Lögberg - 13.09.1928, Side 6

Lögberg - 13.09.1928, Side 6
I BU. «. LÖGtafiRG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER, 1928. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chamberj Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir Islendingar, er í hyggju hafa aS flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. miiiiimiimimmimiiiimmiimimimmimiimmmmiiimiimimiimmiiimmi^ Samlagssölu aðferðin. RAUÐKOLLUR EFTIR GENE STRATTON-PORTER. “Þér sögðuð mór strax þegar eg kom hér, að þetta væri þannig, að maður yrði að hafa stöðugar gætur á því, og það er áreiðanlega rótt eins og nú stendur. Eg býst nú reyndar ekki við að þeir komi rétt í bráðina, en það verður ekki langt þangað til þeir koma. Eg verð því að vera hér nokkurn veginn stöðugt, þang- að til skógarhöggsmennimir flytja hingað, svo við getum verið vissir um að ekkert komi fyrir þangað til. Eg hefi lofað yður því, og eg skal ekki bregðast yður.” “ Já, það er töluverð hætta á ferðum,” sagði McLean, “og þvi hefi eg ráðið við mig, að senda hingað annan mann til að vera hér með þér þangað til við komum. Og það verða nú ekki nema fáar vikur þangað til, en eg vil ekki, að þú sért hér lengur einsamall. Ef eitthvert slys skyldi koma fyrir þig, þá væri ein af mín- um kærustu vonum þar með eyðilögð. ” Þessi ráðagerð féll Rauðkoll afar illa í geð. “Fyrir alla muni, sendið þér ekki hingað ann- an mann,” sagði liann. “Eg vildi ekki fyrir nokkurn mun hafa hér annan skógarvörð, sem fældi fuglana mína og skemdi skógarrjóðrið mitt og eyðilegði blómin mín og gerði alt öðm vísin en eg vil hafa það. Þér þurfið engan nema mig. Eg skal vera trúr. Eg skal lofa yður því, >að þér finnið öll trén með skilum, þeg- ar mennirnir koma til að vinna hér. Ef þér sendið hingað annan mann, þá segja þeir að eg sé huglaus og hafi beðið um hjálp. Það mundi eyðileggja traustið, sem eg hefi á sjálfum mér, og taka frá mér alla ánægjuna, sem eg hefi af þessu verki. Alt sem eg þarf, er bara önnur skammbyssa. Ef í það versta fer, þá eru sex skot ekki mikið og eg er heldur seinn að láta skotin í byssuna.” McLean tók stóra og fallega skammbyssu úr vasa sínum og fékk honum, og Rauðkollur lét hana í beltið sitt hjá þeirri, sem hann hafði þar fyrir. McLean sat hljóður og hugsi um stund, og sagði svo og leit á Rauðkoll: “Það er aldrei hægt að vita með vissu, hvað í manninum býr, fyr en verulega reynir á hann. Eg má segja þér, drengur minn, að þú hefir reynst ágætlega, og það er bezt þú ráðir þessu og sért hér einsamali þangað til við komum. Þá ætla eg að fara með þig til borgarinnar, ef þú vilt fallast á það, og gefa þér kost á að mentast, og eg vil að þú sért héðan af minn drengur — minn sonur.” Rauðkollur hélt fast í faxið á Nellie til að styðja sig. Eftir dálitla stund sagði hann feimnislega: “í»ví ætlið þér að gera þetta, Mr. McLean ? ’ ’ McLean lagði höndina á öxl hans og þrýsti honum að sér og sagði blátt áfram-: “Af því eg elska þig, Rauðkollur minn.” “Guð minn góður!” var alt , sem Rauðkoll- ur gat með nokkru móti sagt. McLean tók fast um handlegginn á honum, og reið svo sína leið, án þess að segja nokkuð meira. Rauðkollur tók ofan og horfði til himins. Máninn skein í heiði og brá undur fagurrri töfra blæju yfir Limberlost skóginn. Honum fanst hann aldrei hafa séð feðurð þeirra eins greinilega eins og nú. Sterkasta hugsunin, sem hreyfði sér í brjósti hans var löngunin til að þakka guði fyrir alt það góða, sem hann hefði látið sér í skaut falla. A barnslegan hátt, en í hjartanlegri einlægni þakkaði hann guði fyrir það, sem hann hefði látið fram við sig koma, og ekki gleymdi hann að minnast Engilráðar í bæn sinni. VI. KAPITULI. Þegar Rauðkollur hóf göngu sína daginn eftir, var hann í svo góðu skapi, að því verður naumast með orðum lýst. Hann gætti vel að öllu og fullvissaði sjálfan sig um, að alt væri í góðu lagi. Hann var svo hjartanlega glaður, að gleðitárin brutust fram í augun. Hann reyndi að skifta huganum, sem bezt hann gat, jafnt milli þeirra McLean og Engilráðar. Hann gerði sér grein fyrir því, hve afar mikið hann ætti McLean að þakka og hvað hann hefði verið sér góður alt af frá því hann kom til hans, en sértsaklega hugsaði hann um hve afar mikla þýðingu það, sem McLean hefði lofað sér kveldið áður, gæti haft fyrir framtíð sína. Aldrei skyldi hann bregðast trausti hans; ávalt skyldi hann reynast honum góður sonur. Rétt í bráðina fanst honum að meira riði á því, en öllu öðru, að þeir Wessner og Svarti Jack kæmu ekki fram sínum ráðum. Það mátt ekki með neinu móti koma fyrir, því þó þeim hepnað- ist ekki að fella nema eitt einasta tré, þá væri það nóg til þess, að McLean tapaði veðmálinu. Hann reyndi að hugsa um þetta alvarlega og skynsamlega, en ekki gat hann að því gert, að í hvert sinn, sem hann sá fallegt blóm, þá kom myndin af Engilráð fram í huga hans, og alt sem fagurt var og yndislegt minti hann á hana. En hvað á maður að gera, þegar engilmynd og minning sest að í huga hans og víkur þaðan ekki, hversu alvarlega sem hann hugsar um sín daglegu störf? Rauðkollur taldi dagana. Þennan daginn gat hann lítið gert annað en gera við vírinn á nokkrum stöðum, þar sem hann var bilaður, og sungið og látið sig dreyma. En áður en hún kæmi aftur, gat hann margt gert og þurfti endi- lega margt að gera. Hann þurfti að koma með allar bækurnar sínar, svo hann gæti sýnt henni þær, og liann þurfti endilega að fullgera blóma- beðið, sem hann hafði verið að vinna við; og hann þurfti að ljúka við ýmislegt fleira,, sem hann liafði ætlað að gera. Hann varð að sjá um, að hafa kalt vatn og hann ætlaði að biðja Mrs. Duncan að gefa sér helmingi meira nesti daginn sem hennar var von, svo Engilráð þyrfti livorki að vera svöng eða þvrst, þó Fuglamærin kynni að verða lengi burtu. Hann ætlaði að segja henni, að fá sér há stígvél, svo liún gæti farið með honum eftir skógarbrautunum, svo hann gæti sýnt lienni alla fegurðina, sem hann sjálfur sá á þeim slóðum. Þá mundi henni líka vafalaust fara að þykja vænt um fuglana, eins og honum þótti sjálfum. Hann talaði um þetta við fuglana, þegar hann hélt áfram göngunni. “Þó eg hafi komið hér einsamall dag eftir dag hingað til, þá skuluð þið ekki halda, að það verði ávalt svo. Einhvern daginn núna bráð- um, þegar þið sitjið þarna á vírnum eða grein- unum, og rólið ykkur og syngið, og segið við mig, eins og þið eruð vanir: “sjáðu mig”, þá mun eg segja við ykkur: “sjáið hana”, og þið munuð áreiðanlega líta upp, og þið munuð sjá hana, þar sem hún stendur hjá mér, og þá sýn- ist vkkur ekki sólin eins björt eins og áður, eða himininn eins blár, eða rósirnar eins rauðar, því hún ber langt af öllu, sem þið hafið séð. Þið munuð syngja ykkur hása út af gleðinni yfir því að sjá hana. Það getur nú samt skeð, að þið af öfundið hana af því hún er svo falleg og blómin kannske gera það líka. . Og þegar hún er farin burtu, þá get eg farið sömu slóðirnar eins og hún fór og séð það sama og hún sá og eg mun heyra laufin og stráin segja það sem hún sagði. En sumar keldurnar eru of djúpar fyr- ir hana að vaða yfir þær. Hamingjan góða! Kannske hún lofi mér að bera sig yfir þær og haldi handleggjunum um hálsinn á mér með- an eg er að því. Það fór einhver gleðititringur um hann all- an við þessar hugsanir og liann gekk hratt og kastaði kylfunni sinni langt upp á loftið og greip hana svo á lofti. “Og þú, flónið, sem ætlar að koma hér í ill- um tilgangi,” sagði hann með hárri röchlu, “þú ættir að leggjast flatur ofan í forina, svo liún gæti gengið á þér, og þú ættir að telja það mikla sæmd, ef hún vildi nota þig til þess.” Þarna var svo ótal margt, sem honum sjálf um þótti afar merkilegt, og sem hann hélt að Engilráð hlyti að hafa mikla ánægju af að skoða. En það sem fékk honum helzt áhyggju var það, að engillinn, sem hjá honum mundi vera þenna dag, breiddi kannske alt í einu út vængina og svifi burtu. Þannig dreymdi Rauðkoll ótal dagdrauma, sem allir voru eitthvað Engilráð viðvíkjandi, en ekki vanrækti hann verk sitt þar fyrir. Hann taldi ekki að eins dagana, heldur líka klukku- stundirnar. Því meiri varð gleði hans, því nær sem leið þeim degi að von var á Engilráð. Aldrei gleymdi hann að skilja eitthvað eftir handa stóru, svörtu fuglunum í grend við hreiðrið þeirra. Hann skreið undir girðing- una í hvert sinn sem hann kom á móts við hreiðrið og læddist að því til að gæta að, hvort þar væri alt í góðu lagi. Þótt það væri æði langt úr vegi, þá taldi hann ekki eftir sér að fara þangað oft á dag, því hann var alt af hræddur um, að eitthvað kynni að verða ungan- um að grandi. Nú var ekki að eins á það að líta, hvað honum sjálfum þótti vænt um þessa fugla og hafði jafnan þótt, heldur líka hitt, að það var þeirra vegna, að Engilráð hafði komið á þessar slóðir. Það var ekkert ólíklegt, að hann gæti sýnt Fuglamærinni einhverja fleiri fugla þarna í ‘skógnnum, sem hana langaði til að taka myndir af. Maðurinn hafði sagt þarna um daginn, að bróðir sinn segði henni frá öllum hreiðrum, sem hann vissi af. Sjálfur vissi hann af ótal hreiðr- um, sem hann gat vísað henni á. Af öllum þess- um sæg af fuglum, sem þarna voru saman komnir, hlutu að vera einhverjir sjaldgæfir fuglar, sem hún kannske þekti ekki. Fuglarnir í Limberlost skógunum áttu ekki marga óvini og þeir voru ekki daglega í mik- illi hættu. Ef til vill voru þar heldur engir sérstaklega sjaldgæfir fuglar, nema svörtu fugl- arnir stóru. En ef hún vildi taka mvndir af hálfvöxnum ungum, þá gat hann vísað henni á fjölda af þeim, og þeir voru svo spakir, að það mátti næstum taka þá með höndunum, sem kom til af því, að hann hafði gefið þeim að éta og hænt þá að sér, frá því þeir skriðu úr hreiðrinu. Hann hafði lengi haft þann sið, að gefa ung- unum orma og annað, sem hann vissi að var þeirra fæða, og þeir höfðu þegið það með mestu ánægju, að því er virtist. Þegar vikan var liðin, hafði Rauðkollur prýtt skógarrjóðrið sitt eins vel og hann kunni, og hann hafði gert veginn þangað miklh greið- færari heldur en hann var áður. Þetta var um miðjan júlímánuð. Hitarnir, sem gengið höfðu að undanförnu, höfðu þurk- að svo votlendið, að nú var fært að ganga um Limberlost skógana svo að segja hvar sem var, ef maður bara viltlst ekki eða sat fastur þar sem skógurinn var þéttastur. Skógurinn var nú í öllu sínu fegursta sumarskrauti og þar sem nokkur rjóður voru, þar var alt grasi vafið og blómum. En þessi þurkur ha'fði það í för með sér, að sum dýrin héldust ekki við þar sem þau höfðu áður verið, og leituðu sér að raklendari og kaldari stað, og hann sá þau fara hópum sam- an á hverjum degi. Hitt var þó verra, að ó- lukku slöngurnar voru enn hvimleiðari heldur en nokkru sinni fyr og gleymdu nú þráfaldlega að láta til sín heyra, þegar þær voru á ferðinni. Rauðkollur átti nú í stöðugu höggi við þær, því hann var síhræddur um að þær mundu gera ungunum mein, og liann barði þær burtu misk- unarlaust. Hann sá Engilráð, þegar hún og Fuglamær- in komu keyrandi að girðingunni á tilteknum tíma. Þær stöðvuðu hestinn, þar sem til var ætlast og biðu eftir Rauðkoll, svo hann gæti fylgt þeim þangað, sem þær ætluðu að fara, svo þær lentu ekki í neinum ófærum. Þau komust öll heilu og höldnu í grend við hola tréð, þar sem hreiður “Rauðkollshænsnanna” var. Rauð- kollur bar myndavélina fyrir Fuglamærina, þangað sem hún vildi hafa hana. Hann sagði henni hvaða áhrif hitinn hefði haft á slöngurn- a rog svo seildist liann eftir unganum og færði liann út í clagsljósið. Meðan hún var að fást við vélina, sagði hann henni frá mörgum hreiðrum, sem hann vissi af þar í grendinni, og hlustaði hún á það með mikilli eftirtekt. Þær töluðu um xað við Rauðkoll, að skilja hestinn og kerruna eftir þar sem honum þótti hentug- ast, og svo skyldi Engilráð vera hjá honum meðan Fuglamærin væri að taka myndirnar. “Eg verð ekki lengi,” sagði hún. “Eg veit nú hvar eg á að hafa vélina og unginn er orð- inn nógu stór til að vera spakur, en ekki nógu stór til að hlaupa í burtu og vera ókyrr. Svo eg kem bráðum til að sjá hreiðrin, sem þú varst að segja mér frá. Eg hefi einar tíu plötur, og eg þarf varla að eyða nema svo sem tveimur á þennan unga, svo eg ætti að geta tekið nokkr- ar fleiri myndir í morgun.” Rauðköllur var í afar glöðu skapi, því nú var hans skemtilegasti draumur að rætast. Hann bað Engilráð að fyrirgefa, þó hann gengl á undan lienni, því hann gerði það til að vera viss um, að henni væri óhætt. Hún hló og sagði honum, að hann væri einstaklega um- hyggjusamur og að liann fylgdi nákvæmlega beztu manna siðum. Út af þessu skiftust þau á nokkrum gaman- yrðum og hlógu bæði dátt. Rauðkollur var í því skapi, að hann gætti þess ekki vandlega hvað hann sagði. Hann sýndi henni mörg hreiður meðfram skógargöt- unni. Hún þekti marga fuglana, en ekki alla. Þau skrifuðu hjá sér lýsingu á eggjunum og hreiðrunum og fuglunum, svo þau gætu síðar lesið sér til um það í bókum Rauðkolls hvaða fuglar þetta væru. Loks komust liau í skógarrjóðrið fallega, þar sem Rauðkollur hafðist við. Hjarta hans sló óvanaleg^. hratt og hann gat ekki sem bezt ráðið við hugsanir sínar og heldur ekki það sem hann sagði. Rjóðrið var nú orðið langt- um fallegra, en það hafði verið, þegar Engil- ráð, kom þar áður. Hún horfði alveg undrandi á alt blómskrúðið. “Þetta er reglulegt töfra- land, ’ ’ sagði hún, og hún sneri sér við og horfði á Rauðkoll með kannske eins mikilli aðdáun eins og á handaverk hans. “Hvað hugsar þú þér að verða?” spurði hún Rauðkoll. “Það sem Mr. McLean vill að eg verði,” svaraði hann. “Hvað gerir þú aðallega?” spurði hún. “Eg gæti skógarins.” “Eg á ekki við þína daglegu vinnu.” “Þegar eg er ekki að vinna, þá er eg að 1 hlynna að blómunum og prýða rjóðrið mitt, og svo að lesa í bókunum mínum.” “Hvort eyðir þú meiri tíma til að prýða rjóðrið eða lesa í bókunum?” “Eg eyði þeim tíma sem eg þarf til að líta eftir blómunum. Hinum tímanum eyði eg öll- um til að lesa í bókunum. ” Engilráð horfði fraan í hann og aðgætti hann vandlega. “Þú ætlar kannske að verða ó- sköp lærður maður,” sagði hún, “en þú lítur ekki út fyrir það. Andlitið á þér er ekki eins og á þessum lærðu mönnum, en það er eitthvað mikið í því, eitthvað stórkostlega mikið. Eg verð að komast að hvað það er, og svo verður þú að þroska þá sérstöku hæfileika, sem þér eru gefnir í ríkum mæli. Faðir þinn gerir sór von um, að það verði eitthvað mikið úr þér, það er auðheyrt á því, hvernig hann talar. Þú ætt- ir að byrja á þessu strax, því þú ert nú búinn að eyða alt of miklum tíma til lítilsú’ Aumingja Rauðkollur varð niðurlútur. Hann vissi ekki til þess, að hann hefði eytt nokkrum tíma til ónýtis á æfi sinni. Hann hafði aldrei átt sinn tíma. Engilráð skildi þegar hvað hann hugsaði. “Eg á ekki við það,” sagði hún með töluverðri ákefð. “Mér dettur ekki í hug að ímynda mér, að þú sért latur. Enginn, sem sér þig, mundi halda það. Eg á við, að það er eitthvað við þig, sem bendir á að í þér búi eitthvað stórkostlegt og fagurt. Það þarf ekki nema að líta framan í þig, til að sjá það. Það er eitthvað, sem þú\ ert sérstaklega fallinn til að gera, og hvað ann- að, sem þú gerir, og hvað vel sem þér gengur, þá er tímanum í raun og veru alt af til lítils varið, þangað til þú finnur þetta eina, stóra, sem þú ert ibezt fallinn til. Ef þú hefðir ekk- ert við bundið, og hefðir nóga peninga og gæt- ir farið hvert sem þú vildir, hvað mundir þú þá gera?” spurði Engilráð. “Eg mundi fara til Chicago og syngja þar í stórum kirkjusöngflokk,” svaraði Rauðkollur hiklaust. Engilráð misti hattinn, sem hún hafði tekið af sér og hélt á í hendinni. “ Já, þarna kemur það,” sagði hún, og eins og datt niður í sætið, “Þú getur nú séð, hvað úr mér muni verða. Ekkert! Alveg ekkert! Þú getur suungið? Auðvitað getur þú sungið! Það er alvfeg eins og það sé skrifað skýrum stöfum hvar sem á þig e rlitið.” “Þetta hefð hver heimskinginn átt að geta séð, án þess honum væri sagt það,” hugsaði hún með sjálfri sér. “Það liggur alveg utan á hon- um, t. d. hvað hann hefir mjóa og fíngerða fingur, og hvernig hann snertir léttilega og mjúklega það sem hann tekur á. Þá er þetta ljósrauða hár og glamparnir í augunum á hon- Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega laegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin hljóta að ganga fyrir öllu. Lrjú meginatriði þurfa að vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. 815 Sherbrooke St. - ; Winaipe^Maaitoba um og andardrátturimi og hálsvöðvarnir, og þó sérstaklega röddin, því þó hann bara tali mælt mál, þá er röddin svo þýð, að eg hefi aldr- ei heyrt nokkurn mann hafa eins fallega rödd.” “ Viltu gera nokkuð fyrir mig?” spurði hún. ‘‘ Eg vil gera alla skapaða hluti, sem þú vilt að eg geri,” svaraði Rauðkollur, “og ef eg get ekki gert það strax, þá skal eg reyna þangað til eggetþað.” “Þetta er ágætt,” sagði hún, “nú erum við að komast á rétta elið. Stattu nú þama gagn- var mér og syngdu eitthvað, bara eitthvað sem þér dettur fyrst í hug.” Rauðkollur gerði eins og hann var beðinn. Hann stóð milli blómabeðanna, andspænis Eng- ilráð og fór að syngja, og það sem hann söng var barnasöngur, sem hann hafði oft sungið á barnaheimilinu og valdi hann þennan söng bara vegna þess, að honum datt hann fyrst í hug, en það hittist svo á,að þetta var f jörugur og skemtilegur æfintýrasöngur, og lagið samsvar- aði ljóðinu. Það var eins og hann gleymdi öllu öðru, meðan hann var að syngja, og Engilráð fanst, að hún hefði aldrei heyrt fegurri söng. nE áður en hann hafði lokið erindinu, sem hanp var að syngja, heyrðu þau fótatak ekki all-langt frásér, og það var því líkast, að þar færi ríð- andi maður. Þau hlupu bæði út á skógarbraut- ina og þar kom þá Fuglamærin og kallaði: “Rauðkollur! Rauðkollur! eru báðar skam- byssurnar hlaðnar?” “Já,” sagði Rauðkollur. ‘ ‘ Getur þú komist beint í gegn uni skóginn á fáeinum mínútum, svo að lítið beri á, og komist nærri hola trénu, þar sem við vorum?” “Já,” sagði Rauðkollur. “Flýttu þér þá þangað,” sagði Fuglamær- in. “En láttu Engilráð fyrst á bak fyrir aftan mig. Við ríðum svo þangað, sem við skildum hestinn eftir og bíðum þar eftir þér. Mér gekk ágætlega að ná myndinni af unganum, og eg lét hann svo inn í hreiðrið aftur. Annar fuglinn kom og eg hélt að eg næði mynd af honum, svo birtan var ágæt og alt í bezta lagi. En þegar eg beið þarna, þá gengu tveir menn svo nærri mér, að eg hefði næstum! getað náð til þeirra með hendinni. Annar var lágur maður og gild- ur, hinn hár og dökkur á hár og skegg. Hafið þér eldsábyrgð? Þótt hér hefðuð enpra árið sem leið, þá þýðir það ekki, að þér þurfið ekki eldsábyrgð framvegis. Látið oss annast eldsábyrgð yðar. Penlngar til láns gegn fasteignaveöi I borginni eða útjaSra borgum meB lœgstu fSanlegum rentum. HOME SECURITIES LIMITED 468 MAIN STREET Phone: 23 377 :: WINNIPEG. LEO. JOHNSON, Secretary. HEITU DAGARNIR eru dagar til að eyða í lystigörðunum úti í Winnipeg lystigörðum erumargir forsælu- staðir, sem bjóða yður hvíld og hressingu. Notið þessa friðsælu hvíldarstaði. Þeir eru nálægir, jafnnærri og næstu strætisvagnspor. Sporvagninn tekur yður þangað fljótt, ódýrt og hættulaust. Notið Sporvagnana! WINNIPEG ELECTRIC Company ‘*Your Guarantee of Good Service" iilllll.illilllllll

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.