Lögberg - 13.09.1928, Blaðsíða 7
I
LÖGBERG, FIMTUDAGDfN 13. SEPTEMBEK 1928.
Blft. T.
BEZTI
Græðari
er peningar geta
keypt
50c askj«n hjá öllum
lyfsölum
VIGFÚS ERLENDSSON.
Hann Iézt ,þ. 18. júlí s.l. að heim-
ili sínu lí Everett, Wash., eins og
getið var um í Lögbergi fyrir
nokkru. Hann var fæddur í
Reykjavík á Islandi 6. maí 1857,
og var því 71 árs og tveggja mán-
aða, er kallið kom til hans um að
flytja héðan til landsins ókunna.
Hann ólst upp hjá föður sínum í
Reykjavlík, þar til ihann var 21
árs. Árið 1883 kvæntist hann eft-
irlifandi konu sinni, Oddbjörgu
Sæmundsdóttur frá Eyrarbakka.
Til Ameríku fluttust þau hjón-
in 1887 og settust að í Winnipeg,
og áttu þar heima þangað til ár-
ið 1900, að þau fluttust vestur að
Kyrrahafi og tóku sér bólfestu á
Point Roberts. Þar áttu þau
heimili þar til 1910. Eftir það
dvöldust þau á ýmsum stöðum
hér vestra, en isíðastl. fimm ár
áttu þau heima í Everett.
Vigfús heit. dó af afleiðingum
af slagi. Banalega hans var stutt
og andlát hans friðsælt. Ásamt
konu hans syrgja hann tvö börn
þeirra hjóna, Dóra og Albert, bæði
gift og til heimilis í Everett, og
einn uppe'ldiis-sonur, Erlendur, er
heima á í Ocean Falls, öB. C., sem
Vigfús heit. og kona hans höfðu
gengið í foreldra stað. Einnig eru
tíu barna-Jbörn, sem við fráfall
hans eiga ástríkum afa á bak að
sjá. Líka lifir hann einn bróðir,
sem heima á austur í Manitoba,
og ein isystir, Mrs. G. Kárason, til
heimilis, í Blaine, Wash.
Mér gafst ekki tækifæri til að
kynnast Vigfúsi heitnum náið. En
af þeirri litlu viðkynning, sem eg
hafði af honum, komst eg að raun
um, að hann var mjög alúðlegur
í viðmóti og viðkynningu og dreng-
ur góður. Og umsögn annara um
hann, sem mér hefir borist til
eyrna, staðfestir þann vitnisburð.
Hann var glaðvær og félagslynd-
ur, og heyrt hefi eg hlýlega talað
um þátttöku hans í félagslífi ís-
lendinga á Point Roberts á fyrri
árum. Hann var fjörmikill elju
og- vinnumaður alt til þess síð-
asta. Hann var einnig vel greind-
ur og bókhneigður maður, fróður
um margt og ræðinn.
Þeir, sem að miklu eða litlu
leyti áttu samleið með honum,
þakka fyrir viðkynningu liðins
tíma.
Útför Vigfúsar sál. fór fram
frá einni útfararstofunni í Ever-
ett að viðstöddum nokkrum hóp
lslendinga, bæði þaðan úr borg-
inni og aðkomnum. Sá, er þessar
línur ritar, jarðsöng.
Aðstandendur hins látna hafa
beðið mig að votta hjartans þakk-
læti sitt öllum hinum mörgu vin-
um þeirra, sem á einn eða annan
hátt sýndu Iþeim hluttekning og
veittu þeim hjálp og aðstoð í þess-
ari mótlætisreynslu þeirra.
Kolbeinn Sæmundsson.
Bezta Meðalið, Þegar
Orkan Er að Þverra.
Þegar taugarnar og vöðvmrnir
eru að tapa orku sinni og stæl-
ingu og liffærin eru að verða eins
og útslitin, þá kemur það til af
því, að blóðið er ekki í góðu lagi,
eða þá af ofreynslu, eða af litlum
svefni, eða því, að maður er að
verða gamall. Ekkert er betra
við þessu, heldur en Nuga-Tone,
þetta ágæta heilsulyf, sem hefir
hjálpað miljónum manna til að ná
aftur heilsu og kröftum, þó önnur
meðul hafi ekki dugað.
1 35 ár hefir það fullkomlega
sannast, að Nuga-Tone læknar öll-
um lyfjum betur allskonar slapp-
leika og styrkir þá, sem eru að
tapa kröftum og kjarki. Allir lyf-
salar selja þér það með þeim
skilmálum, að skila þér aftur pen-
ingunum umyrðalaust, ef þú ert
ekki ánægður með verkanir þess.
Fáðu flösku strax í dag og reyndu
ágæti Iþess á sjálfum þér. Neitaðu
eftirlíkingum. Vertu viss um að
fá ekta Nuga-Tone.
HJÁLMAR MEÐ DVERGANA.
(Dvergar eru frekir til fjársins —
Sbr. gamlar sögur.)
Kveðið við lestur greinarinnar:
“Sjáið nöfnin.”
Margur í myrkrinu fálmar.
Mœðirðu dvergana, Hjálmar!
í hulda heimferðar kletta
Þeir hlaupa og detta.
Margt verður okkur að meini,
Morra þar dvergar í steini,
1 gullinu glamra—en sóminn
grætur við hljóminn.
Út máske aftur þeir renna.
—Inni þeir vilja’ ekki brenna—
fáráðar sálir að seiða,
frá sjálfstæði leiða.
Enn lifir ættjarðar ljóðið
og íslenzka konunga blóðið,
Það gull-tryltum dvergum ei
gengur,
að glíma við lengur.
Sungnir skulu þér sálmar
sígildir, lund-djarfi Hjálmar,
ef ófæra íslenzka pretti
þú urðar í kletti.
J. S- frá Kaldbak.
fermílur af 52,000, þegar hæfar til stærð, er Belly River nefnist.
námureksturs. Liggja aðalnámurnar í grend yið
í austur hluta fylkisins, erbæinn Lethbridge. Mikið af kol-
námuhérað, 11,568 fermilur að um> Selst að sjálfsögðu til nær-
Canada framtíðarlandið.
Veðráttufar í Alberta er einkar
vel fallið til alifuglarækar. Við
hendina er ávalt nægilegt af hent-
ugu fóðri, tiltölulega ódýru og er
eftirtekjan af slíkri rækt því yfir-
leitt hin arðvænlegasta. Hinir
löngu og sólheiðu sumardagar,
stuðla mjög að því að gjöra ali-
fugla hjarðirnar hraustar og fall-
egar útlits. Þótt frosthart sé
nokkuð að vísu að vetrinum til, er
þó aldrei svo kalt, að það sé varpi
til fyrirstöðu.
Framleitt er í Albertafylki all-
mikið af tyrkjum og gæsum, og
töluvert miklu meira, en notað er
heima fyrir. Árlega er flutt út
úr fylkinu mikið af eggjum og ali-
fuglum. Er meiri partur vörunn-
ar sendur á markað til borganna
við Kyrrahafsströndina, en þó all-
nokkuð til Austur-Canada og það-
an til Norðurálfunnar.
'Stjórnin hefir unnið mikið að
því, að hvetja menn til alifugla-
ræktar. Hefir hún í þjónustu
sinni sérfræðinga í þeirri grein,
er ferðast um fylkið þvert og endi-
langt, bændum til leiðbeiningar í
þessum efnum. Frá The Provin-
cial Poultry Breeding Station, geta
bændur fengið úrvals alifugla-
tegundir, við tiltölulega mjög lágu
verði. En umsjónarmaður ali-
fuglaræktarinnar í fylkinu, í sam-
ráði við umboðsmenn sambands-
stjórnarinnar, stuðlar að því, að
útvega sem allra hentugust mark-
aðsskilyrði. Auk þessa eru í fylk-
inu um tuttugu verzlanir, er kaupa
egg og alifugla.
Alifuglaræktin er orðin næsta
útbheidd. Af 62,000 bændabýlum
í fylkinu, eru 50,000, er hafa meira
og minna af alifuglum. Skýrslur
yfir það, hve miklu hún nemur í
peningum, eru ekki við hendina.
Eins og drepið hefir verið á í
hinum fyrri greinum, þá er garð-
rækt í Alberta, komin á afarhátt
stig. Er þar einkum ræktað mik-
ið af jarðeplum, rófum, næpum
og því um líku. Aldina ræktinni
hefir enn ekki verið gefinn veru
legur gaumur, þó er þar á ýmsum
stöðum talsvert ræktað af eplum
til heimilisnota, einkum í suður-
hluta fylkisins. í mið- og norðurr
fylkinu, er aftur á móti afarmikið
um berjagróður. í Peace River
dalnum, er jarðeplaræktin komin
á hátt stig. Einnig er þar mikið
um lauk, ertur, baunir, næpur,
rófur, pupkins, asparagus, tómöt-
ur og rhubarb. Maísræktin er þar
víða einnig allmikil.
Blómgróður fylkisins er svo
fjölbreyttur, að óvíða getur ann-
an slíkan.
Næst akuryrkju og griparækt
ganga námurnar í Alberta, hvað
auðlegð áhrærir. Hvergi nokkurs
staðar í öllu landinu, eru jafn-
miklar kolabyrgðir að finna.
Fram til tiltölulega ákamms tíma,
var kolatekja mestmegnis til heim-
ilisnota, innan vébanda fylkisins,
en nú er afar mikið flutt út þaðan
af kolum, einkum til hinna Sléttu-
fylkjanna. Það hefir verið áætl-
að, að kolaforði fylkisins nemi
1,059,975 smálestum. Á svæði því,
sem alment er nefnt Edmonton
kolanámu umdæmið, eru um 24,000
CAPTAIN ROALD AMUNDSEN.
By Charles Christian Peterson.
There is a gay route of revelry,
Captain Roald,
In ancient Oslo. Royalty
Burghers, grand dames, and maidenly
Spinsters, all vie acclaiming thee,
Captain Roald.
The wassail strong goes round the hall,
Captain Roald.
Then suddenly the distress call
Soundsl shrill fram Svalbard’s mountains tall,
“The Italia’s down!” Their peril’s not small,
Captain Roald.
Wilt take thine ease with dignity,
Captain Roald?
A Latin game . . . it may not be
Played by Viking of thy degree ... .
Thy deed is brave activity,
Captain Roald.
The toastmaster, he turns to thee,
Captain Roald:
“Will you go?” The world silently
Adds: ‘Will you go rescue your enemy?”
Who doubts the answer — “Instantly!” —
Of Captain Roald?
Rown, jealous Goddess of the See, *
Captain Roald,
Sets her white caps coquettishly
For thee and thy five comrades. She
Has found her opportunity,
Captain Roald!
Kith of our kin across the sea,
Captain Roald,
A sacred token to-day we see
Brought by the Goddess Rown from thee. **
Be asured, we accpt tit loyally,
Captain Roald!
For Yank and Teuton and Celt are we,
Captain Roald,
But all of us Norse in fealty
To thy Northman’s grit and spirit free,
Dauntless to all eternity,
Captain Roald.!
*) Rown, jealous Goddess of the Sea — “Rán”, pro-
nounced Rown, in the Norse Mythology takes the place
of the Italian Neptune. — **) September 2nd, as this
was written, dispatches to the press from Tromsö re-
port the finding of a pontoon of Amundsen’s plane in
the sea, by the captain of the steamer Brodd.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man..............................B. G. Kjartanson.
Akra, N. Dakota...........................B. S. Thorvardson.
Arborg, Man..............................Tryggvi Ingjaldson.
Árnes, Man..................................F- Finnbogason.
Baldur, Man................................................O. Anderson.
Bantry, N.Dakota............................Sigurður Jónsson.
Beckville, Man.......................... .. B. G. Kjartanson.
Bellingham, Wash....................... Thorgeir Símonarson.
Belmont, Man...............................................O. Anderson.
Bifröst, Man.............................Tryggvi Ingjaldson.
Blaine, Wash...........................Thorgeir Stmonarson.
Bredenbury, Sask. .. '.....................................S. Loptson
Brown, Man....................................T. J. Gíslason.
Cavalier, N. Dakota.......................B. S. Thorvardson.
Churchbridge, Sask.........................................S. Loptson.
Cypress River, Man........................F. S. Frederickson.
Dolly Bay, Man..............................ólafur Thorlacius.
Edinburg, N. Dakota......................Jónas S. Bergmann.
Elfros, Sask..........................Goodmundson, Mrs. J. H.
Foam Lake, Sask........................Guðmundur Johnson.
Framnes, Man..............................Tryggvi Ingjaldson.
GarSar, N. Dakota.........................Jónas S- Bergmann.
Gardena, N. Dakota..........................SigurSur Jónsson.
Gerald, Sask................................................C. Paulson.
Geysir, Man.............................Tryggvi Ingjalds3on.
Gimli, Man.......................................F. O. Lyngdal
Glen'ooro, Man..........‘..................F. S. Fredrickson.
Glenora, Man....................................O. Anderson,
Hallson, N. Dakota.......................Col. Paul Johnson.
Hayland, Man...................................Kr. Pjetursson.
Hecla, Man..................................Gunnar Tómasson.
Hensel, N. Dakota...........................Joseph Einarson.
Hnausa, Man.................................F. Finnbogason.
Hove, Man......................................A. J. Skagfeld.
Howardville, Man....................... .. Th. Thorarinsson.
Húsavík, Man.................................... G. Sölvason.
Ivanhoe, Minn.......................................B. Jones.
Kristnes, Sask.................................Gunnar Laxdal.
Langruth, Man............................................John Valdimarson.
Leslie, Sask....................................Jón Ólafson.
Lundar, Man.....................................S. Einarson.
Lögberg, Sask...............................................S. Loptson.
Marshall, Minn......................................B. Jones.
Markerville, Alta..........................................O. Sigurdson.
Maryhill, Man...................................S. Einarson.
Minneota, Minn......................................B. Jones.
Mountain, N. Dakota.......................Col. Paul Joímson.
Mozart, Sask...................................H. B. Grímson.
Narrows, Man................................................Kr Pjetursson.
Nes. Man...................................................E. Finnbogason.
Oak Point, Man. ..............................A. J. Skagfeld.
Oakview, Man................................Ólafur Thorlacius.
Otto, Man.......................................S. Einarson.
Pembina, N. Dakota..............................G. V. Leifur.
Point Roberts, Wash............................S. J. Mýrdal.
Red Deer, Alta................................O. Sigurdson.
Reykjavík, Man.................................Arni Paulson.
Riverton, Man..............................Th. Thorarinsson.
Seattle Wash...................................J. J. Mýrdal.
Selkirk, Man....................................G. Sölvason.
Siglunes, Man..................................Kr. Pjetursson.
Silver Bay, Man........................................Ólafur Thorlacius.
Svold, N. Dakota..........................B. S. Thorvardson.
Swan River, Man.................................J. A. Vopni.
Tantallon, Sask. .................................C. Paulson.
L pham, N. Dakota............................SigurSur Jónsson
Vancouver, B. C............................................A. Frederickson.
Viðir, Man..............................Tryggvi Ingjaldsson.
Vogar, Man.....................................Guðtm Jó nsson.
Westbourne, Man............................Jón Valdimarsson
Winnipeg, Man...........................Olgeir Frederickson.
Winnipeg Beach, Man.............................G. Sölvason.
Winnipegosis, Man.......................Finnbogi Hjálmarsson.
Wynyard, Sask............................Gunnar Johannsson.
liggjand borga og bæja, en úrj
Canmore, Crow’s Nest Poss og
Mountain Park héruðunum, er
mikið unnið af . kolum, er jám-
brautarfélögin kaupa til eigin
nota. Á síðari árum, er fólk all-1
mikið farið að nota Coke.
Þær námur, sem lengstan tíma
hafa starfræktar verið, eru þær í
Crow’s Nest Pass, Lethbridge,
Taber og Edmonton umhverfun-
um. En í seinni tíð er farið að
starfrækja auðugar námur við
Brazeau, Yellowhead IPass og við
Mountain Park.
Starfræksla kolanámanna er j
stöðugt að fara í vöxt. Eru auð-j
ugir aðkomumenn farnir að leggja
I
fé sitt í þenna iðnað; veitir slíkt
mikla atvinnu í fylkinu.
Árið 1905 var tala náma þeirra,
er starfræktar voru í fylkinu 61,
en nú eru þær 269. Byrgja jám-
brautirnar sig upp með kol úr
námum þessum, alla leiðina milli
Winnipeg og Kyrrahafsstrandar,
Verksmiðju iðnaður fylkisins er
tiltölulega enn í bernsku, en á
vafalaust fram undan mikið og
merkilegt þroskaskeið. Sambands-
stjórnin á viðáttumiklar lendur
víðsvegar í fylkinu og eru margar
þeirra all-auðugar af byggingar-
efni, möl, blágrýti og marmara.
Selur stjórnin þar lönd á leigu
fyrir tiltölulega afar lágt verð.
En eigi mega spiludr þær, er til
slíkrar námutekju eru leigðar,
stærri vera en sem svarar 40
ekrum. Umóknir til slíkra náma-
leyfa skulu sendast umboðsmanni
stjórnarinnar þeim, er eftirlit
hefir með Domnion Land. Skulu
$5.00 í peningum fylgja umsókn
hverri, sem greiðslu fyrir leigu-
skýrteinið.—
Elzta Eimskipa-samband Canada.
SkrifiS til:
THE CUNARD L.INE
270 MAIN STREET,
WINNIPEG, MAN.
1840—1928
Cunard eimskipafélagið býSur fyrirtaks fólks-
flutninga sambönd viS Noreg, Danmörk,
Pinnland og ísland bæði til og frá eanadísk-
um höfnum, (Quebec I sumar).
Cunard eimskipafélagiS hefir stofnsett ný-
lendu- og innflutningsmála skrifstofu I Win-
nipeg og getur nú útvegað bændum skandi-
navlskt vinnufölk, bæði konur og karla.
Skrifið á yðar eigin tungumáli til undirritaðs
félags, er veita mun allar upplýsingar 6-
keypis.
Pað er sérstaklega hentugt fyrir fólk, sem
heimsækja vill skandinavfsku löndin, að ferð-
ast með Cunard skipunum.
Eitt meðal hinna mörgu hlunninda, er Cun-
ard félagið býður, er það að veita gestum
tækifæri á að svipast um I London, heimsins
stærstu borg.
eða til
10,053 Jasper
Ave.
EDMONTON
Og&
eSa
209 Eight Ave.
CALGARY
eSa
100 Pinder
Block
Frá tslandi.
Reykjavík, 18. ágút.
Síldveiðin hefir gengið stirð-
lega. Þó hafa togararnir aflað
sæmilega, einkum þeir, er síld
veiða til bræðslu. Reknetabátar
hafa og aflað sæmilega. Bezt hafa
herpinótaskipin aflað á Húnaflóa,
en lítið hefir veiðst á Eyjafirði og
Skagafirði, og er slíkt óvenju-
legt. — Þann 11. f.m. var afli alls:
Satlað 45,224 tn., kryddað 10,003
tn. en sett í bræðslu 284,508 hek-
tolitrar. í fyrra um sama leyti
var afli nær tvöfaldur.
qljai.ity
Makcs U
WORTH MORE
Buy Cream ofMalt
To-Day
PLAJN Ofí HOP FLAVORED
2felb.
TIN
AT YOUR
DEALERS
$1.75
CREAM oGMALT /jmiuJ
44-46 PEARL SL, TORONTO, CANADA
u
Fyrir forgöngu Flugf élagsins
og Gunnars Bachmanns símritara,
hefir landstjórnin leigt Súluna til
síldarleitar nyrðra. Gera menn
sér góðar vonir um árangur.
Skýrsla frá Flensborgarskólan-
um er ný út komin. í skólanum
voru 77 nemendur. Heimavist
hafði 21 nemandi. Fæði, þjón-
usta og hiti kostaði alls 55 kr. 19
aura á mánuði. Er flest vel um
þann skóla.
Er ánægjulegt til þess að vita
hve áhugi fer vaxandi fyrir í-
þróttum. Nú eru menn farnir að
iðka kappróður. í fyrradag keptu
sex flokkar. Var róið á íslenzk-
um kappróðrabátum og bátum frá
danska varðskipinu “Fylla”. Urðu
Danir hlutskarpastir þeirra, er
keptu á íslenzku bátunum, en
Hafnamrenn er keptu á bátunum
frá Fyllu. Vegalengd þá, er róið
var, hefir flokkur Hjalta Jónsson-
ar framkv.stj. róið á skemstum
tíma, 4 mín. 43 sek. Var það í
síðasta mánuði. 1 gær réru
“Fyllu”-menn þetta á 5 mín. 5%
sek. — Áhorfendur skemtu sér hið
bezta við að horfa á róðurinn.
Heyskapur gengur ágætlega
sunnanlands. Spretta að visu mis-
jöfn, en nýting með albezta móti.
14. þ.m. kom upp eldur í timb-
urverksmiðju Jóh. Reykdals að
Setbergi við Hafnarfjörð. Bruna-
liði Hafnarfjarðar tókst um stund
að stöðva eldinn, en gat eigi slökt
hann. Kvaddi þá bæjarfóg. Hafn-
arfjarðar ibrunaflið Reyikjavíkur
til hjálpar. Kom það von bráðara
á vettvang, og varð þá eldurinn
slöktur. — Talsvert tjón varð af
eldinum, þvi að bæði skemdist hús
og efniviður.
Mannfjöldi á Islandi, samkv.
manntalinu 1927, telja Hagtíðind-
in 103,317. Fjölgun á árinu um
1553.
Dóra og Haraldur Sigurðsson
fóru utan með ‘íslandi” síðastl.
miðvikudag. Daginn áður héldu
hjónin kveðjuhljómleik í Gamla
Bio. Þótti þeim takast dásamlega
að vanda, svo að hrein unun var á
að hlýða. En það er til marks um
dálæti bæjarbúa á þeim hjónum,
að hvert sæti var skipað í húsinu.
Er þó bærinn mannfár með af-
brigðum, sem sjá má meðal ann-
ars af því, að heimsfræg söng-
kona, frú Lulu Myrz Gmeiner söng
hér tvisvar í síðustu viku við mik-
orðstýr en litla aðsókn.
Páll Zóphóníasson nautgripa- og
sauðfjárræktar ráðunautur, er ný-
kominn úr fefðalagi einkum um
Norður- og Austurland og Skafta-
fellssýslur. Alls voru haldnar á
vegum hans 32 naugripasýningar í
Þingeyjar- og Múlasýslum og A.-
Skaftafellssýslu og sýndar 889 kýr
og 51 naut. Engin af þessum
skepnum fékk 1. verðl., en 92 kýr
2. verðl. og 317 3. verðl. og eitt
naut 2. verðl., og 12 fengu 3. verð-
laun. P. Z. hélt 34 fyrirlestra í
ferðinni.
Bráðkvaddur varð 2. þ. m. á
Þingvöllum Sverrir Sandholt hús-
gagnasmiður.
Guðmundur Kamban skáld ætl-
ar að dvelja hér fram eftir haust-
inu. Hygst hann að skrifa skáld-
sögu mikla og er nú að safna drög-
um að henni.—Vörður.
MALDEN ELEVATOR
COMPANY, LIMITED
Stjörnarleyfi og úbyrgC. ACalskrlfstofa: Grain Exchange, Winnipeg
Stocks - Bonds - Mines - Grains
Vér höfum skrifstofur I öllum helztu borgum I Vestur-Canada, og
einka sfmasamband við alla hveiti- og stockmarkaCi og bJðCum þvl vlC-
skiftavinum vorum hina beztu afgreiCslu. Hveitikaup fyrir aCra eru
höndluC meC sömu varfærni og hyggindum, eins og stoclcs og bonds.
LeitiC upplýsinga hjá hvaöa banka sem er.
KOMIST í SAMBAND VIÐ RÁDSMANN VORN A PEIRRl
SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER.
Winnipeg
Regrfna
Moose Jaw
Swift Current
Saskatoon
Calgary
Brandon
Rosetown
Gull Lake
Assiniboia
Herbert
Weyburn
Biggar
Indian Head
Prince Albert
Tofield
Edmonton
Kerrobert
Til aS vera viss, skrifiC á yCar Bills of lading: "Advise Malden
Elevator Company, Limlted, Grain Exchange, Winnipeg."
MACDONALD’S
HneQit
Bezta Tóbakið Fyrir Þá, Sem
Búa til Sína Eigin Vindlinga.
Með Hverjum Pakka
ZIG-ZA.G
Vindlinga Pappír ókeypis.
HAFIÐ ÞJER VINI í GAMLA LANDINU
SEM VILJA K0MA TIL CANADA?
FARBRÉF
TIL og FRÁ
TIL
ALLRA STAÐA
I HEIMI
Ef svo er, og þér viljið hjálpa þeim til að komast til
þessa Iands, þá finnið oss. Vér gerum aliar nauðsyn-
legar ráðstafanir.
ALLOWAY &CHAMPION, Rail Agrcnts
L)MBOÐSMENN FYRIR ALLAR EIMSKIPALÍNUR
667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861
eða hver annar Canadian National Railway umboðsm.
FARÞEGJUM MŒTT VIÐ HAFNARSTAÐINN 0G LEIÐBEINT TIL ÁFANGASTAÐAR
CANAOIAN NATIDNAL RAILWAYS