Lögberg - 13.09.1928, Side 4
Bls. 4
LöGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMRER 1928.
erg
Gefið út hvem Fimtudag af Tfce Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tftlnimiin >-632? o* N-6328
Einar P. Jónsson, Editor
Otanáakrift til biaðsins:
T»|E tOlUMBIA PRE8S, Ltd., Box 3171, Wlnnlpeg, Maq.
Utanáskrift ritstjórans:
EDlTOR LOCBERC, Box 3171 Winnipeg, IRan.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram
• •O.-.-.tgl---»-?■■■■"- '■ 'tL"
Tha ■‘Löaber*” ta prlntad and publlahed b»
The Oolumblfa. Preaa, LámlteJ. ln the Coiumbta
Buildlnc, **B Sargent Ave Wlnnlpeg, Manitoba.
Spánversk menning.
Sú skoðun virðist enn ærið alment ríkja í
hugum enskumælandi manna, að á sextándu og
seytjándu öld, hafi spánversk menning verið
komi’.n í eina þá ömurlegustu niðurlægingu, er
hugsast gat, að þjóðin hefði um þær mundir
verið siðspilt, eigingjörn og grimmúðg Ekk-
ert getur þó verið fjarri sanni, en það. A þeim
öldum, isem nú hafa nefndar verið, var Spánn
voldugt menningarríki, með auðugar nýlendur
víða um heim. Hvað samfélagsmálin áhrærði,
stóð þjóðin flestum þjóðum framar, og átti inn-
an vébanda sinna margar fullkomnari mannúð-
arstofnanir, en þektust í öðrum löndum. Má
í því sambandi benda á geðveikrahæli, stofnan-
ir fvrir hlinda og málhalta, ásamt mörgum öðr-
um þjóðnvtjastofnunum. Menningu þjóðarinn-
ar í þessum efnum, er all grandgæfilega lyst af
Dr. Jame.s \\ alsh, í agústheftinu af tímaritinu
Catholic World. Kemst Dr. Walsh að þeirri
niðurstöðu, að frá 1550 til 1650, hafi menning
hinnar spönsku þjóðar staðið í mestum blóma,
og tímabil það verið sannnefnd gullöld. —
“Heimsmenningin hafði um þær mundir, náð
þar hámarki sínu,” segir Dr. Walsh. “J listum
skaraði þjóðin fram úr öllum öðrum þjóðum,
og hið sama mun að miklu leyti mega segja um
vísindin. Biblían var þar meðal annars gefin
út á s^x tungumálum, auk ótölulegs f jölda ann-
ara bóka. Meðal heimsfrægra manna, er þá
voru uppi með þjóðinni, má nefna Velasques,
Murillo, Cervantes, Calderon og marga fleiri.
Bókmentanámur þjóðarinnar voru þvínær ó-
tæmandi, listmálning var komin á afaThátt stig,
en þq mun þroskinn hafa verið hvað mestur á
sviði samfélags og mannúö&rmálanna. J þessu
sambandi, farast Dr. Walsh þannig orð:
Hvað mannúðarmálin áhrærir, er full ástæða
td, að þess sé að makleikum getið, að um þær
mundir er franski geðveikralæknirinn Pinel
tok að berjast fvrir umbótum í meðferð geð-
veíks folks, voru geðveikrahæli fyrir löngu
stofnuð víítevegar á Spáni, þar sem meðferð
sjukhnga, var hreinasta fyrirmynd.”
vxt fram á nítjándu öld, að því er Dr.
Widsh segist frá, var meðferð geðveiks fólks,
æði a Englandi og i Bandaríkjunum, regluleg
þjoðarmmkunn. A sama tímabili, segir Dr
Walsh, að sjukrahús spánversku þjóðarinnar,
hafL venð i morgum tilfellum, engu ófullkomn-
an, en nu a ser ^nða stað í hinum ýmsu menn-
mgarlondum, og meðferð sjúklinganna hafi
verið i alla staði nákvæm og mannúðleg.
Fræðslustarfsemi á meðal heyrnar- og mál-
leysmgja, komst á þessu tímabili á margfall
hærra stig með Spanverjum, en nokkurri ann
P 1 ar ^að kaþólskur prestur, Pedro
once de Leon, er frumkvæði átti að þessu
kvænuiT’ °g beitti sér f^rir
■ ha att, um margra ára skeið. Varð
athvH- T "’T ^* að ^ns vakti
athygh ut um allan heim. Bar hann í brjósti
fromuTlnæ ónnfaTaríf> Skildi nestum
vnr x’ 1' i oendanlega ogofugmannlegt það
M6mní>.eSS'; Srbai,di’ er
er6rW imTJTHít 8á
Himh fölkí ‘ ¥adnd kenslubók handa
m x ui ®ok Þessi var emskonar táknmái
með upphleyptu letri, í svipaðri líkingu o- nú
a ser stað á blindrahælum. Gerðist hannbZ
brautryðjandi i sögu mannúðarmálanna ^
nvifr' W?Sh heldur Því fram» að hrátt fyrir
nú hafT T u á SVÍðÍ mannfólagsmálanna, 'som
O? hvori Æ'L " VeílS frem,Ir ftaJdssSm,
wriS ofSt hv»VfSa rétfram- Há" kafí
Ummælum sínum lýkur Dr WnPt, - r
leið • “Vr aiÆ, t'x V,; * VValsh a þessa
mu- ni6a,
Stjórnmál EgyptaJands.
Uau markverðu tíðindi gerðust á Egypta-
andi, þann 19. julí síðastliðinn, að þjóðþingið
var, samkvæmt konunglegri tilskjpan, íeyst upp
til þriggja ára, og getur eigi orðið til funda
kvatt, fyr en að þeim tíma liðnum, ef það þá
ekki verður lagt niður með öllu.
Svo er tiltæki þetta einstakt í sinni söð, að
eigi er unt að spá í eyðurnar um það, hve víð-
tæk að áhrifin kunna að verða. Ef alræðisvald
það, sem um þessar mundir heldur egypzku
þjóðinni í heljargreipum, endist út fyrgreint
tímabil, verður þjóðin að því loknu, látin skera
úr því sjálf, hvort hún treystir sér til sjálf-
stjómar samkvæmt lýðstjórnarfyTÍrkomulag-
inu eða eigi.
Alræðismaður hinnar egypzku þjóðar, Mo-
hamed Mahmoud Pasha, lætur svo í veðri vaka,
sem hann hlyntur mjög þingræði og þing-
bundnu stjórnarfyrirkomulagi. Þó mun eigi
laust við, að ýmsir efist um einlægni hans í
þeim efnum, og það jafnvel sumir þeir, er um
hríð fylgdu honum fastast að málum. Hug-
arstefna mannsins virðist gegnsýrð af ímynd-
uðum yfirburðum alræðisvaldsins, og auðnist
honum ekki í lok þriggja ára tímabilsins, að
sannfæra þjóðina um ágæti sitt sem stjórnmála-
manns, mun mega ganga út frá því sem gefnu, að
lmn fái skjótlega einhverjum öðrum stjórnar-
taumana í hendur, sem líklegri eru til að sam-
ræmast betur vilja hennar.
Afskiftaley-si Egypta af stjórnmálum þjóð-
ar sinnar, hefir nndanfarandi verið regluleg
þjóðarplága. Það var um langt skeið engu lík-
ara, en að þjóðin léti sér öldungis á sama
standa um það, hverjir með völdin færu, hvort
pheldur það væru lítilsigld nýlenduhugsunar
smámenni, eða frjálshugsandi þjóðræðisfor-
ingjar. Vera má, að þetta ískyggilega afskifta-
leysi, hafi að nokkru leyti átt rót sína að rekja
til hafta þeirra, er lögð voru á ritfrelsi og
blaðaútgáfu, þótt orsakirnar séu vafalaust
langtum fleir;i: En hvað sem er um það, þá
er það engan veginn ólíklegft, að íhlutunarleysi
þjóðarinnar í meðferð opinberra mála, geti
varað fyrst um sinn, nema því að eins, að ein-
hver óvænt vakning nái styrku haldi á sál
hennar. ^
Með svipuðum hætti og hugsjónir Mazzini
. heilluðu ítölsku þjóðina, ásamt hetjumóði Garj-
bíildis, má segja að hugrekki Arabis og málsnild
^aghluls, hafi tófrað hugi egypzku þjóðarinn-
ar. Hve langlíf að áhrif þessara merku manna
kunna að verða í lífi Egypta, er vitanlega ó-
hugsandi að spa nokkru um, þótt vel megi
vera, að þau verði því auðsærri, sem ár og aldir
líða.
Síðasthðin tíu ár i lífi egypzku þjóðarinnar,
eru ekki ósvipuð því, er átti sér stað meðal
Norðurálfuþjóðanna, er sú skoðun var efst á
baugi, að lýðstjórnarfyrirkomulagið myndi svo
að segja lækna öll mannkynsins mein. All-stór
hluti Egypta tníi því í einlægni, að viðtekin
grundvallarlög séu allra meina bót og hafi í för
með sér látlausan þjóðarþroska. A hinn bóginn
verður því eigi á móti mælt, að lýðstjórnarfyr-
irkomulagið hefir, fram að þessu, eigi virzt
koma að tilætluðum notum meðal fólks þess, er
Nílárdalinn hyggir.
_ Akveðnu lýðræðis fyrirkomulagi, fylgir því
miður ekki ávalt þroskaður lýðræð.is-hugsunar-
þáttnr.
_Að öllu athuguðu, virðist ekki geta hjá því
farið, að stjórnartíð Mohameds Mahmoud
Pasha, hljoti að hafa viðtækar afleiðingar á
stjórnarfar hinnar egypzku þjóðar. Revnist
stjórn hans illa, mun það vafalaust til þess
leiða, að þjóðin krefjist á ný þingbundinnar lýð-
ræðisstjomar. Takist a hinn boginn sæmilega
til stjórnarfarslega starfsemj hans, er engu
uní um það að spa, hve víðtækar afleiðingar
að slíkt muni hafa. Gæti þess þá auðveldlega
orðið lengra að bíða en jnargan grnnar, að
þjoðþmg Egypta yrði kvatt til funda af nýju.
Að því er stjórnmál austrænu þjóðanna á-
hrærir, má svo að orði kveða, að þar ’hafi verið,
og sé enn, allra veðra von. Hefir Norðurálfu-
þ,loðunum, sem og vafalaust Ameríkumönnum
lika, reynst það jafnan torráðin gáta, hvað
verða myndi ofan á þar eystra í þann og þann
svipmn á stjómmálasviðinu, og er Egyptaland
þar engin undantekning. Er slíkt í raun og
vera sízt að undra, þar sem um jafn blandaða
pjoo er að ræða, sem háð er sýknt og heilagt
austrænu og vestrænu reiptogi.
. ^f baráttu síðustu tíu ára, mætti ætla að
hm egypzka þjóð, væri nokkum veginn einhuga
um kröfur sínar til fullrar sjálfstjómar, en svo
er Þó ekki. Flokkarnir em margir og með mis-
munandi stefnuskrár. Sá flokkurinn, sem lang-
f jölmennastur er og þýðingarmestur fyrir efna-
lega afkomu þjóðarinnar, er alþvðu- eða verka-
lyðs-flokkurmn. En þar er sá gaíli á gjöf Njarð-
ar, að hann er hvergi nærri eins upplýstur og
æskilegt væri, og lætur sig stjórnmála ástand-
ið, varða litlu. Þá má nefna flokk hinna lærðu
manna, eða stúdentaflokkinn, eins o» hann
stundnm er kallaður. Flestir þeir, er þann
flokk fylla, leggja alt hugsanlegt kapp á það,
■hð komast í stjórnaremhætti, sem þó hvergi
nærri hrökkva til að fullnægja eftirspurninni.
Margm hinna Iærðu manna, vinna því ekki nema
halft dagsverk, því fæstum þeirra hefir þótt
við það komandi, að leita fyrir sér á sviði iðn-
aðarljfsins. Samt er þó, eins og nú sé, hin síð-
ustu arm, farin að opnast augu hinna vngri
mentamanna fyrir þeirri staðreynd, að víðar
se lífvænt en í stjórnarembættum, og að það sé
siður en svo lítillækkandi, að gefa sig við iðn-
aðar og framleiðslumálum.
Eitt af því, sem Mohamed Mahmoud Pasha
meðal annars kveðst hafa á stefnuskrá sinni, er
það, að glæða áhuga ungra mentamanna fvrir
íðnmálum þjóðarinnar. Yæri vel farið ef eitt-
hvað gæti úr því orðið, því sá flokkurinn virðist
hafa venð, fram að þessu, langt um betur fall-
mn til málskrafs, en iðju og athafnalífs.
Hver sem þau örlög kunna að verða, er
egypzku þjóðarinnar bíða, þá er hitt víst, að
þangað mæna mörg augu til þess að sjá, hvað
við tekur, að liðnu því þriggja ára tímabili, sem
getið hefir verið um hér að framan. —
—Inntak greinar þessarar, er að nokkm leyti
úr blaðinu Ohristian Science Monitor.
Vínbannið og Finnlendingar.
Eins og almenningi er kunnugt, öðluðust
Finnlendingar sjálfstæði sitt, að aflokinni
heimsstyrjöldinni miklu. Hefir hagur þjóðar-
innar tekið því nær ótrúlegum stakkaskiftum,
frá því er hún öðlaðist fullveldis viðurkenning-
una. Finnlendingar urðu til þess fyrstir allra
Norðurálfuþjóðanna, að veita konum pólitiskt
jafnrétti við karlmenn. Þeir gengu á undan
þeim öðrum þjóðum, er í styrjöldinni tóku þátt,
að því er það merti, að koma fjárhag þjóðar-
innar í það horf, að tekjur og útgjöld að minsta
kosti stæðust á. Iðnaðarmálum sínum komu
þeir vafalaust í betra horf, á skemmri tíma, en
nokkur önur þjóð, að loknum ófriði, og nú eru
þeir að gera tilraunir með algert vínbann, þótt
nokkuð hafi að vísu skrykkjótt gengið, sem svo
víða arinars staðar.
Noregur og Rússland höfðu komið á lög-
skipuðu vínbanni meðan á styrjöldinni stóð,
þót nú hafi þar að lútandi lagafyrirmæli verið
úr gildi numin. Finnland, sem fram yfir ófrið-
inn, var í reyndinni ekki nema hluti af Rúss-
landi, öðlaðist vínhannið ásamt öðrum pörtum
hins rússneska veldis, árið 1914. Eftir að
fiska þjóðin varð fullvalda, ákvað hún þegar í
stað, að láta vínbaimslöggjöfina haldast í gildi.
Virtust forystumenn þjóðarinnar nokkurn veg-
inn einhuga um það, að algert vínhann myndi
reynast heillavænleg lyftistöng, bæði frá efna-
legu og siðferðislegu sjónarmiði..
Það er eins með Finnlendinga. og Banda-
ríkjamenn, að þeir hafa í mörg horn að líta,
hvað eftirliti með vínbannslögunum viðvíkur.
Skoðanirnar em þó nokkuð skiftar um málið
sjálft, og lega landsins slík, að tiltölulega auð-
velt er að koma við smyglun.
Eins og nú standa sakir, er vínsmyglunin
orðin það víðtæk, að alvarleg hætta stafar af,
verði eigi því fyr teknar alvarlegri ráðstafanir,
en við hefir gengist undanfarandi. Er mælt, að
það sé einkum fiskimannastéttin, er geri sig
stórseka um smyglunar ófagnaðinn.
Kvenþjóðin finska, má heita undantekning-
arlaust fylgjandi vínbanninu, og hún má sín
að sjálfsögðu mikils, er til atkvæðagreiðslu
kemur, um hvaða mál sem er. En karlmenn á
hinn hóginn virðast helzti mikið hneigðir til vín-
nautnar, og greiða allmikið fé fyrir innflutt á-
fengi frá Póllandi og Czechoslóvakiu. En þótt
því sé nú þannig farið, eins og áður var vikið
að, að örðugt sé fyrir Finnlendinga að vernda
bannlög sín, staðhátta vegna, þá getur það þó
engan veginn skoðast ógerningur. Nágranna-
þjóðirnar þrjár, Esthoníumenn, Latvíar og Sví-
ar, eru vinveittar vínbanni Finnlendinga, og
tjást fúsar til að veita finsku stjóminni allan
þann siðfej’ðislegan stuðning, er þær eigi vfir
að ráða í baráttunni gegn smyglunar ófagnað-
inum. Auðnist hinni finsku þjóð, að afla sér
samvinnu Póllendinga, Czechoslóvaka og Þjóð-
verja, ætti málinu að vera fyllilega borgið og
framtíð bannlaganna trygð.
Að því er stjómmál Finnlendinga áhrærir,
skiftist þjóðin í sex flokka. Af þeim hafa fjór-
ir algert vínbann á stefnuskrá sinni, einn er á
krossgötum, en svensk-sinnaði flokkurinn hall-
ast að takmarkaðri vínsölu undir stjóraareftir-
liti.
Árið 1925, Cori^ 18,598 menn teknir fastir í
Helsingfors fyrir ölæði, en næsta árið á undan
yínbanninu 4,446. Telja andbanningar þetta
oræka sönnun þess, hve bannlögin hafi reynst
illa. Aftur á móti halda bannmenn því fram,
og mun það sönnu nær, að fjölgun þeirra manna,
er settir hafa verið í varðhald fyrir ölæði, stafi
frá því, hve lögreglu-eftirlitið sé nú margfalt
strangara en áður var, og að nú líðist ekki leng-
ur drykkjurahb á götum úti. Þykjast þeir þess
fullvísir, að innan þriggja til fjögra ára, muni
bannlögunum hafa vaxið svo fiskur um hrygg,
að smyglun verði svo að segja úr sögunni, og
drvkkjuslark með öllu útilokað. ,
Kosningarnar í Maine.
Síðastliðinn þriðjudag, fóra fram kosningar
í Maine ríkinu í Bandaríkjunum, er eftir þeim
fregnum að dæma, sem nú eru við hendina,
gengu Republicana flokknnm mjög í vil. Eins
og afstaða frambjóðenda var, er síðast fréttist,
hafði Senator Frederick Hale 22,727 atkvæði
til móts við Herbert Holmes, frambjóðanda
Demókrata ,er að eins hafði 6,512.’ Til ríkis-
stjóra bauð sig fram af hálfu Republicana,
William T. Gardiner, og var atkvæðamagn lians
23,455, um leið og keppinautur hans, er fram
sótti undir merkjum Demókrata, hafði að eins
6,826 atkvæði. Er búist við, að um það er taln-
ingu atkvæða lýkur, muni það koma skýrt og á-
kveðið í ljós, að frambjóðendum Repuhlicana,
að þessu sinni, hafi verið greidd miklu fleiri
atkvæði, en í síðustu kosningum, og var þó at-
kvæðamagn flokksins þá einnig afarmikið.
Því hefir verið haldið fram, í háa herrans
tíð, -sennilega hæ.ði í gamni og alvöru, að kosn-
inga-úrslit í Meine bæri að skoða sem fyrir-
boða þess, hvernig forsetakosningar gengju.
Slík staðhæfing ber á sér helzti mikinn- þjóð-
sagnablæ, því í raun réttri skiftir það minstu
máli á hvora sveifína þetta litla ríki hallast,
þegar til fullnaðarurlita keæur, því kjðrmanna-
talan þaðan er hverfandi. Það getur því engan
veginn skoðast sígild mælisnúra á úrslit for-
setakosninga, hvemig kosningum skipast til í
Maine.
í heiftarmóð.
að
Kunningi minn, Hjálmar A. Berg-
man, sendir út frá sér grein um
heimfararmálið í síðasta Lög-
bergi, sem er svo þrungin af ó-
sanngirni og aðdróttunum í garð
okkar heimfararnefndarmanna, að
furðu sætir að hann, jafn skýr
og þroskaður maður, skuli ekki
fyrirverða sig fyrir að bera ann-
að eins á borð fyrir menn.
Ritgjörð iþessi er auðsjáanlega
samin með eitt fyrir augum, og
það er, að eyðileggja tiltrú fólks
til manna þeirra, sem heimfarar-
nafnd Þjóðræknisfélagsins skipa,
og finst mér, að greinin beri með
sér, að til þess eigi ekkert
spara.
Eg býst við, að gera megi það
atriði að einum þættinum í þessu
minningarmáli íslenzku þjóðar-
innar vor á meðal. Það atriði
verður aldrei málinu til vegsauka
né heldur þeim mönnum eða
manni, sem fyrir því berjast eða
berst, en engin von er til þess,
við, sem heimfararnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins skipum. getum
látið slíkar tilraunir átölulaust
fram hjá okkur fara.
Textinn fyrir þessari ádeilu
grein Mr Bergmanns í síðasta Lög
bergi, er uppkast að farsamn
ingi, sem eimskipafélag, er skrif-
stofu sína hefir hér í Winnipeg,
bað nefndina um, til iþess að hægt
væri að ganga út frá iþví við samn
inga, sem kynnu að verða gerðir
á milli þess og nefndarinnar og
sem nefndin afhenti fél. þessu og
þremur öðrum eimskipafélags um
boðsmönnum í borginni. Auð
vitað datt nefndinni ekki í hug, að
eitt af þeim fjórum útgáfum af
þessu bráðabirgðar uppkasti
mundi vekja annað eins öldurót
sálu nokkurs manns, eins og raun
er nú á orðin. En svo gjörir það
minst til, þó uppkastið komi fyr
ir almennings sjónir nú. Það
hefði hvort sem er gjört það síðar
frá okkar hendi. Aðal atriðið er
það, að tilgangur nefndarinnar
með Iþví sé ekki svertur svo, að
hvítt verði svart, og sannleikur-
inn að lýgi. En áður en eg sný
mér að útleggingu Hjálmars A
Bergmanns á textanum, er ekki úr
vegi að minnast á nokkur atriði,
sem> á undan eru gengin, því þau
bregða máske ljósi yfir það, sem
nefndin hefir verið að leitast við
að gjöra, og eins líka á þá auknu
erfiðieika, sem nefndin hefir orð-
ið að stríða við fyrir tiltæki Mr.
Bergmanns og þeirra félaga hans,
sem sjáifboðar nefnast.
Það var seint á vetri 1926, að
okkur þremur, Árna Eggertsyni,
Jakob Kristjánssyni og mér, var
falið af stjórnarnefnd Þjóðrækn-
isfélagsins, að athuga þetta heim-
fararmál, þar eð forseta Þjóð-
ræknisfélagsins hafði borist bréf
frá formanni hátíðarnefndar ís-
lands, þar sem að hann var beð-
inn að hafa framkvæmdir í mál-
inu.
Við rituðum öllum aðal eim-
skipafélögunum í sambandi við
þetta mál, á öndverðu sumri 1926,
sögðum þeim frá hátíðahaldinu
1930 og væntanlegri heimför Vest-
ur-íslendinga, spurðum þau hvort
þau vildu sinna þessu máli og
með hvaða kjörum. Sumarið leið,
svo að ekkert svar kom, en á á-
liðnu sumri kom til bæjarins
Capt. J. P. Hoist, aðal yfirmaður
Sameinaða gufuskipafélagsins, frá
Kaupmannahöfn. Áttum við Jak-
°b Kristjánsson tal við hann,
en Árni Eggertsson var ekki
viðstaddur. Kvabsí hann fús
til að flytja hópinn heim 1930, far-
gjáldið væri $196.00 fram og aft-
ur á sjónum og að viðurgjörning-
ur skyldi verða hinn bezti. Okk-
ur þótti fargjaldið of hátt, en hann
kvaðst engu um það ráða, því
Norður - Atlantshafs ráðið réði
öllu þar um, en hann kvaðst skyldi
fara þess á leit við ráðið, að það
ákvæði, að hinn svo nefndi Kaup-
mannahafnar taxti, skýldi viðtek-
inn fyrir þessa sérstöku ferð, að
sá farseðill yrði $24.00 lægri á
þriðja farrými en sá íslenzki, og
fólum við honum framkvæmdir í
því máli.
18. febrúar 1927 barst nefndar-
mönnum bréf frá Scandinavian-
American Line, þar sem tekið er
fram, að beiðni hennar úm Kaup-
mannahafnar fargjaldstaxtann sé
veitt — |það er, að fargjaldið
verð $172.00 í stað $196.00, eins
og það var og er í öllum öðrum
tilifellum, en þessu eina.
í þessu bréfi er einnig tekið
fram, að Scandinavian American
félagið bjóði, að hin venjulegu
umboðslaun, sem viðtekin eru sam-
kvæmt reglum Eimskipasambands
Norð. Ameríku, séu látin ganga til
nefndarinnar í stað umboðslauna
járbrautarfélagannþ. og línufé-
lagsins. En þau voru þá 5% á
farbréfum á fyrsta farrými, og
$10 fyrir hvert farbréf á öðru og
þriðja farrými, og auk þess 25.
hvert farbréf í ofanálag.
Bréf þetta sýnir og sannar,
tvent. Fyrst: að Iþað félag bauð
þessa umboðsÞóknun, án þess að
á hana væri minst eða um hana
beðið. í öðru lagi: að beiðni
nefndarinnar um niðursett far.
var fengið — $24.00 afsláttur á
hverju farbréfi fenginn.
En nefndin var ekki ekki ánægð
með þessa niðurfærslu á far-
gjöldunum. Svo hún fór fram á
það vjð eimskipafélögin, að þau
færu þess á leit við Norður-At-
lantshafs ráðið, að það ákvæði
hinn svo nefnda British Ports
taxta fyrir þessa ferð. Þau tóku
því vel og beiðni var send til aðal-
skrifstofu ráðsins í Brussels, um
að veita brezka fargjaldstaxtann
fyrir þessa sérstöku ferð, en hann
er aftur $22.00 lægri en sá, sem
fenginn var. 11. ágúst 1928 barst
nefndinni svohljóðandi bréf frá
umboðsmanni Svenska-Ameriska
eimskipafélaginu:
“Mr. J. J. Bildfell,
Paris Building,
Winnipeg, Man.
Viðvíkjandi heimför íslendinga
1930, þá höfum vér nú heimild til
ao bjóða eftirfylgjandi verð á far-
bréfum yfir hafið. Fyrir hring-
ferð: fyrsta farrými, $270, á
þriðja farrými $150. •
Nenfdinni fanst, að hún hefði
allmiklu áorkað, þegar þetta til-
boð var fengið. En viti menn!
Sum af stórfélögunum höfðu ekki
verið við, eða athugað samþykt-
ina, þegar hún var gjörð, og eitt
af þeim kannast sjálfboðáliðið að
líkindum við; risu þau upp á móti
samþyktinni og mótmæltu henni
svo kröftuglega, að eimskipafé-
lagið, sem boðið gerði, varð að
neyðast til að afturkalla það, eða
að öðrum kosti að verða fyrir
barðinu á stórfélögunum, sem ekki
gátu unt íslendin£um ívilnunar
æirrar, sem búið var að veita
jeim og öll félögin, sem nefndin
tlaði við, viðurkendu að væri
sanngjörn.
Engum vafa er það bundið, að
afturköllunin á þessari niður-
færslu á fargjöldum, var aðallega
wí að kenna, að búið var að af-
henda einu félaginu skilmálaaust
flutningsrétt á ákveðnum fjölda
af Vestur-íslendingum, og sá það
félag sér skiljanlega enga ástæðu
til, eða hag í, að flytja landann
fyrir $22 minna og )þar yfir, en að
jiað þurfti, því í því máli var því
sjálfdæmi sett af sjálfboðanefnd-
inni.
öðru máli er hér að skifta með
sjálfboðanefndina, sem hefði átt
að líta eftir hag landans, frekar
en félagsins, og sem er því beint
völd að því, að hver einasti mað-
ur, sem heim fer 1930, verður að
borga $22.00 og þar yfir meira
fyrir farbréf sitt, en hann hefði
þurft, ef nefndin Ihefði ekki með
opin augu og af ásettu ráði skor-
ist í málið, til þess að leitast við
að koma þjóðræknisnefndinni fyr-
ir kattarnef, svo hún gæti ekki
haft neinn veg af málinu, þó með
því yrði málið sjálft fótumtroðið
og eyðilagt.
Eg hefi nú lítillega minst á
nokkur atriði þessa máls, sem
fólki var nauðsynlegt að vita um,
áður en eg tek lexíuna 'sjálfa,
bráðabirgðar uppkastið og um-
mæli Mr. Bergmanns um það, til
íhugunar.
Eg hygg, að óþarft sé hér að
ræða liði uppkastsins hvern út af
fyrir sig. Sjötti liðurinn hefir
gengið í augu Mr. Bergmanns ððr-
um fremur, enda er hann efnis-
ríkastur. En Mr. Bergman hefir
auðsjáanlega ekki fundist hann
nógu ríkur samt, því þegar að
hann skilur við hann, er hann bú-
inn að gjöra hann $82,200 virði, og
gefur svo ótvíræðilega í skyn, að
heimfararnefnd Þjóðræknisfélags-
ins ætli að stinga þeirri fúlgu í
sína eigin vasa. Ekki vantar nú
góðgirnina.
Mér þykir vænt um að sjá, hve
mikla trú kunningi minn, Mr.
Bergman, hefir á því, að Vestur-
íslendingar muni fjöimenna á há-
tíðina. Honum telst svo til, að
3,000 manns muni fara með eða á
vegum heimfararnefndarinnar, og
á þeirri tölu byggir hann fúlgu
þá, sem hann gefur í skyn að við,
heimfararnefndarmenn, ætlum að
draga undir okkur. Það mundi
Hjálmar Bergman aldrei gera,
nema hann væri sannfærður um