Lögberg - 23.08.1928, Síða 6
BU. *.
lAGtítiRG, FIMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1928.
RAUÐKOLLUR
EFTIR
GENE STRA TTO.N-PORTER.
“Nei, hér er enginn af mínúm vinum,” sagði
Wessner. “Það veit enginn, að eg fór hingað,
nema Svarti Jack. Eg er hér einsamall. Ef þú
vilt reyna að vera dálítið skynsamur, þá getur
liann talað við þig seinna, þó þess þurfi nú
reyndar ekki. Við getum sjálfir lagt á öll
rábin. Þetta er da>analaust auðvelt og þægi-
legt.1 9
“Það hlýtur að vera það, ef þú hefir hugsað
það upp og átt að framkvæmá það?” En Rauð-
koll þótti mjög vænt um að heyra, að Wessner
var einsamall.
Wessi>er fór varlega og, sagði: “Já, auð-
vitað er það ofur auðvelt. Hugsaðu bara um
það, að þú verður að þræla á hverjum einasta
degi og færð ekki nema skitna þrjátíu dali á
mánuði fyrir það„ en hér er tækifæri til að ná
í fimm hundruð dali á einum degi. Það getur
ekki verið, að þú sért það flón að sleppa því.’
“En hvernig á eg að ná í þessa peninga?”
spurði Rauðkollur. “Heldurðu að eg finni þá
á brautinni þar sem eg geng?”
“Það er liér um bil sama sem' það,” sagði
Þjóðverjinn. “Þú átt bara að finna þessa pen-
inga. Þú þarft ekkert að gera og þú þarft ekk-
ert að vita. Alt, sem þú þarft að gera, er að
ganga. fram hjá girðingunni að vestan verðu
við skóginn, þangað til hún beygist til austurs,
þá að snúa við oig fara sömu leið til baka, og
láta mig vita hvaða morgun þú ætlar að gera
það og þú færð peningana viðstöðulaust. Það
er naumast hægt að hugsa sér nokkuð hægra en/
þetta, eða finst þér það?”
“Það kemur alt undir því, hver í hlut á,”
svaraði RauðkoHur, og rómurinn var eins þýð-
ur, eins og rómur lævirkjans, sem sat á grein
þar rétt hjá honum. “Sumum væri þetta mesti
hægðarleikur, en aðrir gerðu það ekki, þótt þeir
ættu lífið að leysa. Bg geng ekki blindandi út
í neitt svona lagað, og mér skilst að þetta sé að
bregðast því trausti, sem til mín er borið; en
eg hefi revnt að vera eins trúr, eins og eg hefi
haft vit á. Þú verður að gera mér ljósara, hvað
þú átt við, svo eg geti skilið þig.”
“Þetta er svo dæmalaust auðvelt,” endur-
tók Wessner. “Það er minna varið í það vegna
þess að það er svo auðvelt. Það eru fáein tré
hérna í skóginum, sem hvert um sig er reglu-
leg gullnáma, þrjú'sérstaklega. Tvö eru nokk-
uð inni í skóginum, en ei-tt er rétt við girðing-
una, og þessi skozki asni negldi vírinn í það, og
vissi ekkert hvað hann var að gera, því hann
þekti ekki tréð, eða tók ekki eftir því. Ef þú
nú heldur þig þarna megin við skóginn, bara
einn dag, þá getum við felt trén og dregið þan
burtu næstu nótt. Þú sérð þetta svo næsta
morgun og segir frá hvernig komið sé, og svo
gengur þú allra manna bezt fram í því, að leita
að okkur. Við höfum ráð til að kloma þessu svo
fyrir, að það verði aldrei uppvíst. Svo hefir
McLean veðjað við tvo af piltunum, að það
verði aldrei tré tekin úr skóginum meðan þú
gætir hans. Það eru nóg vitni til að sverja, að
þetta er rétt og eg veit af þremur að minsta
kosti. Veðféð er þúsund dalir, og hvert tréð er
að minsta kosti þéss virði. Svo þú sérð, að
þetta er regluleg gullnáma, og þú færð sjálfur
fimm hundmð dali fyrir ekkert. Þetta er ekki
nokkur miista hætta fyrir þig, því McLean
trúir þér alyeg eins og nýju neti og honum gæti
áldrei komið til hugar, að vantreysta þér í
ifokkru. En hvernig lízt þér á þetta?”
“Er þetta alt, isem þú hefir að segja?”
sagði Rauðkollur.
“Nei, það er það ekki,” svaraði Wessner.
“Ef dálítill kjarkur og mannræna er í þér, þá
getur þú fengið fimm sinnum fimm hundruð á
einni viku. Félagi minn veit af mörgum fleiri
trjám, sem eru mikils virði og sem við getum
felt og komist burtu með, og alt sem þú þarft
að gera, er að halda þig annars staðar, en við
erum. Svo þegar þú ert búinn að fá peningana,
þá getur þú bara farið burtu einhverja nóttina
og bvrjað svo nýtt líf einhvers staðar og lifað
eins og herramaður. Heldurðu ekki, að það
væri nokkuð gott?”
“Það væru býsna myndarlegar aðfarir,”
sagði Rauðkollur, “að stela frá húsbóndanum,
einmitt því, sem mér er trúað fyrir að passa, og
sem eg hefi fengið kaup fyrir í allan vetur. En
þú ætlar að borga mér dæmalaust vel. Fimm
hundruð fyrir annað eins smáræði eins og
þetta! Þér ferst ákaflega höfðinglega við mig.
Þetta er miklu meira, en eg á skilið. Seytján
cents Mferi meir en nóg borgun fyrir þetta smá-
ræði. Eg verð samt að hugsa mig ofurlítið um
þetta. Bíddu hérna fáeinar mínútur, meðan eg
vík mér frá. Svo skal eg koma, og fylgja þér
ofurlítið á leið og láta þig vita hvað eg geri.”
Rauðkollur fór þangað, sem skápurinn var
og lét inn í hann það sem hann hafði meðferðis
og þar ó meðal beltið sitt og skammbyssuna, og
lokaði lionum svo og stakk lyklinum í vasa sinn,
og fór svo aftur þangað sem Wessner sat og
beið hans.
“Nú er eg tilbúinn að svara,” sagði Rauð
kollur. “Stattu upp!” Rö^din var kuldaleg
og skipandi, eins og það væri hershöfðingi, sem
var að tala. “Viltu fara úr nokkru, sem þú ert
í?”
* . “Nei, því ætti eg að gera það, Rauðkollur
minn!” svaraði We.ssner.
“Þú ættir að kalla mig Mr. McLean, en ekki
Rauðkoll, þvi það er bara gælunafn, sem vinir
mínir nota. Nú getur þú staðið undir sólar-
ljósinu, ef þú vilt, eða annars búist til varnar
eins og bezt þú kant.”
‘ ‘ Hvað á þetta eiginlega að þýða, hvað geng-
ur að þér?” spurði Wessner.
“Það, sem eg ætla að gera, ” sagði Rauðkoll-
ur, “er að berja þig eins og fisk, svo þú fáir
makleg málagjöl dfyrir þá óhæfu, sem þú vilt
hafa í frammi og vilt láta mig taka þátt í.”
Þá um m'orgunirm hafði Wessner gengið úr
vistinni, og hann hafði hagað sér svo grunsam-
lega, að Duncan hvíslaði að McLean: “Munið
þér eftir drengnum?”
McLean fór að hugsa um þetta, og áður en
langt leið lagði hann á Nellie sína og reið á eft-
ir Wessner, en þegar hann kom þangað, sem
bann átti heima, frétti hann að Wessner hefði
farið þaðan og lialdið í áttina til Limberlost
skóganna. McLean beið þá ekki boðanna, en
reið alt hvað af tók í sömu óttina. Þegar hann
kom til Mrs. Mrs. Dunean, sagði hún honum, að
hún hefði séð mann á ferðinni, sem líktist Wess-
ner. Þar skildi hann eftir byssuna sína og
gekk það sem eftir var. Þegar hann kom svo
nærri, að hann heyrði mannamál, faldi hann sig
og hlustaði eftir hvað þeir voru að segja, og
hann heyrði Wessner segja með hárri röddu:
‘ ‘ Eg vil ekki iberjast við þig, Rauðkollur. Eg hefi
eklkert gert þér. Svo er eg miklu stærri og
sterkari en þú, og þú ert þar að auki ein-
hentur.”
MeLean fór úr treyjunni og setti sig í stell-
ingar eins og tígrisdýr, sem ætlar að stökkva á
bráð sína, en var ]>ó kyr til að hlusta á hvað
Rauðkollur hefði að segja óg sjá hvað hann
gerði.
“Vertu ekki að hugsa um það, hvað margar
hendur eg hefi,” sagði Rauðkollur. “Minn
góði málstaður gerir meira en vega upp á móti
því, að þú hefir tvær liendur, en eg bara eina,
og mér er rétt sama hvað stór þú ert, því þú ert
hvort sem er ekki nema ragmenni og þjófur. Eg
svaf hjá þér, Wessner, fyrstu nóttina, sem eg
var hér, og var eg þá allslaus og illa til reika.
Þá tók McLean mig að sér, gaf mér hrein föt
og gott fæði og kom mér fyrir á ágætu heimili,
og honum á eg það að þakka, að nú á eg tölu-
verða peninga á bankanum, sem eg hefi sjálfur
unnið fvrir meði ærlegu móti. Hann treystir
mér fullkomlega eins og góðum og heiðarlegum
Ira, og þú vogar þér að koma hér og reyna að íá
mig til að bregðast því trausti og ætlast til að
• eg loki augunum og sjái ekki þig og þína líka,
þegar þið komið hingað til að stela því, sem
mér er trúað fyrir að passa. Og svo ætlast þú
til, að eg geri úr sjálfum mér auðvirðilegan lvg-
ara og hylji með þér glæpaverk þín. Þú ert við-
‘bjóðslegur óþokld, og nú er bezt fyrir þig að
verja sjálfan þig áður en eg tapa valdi á sjálf-
um mér og klýf hausinn á þér með kydfunni
minni.”
Wessner færði sig dálítið aftur á bak og sagði
ólundarelga.
“Eg kæri mig ekki um að meiða þig, Rauð-
kollur.
“Þú skalt eikki vera að hugsa um mig,”
hrópaði Rauðkollur og var nú orðinn æfa-reið-
ur, “því mig langar ekki til neins meira, en að
berja á þér. ”
Rauðkollur stökk nú á Wessner, svo það var
ekki um, annað að gera fyrir hann, en að verja
sig. Hann var miklu sterkari, en hann var seinn
í snúningum og hitti ekki nærri því alt af. Rauð-
kolur var þar á móti miklu liðugri og vorðist
betur höggunum, og hann gat greitt þrjú af
þeim á móti Wessners einu. Nú kom það sér vel
fyrir Rauðkoll, að hann hafði verið undir beru
lofti alla daga,'svo að segja árlangt og hafði
mikla líkamsæfingu, og var hann því orðinn
harður eins og grenivúðarkvistur, en þó mjúkur
og liðugur í öllum hreyfingum. Fyrstu fimm
mínúturnar veitti honum erfitt mjög, því hér
kendi aflsmunar. Wessner þar á móti mæddist
fljótt og þar sem hann áflogum óvanur, nrðu
flest af hans þungu höggum bara vindhögg.
En eftir1 því sem Wessner meiddtst meira, því
harðara .sótti Rauðkollur á og barði hann nú í
andlitið hvað eftir annað, og það * leið ekki á
löngu, þar til Wessner féll, og gleymdi Rauð-
kollur nú prúðmenskunni og stökk á hann og
barði hann alt hvað hann orkaði með höndum
• og fótum. McLean sá ekki vel, hvernig þetta
gekk, en hann óskaði þess innilega, að nú léti
Rauðkollur kné fylgja kviði og drægi ekki af
sér.
Eftir litla stund liætti Rauðkollur að berja
ó Wesssner, en skoraði nú fastlega á hann að
standa upp og, verja sig. “Þú þarft ekki að
vera hræddur um, að þú meiðir mig. Eg skal
gefa þér alt tækifæri til að verja þig sem bezt
þú getur.”
Wessner brölti á fætur og var nú ekki sjón að
sjá hann. Fötin voru rifin utan af honum og
blóðið lagaði úr andliti hans. “Eg býst við, að
eg hefi fengið nóg af svo góðu,” sagði hann
dræmt og ólundarlega.
‘Er ekki meiri dugur í þér en þetta?” sagði
Rauðkollur. “Þú kemur hingað og lýgur upp
á húsbóndann og vilt fá mig í lið með þér til að
stela frá honum. Því é'kki að standa upp og
taka við maklegri refsingu. Þú mátt eins vel
reyna að verja þig, því refsinguna færðu alt að
einu.” Og um leið og Rauðkollur sagði þetta,
gaf hann Wessner rokna högg, svo hann féll í
annað sinn og nú stóð hann ekki upp og hreyfði
sig ekki, hvernig svo sem Rauðkollur ávarpaði
hann og skoraði á hann að verja sig, en ómögu-
lega gat hann sitlt sig um að berja á honum enn,
þangað til hann varð svo móður, að hann varð
að hætta. Só hann nú, að Wessner var alger-
lega vfirunninn og rann honum þá reiðin að
mestu, og beygði hann sig niður að honum og
reyndi að reisa litinn á fætur, og ofbauð honum
þá alvegi hve hörmulega hann leit út. Hann
grét af reiði og sársauka og andlitið var alblóð-
ugt og það var eins og allur máttur væri úr
honum dreginn.
Rauðkollur tók nú vasaklút sinn og þurkaði
framan úr Wessner og lijálpaði honum til að
komast á fætur. “Það er nú kominn tími til
fyrir vesalinga eins og þig að fara heim,”
sagði Rauðkollur. “Eg hefi ékki tíma til að
leika meira við þig í þetta sinn. Þú getur kom-
ið aftur á morgun, ef þig langar til að fá meira,
en það er ekki til neins að reyna að fá mig til að
verða þjófur, eins ogþú ert og þínir líkar.”
Wessner fór að reyna að staulast burtu og
Rauðkollur fylgdi honum eftir og sendi honum
tóninn, því þögnin var honum óþægileg, eins og
hverjum öðrum góðum Ira, svo hann lét dæluna
ganga og kallaði Wessner Hollending í hverju
orði og lét það ótvíræðlega í ljós, að þeir ná-
ungar hefðu lítið við það að gera, að fara í
hendumar á Iranum.
“Því ertu að elta mig?” sagði Wessner.
“Hvað ætlarðu eiginlega að gera við mig?”
“Eg hélt það ætti við,” svaraði Rauðkollur,
“að fylgja slíkri stríðshötju, eins og þú ert,
ofurlítið á leið, en aðal ástæðan til þess, að eg
tek á mig þetta ómak, er sú, að það getur vel
verið, að húsbóndinn komi hér ríðandi á henni
Nellie sinni, og ef hryssan sér þig hér einsaml-
an, eins og þú ert nú útlits, þá er ekkert lík-
legra, en að hún mundi rammfælast og það gæti
■kannske hlotist slys af því. Svo vil eg helzt
ekki, að annar eins höfðingi og McLean er,
þyrfti að sjá annan eins viðbjóð eins og þú
ert.”
Wessner lét út úr sér óskaplegt blótsyrði,
en Rauðkollur hló og sagði: ,
“Þetta eru þakkirnar, sem eg fæ fyrir að
vanrækja vinnu mína til að taka sem bezt á
móti þér og fylgja þér á leið, þegar þú ferð.
Það mætti þó naumast minna vera, en að þú
þakkaðir fyrir þig kurteislega, því eg hefi haft
mikið fyrir því, að gera þér komuna skemtilega
og eftirminnilega. En ]>að er víst ekki við
öðru að búast af þér og þínum líkum.”
Þetta var það seinaista af viðskiftum þeirra
í þetta sinn. Rauðkollur stóð þarna eins og
hermaður, meðan Wessner var að hverfa úr
augsýn. Svo sneri liann aftur, og þá tók hann
fyrst eftir því, að hann sveið ákaflega í and-
litið og verkjaði í allan líkamann og taugarnar
voru svo óstyrkar, að hann skalf eins og hrísla.
Hann fór þangað, sem skápurinn hans var, og
tók ])uúku út úr honum, vætti hana í köldu vatni
og þvoði sér um andlitið, sem var alt blóðstork-
ið. Honnm leið afar illa, og honum fanst hann
vera að yfirbugast af kvölunum, og fótleggirn-
ir skulfu ákaflega. Hann kendi verkjar í hægri
handleggnum, svo hann fletti upp skyrtuetm-
inni og sá hann þá að hann var 'blóðstorkinji
mjög, og* hann sá greinilega að Wessner hafði
bitið hann til blóðs, því tannaförin sáust ljóst
á handleggnum. Þegar Rauðkollur sá þetta,
fyrirgaf hann sjálfum sér þó hann hefði spark-
að með fætinum í Wessner efir að hann féll.
‘Rauðkollur! Rauðkollur!” kallaði McLean.
Drengurinn bretti' niður erminni og reis
á fætur.
‘ ‘ Fyrirgefið, herra minn. Þér sjáið vafalaust
að eg hélt að eg væri hér einsamall. ’ ’
McLean lagði hann niður á bekkinn mjög
varlega og tók dálitla öskju úr vasa sínum, sem
hánn hafði þar ávalt, alveg eins og úrið sitt og
skammbyssuna, en í henni geymdi liann dálítið
af umbúðum og meðulum, því það var mjög al-
gengt að menn hans fengju á sig smá skrámur
við vinninu.
Hann bretti upp erminni á hægri handleggn-
um, sem höndina vantaði á, og batt um sárin,
sem á 'honum voru. Syo skoðaði hann piltinn
í krók og kring og sannfærðist um, að hann
væri ekki liættulega meiddur, ef rétt væri að
farið, þó hann væri mjög illa útleikinn. Þegar
hann sat þama hjá piltinum, veitti ha.nn enga
eftirtekt fegurðinni alt í kring um þá, en horfði
að eins á þetta bólgna og blóðstorkna andlit, og
hann dáðist, með sjálfum sér, meira að Rauð-
koll, heldur en nokkru sinni fyr, því hann hafði
sjálfur heyrt hve kænlega honum hafði farist
að fá alt upp úr Wessner, sem hann vildi vita,
og hann hafði heyrt hann færa rök fyrir máli
sínu, rétt eins og hann væri dómari, og hann
hafði séð hann berjast eins og hetju og harní
hafði heyrt hann hrósa sigri.
Mesta sviðann dró úr sárunum smátt og
smátt, en meðan Rauðkollur hvíldist þarna, gaf
hann húsbónda sínum nánar gætur, og hann var
að hugsa um, hvað lengi hann kynni nú að hafa
verið þarna, og hvort hann mundi hafa séð sig
og heyrt það sem fram fór, en hann þorði ekki
að spyrja um það. Loksins stóð hann á fætur,
opnaði s'kápinri og tók út úr honum skamm-
byssuna og áhöldin til að gera við vírgirðing-
una. Svo lokaði hann skápshurðinni, sneri sér
að McLean og sagði:
‘Eru nokkrar fyrirskipanir, sem þér hafið
að gefa mér?”
“Já,” sagði McLean, “og eg ætlast til að
]>ú fylgir þeim nókvæmlega. Fáðu mér þetta,
sem þú befir meðferðis, og farðu svo beint
heim. Taktu eins heitt 'bað eins og þú þolir og
farðu svo strax í rúmið.”
“Mér þykir mjög mikið fyrir að þurfa að
segja yður, að eg er enn ekki byrjaður á því, sem
eg átti að gera seinni part dagsins. Eg var
rétt að fara á stað, og eg hafði nógan tíma, þeg-
ar maður kom hér og við lentum saman í dálitl-
um þrætum, og kom ebki saman. Annað hvort
er nú það ósamkomulag búið, eða }>að er rétt að
byrja; en eg er svo seinn, að'eg hefi ekki einu
sinni byrjað seinni gönguna Um skóginn í dag.
En nú verð eg að flýta mér, því það er víst tré
hér einhvers staðar, sem eg þarf endilega að
finna í dag.
“Þú ert nógu áræðinn, flónið þitt, og mesta
hörkutól,” sagði McLean. “Þú getur ekki
gengið allan þennan veg, þótt þú ættir lífið ð
leysa. Eg efast um, að þú komist einu sinni til
Duncans. Veiztu ekki sjálfur, þegar þú ert all-
ur úr lagi genginn? Þú ferð bara í rúmið. Eg
skal ljúka við þetta verk í dag.”
“Nei, það skal aldrei verða,” sagði Rauð-
kollur mjög einbeittur. “Mér leið hálf illa áð-
an, en nú er eg að koma til aftur. Stígvelin yð-
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUHl HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Offlce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. *■ - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Þeir Islendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til
Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
tJiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiimiiiimiiiu
| Samlagssölu aðferðin. |
E Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- =
E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega =
= laegri verður starfraekslukostnaðurinn. En vörugaeðin 2
= hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að |
= vera til staðar, ef vara vor á að fá það saeti, sem henni =
E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E
= vörusendingar og vörugæði. E
Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru =
E fyrgreind þrjú meginatriði trygð.
Manitoba Co-operative Dairies Ltd.
= 846 Sierbrooke St. - ; Winaipeg,MaBÍtoba s
ÍFiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimimmmmmmiimmimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiirc
Hefir eldsábyrgðin gengið úr gildi?
Eldábyrgð kostar aðeins lítið, en hún er trygging gegn miklu tjðni.
Látið oss annast eldsábyrgð yðar.
Peningar til láns gegn fasteignaveði í borginni eða útjaðra borgum með
lœgstu fáanlegum rentum.
HOME SECURITIES LIMITED
468 MAIN STREET
Phone: 23 377
:: WINNIPEG.
LEO. JOHNSON, Secretary.
HEITU DAGARNIR
eru dagar til að eyða í lystigörðunum
Úti í Winriipeg lystigörðum eru margir forsælu-
staðir, sem bjóða yður hvíld og hressingu.
Notið þessa friðsælu hvíldarstaði.
Þeir eru nálægir, jafnnærri og næstu strætisvagnspor.
Sporvagninn tekur yður þangað fljótt, ódýrt
og hættulaust.
Notið Sporvagnana!
WINNIPEG ELECTRIC Company
“Your Guarantee of Good Service*'
ar eru ekki nærri uógu liá, og svo er líka heitt
og þetta eru fullar sjö mílur. Nei, það kemur
ekki til nokkurra mála.”
En þegar haim ætlaði að lilaupa á stað, þá
steinleið yfir hann og hann datt endilangur á
mosann. McLean stumraði yfir honum um
stund, og þegar Rauðkollur raknaði við aftur,
hljóp McLean alt hvað liann gat til Duncans og
bað Mrs. Dunean að hita vatn í snatri og liafa
}>að til, þegar hann kæmi aftur með drenginn,
svo þau gætu baðað hann. Konan lét ekki segja
sér }>að tvisvar, en fylti stóran ketil og setti
hann á eldavélina og kynti undir honum sem
mest hún gat. Svo fór liún út, og færði stokk-
inn, sem hestunum var vatnað í, upp að húsinu
og helti í liann vatninu jafnóðum og það hitn-
aði. Og hún hafði baðið tilbúið, þegar McLean
kom aftur með Raúðkoll á Nellie sinni; en svo
var drengurinn máttfarinn, að hann gat ekki
setið á hestbaki hjálparlaust, svo McLean varð
*að styðja hann og teyma undir honum. Þau
hjálpuðust að því að baða Rauðkoll úr eins
heitu vatni eins og hann þoldi, og svo úr kalda
vatninu á eftir, lögðu hann síðan á gólfið og
nudduðu hann þangað til hann bað um vægð.
Þá lögðu þau hann í rúmið og hann lokaði aug-
unum og sýndist sofna, en opnaði þau rétt
strax aftur og sagði:
“Munið þér eftir trénu!”
McLean beygði sig ofan að honum og sagði:
‘Hvaða tré, Rauðkollur?”
‘ ‘fEg veit }>að ekki með vissu, en það er ein-
hveers staðar að austan verðn og vírinn er
negldur í það. Hann var að hælast yfir því, að
þér hefðuð gert það sjálfur. Þér þekkið það á
því, að börkurinn er sprunginn af því að neðan
verðu. Og það voru fimm hundruð dalir, sem
hann bauð mér, ef eg vildi selja þetta tré —
‘Sem þér eigið.”
Aftur lokaði Rauðkollur augunum og sofn-
aði. McLean sat og horfði á hann. Ljósrautt
hórið breiddist vfir koddann. Vinstri hand-
leggurinn var allur bólginn og marinn og liægri
handleggurinn, sem höndina vantaði á, mikið
særður. MoLean var að hugsa um kveldið, þeg-
ar þessi ókunni drengur hafði komið til hans
fyrir nærri ári síðan og hann liafði ráðið hann
sem skógarvörð.