þér heyrið,
Miss Green, að syni mínum finst mikið til um
hvað þér talið vel hans máli. Þér getið hjálpað
honum og leitt hann á réttan veg, sonur minn
vill, að þér verðið konan hans. Eða er það ekki,
Jefferson?”
“Jú, auðvitað vil eg, að hún verði konan
mín,” sagði Jefferson og færði sig nær Shirley.
Það var eins og stúlkan yrði afar hrædd.
“Nei, nei, nei, Mr. Ryder, það er mér ó-
mögulegt — ómöguelgt.”
“Því ekki?” sagði Ryder eldri í biðjandi
róm. “Fyrir alla muni, fullráðið þér þetta ekki
of fljótt.”
Það reyndi sér ekki, að hin andlega áreynsla
var að verða Shirley um megn, þar sem hún
stóð frammi fyrir þessum tveimur mönnum.
Það var nú að því komið, að sannleikurinn varð
að koma í ljós. Þetta fals mátti ekki lengur
eiga sér stað. Það var ekki heiðarlegt og það
var ekki samlboðið föður hennar, eða henni
sjálfri. Sjálfsvirðing' hennar krafðist þess, að
hún segði Ryder eins og var um sig og sína
hagi.
“Eg get ekki gifzt syni yðar með þessa ógur-
legu lýgi á vörunum. Eg get ekki haldið áfram
þessu falsi. Eg hefi sagt yður, að þér vissuð
ekki hver eg er, og ekki hvaða manna eg er.
Alt, sem eg hefi látið yður skilja sjálfri mér
viðvíkjandi, er tómur uppspuni og ósannindi.
Eg mundi ekki hafa sagt yður þetta nú, ef ekki
væri vegna þess, að þér eruð til þess búinn að
leggja lán sonar yðar og heiður f jölskyldu yðar
í mínar hendur. Eg verð því að segja yður
sannleikann, og hann er sá, að eg er dóttir
mannsins, sem þér hatið, og eg er stúlkan, sem
sonur yðar elskar. Eg er Shirley Rossmore.”
“Þér?” sagði Ryder og vissi varla hvort
hann átti að trúa því, sem hann heyrði, eða
ekki. ........
“Já, eg er þessi Rossmore drós, sem þér
kallið. En hlustið nú á mig, Mr. Ryder:
Farið þér nú til Washington og hjálpið föður
mínum, og eg skal lofa yður því aftur á móti,
að sjá son yðar aldrei framar, aldrei, aldrei!”
“Nei, þetta máttu ekld segja, Shirley,” sagði
Jefferson. “Þú elskar mig þá ekki.”
“Jú, Jefferson, eg geri það. Guð veit, að
eg geri það. En þó eg verði að leggja sjálfa
mig í sölurnar til að frelsa líf og heiður föður
míns, þá hika eg ekki við að gera það. ’ ’
“Ertu til þess búin, að kasta á glæ minni
lífsgleði og þinni?”
“Engin sönn ánægja getur verið bygð á
ósannindum. Hún verður að byggjast á sann-
leikanum, annars hrynur alt til grunna. Við
höfum dregið föður þinn á tálar. En þér fyr-
irgefið það,” sagði hún og sneri sér að Ryder
eldra, “og þér farið til Washington og frelsið
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Llmited
Otflce: 6th Floor Bank of Hamilton Chamber.
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Þeir Islendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til
Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
Hefir eldsábyrgðin gengið úr gildi?
Eldábyrgð kostar aðeins litið, en hún er trygging gegn miklu tjðni.
Látið oss annast eldsábyrgð yðar.
Peningar til láns gegn fasteignaveði I borginni eða útjaðra borgum með
lægstu fáanlegum rentum.
HOME SECURITIES LIMITED
468 MAXN STREET :: WINNIPEG.
Phone: 23 377 LEO. JOHNSON, Secretary.
iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiMiiiiiiiniiimiiiMiiiiiiiiiiiiimimimiiiiiiiiiiiiE
1 Samlagssölu aðferðin. |
Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar* E
= afiuðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega ^
= laegri verður atarfrækslukostnaðurinn. En vörugaeðin E
5 hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að E
= vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni =
EE ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar :
E vörusendingar og vörugæði.
Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru jjj
= fyrgreind þrjú maginatriði trygð.
Manitoba Co-operative Dairies Ltd.
1 846 Sberbrooke St. - ; Winaipef, Maaitoba |
nimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiMiMimiiiiimmiiimimmuT
líf og heiður föður míns.”
Þarna stóðu þau hvert hjá öðru, þessi unga
ogl fallega stúlka, sem sýhdist svo veikhurða í
samanburði við manninn, sem hún harðist við
nm líf föður síns, járnkaldan og tilfinninga-
lausan fyrir mannlegum tilfinningum. Þar sem
hún hafði nú dregið hann á tálar, þá mátti nærri
geta, að honum mundi farast líkt við hana og
alla aðra, sem breyttu á móti vilja hans, og það
var ekki líklegt, að hann sýndi henni mikla
vægð. Hún lagði höndina á handlegg hans og
bað hann sem bezt hún gat. En hann hratt
henni frá sér með harðneskju.
“Nei, nei, mér dettur ekki í hug að gera
þetta,” sagði hann grimmúðlega. “Með sviik-
um og undirferli hafið þér komið mér til að
treysta yður, og þér hafið dregið mig á tálar
eins skammarlega og herfilega eins og mest
getur verið. Eg get nú vel skilið, hvernig yður
hefir tekist að leiða son minn á glapstigu. Og
eftir alt og alt hafið þér kjark til að biðja mig
um að leggja mig í framkróka til að bjarga föð-
ur yðar! Nei, nei, nei! Það er bezt að lögin
hafi framgang, og nú hefi eg ekki meira við
yður að tala, annað en að biðja yður að fara
burtu. úr þessu húsi í fyrramálið.”
Shirley stóð kyr og hlustaði á það, sem hann
hafði að segja. Hún var náföl í andliti og var-
ir hennar skjálfandi. Nú varð að skríða til
skarar, og. það hafði í raun og veru skriðið til
skarar í þeirri baráttu, sem réttlætið hafði hér
háð við óréttlæti, yfirgangi og ágimd. Hún leit
á hann og sagði með töluverðum hita:
“ Já, eg skal fara strax í kvöld. Eg vil ekki
vera stundu lengur í húsi þess manns, sem er
staurblindur fyrir því sem rétt er eða rangt og
gersneyddur öllum bróðurkærleika og meðlíðan
með öðrum.”
Hún hækkaði röddina, þar sem hún stóð
frammi fyrir hinum volduga auðmanni; það
var eins og eldur brynni úr augum hennar og
hún bar höfuðið hátt, og hún var því líkust, að
hún væri vera úr öðrum heimi, sem send hefði
verið til að skora á hólm ranglætið og vonzkuna
hjá börnum mannanna.
“Farið þér út!” lirópaði Ryder, án þess þó
að líta á hana.
“Faðir minn!” sagði' Jefferson og gekk í
áttina þangað sem Shirley stóð, eins og hann
vildi koma henni til hjálpar.
“Þér hafið táldregið hann, ekki síður en
mig,” hrópaði Ryder.
“Það er yðar eigin hégómaskapur, sem
hefir dregið yður á tálar,” sagði Shirley. “Þér
hafið lagt snörur og fallið sjálfur í þær. Þér
neyðið alla, sem nærri yður koma, til að ljúga
að yður og smjaðra fyrir yður. Samt getið þér
ekki ásakað mig um að hafa gert það. Eg hefi
aldrei smjaðrað fyrir yður, eins, og flestir
aðrir gera. Eg hefi reynt að hafa góð áhrif á
yður, með því að segja yður sannleikann, og
enn er eg að segja yður það, sem satt er og þér
finnið og ivitið, að það er satt, sem eg segi
yður.”
‘ ‘ Farið þér burtu! ’ ’ sagði Ryder.
“Já, við skulum fara, Shirley,” sagði
Jefferson.