Lögberg - 20.09.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTLUAGINN 20. SEPTEMBER 1928.
Bls. 3.
uÞegar tjöldin verða
dregin frá.”
i.
í Lögbergi 6. þ. m. er birt löng
ádeilugrein á iHeimfararnefndina,
en varnargrein fyrir “sjálfboð-
ana”, eftir Hjálmar Á. Bergman.
Hann er nú áður kunnur að rit-
gjörðum um þetta efni, og er þetta
jþriðja grein hans á sumrinu. Ekki
er ósennilegt, að við þá tölu kunni
að bætast áður en að veturnóttum
dregur, verði árangurinn minni en
vonast er eftir.. Þetta sumar hef-
ir verið honum og félögum hans
mæðusamt. Hófu þeir voryrkju
snemma, með nægum áburði sam-
andregnum undan vetrinum. En
sprettan hefir orðið rýr. Bæta
myndi það Iþó úr, ef haustið yrði
hagstætt, og nýting góð!
Þessa þriðju ritsmíð sína nefnir
höf. “Á bak við tjöldin’’ — frum-
leg og fáséð fyrirsögn í íslenzku
blöðunum. Að efni og orðalagi er
grein íþessi svipuð hinum fyrri,
nema hvað hún gengur öllu lengra
í ófrægingaráttina. Er nú ekið
fram nýjum sakaráburði til reynslu
og vonar um, að betur takist til og
eitthvað kunni undan honum að
spretta. Fyrirsögnina skýrir höf.
með löngum inngangi og 'lýsing á
sthöfnum nefndarinnar og vitn-
ar til sinna fyrri orða, er sízt ber
að rengja. “Nefndin ber sig að”,
segir hann, “eins og hún skoðaði
sig sem einskonar leynifélag.” Hún
lætur almenning ekkert vita um
gjörðir sínar. “Það hefir verið tals-
vert rót á nefndinni út um bygðir
og bæi — en öllum þessum miklu
starfskröftum er varið til 'þess að
auglýsa nefndina sjálfa, en alls
ekki til þess að varpa neinu Ijósi á
nokkuð í sambandi við hátíðina á
íslandi(!), eða fræða fólk um það,
Iivað iþessir miklu menn eru að
gjöra í sambandi við ráðstöfun á
sjálfri heimförinni. En ferðalög
þessi líkjast herför, virðast gjörð
í þeim tilgangi, að leggja bygðir
og bæi undir nefndina — til þess
að leggja, skatt eða toll á þessa
undirgefnu þegna sína, sem sam-
þykkja trausts-yfirlýsingar, án
þess að fá nokkra opinberun á hin-
um leyndardómsfullu gjörðum og
ráðstöfunum nefndarinnar.”
Þetta er tilefni fyrirsagnarinn-
ar. Þess vegna heitir ritgjörðin
“Á bak við tjöldin.”
Nefndin starfar sem “leynifélag”
—með öðrum orðum, hún starfar
sem nefnd. Hún boðar ekki til al-
menns fundar, er hún ræðir fyrir-
ætlanir sínar eða ákvarðanir, frem-
ur en aðrar nefndir, — fremur en
hinir svonefndu sjálfboðar, sem þó
ekki eru nefnd. Hún opinberar al-
menningi ekki ráðagerðir sínar,
meðan hún veit sjálf ekki, hvort
unt er að koma þeim í framkvæmd,
og fylgir að því fordæmi allra
nefnda, er fram til þessa hafa
skipaðar verið. Á engan hátt starf-
ar hún frábrugðið því, sem nefnd-
ir alment gjöra, og ekki er heldur
á það bent. En samt sem áður,
fyrir þá skuld, er hún tortryggileg.
Og fyrir þá skuld er hún sek um
myrkraverk, ‘fjárdrátt’, “tolltöku’,
launráð við sæmd og heiður ís-
lendinga, og alt það, sem auðkent
getur sjálft drengskaparleysið.
Væri hún ekki sek um þetta, myndi
hún naumast hafa kosið sér að
vinna að málum sínum í kyrþey og
auglýsingalaust, opinberunarlaust,
— eins og aðrar nefndir! Álítur
höf. að almenningi sé þetta ljóst,
og þá eigi síður hitt, að einkenni
ráðvendninnar sé margmælgin!
Úr þessum “opinberunar” skorti
á ritgjörðin að bæta. Hún á ekki
emgöngu að gjöra almenningi Ijóst
hvað nefndin er að gjöra, heldur
líka að sýna, að Iþessi grunsemd Og
sakarburður á nefndina, sé á rök-
um bygður. Höf. hefir komist að
leyndardómi, komist “á bak við
tjöldin”, orðið iþes vís, hvað nefnd-
in er að brugga og má í það ráða,
af orðum hans, að það hafi ekki
gjörst með vilja eða vitund nefnd-
arinnar. Sjálfsvirðing hans, sið-
ferðisvitund, umhyggjusemi fyrir
almenningi, lotning fyrir sannleik-
anum, leyfir houm ekki að þegja
um þenna leyndardóm, þó ekki segi
hann þ^ð alveg í þessum orðum.
Enda væri hollustu játning við
sannleikann, af vörum hans, með
öllu óþörf — fram yfir vitisburð
greinarinnar sjálfrar. — Það vita
allir, er nokkuð þekkja til, hversu
óaflátanlega hann hefir virt og
dýrkað sannleikann árum saman,
ekki einasta í orði, heldur og í
verki. Sú vitund er ekki fyrst að
koma í Ijós nú hjá almenningi; Hún
hefir þráfaldlega sýnt sig, með
hinu mikla trausti, sem til hans er
borið. Að vísu má segja, ef til
vill, að ekki hafi það ávalt verið
hinir skilningsmeiri, er fylkt hafa
sér undir merki hans— en svo má
að líkindum segja um margan leið-
togann. En það hafa verið þeir,
sem óskemdir voru af hugsun, þeir
er heimurinn metur alt of lítils og
sniðgengur, er hann útbýtir trún-
aðarstörfum, þoir sem granda-
lausir eru og auðtrúa og annað
þarfara hafa að gjöra, en að vera
að brjóta heilann um hvað sé rétt
eða rangt í lífinu! Og til hvers,
ætti þeir að vera að því? Meðan
forsjónin hagar því svo til, að þetta
er einhverjum einum gefið. Ekki
fasta brúðkaupsgestirnir, meðan
brúðguminn er hjá þeim.
Leyndardóminum getur höf. ekki
slengt fram formálalaust. Þó ill-
ur grunur hvíli hjá almenningi á
starfi nefndarinnar, þarf þó að
undirbúa hann betur fyrir þessa
opinberun, svo ekki verði honum
um of, er honum að lokum er bent
á sjálft ódáðaverkið. Það þarf
að leiða hann stig af stigi, auka
hjá honum viðbjóðinn á nefnd-
inni, svo ekkert verði það ilt sagt
um nefndina, að hann ekki trúi.
Er]fyrst skýrt frá innræti nefnd-
arinnar, tilgangi hennar og mann-
dómi. Er tili skilningsauka brugð-
ið upp líkingum og dæmisögum,
sumum nokkuð óvenjulegum — en
lærðum! Nefndannenn eru allir
“spenamenn”. Er með því orði
búist við, að ihrollur fari um les-
andann. Höf. bjó það orð til í
vor, eftir nýrri orðmyndafræði,
er hann hefir sjálfur skapað.
— “Spenamenn” þýðir menn,
er “halda ekki aðeins dauðahaldi
í spena þá, sem iþeir hafa komist
á, heldur eru á stöðugri leit eftir
nýjum og nýjum spenum”! Það
er töluvert fjör í iþessu, og skilj-
anlega eru það samrýmanlegar
athafnir, að halda “dauðahaldi” í
spena og vera líka á þönum í
spenaleit. Mœtti spyrja höf. að
því, hvort hann hugsar sér spen-
ann lausan, þegar leitin stend-
ur, en fastan þess á milli? Það
myndi skýra orðmyndina að ráði
og sýna hversu nota mætti þetta
nýja lærða líkingarmál, á fleiri
vegu en þenna.
Þessu næst er bent á yfirlýs-
ingar og tilkynningar, er nefndin
hefir birt. Er varið til þess
löngu máli. Allar fela þær ann-
aðhvort í sér óljósa bendingu um
hinar eigingjörnu fyrirætlanir
hennar, eða þær fara með fals og
undirferli. Engar lýsa þær hin-
um sanna ásetningi nefndarinnar,
eru þær því beinn vitisburður um
blekkingar tilraun hennar og ó-
drengskap, éinskonar skikkja, sem
nefndin varpar yfir lævísi sína og
sýilcráð gegn óvörum almenningi,
en klæðir með ágirnd sína og
aurafíkn, sem sögð er að vera
með Iþeim endemum, að hún sé
“óseðjandi”. Þarf nú ekki lengur
að fara læknahöndum um nefnd-
ina. Meinin orðin meiri en það,
að þau verði Iæknuð, afbrotin
stærri en svo, að þau verði fyrir-
gefin. Verður og alvaran ein-
hvers staðar að koma í ljós, og
röddin innra fyrir að láta til sin
heyra — hin særða réttlætistil-
finning! Kemur þetta fram 1 rit-
hætti og orðalagi, er lýsir þeirri
heiftúð og óvild til nefndarinnar,
að þeim mun koma ókunnuglega
fyrir, er ekkert þekkja til, en
kunnugum vera með öllu óskilj-
anlegt, er ekki hafa athugað all-
ar ástæður, en minnast hins, að
fyrir rúmum mánuði síðan lýsti
höf. á prenti, á svo göfugmann-
legán hátt, hinni einlægu og
fölskvalausu vináttu sinni til
nefndarinnar, en þó sér í lagi til
þriggja leiðandi manna nefndar-
innar, er hann nafngreindi og
hafðf gjört sitt vinarbragð hverj-
um þeirra, hvert öðru meira og ó-
eigingjarnara. Sjálfur hafði hann
setið silfurbrúðkaup eins og ekki
sagt aukatekið orð í hans garð,
meðan á veizlunni stóð; ritað
smágrein um annan og látið hann
njóta sannmælis; leyft “Lögbergi”
að flytja átölulausan greinarstúf
um hinn þriðja í launaskyni fyrir
að hann hafði stutt bla$ið í aug-
lýsingasöfnun sömu vikuna!
Nú sleppir höf. því alveg, er
hann áður hefir tekið fram 1 rit-
gjörðum sínum, að ásakanirnar á
nefndina megi ekki skoðast sem
persónuleg árás á nefndarmenn-
ina. Gjörir hann engan greinar-
mun nefndarinnar og nefndar-
mannanna, semi hann þó hingað
til hefir gefið til kynna, að væri
aðskilið í huga sínum. í sjálfu
sér þarf nú þetta ekki að vera
sprottið af öðru en því, að hann
álíti það ónauðsynlegt, þar sem
'
hann hafi tekið þetta fram áður,
og svo hefir hann ef til vill von-
ast til, að ritgjörðin myndi í þetta
sinn taka af öll tvímæli í þessu
efni. Þegar þannig er gengið frá
nefndinni, er vonast til að les-
andinn sé undir það búin að taka
á móti “opinberaninni.”
Með örfáum orðum er þess get-
ið, að nefndin >hafi verið “að
reyna að gjöra “samninga” við
eitthvert gufuskipafélag um
flutning; á Vestur-íslendingum til
íslands 1930.” Henni hafi gengið
tregt að komast að samningunum,
og margur furðað sig á því. En
þeim hafi líka verið óknnnugt um,
hversu þessum samningum hafi
verið háttað, þeir hafi verið svo
ágengir í garð flutningafélag-
anna, að ekkert gufuskipafélag
hafi getað að þeim gengið nema
sér í stórskaða. Telur höf. að
með þessu hafi íslendingum verið
gerð meira en lítil skömm, að í
þeirra nafni skyldi nefndin hafa
ætlað sér að þrengja svo kostum
þessara æfðu og slungnu stór-
gróðafélaga, að þau biði heldur
halla en hag af flutningunum.
Hitt sé aftur ljóst, hvað nefndin
hafi ætlað sér, að græða stórfé á
þeim, sem heim kynnu að fara, og
hún var að reyna að fá sem ódýr-
ast flutningsgjald fyrir, — svo
lágt, að flutningafélögin gátu ekki
gengið að því! Að því búnu er
ljóstað upp leyndarmálinu og lagt
fram eftirrit af þessum samning-
um, sem nefndin á að hafa gjört
seint í júlímánuði.
Er birt frumritið á ensku og svo
í íslenzkri þýðingu. Er þýðingin
fölsuð, líklega óviljandi, en um
þau atriði snúast þó ummælin að
mestu leyti, það sem eftir er
greinarinnar. Niðurlagsorðin í 6.
gr. ‘“to be retained by the Com-
mittee” leggur höf. svo út: “á-
skilur nefndin sjálfri sér”. 8. gr.
‘íCampany to extend courtesies *to
members of Committe in matter
af free trip passes from time to
time during the period organiza-
tion in Canada”, leggur höf. út:
“Félagið sýni nefndinni þá kurt-
eisi að veita henni ókeypis far-
seðla, er hún noti eftir þörfum
meðan ferðin er undirbúin í Can-
ada.” Hverju hallað er í báðum
þessum greinum, munu víst flest-
ir sjá, er bæði málin skilja. Þeg-
ar það er tekið til greina, að
nefndin er kosin af Þjóðræknis-
félaginu, til þess að starfa að und-
irbúningi heimfararinnar fyrir
alla íslendinga, er hugsa sér að
fara heim 1930, — er því almenn-
ings þjónn, — verður það ekki al-
veg víst, að orðin “to be retained
by the Committee”, þýði: “áskilur
nefndin sjálfri sér”. (Er hér átt
við umboðslaun á farseðlum). öllu
líklegra er, að öll fjárvörzla
nefndarinnar verði yfirskoðuð, og
lagðir fram staðfestir reikningar
til Þjóðræknisfélagsins ' og al-
mennings yfirleitt. Ef nú grein-
arnar þýða ekki þetta, sem höf.
lætur þær tákna, verður ekki ann-
að séð, en að allar staðhæfing|rn-
ar er hann gjörir um fjárdráttar-
ásetning nefndarinar og byggir á
þýðigunni, falli þá líka, og hann
tilneyddur að leita nýrrar opin-
berunar til að finna þeim stað.
Um samnings-atriðin í heild seg-
ir höf.: “Mér finst það fremur
bágborin auglýsing út í frá fyrir
Vestur-íslendinga, að nokkur
nefnd, sem þykist hafa umboð frá
þeim og starfa í þeirra nafni, skuli
geta látið sér hugkvæmast að
leggja annað eins og þetta fram.”
Að hverju leyti er það “bágbor-
in auglýsing”? Er það “bágbor-
in auguýsing”, að nefndin skyldi
hafa þá sinnu, að vilja ganga frá
þessu máli með bindandi samning
um, pg eiga einhverji tillögurétt
um hvernig þeir væru, í stað þess
að varpa málinu skilyrðislaust, í
skaut einhvers stórgróðafélagsins
og láta það ráða kjörum og kost-
um, er menn yrði neyddir til að
ganga að, eða sitja kyrrir? Er það
“bágborin auglýsing” að nefndin
fór fram á lágmarks fargjald —
$200.00— fyrir manninn, fram og
til baka frá Winnipeg, og jafn-
framt að tryggja heimfarendum
hinn bezta aðbúnað, bæði á lest-
um og skipum, er fáanlegur væri?
Er það “bágborin auglýsing”, að
að nefndin vildi tryggja þeim, er
þess kynni að óska, að farbréfin
yrðu látin gilda til árs í stað
nokkurra vikna, að skipið kæmi
við á útleið á fjórum höfuð-höfn-
um landsins, til að spara mönnum
ómak og kostnað suður til R.vík-
ur; að allur farangur yrði veginn
í einu lagi, svo að það, sem við
það sparaðist, mætti færa yfir á
annan flutning, er ferðahópurinn
kynni að vilja hafa með sér? —
Hefði nefndin ekki tekið neitt af
þessu fram, hefði hún svikið það
umboð, er henni var fengið, því
það var eitt af höfuð-verkefnum
hennar, að leitast við að komast
að sem hagkvæmlegustum samn-
ingum fyrir hönd þeirra, er fara
hygðust. Það þykir ekki “bág-
borin auglýsing”, þegar iðnrek-
endur eða verzlunarmenn reyna að
komast að sem hagkvæmustum
samningum, eða er hér um eitt-
hvað annað en algengnt við-
skiftamál að ræða?
Annars er höf. fáorður um öll
þessi atriði samningsins, vill eigi
um þau tala, en með niðurlagi 6.
gr., og hinni 7. og 8. vonast hann
til að geta hnekt áliti nefndarinn-
ar í augum almennings, og er því
öllu fjölorðari um þær. En það
er eins og honum hafi ekki hug-
kvæmst, fyr en of langt var kom-
ið og afturhvarfisns var varnað,
að hann héldi þar á tæpum mál-
um, sem varnaraðili og málsvari
sjálfra línufélaganna, gegn al-
menningi, og að það myndi ekki
vekja tilætlaða samúð með þeim
lofsverða tilgangi í hjörtum les-
endanna. Snýr hann sér aðallega
að þeirri ósvífni nefndarinnar, að
krefjast þess, að umboðslaunin á
sölu farbréfanna skuli afhent
henni. Vex honum sú frekja í
augum. “Hvaða lagalegan eða
siðferðislegan rétt hefir Heim-
fararnefndin til þes að heimta eða
þiggja þóknun frá gufuskipafélög-
um eða járnbrautarfélögum á far-
bréfum, sem Vestur-íslendingar
kaupa?” spyr hann. Engann, má
svara. Nefndin hvorki heimtar eða
þiggur þóknun. — Reiknar hann
nú saman, hvað mikið fé þetta
muni verða, er nefndin ætli sér
að draga undir sig. Er hann ekki
ánægður með smá-upphæðir, setur
því dæmið upp þrisvar og eykur
stöðugt við tölu farbréfanna, unz
þau eru komin upp j 3,000, hækk-
ar verð þeirra til móts við það,
sem Cunard Línufélagið heimtar,
(Framh. á bls. 4)
Martin & Co.
■TILKYNNIR SÍNA-
ATTUNDU ÁRLEGU ÚTSÖLU
á tilbúnum Fatnaði og Kápum
ÞETTA ER VOR ÁRLEGA ÚTSALA
sem vér vikum saman höfum verið að undirbúa, og nú höfum
vér betra verð og meiri hagnað að bjóða, heldur en á nokkurri
hinna fyrri ársútsölu VorrL Þeir ótalmörgu, sem árlega hafa
keypt á útsölum vorum, og fallið vel, munu nú verða enn á-
nægðari en áður með þau kjörkaup, sem vér nú höfum að
bjóða.
Komið inn og sjáið vor
framúrskarandi kjörkaup
Með Þœgilegum Borgunarskilmálum
NIÐURB0RGUN
sendum vér hvaða fat sem aug-
lýst er, (að undanteknum Fur-
kápum). Afgangurinn í litlum
mánaðar afborgunum.
Eða fyrir
$i
Skulum geyma hvaða
fat sem er, þar til
síðar.
KOMIÐ SNEMMA
Hér eru nefnd aðeins fáein af kjörkaupunum á þessari sölu:
Yfirhafnir
Sérst. bláar Chin-
Chilla kápur, Thi-
betine Fur kragar,
sem brjóta má eftir
vild ...............
'—y—
Sérstök kjörkaup —
Broadcloth og Vele-
bloom Furlagðar, ný
gerð. Söluverð á 8.
árssölunni .........
Yfirhafnir
Nú er rétti tíminn
að velja nýja kápu.
Velours og Marvellas
fallega Furskreyttar
Söluv. á 8. árssölu....
$29.50
Alveg sérstakl. fall-
egar og vel sniðnar
kápur. Skreyttar með
úrvals fur. Verð á
8. árssölunni ......
Yfirhafnir
Mjög vænar vetrar-
kápur. Velours, Mar-
vellas og Duvetyns.
Ágætt fur, chamois
fóður. Verð á 8. árss.
$39.50
Nfevy Chinchillas,
kasha fóður, skjól-
góðar fyrir skóla-
stúlkur. Verð á 8.
árssölunni ..... ....
$19.75
FUR-YFIRHAFNIR
Sérstaklega Hægir Skilmálar-"! 0% Niðurborgun
Afgangurinn í litlum mánaðar afborgunum jafnframt og þær eru notaðar..
Kaupið nú og hafið full not af kápunum allan veturinn.
Fur kápum haldið í lagi kostnaðarlaust í heilt ár.
Óskreyttar
Electric Seal Yfirhafnir
Ljómandi
Seal Yfirhafnir
Kápurnar hafa stór-
an kraga og uppslög
á ermunum.........
Skreyttar með sable,
skinnið þversum en
ekki langsum í krag-
anum
$198
Úrvals
Muskrat Yfirhafnir
Eitthvert bezta Fur,
sem hægt er að fá,
skinnin sérlega vel
saman valin .........
$269
Portage
and
Hargrave.
Ágœtis Verð á KJÓLUM — Fallegar Gerðir
Þeir eru vel gerðir úr Satins, Gorgettes, Flat Crepes, Failles og Crepe de Chine gerðir—
Flares, Drapes, Pleats, Tiers og Ramonais.
$12.95 $15.75 $19.75 $24.75 $29.50
Mikið úrval af Karlmannafatnaði og Yfirhöfnum $19.75 til $45.00
Opið á laugardögum til kl. 10.
MARTIN & Co.
EASY PAYMENTS, LTD
2nd Floor
- Winnipeg
Piano Bld'
L. HARLAND, Manager.