Lögberg - 16.08.1928, Page 4

Lögberg - 16.08.1928, Page 4
Bls. 4 LÖGSERG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST 1928. Jbgberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T»I.Hnari N-8327 o* PÍ-8328 Einar P. Jónsson, Editor Utan&skritt til blað»in«: T1(E eðtUN|aií\ PRESS, Ltd., Box 3171, Wirmipog, Utanéakrift riUtjóran*:, íBlTOR LOCBERC, Box 317Í Winnipag, "■ Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The "Lögberg” 1« prlntod *tfd publlshed by The Oolumblh. Press, LdatUtel. tn the Columbts. Butldtcg, 6SS éktrgent Ave., Wlnnlpeg, Msnitobd. Fiskisamlagið. Frá því hefir skýrt verið hvað eftir annað hér í blaðinu, að í aðsigi væri stofnun fiskisam- lags í Manitoba, og er málið núNkomið á þann rekspöl, að áætlað er. að stofnfundur yerði haldinn í öndverðum næstaí mánuði, sennilega í Winnipeg. Mennirnir, sem frumkvæði áttu að samtök- um þes.sum, leituðu fyrirtækinu löggildingay, og bráðabirgðanefndina skipa, eru þeir Skúli Sigfússon, þingmaður fyrir Sti George kjör- dæmið, Paul Reykdal, fyrrum kaupmaður að Lundar, Guðmundur F. Jónasson, kaupmaður að Winnipegosis, B. Bjarnason, kaupmaður að Langruth, R. Kerr frá St. Laurent, E. Walker frá Winnipeg og Rögnvaldur Vidal, kaupmaður að Hodgen. Ijögfræðilegur ráðunautur for- göngunefndar þeirrar, er nrí hefir nefnd verið, er Col. H. M. Hannesson í Selkirk. Það er kunnugra, en frá þurfi að segja, hve fiskimenn vorir hafa oft og einatt átt við ram- an reip að dragsu hve misjafnlega veiðin hefir hepnast, og hve\ afar-óhagstæð að markaðs- skilvrðin hafa verið. Svipull er sjávarafli, segir gamla, íslenzka máltækið. Þegar vel aflast, lækkar undantekn- ingarlaust til stórra muna verð það, er fiski- maðurinn fær fyrir vöru 'sína. Á hinn bóginn eru aflaföng fiskimanna, þeirra, er veiðar stunda í stórvötnum Manitoba-fylkis, oft næsta rýr, og ganga þá flestir með skarðan hlut frá borði, eða með öðrum orðum, fá lítið sem ekkert í aðra hðnd. Markaðsskilyrðin langflest, hafa verið í liöndum erlendra fjársýslufélaga, er sett hafa fiskimanmnum þannig stólinn fyrir dyrnar, að hann gat að litlu eða engu leyti, haft hönd í bagga með sölu framleiðslu sinnar. Að því liefir áður verið vikið í blaði þessu, að tala íslenzkra fiskimanna í Manitoba, næmi 46 af hundraði allra þeirra manna, er veiðar stunduðu innan vébanda fylkisins. Það er enn fremur sannað með opinbérum skýrslum, að af allri flskiveiðinni í fylkinu, nemur framleiðsla Islendinga 80 af hundraði, nema betur sé. Það er því auðsætt, hve fiskisamlagið hlýtur að koma vestur-íslenzkum fiskimönnum mikið við, og hver feikna áhrif það getur haft á afkomu þeirra til bóta, ef vel tekst með starfrækslu þess. Ivaddir hafa borist oss til eyrna öðru hvoru, j>ótt eigi hafi að jafnaði háværar verið, er fund- ið hafa hinu væntanlega fiskisamlagi það til foráttu, að menn þeir, er upptökin áttu að stofn- um þess, væri undantekningarlaust fiskikaup- menn, en ekki fiskimenn. I bókstaflegum skiln- ingi, er þetta rett. Menn þeir allir, er frum- kvæði attu að samtökunum, og um löggilding sóttu, hafa gert það að atvinnu sinni undanfar- in ár, að kaupa og selja fisk. . Slíkt getur, að vorri hyggju, undir engum kringumstæðum rýrt álit þeirra, né heldur veikt traust fiskimanna á samlaginu. Hverjir upptökin áttu, skiftir að sjálfsögðu minstu máli, ]>ví hitt er meira um vert, hvemig til tekst með starfræksluna, þegar til framkvæmdanna kemur. Eins og vér höfum þrásinnis áður tekið fram, er það hluthöfum samlagsins, eða fiski- mönnum sjálfum, öldungis í sjálfsvald sett, hverjir framkvæmdarstjórn þess skipa, eftir að }>vi hefir á annað borð verið hleypt af stokkun- um. Það skiftir heldur engu máli, hvort með- limur samlagsins á $25.00 virði í hlutum, eða margfalt meira. Því þegar á aðal fund kemur, eru allir jafnir fyrir lögunum, það er að segja, að enginn hluthafi á nema yfir einu a.tkvæði að ráða En hitt finst og eigi að eins eðlilegt, held- ur og beinlínis sjálfsagt, að einhverjir þeirra manna, er undirbúning samlagsins hafa haft með höndum, hljóti sæti í framkvæmdarstjórn- inni, því afar-áríðandi er, að þar sé á að skipa mönnum, er bvgt geta starf sitt á revnslu lið- inna ára, og kunnugir eru markaðs skilyrðum, á- samt öðru því, ér að fiskisölu lýtur. Vér göngum út frá því sem gefnu, að les- endum blaðsins standi enn í fersku minni rit- gerðir þær hinar ágætu, er í blaðinu birtust hvað ofan í annað í sumar, eftir herra Guðmund Jónsson bónda og útgerðarmann í Vogar póst- liéraði við Manitobavatn. Ritaði hann um mál- ið af frábærlega glöggum skilningi, jafnframt því, sem hann leiddi að því skýr og óhrekjandi rök, hve óumflýjanlegt grundvallarskilyrði það væri, að tortrygninni í sambandi við undirhún- ing og starfrækslu þessa fyrirhugaða samlags, yrði sökt á fertugu dýpi. Verði í slíkum anda unnið að framgangi málsirts, getnr tæpast hjá því farið, að til góðs leiði fyrir fískimannastétt vora. Eftir því, sem vér höfum frétt, hefir málinu verið tekið mæta vel af hálfu íslenzkra fiski- manna við Manitoba-vatn, sem og í Winnipeg- osis. Skiftari nokkru, munu vera skoðanir með- al fiskimanna þeirra, er veiðar stunda við Winnipegvatn. Hagar þar og nokkuð öðru- vísi til ,þar sem svo má heita, að fiskað sé allan ársins hring. En því treystum vér eindregið, að vinir vorir þar nyrðra, sýni málinu fulla samúð og grandskoði það frá öllum hliðum. Kjör fiskimannastéttar vorrar, eru um þess- ar mundir slík, að óhjákvæmilegt virðist, að teknar séu alvarlegar ráðstafanir í þá átt, að ráða bót á vandkvæðunum. Því fyr, þess betra. Frá íslenzkum listamönnum. i. Listasafn nokkurt í borginni Philadelphia, í Penhsylvanía-ríki, hefir nú fyrir skemstu keypt eitt af hinum nýjustu málverkum hr. Em- ile Walters, er nefnist “First of May.” Safn það, er hér um ræðir, heitir The Pennsylvania Museum of Fine Arts; er það nýlega reist, og kostaði yfir tuttugu miljónir dala. Mjög er yfirleitt látið af }>essu nýja mál- verki, herra Walters. Dá menn einkum fjöl- breytni lita, sem og heildarsamræmi það alt, er mvndina einkennir. Hrífandi fögru landslagi í Suð-Austurríkjunum, lýsir þessi skýra og líf- þrungna mvnd. Getur þar að líta unaðsfagran dal í skrúðblóma vordýrðarinnar. Eftir honum liðast í bugðum spegilskær elfur, en á hökkum hennar blasa við á stangli stofuþil fornfálegra býla. Málverk þetta er allstórt, og er af list- dómurum talið eitt hið allra fegursta verk lista- mannsins. 1 Fairmounth Park í Philadelphia, stendur eins og kunnugt er, hið veglega líkneski Þor- finns karlsefnis, eftir óskmög íslenzkrar þjóð- ar, herra Einar Jónsson frá Galtafelli. Og nú er komið í nágrennið við listaverk Einars, þetta nýjasta listaverk’herra Emile Walters. Má það verU öllum íslendingum óblandið fagn- aðarefni, hve íslenzk list hefir skotið djúpum rótum í jarðvegi hinnar frægu Philadelphia- borgar. List lierra Emile Walters er engin uppgerð; hún er þjóðleg og sönn, máttug og mjúk til skiftis. II. Seinni part vetrarins er leið, var lítillega minst á ungan listamann hér í blaðinu, Stephan Grandy að nafni. Hafa oss nú nýlega borist. fregnir af þessum efnilega, unga manni, er vel eru þess verðar, að athygli sé veitt. Stephen Grandy, er sonur lierra Einars Ein- arssonar Grandy, frá Barnafelli í Köldukinn, en er fæddur nálægt Gardar í North Dakota, þann 27. dag júlímánaðar árið 1901. Þegar liann var ársgamall, fluttist hann með foreldrum sínum til Seattle-borgar og dvaldi þar unz f jölskvld- an tók sig upp og fluttist til nýlendanna ís- lenzku í grend við Wynyard, Sask. Bar snemma á óvenjugóðum hæfileikum hjá Stephaui og brennandi mentaþrá. Stundaði hann nám við háskóla Saskatehewan-fylkis, frá 1922 til 1924, en hvarf þá til Seattle, þar sem hann vann að húsamálningum um hríð, jafnframt því sem hann gekk á listaskóla borgarinnar, Seattle School of Fine Arts, og naut auka-tilsagnar með köflum. 1 fyrra sumar mætti herra Emile Walters þessum unga manni, og fann þegar í honum svo ágætan efnivið, að hann hvatti hann mjög til náms í málaralistinni, og kom því til leiðar, að hann fékk aðgang að Chicago Art Institute, þar sem hann stundaði nám af kappi síðastliðinn vetur við hinn ágætasta orðstír. Nú í sumar heldur Stephan áfram námi við Pennsylvania State .College, undir umsjón hr. Walters, og hefir, að því er oss er skýrt frá, skarað fram úr öllum sambekkingnm sínum. Er ráðgert, að hann dvelji það sem eftir er sumars við Penn- sylvania Academv of Fine Arts. En með byrj- un komanda vetrar, hygst herra Walters að búa svo um hnútana, að þpssi efnilegi ungi maður, geti flutt til New York og stundað þar framhaldsnám. Er óskandi, að Mr. Grandy veitist t.il þess heilsa og hamingja, að rvðja sér braut til öndvegis í ríki listarinnar, sjálfum sér °g þjóðflokki vorum til gagns og sæmdar. Mjmd af þessum unga listamanni, birtist á öðrum stað hér í blaðinu. III. Fyrir skömmu birtist hér í blaðinu hréf frá herra Halldóri Kiljan Laxnes, rithöfundi, þar sem hann hvetur Islendinga vestan hafs til þess að skrifa sig fyrir nýju sönglagahefti, eft- ir Magnús Árnason, íslenzkan listamann, sem búsettur er um þessar mundir í borginni San Francisco í Californíaríki. Vér mæltum með því þá, að svo yrði gert, eg gerum það enn. Oss er kunnugt að nokkru um hæfileika Magnúsar Árnasonar á sviði frumskapandi tónlistar. Bera hljómverk hans, þau, er vér höfum séð, ótvíræð- an vott um dramatiska tónlistargáfu. Áskrift- argjald að hinu umrædda sönglaga-hefti, verður $1.50, en $2.00 kostar heftið í v^njulegri útsölu. Skulu söngelskir menn hér me£> til þess hvattir á ný, að senda áskriftargjöld sín til útgefanda við allra fyrstu hentugleika. Utanáskriftin er þessi: Magnús Árnason, 2715 Sacramento St., San Francisoo, Cal., U.S.A. — Sem listamaður er Magnús Arnason engan veginn við eina fjölína feldur. Auk tónsmíðanna, gefur hann sig einnig við ljóðrænum skáhlskap og högg- myndagerð. Þykir hin síðastnefnda grein í list hans, vera næsta frumleg. Af stofumynd- um Magnúsar má sér í lagi nefna, að því er oss hefir verið skýrt frá, ‘Prayer’, og “The Man and the World”, er vakið hafa aðdáun listdóm- ara, og prýða fjölda heimila í San Francisco- borg. Hvað skyldu margir Islendingar eiga myndir þessar að stofuprýði ? Snúi menn sér beint til Magnúsar, kostar eintakið af myndum þessum í “gljásteindu gibsi”, aðeins tuttugu og og fimm dali. Hví ekki að láta íslenzka list prýða íslenzk heimili! Kellogg-sáttmálinn. Sáttmáli sá, er utanríkisráðgjafi Bandaríkj- anna, Mr. Kellogg, átti frumkvæði að, og út á það gengur, að ólöghelga stríð í framtíð allri, er nú rétt í þann veginn að öðlast undirskrift þjóða þeirra, er að Þjóðbandalaginu standa. Hefir' sáttmáli þessi hvarvetna sætt hinum beztu undirtektum hjá stjórnarvöldum hinna ýmsu þjóða og hefir í raun réttri verið viðtek- inn athugasemdalaust, þótt stjórnir Breta og Frakka æsktu í fyrstunni, að minsta kosti til málamynda, nokkurra lítilvægra skýringa. Stjóm c.anadisku þjóðarinnar, félst þegar á innihald sáttmálans, og nú innan tiltölulega fárra daga, leggur stjórnarformaðurinn, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King af stað til Parísar- borgar, til þess að undirrita sáttmálann fvrir þjóðarinnar hönd. Ekki mun hafa verið laust við það í fyrstu, að ýmsum vinum Þjóðbandalagsins fynd- ist sem, svo, að með undirskrift þessa nýja sáttmála, kynnu áhrif þeirrar voldugu stofnun- ar, að veikjast til muna í almenningsálitinu, að minsta kosti fyrst í stað. En við nánari yfir- vegun málsins, hefir það þö bersýnilega komið í ljós, að sá ótti var á litlum sem engum rökum bygður. Enda gat það eigi dulist, að á meðan liin volcluga Bandaríkjaþjóð sat hjá og liafðist eigi að, fékk Þjóðbandalagið aldrei til fullnustu notið sín. Með hinum nýja Kellogg sáttmála, vinst þó að minsta kosti það, að nánari sam- vinna hlýtur að eiga sér stað milli Þjóðbanda- lagsinis og Bandaríkjaþjóðarinnar, en við hefir gengist fram að þessu, og er þá betur farið, en heima setið. Enda hefir megin ástæðan fyrir því, hve góðum undirtektum að sáttmáli Mr. Kelloggs þegar -sætti hjá stjórnarvöldum Norð- urálfuþjóðanna, vafalaust verið sú, að með þeim hætti skildist þeim stigið verða þýðingar- mikið spor í áttina til nánara samstarfs á sviði heimsfriðarmálanna. Af.staða Bandaríkjastjórnar til Þjóðbandalags- ins, eða öllu heldur afsljiftaleysi hennar af starféemi þess, hefir af skiljanlegum áétæðum, veikt þá mikilvægu stofnun til stórra muna. Þess vegna var það ekki nema eðlilegt, að stjórnarvöld Norðurálfunnar gripu feginshendi við sérhverju því tilboði af hálfu hinnar vold- ugu Brmdaríkjaþjóðar, er að gleggri skilningi og álirifameiri þátttöku laut, í meðferð friðar- málanna yfirleitt. Vafalaust er því eins farið, með þenna Kellogg sáttmála, sem önnur mannanna verk, að eitthvað má að honum finna. Þó hafa að- finslumar fram að þessu, verið næsta veiga- litlar. Þjóðirnar virðast á eitt sáttar með það, að hann sé bygður á góðhug, og þær sýnast meira en fúsar til að senda fulltrúa til Parísar- borgar til undirskrifta. Að sáttmála þessum unclirskrifuðum, hefir það mikilvæga atriði unnist á, að hér eftir hlýtur Bandaríkjaþjóðin að skoðast sem einn óaðskiljanlegur aðilji, að samningi, er varðar allar þjóðir heims, og gera skal stríðsófögnuð- inn útlægan að lögum. Ekki er það nokkrum minsta vafa bundið, að með stofnun Þjóðbandalagsins, græddist friðarhugsjón mannkynsins, feykilega mikill Isiðferðislegur fstyrkur. Og nú þyk.jast þeir, er bjartsýnastir eru á framtíðarfrið þjóða á meðal, s.já í undirskrift Kellogg sáttmálans, stigið jafnvel enn þá stærra skref í áttina til varanlegs friðar. íslendingadagurinn. Eins og til stóð, var hinn árlegi }>jóðminn- • ingardagur Islendinga hér í borginni, hátíðleg- ur haldinp í River Park, fimtudaginn þann 2. yfirstandandi mánaðar. Var'aðsókn með lak- ara móti, þótt engan veginn gæti óviðunandi kallast. h rá því árla morguns, og fram yfir klukkan tíu, var veður næsta þunghúið, og steypiregn með köflum. Mun það hafa dregið allmjög úr aðsókn írá nærliggjandi bygðarlögum, með því að tvísýnt mun hafa þótt um bílvegu. Þá hefir það^ og vafalaust dregið mikið úr aðsókn liéð- an úr borginni, hve erfitt mörgum veitist að fá sig lausa frá vinnu sinni á virkum dögum. Yfirleitt verður ekki annað sagt, en að há- tíðarhaldið færi vel og skipulega fram. For- setinn, Jón J. Samson, leysti starf sitt óaðfinn- anlega af hendi, sem hans er venja til, og íþrótt- ir allar, undir stjórn formanns íþróttanefndar, herra Gírettis Jóhannssonar, gengu greiðlega og vöktu almenna ánægju. Drotning hátíðarinnar, Mrs. A. Blöndal, flutti Avarp Fjallkonunnar, kvæði eftir rit- stjóra þessa blaðs, og las það svo skörulega og skýrt, sem þá er heimaldir Islendingar bezt flytja l.jóð. Ræðurnar voru yfirleitt góðar, þótt með nokkrum rétti megi að því finna, að Íslands-Minni það, er hr. Gunnar B. Björnson flutti, var á ensku. Þetta átti að réttlætast með því, að ræðan hefði helguð verið unga fólkinu. Íj» }>á var sá galli á gjöf Njarðar, að sama sem ekkert, af unga fólkinu hlýddi á ræðuhöldin, h\ orki ]>essa ræðu, ne heldur , hinar ræðurnar. 'Sumt af eldra fólkinu, er hvergi nærri nýtur til fullnustu enskunnar, varð fyrir vonbrigðum, og samuð vor er með þvi. Annars var innihald ræðunnar gott, því Mr. B.jörnson er maður spakur að viti og mælskur vel. En afsökun hans var veigalítil, þvi maðurinn er jafnvígur á b,æði málin. Séra Hans B. Thorgrímsen, þetta glæsilega öldurmenni, mintist Vestur-lslendinga í ljóm- andi fallegri ræðu. Er honum enn “ástkæra og ylhýra málið” vel tamt, þótt dvalið hafi liann fjarri ættlandi sínu frá því á ungdómsárum. Flutti hann mál sitt svo skipulega, að flestir munu heyrt hafa hvert einasta orð, er hann sagði. Col. H. M. Hannesson mintist Canada. Mælti hann á íslenzku, en naut sín hvergi nærri vel. Ræðan var frumsamin á ensku, og hefði miklu fremur átt að flytjast á því máli, eu vafasamri íslenzku. Að efni til var ræðan góð, því Mr. Hannesson er gáfaður maður, og vel að sér um margt, er að sögu og þjóðmenning Islands lýt- ur, þótt honum sé ósýnt um að mæla á íslenzka tungu. I Hl.jómsveit Rivertonbúa, undir foryztu hr. ■ Sigurbj. kaupm. Sigurðssonar, lék öðru hvoru meðan á megin skemtiskránni stóð, og leysti hlutverk sitt vel af hendi, — hefir tekið alveg ótrúlegum framförum, frá því að Mr. Sigurðs- son tók við forystunni. FRAMFARIR HEILIíRIGí) viðskiftastefna og stöðug framsókn veldur því, að bankinn hefir alt af verið að færa út kvíarnar í sextíu ár. Nú er hann hinn stærsti og sterkasti banki í heimi og gegnir öllum þörfum bæði hvað snertir almenn viðskifti og heimilis þarfir og hefir mikið að segja um aukin viðskifti við umheiminn. The Royal Bank of Canada JónsmessB hugleiðingar Sá stærsti og mei'kilegasti við- burður í sögu íslenzku þjóðarinn- ar, gjörðist á Þingvelli við öxará mánudaginn 24. júní, á sjálfan Jónsmessudaginn árið 1000, þá er Þorgeir Ljósvetningagoði reis upp undan feldium og kvað upp þann dóm, að allir íslendingar skyldu kristnir vera. Merkasti og stærsti viðburður í sögu þessarar litlu sveitar, er það, að kirkjufélagið íslenzka og lút- erska veitti henni þan nlheiður að heimsækja ihana og halda þar árs- þing sitt. Mun mörgum af oss lengi minn- isstæð Jónsmessan, sem nú bar upp á sunnudaginn 24. júní; þann dag í þinglausnir áttum við kost á að hlusta á okkar andans mestu menn. Þessi söfnuður er allra minsta prestakallið í kirkjufélag- inu, að eins einn söfnuður og hann fámennur. Það er stór og sögulegi/r og merkilegur viðburður fyrir þá sveit, sem verður fyrir þeirri heimsókn. Kirkjuþingunum, þó í smærri stíl sé, má líkja við Alþingi okkar hið forna við öxará, þar sem alt mesta mannval þjóðarinnar kom saman á hverju ári. Kirkjuþing- in sækja vanalega hinir betri menn hverrar sveitar, auk prest- anna, sem að margra áliti er v>rð- ingarmesta stéttin með okkar þjóð, vegna köllunar sinnar að vera leiðtogar lýðsins. Það er ekki fjölmenn stétt, prestastéttin okkar, en það er fríð sveit, eins og þar stendur, valinn maður í hverju rúmi, svo efasamt er, hvort að aðrar þjóðir eiga eins marga mikilhæfa presta miðað við fólks- fjöldann. Svo Melanktons söfnuði var það stór og ógleymanleg andleg hressing, að umgangast og hlusta á okkar mestu andans menn. En það eitt þótti mörgum á skorta, að okkar gamli og ógleymanlegi snillingur, séra Friðrik Hallgríms- son, var ekki viðstaddur á þessu þingi, sá presturinn, sem lengst hefir veitt prestsþjónustu þessum söfnuði og hlý hugjok hefir í hverri einustu mannssál innan þessarar bygðar fyrir sinn frá- bæra lipuríeik og hæfileika sem kennimaðurJ Mér eru ógleyman- legar allar þær mörgu skemtisam- komur, sem séra Friðrik Hall- grímsson tók þátt í hér. Mátti um hann sama segja, og sagt var um hinn fjölfróða gáfumann Gissur Hallsson frá Haukadal, að hann var hrókur alls fagnaðar. Kirkjuþingið var sannarlega skemtilegt og skilur eftir mikla andlega minningu í bygðinni, og endurminningarnar lifa lengi um hina skemtilegu heimsókn, jafnvel þeir, sem ekki höfðu mikinn áhuga fyrir kirkjulegu starfi, voru með og tóku þátt í öllu, sem fram fór, og voru í hjarta sínu innilega á- nægðir með hið margþráða kirkju- þing. Allir tóku þátt í fyrirhöfn- inni, eftir beztu getu. Bygðin stóð sem einn maður, eins og Grikkir í Laugaskarði forðum Þingið fór mjög vel fram, að venju. Jafnvel þótt æfinlega k^mi fyrir mál, sem ekki eiga vinsæld- um að fagna meðal alþýðunnar og ekki þingmanna heldur. Eru þau samt afgreidd með þolinmæði. Má það oft undrum sæta, hve ó- sjálfstæðir menn eru, er til at- kvæða kemur. . Melanktons söfnuður er smár, en hann hefir frá upphafi vega sinna staðið sjálfur straum af kostnaði við alt sitt kirkjulega starf, og* til þeirrar skyldu ættu allir að fiwna. í lok kirkjuþingsins var fyrir- huguð ein skemtisamkoma úti á landsbygðinni, í fögrum skógar- lundi, sem undirhúinn var fyrir þetta skemtimót, og var einkar vel valinn staður milli hárra hóla. En regn og slæmir vegir hindruðu þessa fyrirætlan. Var það því til ráðs tekið, að halda samkomu þessa við kirkjuna. Töluðu ræðu- menn af tröppum hennar. Eftir að heimapresturinn og safnaðarforestinn höfðu innleitt umræðurnar, var hinn fjölfróði gáfumaður, séra Jónas A. Sig- urðsson kallaður upp á ræðupall- inn. Hafði séra Jón,as myndað þenna söfnuð fyrir 31 ári síðan og þjónað honum hin fyrstu fimm árin. Voru lengi í minnum hafð- ar meðal hinna eldri hinar áhrifa- miklu ræður hans og snild í ræðu- gerð, sem gamla fólkið taldi í þá tíð bera af öllu öðru. Eg fyrir mitt leyti hlakka ávalt til að hlusta á hinn mælska sagnfræðing, sem svo vel kryddar ræður sínar með sagnfræðinni fornu. Þá var kallaður fram forseti kirkjufélagsins. Stóð hann á há- um palli sem hinir, og bar forset- ann hátt yfir, og auðkendur frá öðrum mönnum, sem ólafur Kon- ungur Tryggvason á Orminum langa. Er séra Kristinn allra manna kunnugastur í bygðinni.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.