Lögberg - 13.09.1928, Blaðsíða 2
m». 2
LOCBBRG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER 1928.
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
POKAHONTAS.
Þjóðsaga frá Vesturheimi.
(Framh.)
Powhatan sat jafnan þegjandi og var hinn
reiðasti, af þvi að hann var kominn í hendur
fjandmanna sinna. Hann vænti sér eigi ann-
ars en kvalafulls dauða, því svo mundu hann
og landar hans hafa breytt við höfuðsmann
Englendinga, ef hann hefði komist á vald
þeirra.
Eldurinn hafði ekki eytt svo miklu af borg-
inni, eins og búist var við. Forðabúr þeirra
var' óbrunnið, 'þegar þeir komu til að slökkva,
og svo mörg íbúðarhús, að eigendur þeirra gátu
hýst þá, sem húsin mistu, enda leið eigi á löngu
$ð húsin væri endurbygð, því að eigi skorti
efniviðinn.
John reyndi á allan hátt að fá Indíánhöfð-
ingjann til að tala við sig,en þess var enginn
kostur. Og þegar hann bauð honum lausn, neit-
aði hann því með hæðilegum svip. Vissi höfuðs-
maður nú ekki hvað hann skyldi reyna, en ein-
setti sér þó að fara sem allra hezt með hann, og
revna að laða hann til vináttu og stöðugrar vel-
vildar.
Þó að Játvarður undraðist þessa háttsemi
hins þrálynda höfíjingja, þá furðaði Powhatan
engu minna, hversu höfuðsmaður breytti við
hann, því að hann hafði ekki vænst annars en
verstu pyntinga og hæðilegs dauða; nú reyndi
hann vinsamlega meðferð, og höfuðsmaður
vildi gefa honum lausn og frelsi. Þótti honum
þetta næsta ólíklegt því, er Jukka hinn illi hafði
sagt honum frá nýlendumönnum, og fór að
komast við af göfuglyndi þeirra. En með því
að hann hafði vanist svikum og vélráðum landa
sinna, þegar ófriður stóð, og orðið þess ve.gna
tortrygginn, grunaði hann nú, að velvild höf-
uðsmannsins væri kænskubragð og bjóst dag-
lega \úð pvntingum og lífláti.
Atta dögum síðar en Indur réðust á borgar-
menn, var alt komið aftur í lag í borginni, og
lét höfuðsmaður víggirða hana alla landmegin
og grafa djúp síki umhverfis.
Eitt kvöld sat John þreyttur af dagsverki
sínu undir Písangtrénu mikla og hugsaði um
þaðr sem drifið hafði á dagana þessa síðustu
viku. Alt var kyrt í bænum, og heyrðist ekki
annað en gönguhljóð varðmannanna og er þeir
kölluðu hver til annars. Loftið var skýjað, og
ekki sást til tungls. — John fanst hann vera hér
einmana í heiminum, því að hann skildi eftir
heima á Englandi konu sína, börn og ættmenn;
lét hann nú hugann hvarfla til þeirra og lang-
aði heim. En þá bar svo til, að á þeirri sömu
stundu stóð upp við tréð á bak við hann, hin
göfuglynda Indamær Pókahontas, og var mjög
hrvgg, því að hún hugsaði til föður síns, er hún
þóttist vita, að nú væri fyrir löngu dauður, og
fanst henni þá eins og hún stæði einmana eftir
í heiminum. Vissi höfuðsmaður eigi hið minsta
af henni. En hún var þangað komin, til að leita
grafar föður síns, syngja yfir henni, gráta og
kyssa leiðið, eins og siður var hjá Indum.
Þó var það önnur hugsun, sem kvaldi hana
engu minna. Jukka hafði sagt, þegar hann kom
heim úr bardaganum, að John hefði myrt föður
hennar með svikum. Þetta særði hana meira,
en frá verði sagt„ því að það var henni þyngsta
böl, að sá maður, sem hún elskaði og virti,
• skvldi vinna slíkt níðingsverk.
Hún stóð lengi upp við eikina og langaði til
að spyrja höfuðsmann, hvar leiði föður síns
væri; en hún gat engu orði upp komið við þann
manú, sem hún ætlaði að væri morgingi föður
síns. Þá stundii hún ósjálfrátt svo þungt, að
John heyrði. Spratt hann þá upp og sá dökk-
leita mannveru, og varð hverft við, því hann
hugði að enn væru Indur komnir til að ná lífi
sínu. En í þessum sömu svifum þekti hann
vemdarengil sinn, heilsaði meyjunni blíðlega
og þakkaði henni með mörgum fögrum orðum
velgeming þann, sem hún sýndi honum hið
fyrra skiftið.
Pókahontas tók þurlega kveðju hans og
þegjandi, en sagði síðan: “Hvar er hann faðir
minn grafinn, sem þú þú myrtir?”
Nú skyldi höfuðsmaður, hví hún tók svo
kaldlega kveðju hans og gat varla litið við hon-
um.
“Eg
“Komdu þá með mér,” sagði hann.
skal sýna þér, hvar faðir þinn hvílir.”
Þá grét mærin beisklega og fylgdi honum.
Þau gengu eftir götunni í næturkyrðinni að
borgamíginu. Þar stóð varðmaður við dyrnar.
Höfuðsmaður lauk upp húsinu. Þar sat Pow-
hatan við eld og leit ekki upp. En Pókahontas
hljóðaði upp af gleði og hljóp um háls föður
sínum. Þá sást fvrst gleðibragð á andliti
hans og hann faðmaði dóttur sína að sér. En
að lítilli stundu liðinni varð hann aftur hrvgg-
ur í bragði, því að hann hugsaði, að hún væri
handtekin, eins og hann, og yrði að þola sama
dauðdaga. Hann hvesti augun á höfuðsmann-
inn, en dóttir hans tók í hönd honum og sagði:
“Vertu glaður, faðir minn!” Síðan sagði hún
honum frá lygum og rógi Júkka, og að hann
hefði myrt nýlendumanninn saklausan, því það
hafði Júkka sagt einhverjum vini sínum. —
“Trúðu því, faðir minn,” sagði hún, “að þér
verður gefið líf og frelsi.” Leit hún síðan til
höfuðsmanns og spurði hann: “Er það eigi
svo, höfuðsmaður góður! Þú ætlar ekki að taka
föður minn af lífi?”
Þá tók John í hönd Powhatans og sagði:
“Feginn vil eg gefa þér líf og frelsi, ef þú vilt
lofa mér því, að láta frið vera milli mín og þín,
milli þinnar ættar og minnar. Við skulum vera
hér eins og vinir yðar, og aldrei ónáða yður;
en þá viljum vér, að þér gerið oss eigi heldur
mein. Þú ert frjáls, Powhatan, á sömu stundu
og þú lofar mér þessu.”
Af þessum orðum varð Powhatan glaður,
tók í hönd John og lagði vinstri handlegg um
háls honum og þrýsti nefinu að nefi hans. En
það var merki trúrrar vináttu. Síðan kvöddu
þau og gengu út úr húsinu. Þá lét höfuðsmað-
ur og leysa alla handtekna Indur og bauð þeim
að fara með höfðingja sínum. Pókahontas réð
sér varla fyrir gleði, kastaði sér fyrir fætur
lífgjafa föður síns, faðmaði kné hans og grét
þakklætistárum.
Höfuðsmaður reisti hana á fætur, tók blíð-
lega í hönd hennar óg sagði: “Þó að eg gefi
föður þínum líf, þá eru það lítil laun fyrir kven-
dvgð þína og það, sem þú hefir gert mér gott.”
Samt talaði hann þetta svo, að Indur heyrðu
það ekki.
Síðan fór Powhatan með föruneyti sínu út
úr borginni. Var auðséð, að dóttur hans þótti
fyrir að skilja við höfuðsmann. Hún fékk þeg-
ar fyrstu mætur á hinum hvítu mönnum, og
mest höfðingja þeirra, fyrir blítt viðmót hans
og kurteisj; en þó jókst nú mest virðing hennar
og ást á honum, þegar hún reyndi göfuglyndi
hans og manngæzku. Framh.
GÓÐUR DRENGUR.
Pabbi stakkar úti á engjum
öllum hveitibindum sínum,
en hún mamma’ í eldhúsinu
er að þvo úr kjólnum mínum.
Eg get hjálpað mömmu minni
meðan pabbi’ er úti’ að vinna,
náð í vatn og við í stóna,
verndað gullin bræðra minna.
Góður drengur vil eg vera,
vera líkur pabba mínum;
afi segir að ’hann hafi
altaf hjálpað pabba sínum.
' Sig. Júl. Jóhannesson.
GETTU GATU.
Senn er amma sjötug,
Senn er mamma fertug;
afi minn er áttræður,
en hann pabbi fimtugur.
Þegar eg verð þrítug,
þá er mamma sexteg.
öettu hvað eg gömul er;
gættu hvað eg sagði þér.
Sig. Júl. Jóhannesson.
HREIÐUR SVÖLUNNAR
Hvers vegna liún byggir þau á veggjum.
Fyrir löngu, löngu síðan, þegar fyrsta sval-
an flaug yfir heiðar og flóa, var hún ákaflega
stolt af fallega fiðrinu sínu.
0g svo varð hún hégómagjöm, því hún hugs-
aði um ekkert annað en það, hvernig hún gæti
látið alla aðra fugla taka sem bezt eftir sér.
Svo vildi það til, einmitt af þessu, að hún
steinglejundi hvernig hún átti að fara að því og
byggja hreiður.
Eftir að hún hafði reynt lengi árangurs-
laust, hugsaði hún sér að fá hjálp hjá öðrum
fuglum. Hún fór því til þrastarins, því henni
sýndist hann vera geðbeztur, og bað hann að
hjálpa sér til að byggja hreiður, eða sýna sér
hvernig hún ætti að fara að því.
“Það er velkomið,” sagði þrösturinn, “eg
skal gera það með ánægju. Fyrst .tekurðu
nokkuð af þessum stífu stráum, svona eins og
þú sórð mig gera. ”
“ Já,” svaraði svalan.
“Svo tekurðu leirstykki og límir stráin
saman, svona, eins og þú sérð mig gera, ” sagði
þrösturinn.
“Já, eg veit það,” svaraði svalan.
“Límdu stráin saman alveg svona!”
“ Já, eg veit hvemig á að fara að því,” sagði
svalan, hróðug.
“Svo snýrðu því við, svona,” sagði þröst-
urinn.
“Já, eg kann það,” sagði svalan.
“Og svo læturðu ------- —”
En áður en þrösturinn komst lengra með
setninguna, tók svalan fram í og sagði: “Já
auðvitað, eg veit það.”
Nú varð þrösturinn reiður. “Jæja, Kelli
minn, ’ ’ sagði hann: ‘ ‘fyrst þú veizt alt, til hvers
ertu þá að eyða mínum tíma með spurningum
þínum?”
IJm leið og þrösturinn sagði þetta, flaug
hann burt til þess að líta eftir eggjunum sínum.
Að eins helmingurinn af hreiðrinu hafði
verið bvgður; og þegar ]>rösturinn var farinnn,
vissi svalan ekkert hvernig hún átti að fullgera
það. Hún reyndi hvað eftir annað, en það mis-
lukkaðist alt af. Loksins tók hún það ráð, að
byggja þann helminginn af hreiðrinu, sem hún
kunni að byggja, utan á vegg, og láta það duga.'
Svona stendur á því, að enn þann dag í dag
hefir svalan hálft hreiður. Það er vegna þess,
að hún þóttist kunna það, sem liún kunni ekki.
Sig. Júl. Jóh. þýddi.
MUNDl OG BJARNI TALA SAMAN.
Mundi: “Trúir þú því, að eg geti klórað
mér á milli herðablaðanna með nefinu?”
Bjarni: “Nei, þú ert ekki svo liðugur í
hálsinum, að þú getir það.”
Mundi: ‘ ‘ Eg skal nú samt sýna þér, að eg
get það.” Og svo losaði Mundi um hálsinn á
sér og seildist með hægri hendinnni aftur á
milli herðablaðana og fór að klóra sér.
Bjami: “Já, eg sé þetta; en þú gerir það
ekki með nefinu.”
Mundi: “Það er skrítið. Var eg ekki með
nefið, meðan eg klóraði mér? eða sástu það fara
af mér á meðan?”
Mundi: “Trúir þú því, að eg geti stokkið
hærra en litla húsið hérna á móti?”
Bjarni: “Nei,.eg veit að þú getur það ekki.”
Mundi. “Eg skal sýna þér það. Komdu
bara með mér út á stéttina.” (Hann stökk tvö
fet upp á loftið.)
Bjarni: “Þetta var ekki mikið stökk. Þú
mátt svei mér herða þig betur, ef þú ætlar að
stökkva hærra en húsið !”
Mundi: “Það þykir mér skrítið; hvað hátt
heldurðu að húsið geti stokkið?”
G. H. H.
SKUGGSJA.
1 Belgíu hefir verið búið til orgel úr tómum
pappír, orgelpípurnar eru úr karton-pappír.
Tónarnir í þessl orgeli eru bæði sterkir og
fagrir.
Inni í Asíu kváðu menn nota tekökur til
gjaldeyris. Teblöðin eru fergð saman, og a
þau mótuð rússneskt og kínverskt skrifletur.
Verðið fer eftir verðmæti teblaðanna.
f
1 Berlín eru brunaliðsmenn í jökkum með
tvöföldu fóðri. Er það gert til þess, að fylla
megi með vatni úr slöngunni rúmið á milti
fóðranna; verði vatnið of mikið, er það leitt
eftir pípu upp í hjálminn, og þar spýtist það
út um örygglisloku og streymir yfir brunaliðs-
manninn að utan; með því móti verður vatn-
ið honum tvöföld hlíf í hitanum.
1 Alpafjöllum eru pósstofur víða 2,000 metra
yfir sjó. Og ein pósstofan, sem sendir frá sér
póst fjórum sinnum á dag, liggur 3,000 metra
hátt í fjöllum uppi, eða nærfelt þriðjungi hærra
en á tindi Öræfajökuls.
Fyrsti kafbátur í heimi var reyndur á Tames
íljótinu árið 1620. Lítið vita menn um bygg-
ingu hans, nema hvað árum var stungið út um
op á honum og róinn áfram með þeim. Ararn-
ar fyltu svó út í opin, að enginn sjór komst inn
með þeim.
A landi fer hljóðið eftir símþræði 30,000
kílómetra á sekúndunni, en ekki nema 10,780
kílómetra eftir sæsíma á sama tíma.
A fyrri tímum var það algengt, að illa var
far.ið með hertekna menn; þóttust menn meira
að segja hafa fylsta rétt til að svifta þá lífi.
Arið 1794 gaf frakkneska þjóðþingið þá
skipun, að skjóta skyldi vægðarlaust alla her-
tekna menn frá Englandi, Hannóver og Spáni.
Þesai skipun barst hertoganum af York til
eyrna, enska herforingjanum. Hann gaf þá
óðara þá skipun, að allir frakkneskir herfáng-
ar skyldu sæta svo mildri meðferð, sem unt
væri. Þetta varð til þess, að þjóðþingið frakk-
neska tók aftur skipun sína.
Tóbaksuppskeran er um 1000 milj. kíló-
gramma á ári. — Nikótín-eitur í vindlum er %
til 4%.
Frakkland er mesta vínland í Norðurálfu.
Þar er framleitt um 5,640 milj. lítra af víni ,á
árih verju.
I
Fyrsta dagblað í Japan hóf göngu sína árið
1872. — Nú skifta þar dagblöð, vikublöð og
tímarit mörgum þúsundum.
Vasaklútur, sem Riehard Wagner tónskáldi
var einu sinni gefinn í heiðursskyni, var síðar
seldur í Munohen fyrir 13,000 krónur!
—Heimilisbl.
r:■
Þú átt æskunnar mátt.
Þú átt æskunnar mátt,
lyftu hug þínum hátt,
Sjá þú himnanna bros yfir gróandi lönd!
Hinni komandi tíð
gefðu starf þitt og stríð;
þá er stækkandi líf, þá er sigur í hönd.
Yfir hættur og þraut
liggur hetjunnar braut;
það skal hefja þitt flug,
það skal herða þinn dug.
Brosa blómin um völl,
ljóma fossar og fjöll,
þar sem fylkingar tímanna
mætast í bróðernis hug
dáð og dug.
-Heim.bl.
Jón Magnússon.
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medlcal Arta BU(.
Oor. Graham og Kennedy ðtm.
PHONE: 21 824
Office tlmar: 2—3
Phone: 27 122
Wlnnlpes, Manitob*.
DR O. BJORNSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor. Gnaíiam og Kennedy 8ta
PHONE: 21 834
Offlce tlmar: 2—3.
Helmill: 764 Vlctor St.
Phone: 27 586
Winnipegr, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
816 220 Medical Art.s Bld*.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Pbone: 2) 8S4
Office Hours: 8—6
Helmlll: 921 Sherbume 8t.
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medicai Arts Hldg
Cor. Graham og Kennedy 8ta.
Phole: 21 834
Stundar augrna, eyrna nef og
kverka ajúkdóma.—Er að hJtta
kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h.
Heimili: 373 River Ave,
Uala. 42 691
DR. A. BLONDAL
Medical Arts Bldg.
Stundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjðkdóma.
®r aB hltta fr& kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Oífice Phone: 22 298
Heimili: 806 Vlctor St.
Siml: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann,
Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON
TaimkckLdr
218-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Bta.
Phone: 21 884
Helmllis Tais.: 38 686
DR. G. J. SNÆDAL
Tannlæknlr
814 Somerset Block
Oor. Portage Ave og Donald «t.
Talslmi: 38 889
Dr. S. J. Jóhannesson
stundar almennar
lœkningar
532 Sherburn St. Tals. 30 877
G. W. MAGNTJSSON
Nuddlæknir.
609 Maryland Street
QÞriðja húa norðan við Sarg.)
Prone: 88 072
Viðtalstími: kl. 10—11 f. h.
og kl. 3—5 e. h.
Dr. C. MUNSON, L. D. S.
Dentist
66 Stobart Bldg.
290 Portage Ave. Winnipeg
Phone 26 268
Fer til Gimli og Riverton. —
Veitið því eftirtekt í bæjar-
fréttunum.
Dr. C. J. Houston,
Dr. Sigga Christianson-Houston
Gibson Block
Yorkton, - Sask.
FOWLER □PTICALffn
294 CARLTON ST.
NEXT TO FREE PRESS
DRS, H. R. & H. W. TWEED
Tannlæknar.
406 Standard Bank Bldg.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 26 545. Winnipeg
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
faL lögfræCtnjrar.
Skilfstofa: Room 811 McArthœr
Building, Portage Are.
P.O. Box 1656
Phonea: 26 849 og 26 846
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON
lalenzklr iögfræölngai.
356 Mjain St. Tals.: 24 963
peir hafa elnnig skriíatofur aS
Lundar, Riverton. GtaUi og PlMC
og eru þar aó hltta & •ftirfylgí-
andl tlmum:
Lundar: Fyrsta miövikudag,
Riverton: Fyrsta fimtudag,
Gimli: Fyrerta miCvikudag,
Piney: Priója föetudag
1 hverrjum niAnuBl
J. Ragnar Johnson,
B.A., LLi.B., LL.M. (Harv.)
íslenzkur lögmaCur.
704 Mining Exchange Bldg.
356 Main St.
Winnipeg, Manitoba.
Símar •
Skrifst. 21 033. Heima 29 014
JOSEPH T. THORSON
ísl. lögfræðingur
Scarth, Guild & Thorson,
Skrifstofa: 308 Great Weat
Permanent Building
Main St. south of Portage.
Phone 22 768
G. S. THORVALDSON,
B.A., LL.B.
Lögfræðingur
709 Electric Chambers
Talsími: 87 371
Residence
Phone 24 206
Office
Phone 24 107
E. G. BALDWINSON, LL.B.
Barrister
905 Confederation Life Bldg.
Winnipeg.
A. C. JOHNSON
907 Confederatlon Ufa Bid*.
WINNIPEG
Annast um fasteignir manna. Tek-
ur að sér a8 ávaxta apariíé fólka.
Selur eldsábyrgO og bifrelCa ábyrgO-
ir. Skriflegum fyrirspurnum svaraB
samstundis.
Skrifstoíusimi: 24 263
Heimaslmi: 8* 888
J. J. SWANSON & CO.
HMITED
R e n t a I s
Insurance
Real Estate
Mortgages
600 PARIS BL.DG,, WINNPHG.
Phones: 26 349—2« 340
Emil Johnson
SERVIOE ELEOTRIO
Rafmaans ContracUng — Alltkvn*
rafmagnsdhöld seld og vid þau gsrrt
__ Eg sel Moffat og CcCflarv elda-
vélar og hefi í>wr til sýnis i verh-
stceOi minu.
524 8ARGENT AVK,
(gamla Johnson's bygglngln vlB
Young Street, Wlnnlpeg)
Verkat.: 31 507 Heima:27 886
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke 8t-
Selur ltkkLstur og annast ura út-
farir. Allur útbúnaCur
Ennfremur selur hann
mlnnisvarðla og legsteina.
Skrifatofu tala. 86 607
Helmilla Tals.: 18 868
Dr. C. H. VR0MAN
Tannlœknir
605 Boyd Building Phone 24 171
WINNIPEG.
SIMPSON TRANSFER
Verzla meö egg-á-dag hænsnafóBur.
Annast einnig um allar tegundir
fiutninga.
647 Sargent Ave. Slmi 27 240
CORONA HOTEL
189 Notre Dame East
Verð herbergja frá $1.50 og
hækkandi.
Símar: 22 935 — 25 237
Giftinga- og JarCarfara-
Blóm
nieð litlnm fyrirvara
BIRCH Blómsali
593 Portage Ave. Tals.: 80 7S0
St. John: 2, Rlng 3